Tíminn - 25.11.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1922, Blaðsíða 4
160 T 1 M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Ilaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. WfT íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, P.«. Reykjavik. BAÐLYF (kreólin) eru til sölu á kr. 1,25 líterinn. Landsverslim. Oóðar bæknr nýprentaðar: Grimms æfintýri, með mörgum og góðum myndum, 1. hefti. Yerð í bandi 3 krónur. Kross og Hamar, smásaga frá Noregi, eftir Edw. Knutzen. Verð í kápu 1 króna. Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum um alt land. r, Linigi 19, MairL c. w. s. 5amvinnumenn á Englandi framleíða sjálfir sápurnar sem þeir þurfa að nota. Vörumerkið C. W. S. er þeim full trygging fyrir því að sápan sé sú besta sem fáanleg er og að verðið sé ekki hærra en framleiðslukostnaðurinn. Samvinnu Sápur . Pantanir . afgreiddar . tafarlaust. um alt land . . gegn . . -eftirkröfu.- - - Öllum - - fyrirspurn- . uin svarað. - nm hæl. - Pér höfum fyrirliggjandi birgðir af hinum heimsfrægu C. W. S. þvottasápum, og gefum íslendingum kost á að kynnast af eigín reynslu hve ágætar vörur hægt er að framleiða, þegar eingöngu er kept að því að búa til handa sjálfum sér þær bestu vörur, sem hægt er. Pantið þessar ágætu sápur hjá oss, og sannfærist um hin óviðjafnanlegu vörugæði. Kaupfélag Reykvíkinga 4 sölubúðiv í Reykjavík. Símav 728 &. 1026. Pósíhólf 516. Frá útlöndum. Bæði á þýskalandi og í Svíþjóð hafa jafnaðarmenn treyst aðstöðu sína með því að sameinast betur en áður. Undanfarin ár greindust þeir í tvo aðalflokka: hægfara og róttæka jafnaðarmenn. 1 báðum löndunum hafa flokkamir nú sam- einast. — Á Italíu hafa orðið mikil umskifti á stjómmálasviðinu. Undanfarin ár hefir flokkur Fascista látið þar mikið til sín taka. Mynduðu þeir harðvítugan félagsskap um alt land og vopn- uðu félagsmenn sína. Tóku þeir ■völdin af yfirvöldunum og beindu einkum ofbeldi gegn verkamönn- um. En verkamenn vopnuðust á móti og má svo að orði kveða að óslitin borgarastyrjöld hafi stað- ið milli þessara flokka á Ítalíu langa hríð. Yfirvöldin gátu ekki ráðið við neitt, enda þorðu stjórn- irnar hvorugan flokkinn að styrkja. Voru það daglegir við- burðir að Fascistar réðust á ein- staka verkamenn eða flokka og drápu þá, eða rufu hús þeirra, prentsmiðjur o. s. frv. En hinir reyndu að gjalda í sömu mynt eftir bestu getu. Og nú hefir Faseistum vaxið svo fiskur um hrygg, að þeir hafa framið full- komna stjórnai'byltingu, rekið af stóli fyrverandi stjóm og sett í sæti forsætisráðherra foringja sinn Mussolini og hefir hann myndað nýja stjórn. Er æfiferill þess manns ærið mislitur, því að á unga aldi’i var hann einn helst- ur í hóp hinna ofsafylstu jafn- aðarmanna og ritaði þá mjög í blöð þeirra. — Konstantín Grikkjakonung- ur fyrverandi er nú ákærður um landráð og jafnframt hafa fund- ist gögn íyrir því að hann hefir farið miður vel með fé ríkisins. Hefir hann varið mörgum miljón- um drakma til þess að kosta er- endreka sína um alla Norðurálf- una sem áttu að tala máli hans í blöðunum og beita mútum máls- stað hans til styrktar. — Stjómarblað Bolchewicka- stjórnarinnar skýrir frá því að tekjuhalli ríkisins yfirstandandi ár sé 33 triljónir rúbla. Svo há tala er sjaldséð áður. — þýska stjórnin neyddist til að segja af sér um miðjan þenn- an mánuð og hafði þá setið rúm- lega í hálft ár. Hinn nýi ríkis- kanslari var forstjóri hins mikla skipafélags: Hamborgar-Ameríku- línunnar. Hefir hann ekki tekið þátt í stjómmálum áður og myndar ráðuneyti sitt utan allra pólitiskra flokka. — Úrslit ensku kosninganna komu mörgum á óvart. Unnu aft- urhaldsmenn hinn mesta sigur og voru kosnir 343 flokksmenn þeirra. Flokkur Lloyd George fékk ekki nema 52 þingsæti og frjálslyndi flokurinn gamli aðeins 57 þingsæti. Jafnaðarmenn fengu 140 þingsæti, en 13 eru utan flokka. Afleiðing þessara kosn- inga er sú að stjóm sú er Bonar Law myndaði situr örugg í sessi þetta kjörtímabil. Eru þetta al- varleg tíðindi heimi öllum. því að það má telja víst að þar sem afturhaldsliðið hefir náð svo ör- uggri aðstöðu muni yfirdrotnun- arstefnan gera meir vart við sig en áður í utanríkismálastjórn Englendinga og af því munu margir súpa seyðið. Fagna Frakk- ar þessum úrslitum en þjóðverj- ar hyggja hið versta til. — Tyrkjasoldán er flúinn úr Miklagarði af ótta við Kemal Pasha og lið hans. Fór hann til Malta á náðir Englendinga. — Enska stjómin nýja hefir boðið Lloyd George sendiherra- embættið í Washington. Mun það hafa verið tilgangurinn að losna þannig við hann. En Lloyd Ge- orge hafnaði boðinu og lýsti því yfir að hann legði ekki niður þingmensku né hætti afskiftum af stjórnmálum. — De Valera, foringi írsku uppreistamiannanna lætur það boð út ganga að samningurinn við England sé úr gildi genginn, enda sé þá bráðabirgðastjómin írska ólögleg. ----o---- Á víð og dreíf. þreföld samábyrgð. Kaupmannamálgögnin úthella vikulega beiskum táram yfir því, að bændur skuli hjálpast með samábyrgð að kaupa inn nauð- synjavörar sínar án þess að kaup- mönnum gefist færi á að éta þar með úr hverjum diski. þeir gæta þess ekki að kaupfélögin eru einkafyrirtæki félagsmanna, og öll umhyggja utanfélagsmanna fullkominn slettirekuskapur. Ef kaupfélagsmenn verða fyrir fjár- hagslegum óhöppum, þá bera þeir sjálfir skaða sinn, en biðja ekki óviðkomandi menn hjálpar. Öðru máli er að gegna með kaupmannahðið. það hefir nú á síðustu missírunum betlað sér út samábyrgð bænda fyrir stórkost- legum lánum, sem á engan hátt koma sveitunum að gagni, heldur sum þvert á móti gera sveitunum stórtjón, og aldrei neitt gagn. Fyrst eru togaralánin. Brask- aralýður Reykjavíkur keypti í vitleysu marga togara, fékk lán í Englandi að nokkru, og svo í Is- landsbanka. þegar kom að skulda- dögunum, gátu þessir vitru og voldugu samkepnismenn ekki stað- ið í skilum út á við. Skipin hefðu verið tekin af þeim og þeir stað- ið slyppir og snauðir, ef öll þjóð- in hefði ekki gengið í ábyrgð fyr- ir eigenduma. Svo bændumir standa þama í samábyrgð fyrir spekúlantana í Rvík. Nú eru sum þessi félög víst í þann veginn að fara á hausinn, svo að samvinnu- menn landsins fá þá að v'ta hvað er að ganga í ábyrgj íyr'r kaup- mennina í höfuðstaðnum. Svo kom enska lánið. Mestalt sökk það í íslandsbanka, fór á svip- stundu í að bjarga braskaralýð kauptúnanna, til að grynna á skuldum þeirra erlendis. Ekki vita menn til að einn eyrir af enska láninu hafi gengið til að greiða götu bænda. Litlu eftir að það var tekið, gat Búnaðarfélag Islands ekki flutt inn þúfnabana, af því að ekki var peninga að fá. Gg að lokum kom svo Reykja- víkurbær á dögunum og sníkti út samábyrgð landsins fyrir hálfri miljón til vatnsveitu. það var al- veg óþarft lán, ef útgerðarmenn eyddu ekki drykkjarvatninu í óhófi, þar sem þeir ættu að nota sjó. þannig er munurinn á sam- vinnumönnum og braskaralýð bæjanna. Bændur bjarga sér sjálf- ir. Kaupmenn eyða á ábyrgð ann- ara, koma svo eins og vesalir betlarar til að fá hjálp þeirra, sem eru efnalega sjálfstæðir og eyða ekki úr hófi fram. Sr. Arnór geiflar á saltinu. Arnór klerkur í Hvammi hefir nú skilið, að hans hróður var mestur, með því að játa það op- inberlega í Mbl., að hann var einn af þeim, sem á Sambands- fundi 1919 sáu nauðsyn til að verðlaunaðar væru greinar, sem hnektu lygum og rógi kaup- manna. þetta hefir karl nú játað, og var það rétt gert af honum. Hitt þykir honum beiksara að játa, að hann hafi orðið að éta oían í sig á fundinum. Sú við- kvæmni er óþörf. Fundarmenn heyrðu og sáu athöfnina. Og þarf lærisveinninn að setja sig á háan hest yfir meistaranum? Hafa ekki kaupmenn, útgefendur Mbl., hvað eftir annað étið ofan í sig lygar og dylgjur um samvinnu- menn? Amór þarf alls ekki að skammast sín fyrir að gera það sem yfirboðarar hans og hús- bændur gera. Að segja ósatt og renna svo öllu niður, er nokkuð sem tilheyrir í þeirra stétt. þá fylgir hann öðram Mbl.mönnum í því, að vilja rýra Pétur heit- inn Jónsson dáinn, og má það heita undarleg illgimi að geta ekki látið þá framliðnu njóta hvíldar í gröfinni. Er þetta góð viðbót ofan á rógmælgi B. Kr., að Pétri hafi gengið svik og yfir- drepsskapur til að koma á lands- verslun með kornvöra. Rússnesku börnin. Enn er harðæri í Rússlandi og safnað gjöfum víða um lönd handa hungruðum börnum. Enska hjálparnefndin hefir snúið sér til kvenfélaga í Rvík um að safna gjöfum hér á landi. Hefir söfn- unin borið allgóðan árangur. Gjafir utan af landi má senda ungfrú Ingu Lára Lárusdóttur. B. Kr. vitnar um sjálfan sig. Eftir að samvinnumenn voru búnir að kveða B. Kr. svo í kút- inn, að ekki var heil brú- eftir í öllum blekkingavef hans, þorir karl ekki að láta nafns síns get- ið. Nú er hann farinn að fyrir- verða sig fyrir sitt eigið nafn, eins og hann fyrirvarð sig í upp- hafi fyrir laumupésann. Nú koma í Mbl. hver greinin eftir aðra, úr sömu verksmiðjunni, sumpart væmið lof um B. Kr., sumpart endurtelmingar á þeim ósannind- um, sem búið er að keyra marg- föld ofan í karl. Alt er undir dul- arnafni. I einni greininni er ver- ið að sýna fram á, að B. Kr. sé gæfumaður, af því hann hafi safnað miklum auði, þótt hann að hinu leytinu sé öreigi. I ann- ari grein heitir höfundurinn „Ingimundur gamli“. I hinni þriðju „Skagfirskur kaupfélags- maður“. Er sú persóna ákaflega hrifin af B. Kr. En allir eru þess- ir menn sama persónan, sem fyr- ir eitthvað 50 árum stóð fyrir rétti á Eyrarbakka, og sagði þar þessi landfrægu orð: „Eg var 14 ára á Góunni“. Snemma byrja manna mein. ** -----o---- Gullfossi hlektist á lítilsháttar á Flateyri um miðja vikuna. Gerði ofsaveður meðan skipið lá við bryggju, losnaði Gullfoss frá bryggjunni og rak á land, en bryggjan skemdist. Á næsta flóði náðist skipið aftur á flot alveg óskemt. Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lainpa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. G-reið viðskifti. ísleusk kerti 3 tegundir af JLjósakrónu- kertum og Jólakertum. Þessar vörur eru jafngóðar og hinar bestu erlendu en ódýrari. Hreins-kerti fást í flestum verslunum bæjarins. H.f. Hreinn, Sími 1325. Skjaldborg. Eldur kviknaði í geymsluhúsi Vaðnesverslunarinnar á Lauga- vegi, eina nóttina í þessari viku. Brann mikið af vörum en húsið stendur mikið brunnið. Gaus upp sá kvittur að brotist hefði verið inn í húsið þessa sömu nótt og kveikt í því jafnframt, en nú er það a. m. k. borið til baka um innbrot og þjófnað. Nýjar bækui’. Bókaverslun Sig- urjóns Jónssonar sendir tvær nýjar bækur á markaðinn, báðar þýddar af Theódóri Ámasyni. Er önnur þeirra 1. hefti af hinum frægu þýsku Grimmsæfintýrum. Eru margar góðar myndir í bók* inni og verður hún vafalaust vin- sæl barnabók. — Hin er saga sem gerist í Noregi í byrjun 17. aldar og styðst við sögulega viðburði. Segir nafnið til innihalds: Kross og hamar. Karlakór K. F. U. M. hélt sam- söng í gærkvöldi í Bárunni fyrir troðfullu húsi og við hinn besta orðstýr. Söngstjórínn er hinn sami og áður, Jón Halldórsson rík- isféhirðir. En hið allra ánægju- legasta um þennan samsöng er það að um miklar og áframhald- andi framfarir er að ræða ár frá ári hjá ^essum karlakór. Við- fangsefnin voru nú þyngri og veigameiri en þau hafa verið nokkru sinni áður, og alt enn betur af hendi leyst en áður. Kórinn er nú stærri en áður, sungu 35 í gær, en aðalstofninn er vitanlega hinn sami og var. Látinn er á heimili sínu á Gröf í Breiðuvík Einar Gunnarsson cand. phil., hinn 23. þ. m. Einar Gunnarsson var þjóðkunnur maður fyrir blaðútgáfu og ýmis- lega starfsemi. Hann var prýði- lega gefinn og reikningsmaður með afbrigðum. Hann var einn af helstu stofnendum Landvarn- arflokksins. Ritstjóri: Tryggvi pórhaJUsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.