Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 2
48 T I M 1 N N HÉrðstatti eftir S. Sigurðsson, forseta Búnaðar- félags Islands. Land vort er hrjóstugt og kalt. Vér höfum rænt það meyjarskrúð- anum, skógunum. þessvegna er það nú víða blásið og bert. I skjóli skóganna óx áður þroskamikill gróður. þar fann búpeningur skjól fyrir stormum og næðingum, nú er ekkert, sem brýtur afl stormanna. Jörðin er ber og nak- in og því eigi skilyrði fyrir jafn- þroskamiklum gróðri og áður, annars mun veðuráttufar vera líkt nú og á landnámsöld. Hér eru engin skilyrði til akuryrkju eða margbreytilegrar jarðyrkju, að- eins gras- eða túnrækt er hægt að stunda hér svo nokkru nemi. Garð- og trjárækt mikilsverð aukaatriði, en grasræktin aðalat- riðið, enda eru hér skilyrði til að stunda grasrækt eins góð og í ná- grannalöndunum, hægt að fá jafnmikla éftirtekju sem þar, því hér eru góðir möguleikar til að stunda grasrækt, svo arðvænlegt sé, éf rétt er á haldið. Ástæður nú. Á landinu eru talin að vera 6600 býli. Hve mikið land heyrir til hverju býli vita menn eigi með .vissu, en eftir því sem næst verð- ur komist heyrir að meðaltali til hverju býli um 300 ha. af heima- landi og 400 ha. af afréttum. Af þessu landi eru tæpir 3 ha. rækt- aðir og heyaflinn nemur aðeins rúmum 300 hestum að meðaltali fyrir hvert býli. En til þess að afla þessara heyja þarf þó vinna 3—4 manna um 10 vikna tíma. það, sem gerir heyáflann erfið- an, er að um 2/3 hans þarf að sækja á misjafnlega góðar engj- ar, oft á þýfðu landi, sem gerir alla vélanotkun ómögulega eða engjar, sem liggja langt frá og eru reitingssamar. Tún hafa hins- vegar verið nokkuð bætt á síð- ustu áratugum, V3 þeirra verið sléttaður og stækkuð um helming á síðustu 35 árum. Bændur al- ment mjög ánægðir með þessar umbætur, þó dýrar hafi verið. Á heyaflanum byggist búpen- ingsræktin. Á býli er að meðal- tali talið að séu 3—4 nautgripir, um 88 sauðkindur og 6—7 hross. Búin eru því lítil, hirðing búfjár- ins dýr. Vinna bóndans eða vinnu- manns, gengur til að hirða um skepnurnar, hvort sem þær eru 20—30 eða 200—300. Hér við bæt- ast svo óhentug húsakynni fyrir búfé, oft smákofar, sem gerir hirðinguna miklu örðugri. Sama má oft og tíðum segja um bæjar- húsin. þeim er óhaganlega fyrir komið. Erfitt að búa í þeim og þau fullnægja ekki almennum heilbrigðiskröfum. Afurðir búanna hafa oft og tíð- um verið í lágu verði og enn hefir eigi hepnast að tilreiða þær þann- ig að tryggan markað sé að fá fyrir þær í útlöndum. Rjómabú risu upp á tímabili, góður mark- aður fékst fyrir smjörið, þrátt fyrir það óx nautpeningseignin lítið, vegna vantandi ræktunar. Stjórn og þing setti hámarksverð á smjör á stríðsárunum, jafnhliða því að kjötverðið hækkaði tiltölu- lega meira en smjörverðið og vinnan varð dýrari. það reið flest- um búum að fullu. Gráðaosturinn gefur nú vonir um bestan mark- að af íslenskum búnaðarafurðum, ef rétt er á haldið. þrátt fyrir alla erfiðleika hafa bændur víða sýnt lofsverðan á- huga um að bæta jarðir sínar, til þess hafa þeir alls varið meir en 12 milj. kr. á síðustu áratugum. það sem þeir hafa séð að var til nytsemdar, hefir oft náð skjótri útbreiðslu, t. d. þúfnasléttanir, skilvindurnar o. fl. Aftur á öðr- um sviðum hafa umbætumar ver- ið hægfara, þó næg reynsla hafi unnist í landinu, t. d. með vot- heysgerð, notkun áburðarefna o. fl. Af hálfu hins opinbera hefir nokkuð verið gert til umbóta, en mikið er það í molum og óhag- stætt, og því eigi náð tilgangin- um nema endrum og eins. Umbótamöguleikar. öll heimalönd eru talin um 2 milj. ha. Mýrlendið eitt er talið 1 milj. ha. þjóðverjar telja, að á hverri milj. ha. af ræktuðu landi geti lifað um 1/2 milj. manna. Hve mikið vér getum ræktað verður eigi sagt með vissu. Að hægt sé að rækta 10 sinnum stærri tún en vér höfum nú, munu engar öfgar, en grasræktin er undirstaða allra búnaðarframt'ara. því er það lífs- nuðsyn að sti:kka túnin, slétta þau og rækta sem best, eða stunda áveitur þar sem svo til hagar, þar munu tilbúin áburðar- efni geta komið til hjálpar. Aðal- atriðið er þetta: Vér þurfum að fá, sem fyrst, sem mest af slétt- urn og grösugum slægjum, þar sem vélanotkun getur komið til greina, því þá getum vér afiað 4—5 sinnum meiri heyja en nú, með sama vinnuafli. Túnin eru nú talin 21,000 ha. Vér þurfum að stækka þau um helming á næstu 10 árum. þau hafa tvöfaldast á síðustu 35 árum, og töðufengur- inn líka, svo það er ekkert stór- ræði að auka þau nú um helming á næstu 10 árum, því vitanlega stöndum vér nú mikið betur að vígi í þeim efnum en áður. Betri verkfæri og meiri þekking. Árlega þarf að slétta á öllu landinu 2100 ha. það er hægt að gera það með þúfnabönum alt, eða með því að láta vinna með 1000 hestum og góðum verkfærum. Til þess að ræktunin komist í viðunanlegt horf má ekki gleyma neinu af eft- irfarandi fjórum atriðum.' En þau eru: 1. Framræsla. þar sem eru mó- ar og harðvelli, þarf eigi fram- ræslu, en bestu túnefni vor munu vera mýrarnar víðast hvar, en til þess að mýrunum verði breytt í tún þarf að ræsta þær fram. þessu höfum vér gleymt. Jarð- yrkjuumbætur hafa byrjað ann- arsstaðar með framræslu, t. d. hjá Englendingum fyrir miðja síðastl. öld, hjá Dönum um mið- bik aldarinnar. Til þess var var- ið nær 100 milj. kr. Svíar hafa stóran sjóð, sem fé er lánað úr til framræslu. Vér höfum lítið * gert. 1 mýrunum eru fólgin dýr- mæt jurtanærandi efni. Við fram- ræslu verða mýrarnar myldnar og þessi dýrmætu næringarefni leys- ast þá úr læðingi og viðhalda sterkpm gróðri í áratugi eða ald- ir. Við framræslu gætu hinar nýju skurðgröfur komið oss til h j álpar. 2. Vinsla jaiðvegsins. Sé jarð- vegurinn hæfilega þur, er næst að vinna hann, jafna hann og tæta í sundur. þetta er oft og tíð- um aðalverkið og sem að undan- förnu hefir verið mestum erfið- leikum bundið með þeiiTÍ aðferð, sem vér höfum haft við þúfna- sléttu og sem nú er vart fram- kvæmanleg lengur vegna þess, hve hún kostar mikið mannsafl og er seinvirk. Nú verður aðal- lega að ræða um hestavinnu og þúfnabana. Til þess að stækka túnin eins mikið og bent var á að þörf væri, myndi þurfa að vinna með nær 1000 hestum árlega og góðum verkfærum sumarlangt. Hverjir 6 bæir þyrftu að leggja til einn hest. það virðist eigi vera ofætl- un, en með hestunum þyrftu að vinna 300—400 manns. Vinslan gæti verið sæmileg. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt þarf vinnuflokka, líkt og Borgfirðing- ar og fleiri hafa haldið úti í mörg' sumur og þótt vel gefast. Alþingismaður Hjörtur Snorrason byrjaði á því. I stað hestanna mætti nota þúfnabana. það er það jarðyrkju- verkfæri, sem vinnur jarðveginn best og’ er afkastamest af öllum verkfærum, sem vér eigum völ á. Vinna þúfnabanans mun og ódýr- ust, en henni fylgja þeir ann- markar, að þúfnabani verður að- eins notaður svo arðvænleg’t sé á svæðum, sem eru grjótlaus ^og nokkuð stór, helst eigi minni en 3—4 ha. á stærð, og flutningar eigi langir. í mörgum héruðum hagar þann- ig til, að hyggilegast er að rækta það fyrst, sem auðgerðast er að koma í rækt. Ríkissjóður ætti að lána bændum fé til að kaupa og starfrækja eina 12 þúfnabana á næstu árum, þá mundi sjást stað- ur með ræktunina og hestavinn- an einnig koma til sögunnar. Vér ætlumst hinsvegar eigi til að þess- ir þúfnabanar komi á einu ári. Sá næsti verður að koma í sumar, hann ætti að starfa í Eyjafirði, þá vinst reynsla með þessa rækt- un bæði sunnan lands og norðan. Ef reynslan sýnir að vinna þúfna- bana verður eins hagfeld og nú má álíta, þá þarf að bæta árlega við 2—4 vélum, þar til komnir ei-u þúfnabanar þar sem mest er þörf, en það álítum við að vera: 1. Nágrenni Reykjavíkur, 2. Ámessýsla, 3. Rangárvallasýsla, 4. Borgarfj,- og Mýrasýsla, 5. Við Breiðafjörð, 6. Húnavatnssýsla, 7. Skagafjarðarsýsla, 8. Eyjafjarðarsýsla, 9. S.-þingeyjarsýsla, 10. Múlasýslur, 11. N.-þingeyjarsýsla, 12. Vestfirðir. Á öllum þessum stöðum er mik- ið land, sem auðvelt er að vinna með þúfnabana. Á flestum stöð- um margfalt meira en hugsan- legt er að hægt sé að vinna með einum þúfnabana. Áætlað er að vélin endist 10—12 ár. Árlega mun vera hægt að vinna með henni um 200 ha. ef vel gengur, í 10 ár um 2000 ha. eða 2000 kúa tún. í sumum sýslum þyrfti marga þúfnabana, ef með þeim ætti að vinna alt land, sem hægt væri, t. d. í Árnes- og Rangár- vallasýslum þyrfti til þessa 8—12 þúfnabana í hverri sýslu. Bænd- ur ættu að mynda félag til þess að kaupa þúfnabana og starf- rækja, en ríkissjóður að lána fé, sem afborgaðist á 10—15 árum. Til hvers þúfnabana má ætla að þvrfti um 50,000 kr. lán, fyrir 12 um 600,000 ki'. Ríkið hefir tekið miljóna króna lán, en ekki ejpn eyrir af því gengið til þess að rækta og byggja landið. En hvert þá? — það vita oss fróðari menn. Er það ósanngjörn krafa af þeim, sem vilja rækta þetta land, vei’ði gert það mögulegt með því að ríkið sjái þeim fyrir starfsfé að nokkru leyti? því vitanlega er þetta ekki nema 1/3 af ræktunar- kostnaðinum, en fyrir þessa rækt- un ætti að vera hægt að fjölga nautpeningi um 22 þús. á 10 ár- Komandí ár. Þriðji kafli. Veltufé og verslun. 1. Veltuíjárleysi. Verslun íslands er eðlisólík verslun flestra annara landa í álfunni. í mannmörgum, þéttbygðum löndum, með fjölbreyttum atvinnuvegum, eru framleiddar auð- seljanlegar vörur allan ársins hring. Mikið af framleiðsl- unni, matvörur eða iðnaðarvarningur, selst svo að segja undir eins á markaði heima í Iandinu eða erlendis. Andvirði vinnunnar kemur tiltölulega fljótt heim til framleiðandans. Tökum tvo nábúana, Breta og Dani, að þvi leyti sem þeir framleiða fisk til sölu, og landbúnaðar- afurðir. Ensku togararnir flytja fiskinn nýjan eða fryst- an til hafnarbæjanna. þaðan er hann fluttur á svip- stundu með járnbrautunum um alt landið. Danskir bænd- ur hafa á sama hátt mikinn markað fyrir mjólk, smjör, egg og svínakjöt, í borgunum heima fyrir. En þar að áuki er enski markaðurinn. Smjörinu, eggjunum og svínakjötinu er safnað til Esbjerg úr öllu landinu, og flutt þaðan til Englands daglega. Varan kemur ný og vel um búin á markaðinn og selst um leið. Slíkir fram- leiðendur fá tekjur fyrir vörur sínar daglega að kalla má. þeir þurfa ekki að skulda vikum, mánuðum og missirum saman, af því að tekjur heimilanna koma ekki í búið nenxa einu sinni eða tvisvar á ári, eins og reynslan er hér á landi. Stöðugar og jafnar tekjur gera framleiðendum auðv’elt að hafa yfirlit um fjárhag sinn. Skuldaverslun með öllum sínum erfiðu afleiðingum, hverfur úr sögunni. En íslendingar hafa ekki haft mikið af þessum gæð- um að segja, hvorki fyr eða síðar. Framleiðsluvörur landsins eru fábreyttar, hafa yfirleitt þröngan markað, eru ekki fullbúnar til sölu fyr en seint á árinu, og selj- ast oft ekki nema að nokkru leyti fyr en kornið er tölu- yert fram á næsta ár, eftir að þær eru framleiddar. Af þessu leiðir erfiða og höfuðstólsfreka verslun, og að viðast hvar á landinu er ómögulegt að láta hönd selja hendi. Skuldaverslunin helst við i einhverri mynd. þetta sést glögglega, eí athugaðar eru helstu fram- leiðsluvörur íslendinga, og livenær þær koma á mark- aðinn. Fyrstu mánuði ársins er ekkert framleitt, sem flutt verður úr iandi þá þegar. Vertíðin í Vestmanna- eyjum, Suðumesjum og við Faxaflóa byrjar að vísu á fyrstu mánuðum ársins, en ekkert af framleiðslunni kemst á útlendan markað fyr en eftir mitt sumar, eða seint á árinu. Síldin er ekki fullbúin til útflutnings fyr en í 8. og 9. mánuðum ársins. Ullin getur komið til út- landa laust eftir mitt árið. Hrossin nokkru síðar, en kjöt og gærur varla fyr en á tveim siðustu mánuðum ársins. þar við bætist að þessar vörur verða alloft, eink- um á krepputímum, að bíða lengi erlendis, eftir að þær eru þangað komnar, uns þær verða seldar. Afleíðingin er auðsæ. íslenska þjóðin lifir mestan hluta hvers árs á lánuðu fé. Háift árið, tvo þriðju hluta þess, árið alt op stundum meira. Op höfuðstóllinn er að miklu leyti bónbjarpafé frá erlendum þjóðum. Úr þessu vandræðaástandi er hægt að bæta á tvenn- an hátt. Með því að breyta framleiðslunni þannig, að íslenskar vörur verði fjölbreyttari, fljótseljanlegri, og komi á markað á öllum tímum árs. Og í öðru lagi með því, að íslensk verslun safni sérstöku veltufé til að geta staðið á eigin fótum og þolað þá löngu bið, sem verða kann á sölu afurðanna, án þess að safna hættuleg- um skuldum erlendis. Sennilega verður að fara báðar þessar leiðir. Breyta framleiðslunni, og leggja sérstaka stund á veltufjársöfnun, eins og kaupfélögin gera nú, einkum slðan samvinnulögin komu til hjálpar, eins og síðar verður vikið að. það má gera sér dálitla hugmynd um, hvemig þessi hlið verslunarmálsins heíir stórvægilega þýðingu fyrir alt þjóðlífið. Vorið 1920 hætti íslandsbanki að annast greiðsl- ur erlendis fyrir viðskiftamenn slna. Fyrir margskonar ólag á stjórn bankans, og óhöpp með sölu á síld og íiski, haustið áður, var skuld íslandsbanka erlendis í mars og apríl það ár, orðin eins mikil, og lánardrotnar hans erlendis myndu hafa þolað að hún yrði mest, seint á árinu, rétt áður en andvirði ársafurðanna fór að streyma inn til lánardrotna bankans erlendis. Nú fór svo, þegar liðinn Var þriðjungur ársins, að lán útlend- inga þraut. Allir vita hversu þá fór. Viðskiftalif lands- ins truflaðist. Atvinnuvegirnir lömuðust. Atvinnuleysi og skuldir hafa farið vaxandi. þvertekið fyrir svo að segja allar umbætur og framfarir. Og alt þetta ólán kom af því, að útlendingar hættu að lána íslendingum fé til að lifa af í 6—8 mánuði, eitt einasta ár. Ef til vill eru til einstaldr menn, sem geta sætt sig við að lifa þannig á bónbjörgum. En fyrir heila þjóö, þótt lítil sé, er það ekki holt, og varla sæmandi. En þetta mein er djúpt og gamalt. íslendingar hafa eigin- lega öldum saman lifað mestan hluta hvers árs á er- iendu lánsfé. Að vísu hafa lánardrotnarnir grætt á þeim skiftum. þeir þurfa ekki að kvarta. En þjóðin hefir ver- ið fjárhagslega ósjálfstæð og varanlega fátæk undir þessu ævagamla fyrirkomulagi, og svo hlýtur jafnan að verða, þar til það líður undir lok. II. Afurðasalan. íslendingar framleiða nær því eingöngu matvæli og hrávöru (ull og gærur) til útflutnings. En svo undarlega vill til, að næsti nábúi íslendinga, Bretar, eru sú þjóð, sem mest verður að flytja inn í landið af matvftlum, en þó selst nálega ekltert af íslenskri framleiðslu til neyslu þar í landi, að frátöldum ísfiski togaranna, lítinn part úr ári. Og ástæðan er ofur einföld. Bretland er besti markaður i heimi fyrir úrvals-matvöru. En framleiðsla íslands er yfirleitt ekki úrvalsVara, í þeim skilningi, sem nútimamenn leggja i orðið. Hvað flytja íslendingar út? Saltfisk til kaþólskra landa aðallega. Markaður takmarkaður. Varan talin góð, eftir þvi sem slík matvæli géta verið. En í raun og veru er söltuð matvara því nær aldrei í gengi sem sölu- vara, nema á mjög takmörkuðum svæðum. Smekkbesta fólkið vill nýmeti. Lýsi, flutt út sem óunnin vara yfirleitt. Gæti verið miklu betri vara, ef hreinsað væri i sjálfu landinu. Síld, söltuð, aðalmarkaður í Svíþjóð og þar næst i Austur-Evrópu, þegar þangað næst. Mjög takmark- aður markaður, og verslunin sérstakt áhættuspil. Nýr fiskur, fluttur í ís til Englands. Góð vara, selst fljótt. Saltkjöt, þrátt fyrir mikla vöruvöndun, ekki nema ann- ars flokks vara. Óseljanlegt erlendis, nema í Danmörku og Noregi. Á jafnvel þar í erfiðri samkepni við fryst og kælt kjöt frá 'Ástralíu, Argentínu og Norður-Ameríku, vöru, sem er framleidd með miklu minni kostnaði en íslenska kjötið. UU, annars eða þriðja flokks vara, jafn- vel þar, sem hún er vel með farin. Veldur því loftslagið og húsvist fjárins. íslensk ull hlýtur' jafnan að verða ódýr vara á heimsmarkaðinum, og þess vegna lítil tekju- grein fyrir þjóðina. Gærur, taldar dágóð hrávara’ til ým- iskonar iðnaðar, en þó ekki í háu verði. Samkepni frá hálfu fjáreigenda, sem framleiða undir betri skilyrðum. Hestar, hafa selst nokkuð i Englandi og Danmörku til notkunar við námuvinnu og léttiferða í sveit. En nú út- rýma bifreiðar og önnur vélatæki hestum meir og meir í heiminum, og einkum litlu hestunum. þar af leiðandi þrengist og spillist hestamarkaðurinn erlendis, svo að segja með ári hverju. Alt útlit fyrir, að í mjög náinni framtíð fari hestarœkt, vegna útflutnings, að verða ís- lenskum bændum til niðurdreps. þetta yfirlit er ekki glæsilegt. Landið framleiðir fá- breyttar, torseljanlegar vörur. Markaðurinn fyrir næst- um allar íslenskar afurðir mjög takmarkaður. Auðugasti og ríkilátasti matkaupandi i Evrópu, Bretar, vilja nær því ekkert af íslenskri framleiðslu. þess vegna kreppir nú að þjóðinni. þarf gagngerðra umbóta við, ef duga skal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.