Tíminn - 23.09.1922, Page 2
124
T 1 M I N N
Til kaupfélaga!
/
H.f. Smjörlíjkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Eíiið íslensltan iðnað.
Biðjið uni íslenska smjörlíkið.
HREINN
er nýtt alíslenskt framleiðslufyrirtæki, sem kom-
ið hefir verið á stofn í Reykjavík og nú er
byrjað rekstur sinn, það framleiðir aðallega
þessar vörur:
Blautasápu, Stangasápu,
Handsápu, Skóáburð,
Leðurfeiti, Kjerti.
Verksmiðjan hefir nýtísku tæki og æfða erlenda
starfskrafta. öll áhersla lögð á, að framleiða
aðeins fyrsta flokks vörur.
Blautasápan er þegar tilbúin og hinar aðrar framleiðslutegundir-
nar verða til á næstunni.
Verksmiðjan er í „Skjaldborg“ við Lindargötu og hefir síma 1325.
Virðingarfylst
H.í. HREINN.
H.f.
r
Bágt er það, að ritstjóri
„Bjarma“ er enn þá prestlaus,
því að ansi er hann prestslegur.
Sést það einna best á gi’eininni
sem hann ritar í Tímann 9. sept-
ember. það er sem hann geri sér
í hugarlund, að hann standi yfir
moldum mínum, og semur því dá-
laglega líkræðu.
Lýsir hann mér fyrst í aðal-
dráttum, eins og sumum prestum
er tamt, er þeir semja líkræður
sínar. þegar hann er búinn að
telja upp helstu einkennin, til
dæmis: „að mér sé ekki sjálfrátt,
sjái ekki mun dags og nætur, sé
með alveg ósæmilega árás á hugs-
unarhátt bams, sé hart leikinn af
trúarhatri og ofstæki“, þá fer
hann að tyggja þetta að meira
eða minna leyti upp aftur, eins
og mörgum prestum er títt við
slík tækifæri. Og að síðustu er
gefið í skyn, að dvalarstaðurinn
muni ekki vera glæsilegur og
dóms,dagur muni mér erfiður.
„En enginn fær mig ofan í jörð,
áður en eg er dauður“.
En nú skal vikið að efninu.
Ritstjóri „Bjarma“ segir, að
pilturinn, sem eg mintist á í grein
minni, hafi að eins verið 9—10
vetra. Hann hélt, að sr. Magnús
hefði verið gestrisinn, sökum
þess, að hann var trúaður. Mér
hefir aldrei komið til hugar að
áfella krakkann fyrir þetta. Böm-
in læra því að eins málið, að það
er fyrir þeim haft. það þarf ekki
ýkjamikið „æruleysi“ til að giska
á, að þessi skoðanabaggi, sem
piltur þessi var að burðast með,
hafi verið heimafenginn, hversu
hollur sem hann hefir verið. það
er því til einskis fyrir ritstjóra
„Bjarma“ að reyna til að telja
nokkrum trú um að hér hafi ver-
ið um árás á krakka að ræða.
Krakkinn var eins og hljóðritinn.
Hann tekur auðvitað á móti því,
sem að honum er rétt. Til hvers
væri að atyrða plötuna fyrir ljóta
vísu, sem á hana hefir verið rit-
uð? Krakkamir geta ekki gert áð
því, þótt einhverjir fullorðnir
troði í þá fávíslegum skoðunum.
þá tekur lítið betra við, þegar
hr. Ástvaldur fer að lýsa viðtök-
unum, sem vinir Krists fá hverir
hjá öðmm. Segir hann, að
„tungumálamunur og margt ann-
að ólíkt verði sem smámunir ein-
Ir, þegar vinir Krists finnast,
enda þótt þeir hafi aldrei sést“.
Hver skyldi þakka þeim, þótt þeir
væm ekki verri en allir aðrir. Er
það ekki sjálfsagður hlutur, að
allir „almennilegir“ menn taki
hverir öðrum vel, er þeir hittast,
ef þeir hafa sameiginleg áhuga-
mál? Annað mál er það, að það
fer stundum tvennum sögum um
samlyndi „vina Krists“. þess em
dæmi, að sumir þeirra hafa ekki
vílað fyrir fyrir sér að vega að
öðmm „vinum Krists“, hafi þeir
haft nokkra nasasjón af því, að
þeir hafa þótt helst til frjáls-
lyndir. Og kristnum þjóðum tjáir
ekki að tileinka sér alla gestrisni.
Talið er víst að Búddhatrúar-
menn séu þeim miklu fremri um
hana. það er til dæmis fullyrt, að
í sumum Búddhatrúarlöndum
þurfi meira að segja kristnir trú-
boðar enga peninga til þess að
fara þar fram og aftur. Og eiga
samt Búddhatrúarmenn mörgum
kristniboðanum grátt að gjalda,
fyrir allan trúmálaróginn. Hólið,
sem hr. Ástvaldur ber á hina
„trúuðu“, á miklu fremur heima
í „Bjarma“ litla en víðlesnu
blaði, því „alt er gott í gula kött-
inn“, segir máltækið. Lesendur
-,,Bjarma“ eru að minsta kosti
orðnir slíkum vottorðum vanir.
En verst er þegar ritstjóri
„Bjarma“ snýr alveg bakinu við
henni Höfðabrekku-Jóku. Honum
blöskrar, að eg skuli nefna þær
fcáðar í sömu andránni. Segist
hann vera „alveg forviða" á því,
að eg skuli tala um kirkjuna og
Jóku, „líkast því, sem þar væri
um tvær stallsystur að ræða“.
Satt var það, að eg nefndi þær í
sömu andránni. En hvernig í
ósköpunum getur maðurinn látið
svona? Hann veit, að eg hefi
aldrei nefnt þær stallsystur. Hitt
veit hann, eða ætti að vita, alveg
eins og eg, að hér var um andleg-
ar m æ ð g u r að ræða. Eða var
ekki „hin sannlúterska evangel-
iska íslenska þjóðkirkja“ hennar
andlega móðir? það er meira að
segja ekki vonlaust um, að hún
hefði verið ein af kaupendum
„Bjarma“, ef hann hefði verið
fæddur þegar hún var uppi á
foldu. Og þá hefði hún eflaust
skrifað ritstjóranum eitt þessara
þakkarbréfa eða vottorða, sem
birtast ekki svo sjaldan í sjálfu
blaðinu frá ónafngreindum mönn-
um hingað og þangað utan af
landi. En hr. Ástvaldi ferst illa
við Jóku. þykist hann ekki þekkja
kenningu hennar? Er það í meira
lagi undarlegt, þar sem hún er
skráð í þjóðsögunum. Munu flest-
ir læsir menn kunna samtal
þeirra síra Magnúsar og Jóku.
„Ula fórstu með þig, Jóka“, sagði
klerkur. „Og minstu ekki á það,
Mangi prestur“, ansaði Jóka,
„seint er að iðrast eftir dauðann“.
Allir vita að kirkjan hefir hald-
ið mjög þessari kenningu á lofti,
að seint væri að iðrast eftir dauð-
ann. Eða hefir hún ekki verið að
brýna það fyrir mönnum að bæta
ráð sitt, áður en þeir yrðu að
kveðja þennan heim? Er það tóm-
ur misskilningur ? Satt að segja
mun það vera með því fáa, sem
telja má kirkjunni til gildis, að
hún heíir leitast við að gera
þetta. Hitt er annað mál, að hún
hefir gert það með því að ota að
mönnum hinum fáránlegustu
kenningum. Ritstjóri „Bjarma“
segir, að fáfræðin skíni út úr öllu
hjá mér, er eg tala um þessi efni.
Hvernig? Eg lét þær standa hlið
við hlið, kirkjuna og Höfabrekku-
Jóku, einmitt af því að eg vissi,
að þeim kom hér saman um þessa
kenningu: „að seint er að iðrast
eftir dauðann“. Og kirkjunni er
engin minkunn að Jóku. Sá var
hagur sem hana gerði, — alveg
eins og allir þeir, er hafa verið að
klöngra saman kirkjunni, þessu
„ófullkomna mannavefki“, sem alt
af er ð bila, þrátt fyrir siðabæt-
ur, heimatrúboð, vakningar og
hver veit hvað.
Reyndar verður ekki annað sagt
en að klerkar og kennimenn hafi
stundum verið fúsir til að íella
úi kenningarkerfi kirkj unnar,
þegar vandað hefir verið um við
þá. Vil eg benda hér á dæmi, sem
er alveg við hendina.
Herra Ástvaldur hefir — eins
og allir vita — verið á háaflugi
með helvítis- og útskúfunarkenn-
ingu kirkjunnar. Og mergurinn í
prédikunum hans hefir verið þessi
kenning Ilöfðabrekku-Jóku: „áð
seint væri að iðrast eftir dauð-
ann“. En nú er hann eins og laf-
hræddur álftarungi, er fatast
fiugið. pví sjáum vér ekki hvar
hann hnígur niður úr háa lofti,
þegar hóað er duglega í hann?
Hann fullyrðir nú, „að meiri hluti
starfsmanna kristinnar kirkju“
voni, að menn geti snúið sér til
-Krists eftir dauðann. „Öðru vísi
roér áður brá“. En á hverju reis-
ir „meiri hlutinn“ þessa von sína?
Líklega á líkum. En hvaðan eru
honum komnar þessar líkur? Frá
réttlætistilfinningu manna, er
hafa risið gegn þeirri endemis-
kenningu, sem kirkjan hefir
verið að hampa, að sjálfur guð
ætti að skapa sálir af kappi miklu
og senda þær þangað, sem hann
vissi að ekkert annað gat legið
fyrir þeim en að verða að ævar-
andi eldivið hjá andskotanum.
pessu heíir kirkjan haldið fram
og tjáir þar ekki á móti að mæla.
petta vita allir, því allir höfum
vér, sem komnir erum til vits og
ára, alist upp við þennan þokka.
En nú er kirkjan íarin að fara
í felur með þessa kenningu, að
minsta kosti hér á landi. En það
verður ekki annað séð en að hel-
vítiskenningin sé í fullu fjöri á
ættlandi Bjarmastefnunnar, Dan-
roörku. Sést það greinilega á eft-
irfarandi orðum sr. Estrups, er
hann sagöi í ágúst í sumar á
fundi einum í Kellerup á Jótlandi.
Klerkur þessi segir:
„Helvítislygar, hræðilegar lyg-
ar, hljóma frá mörgum prédikun-
arstólum trúlausra presta í land-
inu. pað eru margir prestar hér
1 landi, er draga heila söfnuði til
helvítis. Til eru líka djáknar, er
draga marga með sér til vítis.“
Svona glæstum augum lítur
þessi drottins þjónn á trúarlífið
suður í Danmörku. En hvað
skyldi hann segja, ef hann vissi
um seinasta undanhald ritstjóra
„Bjarma“, vissi hvernig honum
fatast flugið ? /
En svo er annað. Gerum ráð
fyrir, að hr. Ástvaldur telji sig
fylgjandi „meiri hluta starfs-
manna kristinnar kirkju“, er álít-
ur að framliðnir rnenn geti iðrast
eítir dauðann. Hvar hyggur hann
að þeir séu, meðan þeim gefst
kostur á að iðrast eftir dauðann?
Fara þeir eins og þeir eru fyrir
kallaðir, rakleitt upp í himnaríki,
og er þeirn boðuð hin rétta trú
þar? Eða fara þeir niður til hel-
vítis og taka þar kristna trú? Er
nú „meiri hlutinn" farinn að
skoða helvíti sem einskonar trú-
boðsstöðvar, þar sem reynt sé að
snúa mönnum til réttrar trúar eft-
ir dauðann? Eða er nú meiri hlut-
inn farinn .að trúa því, að til sé
þriðja tilverustigið, þar sem
„kristnir“ og „heiðnir" heiðingjar
geta hafst við, er þeir hverfa héð-
an? Ilr. Ástvaldur gefur í skyn,
að skoðun þessi muni vera komin
af barnsárunum. En hvers vegna
lrefir lúterska kirkjan þagað yfir
þessari skoðun sinni eða trú í
allar þessar aldir? pessu verð eg
að biðja hr. Ástvald að svara, og
reyna að verða nokkru rökfastari
en hann er vanur að vera í
„Bjarma“.
pá minnist hr. Ástvaldur á
Sadhu Sundar Shing. Segir hann
að það hafi ekki komið flatt upp
á sig, að eg mundi reyna að varpa
skugga á þann mann. þegar þurk-
uð er helgislepján af ummælum
hr. Ástvaldar, mundu þau hljóða
eitthvað á þá leið, að hahn þekti
mig svo, að eg væri manna vís-
astur til að bera óhróður á þeim-
Komandi ár.
Gagnstæðir straumar (frh.).
Verðhækkunin hefir lialdið áfram sigurför sinni hér
á landi. peir sem hafa átt hús, lóðir eða jarðeignir hafa
haldið, að þeir væru orðnir ríkir og myndu halda áfram
að vera það. En nú er nokkuð annað að verða uppi á
leningnuin. Islenskar afurðir falla erlendis á heims-
markaðnum, fyrst og fremst í hlutfalli við hið almenna
verðfall, en sérstaklega af því að þær hafa flestar þröngan
eða staðbundinn markað, og eru sumar ekki taldar nema
í annari eða þriðju röð að gæðum. Tekjur landsins minka
þannig ár frá ári, eftir því sem afurðirnar falla. En inn-
anlands helst dýrtíðin við. Dýru jarðirnar, sem gengið
hafa kaupum og sölum í sveitum siðustu 8 árin, eru
banabyrði á bökum þeirra, sem keypt hafa og starfrækja
þær nú. En þó er dýrtíð kaupstaðanna miklu hættu-
legri. þar hafa hús og lóðir viða fimmfaldast í verði.
Og þeir sem búa í þessum húsum, nýkeyptum eða leigð-
um, verða að gjalda vextina af þessum háu upphæðum.
Daglaunamenn, sjómenn, búðarfólk, handiðnamenn og
starfsfólk landsins, verður að hafa 10—20 krónum hærra
kaup fyrir hvern venjulegan starfsdag til að geta staðist
þessa óeðlilegu verðhækkun. Tekjur þjóðarinnar fara
þannig sílækkandi. Útgjöld við daglegt líf manna fram-
leiðsluna, lækka að visu nokkuð, en langtum seinna.
þannig hættir þjóðin að vera samkepnisfær. í fyrstu
eyðist stríðsgróðinn, og hann er nú löngu farinn. þar
næst eru tekin lán til að jafna hallann. það hefir nú
verið gert um stund. En til lengdar getur engin þjóð
glímt við tekjuhalla á framleiðslunni. þá kemur hrunið.
Verðhækkunin með öllum sínum afleiðingum er verk
samkepnisstefnunnar. Hún hefir drotnað á flestum svið-
um þjóðlifsins.Hún freistaði hinna þröngeigingjörnu og
skammsýnu með stundargróða, sem ekki þurfti fyrir að
hafa. Eignir hækkuðu í verði um tugi þúsunda meðan
eigendurnir sváfu. En nú eru vextirnir af þessum gróða,
sem enginn vann til, að sliga þjóðfélagið. Fyr en varir
kemur eldurinn að húsveggjum þeirra, sem kveikt haía
l)álið, og vonuðu þó, að hinni óverðskulduðu verðliækkun
fylgdu engar skuggahliðar, fyrir þá persónulega. þetta er
önnur hlið málsins. þetta er straumur lcaupmenskunnar
og gróðabrallsins. Einstaklingurinn leitast þar við að
auka sína eigin gæfu með því áð hækka sem mest í verði
lifsnauðsynjar nábúans. En ein hækkunin fæðir aðra.
pannig vex dýrtiðarbylgjan, uns hún gleypir sína eigin
höfunda.
Andi og starfshættir samkepninnar hafa skapað dýr-
tíðina, og afleiðingar hennar. En andi Rochdale-stefnunn-
ar er allur annar. Samvinnan er gagnverkandi straum-
ur. Takmark hennar er að minka dýrtíðina sem allra
mest. Gera neytendunum kleift að fullnægja sem flest-
um þörfum, með sem minstu fé. Eins og nú er komið
fyrir íslensku þjóðinni, liggur hennar einasta bjargar-
von i því, að starfsaðferðir samvinnunnar geti notið sín,
þannig að samræmi komist aftur á milli útgjalda og
tekna. þetta er ekki áhlaupaverk. það verður ef til vill
óslitið starf margra kynslóða. En því fyr sem stefnu-
breytingin er hafin, því fyr gætir áhrifanna.
Menn munu þá spyrja: „Hvernig eru starfsaðferðir
samvinnunnar? Hvernig hefir þessari stefnu tekist að
framkvæma hugsjónir sínar?"
Spurningunni er að nokkru leyti svarað hér á und-
an. I-Iið fyrsta kaupíélag í Rochdalc var stofnað af blá-
fátækum vefurum. Með mestu sjálfsafneitun gátu þeir
'sparað nokkra aura á viku til að safna sér veltufé. En
með því að versla í kaupfélaginu, spöruðu þeir kaup-
mannsgróðann. Um hver áramót fékk hver félagsmað-
ur sinn hlut af þessu sparifé. þá gátu verkamennirnir,
sem verslað höfðu í kaupfélaginu, fullnægt ýmsum þörf-
um, sem stallbræður þcirra, er versluðu- við kaupmanns-
búðina, gátu ekki. Sumir þessir verkamenn sáust með
nýjan hatt. Börn annara gengu betur til fara á sunnu-
dögom en títt var um börn þessara blásnauðu manna.
í liús eins þessa öreiga kom hljó.ðfæri, fyrir kaupmanns-
álagningu nokkurra ára samanlagða. þetta hafði áhrif.
Nábúarnir sáu að kaupfélagið sparaði útgjöld, og fjölgaði
lífsþægindum, með þvi að minka dýrtíðina. þessvegna
fjölgaði félagsmönnum. þessvegna liefir samvinnan farið
sigurför land úr landi. í spor kaupfélaganna fylgdu iðn-
aðarfyiiitæki, sem rekin voru af neytendafólögunum. í
þeim tveim löndum, sem íslendingar skifta mest við, Dan-
mörku og Englandi, eiga sambönd kaupfélaganna margar
verksmiðjur, og er þeim fjölgað ár frá ári. Altaf er
stefnt nær því takmarki, að samvinnuielögin geti trygt
félagsmönnum sínum sem allra flestar neysluvörur með
sannvirði, bæði miðað við sölukostnað og framleiðslu.
Af öllum þeim öflum i heiminum, sem vinna að þvi
að minka dýrtiðina, og það böl, sem af hcnni leiðir, er
samvinnan áhrifamest. Braskarar, auðmenn og auðmanna-
hringir nota eftir fremstu getu afl sitt og aðstöðu til að
auka dýrtíðina. Samkepnisstefnan veldur hinum öeðlilega
hækkandi straum verðlagsins, sem virðist kominn nærri
því að valda kollsiglingu framleiðslunnar liér á landi.
Samvinnan er hinn gagnstæði fjármálastraumur. Takmark
hennar í öllum iöndum er að lækka framleiðslulcostnað-
inn til að auka lífsþægindi og bæta mannleg kjör. Úr
fcögu síðusþu ára má nefna nokkur dæmi. þegar stríðið
skall á 1914, áttu flestir kaupmenn og kaupfélög meiri
og minni vörubirgðir, sem vitanlega var alt keypt inn
áður en nokkur maður vissi von styrjaldar og verðhækk-
unar. því nær allir kaupmcnn hæklcuðu fyrirliggjandi
vörur, þegar neyðin færðist nær, og sumir stórkostloga.
Kaupfélögin hækkuðu ekki neitt, enda hefði hækkun þar