Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 3
TlMINN 63 Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíltisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. um laun og skipun bamakerinara. Eg hafði litiö svo á, að mentamálin heyrðu _ undir verksvið mentamála- nefndar en ekki fjárveitinganefndar, nema þá ef um nýjar fjárveitingar til þeirra væri að ræða. En eg þóttist vita, að fjárveitinganefnd hefði hafið þessi afskifti vegna sparnaðar. Að hún með þessu ætlaði að spara, lands- fé að miklum mun, þrátt fyrir það, þótt sá sparnaður mundi vera talin tvísýn ráðstöfun. þegar svo frum- varpið birtist, sá eg að hér var um nýja stefnu í fræðslumálum að ræða, en frumvarpið alls ekki flutt af sparnaðarlegum ástæðum. Fjárveit- inganefnd hefir með þessu viljað sýna, að hún væri nokkurskonar yfir- nefnd i þinginu. Ef til vill hefir or- sökin til þessara afskifta hennar af fræðslumálunum verið sú, að liv. þm. Dalamanna (B. J.), sem áður hefir verið i mentamálanefnd, var nú ekki lengur í henni. En hann hefir samt ekki kunnað við annað en blanda sér með þessu móti inn á verksvið mentamálanefndar. í frv. felst lians stefna í mentamálunum, og eg efast um, að sumir aðrir fjárveitinganefnd- armenn hefðu sætt sig við frmuvarp þetta, ef þeir hefðu nokkuð um það hugsað. það kannast allir við það, að hv. þm. Dalam. (B. J.) ann öllu þvi sem þjóðlegt er, jafnframt þvi sem hann er hugsjónamaður og brautryðjandi á ýmsum sviðum í stjórnmálum vor- um. það fer nú stundum svo á merk- um tímamótum, þegar nýjar stefnur og nýjar hugsjónir ryðja sér til rúms, að brautryðjendurnir líta til einhvers fyrri tima, sem þeim finst að hafi að ýmsu leyti staðið langt framar sinni samtíð. Vilja þeir þá byggja endur- reisnina á því að taka þá tima til fyrirmyndar. Svo var í byrjun 19. aldar um þá menn, er hófu endur- reisnarbaráttuna hér á landi. þeir litu til þjóðveldistímans gamla, veg- sömuðu hann og vildu láta að svo miklu leyti sem fært var byggja end- urreisn málsins, endurreisn menning- arinnar og endurreisn sjálfstæðisins á honum. FæraJ málið i foma bún- inginn, Alþingi á Jfingvöll o. s. frv. Og þjóðin liagnýtti sér þessar bend- ingar þar sem hún sá að þær áttu við. pá kem eg aftur að háttv. þm. Dalamanna (B. J.). Hann lítur með aðdáun til liorfinna tíma þegar eng- ir barnaskólar voru tii hér á landi, þegar heimilin og prestarnir voru ein um að menta börnin. Og það er auð- sjáanlegt, eftir frv. að dæma, að þeir tímar, sem hann vill að vér tökum oss til fyrirmyndar, er fyrri hluti 18. aldarinnar. Samkvæmt frv. því, sem hér liggur fyrir, sést það, að hann vill taka til fyrirmyndar barna- ræðslufyrirkomulag eins og það var ákveðið i „Forordning um húsvitjanir á íslandi, 27. maí 1746.“ þessi hús- vitjunartilskipun er að ýmsu leyti merkileg, og sannarlega fá prestarnir hér talsverð viðbótarstörf. Og svo framarlega sem þeir eiga að fara eftir henni, og sama hegning liggur við 0 vanrækslu á húsvitjunum, og- þar er ákveðin, þá er sannarlega el^i gott fyrir prestana að vanrækja skyldur sínar i þessu efni. En vitanlegá* ætlar háttv. fjárveitinganefnd ekki að vera mildari við prestana en foreldrana, ef um vanrækslu er að ræða á skyld- um viðvíkjandi barnafræðslunni. Nefndin ætlast til að sekta megi for- eldrana alt að 1000 krónum fyrir van- rækslu á fræðslu barna þeirra. Hús- vitjunartilskipunin, sem nefndin bygg ir frv. á, mælir svo fyrir meðal ann- ars, með leyfi hæstv. forseta: „Finnist nokkur prestur vanræk- inn þar á, þá áminnist hann í fyrsta sinni af prófasti, en vei'ði það ann- að sinn, þá múlkterist hann eftir síns kalls inntekt af sinni formeg- un, hverri peningamúlkt að vixla skal til fátækra barna uppfræð- ingar.“ Margt er annars merkilegt í þess- ari tilskipun, en að meiri hluti Is- lendinga á 20. öldinni geti felt sig allskostar við hana, það efast eg um. Auðsjáanlega ætlast háttv. fjárveit- inganefnd til þess, að vegur og veldi prestanna vaxi nú mjög. þeir eiga að vera yfirkennarai' og þeim eiga allir að sýna meiri virðingu, en alment tiðkast að nokkrum mönnum öðrum sé sýnd nú á dögum. í hinni um- ræddu tilskipun stendur meðal ann- ars, með leyfi hæstv. forseta: „Allir þeir, sem eru við sjósíð- una til fiskjar eða Vestmannaeyj- um eða svokallaðir lausamenn, skulu um þann tima sem þeir dvelja þar, i tilliti til þessara hús- vitjana, álitast sem prestsins eigið sóknarfólk auðsýna honum alla hlýðni og virðing og vera við, þá það er ckki öldungis ómögulegt. Sýni þeir sig á nokkurn hátt mót- þróanlegir prestsins kristilegu á- minningum, þá straffist þeir af þess pláss verslega valdi, svo sem í 5. articula ákveðið er“. En í 5. articula stendur að þessi lýður eigi að standa opinberar skrift- ir og straffast þar að auki á kropp- inn. í sama anda og þetta eru auð- sjáanlega sektarákvæðin í hinu um- rædda frumvarpi. Sú stefna, sem kom þessari liúsvitjunartilskipun 1746 af stokkunuin var hin svokall- aða „pietista“-stefna, sem Ludvig Harboe flutti liingað til landsins. Um hana ma vitanlega ýmislegt gott segja, en að háttv. þm. Dalamanna (B. J.) þætti hún svo þjóðleg, sem nú er raun á orðin, það furðar mig stói'um. Annars hefir honurn láðst að geta um i frv. húsagatilskipunina frá 1746. Ilún kom fram viku síðar en húsvitjunartilskipunin og var flutt fram af sömu mönnum og sömu stefnu. í henni var mönnum bannað- ur fornsagnalestui' og rímnakveð- skapur. Eg vil þá fara nolckrum orðum um rétt þann og órétt, sem frv. þetta veitir. Með þvi er numin úr gildi skólaskylda barna og að miklu leyti skylda ríkisins að kosta hana. Nú berast þær fregnir utan úr heimi hvaðanæfa, að þjóðirnar kosti kapps um að efla og auka barna- fræðsluna, og leggi jaínvel meiri alúð á barnaskólana en nokkra aðra skóla. þær þjóðir, sem fyr liöfðu ófullkomna barnaskóla og skólaskyldu, efla nú sem mest barnaskólana, fjölga þeim og herða á sltólaskyldunni, og leggja fram miklu meira fé til barnafræðsl- unnar en nokkru sinni fyr, þó marg- ar þeirra séu i mestu fjárþröng, svo sem Austurríkismenn. Á aukinni barnafræðslu ætla þær að byggja end- urreisn sina og alstaðar er það að ryðja sér til rúms, að rikin kosti barnafræðsluna að mestu leyti. En hér á landi gerast nú þeir undra- verðu atburðir, að fjárveitinganefnd Alþingis vill koma barnafræðslunni af ríkinu á sveitirnai' og heimilin og hætta að skylda ríkin og sveitirnar til þess að kosta fræðslu barna. En hvar mun þetta koma liarðast niður? Að sjálfsögðu á fátæklinga, sem ekki hafa fé til þess að kosta fræðslu barna sinna. Ríkir menn eða efnað- ir munu lialda kennara til að kenna börnum sínum. Stefna nútímans virðist þó vera sú, að hjálpa börnum fátækra manna sem ríkra til þess að ná sem mebtum þroska og undirbúa þau svo vel að þau geti orðið sem nýtastir borgarar þjóðfélagsins. Eg veit að háttv. fjárveitinganeínd muni svara því, að í kaupstöðum verði það gert, þvi að þar verði barnaskólar. Sjálísagt munu kaupstaðirnir halda uppi liarnaskólum, en ef þeir einir eiga að kosta skólana, mundu þeir vilja setja skólagjöld fyrir þau börn, se'm í þá ganga; enda ber þeim ekki skylda til að lialda þeim uppi. ef þetta frumvarp yrði að lögum, og myndi finnast það óbærilegur kcstn- aður, á^ slíkra skólagjalda. Sveitirn- ar yrðu þó enn harðar úti það er hreinasta óhæfa að skylda heimilin til þess að kenna börnunum. eins og hér er gert, þvi að fæst 1 ei.rra hafa tök á því nema að litlu leyti. Viða vantar menn til þess,, og víða eru menn svo önnum kafnir, að þeim veitist fullörðugt að kenna börnun- um að lesa og skrifa. Heimafræðsl- an er notadrjúg, það sem hún nær og að því leyti sem heimilin geta látið hana í té. Mótstöðumenn barnaskólanna halda þvi fram að þeir dragi úr eða drepi heimafræðsluna, en þetta eru hinar mestu öfgar. Skólarnir styðja heima- fræðsluna og heimafræðslan skólana. þétta tvent þarf að haldast i hendur ef vel á að fara. I-Ivernig stendur á, að fræðslulög- in 1907 voru lögleidd? það var vitan- legá af því, að löggjafarnir þá sáu að lieimilin gátu eigi látið í té þá fræðslu, sem var ákveðið að hvert barn skyldi fá. Háttv. deild veit að hún hefir sjálf skipað svo fyrir, að landsstjórnin skyldi slcipa milliþinganefnd til að rannsaka og gera tillögur um fræðslu- máin. Nú hefir sú nefnd þegar af- rekað talsverðu; safnað skýrslum og umsögnum manna um alt land. Niðurl. -----o----- Á víð og dreif. ímyndunarveikin. ísland á ekkert leikhús, og er það mikill skaði. En það á nokkra mjög álitlega leikara. Nýlega var leikið í Rvík eitt af frægustu leikritum Frakka, ímyndunarveikin. Leikhúsið, Iðnó, er vitanlega alveg óhæft, léleg- ur fundarsalur. En margir leikend- urnir, t. d. Stefanía Guðmundsdóttir, Svanhildur þorsteinsdóttir og Frið- finnur Guðjónsson, léku aðdáanlega vel. það er mikill missir fyrir land- ið, að fara að mestu á mis við áhrif góðra sjónleikja, af því húsnæði vant- ar, þótt völ væi'i annars margra góðra leikenda. Málverkasýning. Ásgrímur Jónsson málari hélt ný- lega mikla sýningu, og hafði þar fjölda nýrra málverka. Seldust flest þeirra, þótt þröngt sé í búi hjá öll- um þorra manna. Sýnir það, hve mikils menn meta nú orðið list Ás- gríms, enda er það mjög að makleg- leikum. Fyrrum málaði Ásgrímur nær þvi eingöngu með vatnslitum. Eru sennilega nú orðið til eftir hann mörg hundruð vatnslitamyndir í eigu manna um alt land, þar sem sýndir eru hájöklarnir eins og þeir sjást úr Skaftafellssýslum, Fljótshlíð, Hrepp- unum eða Borgarfirði, en í framsýn blómlegt land, fossar eða ár. pað er hinn fagri hátignarlegi svipur lands- ins, hálfu fegri fyrir tærleik loftsins, sem Ásgrímur nær óviðjafnanlega vel. Á síðustu árum málar Ásgrímur meir með olíulitum. Jafnframt því liefir list lians breyst nokkuð, meir i nútímastíl. Er það ekki til bóta. En miklum málara eins og Ásgrími getur tekist að komast eftir þeim leiðum, sem ekki eru öllum færar. Sorglegt að landið skuli ekki á hverju ári geta keypt listaverk fyrir svo sem tvenn sýslumannslaun, er spara mætti að skaðlausu. Hæstiréttur. Ekki tókst í þetta sinn að sameina hæstarétt og lagakensluna. Lögfræð- ingarnir lögðust fast á móti, en Jón þorláksson varð helst til varna. Sýn- ist þó óþarfi að hafa sérstakan dóm- stjóra, eins' og hann gerði ráð fyrir. Mikið af röksemdum þeim, sem færð- ar voru fram móti sameiningunni, voru bláber hégómi. Allir vita að hin- ir 6 föstu menn í hæstarétti eru sár- leiðir á iðjuleysinu. Einn prófessor- inn, Magnús Jónsson, hafði helming diktsson segir í einu kvæði sínu, að það þurfi þúsunda líf til að skapa auð eins manns, eins og náttúran þurfi margar aldir til að gera einn gimstein. þeii' menn, sem fyrir 40 árum liófu á loft merki sam- vinnunnar hér á landi, og eftirmennirnir, sem fetað hafa i fótspor þeirra, völdu þennan kostinn: Að hafa réttláta verslun. Búa að sínu. Féfletta ekki aðra. Láta ekki féfletta sig. þessi andi hins réttláta, óáleitna samstarfs kemur fram i samvinnulögunum, þar sem auður sá, sem félögin kunna að hafa af skiftum við utanfélagsmenn, rennur í varasjóð, sem i raun og veru er eign almenn- ings á því svæði, þar sem félagið starfar. Önnur leið til að eyða þessum kaupmannsgróða, sem samvinnulögin gera líka ráð fyrir, er að féð sé gefið blátt áfram til almenningsþarfa, t. d. fræðslu, eða líknarstarfsemi. Viðgangur samvinnukaupskapai' á hverjum tíma er kominn undir því, hve mikill hluti þjóðarinnar er á því þekkingar- og þroskastigi, að vilja láta réttlætis- hugsjónir snerta og liafa áhrif á daglega breytni sína. þvi þroskaðri menn félagslega, því betri og afburða- meiri félög. því meiri fáfræði, öfund, tortryggni og sin- gimi um augnablikshag, þvi vesalli samvinnufélög, en öflugri milliliðastétt. Samvinnuverslun snýr sér jafnan fyrst og fremst að því að bæta skiftin með nauðsynjavöru. Hið fyrsta enska kaupfélag, sem enn er starfandi, byrjaði með fjórar vöru- tegundir, smjör og þrennskonar kornvöru. Aframhaldið er eins og byrjunin. í öllum löndum eru skiftin með þarfavörur látin sitja í fyrirrúmi í kaupfélögunum. Fé- lögin eru til vegna félagsmanna, til að bæta efnahag þeirra, ekki til að græða sjálf. Félögin ýta þessvegna ekki undir óhófsvörukaup. það myndi striða móti anda þeirra og tilgangi. En þótt þau vildu, myndi þeim reyn- ast þar torsóttur kappleikurinn við samkepnismennina, sem beitt geta allri sinni hugkvæmd til að auka kaup- löngun manna, og hafa glysvarninginn sem fjölbreytt- astan og útgengilegastan. Á þessu sviði hefir „frum- kvæði einstaklingsins" varanlega yfirburði. Átök og að- gerðir frjálsra félaga eða ríkisins verða venjulega þung- lamalegi'i á þessu sviði, heldur en fjörkippir hins éin- staka gróðamanns. Framtíð samvinnuverslunar á íslandi verður þess- vegna nátengd skiftunum með lifsnauðsynjar. Sá hluti þjóðarinnar, sem vill sannvirðisverslun bæði um að- keypta vöru og íslenska framleiðslu, linígur til fylgis við þessa stefnu. Utan við starfssvið kaupfélaganna verð- ur nauðsynjavöruverslun þeirra, sem ekki eru félags- hæfir, og’mestöll óhófsvöruverslun. Til annarar handar kemur siðan verslun rikisins, með þær vörutegundir, sem annars yrðu á valdi okurliringa, eða sem landið þarf sjálft að nota. Nú liafa verið sýnd landamerki þau, sem í raun og veru hljóta á komandi árum að verða milli kaupmanna- og samvinnuverslunar. Hvorug stefnan er líkleg til að ná algerðum undirtökum. í framkvæmdinni skifta þær með sér veftium, svo að vel má við una fyrir þjóðl'élagið. þriðja stefnan, að ríkið hafi alla verslun, er i samræmi við kenningar sameignarmanna. Óhugsandi sýnist að hún komi í framkvæmd í fyrirsjáanlegri framtið hér á landi. Hinsvegar geta koiriið fyrir þau atvik, og svo var ástatt liér á landi á stríðsárunum, að því nær allur samvinnu- flokkurinn og mjög rnikill hluti þeirra borgara, sem annars fylgir samkepnisstefnunni, vildu hafa landsversl- un. Ástæðan var auðsæ. Undir þeim kringumstæðum, sem þá voru, gat öll kaupmannaverslun liæglega orðið „monopol". Verðhækkun kaupmanna þvi nær allra í ágústbyrjun 1914, sýndi hvert stefndi. Jafnaðarmannaflokkar allra landa stefna að algerðri ríkisverslun. En þar sem hvorki samvinnu- eða sam- kepnismenn vilja fara þá leið, verður ekki lengra farið á ríkisverslunarbrautinni, en það sem a. m. k. annar flokkurinn, þ. e. samvinnumenn, vilja ganga að. Og það er að ríkisverslun glími við „hringana" og bæti úr þörf- um ríkisvaldsins sjálfs. Landsverslun á íslandi getur samkvæmt þessari skil- greiningu haft þessar vörutegundir til meðferðar varan- lega: Steinolíu, ef til vill kol og salt. Saltfisk, síld. í öðru lagi byggingarefni til opinberra bygginga, vega, síma o. s. frv. í þriðja lagi nauðsynjavöru í vissum héruðum, þar sem almenningur er varnarlaus í þeim efnum og get- ur engri liættu fi'á sér hrundið. Öðru máli er að gegna um tóbak og vinföng, sem landið kann að versla með um stundarsakir, annaðhvort til að afla tekna í landsjóð, eða til að fyrirbyggja of mikla eyðslu skaðlegrar vöru (vínið). Svo sem öllum er kunnugt, hefir amerískt stórgróða- félag haft fullkomna einokun hér á landi. Hvorki kaup- menn eða kaupfélog hafa haft bolmagn til að þreyta kappleik við þennan hring. Svo að segja allir landsmenn sjá, að landsverslun ein, og ekkert annað afl í landinu, getur bjargað þjóðinni úr klóm amerisku auðkýfing- anna. Sýnist nú svo konrið, að landið geti hvenær sem er brotið þennan fjötur af útgerðinni. Um kol og salt er töluvert öðru máli að gegna. Fyrir nokkrum árum lagði skattanefnd, sem að mestu leyti var skipuð mönnum, sem ekki eru taldir óvinveittir i garð milliliðanna, til að tekin væri einkasala á kolum. Að vísu var það ekki gert þá, og verður líklega ekki gert, nema að breyttum ástæðum. Um verslun með fisk og síld verður talað í sérstök- um kafla. þar getur ekki konrið til mála landsverslun í venjulegum skilningi, heldur einskonar sambland af sam- vinnufélagsskap og ríkisrekstri. Hér skal aðeins bent á það, að samkepni síldarsalanna hefir eyðilagt flesta þeirra, og stórskaðað alla þjóðina. Ennfremur að útflutn- ingsverslunin með saltfisk er nú að mestu leyti í hönd- um erlendra hringa, danskra og enskra. Verður af fjár- hagslegum ástæðum varla við það unað til langframa. Hinsvegar er af skiljanlegum ástæðum alveg sjálf- sagt að landið láti landsverslun kaupa alt aðflutt bygg- ingarefni til opinberra bygginga, vega og síma. Fyr á árum liefir oft verið mikil óánægja með þessi innkaup, enda alvcg sjálfsagt að landið spari fé á að láta ekki þá verslun ganga i gegnum hendur óþarfra milliliða. Veltufjár-vandamálið leysa þessar þrjár stefnur hver á sinn hátt. Einstakir kaupmenn reyna að græða sem mest. Auðui' þeirra, sem lánast atvinnan, verður þeim að handbæru innlendu veltufé. Samvinnulögin knýja öll kaupfélög til að leggja í stofnsjóð 3% af verði aðfluttrar vöru, sem tæplega kemur til útborgunar fyr en að mann- inum látnum. Ein kynslóð samvinnumanna getur með þessu rnóti leyst hinn aldagamla skuldafjötur út á við, af þeim hluta þjóðarinnar, sem fylgir þeirri stefnu. I þriðja lagi verður landsverslun að safna sér varanleg- um veltufjársjóði á kaupmannavísu. Eftir að hafa öld- um saman lifað níu mánuði eða meira af hverju ári, á erlendu bónbjargafé, færi íslenska þjóðin að lifa eins og efnalega sjálfbjarga menn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.