Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 109 Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgepdin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlikisfranjleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði livað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið umíslenska smjörlíkið. hans. f>rjú þúsund krónur voru veitt- ar úr ríkissjóði til ferjunnar. Viðbót- ina greiða sýslusjóðir og sveitarsjóðir Ljósavatnshrepps, því vegna þess lirepps er dragferja þessi til orðin. Er ferja þessi af kunnugum talin að vera ágætis samgöngubót. Um miðjan fyrra mánuð andaðist að heimili sínu, Halldórsstöðum í Ivöldukinn, merkiskonan Helga Sig- urðardóttir, komin á áttræðisaldur. Hún var ekkja eftir Sigurð Sigurðs- son frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Byrjuðu þau hjón búskap á afskektu heiðarkoti við sáralítil efni, en fyrir samstarfandi liyggindi beggja þeirra lijóna, atorku og sparnað, tókst þeim að komast yfir efni, svo þau bjuggu að Ðraflastöðum í Fnjóskadal rausn- ar- og sæmdarbúskaji, voru ]>ó börnin mörg um að annast og oft gestkvæmt á heimilinu. Helga sál. var einbeitt kona og stefnuföst. Ekki eitt í dag og annað á morgun. Hún var vinföst og trygglynd. Hún blés ekki í lúður á undan sér, en hún vann verkin sín í kyrþey og ástundaði að vera en ekki að sýnast, .— enda kemur þeini það betur íslensku húsmæðrunum. — Eftirlifandi börn Iíelgu sál. eru: Guð- rún húsfreyja á Halldórsstöðum í Ivöldukinn, Karitas húsfr. á Landa- móti í sömu sveit, Jónina Jiótelhald- ari á Akureyri, Karl bóndi á Drafla- stöðum og Sigurður forseti Búnaðar- fél. íslands. ----O—— Morð og morðtilraunir þýska afturhaldsflokksins hafa mælst afskaplega illa fyrir um heim all- an. Tilgangurinn er bersýnilega sá að myrða bestu mennina úr hóp hinna frjálslyndari manna til þess að keisarasinnarnir eigi síðan liægra um vik að steypa lýðveld- inu. Rathenau utanríkisráðherra, sem myrtur var seint í júnímán- uði, var einhver frægasti maður þýskalands og allra manna líkleg- astur til að bjarga þjóðinni úr vandræðunum. Morðin hafa haft gagnstæð áhrif heima á þýska- landi við það sem' afturhaldsliðið ætlaðist til. Hinir stjórnmála- flokkarnir hafa tekið fastar höndum saman um að bjarga lýð- veldinu. Foringi afturhaldsliðsins í þýska þinginu, Helferich hefir vart getað komið inn í þingsal- inn síðan Rathenau var myrtur, því að fjöldi þingmanna hefir þá æpt áð honum, kallað hann morð- ingja o. s. frv. Hefir þýska stjórnin og þingið gert mjög al- varlegar ráðstafanir gegn þessum morð- og uppreistartillögum aft- urhaldsliðsins. Hafa þær ráðstaf- anir mætt mikilli mótspyrnu í Bayern, enda er aðalaðsetur aft- urhaldsliðsins þar í landi. — Nýjar óeirðir urðu á Irlandi, eftir morðið á Wilson, formanni herforingjaráðsins enska, sem Sinn Feinar myrtu á götu í Lond- on um líkt leyti og Rathenau var drepinn í þýskalandi. Stjórnarher- inn þýski, tók sér þá fyrir hendur að útrýma óaldarflokknum og mun nú hafa nálega lokið við að friða landið. Við nýafstaðnar kosningar á írlandi unnu hinir sáttgjarnari sigur. — Rathenau arfleiddi ýmsar þýskar góðgerðastofnanir að mest um hluta sinna miklu auðæfa. — Ensku ferðalangarnir sem ætluðu að komast upp á hæsta fjall heimsins, Mount Everest, urðu að snúa aftur í 27200 feta hæð. — Millerand Frakkaforseta var sýnt banatilræði um miðjan síð- asta mánuð, en mistókst. Tilræð- ismaðurinn var stjórnleysingi. — Thomas Bredsdorff lýðhá- skólastjóri lést fyrir rúmum mán- uði síðan. Var hann einn hinna at- kvæðamestu lýðháskólamanna Dana, og vafalaust ýmsum kunn- ur hér á landi. — Verkfall og mjög harðvítug- ar kaupdeilur hafa staðið yfir í Bandaríkjunum milli kolanámu- eigenda og verkamanna. Hefir Harding skorist í leikinn á móti verkamönnum. — Fjármálaráðstefnunni í Haag var slitið seint í síðastliðnum mánuði og bar engan árangur. Var ómögulegt að koma neinum samningum á milli Rússa og Bandamanna. — Pilsudski, fyrsti forseti Pól- lands, lagði niður völd seint í síð- astliðnum mánuði. Var þá Kor- fanty hershöfðingi kosinn forseti, en hann er foringi Stór-Pólverja, sem kalla mætti, er vilja leggja alt kapp á að auka her landsins og bæta nýjum löndum við og njóta til þess styrks Frakka, enda láta Frakkar sér vel líka að Kor- fanty er kjörinn forseti. Aftur á móti hafa verkamenn á Póllandi hafið mikil mótmæli gegn Kor- fanty. Frægastur er Korfanty af afskiftum sínum af Efri-Schlesíu- málunum. Var hann þá aðalmað- urinn í kosningasókn Pólverja gegn þjóðverjum og varð mikið ágeng-t, enda var hann talinn óvandur að meðölum. — Grikkir hafa á ný hafið ófrið gegn Tyrkjum. Létu þeir svo í fyrstu sem þeir myndu taka Miklagarð, en hafa horfið frá því ráði af ótta við Bandamenn. — Miklar óeirðir hafa verið undanfarið á Ítalíu. — Nýr fjármálafundur, sem einkum átti að fjalla um skaða- bótakröfurnar á hendur þjóðverj- um, hófst nýlega í London. Poin- caré, forsætisráðherra, bar fram kröfur Frakka á fyrsta fundinum. Voru aðalkröfurnar þessar: að Bandamenn hefðu nákvæmt eftir- lit með vöruútflutningi þjóðverja og tollheimtu, að Frökkum yrðu afhentar námur og skógar í Ruhr- héraðinu og 60%. af hlutabréfum litunarverksmiðjanna við Rín og að Bandámenn innheimti alla skatta í hinum herteknu héröð- um og ákveði tolltakmörkin milli þeirra og sjálfs þýskalands. Komu þegar frarn mótmæli frá öllum fulltrúum öðrum en Frakka og í nefnd sem skipuð var í mál- ið, voru allir fulltrúarnir á móti Frökkum. En Poincaré hefir full- an stuðning frönsku blaðanna um kröfur þessar og lét- hvergi und- an. Lét hann það í ljós að þótt Bandamenn samþyktu ekki kröf- urnar, þá myndu Frakkar fara sínu fram á eigin spýtur. Lloyd George hefir aftur á móti lýst því yfir, að ef kröfur Frakka næðu fram að ganga, væri full- veldi þýskalands skert svo að það væri óyerjandi. Vildi hann veita þýskalandi skilyrðisbundinn greiðslufrest. Kallaði hann saman breska ráðuneytið og urðu allir sammála ummælum hans. Er hér risinn einhver mesti ágreiningur sem enn hefir komið upp milli Bandamanna. — Fyrir stuttu síðan var aust- uiríska krónan fallin svo í verði, að íyrir einn dollar mátti fá 40 þús. austurrískar krónur. þýska markið er og altaf að falla. —- Arabar mótmæla því harð- lega að Englendingar ætla að láta Gyðingaland verða sérstakt ríki í breskri umsjá. Heimta þeir að landið verði innlimað í Arabarík- ið, sem að nafni til hefir verið viðurkent fullvalda. — Seint í síðastliðnum mán- uði gengu Bandamenn endanlega frá landamærum hins nýja Suður- Slavaríkis á Balkanskaga. þar með er það fullráðið að Svart- fjallaland er hætt að vera sjálf- stætt ríki. Fyrir styrjöldina hafði það komið til orða, að Serbía og Svartfjallaland sameinuðust, enda eru þjóðirnar náskyldar. í árs- byrjun 1916 lögðu Austurríkis- menn Svartfjallaland undir sig og Nikita konungur varð að flýja land. Hann kom aldrei heim aft- ur, því að þegar Bandamenn náðu landinu aftur 1918, tóku Serbar þegar við stjórninni. Nikita mót- mælti, og átti einhverju fylgi að fagna í landinu, en aðalvon hans var sú að Ítalía skærist í leikinn. þegar sú von brást, var leikur- inn búinn. — Út af slysi sem kom fyrir á sænska flotanum, hafa heyrst raddir um að mesta ólag væri yfirleitt um allan sjóherinn. Kunnugir menn halda því fram að a. m. k. helmingur flotans sé með öllu gagnslaus. — Blaðakóngurinn enski,North- cliffe lávarður, er nýlega látinn. Var hann einhver allra áhrifa- mesti maður á Englandi. The Times og The Daily Mail voru stærstu blöðin sem hann átti og hið síðarnefnda er langvíðlesn- asta blað sem gefið er út í heimi. Mesta áhugamál Northcliffe var að tryggja heimsveldið breska. Vilja sumir kenna honum um heimsstyrjöldina, því að hann hafi séð að Bretum stóð hætta af iðn- aði þjóðverja og verslun, og víst er það að enginn vann að því meir en hann fyrir stríðið að brýna það fyrir Englendingum að vera viðbúnir ófriði. Feykna mik- ið starf liggur eftir hann frá ófriðarárunum. Var það þá ekki síst hans verk að Lloyd Gejorge tók við stjórnformenskunni. En síðustu árin snérist hann önd- verður gegn Lloyd George og hef- ir sú hríð verið allhörð er þeir háðu sín í milli. Lord Northcliffe er gott dæmi um það hvílíkt feykna vald blöðin hafa nú í heim- inum. — Norska þingið hefir nýlega veitt 20 miljónir króna til þess að draga úr atvinnuleysinu. — íhaldsblöðin ensku áfella Lloyd George fyrir framkomu hans á Lundúnafundinum. Segja að hann hafi ekki þjóðina á bak við sig í mótstöðunni gegn Frökk- um. Krefjast þess að aðrir menn taki við stjórninni. — Getið hefir verið hér í blað- inu málsóknar rússnesku stjórn- arinnar gegn hinum meir hægfara lýðveldissinnum, fylgismönnum Kerenskys. Er þeirri málssókn nú lokið og hafa 15 þessara manna verið dæmdir til dauða, en 17 í fangelsi, alt að 10 árum. Hefir verið mælt með því að þrír hinna dauðadæmdu verði náðaðir, þar eð þeir hafi sýnt „einlæga iðrun“. Afdrif hinna 12 séu undir því komin „hvort byltingaflokkurinn hætti myrkraverkum sínum eða eigi“. Aðalblað dönsku jafnaðar- mannanna fer þeim orðum um málarekstur þennan, að þessum 12 dauðadæmdu mönnum sé hald- ið sem gislum, til þess að lama starf flokks þeirra er miði að því að binda enda á ofbeldisstjórnina, að löggjafarþing verði kallað sam- an og þjóðin fái að ráða sér sjálf. Blaðið segir ennfremur að dómur þessi muni svifta Bolchewicka hinni síðustu samúðartilfinningu, sem með þeim kunni að hafa ver- ið meðal mentaðra verkamanna í Vestur-Evrópu. Sé dómur þessi svívirðing og verði allir öreigar heimsins að snúast öndverðir gegn honum og ekki síst á þann hátt að sýna erendrekum Bolche- wicka fulla fyrirlitningu. -----o---- Árni Egertsson bauð sig fram af hálfu frjálslynda flokksins í Winni- peg, við nýafstaðnar fylkiskosningar í Manitoba. Telja nýkomin vestanblöð það víst að liann liafi ekki náð kosn- ingu. A víð og dreíL Bamaskóli Reykjavíkur. Meiri hluti skólanefndar, G. Claes- scn, Jón Ófeigsson og þorv. þorvarð- arson, leggja til að veittur verði helmingur kennaraembættanna, eða rúmlega það. Görnlu kennararnir settir i hin til næsta vors. þá sé þeim „slegið upp“, og haldið samkepnis- próf. Verða allir umsækjendur, sem komá vilja til greina, að taka þátt í þvi. þeim sem best gengur kappraun- in verða veittar stöðurnar. Steingr. Arason ráðinn kenslustjóri til tveggja ára, til að samræma kensluna og koma á betra skipulagi. Eru þetta hvorttveggja liinar mestu umbætur fyrir þá, sem börn eiga í skólanum. Jón þorláksson var ekki á fundinum, en hljóp síðan í fundarbókina, einn sins liðs, og gerði sig sekan i sömu stóryfirsjóninni og í fyrra á þinginu. Hefir enginn Islendingur gert sig sek- an i meiri fundarbókaafglöpum en Jón. Og þó er hann langgeðugasti maðurinn í flokki Mbl. Höf. hins „bersynduga" fokreiðist af þvi að hann er kendur við sína eigin bók. Hann varð ekki betur auðkendur með öðru. Undar- legt er, að Jón skuli ekki vita að yfirmaður hans þ. Gíslason gaf viss- um manni, Jóh. Jóh., nafnið „ferða- maður". Og ef nokkur íslendingui' hefir rétt til að nota orðið eins og Jón gerir, sem eiginnafn, þá er það bæjarfógetinn. Jón færist undan að tilgreina sínar „vitru“ tillögur í strandferðamálinu. það er alveg rétt. Tíminn mun við tækifæri minnast þeirra, hvað Jón hefir frá sjálfum sér, og hvað lánað er frá öðrum. Af því að eigendur Mbl: vanþakka Jóni alt sem hann gérir, þegar þeir tala um liann sín á milli, er rétt að taka það fram, að í raun og veru er hann skársti maðurinn við blaðið, og hefir altaf verið. Vitaskuld er hann léleg- astui' allra flatrímara landsins. En það sem gereyðileggur hann í skáld- skap, löngunin til að stæla aðra (E. B., S. N., D. St. og St. í Hvítadal) fara eftir sinni getu i þeirra andlegu föt, lyftir honum sem Morgunblaðs- ritstjóra. það að liann lánar hug- myndir úr greinum í Tímanum sýn- ir að hann vill bæta sig, vill eftir sinni getu vera þeim megin, sem bet- ur mætti fara. Að þessu leyti skarar hann fram úr sínum samverkamönn- um. En liklega vanþakka eigendurn- ir honum, af þvi að liann er of langt á undan þeim. -----o----- Vínsmygl. Um næstsíðustu lielgi kom þýskt skip til Hafnarfjarðar og hafði vínfarm (koníak og spíritus) meðferð- is. Kvaðst skipstjóri vera á leið frá þýskalandi til Nýfundnalands, en hefði leitað hafnar vegna smáaðgerða á skipinu og- til að afla sér vista. En þessi mikli krókur úr leið þótti grun- samlegur, og situr skipstjóri nú i gæsluvarðhaldi mcðan málið er rann- sakað. þykir ferð þessi alllik öðrum ferðum svipuðum, sem allir minnast Borgstaðaprestakall í Svartárdal er enn laust og gegnir það furðu, þvi að það er bæði liægt og notalegt. Ágæt bygging er á prestsetrinu, jörðin góð, miklar girðingar og aðkoman yfirleitt góð að ölu leyti. Maynús Sigurðsson bankastjóri er nýkominn lieim úr utanför. -----o----- Svar til Garðars Gíslasonar. i. G. Gislason hefir gert nokkrar at- hugasemdir, til að styrkja málstað sinn, að kaupmannastéttin eigi að liafa fult frelsi til að mata krókinn á góðu árunum, en hlaupa svo til almennings og biðja um stuðning og hjálp þegar illa gengur. þetta er sú skoðun, sem kom fram í hinni fyrstu greinaröð hans, þar- sem hann líkti kaupmannastéttinni við, gemling í pytti. Ut af ástæðum fjárkreppunnar ját- ar G. G. nú sekt braskaranna. því seldu þeir ekki liaustið 1919, þegar gott verð bauðst fyrir síldina? því fóru í síld 7—10 miljónir í sjóinn fyr- ir vanhyggju þessara vitru kaupsýslu- manna, þar á meðal höf. sjálfs?*) Sambandsfélögin liafa engan slíkan skell á baki. G. G. ætti að beita minni drýldni um samanburðinn á verslunarviti kaupmanna og sam- vinnumanna, þar til fult er skarð í vör Skíða, með síldar- og fisksöluna 1919 og 1920. þessum mönnum liefir verið gefið upp stórfé í íslandsbanka, og vafa- laust stendur mikið enn af skuldum frá þeim tíma. Síldar- og fiskkaup- mennirnir léku sér minst með sitt eigið fé. þeir bafa mest sukkað ann- ara fé. Einn af stéttarbræðrum G. G. fékk gefnar upp í vetur 700 þús. kr. Hverjir borga bankanum þetta aftur? Ekki maðurinn sem eyddi því, held- ur skilamennirnir, fyrst og fremst efnalitlu mennirnir, sem standa í skil- um með 7—8% vexti til lánsstofnan- anna, og borga fyrir óreiðumennina. Ef G. G. óskar, ætti að knýja bank- ana til að gefa upp bæði skuldir kaupmanna og kaupfélaga, og hvað þeim hefir verið gefið upp. þá sést, hvor betur hefir ávaxtað sitt pund. þess er óskað, að G. G. svari hrein- lega þessari spurningu. Treysti hann sér ekki út i opinberan samanburð, er það af því, að liann kennir sig þar veikan á svelli. G. G. sér að hann er orðinn flæktur í neti, þar sem hann annarsvegar vill ekki leyfa ríkinu að reka versl- un, af því að það má ekki keppa við kaupmenn, en vill þó að ríkið styðji verslunarstéttina. Liking lians um Búnaðarfélagið er vitleysa. Bændur halda ekki fram þeirri fjarstæðu, að ríkið megi ekki versla. þessvegna geta fyrirtæki þeirra þáð ríkisstuðn- ing. En það geta kaupmenn ekki, ef þeir vilja halda sér við hina frjálsu samkepni. Dálítið hefir höf. lært af því að vei'ða lilægilegur fyrir þangið og þarann, sem nann hélt að best gæti vaxið út á dýpstu úthöfunum, þar sem öldurótið er mest. Er best fyrir hann að nota hér eftir líking- ar frá búðarborðinu. það mun hann þekkja, en lítt bera skyn á grasafræði. Ekki treystir hann sér heldur að verja kaupnrenskuna að þvi er snertir eignaverðfall. Gefst þar alveg upp. Sömuleiðis vill hann litið tala um livort sjúk viðskifti séu fjöregg þjóð- ar. Auðséð er, að G. G. er meinilla Við aukna samvinnufræðslu, og frá hans sjónarmiði er það rétt. Aukin félagsmálaþekking er óhagstæð braski og prangi. þroskaðir og sjálfstæðir menn láta ekki óþarfa milliliði taka 10—20% af árstekjum þeirra. Að spara þannig eru verðlaun þekking- arinnar. Ilöf. játar að það er fullkomlega rétt að það var „stjórn J. M.“ sem lét hann hafa meðmælin til útlanda. En hvað sem ráðherrann hét, sem undirskrifaði plaggið. þá hefir lítill árangur orðið að þessum meðmælum fyrir landið sjálft. Og ógætilegt er, ef stjórnin liefir gefið mörgum kaup- mönnum slík skjöl handa milli. Ilef- ir a. m. k. heyrst frá London að þar liafi rnaður verið að flíka slikan pappír frá íslensku stjórninni, og var *) það er i almæli, að félagi G. G. í síldarsölunni það ár hafi viljað selja, meðan fært var, en ekki fengið því ráðið fyrir G. G. Er þetta senni- legt, því að sá maður er áreiðanlega liygnari. Getur G. G. af þessu séð, að ekki eru allar syndir guði að kenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.