Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 1
©jaíbfeti o<3 afijvci&slumaður Cimans cr Sigurgeir ^ri&rifsfon, Samban&sfjúsinu, JveyfjaDÍf. ^.fgteibsía 21 í m a n s er í Samban&sfjúsinu. ©piu ba^Icija 9—l2 f. b Sími 496. VII. ár. Reykjavík 17. febrúar 1923 2. blað Hallgrímur Kristinsson. i. Löngu áður en bændum og búa- liði berst þetta blað í hendur hefir síminn flutt þeim þau tíð- indi, að Hallgi’ímur Kristinsson, forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga er látinn — kallað- ur frá sínu mikla og ágæta starfi í blóma lífsins. Fá tíðindi hafa borist frá höfuðstaðnum út um sveitir landsins á undanförnum árum, sem meiri hafa þótt og sorglegri. því að Hallgrímur Kristinsson var sá maður hérlend- ur, sem mestu og ótvíræðustu trausti átti að fag-na nálega und- antekningarlaust hjá öllum ís- lenskum bændum. Enda var hann sá maður, sem bændastéttin ís- lenska fól hið ábýrgðarmesta starf hiklaust og afdráttarlaust. Á undanförnum harðærum var bann yfirbryti og forráðamaður út á við fyrir hinn fjölmenna hóp okkar samvinnumannanna ís- lensku — og hann og engan ann- an vildum við einhuga eiga í því sæti, meðan hann væri lífs. Mik- inn þunga hrygðar leggur for- sjónin okkur á herðar, er við urð- uni( að sjá honum á bak svo snemma.En jafnframt ríka skyldu um að standa fast undir því göf- uga merki, sem hann bar svo glæsilega fyrir okkur í broddi fylkingar. Og þá breytum við best að skapi hins látna foringja, er við berum það merki fram til endanlegs sigurs og farsældar öld- um og óbornum, sem hann bar sigrandi og dó undir sigrandi. — þó að harmurinn sé sár, munum við og heldur ekki gleyma því að þakka forsjóninni að við fengum þó að njóta hans svona lengi, því að þótt sárt sé að missa hann nú, þá hefði hitt þó verið enn óbærilegra að missa hann fyr. II. Hallgrímur Kristinsson var fæddur á Öxnafellskoti í Saur- bæjarhreppi í Eyjafjai’ðarsýslu hinn 6. júlí 1876. Foreldrar hans voru: Kristinn bóndi Ketilsson, sem látinn er fyrir rúmum þrem árum, og kona hans Hólmfríður Pálsdóttir, sem enn lifir og dvelst nú á heimili sonar síns, Sigurð- ar kaupfélagsstjóra á Akureyri. Á fimta ári fluttist hann með foreldrum sínum að Syðra-Dals- gerði í Saurbæjarhreppi. Og síð- ar bjuggu þau hjón í Miklagarði og Hrísum. þegar leið fram að tvítugsaldri fór Hallgrímur í vinnumensku að Hvassafelli í Eyjafirði og fór þá að hugsa um að afla sér frekari mentunar. Varð hann að brjótast í því, eins og margir aðrir, alger- lega á eigin spýtur. Hann vann íyrir sér á sumrin en sat í Möðru- vallaskólanum veturna 1896—7 og 1897—8, Komu þá þegar í ljós afburðahæfileikar hans. Hallgrím- ur ,,hvassi“ var hann kallaður í skólanum. það viðurnefni átti og við um íþróttir hans. því að þótt hann væri flestum lægri vexti, stóðust engir skólabræðranna brögð hans í glímu. Næstu árin var hann sumpart við kenslu, sumpart við verslun- arstörf hjá Magnúsi Sigurðssyni á Grund. En árið 1902 komst hann inn á þá braut, sem hann hélt ávalt áfram á síðan. Hann tók þá við forstöðu hins litla lcaupfélags á Akureyri og gerðist þá samhhða sknfari hja Páli amt- manni Briem. Viðkynningin við Pál amtmann varð afleiðingarík fyrir Hallgrím. Amtmaður var einn hinn víðsýn- asti og áhugamesti framfaramað- ur og hafði verið forgöngumaður um samvinnumál á Suðurlandi. Ilann sá hve mikið bjó í Ilall- grími og fyrir áeggjan hans fór Hallgrímur utan haustið 1904 til þess að kynna sér starfsemi sam- vinnufélaganna ytra. Vorið 1905 kom hann aftur úr utanförinni brynjaður að þekkingu, með eld- legum áhuga, og hóf nú það starf, að reisa hið gamla og úr sér gengna Kaupfélag Eyfirðinga til nýs gengis eftir erlendum fyr- irmyndum. Hann starfaði ekki lengi við Kaupfélag Eyfirðinga, en vart mun til glæsilegra dæmi um sig- ur dugnaðar, vitsmuna og forsjár. Fáheyrður mun sá sigur, sem hann vann á keppinautunum á Akureyri. Enginn gat eiginlega skilið, hvernig það gat hafa or- sakast, að á örfáum árum var ná- lega alveg öll bændaverslun í Eyjafrði komin inn í litlu kaup- félagsbúðina, en stóru kaup- mannabúðirnar stóðu gínandi tómar. það var líkast æfintýrinu um nátttröllið sem „stóð og varð að steini“ þegar sól kom upp. það má segja, að Hallgrímur ynni þetta kraftaverk með harðstjórn, en það var með þeirri harðstjóm sem gerði hann jafnframt meir elskaðan en alla aði’a í Eyjafirði. þegar hann skildi við Kaupfélag Eyfirðinga, var það hvorttveggja í senn: stærsta og traustasta kaupfélag landsins, sem varð öll- um öðrum til fyrirmyndar. Áhrif þess um bætta afkomu og um að gera bændurna að frjálsbornum og djarflega hugsandi mönnum munu ekki gleymast þeirri kyn- slóð, sem nú lifir í Eyjafirði. Andlegu og menningarlegu áhrif- unum lýsti kaupmannssonur úr Eyjafirði með þeim orðum við þann er þetta skrifar, að kaupfé- lagið hefði betur lyft héraðsbú- um menningarlega á 10 árum en góður skóli hefði getað gert á 100 árum. Hallgrímur Kristinsson setti það mark á núlifandi kyn- slóð í Eyjafirði, sem hún mun bera til dauðadags. Árin sem Hallgrímur stýrði Kaupfélagi Eyfirðinga, fékk sam- vinnuhreyfingin byr undir báða vængi um land alt. þá festist sú hugsun og kemst meir og meir í framkvæmd að stofna til allsherj- arsambands allra samvinnufélag- anna um afurðasölu og innkaup. Haustið 1912 tókst Hallgrímur á hendur erendrekastarf fyrir Sam- bandið, samhliða kaupfélagsstöð- unni og seldi þá kjötið í fyrsta sinn fyrir Sambandið. Haustið 1914 tók hann endanlega við er- endrekastarfinu, en Sigurður bróð ir hans tók við Kaupfélagi Ey- firðinga, fyrst á ábyrgð Hall- gríms, en síðar á eigin ábyrgð. þá hóf hann og fyrst vöru- innkaup fyrir Sambandsdeild- irnar. þessi árin dvaldist hann mikið ytra, einkum í Danmörku. En snemma á árinu 1917 fluttist hann til Reykjavíkur og þaðan í frá hefir aðalbækistöð Sambands ins verið hér í bænum. Hefir saga þess svo nýlega verið sögð í varnarriti samvinnumanna, sem kunnugt er öllum lesendum Tím- ans, að óþarfi er að endurtaka það mál hér. En mjög svipaða sögu má segja um starfsárin hér í höfuðstaðnum og þá, er áður er sogð um árin fyrstu á Akur- eýri. það ber í milli, að árin sem síðan eru liðin hafa verið hin erfðustu sem gengið hafa yfir þetta land í minni þessarar kyn- slóðar. En áramótin síðustu sem Hallgrímur fékk að lifa, munu hafa verið honum hin gleðileg- ustu sem hann hafði lifað við for- stöðu Sambandsins. því að hann sá þá fram á hin skýrustu merki um bjartari og tryggari framtíð samvinnufélagsskaparins. Árið 1922 sem verið hafði svo mörg- um erfitt, reyndist Sambandinu og Sambandsfélögunum betra en þeir gátu vonað, sem voru bjart- sýnastir. En um þá hluti munu fregnir fluttar hér í blaðinu í annað sinn. Mörg störf önnur hlóðust á Hallgrím Kristinsson hér í höfuð- staðnum, þó að hér verði fá tal- in. Hann átti sæti í stjórn Lands- verslunarinnar, meðan hún hafði mest umfeikis og þrír voru for- stjórar. Hann átti sæti í Innflutn- ingsnefndinni. Hann sat í stjórn Eimskipafélags íslands af hálfu landsstjórnarinnar, í stjórn Bún- aðarfélags íslands og í stjórn Sjó- vátryggingafélags Islands. Stjórn- mál lét hann mjög til sín taka. Hann var einn af helstu frum- kvöðlum að stofnun þessa blaðs og var formaður í stjórn blaðút- gáfufélagsins Tíminn frá fyrstu tíð og til dauðadags. Hann sat í miðstjórn Framsóknarflokksins og var kjörinn varamaður á land- lista bænda við síðasta landkjör. Samvinnumálin, landbúnaðarmálin og andlegu málin voru mestu áhugamál hans. Hann var heit- ur trúmaður, hneigðist að kenn- ingum guðspekinga og tók mik- inn þátt í félagsskap þeirra. Á stjórnmálasviðinu stóðu hon- um allar stöður opnar til hinna æðstu mannvirðinga og ábyrgðar- mestu starfa. En liann vildi ekki hverfa frá forstöðu Sambandsins. Síðustu árin bar á því að heils- an var ekki hin sama og áður. Ilann leitaði til erlendra sérfræð- inga um heilsubót, en fékk hana ekki. það er nú vitað, að sá heilsubrestur stafaði af skemdum botnlanga og eru líkur til að úr liefði mátt bæta með uppskurði, ef vitað hefði verið í tíma. Að- faranótt sunnudags 14. f. m. veiktist hann snögglega og mjög hastarlega. Engin læknisráð fengu nú veitt bata, því að ígerð var hlaupin í lifrina, smitun frá hin- um skemda botnlanga. Rúman hálfan mánuð lá hann banaleguna, ákaflega þungt haldinn. Hina sömu birtu leggur af banabeði hans sem af lífi hans. Hann fagnaði dauðanum öruggur, því hann leysti hann frá sjúkdóms- kvölunum og honum þótti það gleðilegt að fá að deyja í fullu fjöri. Kl. 8 að morgni þriðjudag- inn 30. janúar fékk hann hægt andlát. Kona hans lifir hann: María Jónsdóttir, systir Davíðs bónda á Kroppi í Eyjafirði og Páls kenn- ara Jónssonar í Einarsnesi. þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll dveljast í foreldrahúsum. III. Vöxtur samvinnuhreyfingarinn- ar er langmerkilegasti og farsæl- asti þátturinn í atvinnumála- og stjórnmálasögu íslands á síðarl árum. Ilann er beina framhald- ið af verslunarbaráttu Jóns Sig- urðssonar og samherja hans. Samband íslenskra samvinnufé- laga er langstærsta og tryggasta innlenda verslunin á íslandi. það er eina stofnunin, sem hefir svo að um rnunar í verkinu látið ræt- ast vonir Jóns Sigurðssonar um innlenda verslun. Bændurnir ís- lensku hafa borið þá hugsjón fram til sigurs á sínu sviði. Gefi það gæfan, að sjómennirnir láti ekki líða á löngu áður en þeir feta í þau fótspor. Hallgrímur Kristinsson var ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.