Tíminn - 09.12.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 165 arafl almennings hefir að vísu sett á hann horn og klaufir, en kirkjan hefir þó aldrei talið hann meðal fénaðarins. „Á kviði þínum skalt þú skríða og mold eta alla þína æfidaga". Aldrei hefir djöflinum verið svo lýst, að hann skríði á kviði sínum og eti mold, jafnvel af þeim, sem best þekkja hann. Aftur er það al- kunnugt um höggorma, að þeir skríða á kviði sínum og forn trú í Austurlöndum að þeir eti mold. „Og fjandskap vil eg setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis; það skal merja höfuð þitt og þú skalt merja hæl þess". Er það glögt að sæði kon- unnar merkir alt mannkyn, en sæði höggormsins höggormakyn. Hvað gæti sæði höggormsins tákn- að ef það væri rétt skýring, að höggormúrinn hafi verið djöfull- inn? Kverið veit ekki af neinum hans holdgetnum afkvæmum að segja. Hér er verið að segja frá baráttunni milli manna og högg- orma. Höggormarnir ráðast aftan að þeim, sem framhjá ganga, og bíta í hælinn, en menn reyna að merja höfuð þeirra. En í kver- inu segir, að hér „boði guð mönn- um fyrirfram að hann ætlaði að senda endurlausnara í heiminn" (§ 70). Sú skýring er jafnfráleit og hún til þessa hefir verið al- geng. fessi saga mun vera líkt til komin og t. d. skýring forn- manna á þrumum og eldingum. Hvernig stendur á þessum fyrir- burðum? hafa menn spurt sig, og svo myndast sagan um þór, sem ekur um himinhvolfið. Á sama hátt hafa Austurlandabúar undrast þann fjandskap, sem á sér stað milli manna og högg- orma, og leitað skýringa á þeim þrautum, sem maðurinn býr við. Upp úr því myndast saga um það að höggormurinn hafi í fyrndinni tælt manninn til að seilast eftir sérréttindum guðanna, þekking og ódauðleika, en hefnst fyrir, því drottinn hafi fyrir bragðið lagt á hann ömurlegt líkamslag og lifnaðarhætti, en þrautir á manninn og sett ævarandi fjand- skap milli þeirra, þar sem hver yrði öðrum að bana. 1 þessu kem- ur fram sama guðshugmynd og í frásögunni um Babelsturninn og í Promeþevssögninni. Guðirnir öf- undast yfir framförum mann- anna og reyna að hindra þroska þeirra. Hversu ólíkur er ekki þessi heiðindómur anda fjallræð- unnar: Verið þér því fullkomn- ir eins og yðar himneski faðir er fullkominn. — Fullyrðingar kvers- ins eru því í mótsögn við heim- ildina, þar sem sagt er að djöf- ullinn hafi gint Evu og það kall- að fyrirheit um Krist, sem ber- sýnilega er lýsing á baráttu högg- orms og manns. Hér hefir aðeins verið gripið á nokkrum atriðum, en þar hefir komið í ljós, að kenningar kvers- ins eru ýmist í mótsögn við nátt- úruvísindin eða í ósamræmi við biblíuna. Er þar ýmist slept höf- uðatriðum úr hinum fyrstu frá- sögum gamla testamentisins, eða bætt við því, sem enginn stafur er fyrir, og skýringar kversins þráfaldlega rangar. Kverið hegg- ur af hæl og tá til að koma efn- inu í skó miðaldaguðfræðinnar. Að vísu væri ekki betur farið þó kverið væri alstaðar í fullu sam- ræmi við þessar frásögur, sem flestar eru fornar „mytur" og að vísu mikilfenglegar, en þó næsta barnslegar í ljósi kristilegrar þekkingar. En samt geta hinir íhaldssömustu vinir kversins ekki lengur varið þær kenningar kversins, sem við enga skynsemd hafa að styðjast, þegar sýnt er fram á ósamræmi þeirra og ritn- ingarinnar. Nema þeir taki þann kost að halda því fram, að það sé ekki ritningin sem sé innblás- in, heldur kverið, þar sem ekki ber saman, eða hinu, sem er engu óaðgengilegra, að heimurinn sé skapaður eftir því. Framh. Ásgeir Ásgeirsson. »Gjaíír eru yður gefnar«. Mig rak í rogastans er eg las það í Tímanum að íslandsbanki hefir gefið fáeinum mönnum margar miljón ir króna. Við höfum ekki alist upp við það sveitabœndurnir, að láta gefa okkur á slíkan hátt. Eg fór að gera mér grein fyrir því hvað þetta væru miklar upphœðir. Og til þess að glöggva mig á því betur fór eg að athuga jarðamatið nýja, og bera gjafaupphæðirnar sam- an við fasteignirnar í landinu. þá fyrst varð mér það fyllilega ljóst, hve gjafirnar eru miklar. Læt eg fylgja hér á eftir dálítið af þess- um samanburði jarðamatsins og ís- landsbankagjafanna. 1. Eg byrja þá á Copland, þessum enska gesti, sem hér hefir dvalist um hríð. Eg bar saman við jarðamatið. Eg þurfti að vera stórtækur é fast- eignirnar. Niðurstaðan varð þessi: Ef tekið er alt jarðarverð (án húsa og nýjustu umbóta) í fjórum sýsl- um: Mýrasýslu, Strandasýslu, Nor- ur-pingeyjarsýslu og Austur-Skafta- fellssýslu, og aðelns eln Jörð undan- skílin, þá kemur út sú uppbæð, sem íslandsbanki befir gefið Copland. Með öðrum orðum: íslandsbanki hefir gefið Copland jarðarverðið í 4 — fjórum — sýsl- um, að einni Jörð undanskilinni, samkvæmt hinu nýja jarðamati. Slik rausnargjöf hefir aldrei fyr verið gefin á íslandi. Enda er mað- urinn sjálfsagt mikilla launa verður, og sá vel að efnum kominn sem gefur. 2. Hina næsthæstu upphæð hefir hiotið félagið Helgi Zoega & Co. Eg leitaði i jarðamatinu að stórbýlum og frægra manna jörðum. En eg þurfti að telja fram nokkuð margar til þess að fá upphæðina. Upptaln- ingin er þessi: Hvanneyri í Borgarfirði, Ytri-Hólmur á Akranesi, Geitaberg, Grund í Skorradal, Deildartunga, Síðumúli, Arnbj argarlækur, Ferjukot, Knarrarnes, Fróðá, Hjarðarholt i Dölum, Ásgarður, Króksfjarðarnes, Hagi á Barðaströnd, . þorfinnsstaðir í Önundarfirði, Staður í Súgandafirði, Vigur, Ljúfustaðir, ,. Tröllatunga, Melar i Hrútafirði, Lækjamót, Ás í Vatnsdal, Sveinsstaðir, Hjaltabakki, Stóridalur, Geitaskarö, Veðramót, Páfastaðir, Ytra-Vallholt, Goðdalir, Álfgeirsvellir, Frostastaðir, Tjörn í Svarfaðardal, Fagriskógur, þúfnavellir, Hrafnagil, Kroppur í Eyjafirði, Litla-Eyrarland, Svalbarð á Svalbarðsströnd, Grýtubakki, Fjósatunga, Draflastaðir, Hallgilsstaðir, Hrifla, Ystafell, Mýri í Bárðardal, Baldursheimur, Gautlönd, Litlu-Laugar, Ytra-Fjall, Sandur, Skinnastaður, Ærlækur, Presthólar, Bustaríell, Hvanná, Sleðbrjótur, Rangá, Hamborg, Dvergasteinn, Brekka i Fljótsdal, Eiðar, Fjörður í Mjóafirði, pingmúli, Stafafell, Hólar í Hornafirði, Bjarnanes, Sandfell í Örœfum, Núpsstaður, Prestsbakki á Síðu, Ásar i Skaftártungu, Hvoll í Mýrdal, Holt undir Eyjafjöllum, Brúnir, Hallgeirsey, Barkarstaðir, Geldingalækur, Hvammur á Landi, Múli á Landi, Ásólfsstaðir, Hruni, Birtingaholt, Laugarvatn, Kiðjaberg, Laugardælir. , Löng er þessi runa, en þá er líka fengin upphæðin. Og það eru ekki eingöngu jarðirnar heldur og öll hús og mannvirki, samkvæmt jarðamat- inu nýja. — þægilegt þætti mér að fá allar þessar jarðir gefnar, með húsum og öllum mannvirkjum. 3. Ólafur Davíðsson í Hafnarfirði er hinn þriðji i röðinni. Eg fór enn í jarðamatið og leitaði nú að ýms- um frægum sögustöðum, víðsvegar um landið. Biskupsstólarnir fornu og pingvellir urðu eins og krækiber i ámu. Eg varð að taka miklu fleiri sögustaði, til þess að vega móti gjöf íslandsbanka. Jarðirnar eru þé þessar Saurbær á Hvalfjarðarströnd, Reykholt, Borg á Mýrum, Hítárdalur, Kolbeinsstaðir, Snóksdalur, Sauðafell, Hvammur i Hvammssveit, Staðarhóll í Saurbæ, Sauðlauksdalur, Rafnseyri, Vatnsfjörður, Bjarg i Miðfirði, Giljá, Hof í Vatnsdal, Flugumýri, Hólar i Hjaltadal, Bægisá, Hraun i Öxnadal, Kristsnes, Möðruvellir i Eyjafirði, Núpufell, Grýta, Ljósavatn, pvottá, Svínafell i Öræfum, Bergþórshvoll, Hlíðarendi, Oddi, Skálholt í Biskupstungum, þingvellir. Góðir hefðu þessir staðir einhvern- tíma þótt. Með öllum mannvirkjum metur jarðamatið þá jafnhátt og gjöf íslandsbanka til Ólafs Davíðssonar. 4. Næst er i röðinni dánarbú Elíasar Stefánssonar. Enn leitaði eg að frœgum stöðum í jarðamatinu. þótt öll gömlu klaustrin séu taíin, nær það ekki til. það þarf að bæta við fjórum hinum mestu kirkjustöð- um, einum úrhverjumlandsfjórðungi. Upptalningin er þá þessi: Viðeyj arklaustur, Helgafellsklaustur, pingeyraklaustur, Reynistaðaklaustur, Möðruvallaklaustur, Munkaþverárklaustur, Skriðuklaustur, Ki rkj ubæ j arkl austur, pykkvabæjarklaustur, Vallanes, Breiðibólsstaður í Fljótshlið, Staðastaður, . Grenjaðarstaður. Góð gjöf væri hver einn þessara garða. Alla til samans metur jarða. matið iafnháa gjöf íslandsbanka til þessa danarbús. 5. Næstur er í röðinn Carl Sæ- mundssen. Hann fær töluvert minni gjöf en hinir. En þó mundu það þykja álitlegar fasteignir sem jarða- matið- metur upp í gjöfina. En sú runa verður þessi: Grimsey (13 jarðir), Papey, pemey, ' Brokey á Breiðafirði, Drangey. Og eins og áður er alt metið með, hús, umbætur o. s. frv. 6. pá eru þrír ei'tir þeirra manna, sem taldir voru. Eg nenti ekki að sundurliða það, sem jarðamatið met- ur hverjum þeirra einstökum til handa. Eg slengdi þeim öllum sam- an. Og nú leitaði eg í jarðamatinu að fornum og nýjum prestssetrum og kirkjustöðum viðsvegar um land- ið. Er það fróðra manna sögn að hin- ir fomu klerkar hafi kunnað vel að velja jarðirnar til prestssetranna. Og þessi eru þá prestssetrin sem jarða- matið metur upp í gjafirnar: Staður i Grindavík, Fitjar í Skorradal, Gilsbakki, Hvammur í Norðurárdal, Staðarhraun á Mýrum, Kvennabrekka í Dölum, Prestsbakki i Hrútafirði, Höskuldsstaðir á Skagaströnd, Blöndudalshólar, Ríp í Hegranesi, Barð í Fljótum, Stærri-Árskógur, Háls í Fnjóskadal, Desjarmýri, Stöð i Stöðvarfirði, Háls í Hamarsfirði, Einiholt, Marteinstunga, Guttormshagi, Haukadalur í Biskupstungum. Og enn, eins og áður, eru þessir staðir allir metnir með húsum og umbótum. Við þekkjum það, bændurnir, að það voru athugulir og gætnir menn, hvaðanæfa að af landinu, sem jarða- matið frömdu. Óneitanlega finst mér sem mér sfe gjafaupphæðin ljósari þegar eg geri mér þannig grein fyrir henni. Og eg spyr: Hvað væri eftir, ef þetta alt væri farið? Að lokum athugaöi eg hversu mik il samfeld spilda af landinu myndi þannig vera gefin, samkvæmt verð- iagi j'arðamatsins. Varð þá niðurstaðan þessi: Ef tekin er öll Austur-Skaftafells- sýsla, öll Vestur-Skaftafellssýsla, «11 Rangárvallasýsla og ennfremur þess- ir hreppar úr Árnessýslu: Gnúpverja- hreppur, Hrunamannahreppur, Bisk- upstungnahreppur, Laugardalshrepp- ur og Skeiðahreppur, og alt metið samkvæmt Jarðamatinu landið, hús- iu, umbætur og yfirleitt alt sem þar er, annað en /fólk, fénaður og lausa- fé, þá fæst sama upphæðiu og ís- laudsbanki hefir tapað á þessum fáu mönnum. Eg geri réð fyrir að fleirum en mér fyndist að töluvert skarð væri orðið á íslandi, ef öllum þessum sveitum væri sökt út í hafsauga. Eg hefi nú senn lokið máli mínu, enda er þetta raunasaga. En eg get ekki látið hjá líða að bæta við fá- um orðum að lokum. Eg hefi nýlega lesið bæklinginn hans Björns kaupmanns Kristjáns- sonar. Hann ræðst þar á sjélfbjarg- arverslanir okkar bændanna. Hann heldur þvi fram, að þar sé: Verslun- arólagið. Erum það þa við bændurnir sem valdir erum að þessum ógurlegu tíð- indum sem sýnd eru i lifandi mynd- um hér að framan? Erum það við sem höfum fengið að gjöf þá peningaupphæð sem sam- svarar þeim stórgörðum og héröð- um sem nú hefir verið nefnt? Svari hann því sjálfur, gamli mað- urinn. Eg velt ekki betur en að við stttnd- um enn i fullum skilum, og það ætlum við að reyna að gera áfram. Líttu þér nær, Björn Kristjánsson. pað liggur steinn i götunni. Bóndi. ------o------ Áskonm til Björns Kristjánssonar. 1 Morg-unblaðinu 8. nóv. birtir Björn Kmtjánsson kaupmaður áskorun til Sambands ísl. sam- vinnufélaga um að birta aðal- fundargerðir sínar og ársreikn- inga síðustu árin. Talar hann með svo miklu valdi og frekju, að ætla mætti, að hann væri far- inn að skipa fyrir í Landsbank- anum. En hann hefir ekki enn húsbóndavald yfir samvinnu- mönnum og þeir munu ráða gerð- um sínum fyrir honum. Samband- ið ber ekki ábyrgð fyrir honum, heldur fyrir deildum sínum. Hann segist þurfa þeirra með í umræðunum um „verslunar- ólagið", en flestir munu líta svo á, að honum sé nær að lagfæra þvætting sinn og blekkingar í laumupésanum í stað þess að nota reikninga Sambandsins til nýrra blekkinga. Úlfshárin eru nú svo farin að standa niður undan sauðargær- unni, að tilgangur hans með árás sinni á Sambandið er orðinn full- skýr og þarf hann tæplega að bú- ast við að samvinnumenn aðstoði hann til að vinna samvinnufélög- unum ógagn. Samvinnumaður. . Frá útlöndum. Nýja stjómin enska er stund- um kölluð lávarðastjórnin. Jafn- vel sumum úr afturhaldsliðinu þykir nóg um hve margir lávarð- ar eiga sæti í henni. Eru þeir margir frægra manna synir, eða afkomendur, en fáir eru þeir tald- ir sérlegir afburðamenn sjálfir. Indlandsráðherra er t. d. Peel lá- varður, sonarsonur hins fræga Roberts Peels, og Salisbury lá- varður er annar ráðherranna, elsti sonur hins fræga forsætis- ráðherra Englendinga með sama nafni. — Danskur kaupsýslumaður var staddur inni í einum af Kaup- roannahafnarbönkunum og lagði frá sér á afgreiðsluborðið tösku sem í voru 25 þús. kr. Hann leit af töskunni fáein augnablik og á meðan hvarf hún. En mesti fjöldi fólks var í bankanum og enginn hafði séð töskuna hverfa. Tilvilj- un olli því, að þjófurinn náðist nokkrum dögum síðar og mikið af peningunum. — Englendingar eru að fremja stórvirki mikið austur í Asíu um þessar mundir. Eins og kunnugt ér hafa þeir náð á vald sitt hin- um miklu olíulindum í Mesópóta- míu og suðvestur Persíu, sem taldar eru mestu olíulindir heims- ins. Eru þeir nú að tryggja sér sem haganlegust not þeirra. Liggur beinast við að koma olí- unni í skip í borginni Basra í Mesópótamíu, sem er hafnarborg fyrír Bagdað. En Englendingum þykir sjóleiðin þaðan til Eng- lands bæði löng og ótrygg, um Persaflóa, Rauðahaf og Súez- skui'ð. pessvegna eru þeir nú að leggja geysimikla olíuleiðslu alla leið þaðan til Miðjarðarhafs, til borgarinnar Jaffa í Gyðinga- landi. Á síðar að flytja alla olíu til enska flotans þaðan til Eng- lands. Liggur þessi leiðsla þvert í gegnum Eyðimörk Arabíu og verður um 700 enskar mílur á kngd. En vitanlega er það ekki nóg að leggja leiðsluna. Aðal- erfiðleikarnir eru þeir að gæta hennar, jafnt í friði sem í ófriði. Hafa Englendngar komið sér upp miklu flugliði þar eystra sem á að annast lögreglueftirlit með leiðslunni og auk þess hafa þeir vígbúna bíla sem þjóta fram og aftur. — Á matsöluhúsunum í Petro- grad kostar ein góð máltíð 10 miljónir rúbla. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.