Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 4
6 T 1 M 1 N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. WGT Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Klæðasmiðjan iliiifossj p. t. Reykjavik. Tóm steinolíuíöt utan af landi kaupum vér á 8 krónur hingað komin, gegn greiðslu við móttöku (með póstkröfu). Hér í bænum kaupum vér fötin sama verði, sækjum þau til selj- anda og greiðum andvirðið samstundis. Hringið í síma 262. H.f. Hrogti & Lýsí, Reykjavík. Til taupfélag'a! H.f. Smjövlíkisgepðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframlciðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Odýrustu l| bestu olíumar eru: Hvítasunna, Mjölnír, Gasolía, Bensín, BP nr. 1, á tunnum og dunkum. liiðjið æííð um olíu á stáltnnmim scm er lirein- ust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverslunin. Sambandið 28. júlí, að viðstödd- um fulltrúum nær allra Sam- bandsfélaganna og með þeirra samþykki. þegar félagið byrjar verslun sína 1. júní, þá á það hús, lóðir, verslun, áhöld og vörur upp á kr. 164 þús. (hafði keypt vörur af öðrum en þ. D. fyrir rúml. 8 þús.), og hafa þá félagsmenn sjálfir greitt upp í það 63 þús. Skuldir á eignum félagsins við aðra en félagsmenn eru þá um 101 þús. Á þessum eignum hvíldi áður lán við banka um 104 þús. Svo í raun og veru sýnist þessi bændaverslun ekki standa mikið ver út á við heldur en kaup- mannaverslunin áður, og þótt það megi játa, að við sýslubúar hér séum fátækir, þá gæti maður trú- að, að verslunarfyrirtæki einstakl- inga, hafi, ekki öll verið reist á tiaustara grundvelli. Og úr því að við erum æði mikið bendlaðir við verslunarólagið, og erum tald- ir ómagar, eða þá a. m. k. vænt- anleg byrði á öðrum félögum, verður að fara ofui'lítið nánar út í þetta. 1 þeim 4 hreppum sýslunnar, sem félagið nær yfir, eru um 60 sj álfseignabændur, og eru fast- eignir þeirra, samkv. hinni nýju fasteignabók, metnai- á kr. 261,- 500. Fráleitt hvíla á eignum þess- um meira en 30 þús. kr. við banka og ríkissjóð, eru þá eftir óveð- bundnar fasteignir fyrir rúml. 230 þús., og þó að búpeningur sé rýr hér, er hann þó upp á nokkur þúsund kr., þar sem afurðir þær, sem félagið hefir haft til útflutn- ings þetta ár, eins og verðið er nú lágt orðið, verða væntanlega upp á 140—150 þús. kr. að frá- dregnum flutningskostnaði til út- landa. J>að skal játað, að hér var í fyrra hið mesta óáran, megn vorharðindi, veikindi í fénaði og aflaleysi, hnignaði þá hag félags- manna sumra og félagsins í heild, en við vonum að fyrir skárra ár- ferði í ár, og meðfram fyrir sparaað félagsmanna — án þess þó að fólk hafi liðið nokkra neyð — muni nú þegar eitthvað úr rakna fyrir félaginu. Og enn sem komið er verður ekki sannað, að ábatavænlegra hefði verið að versla með ísl. vörur við kaup- menn, því að í ár a. m. k. er ull og fl. ísl. vörur í mun hærra verði hjá félaginu, heldur en kaupmenn á Austurlandi gáfu í sumar og vonandi verða haustvörur ekki í lægra verði en hjá kaupmönnum, og ef nokkur hagnaður verður á útl. vöranni, þá rennur hann til félagsmanna. Eftir lýsingu höf. á þessu fé- lagi er eðlilegt, að hinum öðrum félögum, sem eru í Sambandinu, standi stuggur af því, það er ein- mitt tekið sem sérstaklega áber- andi dæmi um ógætni Sambands- ins, og útlit fyrir, að það eigi að vera að nokkra hliðstætt dæmi við Ólafsvíkurfélagið sáluga. Við höfum nú hér að framan sýnt fram á, hvernig sakir stóðu þegar Sambandið lánaði því vör- ur fyrst. Og enn sem komið er hefir það ekki orðið neinn baggi á öðrum félögum, sem betur fer. Annars þótti mörgum vinum og kunningjum hr. B. Kr. hér í sýslu það leitt, að hann í ákafa sínum í að koma Sambandinu fyn ir kattarnef, skyldi þurfa að grípa til þess að gera hag félags vors tortryggilegan og aumari en hann þó var. þeir höfðu víst margir vænst þess, að hann í síðustu lög færi að blanda okkui' inn í þetta deilumál á þann hátt. Að öðru leyti er það ekki ætlun okkar að hella olíu í þann eld sem bæklingurinn hefir óneitanlega kveikt í landinu. Fyrir hönd Kaupfél. A.-Skaftf. porleifur Jónsson, Hólum. Sigurður Jónsson, Stafafelli. ----o---- Fréttír. Prentun í prentsmiðjunum hófst loks aftur í fyrradag eftir hálfs annars mánaðar vinnu- teppu. það var atvinnumálaráð- herrann sem gekk í milli og kom sættunum á. Urðu úrslit deilunn- ar þau að farinn var meðalveg- urinn milli krafanna af beggja hálfu. íslandsbanki. Um síðustu mán- aðarnót lét Tofte bankastjóri af bankastjórn og fór þegar af landi burt. Fer ekki hjá því að ein- hverjum verði á að segja hið fornkveðna: „Far vel Frans og kom aldrei aftur til fslands“. Oddur Hermannsson skrifstofu- stjóri og Jens B. Waage banka- bókari hafa verið settir til að gegna hinum lausu embættum. Margir stjórnmálafundir hafa verið háðir hér í bænum undan- farið. Lángmest hafa umræðurn- ar snúist um íslandsbanka. Hefir „frelsishetjan" frá Vogi fengið að heyra sitt af hverju í þeim umræðum. Ármannsglíman var háð í Iðn- aðarmannahúsinu hinn 1. þ. m. eins og undanfarið. Keppendur voru í færra lagi, en þeii' gerðu sér far um að glíma vel. Magnús Sigurðsson frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum vann skjöldinn. Eggert Kristjánsson Hnappdæl- ingur og Óskar þórðarson frá Söndum í Dýrafirði skiftu með sér öðrum og þriðju verðlaun- um og Óskar hlaut ennfremur verðlaun fyrir fegurðarglímu. — Hvar eru höfuðstaðarbúarnir? Niðurjöfnunarnefnd Reykjavík- ur hefir nú verið lögð niður. í stað hennar annast nú fimm menn niðurjöfnun útsvaranna og hafa þeir aðgang að skattskýrsl- unum. Fjórir eru kjörnir af bæj- arstjórn, en skattstjóri er sjálf- kjörinn formaður nefndarinnar. ísfisksala togaranna til Eng- lands hefir gengið ágætlega vel undanfarið. Alþingi var sett í fyrradag en þingstörf byrja ekki fyr en á mánudag. Nálega helmingur þingmanna var á Goðafossi, sem kom ekki til bæjarins fyr en í gær. Stjórn Sambands samvinnufé- laganna er nú öll komin til bæj- arins til fundar. Komu þeir að norðan með Goðafossi Sigurður Kristinsson kaupfélagsstjóri á Akureyri, Ingólfur B j arnason kaupfélagsstjóri og alþingismaður í Fjósatungu og Jón bóndi Jóns- son í Stóradal. Guðbrandur Magn- ússon kaupfélagsstjóri í Hall- geirsey var nýkominn áður. þá koma þeir með Botníu í byrjun næstu viku framkvæmdastjórar Sambandsins ytra: Oddur Rafnar og Guðmundur Vilhjálmsson. — Að norðan komu ennfremur með Goðafossi Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík, þór- ólfur bóndi Sigurðsson í Baldurs- heimi, Jónas þorbergsson ritstjóri á Akureyri og Hallgrímur þor- bergsson bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal. Einar þorkelssoin skrifstofu- stjóri Alþingis hefir fengið lausn frá embætti. Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi hefir gegnt því em- bætti undanfarið og nú fengið veitingu. Maanalát. I síðastliðnum mán- uði lést á Akureyri Ilenrik Schiöth, áður póstafgreiðslumað- ur og bankagjaldkeri. Iíann og kona hans, sem látin er fyrir stuttu, fluttust til Akureyrar ár- ið 1868, og hafa dvalist þar ávalt síðan. Öfluðu þau hjón sér ágætra vinsælda og virðingar. Anna kona Klemensar Jónssonar atvinnu- málaráðherra er yngst bai'na þeirra. — Hinn 9. þ. m. lést Andrés Fjeldsteð augnlæknir hér í bænum eftir þunga legu. Ilann var maður á beöta aldri, bróðir Lárusar Fj eldsteð hæstaréttar- málaflutningsmanns og 'Sigurðar bónda Fjeldsteð í Ferjukoti. And- rés Fjeldsteð átti miklum vinsæld- um og virðingu að fagna hjá stéttarbræðrum sínum og er að honum. mikill mannskaði. — Hinn 29. f. m. lést hér í bænunr ekkju- frú þórhildur Tómasdóttir, á heimili dóttur sinnar, frú Álfheið- ar Briem ekkju Páls amtmanns. Hún var ekkja Helga lektors Háldánarsonar og dóttir síra Tómasar Sæmundssonar. Jón biskup Helgason er nú einn á lífi scna hennar. Frú þórhildur hafði verið afbragðskona. Próf eru nýafstaðin við háskól- ann. Guðfræðingar hafa orðið þessir: þ. E. þormar frá Geita- gerði II. einkunn betri 77 stig, Ingólfur þorvaldsson II. einkunn lakari 58 stig og Ragnar Ófeigs- son frá Fellsmúla I. einkunn 1271 /3 stig. — Læknisprófi hafa lokið þessir: Skúli V. Guðjónsson I. einkunn 182J4 stig, Steingrím- ur E. Eyfjörð I. einkunn 179 stig og Valtýr Albertsson I. einkunn 1922/3 stig. — Lögfræðingar eru oi'ðnir þessir: Stefán Stefánsson frá Fagráskógi II. einkunn betri 104V3 stig og Kristinn Ólafsson 1. einkunn 124 stig. Páll Isólfsson hélt kirkjuhljóm- leik nýlega við hina sömu snild og áður og nú er hann að Ijúka við að æfa stóran söngflokk. Verða þeir hljómleikar í næstu viku og munu verða fjölbreytt- ari en áður hafa tíðkast hér. Síra Eiríkur Albertsson á Ilesti hefir flutt undanfarið og flytui' enn fyrirlestra í Nýja Bíó um kirkju og skólamál. Segir eink- urn frá kirkju og skólamálum í Svíþjóð og ber fram tillögur um skipun þeirra mála hér. Samningar hafa ekki tekist cnn milli sjómanna og útgerðar- manna um vinnukaupið þetta ár. Esja. Nýja strandfei'ðaskipinu hefir nú verið gefið nafnið „Esja“, og er það gott nafn. þór- ólfur Bech, sem verið hefir skip- stjóri á Borg, verðui' skipstjóri á Esju. Ásgeir Jónasson frá Hraun- túni tekur við skipstjórn á Borg. Hallgrímskvei'. Úrval úr ljóð- um Hallgríms Péturssonar. Safn- að hefir og búið undir prentun Magnús Jónsson. — Kostnaðarm. Steindór Gunnarsson. það er ekki oft, sem út kemnr úrval úr ljóðum hinna eldri skálda, og ætti þó ekki að gefa út ljóðmæli eldi'i skáldanna öðruvísi fyrir almenning. það er nóg með eina útgáfu þar sem alt er tínt til, sem skáldunum hefir einhvern- tíma orðið á vörum. Ein undan- tekning er þó frá þessari reglu. Ein einasta! Og það eru Passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar. þeir hafa jafnan verið og munu jafnan verða gefnir út í heilu lagi. það er þó engin goðgá, sem gert er í safni þessu, að draga út vers úr Passíusálmunum og birta þau með öðru úrvali úr ljóð- um Hallgríms. það getur þvert á móti hænt margan mann að Passíusálmunum. þeir verða engu að síður gefnir út hér eftir eins og hingað til í heilu lagi. Og á hvei'ju hemili. Annax's er mörg- Jörðin Bryééjur í Austur-Landeyjahreppi fæst til ábúðar í næstkomandi fardögum. Tún jarðarinnar gefur í meðal- ári af sér 150 hesta, en útheys- skapur er 900—1000 hestar. öll hús á jöi'ðinni eru hin vönduð- ustu. Semja ber um kaup á hús- um og byggingu jarðai'innar við imdirritaðann. Bi’yggjum, 20. jan. 1923. Tyi'fingur Bjömsson. Jörð til kaups. Hálf jöi’ðin Húsar í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, 12 hundi’. að fornu mati, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jöi’ð- inni er vel í sveit komið, hæg að öllu leyti og stendur mjög til bóta. þeir er vilja sinna þessu, snúi sér til Filippusar Vilhjálmssonar í Vindási á Rangái’völlum. þakkarávai’p. I tilefni af tjóni því, er við urðum fyrir í haust, að geymslu- hús okkar brann, ásamt munum þeim mestöllum, er þar vora geymdir, hafa ýmsir sýnt hlut- tekningu og rétt okkur hjálpar- hönd. Sérstaklega ber að geta Guðm. hreppstjóra þoi’varðssonar, Sand- vílc, og heimilisfólks hans, sem — ásamt annari hjálp — tókst með snarræði og dugnaði að verja íbúðaihúsið fyrir eldinum. Sömuleiðis veittu nágrannar okk- ar, heimilisfólkið að Stekkum, ýmsa hjálpsemi og fégjöf. þá skal getið iSigurðar fyrv. sýslumanns Ólafssonai', Kaldaðar- nesi, sem brá skjótt við til hjálp- ar með höfðinglegri gjöf. Síðast cn ekki síst ber að minnast Filippusar bónda Björnssonar, Stokkseyrarseli, móður hans og bróður, fyrir rausnarlega hjálp- semi. — Öllum þeim, sem þegar eru taldir, ásamt hinum, sem ekki eru nafngreindir, flytjum við hér með alúðarþakkir, með bestu óskum. Stóru-Sandvík, 20. des. 1922. Sigríður Kr. Jóhannsdóttir. Hannes Magnússon. Nonni er kominn heim. um ókunnugt um önnur ljóð Hall- gríms og kemur kverið því í góð- ar þarfir. Hann hefir margt fleira gott gert en Passíusálmana, sem ekki má gleymast. Nafn safnand- ans er þvi til tryggingar, að vel sé valið, og er kverið þakkavert. Aukablöð verða gefin út af Tímanum smátt og smátt til þess að vinna upp það, sem fallið hefir úr vegna prentvinnuteppunnar. Jarðarför Hallgríms Kristins- sonai' fer fram næstkomandi mið- vikudag. Síra þorsteinn Briem á Akranesi talar heima en Harald- ur Níelsson prófessor í kirkjunni. Norrænupróf. Fyrsta norrænu- prófið við háskólann okkar hefir staðið yfir undanfarið og verður lokið í dag. Tveir kandídatar taka prófið: Pétur Sigurðsson sonur Sigurðar fangavarðar og Vilhjálmur þ. Gíslason sonur þorsteins Gíslasonar ritstjóra. Vatnsveitan. Áætlað er að hin nýja aukning vatnsveitunnar í Reykjavík muni kosta 694 þús. krónur. þingmenn eru nú allir komnir til bæjarins. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.