Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 2
78 T 1 M I N N Leikhúsíð. J>að lætur illa í íslenskum eyr- um þetta heiti, „Frú X“, á síð- asta leikriti Leikfélags Reykja- víkur. En um það skal ekki fjöl- yrt. pað er svo margt annað merkilegt um það að segja. pað fréttist í haust, að Leikfé lagið ætlaði ekki að leika í vetur. Var einkum kent um erfiðleikum um húsnæði. En sumir héldu að aðrar ástæður myndu og valda. Jens B. Waage var hættur að leika. Ragnar Kvaran á förum vestur um haf. Leikfélaginu hafði og ekki haldist vel á ungum stúlk- um; þær hurfu að öðru — eins og rjómabústýrurnar fyrir aust- an fjall. pessvegna héldu margir, að hinir margvíslegu erfiðleikar, sem Leikfélagið hefir átt við að stríða, væru nú loks að svæfa það — með mörgu öðru sem sofn- að hefir á þessum síðustu og verstu tímum. pessi síðasta leiksýning ósann- ar þennan grun fullkomlega. Eins og nýr Fönix hefir félagið lifnað á ný, með miklum nýjum krafti, og ágætum nýjum leikendum. pað skal ekki fjölyrt um efni leikritsins. það er ekki hægt í stuttu máli. En það er veigamikið- leikrit, um ógæfusama konu, mann hennar og son, ástir og hrösun. En það verður að geta leikend- anna. Hlutverkin voru mörg. En ekki nema þrír hinna gömlu, góðu leik- enda léku: Frú Stefanía Guð- mundsdóttir og Helgi Helgason leika aðalhlutverkin, og Friðfinn- ur Guðjónsson minna hlutverk. Leikur frú Stefaníu var alveg frá- bær. Liggur við að segja megi að aldrei hafi henni tekist betur, enda hefir hún sjaldan leikið erfiðara hlutverk og margbrotn- ara. Helgi Helgason leikur og prýðilega vel. Samleikur þeirra í 1. þætti var stórkostlega áhrifa- mikill. En þó að svo sé, að langmest hvíli á þeim tveim, þá hefði alt farið í handaskolum, ef ekki hefði verið kostur margra fleiri leikenda. Og þá er komið að nýju leikendunum. Reyndi meira á karlmennina. Hafa þeir að vísu flestir komið á leiksvið fyr, en ekki fyr en nú hafa a. m. k. sumir þeirra sýnt það, að þeim má treysta til mik- ils. pessir eru helstir: Ágúst Kvaran, Reinold Richter, Gunnar Kvaran, Óskar Borg, sonur frú Stefaníu og Sveinn Bjarman. Ágúst Kvaran hefir mest leikið " áður, en tókst. nú einna best. R. Richter lék ágætlega í ímyndun- arveikinni, en sýndi nú nýja hlið leiklistar sinnar. Gunnar Kvaran fór og vel með lítið hlutverk. Óskar Borg lék betur en nokkru sinni áður og einkum tókst hon- um ágætlega að flytja varnarræð- una fyrir móður sinni í réttinum. Sveinn Bjarman mun hafa lítið leikið áður. Hann kom og laglega fyrir. Kvennahlutverkin voru færri. prjár ungar stúlkur léku og hafa allar komið á leiksvið áður: Arn- dís Björnsdóttir, Soffía Björns- dóttir og Svanhildur þorsteins- dóttir. pað var óblandin ánægja að sjá þær allar. pær eru allar efni í góðar leikkonur. — pessi leiksýning er því í stuttu máli stórmerkur viðburður í sögu hinnar íslensku leiklistar. Leikfé- lagið hefir sýnt það að það er höfuðborg íslands til hins fylsta sóma. pað hefir sigrað hina mestu erfiðleika — að afla sér ungra og sérlega efnilegra ungra leikenda. pað á og enn nokkra frá- bæra leikendur lir hóp hinna eldri. En að öðru leyti býr félagið við hnrðan kost — svo harðan að við svo búið má ekki standa lengi. Góð leiklist er það menningarmeð- al sem engin siðuð þjóð má án vera. pað verður að hlúa að þeirri ilst. Undir eins og um hægist verð- ur að sameina alla krafta um að reisa viðunandi þjóðleikhús hér í höfuðstaðnum. Jóni Mag'iiússyni. Jón Magnússon hefir látið blað sitt og kaupmanna ráðast á þá tvo Fram- sóknarmenn, Svein í Firði og þor- siein M. Jónsson, sem báru fram til- lögu um að rituð yrði saga alþingis fyrir 1000 ára afmæli þingsins 1930. Nær því alt þingið nema eitthvað 2—3 af þröngsýnustu dátum Mbl. samþyktu þessa tillögu. Nú lætur Jón blað sitt áfella stjórnina fyrir að hún hefir ráðið mann fyrir venjulegt em- bættiskaup til að vinna þetta verk, og sett 3 menn ólaunaða til að vera í ritnefnd með honum. Jón þorir ekki að láta segja að maðurinn sé ekki starfinu vaxinn. Allir vita að Benedikt Sveinsson skrifar einna best mál allra núlifandi íslendinga, að liann er fæddur fræðiinaður og liefir frá unga aldri haft óvcnjulega mik- inn óhuga á stjórnmálum, og skiln- ing á sögu landsins. Einmitt þessa kosti þurfti sá maður að hafa, sem stýrði þessu verki. Ef Jón hefði valið mann til starfs- ins myndi það liafa verið einhver sem ekki var sendibréfsfær, nerna þá hclst á dönsku. Aðeins verið trygt með fylgispektina við afturhaldið og Mbi. Og til að gera Jóni skiljanlega eyðsluna (sem allir bjuggust við, því að þingið heimilaði fé til verksins), mun rétt að rifja upp fyrir honum nokkur dæmi sem hann ætti að minn- ast, ef hann vill verða sparnaðar- postuli. 1. Jón var riðinn við að veita ein- um ríkasta manni landsins, B. Kr., eftirlaun með dýrtíðaruppbót. Árlega um eða yfir 8000 kr. Verður þetta mikil fúlga, ef karl kemst á niræðis- aldur. 2. I hans stjórnartíð og á hans ábyrgð hefir kostnaður við einn part af sýslumannsembættinu í Rvík (deild Jóns Hermannssonar) orðið yfir 70 þús. árlega, eða meir en öll sýslumannslaun voru fyrir stríðið. 3. I hans stjórnartíð varð önnur deild sömu starfa (Jóh. Jóh.) eins dýr og helmingur sýslumanna"' var fyrir stríðið. 4. í hans tið og fyrir hans forgöngu og Bjarna var stofnaður hæstiréttur, 5 dómarar, og einn ritari, sem til saman kosta árlega nokkrum þúsund- um meir en Ölfusárbrúin þegar hún var bygð. Aðalmein þessara manna er iðjuleysi, sem búist er við að leggi suma þeirra i gröfina fyrir aldur fram. 5. Stofnaði Jón legátaembættið í Khöfn, og tildurherrann í Genúa og á Spóni. 20 þúsund á ári handa Gunn- ari, helmingi meira þarf nú handa Sveini. Gunnar hefir aldrei gert neitt til gagns, og hitt embættið var aldrei meint nema sem tildur, og vorður vonandi lagt niður, ef Sveinn hættir um áramótin, sem við er búist. 6. Eyddi 20 þúsundum ríflega í orð- una, til að geta sýnt mannlund sína á krossaveiðunum (sbr. „á döfinni"). 7. Réði mestu um, með Bjarna, að hafðir voru tveir sendimenn í New York árum saman á striðstímanum. Aðeins cins manns starl', og varan- legt ósamlyndi milli mannanna. Framundir 100 þúsund eyddust þar í óþarfa. Og allur þessi dýri embættis- rekstur gerður fyrir kaupmenn. Sam- bandið hafði vestra sinn eigin mann. 8. Lögjafnaðarnefndin, Bjarni, Ein- ar og Jóh. Jóh. hafa haft 2000 kr. árs- kaup hver, auk embættislauna, og gífurlegs ferðakostnaðar. Jón stofn- aði þetta. Timanum tókst i vet- ur að fá bitling þennan iækkaðan oían í 500 kr. á mann. Og þessar 500 kr. eiga að fara líka, hvað sem Jón og ÍVIbl. segja. 9. Litli Lórus og sonur Vigurklerks, bóðir settir í stjórnarróðið að þarf- lausu til að gleðja feður þeirra. Tveir menn fyrir í ráðinu, sem talið er að hafi liaft ádrótt um „bein“ Sigurð- ar. En eyðslan þurfti að ráða. Tíman- um tókst að létta Lárusi af landinu að því leyti sem hann var i „róð- inu“. En eftir er að athuga óþörfu mennina hjá bæjarfógeta. 10. Að siðustu ætti Jón að minn- ast þess að hann og Danir, sem eiga Islandsbanka, réðu hr. E. Claessen með 40 þús. kr. árslaunum. Hefir þjóðin skilið hver borgar brúsann? þar er liorgað með háu vöxtunum, sem „skapþungir skilamenn" verða að greiða bankanum. Jón Magnússon ætti umfram alt ekki að tala um eyðslu, jafnvel ekki í sambandi við það, þótt þjóðin lieiðri minningu sinnar elstu og fræg- ustu stofnunar, Alþingis. Minnugur. Á yíð og dreíS. „Járnbraut þriggja fjórðunga". Ef farið verður að ráðum Tímans, og fylgt stefnu þeirri í sjósamgöng- unum, sem haldið er fram í „Kom- andi árum“, verður nú keypt lítið vöruflutningaskip til strandferða, og liygt sterkt og hentugt mannflutn- ingaskip fyrir 200 farþegja. þetta skip flytur fólk og póst hraðferðir kring- um landið. í stað þess að fólk er nú flutt eins og dauðir hlutir i lest og kemst seint og illa milli héraða, má með þessu móti fá eins fljótar og þægilegar ferðii', eins og fjárhagur þjóðarinnar leyfir. Stjórnin er nú að undirbúa mólið, útvega teikningar, tilboð og tillögur. Ef þetta lánast, sem von er um, verður ekki til sú smóhöfn, eða útkjálki á landinu, sem ekki íinnur þá stórkostlegu breyt- ingu, sem leiða myndi af þessu fyr- irkomulagi. Mannflutningaskipið yrði jómbraut Vestfirðinga, Norðlendinga og Austfirðinga.IIafnlausu héruðin fá járnbrautina sjálfa. Stjórnin ó þó og þegar von ó norskum sérfræðing, sem rannsakar járnbrautarstæðið austur í. sumar. Fasteignabankinn.. Jón Magnússon liindraði stofnun fasteignabankans i haust sem leið. Nú mó það ekki dragast lengur, þótt hart sé í óri. Slik stofnun þarf lang- an undirbúning verklega. Og því fyr sem. byrjað er í alvöru að vinna að málinu, þvi fyr kemst á viðunandi skipulag. Síðasti reikningur íslands- banka sýnir óstandið. Ekki ein miljón iánað út ó fasteignir. En nær 30 miljónir i víxlum og reiknings- iónum. Er furða þótt treglega gangi með ræktunina? Misskilningur Vísis. Vísir tekur það réttilega fram að menn á B-listanum hafi barist rnóti vatnsráninu, auðvitað einkum Sveinn í Firði, sem drepið hefir þann út- burð Bjarna og Einars Arnórssonar. Hitt er aftur á móti alrangt, að nokk- ur ó listanum hafi talað eða skrifað um „landrán". Væri gott ef Vísir gæti fundið orðum sínum stað. Sam- hliða hofði hann gott af að kynna sér skoðanir helst samherja blaðs- ins, Sveins Björnssonar um þetta mál. í því væri virkilegui' fróðleikur fyrir ritstjórann. Togaralistinn.. Togaraeigendur gerast nú ærið um- svifamikíir. þeir vilja efla flokk í þinginu, og Magnús í Vallanesi er þeirra kandidat. í fyrra komu þessir menn til þingsins og báðu um hjálp og líkn: Landsábyrgð fyrir hinum rándýru togurum sínum, sem keypt- ir voru þreföldu verði við það sem vera ætti. í fylgd með þessu togara- fólki slæst svo eitthvað töluvert af kaupmönnum, t. d. Sameinuðu versl- anirnar, hinn útlendi gróðahringur, sem svo mjög hefir vaxið ó síðustu órum. Aftur á móti mun „Hið ís- lenska steinolíufélag" hallast að Jóni. Svo að báðir liafa góða fylgd, Jón og Magnús. Listarnir finrni, stefnurnar þrjár. Tíminn hefir sýnt fram á, að hér eru aðeins þrjár stefnur í landsmól- um: Samvinnu-, samkepnis- og sam- eignarmenn. Samvinnuflokkurinn vill leysa sem allra flest viðfangsefni með frjólsri samhjálp. Fylgismenn hans eru meginþorri bændanna og miðstétt kauptúnanna. Samkepnis- menn vilja láta heiídur skifta. Hver tætir og rífur það sem hann nær. í þessum flokki eru flestir togaraeig- endur og stærri útgerðarmenn, meg- inhluti allra kaupmanna, einkum sel- stöðuverslanirnar, dálitið af þröng- sýnustu og lakast mentuðu sveita- mönnum og mestu aumingjarnir í kaupstöðunum. í þriðja lagi eru sam- eignarmennirnir, eða verkamenn. þeir eru eingöngu í bæjunum, næst fátækasti hluti fóllcsins. þeir vilja að ríkið eða sveitarfélögin eigi öll helstu atvinnu- og framleiðslufyrirtækin. Línurnar eru glöggar. Samvinnu- menn, verkamenn og togara- eða Vísis-listinn marka mestu andstæð- urnar. En listar Jóns Magnússonar og frölcen Ingibjargar eru klofningar af samkepnisílokknum. þessvegna er togaramönnunum svo meinilia vjð þessa lista. Kjósendur þurfa að at- huga það, að þó að stefnurnar séu aðeins þrjár, þá eru listarnir fimín. Vísis-, Mbl,- og Kvcnnalistinn (eins og hann er skipaður, að frátaldri neðstu konunni), eru alt saman grein- ar á samkepnismeiðnum: Togaraeig- endur, kaupmenn, heildsalar o. s. Komandí ár. Landvarnir (frh.). Eyðing skóganna hefir liaft úrslitaóhrif á hnignun landsins. Menn vita með fullkominni vissu að ó land- námsöldinni voru bjarkarskógar á ósum og hæðum í döl- um og láglendi landsins og hátt upp eftir fjallahlíðun- um. Björkin hefir þá klætt ísland á svipaðan hátt og greniskógarnir klæða nú Noreg. Flestir íslendingar munu hai-ma þá breytingu, sem bygð forfeðranna hefir gert á landinu. Flestir myndu, að því er björkina- snertir, gráta Baldur úr helju, ef þeir mættu. Og það er einmitt þetta, sem á að gera. En það er ekki óhlaupaverk. það sem hefir' þurft aldir til að eyða, þarf aldir til að reisa úr rústum. Kynslóð núlifandi Islendinga lifir ekki að sjá miklar breytingar á skógargróðri landsins. En ein kynslóð getur byrjað ó verki, sem mörg hundruð ár þarf til að vinna. Mjög margir menn, og á liðnum öldum öll þjóðin, hefir um of litið á þjóðarmálin öll frá sjónarhæð einstaklings- hagsmunanna. Einstaka menn hugsa um sína saintíðar- menn, þeirra heill og engi. Örfóir hugsa um kynþátt- inn, eins og hann lifir öld eftir öld. En þegar talað er um að klæða landið, þá er einstaklingurinn og samtíð- in eins og agnarsmár dropi í hafinu, einn lítill hlekkur i óralangri keðju. Eyðing skóganna hefir ekki verið hnignun að öllu leyti. Allnhkið af gömlu skógarlendi er nú engi eða góð ræktar og beitilönd. í miklum skógarlöndum er trjágpóðurinn böl af því skógurinn þrengir að bygð- inni. Jafnvel að því er fegurð snertir liefir skógleysið vissa kosti. Eitt af því sem- gerir ísland óviðjafnanlega fagurt er hið góða skygni, sem stafar af tærleik lofts- ins. Á Norðurlöndum sunnanverðum, þýskalandi, Eng- landi, Frakklandi ,og jafnvel suður í Sviss og ftalíu sést ekki af hæðum yfir bersvæði nema nokkrar rastir á heitum sólskinsdögum. Ilitamóðan byrgir fjarsýnina eins og þunn, hálfgegnsæ þoka. Og þar sem skógur hylur holt og hæðir, verða litbrigðin fábreytt. Skógur- inn verður að einlitum hjúp, sem felur að miklu leyti svipmót landsins. Góða skygnið og skógleysið á íslandi valda þvi, að íjarsýn hér á landi getur vcrið óviðjafn- anlega fögur. Fjarlægar hæðir, klettar, hamrar og foss- ar sýnast vera mjög nærri, svo að gerð landsins og svipmól. nýtur sin vel. Og yfir’ þetta fábygða, skóglausa land breiðir sólarljósið glitstaf sinn, óteljandi lit- • og blæbrigði, sem fátið eru hvarvetna i Norðurálfunni, nema hér. Mjög margir íslendingar hafa tæplega gert sér grein fyrir þessum þætti í fegurð iandsins. það er eiginlega ekki hægt nema með samanburði. Og þann samanburð hafa ekki nærri allir gert, sem hefðu ótt að geta það. þetta eru kostir eyðingarinnar. Skógurinn tefur ekki fyrir ræktuninni, og hann breiðir ekki, nú orð- ið, yfir fjallafegurð landsins. En þó að alt sé talið með, sem leibt hefir til bóta af eyðingu skóganna, þá mun ílestum finnast lítið endurgjaldið, fyrir svo mikið tjón. þó að tækist að auka mikið aftur skóglendi í land- inu, myndi það ekki hafa mikla beina fjárhagslega þýð- ingu. Hér getur tæplega komið til mála að rækta skóg, svo að nota megi timbrið til húsagerðar. Timbur er notað til margskonar iðnaðar, einkum til pappírsgerð- ar. En þó að hkindum mætti gera pappír úr birkibolun- um íslensku, engu siðui' en grenistofnum i Noregi og Kanada, þá gæti ísland aldrei kept á því sviði við lönd með sterkari sumarhita og meira gróðurmagni. þó er eftir eldsneytið. þess er mikil þörf hér á landi. En þeg- ar skógarnir verða orðnir miklir aftur, þá hefir þjóðin væntanlega leyst þau vandkvæði á annan hátt, þ. e. með raforku. Beina gagnið að birkiskógurn ó Islandi verður senni- lega aldrei mikið. En því meiri er óbeina nauðsynin. Og vegna hennar er skógræktin varanlegt stórmál hér á landi. í mörgum frjóum löndum, t. d. Frakklandi og Bándarikjunum, hefir skógunum verið eytt með lítilli fyi'irhyggju. Að sama skapi hafa heil héruð oft skemst á margan hótt, eftir að skógurinn var horfinn. Jarð- vegurinn verður of þur. Regnvæta grefur hann sundur. Skógurinn hættir að skýla öðrum gróðri. Vatnavextir verða meiri og hættulegri, þegar skógurinn er ekki lengur til að drekka i sig úrkomuna. Og að siðustu kem- ur það atriðið, sem mestu skiftir. Skógurinn mildar veðráttuna, gerir löndin byggilegri. þessvegna leggja allar dugandi þjóðir, sem eru búnar að eyða skógun- um í óhófi, mikla stund ó skóggræðslu. þó er skógur- inn talinn eftirsóknarverður til að skýla, milda veðrótt- una, hlífa öðrum gróðri, draga úr skaðlegum" vatnavöxt- um, binda og auka jai'ðveginn, eins og síðar verður ó drepið. það eru þessi áhrif, sem eru svo ómetanlega þýðingarmikii hér á landi. Hér er sannarlega nógu kalt, vindasamt, hætt við uppblæstri og landbroti af vatna- vöxtum. Héi' er mikið af landi, sem óbeinlínis yrði að meiri notum, ef það væri skógi vaxið, heldur en það er nú, sökum þess að hin eiginlegu ræktarlönd yrðu verðmeiri vegna nólægðar skóganna. í öðru lagi þarf ekki, um ófyrirsjóanlega framtið, að kvíða því, að skóg- ar á Islandi verði svo miklir, að þeir dragi úr fjar- sýnisfegurð landsins. Nú er svo komið, að heilar sýslivr, t. d. Húnavatns- og Skagafjarðarsýsla, og mörg önnui' minni bygðarlög eru gersamlega skóglaus. Aftur eru allmiklar skógar- leyfar í snjóahéruðum landsins, einkum þingeyjar- og Múlasýslum, í afskcktum, sólsælum 'dölum ó Vestfjörðum, og allvíða í Borgarfjarðar, og Suðurláglendinu, og ein- staka afskektum stöðum í Skaftafellssýslu. þetta er allur skógararfurinn, sem þúsund ára bygð í landinu hefir skilið eftir. Skógarhögg til eldsneytis í heimahús- um, við srníðar og til hvatningar ljóanna, og þó eink- um vetrarbeitin, liafa orkað svo miklu, eins og ráun ber nú vitni um. Skógræktarmálið á íslandi er svipað melgræðslunni. þessar tvær stórvöxnu, harðgerðu jurtir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.