Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.04.1922, Blaðsíða 4
64 T 1 M I N N sinna kenslustunda í vetur með þing- og ráðherrastörfunum, en að- eins ein laun fyrir hvorttveggja, og er þar stígið spor í rétta átt. L. H. B. er líka dómari og kennir helming- inn af tímum Magnúsar, og kemst vel yfir vinnuna Einar Arnórsson kennir lög við háskólann, en er jafn- framt skattstjóri, fyrir sérstaka borg- un, og hefir þar að auki allmikla málafærslu. Sést best af þessu að sameina má störfin, enda heldur eng- inn, sem til þekkir, gagnstæðri skoð- un fram i alvöru. Orðuglingrið. Gunnar Sigurðsson bar fram tillögu í sameinuðu þingi, um að ekki skyldi nota krossa-humbugið meir en orðið er innanlands. Kom heldur felmtur í sveit hinna krossuðu og þótti þeim tillagan hin mesta goðgá, enda var hún feld með 2/3 hluta atkvæða. Allir krossberar greiddu atkvæði móti tillögunni nema porsteinn Jónsson. Næsta ár verður að reyna að koma háum skatti á þetta tildur, sem bú- ið er áð kosta landið .meir en 20 þús- und. Eftir næstu kosningar ætti að leggja liégómann alveg niður. Spamaður, svo að segja liinn eini á þessu þingi, er það, að ráðherraskiftin léttu á fóðrum. Sig. Eggerz og Klemens Jóns- son fóru báðir af eftirlaunum, og kensla Magnúsar Jónssonar unnin fyrir nokkurn hluta venjulegra pró- fessoralauna. Bctur má ef duya skal. Annars varð lítið um samfærslu embætta, en stjórnin hefir lofað að leggja fyrir næsta þing miklar sam- færslutillögur. Ekki skal spáð um, livað stjórnin leggur til, en Tíminn mun halda fast við sínar fyrri til- lögur, að landlæknis- og biskupsem- bættin verði lögð niður, og tilheyr- andi skrifstofuhald, en lækna- og guðfræðisdeild háskólans annist starf þeirra. Skógræktarstjóravinnuna má fela Búnaðarfélaginu, og spara Han- sen. Sjálfsagt er að skilja að um- boðsvald og dómsvald, hafa 4 dóm- ara, einn í hverjum fjórðungi, en fela hreppstjórum og skattanefndum helstu umboðsstörfin. í Reykjavík eru eitthvað milli 10 og 20 sérstakar skrifstofur fyrir landið, sumar ótrú- lega dýrar, einkum hjá lögreglu- stjóra, bæjarfógeta og vegamála- stjóra. þessar skrifstofur þarf að færa saman, ef til vill leigja eða kaupa heilt hús fyrir nokkrar þeirra, og spara þar með á margan hátt. pessar skrifstofur eru yfirleitt einn hinn þyngsti baggi á landinu. þessu verður ekki kipt i lag með einu átaki. En rheð niargra ára framsýnni vinnu má mikið gera, þó við ramman reip sé að draga, þar sem eru hinir mörgu óþörfu starfsmenn og alt þeirra fylgdarlið. t GengiS. Ekki er opinberlega viðurkent gengi á islenskri krónu. En i raun og veru er hún nú ekki nema rúmlega 2/s af danskri krónu. Mikill kurr er milli útgerðarmanna og kaupmanna út af þvi hvað gera eigi í gengismálinu. Vilja sumir forkólfar útgerðarinnar fella krónuna sem mest sumarlangt, í von um að spara með því kaup- gjald. Hins vegar vilja kaupmenn að krónan hækki, svo að kaupgeta rnanna vaxi. Sést af þessu sem oftar hversu hagsmunahvatir lita skoðanir margra manna, þar sem óhlutdræg rannsókn ætti að ráða. -----0---- Jarðarför Mjóadalshjónanna fór fram 11. apríl síðastl. að við- stöddu fjölmenni. Höfðu sveitung- ar þeirra gefið silfurskjöld með nöfnum þeirra. Auk þess hafa þeir hafist handa um að stofna sjóð til minningar um þau. Ræð- ur héldu þeir prestarnir síra Björn Stefánsson og síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu. Blandað kór, undir forustu hr. Gísla Pálmasonar á Æsustöðum, hélt uppi söngnum. Kvæði fluttu þeir Gísli Ólafsson og Andrés Eyjólfs- son. SpunaYélin mín. Eg hefi fengið sannar sagnir um það, að nú séu óspart lofaðar og auglýstar spunavélar þær, út um ýmsar sveitir, sem herra Bárður Sigurðsson hefir tekið upp eftir mér, en gleymt að minn- ast þess, að eg er höfundur og frumsmiður aðaluppgötvunarinn- ar í vélum þessum. Eg er nú kominn hátt á efra aldur, en þó ekki meir en svo, að eg er enn fullfær til þess að smíða spunavélarnar fullkomlega svo góðar, sem nokkur annar. Eg smíðaði fyrstu vélina fyrir 35 ár- um og alls 7 vélar um 12 ár þar á eftir. Um aldamótin fór eg til Akureyrar og gerði tilraun til að framleiða í stærri stíl þessar þörfu vélar, sem voru farnar að vinna sér almenna hylli, en verk- smiðjuiðnaðurinn sofnaði út af og reis ekki upp fyr en eftir nálægt 16 ár, þegar menn fengu svo lítið fyrir ullina, en rándýr tauvara frá útlöndum, og heimilisiðnaður- inn varð svo að koma í st^iðinn. Eg hefi nýlega smíðað eina vél ásamt hesputré og tvinningar- áhaldi hér í nærsýslunni, sem þyk- ir ágæt. Býst eg við, að eg geti framvegis smíðað þessar vélar (25 þráða) ásamt hesputré og tvinningaráhaldi. Mig skorti þekkingu til að tryggja uppfundingu mína með einkaréttindum, enda er eg ættað- ur og upprunninn frá þeim stöð- um (Stóruvöllum í Bárðardal), þar sem lítt þektist yfirgangur eða ásælni á annara manna rétt. Reykjavík 26. apríl 1922. Albert Jónsson frá Stóruvöllum. ---0---- Eltirmælí. Guðmundur Eggertsson bóndi ó Eyri í Flókadal lést 6. apríl síðastl. Hann var fæddur þar á Eyri 22. mars 1857 og þar ól þann allan sinn aldur. þar bjuggu líka foreldrar hans, Egg- ert Gislason og Guðrún Vigfúsdóttii'. jtau hjón voru bræðrabörn. Feður þeirra, Gísli og Vigfús, voru bræður sira Eggerts í Reykholti og síra Páls á Borg, föður Guðmundar sýslu- manns í Arnarholti. Móðurbróðir Guð- mundar á Eyri var síra Guðmundur, síðast prestur á Melstað. Voru þau börn Vigfúsar Guðmundssonar bónda á Signýjarstöðum í Hálsasveit og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur prests Iijaltalín. Guðrún, kona Vig- 'fúsar, var alsystir Odds læknis Hjalta^líns. þau hjón Vigfús og Guð- rún bjuggu á Auðsstöðum í Hálsa- sveit frá 1812 til 1862. Var þeim við brugðið fyrir lijálpfýsi við snauða menn, létu þau margt gott af sér leiða, þar á meðal ólu þau upp mörg fátækra manna börn. Foreldrar Guðmundar á Eyri áttu mörg börn. Var Guðmundur yngstur þeirra allra. Hálfbróðir Guðmundar ó Eyri, samfcðra en langtum eldri, var Björn smiður, faðir þorbjarnar skálds, sem kendur var við Breiða- bólsstað i Reykholtsdal, en er nú vestan hafs og sem skáld þekkist undir gerfinafninu þorskabítur. Guðmundur á Eyri átti kyn sitt að rekja til ýmsra mikilhæfra manna og liafði tekið að erfðum margt af bestu kostum ættar sinnar. Hann var glaður og skemtinn og hinn málreif- asti. Var hans mesta yndi að sækja messur og mannfundi og hlíða á við- ræður manna. Fylgdist hann vel með í öllum landsmálum og var langtum « fróðari öllum þorra manna í sögu landsins. Hafði hann dæmafátt minni á viðburði löngu liðna, ártöl og ættir. Var hann jafnan reiðubú- inn að upplýsa og leiðrétta þá sem miður mundu. Mátti altaf taka skýr- ingar hans til greina og telja þær óhrekjanlegar, því minnið var óskeik- ult og maðurinn réttorður. Engrar skólamentunar naut hann í æsku, og varð því að vonum fróðleikur hans einhæfari en ella, þrátt fyrir hans góðu hæfileika til náms. Guðmundur gerðist bústjóri móður sinnar er hann var á unga aldri. Varð hann þvi snemma að hafa á- byrgð á verkum og fjánnálum. Bún- aðist honum vel alla tíð. Hafði hann allan fénað sinn vel trygðan með fóðurbirgðum og vandaði bæði kyn og meðferð alls búpenings. Greiðasemi hans var viðbrugðið, og naut hann alla æfi almennings vinsælda og mannhylli. Var lrnnn lengi í hrepps- nefnd í Andakílshreppi. þótti hann jafnan réttsýnn og tillögugóður. Guðmundur giftist 1884 Kristinu Kláusdóttur frá Steðja í Flókadal. Lif- ir hún mann sinn. Fjórir synir þeirra eru á lífi: Vigfús, Björn, Lárus og Eggert. Tveir þeir fyrtöldu dvöldu nokkur ár vestanhafs, en leituðu átt- haganna aftur og eru nú alkomnir heim. Heldur Vigfús nú gistihús í Borgarnesi, en Björn reisti bú norð- ur i Skagafirði. Lárus er nú tekinn við búi á Eyri og þar er Eggert líka. Allir eru þeir Eyrarbræður vinsælir og vel greindir og hafa allir fengið góða mentun. Guðmundur var heilsuhraustur alla æfi. Hafði útlit hans lítið breyst frá því sem var í æsku hans. Átta dög- um fyrir andlát sitt fylgdi hann tengdadóttur sinni til grafar, Guð- rúnu Björnsdóttur frá Bæ, sem vai' gift Vigfúsi. Dó hún, sem áður liefir verið skýrt.frá, 15. mars síðastl. Gisti hann á Varmalæk næstu nótt eftir jarðarförina, hjá sínum gömlu og góðu grönnum. Fór hann þaðan næsta morgun glaður og hress að vanda. Bað hann þá Ilerdísi, ekkju Jakobs vinar síns, að minnast þess, að liann væri einu sinni búinn að æskja'þess, að þeir synir hennar fjór- ir bæru hann látinn til grafar. Vildi liann nú endurtaka þá ósk. Degi síð- ar lagðist hann í lungnabólgu og lést eftir vikulegu. Með sinni léttu og glöðu lund hafði Guðmundur holl og hressandi áhrif á alla sem lionum kyntust. Hann skoðaði alt frá liinni björtu hlið lífs- ins og spáði öllu góðu. Fylgdi hann vel hinu holla ráði, að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Var hann glaður með lifið og glaður kvaddi hann heiminn áður en liann kendi á ellinnar þunga. Allir sem lionum kyntust geyma minningu hans í hlýj- um huga. Kr. þ. ----0----- „þeir fyrverandi“. Mbl. hefir látið einskonar sér- fræðing í viðskiftamáladrengskap, „fyrverandi" sýslunefndarmann, skrifa varnargrein fyrir hinni gíf- ui'legu sjóðþurð „fyrverandi" sím- stjóra og póstmeistara á Siglu- firði. Hvergi í víðri veröld myndi nokkurt blað þora að verja opin- beran fjárdrátt nema á íslandi, og leyfa sér að kalla réttmæta frá- sögn um misfellurnar „róg“ og öðr um illyrðum. það er alment mál hvort opinberum starfsmönnum á að haldast uppi að sukka tugum þúsunda af landsfé, sleppa óhegnt, af því að réttvísin lokar augun- um, afhenda svo einhverjar eign- ir með uppskrúfuðu verði, upp í sjóðþurðina, og þykjast síðan menn að meiri fyrir frammistöð- una. Síðar mun þetta mál ræki- lega athugað hér í blaðinu frá tveim hliðum. 1. Hversvegna réttarfari er nú svo háttað hér á landi, að hægt er að draga sér tugi þúsunda af almannafé, vítalaust, en fangelsi liggur við ef hungraður barna- maður hnuplar einu lambi. 2. Ilvað eign sú, sem landið tók upp í sjóðþurðina, er metin mikils að fasteignamati, og bera það saman við það verð, sem land ið gaf fyrir eignina. þá sést nokk- uð fjárhaghlið málsins. J. J. Kvöldskemtun, óvenjulega fjöl- breytt, verður haldin í Iðnó annað kvöld. Dr. Helgi Péturss og Sig- urður skáld Jónsson frá Arnar- vatni flytja ræður. Frú Guðrún Ágústsdóttir syngur og ungfrú Svanhildur þorsteinsdóttir les upp. Loks leika þau gamanleik ungfrú Gunnþórunn Halldórsdótt- ir og Sigurður Magnússon. Ágóð- inn rennur til bágstadds sjúklings. Persil. Hvað er það? Persil er sjálfvinnandi þvotta- efni, sem hreinsar af sjálfsdáð- um, Vinnulaust, sápulaust og sódalaust. Er þetta ekki eintómt skrum? Er Persil ekki bara „Humbug“? það er von menn spyrji svo margur „Elexir“ sem lyftir sér í bili á vængjum aug- lýsinganna, en hjaðna svo eins og sápubólar, því varan var fánýt og auglýskigarnar aðeins skrum. Hvaða ’trygging er þá fyrir því, að Persil sé ekki eitthvað þess- konar? Persil er óþekt hér enn- þá, en á þýskalandi er það á ann- an veg, þar mun erfitt að finna húsmóður, sem þekkir ekki Persil. Árið 1876 var Persil fyrst búið til í bænum Aachen á þýskalandi af Henkel & Co., og náði þá þeg- ar svo mikilli útbreiðslu og hylli, að eigendurnir sáu að staðurinn var óheppilegur fyrir jafn stór- kostlegt fyrirtæki eins og þessar verksmiðjur litu út fyrir að verða. Fjórum árum síðar, eða 1880, af- réðu þeir því að flytja til Dússel- dorf og byggja þar verksmiðju- bæ, sem samsvaraði kröfum tím- ans. Henkel & Co. hafa nú starf- að í Dusseldorf í yfir 40 ár, erida er bærinn algerlega þeirra eign og þeim og þjóðinni til stór sóma. Auk hinna stórkostlegu verk- smiðja og vörugeymsluhúsa, eru þar íbúðarhús verkstjóranna og vinnufólksins, hvert hús út af fyr- ir sig, með matjurta- og blóma- garði umhverfis. þar eru leikvell- ir, bókasöfn, skólar og sjúkrahús, alt kostað af verksmiðjunum handa verkafólkinu. þegar maður nú hugsar sér heila borg eins og Dússeldorf, með mörg þúsund manns og öllum þeim vélum, sem þar eru, sem í yfir 40 ár hafa ekki búið til ann- að svo teljandi sé, en PERSIL og Ilenco-Blegesoda, þá getur maður nokkurnveginn ályktað að Persil er enginn hégómi. Enda eru eink- unnarorð verksmiðjunnar: „Sóma okkar vegna framleiðum við ein- ungis það besta“. þýskar húsmæð- ur kunna líka réttilega að meta Persil. þær segja sem er að það spari meir en helming vinnu, og sé fyllilega þriðjungi ódýrara í notkun en sápa, og þar að auki fari það betur með þvottinn og hendurnar og sé sótthreinsandi. Sama segja þvottahús og sjúkra- hús; þau nota undantekningar- laust öll Persil og Henco. Persil er nú komið hingað til landsins og fæst í hverri nýlendu- vöruverslun í Reykjavík, og bráð- um á öllu landinu. Verðið er al- staðar það sama, 75 aura pakk- inn með íslenskum leiðarvísi. En aðalútsalan er hjá umboðsmanni verksmiðjunnar á Islandi, versl- uninni Liverpool, Reykjavík. Saga alþingis. Eftir átta ár, árið 1930, eru lið- in 1000 ár síðan alþingi Islend- inga var stofnað. Er þar um al- veg einstakt afmæli að ræða í sögu allra þjóða. Eigum við þá fyrir höndum Islendingar, að halda nálega enn merkari hátíð en haldin var 1874. Vitanlega verður að hefja í tæka tíð undir- búninginn. Á þúsund ára afmælis- hátíð alþingis verður að vera til skráð ítarleg saga alþingis, frá stofnun þess og fram á okkar dag. Undir þinglokin komu þeir þor- steinn M. Jónsson og Sveinn Ól- afsson fram með þingsályktunar- tillögu um að fela landsstjórninni að láta hefja þennan undirbún- ing. Tillagan var samþykt. Verð- ur nánar sagt frá máli þessu síðar. Sjö botnvörpunga tók Fálkinn fyrir ólöglegar veiðar, er hann var á heimleið. -----0---- Spuminéar til Jóns Bergsveinssonar, form. Fiskifélags íslands. Áður en hægt er að tala við hr. J. B. um það, hvort betra sé að landið versli með steinolíu, eða Standard Oil, er nauðsynlegt að hann gefi nokkrar almennar skýr- ingar á aðstöðu sinni: 1. Hversvegna ámælir hann landsverslun um aðgerðir hennar í steinolíumálinu, en minnist ekki á Standard Oil? 2. Vill hr. J. B. fremur að Stan- dard Oil byrgi landið að olíu held- ur en landsverslun ? Og ef svo er, þá hversvegna? 3. Hverju sætir það, að hr. J. B. reynir í blöðunum, og með skrif um til þingsins, að gera lands- verslun tortryggilega, þar sem allur þorri manna í Fiskifélaginu, sem hann á að stýra, eru lands- verslun þakklátir fyrir baráttu hennar við „hringinn“? Ef ein- hverjir kaupmenn eða hr. J. B. geta útvegað ódýrari olíu en landsverslunin, hví gera þeir það ekki? 5. Hverju sætir það, að lands- verslun hefir undanfarið ár jafn- an haft lægra verð en Steinolíu- félagið, og bersýnilega knúð fram verðlækkun þá, sem orðið hefir hjá „hringnum“? 6. Vill hr. J. B. ekki framvegis þegar hann ber saman olíuverð og olíutilboð, miða við sama tíma fyrir báða aðila? J. J. ----0---- „Kvæðbók“. Nýkomið er hing- að til lands fyrsta bindi „Kvæð- bókar“ sem gefin er út af lög- þingi Færeyinga. En Jóhannes Patursson, kóngbóndi í Kirkjubæ hefir séð um útgáfuna. Er hér haíið mikið starf og merkilegt, því að þessi fornu færeysku kvæði hafa að geyma mjög merki- legan fróðleik og eru um sumt einstök í sinni röð í bókmentum germanskra þjóða. I þessu fyrsta bindi er „Karla-Magnúsar kvæði ella Rólands kvæði“. Eru það sex þættir. Rækilegar skýringar fylgja af hálfu útgefandans. Verð- ur okkur íslendingum ósjálfrátt að minnast þess hve þeir hafast líkt að Jóannes Patursson og Jón Sigurðsson. Báðir eru hvort- tveggja í senn: forystumenn í sjálfstæðisbaráttunni, og forystu- menn um að varðveita hinar fornu bókmentir. — Bókaverslun Ársæls Árnasonar hefir „Kvæð- bókina“ til sölu og munu margir vilja eignast. Landsverslunin. Mikil rimma var um hana í þinglok. Ætluðu kaupmannasinnar að ganga af henni dauðri og höfðu mikinn við- búnað. M. Kr. varðist djarflega, og varð heldur sókn frá hans hálfu er á leið. Að lokum var mál- inu vísáð til stj órnarinnar með dagskrá. Situr þessvegna við það sem áður var, nema að væntan- lega verður steinolíuverslunin aukin. Jón Sveinsson hefir verið end- urkosinn borgarstjóri á Akureyri. ---------------o---- Orðabálkur. hula (-u, vantar flt.), þunn þokumóða í lofti. Bolvík. hululolk (-s), hvk. flt., = huldu- fólk. Vestf. hulusauður (-s, -ir), kk.: „Hulu- sauðir em þannig frábrugðnir öðrum sauðum í því, að mörinn sígui' ofan í pung og þeir sauðir eru alt af feitir; pabbi átti ann- aðhvort 2 eða 3 hulusauði . .. .“ Bréf úr Dýraf. Merking annars mér ókunn. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.