Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1923, Blaðsíða 2
4 T I M I N N flfbragðs fegund af lireinum Virginiu sigarettum. Smásöluverð 65 aurar. Frægar fyrir gæði. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ,4 í tölu hinna fyrstu forgöngu- manna samvinnuhreyfingarinnar. Ilann var barn að aldri er ping- eyingarnir hófu starfið. En eftir það að Hallgrímur hafði tekið við Kaupfélagi Eyfirðinga verður hann meir og meir sá maðurinn sem allir litu upp til. Og eftir að hann tók við forstöðu Sambands- ins, varð hann hinn ókrýndi kon- ungur samvinnumannanna sem allir vildu fylgja og allir elskuðu. Hann hafði frábæra foringja- hæfileika. Mælskumaður var hann með afbrigðum og bestur þá er mest á reið. Traust manna ávann hann sér svo óbilandi að margir nálega trúðu á hann. Honum var einkar sýnt um að ala sér upp samverkamenn og lætur nú eftir sig, bæði í Sambandinu og hjá mörgum kaupfélögunum menn sem hann hefir alið upp og mót- að sínu marki. Kjarkur hans, skapfesta og þrautseigja mun engum úr minni líða, sem kynt- ust honum. Trú hans óbilandi á sigui' samvinnustefnunnar og þjóðbætandi áhrif hennar gaf honum þann kraft sem aldiei brást. Hún réði öllum athöfnum hans og var rauði þráðurinn í lífi hans. Baráttunni fyrir þá hugsjón helgaði hann alla sína miklu krafta. Mánuðum og árum saman varð hann að dveljast fjarn heimili sínu sakir þeirrar baráttu. Hann barðist fýrir aðra alt sitt líf og enginn hefir nokkru sinni dirfst að anda í þá átt einu sinni, að hann rækti ekki þessi miklu störf fyrir aðra af stakri ósérplægni — og vantaði þó ekki að setið væri um, hann af árid- stæðingunum við hvert fótmál og allra helst hin síðafi árin. það má rifja upp sögu frá er- endrekaái'unum, þegar hánn byrj- aði að kaupa inn fyrir Samband- ið, seldi allar afurðimar og gé'rði verslunarveltu sem narri hundruð- um þúsunda og jafnvel miljónurri króna. Hann bjó þá lengst af suður í Kaupmannahöfn óg háfði tvö Íítil skrifstofuherbérgi. Hafði sjálfur innra herbergið en aðstoð- armennirnir unnu í því fremra. þá gat það borið við að bið yrði á að hann segði ,,kom inn“ þegar barið var að dyrum hjá honum. — það gat hist svo á að hann var að drekka þar mjólkina sína og borða málamatinn. peir 'máttu ekki fá að vita það mennimir út- lendu sem hann skifti við fyrir hundruð þúsunda króna, að hann barst svo lítið á og kostaði svó litlu til fyrir bændurna íslensku, Kirkjumál. Miklu lengur hefir það dreg- ist en rétt var að bera fram mót- mæli þau, er, hér fara á eftir. Ástæðan er sú, að mér hefir ekki tekist, fyr en alveg nýlega, að ná í rit það, sem tiíefni gefur. til mótmælanna,. sem eg hafði spurn- ir af. Var þó töluyert fyrir. haft að ná í rit þetta. . . Kunnugt má það vera mörgum að félag starfar í Danmörku sem heitir: Dansk-islandsk Kirkesag. Verkefni félagsins er að efla sam- vinnu milli kirkju íslands og Dan- merkur... . . Félagið gefur út rit á dönsku, sem á að fræða Dani um kirkju- líf á íslandi. í 2. tbl. þessa rits árið 1921, sem út kom í júnímán- uði þ. á. er minningargrein um síra Matthías Jochumsson. Segir ritstjórinn, síra þórður Tómasson, að greinin sé send frá „einum af vinum vorum á íslandi“. Um- mæli greLnarinnar eni því alger- lega á ábyrgð þessa íslendings, sem ekki lætur nafns síns getið. En þau ummæli eru mörg þan,n- ig vaxin, að þau munu vekjá gremju um gjörvalt ísland er þau nú verða alþjóð kunnug. Með kulda og skilningsleysi er með þeim feldur sleggjudómur yfir ný- látnum ástsælasta skáldjöfri þess- að skrifstofan hans var líka svefn- herbergið hans og borðstofan, þar sem hann borðaði málamat- inn hjá sjálfum' sér. Fjörið og áhuginn fyrir fram- fömm og heilbrigðum fram- kvæmdum var alveg framúrskar- andi. „Jeg má til að vita það og finna það að það verði eitthvað gert“, sagði hann í banalegunni. Jafnt og þétt steig hann sporin í áttina að markinu sem hann hafði sett sér. Stundum náði hann markinu í áhlaupinu, með snerp- unni. En tækist það ekki, þá var seiglan alveg óbilandi að halda í horfinu. — Vitanlega getur ekki hjá því farið að stonnur standi um slík- an mann. Einkanlega er því er þannig varið að framkvæmdin á hugsjón haris til farsældar fyrir fjöldann, leiðir af sér það að fá- einir aðrir missa spón úr askin- um sínum. það stóð stormur um Hallgrím Kristinsson og starf hans. Og enn stendur sá stormur og ekki geys- ar annar meiri nú á landi hér. Sá er þetta skrifar er því máli of nákominn til að fella endanlegan dóm og alhliða. En óhræddir mun- um við samherjar hans leggja hinn endanlega dóm um starf hans í hendur sögunnar og al- valds. því að við vitum að göfug- menska var aðaleinkenni hans, og af hreinum og einlægum hvöt- um barðist hann alla æfi fyrir þeirri háleitu hugsjón að bæta kjör ættjarðarinnar bæði í efna- legu og andlegu tilliti. þegar glöggust sáust merki endanlegs sigurs í þeirri baráttu, þegar hörðustu hríðinni hafði ver- ið hrundið, var Hallgrímur Krist- insson frá henni kallaður. Af hinni allra nánustu viðkynningu get eg fullyrt að svo kvaddi hann þá baráttu að hann bar ekki kala í brjósti til eins einasta manns. IV. Fyrir 300 árum síðan var háð suður á þýskalandi einhver hin gi'immasta styrjöld sem sögur fara af. þá kom þar maður fram á sjónarsviðið úr norðurátt, sem bar af öllum mönnum sinnar tíð- ar. Hann er tvímælalaust talinn göfugasti og glæsilegasti maður- inn sem borið hefir nokkru sinni konungskórónu. það var Gústaf Adolf Svíakonungur. Hann kom suður á þýskaland til þess að berjast fyrir göfugri hugsjón — fyrir frelsi í trúmál- arar kynslóðar Islands, þeim ís- lenskum kirkjuhöfðingja sem meir og heitar en nokkur annar íslendingur þessarar aldar og síð- astliðinnar hefir sungið lifandi kristindóm, tniarhita og guðs- trausts inn í hjarta þjóðarlnnar. Merkilegt er það, ef það á að gerast á þessum grandvelli, að glæða samvinnu íslenskrar og aanskrar kirkju. Rúmið leyfir ekki að birta öll þau ummæli þessarar greinar sem hneiksla íslendinga. En nokk- ur þeirra fara hér á eftir. Á bls. 26 í ritinu segir svo, að guðfræðismentun síra Matthíasar hafi þegar frá upphafi verið mjög takmörkuð og á yfirborðinu, enda hafi hún ekki getað aflað honum neins djúps skilnings á eðli kristindómsins. LitLu síðar er þess getið, að að vísu hafi síra Matthías verið mjög trúhneigður, en trúarhneigð hans hafi fremur verið kristilega lituð, en kristileg í eðli sínu. Öll ljóð hans beri augljósan vott um þetta. Á b)s. 27 er sagd frá því, að þegar síra Matthías orti „Ó Guð vors lands44, þá hafi hann ekki enn getað ,náð „hinum eiginlega sálmatón“ — og ef til vill hafi lian,n aldrei náð honum. Og rétt eftir er þess getið, að í raun og veru sé ekki sérstaklega kristi- um og' meira víðsýni. Hann fórn- aði sér fyrir trúbræður sína þar syðra til þess að firra þá and- legri kúgun, allskonar kúgun og tjóni lífs og lima. Dásamleg sig- ursæld i'ylgdi honum þegai- í stað, þó að sjálfir samherjarnir brygð- ust honum oft og einatt. þá var magnaður gegn honum hinn harð- snúnasti herforingi sem fundist gat á öllu þýskalandi og öll mót- staðan sameinaðist undir forystu hans. það var eins og hreinleika og spillingu, sannleika og lygi, ást og hatri lysti saman, er þeir leiddu saman heri sína. í þeiii’i merkilegu orustu beið Gústaf Adolf bana, því að hann hlífði sér ekki, en hætti lífi sínu. En hann dó sigrandi. Katólski herinn var brotinn á bak aftur í orust- unni. Málstað trúbræðranna var borgið. Og enn hafði Gústaf Adolf búið í haginn fyrir fram- tíðina. Hann lét eftir sig þá læri- sveina, stjómvitringa og heri'or- ingja, sem héldu áfram verki hans til endanlegs sigurs. Hann hafði sett mark sitt á þá og alið þá upp. það er ekki eitt heldur alt sem rifjar upp þessa sögu til saman- burðar við lífsferil og fráfall Hallgríms Kristinssonar. Fáir leiðtogar íslensku þjóðar- innar hafa verið búnir slíkum mannkostum sem Hallgi'ímur Kristinsson: göfugmensku og glæsimensku. Alt líf sitt helgaði hann baráttunni fyrir háleitu hugsjónamáli: samhjálparstarf- semi bændanna íslensku, þeim til efnalegrar viðreisnar og jafn- framt þeim til menningarauka. Glæsilegri sigra vann hann en aðrir hafa unnir verið hjá þess- ari kynslóð. Náttúruöflin og legur blær yfir sálmum hans. Á bls. 28 er farið lítilsvirðandi orðum um sálma síra Matthíasar í sálmabókinni. Smásmuguleg upptalning fylgir með um það sem vanti í sálmakveðskap síra Matthíasar. Enn er þess getið á bls. 29 að meginið af því sem síi'a Matt- hías hafi ritað í óbundnu máli sé gleymt og mjög svo einkis- virði — „varla fyrir prentsvert- unni“. Og loks er þess getið neðan- máls á sömu blaðsíðu að síra Matthías hafi verið gerður heið- ursdoktor í guðfræði á 85 ára af- mælisdegi sínum, en frá ýmsum hliðum hafi verið fundið að því — sennilega einkum vegna frá- brigðilegra skoðana hans á kirkju- málum. — þess gerist ekki þörf að bera fram rök gegn þessum margfalda sleggjudómi. það er eins og slík- ir dómar komi úr alt öðrum heimi. Hann er svo gjörólíkur hugsunar- hætti nálega allra manna ís- lenskra. Síðustu ummælin eru blá- köld ósannindi. Hvergi hafa heyrst á íslandi aðfinslur við það að guðfræðisdeildin sæmdi síra Matthías hinum æðsta heiðri sem hún ræðui' yfir. það er óhæfa að bera slíkar fregnir á boi'ð fyrir Dani. Sem einn maður mun íslenska þjóðin mennirnir hlóðu að honum og starfi hans erfiðleikunum og mögnuðu að síðustu á móti hon- um hina allra svæsnustu mót- stöðu. Djarfur, vígreifur og ör- uggur hratt hann af höndum sér allri mótstöðu. Hann dó að lok- um sigrandi og fagnandi er hann sá fram á endanlegan sigur með fullri vissu. Og enn hafði hann búið í haginn fyrir framtíðina, því að hann lætur eftir sig þá lærisveina, bæði heima í aðal- herbúðunum og á hinum ýmsu vígvöllum um land alt, sem hann hefir rist á mark sitt, sem muriu bera merki hans fram til endan- legs sigurs. En það er eitt samanburðar- atriðið eftir enn um fráfall þess- ara mætu manna. Svíunum veitti þunglega í fyrstu í orustunni við Lútzen, því að við ofurefli var að etja. En þegar þeir fréttu fall foringja síns, fyltust þeir þeim hetjumóði og framsóknaranda, að ekkert fékk staðist árás þeirra. Jafnvel þó að nýir herskarar bættust í fjandmannahópinn, þá er það kom sér best, þá gat ekkert stað- ist óstöðvandi sókn Svíanna sem þannig hefndu hins látna kon- ungs síns, sem þeii' allir elskuðu. Nú munum við ekki gráta Hall- grím Kristinsson, samvinnumenn- irnir. Við skulum muna hann á þann hátt sem honum er sæmst að minningu hans sé á lofti hald- ið, sem hann mundi kjósa að við héldum minningu hans á lofti. Nú munum við hefja þá sókn sem yfir lýkui' um að vinna hinn endanlega sigur þeim göfugu hugsjónum, sem Hallgrímur okk- ar helgaði krafta sína. Nú munum við beina saman rísa upp til þess að andmæla slík- um sleggjudómi yfir nýorpnu leiði síra Matthíasar. það er nálega ótrúlegt að ís- lenskur maður skuli hafa ritað þannig um síra Matthías nýlát- inn. En sjón er sögu ríkari. Höf- undurinn hlýtur meir að segja að vera einn í fremstu röð íslenskra kirkjumanna. Annars hefði síra þórður Tómasson ekki hleypt hon- um að með slíkan dóm. Sú þröngsýni og mér liggur við að segja sú hryssingslega kristin- dómsstefna sem kemur fram í þessum dómi, er öllurn þorra ís- lendinga mjög fjarlæg. Og saga íslensku kirkjunnar gefur, sem betur fer, góðar vonir um að slík- ur skoðunarháttur muni seint ná tökum á hugum íslendinga. Einn af öðrum koma þeir fram í hugann hinir dýrðlegu sálmar síra Matthíasar, frumsamdir og þýddir: I gegn um lífsins æðar allar — Hærra minn Guð til þín — þú Guð míns lífs — Faðir andanna — Ó þá náð að eiga Jesú — Fyrst boðar Guð — Legg þú á djúpið — Ó blessuð stund — Ilvað boðar nýárs blessuð sól — Ó Guð vors lands — Lát þitt ríki ljóssins herra. Altaf munu þeir lifa þessir sálmai', meðan kristni er rækt á íslandi. þeir munu verða prent- aðir og aftur prentaðir í hverri bökum og láta alla tvídrægni víkja. Nú munum við allir sem einn og hvar sem við stöndum í sam- vinnuhernum vinna tvöfalt verk við það sem við unnum áður, til þess að hlaða skarðið í múrinn. Nú munum við fylkja okkur einhuga undir merki þess manns. sem til þess verður kjörinn að verða nýi foringinn okkar — eft- irmaður Hallgríms Kristinssonar, Snúum í endanlegan sigur sig- urferlinum sem blasir við okkur er við fylgjum til grafar nálægir eða í huga honum sem „féll en hélt velli“. Tr. p. ----o----- Fiskmarkaður íslendinga og Norðmanna. Svo sem kunnugt er, hefir Norðmönnum verið nokkuð í nöp við íslendinga, síðan landsstjórn- in á Íslandi í fyrra setti hömlur fyrir frjálsri og ótakmarkaðri fiskveiði við Islandsstrendur af utlendinga hálfu. það er jafnkunnugt, að fiski fækkar yfirleitt, sem engin furða er, því að það er mjög létt verk að veiða fisk, með hinum ágætu áhöldum, sem nútíminn hefir fengið mönnum í hendur, og sennilegt er, að sá tími muni koma, að þorskhausar verði á ,,múseum“ lík gersemi og geir- fuglaegg eða mastodontennur. Eg er ekki fiskifræðingur, en veit þó hitt, að þegar ótt er af tekið, eyðist það skjótt, og Is- lendingar mega gjarnan halda áfram að verja fiskveiði lands síns, fyrir árásum gráðugra út- lendinga, ekki með vopnum, held- ui með lögum og rétti, meðan réttur finst. Enda þótt Norðmenn hafi ef til vill nokkru stærri fiskisvæði en íslendingar, öfunda þeir áreiðan- lega Islendinga af hinum ágætu fiskimiðum þeirra, og reiðast við þá, ef þeir vilja gæta strand- varna sinna með lögum og rétti, eða markaðs síns. Norðmenn senda út fróða menn um fiskverkun til íslands, til þess að læra af íslendingum. Hvernig íslendingar hafa tekið þessum ná- ungum, veit eg ekki, en vona þó, að vel hafi verið. þeim mun und- arlegra er það, að Norðmenn hér á betri fiskistöðvunum(Álasunds- blöðin) fara með gremju, reiði og fargani, þegar íslenskur fiski- einustu sálmabók íslenskrar kirkju. Vei þeirri kristindómsstefnu sem telur þessa sálma aðeins kristilega „litaða“ en ekki kristi- lega í eðli sínu! Sú stefna á ekk- ert skylt við Krist. Mikið af bókmentum hinna kirkjulegu rithöfunda íslensku síð- ustu kynslóðar og samtíðarmanna síra Matthíasar er „ekki prent- svertunnar virði“, eins og raun hefir gefið vitni. það á líka við um sumt af yngri bókmentunum. Og þegar sálmabókin verður gef- in út næst, verður mörgu bætt við eftir síra Matthías, en ekkert felt buil. En þá verður margt sem þar er ekki talið „prentsvertunn- ar virði“ og aldrei talið það — eftir aðra. II. Af því að þetta sérstaka til- efni gafst til að víkja að þessum málum, þykir mér rétt að víkja lítillega að öðru skyldu. Hefði og verið ástæða til að vekja þá um- ræðu fyr. því að eg veit með vissu, að það mál er ýmsum nokk- uð áhyggjuefni, ekki síst hinum yngri mönnum. það er alkunnugt, að núver- andi biskup Islands, Jón Helga- son, hefir mjög unnið að því — mest allra íslenskra manna — að efla samvinnu milli kirkju íslands og Danmerkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.