Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 4
42
T í M I N N
Kaupfélagsstj órastaðan
við Kaupfélag önfirðinaga í Vestur-ísafjarðarsýslu er laus. Umsóknir
sendist til stjórnar Kaupfélags önfirðinga fy-rir 14. maí næstk. og veitir
hún allar frekari upplýsingar.
t '
Guðrún Bjðrnsdóttir.
Hinn 15. þ. m. lést að heimili
sínu, á gistihúsinu í Borgarnesi,
eftir nýlega afstaðinn barnsburð,
frú Guðrún , Björnsdóttir, kona
Vigfúsar Guðmundssonar gest-
gjafa. Var hún dóttir merkishjón-
anna Bjöms bónda þorsteinsson-
ar í Bæ í Borgarfirði, og konu
hans Guðrúnar Jónsdóttur. Komu
þar saman hinar kunnu borg-
firsku ættir, sem kendar hafa ver-
ið við Húsafell og Deildartungu.
Frú Guðrún var prýðilega vel
gefin kona, bæði um gáfur, ment-
un og dugnað. Fyrir tæpum tveim
árum gekk hún að eiga mann sinn,
sem eftir lifir, og tók þá um leið
við húsmóðurstörfunum á hinu
fjölsótta gistihúsi í Borgarnesi.
Munu það allir róma, hinir fjöl-
mörgu gestir, sem þangað komu,
hversu prýðilega frú Guðrún
rækti þá stöðu. Munu þau ekki
vera mörg gistihúsin íslensku,
sem áttu að fagna svo myndar
legri og alúðlegri húsmóður um
alla hluti. Eru þeir nú margir,
vinir og kunningjar þeirra hjóna,
sem senda Vigfúsi gestgjafa og
nákomnum ættingjum Guðrúnar
heitinnar innilegar samúðar-
kveðjur.
——o-----
Fulltrúi kirkjunnar.
Bannmálið er tvímælalaust ein-
hver alvarlegasta og áhrifamesta
tilraun sem íslenska þjóðin hefir
komið í framkvæmd um að bæta
siðferði og mannúð í landinu. Á-
vextina verður ekki um deilt. þeir
eru þegar orðnir óumræðilega
miklir og góðir.
Leiðtogar íslensku þjóðarinnar
bæði í trúarlegum og siðferðileg-
um efnum, bæði á undanförnum
árum og nú, bæði innan hinnar
íslensku kirkju og utan, hafa yfir-
leitt skilið þetta mæta vel. þeim
er það til mikils hróss, að yfir-
leitt hafa þeir staðið mjög fram-
arlega um að vinna að útrýming
vínbölsins með bannlögunum. Af
núlifandi mönnum úr tveim aðal-
hei'búðunum nægir að nefna til
dæmis: Sigurbjöm Á. Gíslason og
síra Friðrik Friðriksson annars-
vegar og síra Harald Níelsson og
Einar H. Kvaran hinsvegar.
þegar á heildina er litið, verð-
ur því ekki annað sagt, en að trú-
málaleiðtogar íslendinga hafi i
þessu efni þekt sinn vitjunar-
tírna.
því sorglegra er það, er einstök
áberandi dæmi koma fram um hið
gagnstæða, og það undir alveg
sérstaklega óviðeigandi kringum-
stæðurn.
Hefir eitt slíkt dæmi borið við
nú nýlega og er þannig vaxið að
að því verður að finna opinber-
lega.
Á laugardaginn var var haldinn
lokaður fundur í sameinuðu al-
þingi. það var þar borið undir
þingheim hvoi’t ekki bæi’i að
senda af íslands hálfu nýja sendi-
menn til Spánar, til aðstoðar við
nýja samninga við Spánverja.
Allir þeir sem á fundi voru
guldu þessu jákvæði nema einn.
Hann greiddi atkvæði á móti.
Hann vildi ekki einu sinni gjöra
þessa tilraun til að bjai’ga þessu
mikla mannúðar og siðferðismáli.
Hann vildi ekki einu sinni láta
reyna það hvort íslendingar gætu
komist hjá að láta erlenda þjóð
kúga sig í slíku máli.
pessi eini maður, sem þannig
greiddi atkvæði, er hinn eini eig-
inlegi fulltrúi sem íslenska kii’kj-
an á á alþingi, eini þjónandi prest-
urinn sem á þar sæti, síxa Sigurð-
ur Stefánsson frá Vigur.
Frægir verða þeir, hvor að sínu
leyti, Einar þveræingur, Jón skrá-
veifa og Sigurður Stefánsson.
Eigi kirkjan íslenska marga
slíka fulltrúa, er hún dauðadæmd.
þá er óhugsandi að þjóðin trúi
henni fyrir mannúðai’- og sið-
ferðismálum sínum.
—o-----
laráttan við
„ferðamenskuna“.
ii.
Telja má það sigur í þessum efn-
um, að „Lárus litli“ varð fyrstur af
„ráðherrunum" til að leggja niður
humbugs-starf sitt í stjórnarráðinu,
þegar J. M. valt,, og enginn tekinn i
staðinn. Segja kunnugir, að piltur
hafi lítið gert þar, nema koma ein-
stöku sinnum, ekki á hverjum degi,
og skifta símskeytum og bréfurn
milli skrifstofanna. Af ástæðum, sem
ekki verða greindar hér, hafði skift-
ing þessara skjala oft verið svo ófull-
komip. að annar maður varð að gera
verkið að nýju. Umræður Tímans
hafa þar með sparað landinu heilt
embætti, án þess nokkurt vald nema
almenningsálitið þyrfti að koma til
skjalanna.
Mikill áhugi er talinn vera í þing-
inu fyrir því, að kreppa að lögjafn-
aðarmönnunum. Ætti sanngjam
ferðakostnaður hvers þeirra til Dan-
merkur ekki að þurfa vera nema um
1000 kr. á mann, í stað rúmlega 4000.
Sparast landinu þar alt að því 10,000
kr. í hvert sinn.
Einstaka þingnxenn hafa svo mjög
brotið af sér um ferðareikninga til
þings, hin síðari ár, að ekki er um
annað að gera en taka upp aftur
„Jóhannesar hnapphelduna" frá 1912.
Ætti að fylgja þeim lögum strang-
lega, ein.s og þau voru þá, að við-
bættri dýrtiðaruppbót af upphæðinni,
eftir sömu reglum og gilda um fasta
starfsmenn landsins. þetta er full-
komléga réttmæt. lausn á málinu.
Frá því að lögin um ferðakostnað
þingmanna voru gerð og þar til dýr-
tíðin byrjaði, liðu ekki nema 2 ár.
Dýrtíðaruppbót er rniðuð við verð-
hækkun þá, sem gerðist 1914 og síð-
an. þingmenn eru þess vegna vel
haldnir af að hlíta lögunum frá 1912,
að viðbættri dýrtíðaruppbót, sem síð-
an fer lækkandi með ári hverju.
þingmönnum er bráðnauðsynlegt
sjálfum, að ganga á undan með góðu
fordæmi um hóflega og sanngjarna
meðferð landsfjár. Ferðakostnaður
sumra þeirra hefir vei’ið alveg óhæfi-
lega hár hin síðustu ár, þótt til séu
margar heiðarlegai’ undantekningar.
Færi ekki illa á að spamaðamefnd
þingsins tæki þetta til athugunar nú
í vetur. J. J-
Fímiu spuniingar til Lárusar, fyrr-
um „utanríkisráðherra“.
1. Ilvað telur Lárus kaup Sig. Magn-
ússonar læknis á Vífilsstöðum mikið,
fiá landinu, þar sem hann, auk há-
markslauna í peningum, hefir ókeyp-
is hús, Ijós og hita, og íbúðarhúsið
með aðgerð á spítalanum, sem leiddi
af húshyggingunni, er talið að hafa
kostað alt að 200 þús krónur? Fram-
kvæmdin gerð að tilhlutun Jóns
Magnússonar og stuðningsmanns
hans, Jóh. .Tóli.
2. Veit Lárus að eftir venjum um
skattskyldu í Danmörku myndi Víf-
ilsstaðalækninum þó ekki reiknuð
þessi aðstaða nerna sem V5 af byrj-
unarlaunum eða ca. 6—800 kr. árlega?
3. Myndi Lárus telja sig of ágeng-
an um kaup, ef hann hefði fyrir aðal-
starfið, aðstoð hjá föður sínum, haft
aðeins liðl. 2/s af núverandi lcaupi
sínu þ;ir (ca. 5800 í stað 8500)? Eng-
ar óbeinar tekjur lijá bæjarfógeta,
gefið utanríkisráðherrakaupið land-
inu, og kaupmönnum lögráðunauts-
vinnuna, og eigendum Mbl. ritlaun
öll fyrir skrif sin þar?
4. Borgar bæjarfógetinn 12 þús. kr.
eða meira fyrir liús, Ijós og hita í
þórshamri, úr því að það lítilræði,
sem notað er lyrir skrifstofur í þágu
landsins er áætlað að gleypa 3000?
5. Ilvað hefir Lárus haft miklar
óbeinar tekjur áf bæjarfógetaembætt-
inu árið sem leið, hvað fyrir auka-
kenslu í lögvísi, hvað fyrir að vera
lögráðunautur kaupmanna, hvað fyr-
ir að skrifa dylgjur um Sambandið,
og persónulegar árásir á samvinnu-
menn i Mbl.? J. J.
Lárus tekur pinkla sina.
„Utanríkisráðherrann" kvað hafa
orðið fyrstur af ráðherrunum til að
yfirgefa stjórnarskipið. Kemur það
vel lieim yið sagnir um lítil en hygg-
in dýr, sem sjá fyrir forlög skipa og
bjarga sér í tíma. Nýja stjórnin tek-
ur sennilega engan í sess lians. Hefir
þá umtal Tímans um það embætti
orðið til að spara þær þúsundirnar,
þó að óbeinu áhrifin verði ennþá þýð-
ingarmeiri.
Héraðsskólamir.
þeir eru nú fimm, og hinn sjötti i
uppsiglingu austunfjalls. það er skól-
inn á Núpi, Iljarðarliolti, Hvítár-
bakka, Breiðumýri og Flensborg. Gert
ráð fyrir að byrjað verði austanfjalls
næsta liaust, i líkingu við skólann á
Breiðumýri. Nii munu ýnxsir þing-
menn, sem áhuga hafa á unglinga-
fræðslunni, hafa í huga að fá sameig-
inlega fjárveitingu til allra þessara
skóla, svo sem 4—5 þús. til hvers.
það er sérstaklega nauðsynlegt að
halda við héraðsskólunum nú í
kreppunni, því að. þar verður efna-
litlu fólki námsvistin ódýrust.
Sparnaður.
Tillögur Tímans um samfærslu enx-
bætta, svo sem hæstaréttar og laga-
deildar, hafa vakið afarnxikla athygli
um land alt. Halldór Ilermannsson
hókavörður tekuj’ í sama streng í
Mbl. En allra kyndugast er að sjá
suma helstu andstæðinga Tímans i
þinginu vera að flagga með þessum
lánuðu fjöðrunx. Sannleikurinn er sá,
að lxinu nærsýna og óhagkvæma
fylgdarliði M, G. hefir aldrei dottið
sjálfu neitt í hug, senx sparnaður
væri að. þeir hafa talað um sparn-
að, en skort andlegan mátt til að
finna nýjar og skynsamlegar leiðir.
Og ekki liefir sparnaðurinn staðið
þessu fólki fyrir gleði, þegar M. G.
hefir verið að borga út fyrir „legát-
ann“ á Spáni, eöa tugi þúsunda fyrir
krossa Jóns, eða hundrað þúsund í
heinxskulegan veislufagnað. þá fanst
„sparnaðarflokki Mbl.“ nógir pening-
ar til að eyða.
Nýtt byggingarlag.
Guðrn. Bárðarson, náttúrufræðis-
kennari við gagnfræðaskólann nyrðra,
hefir nýlega haldið fyrirlestur um
endurreisn torfbæjanna. Hefir hann
unx nxörg ár gert tilraunir um heppi-
lega hagnýtingu hins gamla íslenska
byggingarefnis, torfsins. Mjög senni-
legt er að athuganir og tilraunir G.
Bárðarsonar fái mikla þýðingu fvrir
bæncíur i snjóahéruðum landsins.
Kjarninn í imgmynd Guðmundar er
að hafa torfið til skjóls, utan við
þunna steinveggi, og búa svo um
grunn hússins og þak, að útveggir
skekkist ekki eða spillist af raka úr
jörðinni eða úrkomu. Væntanlega
kemur fyrirlestur þessi á prent bráð-
lega. Hugmyndin >er þýðingarmikil.
Alt sem stýður að því að gera bygg-
ingar hér á landi ódýrar, hlýjar og
smekklegar, er þjóðmál í besta skiln-
ingi orðsins.
Yfirvofandi hætta.
Danskir gróðamenn og aðstoðar-
'fólk þeirra, hefir siðustu mánuðina
gefið í skyn, að íslendingar myndu
lljótlega koma á sveitina tli dönsku
mömmu. Er skamt síðan danskir
kaupmenn heinxtuðu gengi viðurkent
á íslenskri krónu. Talið að þeir hyggi
gott til glóðarinnar að taka eignir
skuldunauta sinna hér með hægu
móti, þegar islensk króna er orðin
nógu lág. Sumir Stórdanir búast við
að landið geti ekki staðið í skilum
með afborganir af gönxlu lánunum í
Danmörku. Mun þvi tiiætlunin að
danskir lánardrotnar scttu mann eða
menn til að krafsa það af tekjum
landsins, sem inn kæmi. Um leið
kæmu vitanlega sendimenn frá við-
skiftavinum M. Guðmundssonar frá
Englandi og heimtuðu veð sitt í toll-
tekjunmn. Yrði þá íslandi stjórnað
af útsendurum erlendra lánardrotna,
líkt og átt hefir sér stað í Tyrklandi,
Iíina og víðar. Sé það á viti bygt,
sein þessir erlendu náungar segja, að
M. Guðmundsson skilji svona við
fjárhag landsins, þá er það hin hrýn-
asta nauðsyn að hafa nákvæmt
og strangt eftirlit með ■ erlend-
um gjaldmiðli, þ. e. láta and-
virði íslenskra afurða nú í ár ein-
göngu vera notað til að/ bjarga þjóð-
inni frá hungursneyð og landinu frá
gjaldþroti.
-----o----
Að gefnu tilefni.
Maður á Worðurlandi, sem eg hefi
aldrei séð eða talað við, eða liaft
nokkur kynni af, Björn Líndal, síld-
arkaupmaður á Svalbarðseyri, hefir
við og við hin síðustu ár minst mín
í blöðum kaupmanna nyrðra, og nú
einkunx í sanxbandi við nýafstaðna
kosning í þingeyjarsýslu.' Ef mér væri
kært hóflaust oflof, niyndi Björn
þessi vera einstakur velgerðamaður
nxinn. Samkvæmt trú lxans (því hann
lifir í trú en ekki skoðun) ætti mátt-
ur hugmynda minna og orða að vera
alveg óvanalega og ótrúlega mikill.
Eg hefi engin ytri valdatæki, ætta-
sambönd, auð, háa stöðu, sit ekki í
neinum nefndum, ráðum eða stjórn-
um, hefi í stuttu rnáli enga sérstaka
aðstöðu til að ráða nxeiru unx almenn
mál fram yfir hvern annan af þeinx
20—30 þúsund meðborgurum , sem
kosningarrétt lxafa hér á landi. Væri
trú Lindals rétt, er óinögulegt að
skýra þetta fyrirbrigði nema með því
að tillögur nxínar um almenn mál
væru óvanalega skynsamlegar, svo að
margir menn yrðu til að fallast á
þær.
Eg veit að Líndal sjálfum mundi
ekkert liól vera kærara en það, sem
bann hleður á mig. Mér er nær að
hahla að .liahn vildi gefa ekki all-
lítið af þeim „Rínarmálmi'1, sem síld-
in hefir gefið honum, til að fá þá
einkennilegu aðstöðu i þjóðfélaginu,
sem sjúkir draumórar hans liafa gef-
ið mér. Eg geri þessvegna hvorki að
þakka Líndal, eða áfella hann, livorki
fyrir nxína hönd eða annara. Eg vil
aðeins nota tækifærið til að gefa skýr-
ingu á hinu kynlega atferli hans.
Er sú skýring, eða tilraun til skýr-
ingar, einkunx gerð til athugunar
samvinnunxönnum í Eyjafirði og
þingeyjarsýslu, sem mest verða var-
ir við bæxlagang þessa einkennilega
manns.
Mín skoðun á Birni er sú, að hann
sé rnaður, sem hvorki beri að óttast
•eða gera sér nxiklar vonir um: Ilann
sé maður sem eigi bágt, maður sem
verðskuldi ldýlega meðferð og að-
búð, maður sem livorki eigi að hata,
fyrirlita né setja i miklar nxannraun-
ir. Vil eg leiða að þessu nokkur rök.
Hr. Lindal vill konxast í þjónustu
landsins. Hann berst af alhuga fyrir
málstað kaupmanna, og við þvi er
ekkert að segja. Iin jafnfranxt þvi
vill lxann vera einskonar ráðunautur
samvinnumanna um þeirra mál, unx
livað sé rétt form kaupfélaga, og
ræðst með illum orðurn á þraut-
reynda forgöngunxenn samvinnunnar
i átthögum sínúm, bræðurna llall-
grím og Sigurð Kristinssyni, og Ing-
ólf Bjarnason. Hvernig getur mann-
inunx dottið i hug, að samvinnumenn
fylgi ráðum slíks manns? Og skilji
hann aðstöðuna, hví þá að gefa ráð,
sem fyrirsjáanlegt er að ekki verða
þegin?
I Veraldarsögu Sveins frá Mæli-
fellsá, á bls. 88, stendur: bróður-
sonur Friði’iks. það er ritvilla, Á
að vera: föðurbróðursonar Frið-
riks, senx var Ólafur Ái-nason frá
Bakka.
Líndal býður sig fram til þings i
Eyjafirði og „dumpar". Við því er
ekkert að segja. En í stað þess að
taka fallinu með ró og stillingu, set-
ur Björn út eynxdarlega píslai’gráts-
langloku, um hörmuleg forlög sín og
vonsku veraldarinnar. Með þessunx
eynxdarskap eyddi hann drjúgum
trausti sínu, því veröldin er nú einu
sinni svo gerð, að hún elskar meira
sterka, jælna óg úrræðamikla menn,
heldur en hálfkjökrandi eymdarsón
þess, sein dregið hefir núll í hluta-
veltu lífsins. Frh. J. J.
----o----
Henlugt áhald. Meðal annai-a á-
halda senx sýnd voni á búsáhalda-
sýningunni í vor sem leið, voru
suðuskápar sefn Stefán B. Jóns-
son kaupmaður hér í bænum hef-
ir til sölu. Telur sá er þetta skrif-
ar rétt að mæla beinlínis með á-
haldi þessu, af reynslu á eigin
heinxili. Sparar áhald þetta mjög
tíma við alla matai’suðu og vafa-
laust eldsneyti, til stórra muna.Er
maturinn soðinn við gufu og má
sjóða marga rétti í einu við sanxa
eldinn. Vegna þess að ekki rýkur
aí matnum sparast vafalaust nær-
ingargildi. Áhaldið gætir sín
sjálft og ekki getur brunnið við
eða soðið upp úx’. Einkanlega um
annatínxa, á meðalstórum eða
heimilum í stæiTa lagi, er áhald
þetta tvínxælalaust til hinna
mestu þæginda og sparnaðar.
JJingmenn Rangæinga hafa beð-
ið ritstj. Tímans fyrir þá athuga-
semd út af stefnuskrá Framsókn-
arflokksins, sem birt var hér í
blaðinu, að þeir séu henni sam-
þykkir í aðalati’iðum, en þó mót-
fallnir því að laixdsstjórnin taki
í sínar lxendur sölu sjávarafui’ða,
séu aðeins fylgjandi þeirri sölu-
aðferð, ef um þröngan markað sé
að ræða fyrir vörurnar (t. d.
hesta). Hinsvegar telja þeir rétt
að stjórnin hafi eftirlit og íhlut-
unarrétt unx það, hvernig gjald-
eyri útfluttra vara sé varið.
Sömuleiðis telji þeir rétt að
landsverslun takmai’ki sig sem
mest við einkasöluvörutegundir.
Rírai’ heimtur. „Kaupmenn, at-
vinnurekendur og aðrir kjósend-
ui’“ í Reykjavík senda alþingi
ávarp um afnám landsvei’slunar
og ’inóti þeim vei’slunarráðstöfun-
um, sem í ráði er að gera. Einir
390 menn, af öllum fjölda kjós-
enda í Reykjavík, rita undir skjal
þetta og mun þó ekki hafa verið
gengið slælega fram í að safna.
--------------o---
Orðabálkur.
skreppingur (-s, vantar flt.),
kk,. það að ski’eppur niður úr skel
ofan á snjó eða niður úr þunnum
ísalögum, þegar á er gengið, og
grunt vatn er undir ísnum <t. d.
í miðjan legg): það var besta
hald af fjörunni, nema skrepping-
ur yfir álana. Öræfi. Suðursv.
stöngl (-s, vantar flt.), kl., slór:
vertu ekki að þessu stöngli. Súgf.
(alg.).
stöngla (-aði, -að), áls., slóra:
við skulum ekki stöngla hér leng-
ur. Súgf. (alg.).
kolla (-aði, -að), áls. ? kolla upp,
kljúfa steinbítshausa til þurks.
Súgf.
fornbærast (-ðist, -st), s. í
miðm.: kýrin er farin að fornbær-
ast, það er farið að verða langt
síðan kýrin bar, nytin er farin
að lækka í henni. Súgf.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhaiisson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.