Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 2
58 T 1 M I N N Ritstjóri Bjarma ritar í síðasta blað Tímans og getur mín þar að nokkru, og vil eg því fara nokkr- um orðum um grein þessa. Ritstjórinn er mjög hissa á því, að farið sé að tala um málefni, sem ritað hefir verið um í Bjarma fyrir rúmu ári. pað lítur út eins og ritstjórinn vilji láta skoða greinar blaðs síns eitthvað svip- að verslunarskuldum, þannig, að þær falli úr gildi á skömmum tíma, og séu þá ónýtar. Eg hefi áður getið þess, hvern- ig á því stóð, að eg benti á þessa margumræddu setningu. Ritstjór- inn sjálfur var orsök þess að nokkru. Auðvitað er hitt aulahátt- ur og kerlingakreddur, að eigi megi minnast á það, sem um er ritað í blöðum og tímaritum, þótt eigi sé það gert strax. Situr illa á ritstjóra Bjarma að vera kröfu- frekur í því efni. Hann og hans fylgifiskar sumir taka upp margra ára, jafnvel mannsaldurs- gamlar, óhróðurssögur til út- breiðslu um þá menn, sem þeir vilja skaða, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. þessi setning, sem eg nefndi, getur þó aldrei komist í slíkra flokk. Eg hefi ekki tekið annað, en þessa prentuðu setn- ingu úr ræðunni; engu bætt við, engu slept; tekið orðin alveg eins og þau lágu fyrir, og skýrt þau þar eftir. Hitt veit eg vel, að það verður ávalt hægt að deila um smekk manna. Eg efast ekki um að smekkur okkar ritstjóra Bjarma er ólíkur í ýmsum atrið- um. Mennirnir eru svo misjafnir: Einum finst það óæti, sem öðr- um þykir sælgæti. þrátt fyrir að- finslur ritstjórans, kannast hann þó við, að hann mundi ekki hafa komist svo að orði, sem danski presturinn. Eg held að þetta sé ekki sagt í lítillæti og sjálfsniður- lægingu, heldur að honum líki ekki allskostar við orðbragðið, en hann flýtir sér að skýra hvemig á því stendur. það stendur svo á því, að ritstjóri Bjarma er ekki náttúrufræðingur, en danski guð- fræðingurinn er náttúrufræðingur og hefir lesið mikið af ófriðarbók- mentum. Með þessu gefur rit- stjórinn í skyn, að ef hann væri náttúrufræðingur, þá mundi hann líta á náttúruna svipuðum augum sem danski presturinn. það virð- ist því svo, sem ritstjórinn haldi, að því betur sem vér þekkjum náttúruna, því auðvirðilegri finn- ist oss hún og því líklegra að djöfullinn væri höfundur hennar. þessi „heitttrúaði“ guðfræðingur hefir séð svo miklar „ófriðar- hörmungar“ og ófriðarbókmentir, að þetta verður eðlilegt. „Gegn- um margar þrautir ber oss inn að ganga í guðsríki“, stendur ein- hversstaðar í biblíunni. Undarleg- ir menn þessir heitttrúuðu, þeir trúa því, að þjáningar séu nauð- synlegar til þess að öðlast mestu sælu, og þó sannfærast þeir um snilli djöfulsins af ófriðarhörm- ungum, ófriðarbókmentum og náttúrufræði. þorgils gjallandi lét sójina, guðs auga, horfa á hest- inn, sem fótbrotinn píndist til dauða í hrauninu rétt við átthag- ana. Hann sá ekkert réttlæti í þessu, en þessir heitttrúuðu menn hafa ekki lífsskoðun þorgils gjall- anda, eftir því sem þeir segja, svo þessi svíðandi ranglætisákæra hans gæti ekki aukið djöflatrausfc þeirra og enn síður hefir hún fært þorgilsi sanninn um mátt djöfulsins. En meðal annara orða, eg hefi aldrei haldið, að djöfull- inn væri talinn, jafnvel af heima- trúboðsmönnum („heitttrúuð- um“) annað en spillari handa- verka guðs og alls ekki gæti kom- ið til mála að eigna honum slík- an mátt og fimbulkyngi, er þarf til þess að skapa blómabreiður, norðurljósaslæður, skordýramergð eða hnattaraðir, þó ekki sé nefnt annað. Eg hefi haldið að þeir „heitttrúuðu“ álitu djöfulinn vera ímynd alls þess, sem svívirðileg- ast er í gjörvallri tilverunni. því hlyti það, sem hann fengist við, að vera mjög óglæsilegt, því fé er jafnan fóstra líkt. þetta gífurlega álit á djöflinum nálgast nokkuð það, sem kallað er djöfladýrkun hreint og beint, ef það væri ekki lélega hugsað orðagjálfur, sagt út í bláinn í vandræðum. Mér er full ljóst, að eg fæ ekki ritstjóra Bjarma á mitt mál í þessu. það fer víst svipað fyrir okkur eins og körlunum, sem deildu um það, hvað það væri sem annar væri að narta í sig upp úr sýrukeraldi. Neytandinn,sem heita mátti blind- ur, sagði að það væri súr sporð- blaðka, en áhorfandinn sagði að það væri mús. það hafði heldur engin áhrif á neytandann, sem sagði bara: „pað er sporðblaðka, Guðmundur góður“, og át það. Ritstjóri Bjarma er áreiðanlega sannfærður um það, að þessi setn- ing danska prestsins er að minsta kosti ekki verri en súr sporð- blaðka. En mér sýnist það vera mús, og haga mér þar eftir. Ritstjóri Bjarma heldur að mig langi til að rekast í þessu við danska guðfræðinginn. En það er svo langt frá því, að mér stendur alveg á sama hvort hann trúir, eða hverju hann trúir, eða hvort hann hefir meira álit á guði eða djöflinum. það var upprunalega bent á umrædda setningu, meðal annars, sem dæmi um ósmekkvísi og yfirdrepskap þeirra manna, sem geta gleypt svona með þakk- læti, ef það er borið fram af viss- um mönnum, og ráða sér varla af hrifningu fyrir verkið, eins og sýndi sig á þessum manni, sem leystur var út með gjöfum safn- aðar og styrk ríkisstjórnar, meðal annars, fyrir þessi ummæli. Eitthvað er ritstjórinn að kvarta yfir því, að eg drap á um- rædd ummæli á fundi í stúdenta- félaginu, þótt hann væri ekki við. Ef eg hefði verið harðorður í garð ritstjórans sjálfs, þá hefði fremur réttlæst þessi skræfuskap- ur hans. Ennfremur er helst að skilja á greininni, að eg hafi ver- ið með vináttufagurgala um hann á sama fundi. Hér til er því að svara, að eg minnist ekki þessara ummæla. Sama er að segja um það, að Bjarmi gæti „stórspilt fyrir sér“. Eg man ekki til að eg hafi kvartað yfir því, og ekki að eg hafi gefið blaðinu meðmæli. Mér er sama um það. þeim sem þykir Bjarmi góður, er það sann- arlega ekki of gott. Engum skyn- sömum manni dettur í hug að. kosta fé til þess að tína saman gorkúlur og flytja þær burt af túninu. það þarf ekki annað en bíða þar til þær verða að kerling- areldi og fjúka út í veður og vind. Eins fer Bjarma. þegar and- legi jarðvegurinn breytist, þá get- ur hann ekki þrifist, og hverfur út í veður og vind, eins og kerl- ingareldurinn.. Ef eg hefi vikið hér að Bjarma, sem hann ætlaði mér ekki, þá verður þetta sem skýring á áliti mínu á þessu atriði. Ef ritstjórinn heldur að eg hafi aðeins gert þessa setningu að um- talsefni af því að dr. Skat-Hoff- heyer sé á móti spiritismanum, þá er sú tilgáta jafnröng, sem hún er einfeldnisleg. Eins og það geri svo mikið í miklum blóðmörs- keppafans að fara að taka einn út úr. — því er ekki einmitt fjöldi presta líkrar skoðunar sem þessi guðfræðingur og ritstjóri Bjarma? Ennfremur segir ritstjórinn mig óánægðan yfir þýðing dr. Jóns Helgasonar á hans eigin grein. Hvergi gat eg þess, en eg sagði að eg mundi hafa lagt orð- ið Uvæsen út með óhæfu, en ekki „fargan“. Auðvitað gat eg þess, að sama væri hvernig höfundur- inn þýddi þetta, því að íslenska þýðingin sýndi, hvað hann vildi láta ofðin merkja, þótt mér fynd- ist skammaryrði þetta verða enn verra í íslenskunni, en í norska blaðinu. Eg notaði einmitt orðið „trúarbragðalíki“, sem er óað- finnanlega myndað, eins og smjör- líki, og skifti' mér ekkert af út- lenda orðinu. Ritstjórinn fer í annað sinn að narta í danska miðilinn Einar Nielsen. Eg hefi séð rannsóknar- skýrslu norsku nefndarinnar um miðilsfundi Einars Nielsens. Eg get ekki séð af þeirri skýrslu að Nielsen sé svikari. það getur vel verið að hann sé það, en það er ekki sannað af skýrslunni. Fyr en svikin eru sönnuð, ættu menn ekki að fullyrða það opinber- lega. það minnir á hrafninn, sem flýgur að skepnunni undir eins.og hann sér að hún er ósjálfbjarga, og kroppar úr henni augun með- an hún er bráðlifandi, aðeins varn- arlaus. Ritstjóri Bjarma var ekki eini hrafninn hér, það var að minsta kosti annar eða aðrir við hitt augað. J>að er sagt að krummi hlakki, kallað að það sé gorhljóð í krumma, þegar hann flýgur þá um, og það var líka eitthvað sem minti á gorhljóð krumma í Tíma- greininni. þar fer ritstjóri Bjarma líka að tala um „endann“ á Ein- ari Nielsen. Ritstjórinn fer næst- um því að rjála við görnina, eins og krummi gerir stundum. Eink- anlega ef skepnan er væn og rist- illinn feitur, og Einar Nielsen er nú eitthvað í svipaðri aðstöðu við ritstjóra Bjarma, eins og feitur sauðarkroppur til krumma, og rit- stjórinn er nærri því skemtilega kánkvís í þessu fitli, og ber ekk- ert á helgislepju, svo það er leið- inlegt, að hann skyldi ekki tala nánara um „endann“ á Einari í Bjarma, því það myndi gleðja kaupendur hans andríki ritstjór- ans, sem varla hefir náð hærri tónum en einmitt þarna á „end- anum“. JJórður Sveinsson. ---o--- Fjá.rkreppan, sparnaður — framleiðsla. Eftir Gunnar Sigurðsson. I. það er að vonuin mikið rætt, bæði utan þings og innan, um fjárþröng ríkisins og ráðin til þess að bæta úr henni og' þá um leið, á hvern hátt verði dregið úr hinum miklu og margumtöluðu útgjöldum ríkis- sjóðs. þess er fyrst að gæta, þegar um þessi mál er rætt, að hór er um gam- alt mein að ræða. Aðalaukning út- gjalda rikissjóðs varð á veltiárunum, sérstaklega á árunum 1916 til 1918. þingmenn, eins og aðrir, urðu bjart- sýnir þegar allir framleiðendur græddu, og allar eignir stórhækkuðu í verði. það fór alveg eins um þing og stjórn og þá einstaklinga og fé- lög, er nú í þessu fjárhruni hafa tapað ógrynni fjár. Hvorirtveggja bygðu á því, að veltiárin héldu áfram og að verðhrunið mundi ekki koma svona snögglega. Og þetta var ekki láandi. Enginn gat sagt fyrir um þetta, enda hefði enginn á þeim árum trú- að spádómum fjárhrunsins. þrjú stórveldi virtust mundu toga í sama strenginn um það, að lialda verðlag- inu uppi; verkamenn annarsvegar, með því að halda kaupinu sem hæstu, ríkisstjórnir og bankar á liinn bóginn, er höfðu hag af því, yégna skulda sinna og viðskifta, að verð- lagið væri sem hæst. En jafnvel þessir sterku strengir hrukku. Verðfallið kom, og það kom snögg- lega. Mögru kýrnar átu upp þær feitu, og það í einu vetfangi. það fór um ríkið, eins og félög og einstaklinga, er mikið höfðu í veltunni: það komst snögglega í fjárþröng. Sem betur er því ekki svo farið um ríkið, eins og, því miður, hefir hent fjölmarga einstaklinga og félög, að tapið hefir ekki íarið fram úr eignum. Jafnskjótt og fjárkreppan var fyrir- sjáanleg, varð það fyrsta spurning- in fyrir öllum hugsandi mönnum, hvað mætti til varnar verða. Margir, og þar á meðal „Tíminn", vildu taka bráðabirgðalán, til þess að fleyta þjóð- inni fram hjá skeri þvi, er fyrir stafni var, til þess að halda fram- leiðslu landsmanna í horfinu. Á þinginu í fyrra var eg einn af þeim, er héldu því ákveðnast fram, að taka þyrfti lán, til þess að greiða þær skuldir ríkisins og einstakling- anna, sem fallnar voru í gjalddaga, og lagði sérstaklega áherslu á það, að lánið væri svo liátt, að það gæti komið bönkunum á réttan kjöl og gert þá starfhæfa, svo að framleiðsl- an liði sem minst við hrunið. Að lántakan væri sjálfsögð, er nú alment viðurkent, enda þótt ýmsir —• og þar á meðal fyrverandi lands- stjórn — teldu hana varhugaverða og jafnvel óráðlega. Lán það, er loks var tekið, kom því miður alt of seint og var þar að auki of lágt. Öll framleiðsla stórlam- aðist. Gengi íslenskrar krónu féll hröðum skrefum. Bankarnir tóku svo að segja algerlega fyrir nýjar lánveit- ingar. Margir framleiðendur mistu kjarkinn, lögðu árar i bát. þá vant- aði rekstursfé. það var bent á það, bæði af mér og öðrum, að lán það, er taka þyrfti, yrði að vera alt að 15 miljónum króna. þetta hefir reynst rétt. Nú nema dægurskuldinrar svo- nefndu — þær skuldir ríkisins og ein- staklinganna, sem brýn nauðsyn er að greiða nú þegar — 4—5 miljónum króna. Vera má, að þeir, sem lántölcunni réðu, hafi þá afsökun, að þeir hafi ekki átt kost á hærra láni. En hitt er alkunna, að hættulegt er, ekki síður ríki en einstakiingum, að taka lán, sem ekki fullnægir tilganginum. •Tafnvel getur verið, að slík lán séu til verra en einskis. Af því, sem sagt hefir verið, skal eg þó ekki eggja til nýrrar lántöku, úr því sem komið er. Og þá skoðun mína byggi eg á því, að útlit um sölu afurða fer yfirleitt batnandi, eins og síðar verður vikið að. II. Flestir þeir, sem um fjárkreppuna hafa ritað og rætt, hafa iagt aðal- áhersluna á sparnaðinn. Sparnaður Komandí ár. Afurðasalan (Niðurl.). Að tilhlutun Sambands ísl. samvinnufélaga hefir nokkuð verið gert til að rannsaka leiðir til að aftur mætti byrja innflutning lifandi sauðfjár til Englands. Sumarið 1920 var einn af starfsmönnum þess í Englandi um tima, að safna gögnum í skattamáli samvinnufélag- anna. Meðan liann dvaldi í Manchester, kynti hann sér aðstöðu nokkurra leiðandi rnanna i heildsölu ensku fé- laganna til máisins. þeir bentu á, að enskir samvinnu- menn, sem því nær eingöngu eru borgarbúar, væru mjög mótfallnir innflutningsbanni á lifandi sláturfénaði. Mikil hreyfing væri í Iíanada um að fá numið úr lögum bann gegn innflutningi nautpenings í Englandi. Til lengdar yrði ómögulegt fyrir enska aðalinn að halda innilokun landsins til streitu. Ensku kaupfélögin keyptu daglega stórkostlega miklar birgðir af nýju kindakjöti. þeim munaði ekkert um að kaupa alla kjötframleiðslu ís- lendinga, aðeins ef liægt væri að flytjá féð lifandi, svo að kjötið kæmi nýtt á markaðinn. Besta ráðið fyrir ís- lensku framleiðslufélögin væri að ganga i alþjóðabanda- lag , samvinnufélaganna. Innan skamms myndi alþjóða- sarnbandið koma á fót einskonar kauphöll, eða heildsölu fyrir samvinnufélög allra landa. þar gætu framleiðendur og neytendur fjarlægra landa náð saman, án dýrrar milligöngu kaupmannanna. Og þar sæti framleiðsla sam- vinnumanna jafnan fyrir, hjá neytendum, að jöfnu boði. Litlu síðar hitti sendimaður Sambandsins Mr. May, fram- kvæmdarstjóra alþjóðabandalagsins í London. Hann tók vel þessari málaleitun. Kvað þess vera skamt að bíða, að umboðsskrifstofa yrði sett í London til að annast sameiginleg innkaup, og innbyrðis viðskifti milli deilda samvinnufélaganna í öllum löndum. Gengismunur striðs- áranna væri aðalástæðan fyrir því, að ekki væri nú þegar byrjað. Sambandið hefir enn fylgst með þessu máli á alþjóðafundinum í Basel í sumar. Var þar talið höfuðmál samvinnumanna í öllum löndum, að sem allra fyrst yrði komið á milliríkjaverslun meðal félaganna. En því má ekki gleyma, að skilyrðin eru tvö. Meðan íjárkláðinn er hér þektur sjúkdómur, verður sýkingar- hættu af íslensku fé jafnan við brugðið af mótstöðu- mönnum innflutnings í Englandi. þó aldrei væri nema af þessari ástæðu, verður að útrýma fjárkláðanum sem allra fyrst hér á landi. Takist það, verður hægara um vik. Fyr á árum reyndu íslendingar að fá undanþágu sér til handa fyrir milligöngu danskra stjórnmálamanna. Jfað har engan árangur, sem ekki var von. Áhuginn að vonum lítill hjá framandi mönnum, sem á engan hátt, eru tengdir kynningar- eða þekkingarböndum. Fyrir for- göngu „diplomatanna" verður áreiðanlega aldrei leyst úr þessum vanda. En íslendingar hafa aðra eðlilegri og betri leið í þessu máli. þeir taka höndum saman innbyrðis, efla samvinnuna heima fyrir, kynna starfsemi sina með greinum og bæklingum erlendis. Sambandið gengur í alþjóðabandalagið, sem um langt skeið enn mun hafa höfuðaðsetur í Englandi og vera stýrt af enskum mönn- um. Með hjálp Englendinga sjálfra, neytendanna þar i landi, eiga íslendingar að opna þar aftur markaðinn fyrir innflutt sauðfé. Eftir því sem samvinnumenn fá meiri áhrif á opinber mál í Englandi, og þau áhrif fara dagvaxandi, því auðveldara er fyrir fslendinga að fá íramgengt sanngjörnum kröfum, um að hafa opinn mark- að þar í landi. Hagsmunir íslenskra og enskra samvinnu- manna fara nákvæmlega saman í þessu efni. Aukin þekk- ing, kynning og skipulag getur brúað á milli samherja, þótt önnur sé hin sterkasta, hin máttarminst af grein- um samvinnunnar hér í álfu. Hér hefir lauslega verið drepið á hin helstu atriði við- víkjandi afurðasölunni, að þvi er snertir landbúnaðinn. Af tveim ástæðum eru miklar breytingar æskilegar og ólijákvæmilegar. Nú er mikið ósamræmi milli fram leiðslukostnaðar og söluverðs. Framleiðslukostnaðurinn er mikill, en verðið lágt. Afleiðingin erfið lifskjör og vafanleg fátækt fyrir allan almenning. í öðru lagi eru allar framleiðsluvörur landsins torseldar, og seljast ekki fyr en seint á árinu. Af því að veltufé er lítið í land- inu, miðað við þarfir, verður þjóðin nú, og hefir um langan aldur, orðið að lifa á bónbjargafé frá öðrum þjóðum meiri hluta hvers árs. það er sjálfsögð mann- dómsskylda fyrir þjóðina, ef liún hefir nokkra sjálfs- virðingu, að bæta úr þessu hið allra fyrsta. Bæði vand- kvæðin má leysa í einu, ef rétt er að farið. í stað þess að reka ránbúskap, lifa að mestu af ó- ræktuðu landi, og framleiða ódýr hráefni, og torveld matvæli, verða íslendingar að gerbreyta um aðferð. Minka rányrkjuna, slétta með vélum túnin og ræsa fram, auka áveitur þar sem þeim verður við komið, fjölga sjálfstæðum býlum, vinna að heyskap og nýtingu með vélum, eftir því sem framast er unt. Hafa aðallega kúabú, þar sem jörðin er frjósömust og best ræktunar- skilyrði. Koma aftur upp smjörbúum, sem starfa alt árið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.