Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 2
62 T í M I N N Sarabandsþing íslenskra barnakennara hel'st í Reykjavík 20. júní 1922 kl. 1 síðdegis. Dagskrá: 1. Sambandslögin. 2. Præðslumálalöggjöf. 3. Atthagafræði. 4. Stjórnarkosning. 5. önnur mál. Fundarstaður verður auglýstur í dagblöðunum. Reykjavík 24. apríl 1922. Sambandsstjórnin. Ræða Sveins Ólafssonar í Spánarmálinu. Samvinnunefnd viðskiftamála hefir óskift horfið að því ráði að flytja frumvarp það, sem fyrir liggur um frestun á framkvæmd bannlaganna árlangt. Mætti af því ætla, að hún einnig framvegis teldi bannlögin eiga að víkja fyrir Spánarsamningunum og tvísýn- um hagnaði af lágmarkstolli fiskj- ar á Spáni. þetta virðist mega lesa milli línanna í greinargerð frumvarpsins, þótt ekki komi það skýrt fram. En við þeirri ætlun verð eg að slá varnagla. Eg hefi lýst mig ósamþykkan greinargerð frumvarpsins í ýms- um atriðum, og sést það af henni, þótt eigi sé þar nafnsins getið. þykist eg vita fyrir 'víst, að líkt sé fleirum farið, þótt eigi geri þeir ágreining. Á alla greinar- gerðina verður að líta eins og af- sökun eða handaþvott nefndar- manna frammi fyrir alþjóð, vegna þess að gengið er að kröfum Spánverja og hopað frá heitasta áhugamáli hennar. þessi handa- þvottur nefndarinnar er að vísu eðlilegur, en hitt tel eg ekki eðli- legt eða viðeigandi, að varpa svo daufu ljósi yfir annmarkana við að ganga að frumvarpinu, sem greinargerðin gerir, og leggja yfir þá huliðshjálm. Jafn ósamþykkur er eg og því, að gera svo mikið úr fjárhagslegum ávinningi, sem samþykt frumvarpsins hefir í för með sér, að öll vor framtíð velti á honum. þessi blær greinargerð- arinnar sveigir frá réttri leið og gerir o f 1 í t i ð úr ókostunum við að ganga að kjörum Spánverja, en o f m i k i ð úr ávinningnum. Lítum snöggvast á ávinnings- hliðina. Greinargerðin telur að um 17 þús. smálestir fiskjar fari héðan árlega til Spánar, telur lágmarks- toll af þeim fiski (32 peseta pr. 100 kg.) eins og rétt er 5.440.000 peseta, en hámarkstollinn (96 peseta pr. 100 kg.) 16.320.000 peseta, eða muninn á hámarki og lágmarki 10.880.000 peseta. Síðan er þessu breytt í krónur eftir 115 aura gullgengi á peseta, og koma þá út um 1214 milj. kr., sem ætti að vera fjárhagshalli sá, er vér biðum árlega við að hafna kjör- um Spánverja. Hér er óþarflega djúpt tekið í árinni, bæði um fiskmagnið til Spánverja og verð pesetanna, svo sem hér skal sýnt með yfirliti yfir útflutning á salt- fiski 1913 til 1919, en hagskýrsl- ur vantar enn fyrir 2 árin síð ustu. f yfirliti þessu tel eg aðeins heilar smálestir, en sleppi brotum öllum. 1913 alls 19308 smál., þaraf til Sp. 5256 1914 alls 22250 smál., þaraf til Sp. 6301 1915 alls 27952 smál., þaraf til Sp. 7038 1916 alls 28908 smál., þaraf’til Sp. 8118 1917 alls 15676 smál., þaraf til Sp. 7663 1918 alls 17945 smál., þaraf til Sp. 7086 1919 alls 31500 smál., þaraf til Sp. 10224 Meðaltals-útflutningur þessara ára er því 23363 smál., en meðal- útflutningur til Spánar 7383 smál. Hvorki hefir því útflutningurinn til Spánar neitt nálgast 17.000 smálestir, f né heldur þangað farið 2/3 af fiskmagninu, eins og ætla mætti að verið hefði, eftir grein- argerðinni. Útflutningur til Spán- ■ar öll þessi ár hefir 1 /3—1/4 af saltfiskmagninu, og komst hæst 1919, sem sé í 10.224 smálestir. Greinargerðin miðar því við á- giskaðan útflutning síðustu 2 ár- in, sem hagskýrslur vantar fyrir, og telur fiskmagn til Spánar meira en x/3 hærra en það hefir nokkurntíma áður verið, og meira en tvöfalt við meðalinnflutning til Spánar á nefndum 7 árum. Eg verð því að álíta fullmikið geid úr tjóninu, sem leiði af hámarks- tollinum, ef hann ætti að greiða; en margt annað kemur til greina. 1919 var allur saltfisksflutning- ur héðan til Spánar, svo sem áð- ur er tekið fram, 10224 smál., og að meiri hluta eins og endranær fullverkaður málsfiskur. Lág- markstollur af því er 3.271.680 pesetar, en hámarkstöllur 9.815.- 040 pesetar, og munurinn eða toll- aukinn þessvegna 6.543.360 pes- etar. Sé þessari upphæð breytt í krónur eftir venjulegu gengi pes. (72 aur), þá nemur það 4.711.219 kr. eða rösklega i/3 af því, sem greinargerðin telur tollaukann. Og þótt útflutningur til Spánar væri áætlaður nær i/3 hærri nú en 1919, eða um 15000 smál., þá myndi þessi upphæð þó eigi verða nema 9.600.000 pes. eða 6.912.000 krónur, en það er nær helmingi lægri upphæð en sú, sem bent er til í greinargerðinni. Auðvitað bætist við þessa upphæð gengis- munur gullpeseta, meðan hann helst, eða það sem kann að fara fram úr sannvirði, 72 aurum. þegar miðað er við þessar töl- ur, horfir málið annan veg við og spurningin kemur fram í öðru ljósi um máttuleika vorn til að standast hámarkstoll á Spáni, ef til kemur. Tollaukinn er eftir framansögðu, ef miðað er við venjulegt gengi spánskrar mynt- ar, eigi nema 4—7 milj. kr. eða álíka upphæð og vér gætum spar- að oss með því að neita oss um innflutning nokkurra munaðar- vörutegunda og óþarfa, upphæð, sem vér í skaplegu ári, þegar alt er í lag komið, getum vel ráðið við og sem nemur minna en verð- sveiflur, sem frá ári til árs hafa orðið á sölu íslenskra afurða. Hámarkstollur á íslenskum fiski á Spáni mundi leiða til nokkurr- ar verðlækkunar á honum, en það er óþarft að gera ráð fyrir því tvennu í senn, sem greinargerðin gefur í skyn, að fiskverðið lækki um tollaukann og fiskurinn selj- ist ekki. Sölurýrnun kemur fram við það að verðið hækkar, en verðhækkun dregur úr tollaukan- um. Annars er rangt að byggja á því að tollaukinn lendi allur á oss, þótt vér kæmum undir hámarks- toll, eða að hann falli oss allur í skaut sem gróði, þótt vér göng- um að kröfum Spánverja og sitj- um í orði kveðnu við lágmarks- toll. Hámarkstollurinn skiftist á neytendur og framleiðendur, og verður því minni á framleiðend- um sem meira af fiski er undir honum. pessvegna mundi hans gæta miklu minna ef Norðmenn gengu undir hann eða annan hækk aðan toll. Ilinsvegar fylgja lág- markstollinum fyrir oss allir þeir annmarkar,sem leitt geta af eftir- látsseminni við Spánverja, og verða þeir trauðla metnir til pen- inga, síst fyrirfram, en ávinning- inn rýra þeir mikið og geta, ef til lengdar lætur, jafnvel orðið meiri en hann. Fjárhagslegir annmarkar við að ganga að kröfum Spánverja og tryggja oss lágmarkstoll, eru auð- sæir, þótt erfitt sé að meta þá til peninga fyrirfram. þeir eru meðal annars innifaldir í auknum vínkaupum, aukinni smyglun brendra drykkja, auknu lögreglu- eftirliti, auknu sukki og óreglu, sem leiðir af aukinni vínnautn með öllum hennar illu og óútreikn- anlegu afleiðingum. í öðru lagi leiðir afnám bannsins til þess, að opnaðar verða ýmsar gáttir fyrir ágreiningi við aðrar þjóðir, sem hafa á boðstólum áfengisrýra drykki, svo sem öl, en ekki fá þó að selja þá hér, og eru því gerð- ir réttlægri en Spánverjar. Sama máli gegnir um þjóðir, sem vegna eftirlátssemi vorrar við Spánverja fá verri aðstöðu til samninga við þá. þær gætu fengið ástæðu til gagnkröfu til vor eða að torvelda viðskifti vor á öðrum sviðum. þessar og fleiri hættur blasa við jafnframt lágmarkstolli, og í þeim liggja vanhöldin af þeim á- ætlaða hagnaði af honum. J>au hljóta að rýra hann mjög og geta eytt honum með öllu. þessvegna á ekki við að halda því á lofti, sem óyggjandi sannleika, að hann sé eina lífsvon þessarar þjóðar og að öll fjárhagsleg afkoma hennar velti á honum. Auk þess er nú ein spurning, sem leysa verður úr, og hún er þannig: Getum vér í raun og veru virt til peninga og selt þjóðai- metnað vorn og sjálfsákvörðunar- rétt? Svarið fer, ef til vill hjá sumum, eftir fjárupphæð þeirri, sem í boði er, og hafa þeir þá lík- lega í huga 121/2 milj. króna, eins og greinargerð frumvarpsins ætl- ar hagnaðinn af lágmarkstollin- um; en ef hér væri nú ekki nema um 4—7 milj. að ræða -1- afföll- um, sem skift geta nokkrum milj. auk skapraunarinnar, þá hygg eg að hver hugsandi maður hljóti að svara spurningunni neitandi. Eftir framansögðu lægi auðvit- að beinast við að hafna frumvarp- inu með öllu, sem mér hefði ver- ið næst skapi, og sem eg líka fyr- ir mitt leyti hefði gert, ef atkvæði hefði átt að greiða hér um hið upphaflega frumvarp stjórnar- innar um ótímabundið afnám bannlaganna. þetta hefi eg þó eigi viljað gera, þótt eg sé ósamþykk- ur greinargerðinni, og liggja þar til þessar ástæður: 1. Að frv. miðar við frestun á framkvæmd bannlaganna aðeins um eitt ár, sem vel má nota og ber að nota til þess að leita lags og gera oss óháðari Spánarmark- aði, en tími þessi er svo stuttur, að líklega tekst að afstýra ágrein- ingi við aðrar þjóðir, sem ástæðu finna til að kvarta. 2. Að erfiðar fjárhagshorfur og lággengi í sambandi við tregðu bankanna í að lána fé til rekstrar útveginum, nema hæstu sölukjör séu í boði, knýr nú sérstaklega til bráðabirgða ráðstafana í þessu efni. 3. Að Alþingi er sjáanlega ekki fáanlegt til að lögleiða neinar aðr- ar viðskiftaráðstafanir til viðrétt- ingar lággengis og greiðsluerfið- leikum út á við. Eg tel mig með þessu hafa brú- að djúpið milli mín og meiri hluta viðskiftanefndar o'g gefið fyrir mitt leyti bendingu um, hve lengi sú brúarbygging eigi að standa. Eg álít að frestinn beri að nota til að leita markaðs fyrir íslensk- an fisk utan Spánar, bæði aust- anhafs og vestan, ekki síst í lönd- um Miðjarðarhafsins. Sæmd vor liggur við að geta sem fyrst orð- ið óháðir Spánarmarkaði. — ----o---- Svarræða porsteins M. Jónssonar við framsögu- ræðu Bjarna Júnssonar frá Vogi um frestun á framkvæmd fræðslu- laganna. Mér kom það ærið undarlega fyrir, þegar eg frétti fyrir nokkrum dög- um að fjárveitinganefnd hefði i smíð- um frv. um frestun á lögum um fræðslu barna og frestun á lögum Komandi ár. in. prísklfting íslenskrar verslunar. Eins og áður er tekið fram, skiftast þeii' íslending- ar, sem á annað borð hugsa um landsmál, í þrjá flokka: Samkepnis, samvinnu- og sameignarmenn. Eina undan- tekningar frá þessari reglu eru að litlar leyfar af þeim hóp, sem mestan áhuga hafði fyrrum á deilumálunum við Dani. Fáeinir þeirra hafa ennþá einhver afskifti af opinberum málum, en gætir lítið, því að þjóðarandinn fylgir þeim ekki lengur. Hin fjárhagslega flokkaskifting,sem nú er að myndast, kemur einna best fram í verslunarmálunum. þeir sem trúa á samkepilina eru kaupmenn og þeirra fylgifiskar. þar eiga peningar, afl og atfylgi að ráða. þeir sem hafa hæfileika til að selja dýrara en þeir keyptu, safna auðn- um, sem starfandi fólk þjóðarinnar dregur úr skauti náttúrunnar. Samvinnumenn reka verslun sína með frjálsum samtökum. Hver félagsmaður ber ábyrgð á sinni framleiðslu. Hann fær andvirðið eins og það er, bæði þegar vel gengur og erfiðlega. Aðfluttu vöruna fær hver samvinnumaður líka með sannvirði. Milliliðagróðinn hverfur úr sögunni. Framleiðendur og neytendur búa hver að sínu. þetta er réttlátasta verslunarform, sem mentaþjóðirnar þekkja. í þriðja lagi koma sameignar- menn. þeir eru algerlega móti kaupmannaverslun. þeir nota í flestum löndum samvinnuverslun sem bráðabirgða- úrræði, þar til flokkar þeirra fá ráðrúm og vald til að láta ríkið taka að sér alla verslun, eins og annan atvinnu- rekstur. þessar þrjár stefnur eru allar starfandi hér á landi. Sumir vilja hafa tóma kaupmensku. Aðrir að sainvinnufélögin hafi alla verslun landsins. þriðju að hvorki séu til lcaupmenn eða kaupfélög. Aðeins lands-. verslun. ' En þó að ílokkarnir haldi hver fram einu úrræði, þá er samt fullkomlega vist, að enginn þeirra getur enn um langa stund, og sennilega aldrei, gert svo djarfa drauma að veruleika. Eins og oftar verður veruleikinn mála- miðlun, bráðabirgðar sáttagerð milli ákveðnustu and- stæðanna. Ilver flokkurinn um sig fær nokkuð af því sem hann vill. Enginn alt. þetta byggist á því, að þessi þrjú verslunarform bæta hvert annað upp, ef skynsamleg verkaskifting kemur til greina i framþróun þeirra. Kaupmannaverslunin er elst. Aðalkostur hennar er að hún skapar leiksvið fyrir hugkvæmd manna. Hver hygg- inn gróðamaður, sem hallast á þá sveif, leitar að ósk- um neytendanna. þær óskir geta verið sjúkar, eða leitt til heimskulegrar eyðslu, eins og kemur fram í miklu af óhófsvöruverslun menningarlandanna. En ef gróði er að fullnægja þeim óskum, þá gera kaupmenn það. Gróða- löngun hinna sjálfstæðu milliliða veldur fjölbreytni í því, hversu hagað er dreifingu varanna. Enska skáldinu H. G. Wells fanst tómlegt að líta eftir strætum Pétursborgar eftir að allar skrautvöru- og glysvarningsbúðirnar voru horfnai' undir stjóm sameignarmanna. Einmitt á þessu sviði liggui' hið varanlega verksvið kaupmannanna hér á landi. Sú hugkvæmd og fjölbreytni i verslun með skrautvörur og glysvarning, sem erfitt er að fá bæði í samvinnu- og landsverslun, fæst best með hinu marglof- aða „frumkvæði einstaklingsins". Og þar sem einmitt þessi þáttur viðskiftanna er arðmestur fyrir kaupmanna- stéttina, má segja að þeir hafi fast land undir fótum i fjársöfnunarbaráttu stéttarinnar. í öðru lagi fullnægir kaupmannaverslunin sérstökum þörfum fólks, sem er á því þroskastigi, að kaupfélög eiga ekki við hugsunarhátt þess. þessi hluti kaupmanna- verslunarinnar byggist ekki á jafntraustum grundvelli eins og skiftin með fjölbreytilegan glys- og skrautvarning. Reynslan hefir áþreifanlega sýnt allvíða hér á landi, að það er betra fyrir kaupfélagsstarfsemina, að hafa kaup- menn til að keppa við, heldur en vera án þeirra. Komið hefir fyrir j einstaka kauptúnum, að kaupmannastéttin hefir gefist upp, a. m. k. í bili. Ekki þótt viðskiftamenn- irnir nógu margir til að gera atvinnureksturinn arð- vænlegan. Við þetta liafa allmargir heimilisfeðui', sem áður versluðu við kaupmanninn, orðið nauðugir viljugir að ganga í kaupfélagið, án þess að langa til þess, án þess að hafa nokkurn skilning á starfi félagsins eða samúð með hugsjónum þeim, sem félagsstarfsemin er bygð á. þátttaka þessara strandmanna úr samkepnis- hópnum í hinum frjálsa félagsskap samvinnumanna er bygð á landafræðislegri aðstöðu, en ekki á þelckingu eða áhuga. í stuttu máli. Ytri óviðkomandi atvik knýja sam- kepnismenn inn i samvinnustarfsemi. Og árangurinn verður, eins og við má búást, tóm sundrung og vandræði. Samkepnismennirnir hafa flutt hugsunarhátt gróðabralls- ins inn á vettvang, þar sem hver á að búa að sínu, án þess að gera sér náungann að féþúfu. þátttaka slíkra manna i samvinnufélagi er eingöngu til ógagns fyrir félagsskapinn. þeir menn, sem trúa á kaupmenskuna, þurfa að fá að lifa í samræmi við skoðanir sínar. þeir eiga að versla við kaupmenn. þá menn, sem svo eru skapi farnir, að þeir mega varla kallast félagshæfir, má venjulega þekkja úr hópnum tiltölulega fljótt. þeir eru sífelt með annað augað á kaupmannsbúðinni, en hitt á kaupfélaginu. Hver augnablikshagnaður, hvert tylliboð, hver blekking, sem haldið er á lofti af milliliðunum, set- ur sál þeirra í hreyfingu. þeir hafa enga eirð til að bíða eftir framtíðarvelgengni, sem leitt getur af tryggu samstarfi og skipulagsbundinni' félagsvinnu. þeir tor- tryggja alla þá menn, sem þeir vita að vinna að félags- legum framförum almennings, og því meiri er öfundin og illviljinn, sem slíkum rnönnum; verður meir ágengt. Sjálfir eru þeir fullvissir um að þeir snuði kaupmann- inn í hvert skifti sem þeir kaupa eitthvað í búð hans, og þykir það gott. Sá hluti hverrar þjóðar, sem trúir á samkepnina og gróðabrallið, hlýtur jafnan og á jafnan að búa við kaupmannaverslun. Alt annað væri ranglæti. Með auk- inni félagslegri mentun og almennum framförum getur þessum mönnum fækkað. Niðurstaða þessa máls er þá sú, að kaupmannaverslunin liafi varanlegan tilverurétt fyrst og fremst þar sem almenningur er félagslega lítt mentur, og hneigður til gróðabralls. Og í öðru lagi verði óhófsvöru- og glysvarningsviðskifti hverrar þjóðar tæp- lega rekin af samvinnufélögum eða landsverslun í fyrir- sjáanlegri framtið. Samvinnuverslun er á tiltölulega háu stigi á Islandi, a. m. k. ef miðað er við ástand þjóðarinnar að öðru leyti. þetta er eitt af vænlegustu merkjum þess, að kyn- þátturinn íslenski geti átt álilega framtíð í vændum. Kaupfélagsverslunin byggist á þeim hugsunarhætti, að menn geti starfað í bróðerni og félagi að sameigin- legum hagsmunum, án þess að skaða aðra menn. þetta er vitaskuld eltki vegur til að safna auði. Enginn mað- ui' verður miljónamæringur af þeirri uppskeru, sem eins manns vinna herjar úr skauti náttúrunnar. Einar Bene-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.