Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 1
&jaíbiezi oq, afgrctfcsluma&ur ítmans er 5 i g u r g e i r $ r i b'tvfs -f ;o h,' Sambaiiösln'istnu, Kevfjam?. 2Sja,z2vb&la tE t m a ít s er t Sambanbslnisimi. ©pin öaglcoa 9— \2 f. li S-ími 4%- VI. ár. ReykjaTÍk 19. ágúst 1922 34. blað Einkasala á steínolíu. Hinn 10. þ. m. voru undirritað- ir samningar um steinolíukaup landsins af ensku félagi og um leið auglýsti atvinnumálaráðu- neytið að frá 10. febrúar næst- komandi væri öðrum óheimilt en landsstjórninni að flytja steinolíu til landsins. Tekur landsverslunin að sjálfsögðu að sér rekstur steinolíuverslunarinnar. Félagið sem samið hefir verið við, er enskt: British Petroleum Company og hefir aðalaðsetur sitt í London. Enska stjórnin er aðal- stofnandi félagsins, enda á hún helming hlutafjárins og skipar menn í framkvæmdastjórn félags- ins. Verslunarráðherra Englands á meðal annara sæti í stjórn þess. Tilgangur bresku stjórnarinnar er vitanlega sá að tryggja Englandi næga olíu og við hæfilegu verði. Enda er það kunnugt hve mjög ríkin, einkum þau e'r reka miklar siglingar, eru háð olíunni, og í annan stað var Englendingum far- inn að standa stuggur af hinum alræmda olíuhring í Bandaríkjun- um, Standard Oil, sem og hefir haft útbú sitt hér. þar sem félag þetta er afar- voldugt, og þannig til þess stofn- að, sem nú hefir verið sagt, verð- ur ekki séð að landsstjórnin ís- lenska hefði getað borið niður á heppilegri stað um að fá trygga samninga. Munu þeir og vera fá- ir, sem reyna að gera þá hlið málsins tortryggilega. Hefir félag- ið og sett fullkonílega þær trygg- ingar sem áskyldar eru í lögun- um um einkasöluheimildina, fyrir því að það standi við að útvega landinu, hvenær sem er, alla þá steinolíu, sem það þarf á að halda. Annað höfuðatriði er það hversu gengið er frá verðinu í samningunum. En um það er þannig samið, að landsverslunin fær olíuna við því markaðsverði sem daglega er auglýst á kaup- höllinni í olíuhöfnunum, með öðr- um orðum: Við íslendingar fáum olíuna við alheims markaðsverði, eins og það er á hverjum tíma á sjálfum framleiðslustöðunum. Út- söluverð olíunnar hér, eftir að bú- ið er að leggja á það sem heim- ildarlögin heimila, ætti því síst að verða hærra eh heildsöluverð- ið á Englandi. það verður því ekki annað sagt en að mjög vel sé gengið frá þessu atriði, og er vitanlega óhugsandi að fá slík kjör, nema undir slíkum kringumstæðum sem þessum, er samið er þannig um föst áframhaldandi viðskifti. Landsverslunin hefir hafið þann sið að flytja olíuna í stál- tunnum og þeim sið verður hald- ið áfram. Er það atriði mjög þýðingarmikið, því að það er al- kunnugt hversu mikil rýrnun verður á olíunni, þá er hún er flutt í trétunnum. — En annars verður það tekið til íhugunar hvort ekki eigi að reisa olíu- geyma, sem enn gæti orðið til þess að lækka verðið. Loks má geta þess að með þessu skipulagi á olíuversluninni er landssjóðsskipunum trygður fastur flutningur, bæði frá út- löndum og milli hafna hér á landi. Ætti þá að mega koma við þægilegum og ódýrum flutningi á olíunni til allra hafna á landinu. II. það er alkunna að steinolíufé- lagið „íslenska" hefir raunveru- lega haft einkasölu á steinolíunni mörg undanfarin ár, þangað til nú rétt síðast, að landsverslun hófst handa um þá verslun. það er ennfremur alkunna, að þetta „íslenska" félag hefir ver- ið mjög dýrselt á olíunni og grætt of fjár á olíusölunni. Útsvar og tekjuskattur sem félaginu hefir verið gert að greiða, hefir num- ið tugum þúsunda króna árlega. Mótorbátaútvegurinn og allur almenningur, sem hefir þurft að nota olíuna, hefir orðið að borga þennan skatt til hins „íslenska" steinolíufélags. það mun því ekki orka tvímæl- is, hjá öllum öðrum en þeim, sem beinlínis eða óbeinlínis eru ánetj- aðir félagi þessu, að betur fari á því að sú breyting verði á, að sumpart lækki olían í verði fyrir -notendur hennar, sumpart hafi landið hinn hóflega arð af versl- uninni sem áskilinn er í einka- söluheimildarlögunum. Smáútgerðarmönnum og lands- sjóði — hvorumtveggja er kær- komið að létt sé á skuldabagg- anum. Tvö af dagblöðunum hafa gert þessa einkasölu að umtalsefni og talið hana athugverða. Bera þau einkum fram þær ástæður að einkasöluheimildarlögin frá 1917 hafi verið stríðsráðstöfun, enda sé heimildin nú orðin svo gömul að óforsvaranlegt hafi verið að nota hana án þess að spyrja þingið á ný. » þessi ummæli eru á engum rök- um bygð. það heyrðist ekki eitt einasta oro í umræðunum á Alþingi, um það að hér sé um sérstaka stríðs- ráðstöfun að ræða. Einustu ástæðurnar voru þær sem hér hafa verið nefndar að framan: að steinolíufélgið einokaði versl- unina. Allra ljósast kemur þetta fram í ummælum Magnúsar Guð- mundssonar, sem var framsögu- maður neðrideildarnefndarinnar sem um málið fjallaði. Segir Magnús svo, að „bein tilætlun nefndarinnar hefði verið að lands- sjóður tæki að sér einkasöluna hið fyrsta að hægt væri, en þó ekki fyr en stríðið væri á enda". (Alþt. 1917 B. 765). Ummæli þessi, frá framsögu- manni nefndarinnar, eru svo ótví- ræð að þau girða fyrir allan efa í þessu efni, og bér þá mýrra við ef Morgunblaðið fer að rengja vin sinn Magnús Guðmundsson. Enn hlægilegri er hin ástæðan að heimildin væri orðin of gömul, eða vafasöm. Báðar deildir al- þingis samþyktu einkasöluheim- ildina í einu hljóði og síðan hefir ekkert komið fram sem breytt hafi málinu, en heimildina átti einmitt ekki að nota þegar í stað. það athugaverða í málinu er það gagnstæða: að landsstjórnin skuli ekki, fyrir 2 árum t. d., hafa not- að þessa heimild sem þingið ætl- aðist til, í einu hljóði, að notuð yrði, að landsstjórnin skyldi líða það allan þann tíma að hið „ís- lenska" steinolíufélag græddi hundruð þúsunda króna árlega af íslenskum fiskimönnum og olíu- notendum öðrum. Ábyrgð þeirrar vahrækslu bera þeir nú fyrir þjóðinni Jón Magn- f ? %>earý ELEPHANT CIGARETTES Cjúffengar og kaldar að reykja Smásöluverð 50 aur< pk. S'ást alstaðar, THOMAS BEAR & SONS; LTD., L O N D O U . ¦^- -^- -^Þ- <$þ» <S» <S^- -<£. -<J> <£j. • ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ússon og Magnús Guðmundsson fyrrum ráðherrar. En hvernig á að samræma þá framkomu áður- nefndum ummælum hins sama Magnúsar Guðmundssonar er hann var framsögumaður neðri- deildarnefndarinnar í máli þessu? Morgunblaðið mun telja sér það skylt að leysa þá gátu? Væri gott að það flytti skýringuna á þess- ari miklu hlífð þeirra félaga við steinolíufélagið „íslenska". Strandferðirnar. Fyrir skömmu átti ritstjóri Dags samræðu við Einar Stefáns- son skipstjóra á Goðafossi, um strandferðirnar. Einar var áður mörg ár skipstjóri á Sterling, meðan það var í strandferðum. Einar kvaðst fallast algerlega á tillögur Dags og Tímans í strand- ferðamálinu, að skilja sem allra mest að vöruflutninga og mann- flutninga. Nefnir hann dæmi þessu til sönnunar úr sinni reynslu. Hr. E. S. telur þá skoð- un, að hafa tvö skip í hægum ferðum, og láta þau mætast á Akureyri og Rvík, algerlega úr- elta, lánaðan forngrip frá dög- um þéss Sameinaða. Vitnisburður þessa manns, sem svo mikla reynslu hefir, er þungt lóð í vog- arskálinni á móti fávíslegum ásök- unum þeirra, sem andæft hafa stefnu samvinnumanna í strand- ferðamálunum. Nýja skipið, sem fullsmíðað verður á útmánuðum að ári, er fyrsti liðurinn í þessari breyt- ingu. það rúmar um 160 farþega, hefir sérstakt geymslurúm fyrir farþegaflutning, en fremur lítið lestarrúm, a. m. k. í samanburði við Sterling. þessvegna verður Borg látin fara hægar ferðir með vöruflutninga, á mesta annatíma ársins. Má sjá fyrirfram þær helstu breytingar, sem af þessu leiða. 1. Nýja skipið hlýtur að fara stöðugar hraðferðir á 8—10 dög- um .umhverfis landið, 8—9 mán- uði ársins. Vor og haust hefir það verka- og skólafólk 'að flytja. Um hásumarið bæjafólk, sem not- ar þannig sumarleyfið. Sennilegt að fjölda barna verði komið úr bæjunum í sveit, þegar fljótar og tryggar ferðir bjóðast. 2. Hringferðir landpóstanna hljóta að leggjast niður. Margir staðir myndu fá póst hálfu oft- ar en nú, eða meir. Um sveitirn- ar verður pósturinn fluttur frá aðalhöfnum um nágrennið. 3. Vörur þær sem fluttar yrðu með hraðferða skipinu, ætti að borga nokkuð hærra gjald fyrir heldur en þær, sem færu með Borg. Sami munur er erlendis gerður á flutningsgjaldi með járnbrautum þar sem líkt stendur á. Engin ástæða að tefja mann- flutningaskipið með afgreiðslu á vörum, sem ekki liggur mikið á. 4. Lestarflutningar á fólki, sem verið hefir minkun lands og lýðs, á að minka, og hverfa alveg, þeg- ar annað mannflutningskip bæt- ist við, eftir 1—2 ár. Er það stórt skref áfram í menningar- áttina. 5. Allar líkur eru til að strand- ferðirnar beri sig betur en áður. Bestu tekjur Sterlings voru af mannflutningum. Nýja skipið mun þó hafa miklu meiri tekjur af mannflutningum, af því það rúm- ar fleiri farþega, er ódýrara í rekstri og verður fljótara hvérja ferð. 6. Að sama skapi á vöruflutn- ingaskipið að geta borið sig bet- ur en gera mætti ráð fyrir eftir reynslu Sterlings. Nú fara „Foss- arnir" oft á smáhafnir, með litla vöruslatta, og félagið skaðast á því að hafa hin dýru skip í smá- snúningum. Með skynsamlegum samningum milli landsstjórnar- innar og Eimskipafélagsins mætti spara mikið fé með því að láta Borg taka úr „Fossunum" (milli skipa á ódýrum höfnum) þunga- vörur til margra torsóttari hafna. Báðir græddu. „Fossarnir" tefðust ekki við smáhafnirnar eins og nú, og gætu farið fleiri ferðir til útlanda. Borg hefði meira að gera á nauðsynlegum hringferðum sínum. 7. Áður langt líður tekst von- andi að sameina Eimskipafélagið og útgerð landssjóðs, og koma þannig góðu skipulagi á flutning- ana að og frá landinu og með ströndum fram. þann kostnað, sem óhjákvæmilega verður að hafa af slæmu höfnunum, verður að borga úr landssjóði, líkt og nú er varið fé til strandferða, sem hafa þó verið ófullnægjandi. 8. þeim sem kynnu að óttast að hraðskreið strandferðaskip myndi skorta farþega, má benda á bíl- ana í Rvík. þegar hægt er að ferðast þægilega og fljótt, þá vex þörfin fyrir slík flutningatæki, meir en alment er búist við fyrir- fram. J. J. ------o------ Páll E. Ólason prófessor er ný- kominn úr utanför. Hefir rann- sakað íslensk fornskjöl á Eng- landi og Danmörku. Vífllsstaðahælið. þrjár vikur eru liðnar síðan greinin birtist hér í blaðinu um Vífilsstaðahælið. 1 einu dagblað- anna hafa og birst greinar er einkum hafa fundið að hjúkrun- inni á Vífilsstöðum. En ekki eitt orð hefir heyrst frá hinum aðil- anum. Ástæða þeirrar þagnar er ekki sú að hlutaðeigendum sá varnað að taka til máls opinber- lega. þeim hefir verið boðið rúm í þessu blaði. önnur blöð myndu og vafalaust standa þeim opin. Á miðvikudaginn var símaði til mín kunnur bóndi af Norður- landi. Erindið var að spyrja um hvort sér myndi vera óhætt að senda sjúkling á Vífilsstaðahælið. Hyernig átti eg að svara þeirri spurningu? ' - Eg hefi sannfrétt um kohu sem er hér í bænum óg þyrfti nauð- synlega að fara á Vífilsstaðahæl- ið. Hún hefir þau ummæli um það að flest annað vildi hún fremur gera. Eg minnist þess að það var svo fyrrum, að ef embættismaður varð fyrir aðfinslum í opinbem blaði, þá fékk hann skipun frá yfirboðurum sínum að hreinsa sig af málinu. Mér kemur ekki til hugar að gera þau aðfinsluorð að mínum orðum, sem birtust hér í blað- inu um Vífilsstaðahælið. Mig brestur kunnugieik til þess að geta skorið úr í því efni. En eg áleit það siðferðisskyldu mína sem ritstjóra að leyfa aðfinslunum að koma opinberlega fram: bæði vegna þessarar stofnunar sem kölluð hefir verið eitt af óska- börnum íslensku ' þjóðarinnar, sem verður að vera þannig rekin að öllu'leyti, að ekki leiki á tveim tungum að hún sé vel rekin, og vegna fólksins sem við hana starfar, sem á að fá tækifæri til að verja sig, og tækifæri fær það fyrst til þess þá er aðfinslur koma opinberlega fram. Eg álít það með öllu óþolandi að málið falli niður, eins og því nú er komið. Ef þeir aðilar, sem aðfinslurnar hafa fengið ekki svara þeim bráðlega, verður að ætlast til þess af yfirboðurum þeirra, landlækni og ráðherra heilbrigðismálanna, að þeir geri annaðtveggja: skipi þeim að svara aðfinslunum með rökum, eða láti nefnd hæfra manna rannsaka allan rekstur Vífils- staðahælisins. Vífilsstaðahælið er þá hætt að ná tilgangi sínum ef fleiri eða færri sjúklingar, sem þangað þyrftu nauðsynlega að fara, þora ekki að fara þangað. Og aðstand- endur sjúklinganna sem dveljast þar, bera nógan kvíða í brjósti um heilsufar þessara ástvina sinna, þótt ekki bætist sá ótti ofan á, að ekki sé að sjúklingun- um búið, eins og vera ber á Víf- ilsstöðum. Eg veit að eg tala fyrir munn fjölmargra er eg krefst þess af- dráttarlaust, að málið falli ekki niður við svo búið. Tryggvi pórhallsson. Hulda skáldkona. Frú Unnur Bjarklind frá Húsavík kom frá út- löndum fyrir nokkra og dvaldist hér í bænum í nokkra daga. Hún f ór heimleiðis með Botníu um síð- ustu helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.