Tíminn - 08.04.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1922, Blaðsíða 1
d5jaíb£ett o§ ' afgrei&slumaöur Cimans cr 5 i g u r 9 e i r ^riðrifsfon; 5amban6st)úsinu, HeyfjaDÍf. ^fgzmbBÍa C í m a n s er i Sambanbstjúsinu. ©pin baglega 8—\2 f. íj Simi 496- VI. ár. Reykjavík 8. apríl 1922 14. blað 1922-23 Fyrsta deild: Hafa numið málfræði H. Briém, bæði heftin ai' dönskukenslubók Jóns Ofeigssonar, enskunámsbók O. Zoega, í reikningi brot og tugabrot, landafræði Karls Pinnbogasonar, Islandssögu Jónasar Jónssonar, mann- kynssögu Þorl. Bjarnasonar. Önnur deild: Sömu inntökuskilyrði og í fyrstu deild, nema að því er snertir ensku. Kenslu tími í báðum þessum deildum 7 mánuði, frá byrjun okt- óber til apríl loka. Kenslugjald fyrir livern nemanda 100 krónur, greiðist í byrjun október. Þriðja og fjórða deild: Hafa numið aðalatriði íslenskrar málfræði. skrifa læsilega rithönd. Hafa numið í landafræði, íslandssögu og mannkynssögu sama og fyrsta deild. Kenslutími i þriðju deild 6 máðuðir, frá byrjun október til mars- loka. Kenslutími í fjórðu deild 7 mánuðir frá byrjun október til apríl- loka. Kenslugjald 50 krónur fyrir hvern nemanda. Greiðist við inngöngu í skólann. Umsóknir og fyrirspurnir' sendist undimuðum. Samvinnuskólinn 20. febr. 1922. Jónas Jónsson. Avarp til Alþingis. Heyrst hefir, að sendimönnun- um til Spánar hafi ekkert enn á- gengt orðið, og að lítil von sé um, að þeir komist nokkuð áleiðis með samningatilraunum við Spán- verja. Hvað mun þingið þá taka til bragðs? Og hvað er þá tiltæki- legast að gera? Eg er ekki þingmaður og mér er að mestu ókunnugt um afstöðu þingmanna til þessa máls. Mér er og ókunnugt um, hvað fram- kvæmdarnefnd Stórstúku íslands nú vill leggja til, þegar í jafnmik- ið öngþveiti er komið. Væntanlega munu allir Jæssir menn vilja leggja það til, sem þeir telja heillavænlegast fyrir land og þjóð og sæmilegast. Og enginn maður ætti að fella undan að bera fram sínar tillögur um mái þetta„ ef hann áliti að gott gæti af þeim leitt. Fyrir því sé mér leyfilegt að skýra hér stuttlega frá áliti mínu og koma fram með tillögu. Stríð Spánverja gegn oss Is- lendingum sem bannlagaþjóð er í raun og veru stríð gegn bannlaga- hreyfingunni, sem hefir magnast svo stórkostlega á seinustu árum. þeir hafa hafið stríðið gegn sæstu bannþjóðunum í þeii’ri von, að ef þær létu undan.mundi koma afturkippur í bannlagahreyfing- una yfir höfuð. þeir hafa ráðist á garðinn þar sem hann var lægst- ur og gert sínar ósvífnu kröfur til vor íslendinga. það mátti því þeg- ai’ vera vitanlegt öllum þeim mönnum, er höfðu réttan skilning á umræddu máli,að samingar af vorri hálfu við Spánverja mundu verða með öllu árangurslausir. Fráfarin stjórn hafði heilt ár til að semja við Spánverja. þeir veittu stutta fresti í málinu hvað eftir annað. Svo lengi voru þeir að sækja veðrið í sig. En þennan langa tíma lét stjórnin íslenska ónotaðan til að fara þá einu réttu leið að gera alvarlegar og kröft- ugar tilraunir til að fá aðstoð ann- ara ríkja og til að leita fyrir sér um fiskimarkaði í öðrum löndum. Með aðgerðaleysi sínu stefndi stjórnin málinu í voða, og lagði á síðustu stundu frumvarp fyrir þingið um það, að verða við kröf- um Spánverja, eða að breyta bannlögunum þannig, að áfengis- markið sé hækkað upp í 21%. Ef þingið samþykti þessa kröfu Spánverja, yrði það í framkvæmd- inni nokkurn veginn sama sem að afnema bannlögin. Mér fyrir mitt leyti stendur á sama hvort heldur yrði ofan á, þessi svokallaða breyt- ing bannlaganna eða algert afnám þeirra. En getur þingið nú samþykt þessa breytingu eða afnám bann- laganna? Eg hygg ekki. Bannlög- in voru upphaflega sett fyrir ósk s/5 atkvæðisbærra manna lands- ins. Sú ósk kom skýrt í ljós við almenna atkvæðagreiðslu 1908. það hefir verið alment álitið, að bannlögin mætti ekki afnema, nema áður hefði farið fram al- menn atkvæðagreiðsla. Og sú venja hefir tíðkast í Vesturheimi, en þaðan er bannlagahugsjónin komin fyrir löngu til Norðurálf- unnar. þingið getur því ekki og má ekki samþykkja nefnt frumvarp fráfarinnar stjórnar, nema þjóð- arvilji sé kominn í ljós fyrir því við almenna atkvæðagreiðslu. En þingið getur gert og á að gera annað. Og á það vil eg leyfa mér að benda. Utanför Einars Kvarans árið sem leið, sem hann fór eftir til- hlutun templara, og hinar mörgu áskoranir, er til vor hafa komið frá Svíþjóð og Noregi um að halda fast við bannið, þetta hvort- tveggja hefir glögglega sýnt hina miklu samúð umheimsins með oss íslendingum í þessu máli,og.af því getum vér séð, að vér stöndum alls ekki einir í þessu tollstríði við Spánverja. Og það er virki- lega gleðilegt fyrir oss, að hugsa til þessarar miklu samúðar og hluttekningar svo fjölda margra bindindis- og bannlagamanna víðs- vegar í heiminum. En tóm samúð og hluttekning nægir ekki. Vér þurfum meira. Vér þurfum að fá eitthvert vold- ugt ríki til að skerast í leikinn fyrir oss. þetta ríki eru Banda- ríki Vesturheims. þau hafa sett sér bannlög, sem í aðalatriðum eru samhljóða vorum bannlögum. Úr Bandaríkjunum hafa komið skeyti, er sýna ótvírætt að fjöldi manna þar vill hjálpa oss í bar- áttunni við Spánverja. Liggur þá ekki beint við, að stjórn íslands sendi þegar full- trúa til stjórnar Bandaríkjanna til að fá hana til að liðsinna oss? því fremur gætum vér vænst góðs árangurs af þéirri sendiferð, sem ganga mætti að því vísu, að þar mundu ótalmargir góðir drengir styðja mál vort. Auk þess sem það er engum vafa bundið, að stjórn hins voldugasta og fjöl- mennasta bannríkis, sem jafn- framt er ein hin allra voldugasta þjóð heimsins, mundu skilja það, að Spánverjar mundu gera alt sem þeir gætu til að hnekkja seinna bannlögum hennar, ef þeir kæmu vilja sínum fram gagnvart oss og Norðmönnum. Og því fús- ari mundi stjórn Bandaríkj anna vera til þess að skerast í leikinn, sem hún ynni gagn með því sinni eigin þjóð. En jafnframt þyrfti stjórn vor að senda í fleiri áttir áreiðanlega menn til að útvega markað fyrir íslenskan fisk, svo að vér þyrft- um að engu leyti að vera háðir Spánverjum eða sem minst komn- ir upp á þá. Mín tillaga yrði því í stuttu máli þessi: a. þingið felli eða láti sofna áðurnefnt frumvarp, sem fram er komið út af kröfu Spánverja. b. þingið geri nú ráðstöfun til þess,að tafarlaust verði send- ir fulltrúar frá hinu íslenska ríki til stjórnar Bandaríkj- anna til að fá aðstoð hennar. c. þingið geri nú ráðstöfun til þess, að hæfir menn verði þegar sendir í ýmsar áttir til að reyna að útvega markað fyrir íslenskan saltfisk. d. þing verði kallað aftur sam- an eftir 3 mánuði, nema við- unanlegur árangur verði af starfi áðurnefndra manna (sjá stafl. b. og c.). Björn þorláksson. -----o---- Prentarafélagið átti 25 ára af- mæli í vikunni og fagnaði því með miklu hátíðahaldi. Eftirhreítur, I. Leiðrétting. Vegna ummæla í 13. tölubl. VI. árg. „Tímans“, um vanrækslu af minni hálfu út af ákvörðun tekju- skatts í Reykjavík á árinu 1920, vil eg taka það fram, sem hér segir: 1. Kærufrestur yfir skattskrám um tekjur á árinu 1918 var lið- inn, er eg varð fjármálaráðherra, og ef um vanrækslu ,væri að ræða, gæti eg því ekki verið sekur um hana. 2. Samkvæmt lögum nr. 54, 26. október 1917, 6. gr., er það yfir- skattanefnd hvers lögsagnarum- dæmis, sem átti að hafa eftirlit með því, að skattanefndir full- nægi skyldu sinni og úrskurðum yfirskattanefnda varð samkvæmt þeirri lagagrein ekki áfrýjað. Á- kvörðun skattsins liggur því ekki að neinu leyti undir fjármálaráð- herra. Um vanrækslu í þessu efni af hendi fyrirrennara míns, er því ekki heldur að ræða. 3. það var heimilt samkvæmt 8. gr. laga nr. 23, 14. des. 1877, að telja skatt innlendra félaga hjá hinum einstöku meðlimum þeirra og þessa heimild hefir skattanefnd Reykjavíkur notað. það sannar því ekkert, þótt skatt- ur sé ekki tekinn af félögunum sjálfum. Hann er tekinn hjá með- limum þeirra, ýmist eftir fram- tali þeirra eða ákvörðun skatta- nefndar. 4. það er auðsætt, að löggjöf- in getur ekki ætlast til þess, að fjármálaráðherra athugi skatt- skrár landsins á þeim 15 dögum, sem þær liggja frammi, enda þyrfti til þess rannsókn eftir gögnmn, sem skattanefndir einar hafa og mega ekki láta öðrum í té. 5. Tilhöguninni um ákvörðun tekjuskatts í Reykjavík er nú ger- breytt fyrir tilstilli mitt, og hygg eg, að það fyrirkomulag, sem nú er, muni verða að teljast mjög hagkvæmt ríkissjóðnum. Reykjavík, 3. apríl 1922. Magnús Guðmundsson. II. Athugasemdir. „Leiðrétting“ þessi kemur að engu haldi fyrir málstað hins fyr- verandi fjármálaráðheiTa, eins og nú mun sýnt verða. Er þá rétt að minna fyrst og fremSt á 36. grein stjórnarskrár- innar, sem svo hljóðar í upphafi: „Engan skatt má á leggja, né af taka, nema með lögum“. Ennfremur er rétt að minna á eftirfarandi orð í lögunum um á- byrgð ráðherra, í þriðju grein, er svo hljóða: „Og enn varðar það ráðherr- ann ábyrgð, eftir lögum þessum, ef hann veldur því, að brotið sé gegn öði’um lögum landsins en stjórnarskipunai’lögum þess: með því að framkvæma eða valda því að framkvæmt sé nokk- uð það, er fer í bága við fyrir- mæli laganna, eða með því að láta nokkuð ógjört, sem heimtað er í lögum, eða verður þess valdur að slík fi-amkvæmd farist fyrir. þessi lagafyrirmæli sýna það ljóslega, enda er það og auðsætt' hverjum skinbærum manni, að ráðherra má ekki skjóta sér á bak við skattanefndir og horfa á það aðgerðalaus að vanrækt sé að leggja skatta á stærstu skatt- þegna ríkisins. „Ákvörðun" skattsins heyrir undir verksvið skattanefnda, en hitt tvímælalaust á ábyrgð fjár- málaráðherra að svo áberandi stórum flokki skattþegna sé ekki skotið undan skatti. Að ríkið missi skatts fyrir slíka vanrækslu skattanefnda get- ur ekki komið til mála, ef fjár- málastjórn tekur réttilega í taum- ana. Og slík afskifti fjármála- stjórnar hljóta að vera réttmæt eftir að liðinn er kærufrestur ein- staklinga yfir skatthæðinni. því er þessvegna haldið afdrátt- arlaust fram, að í þessu efni hafi fjármálaráðherrann ekki gætt hagsmuna ríkissjóðs. — Hin aðalundanfærsla fjármála- ráðherrans fyrverandi er sú að í Reykjavík hafi skatturinn verið tekinn af hinum einstöku meðlim- um útgerðarfélaganna, enda hafi það verið heimilt. ' Um þessa undanfærslu skulu tekin fram eftirfarandi atriði: þó þetta hefði nú verið gert, þá var í þessu efni mjög slælega rekin innheimta fyrir ríkissjóð- inn og vafalaust gagnstætt til- gangi laganna. því að samkvæmt tekj uskattslögunum frá 1907 er skatturinn mjög hækkandi. Hann v hækkar úr 4 upp í 15 af hundraði, eftir því sem tekjurnar hækka. Ríkissjóður fær því margfalt minni skatt ef hann er lagður á tekjur útgerðai-félaganna eftir að búið er að skifta honum á milli fjölmaigi-a hluthafa. þetta hlýt- ur að vera öllum augljóst. Ráð- heri’a sem lætur sér ant um fjár- hag ríkisins líður því alls ekki slíka aðferð. I annan stað fer svo með þess- ari aðferð að allar þær tekjur þessara útgerðarfélaga, sem ekki koma til útborgunar, en eru lagð- ar í sjóði, verða alls ekki skatt- skyldar. það er vafalaust þvert á móti tilgangi laganna. Fjármálaráðherrann hefir sjálf- ur játað það bréflega að skatta- nefnd Hafnarfj arðar hafi gert rétt. Bein afleiðing þess er að skattanefnd Reykjavíkur gerði rangt. Loks má fullyrða það, eftir hin- um allra kunnugustu mönnum hér í bænum, að þessi fullyrðing fjár- málaráðherrans fyrverandi um það að hinir einstöku hluthafar Reykjavíkurfélaganna hafi greitt þá skattupphæð sem félögin áttu að greiða, er algerlega röng. Má, greinilega sjá þetta á skattskrán- um, ekki síst af samanburði við skatt þeirra Reykvíkinga, sem hluti áttu í Hafnarfjarðarfélögun- um. það er lagt á Reykjavíkur- hluthafa í útgerðarfélögum skatt- ur alveg samsvarandi við þá sem gerðu út í Hafnarfirði. Lausn málsins getur ekki verið nema ein: Allir níu botnvörpung- arair í Reykjavík liafa sloppið við skatinn. Magnaðasta ranglæti hefir átt sér stað um skattinn. Úr því sem komið er eiga Hafnarfjarðarfélög- in réttlætiskröfu á hendur ríkinu sem nemur meir en 46 þús. kr. Tap ríkissjóðsins má þá áætla yfir fjórða part miljónar króna. -----o---- Merk bók. Guðmundur Gamalí- elsson sendir enn stórmerka bók á markaðinn. það er annað bindið af hinu mikla riti Páls E. Ólason- ar doktors um Menn og mentir á siðaskiftatímunum. þetta bindi segir sögu ögmundar biskups, Gissurar biskups Einarssonar og annara frumkvöðla siðaskiftanna. það er stórum mun stærra en fyrsta bindið, sem sagði sögu Jóns Arasonar. Verður bókar þess arar rækilega getið síðar hér i blaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.