Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 2
116 T 1 M I N N Að gefnu tilefni. 1 júlíblaði Bjarma er getið um andlát sr. Magnúsar þorsteinsson- ar á Mosfelli, og þar sagt meðal annars: „Hann var ljúfmenni í allri framkomu og gestrisinn jafnvel um efni fram. — Er þeim, sem þetta ritar, minnisstætt, er hann kom með 2 unga drengi sína í stór- rigningu ofan af Svínaskarði og fékk gistingu á Mosfelli. Morgun- inn eftir sagði annar drengurinn: „þetta er víst trúaður prestur, pabbi'‘?“ — „Af hverju heldur þú það?“ var svarið. — „Af því að hann tók svo vel á móti okkur í gærkvöldi". Eg hélt, satt að segja, er eg sagði frá þessu, að allir lesendur blaðs míns mundu skilja að dreng- urinn var svo hrifinn af alúð sr. Magriúsar, að hann vildi með þessu segja um hann það besta sem hann vissi. þannig skildi og sr. Magnús ummælin sjálfur, er eg sagði honum þau; og þótti hon- um vænt um þau. Hitt kom mér síst í hug, að nokkur lærður maður færi að spreyta sig á að hártoga þetta barnahjal — drengurinn var á 9. eða 10. ári, — og því síður bjóst eg við, að geðveikralæknir yrði bálvondur út af því, að ungur drengur skyldi ekki tala líkt og gamall heimspekingur. það er sorglegt um mann, sem margt er vel gefið, að það er lík- ast því sem honum sé ekki sjálf- rátt þegar kirkja og kristindóm- ur er annarsvegar, þá sér hann ekki mismun dags og nætur, og því hártogar hann þetta barna- hjal, og notar það til alveg ósæmi- legrar árásar á hugsunarhátt barnsins og staðlausra ágiskana um, hvað eg segi bömum mín- um um samband gestrisni og trúar. — J>. Sv. er svo hart leikinn af trúarhatri og ofstæki, að hann sér ekki það sem flestir aðrir sjá, að slíkar árásir eru „fæddar með feigðina um háls- inn“, en geta samt orðið allóþægi- legar forynjur fyrir höfund sinn, þó öðrum séu þær meinlausar. J>ví fer fjarri að þær séu svaraverð- ar, þótt maður geri það svona hinsvegar að minnast þeirra, svo að höf. fái ekki nýtt „kast“ út af því, að „trúaða fólkið“, sem hon- um er svo vel við, vilji ekki við sig skrafa. Eg þarf ekki að sækja að Kleppi neinn fróðleik um sam- band trúar og gestrisni, og var vel kunnugt um, eins snemma og J>. Sv., að margir heiðingjar eru gestrisnir. En þótt það komi ekki þessu beinlínis við, get eg frætt hann um, að alveg eins og skáld- ið kveður: „. . þótt eg færi um fegurst lönd, og fagnað væri mér sem bróður, mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs, á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs, ..“ eins er því varið um margan trú- aðan mann, hann „nýtur best sín sjálfs“ á andlegri „ættjörð" sinni, eða í hóp þeirra, sem hann finn- ur að eru eitt með honum í Kristi, og þessvegna er honum einnig gestrisnin kærust þar. — Sjálfur hefi eg margoft reynt er- lendis, hvemig tungumálamunur og margt annað ólíkt verður sem smámunir einir þegar vinir Krists finnast, enda þótt þeir hafi aldrei fyr sést. — En því miður mun það alt hljóma sem „óskiljanleg hebreska" í eyrum læknisins. Annað atriði í grein J>. Sv. var eg og alveg forviða á, að hann skuli leyfa sér að tala um kirkj- una og afturgöngu líkast því, sem þar væri um tvær stallsyst- ur að ræða. Fyr má nú vera þröngsýni og kristindómshatur en svo langt sé vikið frá sæmilegum rithætti. Er hann svo blindur á báðum augum, að hann sjái ekki hvað hann skrifar? Hvað segja kirkjukærir spiritistar vorir um fyrir hinap velþektu þýzku CLAES prjónavélar. þessar hafa fengið langa reynslu hér á landi; rntt sér hvervetna til rúnis og hlotið Námsskeið fyrir prjónakonur verður haldið í Reykjavík á næstkomandi hausti. 4 Gert er ráð fyrir að það byrji 1. nóvember og standi yfir 4--6 vikur. Nemendur leggi til efni (band) og eigi vinnu sína sjálfir. Kenslan verður eins fullkomin og hægt er að veita hana, kenslutími verður 4 stundir á dag; hverjum nemanda eru ætlaðar 100 stundir alls. Kenslugjald að eins 50 krónur. Aðalkennari verður Frú Valgerður Gísladóttir frá Mosfelli. Gert er ráð fyrir að 20 konur geti komist að þessu námsskeiði, og er það eingöngu ætlað þeim konum er hafa keypt eða ætla að kaupa prjónavélar hjá mér. Þær konur, sem vilja sinna þessu, sendi umsóknir sínar til mín fyrir 15. október, og verður þeím svarað um hæl. Vivðirtgavfyllsi Ausíuvsivæii 22, Reykjavík. annað eins? Geta þeir ekki fengið þennan samherja sinn til að skrifa um kirkjuna með ofurlítið minni ósvífni og meira viti? Auðvitað skín fáfræðin jafn- framt út úr öllu saman. — Raun- ar veit eg ekkert um, hvort J>. Sv. fer rétt með það, sem Höfða- brekku Jóka eða aðrar afturgöng- ur kunna að „kenna“ um annað líf; hann er þeim líklega kunnugri en eg. — En hitt veit eg, að meiri hluti starfsmanna kristinnar kirkju vonar að heiðingjar muni geta, ef þeir vilja, snúið sér til Krists eftir dauðann. Og þær von- ir eru miklu eldri en J>. Sv. Hitt kom ekki eins flatt upp á mig, að hann mundi reyna að varpa skugga á Sadhu Sundar Sing, indverska prédikarann heimskunna, úr því að Sundar er ákveðinn andstæðingur spiritisma. En J>. Sv. varar sig ekki á hvað skugginn hans er stuttur, en Sundar stór, og auðsjáanlega veit hann harla lítið um þennan Ind- verja, því þá hefði hann líklega fært sumar fullyrðingar hans sér til tekna. — Indverjinn segist sem sé margoft fara í dulheima og sjá þá margt, sem öðrum er hulið, eitthvað í líkingu við J>. Sv., en sennilega fara þeir á ólík „svið“, og því hefir J>. Sv. ekki hitt hann. En til þess að J>. Sv. geti kynt sér þetta betur, áður en hann skrifar næst um Sundar, er mér ljúft að telja upp nokkrar bækur um þennan einkennilega mann: The Apostle of the bleeding feet, 1919 (æfisaga S.), Soul-stirring Messages, 1919 (ræður og dæmi- sögur S.). Saved to serve, 1919, Martyrs of India. Allar þessar 4 bækur eru eftir Alfred Zahir, Sub-Varden, Agra U. T. og prent- aðar í Sicandra-Agra á Indlandi. Ennfremur Sadhu Sundar Sing, Called of God, eftir A. Parker, og The Sadhu. A study in mysticism and practical religion, eftir pró- fessor Streeter í Oxford, og Ap- pasanny, indverskan fræðimann, báðar bækurnar prentaðar hjá Macmillan, London 1921, og nú komnar á dönsku og sænsku. — Mun dultrúarmönnum vorum finn- ast síðastnefnda bókin harla eft- irtektarverð, en vara skal eg þá samt við að byggja of mikið á kaflanum um ystu myrkur, því að Sundar lýsti því hvað eftir ann- að yfir í sumar 1 dönskum blöð- um, að þar hefðu höfundar alls ekki farið rétt með frásögur sín- ar. Loks má nefna æfisögu Sund- ars eftir M. Schaerer, prest í Sviss; var henni snúið á sænsku í vetur sem leið og prentuð 5 eða 6 sinnum; útgef. er „Lindblads Förlag“ í Uppsölum; er hún um 100 bls. og kostar kr. 1,50 svensk. Eg spái því, að þegar J>. Sv. hefir lesið 2 eða 3 þessara bóka, þá talar hann um Indverjann með meiri gætni. Minsta kosti sagði danskur ferðamaður við mig í sumar: „Eg fór af stað með mik- illi tortrygni að hlusta á ræðu Sundars Sing í vor í Danmörku, en aldrei hefir neinn maður gagn- tekið mig svo með ræðu sinni sem hann, og þó sögðu kunnugir að miklu áhrifameira væri að um- gangast hann en að hlusfa á ræð- ur hans.“ Auðvitað er það engin tilvilj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.