Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 1
<2>jaíb£eri oc, afgrei&slumaöur Cinxans er Sigurgeir ^fíÖrifsfon, Sambaitösljúsinu, JíeYfjanif. ^A.f<grexfcsía ÍE i m a n s er í Sambanösfyúsinu. ©pin baglega 9—\2 f. I) Simi 496. VII. ár. Keykjavík 17. mars 1923 6. blað Fjármálastjórnin fyrverandi. Lögreglan. Ofan á allan annan lögreglukostnað bætast enn þús- undir kr. við í óvissum útgjöld- um. Árið 1920 kostar „aukið lög- reglueftirlit í Reykjavík“ kr. 5545,35. Og árið 1921 kemur: „sérstakur lögreglukostnaður í Reykjavík haustið 1921“ kr. 7000, og enn: „aukið lögreglueftirlit“ kr. 20105,69. þetta er alls meir en 30 þús. kr. í viðbót við alt annað lögreglustandið. pessar 7000 kr. ái’ið 1921 og sennilega mikill part- ur af þessum rúmum 20 þús. kr. sama ár mun vera kostnaður af því að koma rússneska drengnum úr landi. það eru ekkert skemtileg- ar endurminningar sem rifjast upp við þetta. Samtvinnað dáðleysi og klaufaskapur af hálfu lögreglu og landsstjórnar og ofstopi eins manns olli því að mál þetta, sem var nauðaómerkilegt í fyrstu, varð að slíku máli. Og nú kemur það í ljós, að landið þarf að borga þús- undir króna fyrh', ef til vill tugi þúsunda. Hvernig í dauðanum hafa þeir peningar farið? Getur það verið satt, sem sá vildi ekki trúa, sem þetta skrifar, að landsstjórn- in hafi keypt byssur og skotfæri? Hvar eru þá þau áhöld nú? Var ekki hægt að selja það aftur upp í kostnaðinn? í eitthvað hafa þess- ar þúsundir farið? Suður-Jótland. Árið 1920 heitir einn liður: „Kostnaður af hátíða- höldum í Suður-Jótlandi“ kr. 1500. Hefir þá íslenska ríkið stofnað til hátíðahalda þar syðra? Orðalagið bendir til þess. En hvaða heimild hafði stjórnin til þessa? Var ekki nóg að senda heillaskeyti ? Spyr sá sem ekki veit. Myndir. Árið 1920 lætur stjórn- in borga kr. 1198,75 fyrir myndir af konungi. Árið eftir fyrir ljós- myndir kr. 172,50. Skat Hoffmeyer. Einn liðurinn heitir: „Kostnaður við dvöl Skat Hoffmeyer í Reykjavík", kr. 1367. þessi ungi guðfræðingur dvaldist hér sem gestur um tíma á vegum Dansk-íslenska félagsins. þetta fé- lag fær mjög háan styrk bæði úr sáttmálasjóði og landssjóði. Ekki minsta ástæða virðist hafa verið til þess að íslenska ríkið færi að bera sérstakan kostnað af dvöl hans hér. þetta er með öllu óverj- andi meðferð á fé landsins. Lúðrablástur. Hlægilegt er ann- að eins og það að ríkið er látið kosta lúðrablástur 1. des. 1920. þessi liður er að vísu lágur (75 kr.). En fyr má nú vera tildrið og yfirlætið að láta landssjóð kosta lúðrablástur á stjómarráðströpp- unum. Veðurfræði. Fyrra árið er þor- keli þorkelssyni veittur 2047,50 kr. styrkur til þess að sækja veð- urfræðingafund. Hvar er heimild- in? Og flestum mun þykja nóg „húmbúgið" með veðurathugana- og löggildingarstofuna, þó að ekki sé bætt ofan á. E.ndurgreiddur tollur. Fyrra ár- ið er endurgreiddur tollur kr. 16841,98, og síðara árið kr. 22850,- 02. Engin skilagrein fylgir þess- um liðum. Hvorttveggja þessi upp- hæð er greidd af stjórninni án samþykkis þingsins. Af hvaða á- stæðum var það gert? Ilér er ekki um óverulegar fjárhæðir að ræða. Reykjavík og landssjóðurinn. Oft er því kastað fram af fávís- um Reykvíkingum, að landssjóð- urinn lifi á Reykjavík. þessu hef- ir gamla stjórnin snúið við að nokkru leyti og horfir á það að á sumum sviðum vei'ður Reykjavík hlægilega stór ómagi á landinu. Árið 1920 eru tvær upphæðir sem ríkið verður að gjalda vegna kirkju garðsins í Reykjavík. Önnur upp- hæðin er kr. 23065,19, hin kr. 2767,35. það gegnir mikilli furðu að stjórnin skuli ekki afla kirkju- garðinum reykvískra tekna, með legkaupi t. d. það er næsta óeðli- legt að landssjóður verði að greiða stórfé fyrir grafreit Reykvíkinga. — þá kemur síðara árið reiknings- halli dómkirkjunnar kr. 3441,57. Mönnum þætti það sjálfsagt þægi- legt út um land að láta ríkið borga kirkjugjöldin! Vitanlega á lands- stjórnin að sjá svo um að sóknar- nefndin í Reykjavík leggi þau gjöld á dómkirkjumenn, sem nægja til að borga kostnaðinn við kirkj- una. — Loks er að minnast á bæj- arsímann. Fyrra árið, 1920, er leit- að aukafjárveitingar til ritsíma- stöðvar í Reykjavík kr. 235353,22. þar af munu vera um 143 þús. kr. til bæjarsímans í Reykjavík. Síð- ara árið er leitað kr. 161123,32 aukafjárveitingar til bæjarsímans í Reykjavík. Bæjarsíminn í Rvík, dómkirkjan og kirkjugarðurinn, þessi þrenning er stórkostleg byrði á ríkissjóðnum. það nær engri átt að þetta eigi sér stað. Hvaða sími á að bera sig ef ekki síminn í höfuðstaðnum ? það er mjög alvarleg vanræksla fjármála- stjórnarinnar gömlu að sjá ekki svo um að þessar stofnanir í Reykjavík hafi eðlilegar tekjur af neytendunum. neytendunum. Frh. ----o--- Alþingi. Frumvarpið um íþróttasjóðinn klýfur íþróttamenn í tvær sveitir. Hinir áhugasömu sjá, að ef þeir leggja á sig skattinn, styðja þeir að því, að unt verði að gerbreyta íþróttalífi landsins, og uppeldi í Reykjavík, og að ef þeir sýna óeiging'irni og mannlund, þá muni fleiri stoðir renna undir fyrirtæk- ið, svo að það komist fljótlega í framkvæmd. Aftur mun Jón Magn- ússon og flestir kaupmannasinnar á þingi og í bænum, vilja eyða málinu. Fyrir kaupmönnum, sem eitthvað hafa fengist við íþróttir, lítur út fyrir að þeir skoði íþrótt- irnar eins og verslunarfyrirtæki, sem eigi að gefa beinan arð. þess- vegna tíma þeir ekki að missa nokk uð af því fé, sem þeim áskotnast vegna íþróttasýninga, til að vinna að framtíðargengi íþróttanna. Einn þessi íþróttakaupmaður telur það „háðulegan minnisvarða" ef frumvarpið næði fram að ganga. Aðalþýðing frumvarpsins er í því fólgin, að það er einskonar gáfna- og’ manndómspróf á íþróttamenn- ina. þeir geta sýnt víðsýni, áhuga og manndóm,eða gagnstæða eigin- leika. Verði þungu frumefnin sterkari, sýnist lítil von til að þjóðfélagið geti mikið gert fyrir slíkan lýð, eða eigi að gera. Sá sem vill sína eigin niðurlægingu, verð- skuldar ekki betri örlög. Neðri deild hefir glímt við tekjuskattsfrumvarp st j órnarinn- ar í tvo daga, og er þeirri sennu $ears* NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ L S. í. I. s. í. Allskerjarsiiöt 19213 verður háð á íþróttavellinum í Reykjavík dagana 17.—24. júní n. k. Kept verður í þessum íþróttum: 1. Islenzk glíma í þremur þyngdarflokkum. 2. Hlaup. 100, 200, 400, 800, 1500, 5000 og 10000 stikur. — Boð- hlaup 4X100 stikur. 3. Stökk með atrennu (langstökk, hástökk og stangarstökk). 4. Köst. Spjótkast, Kringlukast og kúluvarp (beggja handa saman- lagt). — 5. Kappganga 5000 stikur. 6. Fimtarþraut grísk. 7. Reipdráttur (8 manna sveit). 8. Fimleikar í flokkum (minst 12 menn) kept um: Farandbikar Christiania Turnforening. 9. Sund. a) fyrir konur 50 stikur, frjáls aðferð, b) fyrir karla 100 st., frjáls aðferð, 200 st. bringusund og 100 st. baksund, frjáls aðferð. 10. Íslandsgiíman. Kept um glímubelti í. S. í. (handhafi Sigurður Greipsson úr U. M. F. Biskupstungna). Það félag sem flesta vinninga fær hlýtur farandbikar í. S. í., handhafi Glímufélagið Ármann. Þess er vænst að sem flest félög sendi menn á mótið og tilkynni þátt-töku sína, til stjórnar Glímufélagsins Armann, Reykjavík, í allra síðasta lagi fyrir t. júní n. k. V Álafosshlaupid. 'M Kept verður um Álafossbikarinn í júlímánuðí næstkomandi. Vega-' lengd ca. 18 kin. — Keppendur gefi sig fram fyrir 1. júlí við stjórn Glímufélagsins Ármann, sem gefur allar nánari upplýsingar um bæði þessi mót. í stjórn Glímufélagsins Ármann Reykjavík Magnús Stefánsson, Óskar Þórðarson, Þingholtsstr. 7 B, formaður. Laugaveg 2. Eggert Kristjánsson, Skólavörðustíg 86. Námsskeið í garðyrkju verður haldið í Gróðrarstöðinni i Reykjavík í vor og stendur yfir í 6 vikur frá 10. maí. Nemendur fá 75 króna námsstyrk og auk þess nokkurn ferðastyrk. Umsóknir séu komnar fyrir 15. apríl til Búnaðarfélags íslands. ekki enn lokið. Moggadótið með Jón þorláksson í broddi fylkingar, vill hafa tekjuskatt af lágum launum, en lækka skatt af hátekj- um. Er það áframhald af skatta- málastarfsemi Magnúsar Guð- mundssonar. Á gagnstæðri skoðun eru Framsóknarmenn og einhverj- ir af sjálfstæðismönnum. Aðalat- riðið er að það þarf að gerbreyta skattalögunum, nota meir erlenda reynslu heldur en gert hefir ver- ið, og samræma skattinn í hinum ýmsu héruðum. Talið er að Einar þorgilsson, sem þykist vera manna ríkastur, hafi í fyrra borgað 38 kr. í eigna- og tekjuskatt. En um leið borguðu eignalausir stai'fs- menn landsins svo hundruðum króna skifti í skatt. Fossamálið er í nefnd í efri deild, og er búist við, að þar verði frumvarpinu hraðað, og þvegið af því mesta vatnsránskámið. Mætti þá vafalaust Ijúka málinu i.if, ef ekki væri um óeðlilega hindrun að ræða í neðri deild. þar eru 5 menn í fossanefnd: Sv. Ól., Lárus M< lga- son, Hákon, J. þorl. og Bjami. Jón og Bjami vildu hafa virðingarstöð- urnar í nefndinni, og fyrir slys varð Bjarni formaður. Hefir hann engan fund kallað saman, og lítur út fyrir, að hann ætli enn sem fyr að tefja fyrir málinu. Mbl. hefir stundum viljað afneita Bjama, en öllum þeim, sem sýndu mér hluttekningu, á einn eða annan hátt, við fráfail minnar elskuðu eiginkonu, Jódísar Jónsdóttur, votta eg mitt innilegasta hjartans þakklæti. Hofsstöðum 5. mars 1923. Sigurður Jónsson. Spanskar nætur, (gamanleikur úr „prívat“- og stj órnmálalífinu) geta menn úti um land pantað hjá Bókaverslun Sig. Jónssonar, Bankastræti 7, Reykjavík. — Pöntuninni fylgi 2 krónur, og verður bókin þá sénd burðargj aldsfrítt. það er tómt yfirskyn, því að helstu menn þess flokks halda Bjarna fram til mannvirðinga, t. 3. í fossamálinu, þar sem þrái hans bakar landinu mörg þúsund króna tjón árlega. Fossamálið væri fyrir löngu hætt að tefja dýran tíma þingsins, ef ekki væri um að kenna þrákelkni vatnsránsmanna. Embættafrumvöi’p stjórnarinnar sofa öll í nefndum í Nd., og er þeim talin lítils lífsvon, því að „sparn- aðarfólkið" vill ekki spara þar. Stjórnarskráin er komin í nefnd. Flestallir Framsóknarmenn vilja hafa þing annað hvort ár, en ann- ars breyta litlu í stjómarskránni. En heyrst hefir að von sé úr öðr- um áttum á fávíslégum stórbreyt- ingum, t. d. að hafa þingdeildina aðeins eina, o. fl. af því tægi. Með því móti er sennilegt að andstæð- ingum Framsóknar tækist að þvæla og rugla málið, svo að eng- in breyting nái fram að ganga að sinni. þar við bætist, að útlit er fyrir, að ekki yrði komist hjá auka- þingi fyrir jól, til að endursam- þykkja stjórnarskrárbr., því að svo er fyrir mælt í núgildandi stjórnarskrá, að eftir samþykta stjórnarskrárbreytingu skuli rjúfa þing þegar í stað og nýkosið þing síðan koma saman innan 8 mánaða. Margir þingmenn, einkum úr fjar- sveitum, eru þreyttir á vetrarferð- um til þings, og sjóhrakningum. Vilja þeir koma á sumarþingum, eins og fyr var siður. þorsteinn Jónsson og Björn Hallsson fíytja frumvarp um síma til Gunnólfsvíkur. Ennfremur er í uppsiglingu stórmál fyrir for- göngu þingeyinga og Múlsýslinga. Vilja þeir að þjóðvegurinn frá Ak- ureyri til Austfjarða liggi frá Húsavík yfir Axarfjarðarheiði, þórshöfn, Vopnafjörð, og þaðan um Jökuldalshlíð. Er frumvarp um þetta efni borið fram í Nd. af þm. þessara héraða, enda fast ýtt á eftir af almenningi í þessum sveitum. þorsteinn M. Jónsson er í und- irbúningi með frumvarp um að breyta gagnfræðaskólanum nyrðra, svo að þar geti útskrifast stúdent- ar. Skólinn er nú 5 bekkir, en myndi með breytingunni verða 6. Kostaðarauki fyrir landið verður næsta lítill, en fullsannað er að vistin er þeim mun ódýrari á Ak- ureyri en í Rvík, að spamaður fyrir foreldra, sem kosta son í 6 vetur, nemur með núgildandi verð- lagi 3000 kr. Má því vænta, að máli þessu verði vel tekið. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.