Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 41 Bjargráð. Jafnt og þétt syrtir í lofti, og er nú allra veðra von. Dimt fyrir stafni, og óvænlegt mjög um land- töku. Útlitið afar ískyggilegt. „Öll vinna þverr og vistasöfn, volæði jafnt um land og dröfn, og bönnuð öll bjargarráð"! — „Nú er sultarhljóð í krumma", sögðum við smalastrákarnir í vetrarharðindunum, er krummi bar sig illa og varð oft að lúta að litlu. Gleymdar voru þá haust- krásirnar og óhófsveislurnar á blóðvöllunum út um allar sveitir og kauptún landsins. Samvisku- bits. og iðrunarsvips varð hvergi vart hjá krumma. Var grunt á því góða meðal þeirra, og virtist hver kenna öðrum um raunir sín- ar. Sultarhljóðið varð að lokum einasta bjargráð krumma í harð- indunum. Smáþjófnaður og önn- ur leyfileg óráðvendni voru eigi teljandi tekjur, heldur aðeins aukageta, sem gerði sultarhljóðið ennþá sárara. — þannig er nú einnig komið hjá oss. Bókstaflega. Er átakanlega sárt til þess að vita, að vér ís- lendingar, sem best stóðum að vígi allra Norðurlandaþjóðanna og staðist höfðum verstu storma ó- friðaráranna, skulum nú vera komnir svona á knén sökum barnalegrar fávisku og léttúðar sjálfra vor. Sökkva dýpra og dýpra, þegar nágrannaþjóðir vor- ar eru heldur farnar að rétta við! — Hér eru allir sekir. Auðvitað eigi jafnsekir. En eigi tjáir að fást um það! Ásakanir og afsak- anir reisa ekkert úr rústum. Og óþarfa barlómur er einkis nýtut og gerir ilt eitt. J>etta hefðu blöð- in t. d. átt að athuga rækilega fyrir löngu, ganga á undan til hvatningar og framsóknar og benda á leiðir út úr vandræðun- um! Stærsta og brýnasta nauðsynin er nú öllu öðru fremur að vekja og glæða kjark og hugrekki lands- manna, og beina áhuga þeirra og vilja öfluglega að einu og sama takmarki: endurreisn þjoðarinn- ar á öllum sviðum, — eigi aðeins fyrir „munn og maga", þótt nauð- synlegt sé, heldur þjóðernis- og þjóðmenningarlega, því aðeins á þeim grundvelli er varanlegra og farsælla framfara að leita! — Öflug og heilbrigð þjóðernisvakn- ing er fyrsta og nauðsynlegasta skilyrði allra þjóðarframfara, eigi 'síst verklegra og efnalegra! Er sannreynd þessi venjulega of lít- ið athuguð, — og þótt furðulegt sé, fremur lítils metin hér á landi. Einasta ráðið við vandræðun- umxer að finna hagkvæma leið og auðvelda til framkvæmda, er stefni að beinum bjargráðum. Bönn og höft á ýmsum innflutn- ingi koma væntanlega að haldi — þótt seint sé — en þó aðallega ó- beinlínis. pessi örþrifaráð styðja nfl. eigi að því, sem mest er um vert: beinni og bráðri framleiðslu innlendra afurða. Og þess erein- mitt mest þörf nú sem stendur. Ætti öllum að vera það sæmilega ljóst, að eigi stoðar t. d. að banna innflutning erlendrar nauðsynja- vöru, svo sem kornmetis, þótt svo hart syrfi að oss, að grípa þyrfti tíl skömtunar. Samstundis verður eðlilega að koma eitthvað í stað- inn af innlendri framleiðslu. Ýrði þá hagnaðurinn tvöfaldur og erf- iðleikarnir minni. — Meiri sparnaður, meiri vinna, meiri ræktun og meiri fram- leiðsla! það er takmarkið, sem vér verðum að stefna að með ó- bilandi kjark og tru á sigur! — þjóð vorri — og þingi og stjórn — má eigi lengur glepjast svo mjög sýn, að menn sjái eigi né skilji, að undirstaða og aðal mátt- arviðir framtíðar Islands liggja á landi, — í sveitunum, — þrátt fyrir glæsilegan árangur sjávar- útvegarins á bestu árum hans. — Þarf hér hvorki að minna á stór- gróða hans né hið hörmulega hrun á ófriðarárunum og næst á eftir. Hvorttveggja var það, að atvinnurekstur sá var óheilbrigð- ur, og afleiðingarnar því eðlilegar og sjálfsagðar. — íslenskur sveita- búskapur verður framvegis að vera aðal atvinnuvegur lands vors! — Sjávarútvegurinn þar næstur! Milli þessara- tveggja „lífæða" Islands verður að setja rétt og eðlileg hlutföll, svo þar sé hið fylsta og fegursta samræmi. — pessa hefir því miður verið illa og slælega gætt til þessa, eigi síst á ófriðarárunum, þegar þörf- in á þessu samræmi var sem allra mest. — þetta tvent er — og á framvegis að vera — aðal, at- vinnuvegir Islands. þeir þurfa hvor annars við. — þarf „hinu opinbera" að skiljast þetta betur en hingað, til. — Myndi þá skjótt hverfa hinn hörmulegi kritur og reipdráttur milli „sjávar og sveita", sem nú er farið að bóla á. Til hvatningar og uppörvunar ætla eg nú að segja ofurlítið „sögukorn", sem eg þekki af sjálfssýn og reynslu. Ætla eg að kalla það:' þrekvirki norskra bænda ái'ið 1918. Síðan eg kom heim aftur 1920, hefi eg þrásinnis minst á það í fyrirlestrum víðsvegar um sveit- hefir fyrirlyggjandi og útvegar kaupíélögum alls konar lúiiáði Sláttuvólar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee - Brýnsluvélar fyrir sláttuvéialjái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneherger, með tilheyrandi hlújárnum, •Hlutu sórstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin- hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. ir, hvílíkt þrekvirki norskum bændum var lagt á herðar vorið 1918, er þeim var gert að skyldu að plægja og sá 1 miljón „mál" nýjan akur (1 „mál" = 1000 fer- stikur), í viðbót við það, sem áð- ur var. Var þá orðin all ískyggi- leg kornekla þar í landi sökum þess, að kornflutningar frá Ame- ríku, Eystrasalts- og Svartahafs- löndum höfðu legið niðri árum saman vegna hafnbanns og ann- ara erfiðleika, er ófriðurinn olli. Varð í fyrstu kur nokkur meðal bænda í Noregi út af þessu. þeir voru þyí óvanir, að .ríkisstjórn ákvæði og takmarkaði vinnu þeirra með lagaboðum. þó varð það ofan á, að þeir beygðu sig í hlýðni, af fúsum vilja. Nauðsyn nýri*a bjargráða barði hart að dyrum, og var því tilgangur stjórnarinnar auðsær og öllum skiljanlegur. — Með þessari ' nýræktun sinni spöruðu bændur landinu innflutn- ing á um 200,000 smálestum korns haustið 1918, og auk þess var þetta norska korn farið að bæta stórum úr sárustu neyðinni, áður en fyrstu kornfarmarnir fóru að koma frá Ameríku (eftir jólin, og fyrstu mánuði ársins 1919). — Var talið bæði af stjórnmála- mönnum og öðrum, að með þessu þrekvirki sínui hefðu norskir bændur bjargað landinu þegar mest reið á! — Auk þess var jarðeplarækt og garðyrkja öll í mesta lagi þetta ár í Noregi. Kauptún og sveitafélög leigðu út gegn mjög lágu verði albúna jörð til sáningar (plægða og blandaða hæfilegum áburði til jarðepla- ræktar og grænmetis). Alt var þetta gert til þess að auka fram- leiðsluna í landinu og gera ein- staklinga og þjóðina sjálfbjax-ga! Misbrestur varð á uppskerunni í Noregi þetta ár sökum óþurka um haustið, en þó varð þetta þjóðinni hinn glæsilegasti sigur í erfiðleikum þeim, er Norðmenn höfðu af að segja síðustu ófriðar- árin. Nýræktun þessi, starfsáhug- inn mikli og árangurinn vöktu hjá þjóðinni trúna á sjálfa sig og einbeittan vilja á því að verða sjálfbjarga! — Til þessara at- burða á eigi hvað síst rót sína að rekja sá hinn mikli kjarkur og á- 'hugi í búnaðarmálum, sem nú ein- kennir norsku þjóðina. þar er nú hafið landnám á ný víðsvegar um sveitir. Og er æskulýðurinn víða hugprúðustu landnámsmennirnir! Til þess að girða fyrir allan misskilning skal þess þegar getið, að þó að ríkisstjórn í Noregi veitti allmikið fé -til nýræktunar þessar- ar 1918, var þó fjárstyrkur sá, er hver einstaklingur fékk, svo lítill, að hann gerði hvorki frá né til efnalega. Áhugi, starfsþrek og þrautseigja voru aðal fjársjóðirn- ir. — Og dýrmætasta uppskeran var þjóðvakning sú, er leiddi af þessu! — # Fetum nú í fótspor þeirra! þessa sömu leið verðum vér Is- lendingar að ganga nú í vor. það er einasta og besta bjargráðið í bráð, og glæsilegasta framtíðar- von þjóðarinnar. Leggjum hönd á plóginn og byrjum nú þegar! „Allir eitt"! og mun þá vel duga. Á þessum mánuðum sem eftir eru til vors, er vel fært að undirbúa rækilega starf það, sem hefja má þegar í vor um land alt: Almenna og aukna garðrækt með það fyrir augum að gera landið sem mest sjálfbjarga í þeirri grein! Reynsla manna í ýmsum sveit- um, áhugi þeirra og útlit með ár- ferði verður að skera úr málum, hverjar tegundir eigi að rækta (t. d. rófur, jarðepli eða annað). Og auðsætt er, að nú verður að teygja sig sem allra lengst! — Betri eru vonbrigði en vonar- laus! — Og í ár spái eg góðæri um land alt,. og trúi að rætast muni spádómar hinna gömlu merkidaga Pálsmessu og Kyndil- messu, sem voru í fegursta sam- ræmi í ár. — En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. þurfa menn því sem fyrst að snúa sér að undir- búningi þessa máls: útvega sér fræ og útsæði og tilbúinn áburð, ef þess gerist þörf, og leita sér fræðslu (t. d. hjá Garðyrkjufélag- inu og Búnaðarfélagi Islands) um alt, sem ábótavant kann að vera í þessum efnum. — þetta er auðveldasta og æski- legasta leiðin til þess að létta af þjóðinni einhverjum hluta þeirra erfiðleika, sem nú þyngja og þrengja að á allflestum sviðum. Leið þessi er greiðfær og bein. Samtök og einbeittur vilji, trú á málefninu og traust á sjálfum oss er nauðsynlegt frá vorri hálfu. Helgi Valtýsson. Komaedí ár. I Samgöngur (frh.). Akvegirnir éru enn sem komið er aðeins sundurlaus- ir spottar, ef frá er talið vegakerfið á Suðurláglendinu og Reykjanesskaga. Ný samgöngutœki, bifreiðarnar, hafa komið til sögunnar, en ekki komið að fullum notum, af tveimur ástæðum. Vegirnir eru illa gerðir og haldlausir. Og í öðru lagi samhengislausar byrjénir. í næstu löndum eru flutningabifreiðar sumstaðar farnar að verða hættulegir keppinautar járnbrautanna. Séu vegirnir með grjótlagi undir efstu malarhuðinni, þola þeir ágætlega umferð þungra bifreiða, ekki síst í löndum, þar sem holklakinn gerir ekki hin sömu spjöll og á íslandi. Hér verða bifreiðar sennilega framtíðar- flutningatæki á landi, meðan auð er jörð, í þeim héruð- um, þar sem of dýrt er að leggja og starfrækja járn- braut. Sumir kynnu að halda, að hægt væri líka að kojn- ast af með bifreiðarflutninga milli Suðurláglendisins*og Rvíkur. En svo er ekki. Eftir að útséð er um að hafnar- gerð við suðurströndina er ókleif, sökum kostnaðar, er óhjákvæmilegt að hafa þann farkost milli. Rvikur og bygðanna austanfjalls, að halda megi uppi daglegum ferðum yfir fjallgarðinn, líka að vetrinum. En það er ekki hægt nema með járnbraut. Ræktun Suðurláglendis- ins verður ekki að fullum notum, nema afurðirnar kom- ist daglega á markaðinn, innanlands, og áleiðis til út- landa. Að frátöldu . Suðurlandi, sem þarf járnbraut, og Reykjanesskaga, sem fengið hefir sæmilega akvegi, kem- ur að því, sem gera þarf til að tengja saman á landi, inn- byrðis og við höfuðstaðinn, hin önnur höfuðláglendi landsins: Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali, Húnaþing, Skagafjörð, Eyjafjörð þingeyjarsýslur og Fljótsdalshérað. Skaftafellssýslur verða út undan, af því að verkefnin eru þar ofvaxin mannlegum mætti, enn sem komið er. Svo og Vestfirðir og Austfirðir, sem sökum landshátta verða jafnan að treysta á sjósamgöngurnar. - Viðfangsefnið er það, að tengja saman með akfærum vegi Reykjavík, Stykkishólm og Reyðarfjörð. Ákbrautirn- ar frá kauptúnunum yrðu hliðarálmur í þessu kerfi. þá yrði akfært um öll hin helstu undirlendi á landinu, og milli þeirra. Fjarlægðirnar minkuðu. Einstaklingarnir færðust nær hver öðrum. þjóðin ætti hægra með að ferð- ast og sjá og njóta fegurðar landsins. Átthagagorgeirinn bráðnaði í ljósi aukinnar þekkingar. En er þetta fært? Rís þjóðin undir þessari byrði? Eng- inn getur svarað þessum spurningum með fullri vissu. Furðumikið hefir að visu áuhnist á einum mannsaldri, með því að nota þó því nær eingöngu líkamlega orku, en ekki vélamátt, við vegagerðina. Líklega yrði mjög erfitt að leggja sæmilegan akveg norður um land, ef notuð yrðu sömu vinnutæki og vinnubrögð, eins og hing- að til. í vegagerðinni verða framkvæmdirnar áreiðan- lega alt af hægfara á næstu mannsaldri, ef máttur vél- anna kemur þar ekki að miklu leyti i stað mannsork- unnar. það sem íslendingum liggur lifið á i þessu máli, er að fá, og það sem fyrst, hin bestu erlendu vinnutæki, einskonar þúfnabana, til vegagerðar. Slíkar hreyfanlegar vélar, sem moka frá baðum hliðum mold og sandi í veginn. Flutningatæki til að flytja ofaniburðinn á sem ódýr- astan hátt, og mulningsvélar til að slétta og þjappa möl- inni saman. Dálítil byrjun hefir verið gerð með véla- notkun við vegagerð síðustu missirin. En betur má ef duga skal. íslendingar þurfa að leggja og halda við óhemjulöngu vegakerfi. það er eitt af þýðingarmestu velferðarmálum landsins, að vinnubrögð og verklag á því sviði taki stórkostlegum stakkaskiftum. þá skal minst lauslega á hina helstu höfuðvegi milli undirlendanna. það þarf að leggja veg framan við Esj- una, inn fyrir Hvalfjörð, yfir Svínadal og Skorradal, að brú yfir Hvítá hjá Hvitárvöllum. þar skiftast nú aðal- línurnar. Vegurinn vestur yfir Mýrarnar er kominn í Hnappadalssýslurnar, en þarf að leggjast vestur eftir hinu frjóa sléttlendi sunnan fjallgarðsins, alt að Búð- um, með álmu norður yfir Kerlingarskarð, til Stykkis- hólms. Annarsvegar er nú þegar komin góð akbaut inn eftir láglendinu að Kláffossbrú og inn Reykholts- dal. Neðan við Norðurárbrú skiftist vegurinn. Á vestur- bakka árinnar er verið að gera akveg upp dalinn, ón komið skamt. Venjulega gera menn ráð fyrir, að aðal- línan norður Jægi yfir Holtavörðuheiði. þar er búið að brúa flestar ár, og myndi auðveldara þar en víða annars- staðar að gera ódýran veg með mokstursvélum. Dalina má tengja við Borgarfjörð á tvennan hátt, annaðhvort með þvi að gera akveg á póstleiðinni, yfir Dalsmynni, eða með vegi frá Haffjarðará, inn Hnappadalinn og norður að Breiðafirði, siðan yfir hina mö.rgu frjósömu dali, innan vert við Hvammsfjörð, og halda siðan afram yfir Laxárdalsheiði til Borðeyrar. Með þessum hætti yrði enginn akvegur nauðsynlegur yfir Holtavörðuheiði, en þjóðleið á landi milli Norðurlands og Borgarfjarðar legð- ist yfir hjarta Dalasýslu. Yrðu athuganir og rannsóknir að skera úr, hvort betra væri, Dalsmynni, eða leið um Hnappadalinn. Allgóðir vegkaflar eru nú víða eftir Húna- vatnssýslu, og brúaðar hinar stærstu ár. J>ó þyrfti þar allmiklu um að bæta, og halda síðan áfram yfir Vatns- skarð, brúa Héraðsvötnin, leggja veg' á Öxnadalsheiði og niður Öxnadalinn til Akureyrar. þar kemur brátt brú á Eyjafjarðara, og er fremur auðsótt að gera góðan sum- arveg um Ljósavatnsskarð og Einarsstaði til Húsavikur. þaðan lægi leiðin yfir Reykjaheiði, fram hjá Áshyrgi, yfir Jökulsarbrú, Axarfjarðarheiði til þórshafnar. þar næst kæmi vegurinn yfir Vopnafjörð, inn að Jökulsar- brú, og er þá komið á einn hinn besta akveg landsins, frá Reyðarfirði að Lagarfljótsbrú. ------o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.