Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 2
20 T 1 M 1 N N Aðvörun* Sarakvæmt ályktun bæjarstjórnar á fundi hennar 6. þ. m. og eftir tillögum verkamannafélagsins „Hlífu hér í bænum, eru verkamenn annara bygðarlaga landsins, sökum fyrirsjáanlegs atvinnuskorts hér í bænum, varaðir við að leita atvinnu hér á þessum vetri og komandi vori. — Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, hinn 8. mars 1923. Magnús Jónsson. sinni, „Islands Kirke“ og í sænsku riti, „Islands kyrka oeh dess stall- ning i Kristenheten". Fer hann mjög lofsamlegum orðum um síra Matthías, og í Kirkjusögunni seg- ir hann meðal annars: „Ennfrem- ur ber að nefna ljóðskáldið Matt- hías Jochumsson, sem er fyltur anda og lífi, ög má því síður ganga fram hjá honum, þar sem sálm- ar hans (í sálmabókinni), enda þótt fáir að tölu, eiga skilið að vera taldir með hinum dýrlegustu perlum í trúarljóðum vorum. þetta stærsta og mikilvirkasta Ijóðskáld Islands var lengi prestur, síðast á Akureyri, en sagði prestsstarfinu lausu um aldamótin, til þess alger- lega að geta helgað sig skáldskap- arköllun sinni“. Biskupnum var, eins og margir muna, boðið til Svíþjóðar haustið 1919, til þess að Svíar gætu átt kost á að hlýða á fyrirlestra um hina íslensku kirkju. Prédikaði biskupinn í einni af aðalkirkjum Stokkhólms og hélt fyrirlestur á háskólanum í Uppsölum. Var sá fyrirlestur gefinn út á sænsku af Olavs Petri Stiftelsen, og er hann rit það, sem að framan er nefnt. þar talar biskup um höfunda sálmabókarinnar og telur síra Matthías einn af hinum fremstu, kallar hann stærsta ljóðskáld Is- lands á vorum dögum, og segir m. a. svo: „En sálmar hans, þó fáir séu, hljóta að teljast meðal hinna feg- urstu í sálmabókinni. Yfirleitt eru verk þessa skálds þrungin af trú- aranda". í þessu riti talar biskupinn, eins og í hinni dönsku kirkjusögu sinni, með miklu hrósi um lofsönginn „Ó, guð vors lands“, og segir, að sá lofsöngur muna varðveita nafn höfundar síns frá gleymsku um langan, ókominn aldur. Lýkur hann þar einnig miklu lofsorði á þýðing hans á Friðþjófssögu. Lít eg svo á, að biskup landsins hafi með hinni dönsku kirkjusögu sinni og fyrirlestrum, sem hann hefir haldið víðsvegar á Norður- löndum, gert hinni íslensku þjóð og kirkju mikla sæmd og eigi þakk- ir skilið fyrir að hafa kynt þjóð vora og kirkju í öðrum löndum. Bjarni Jónsson. ----o--- Mótmæli. Herra Björn Kristjánsson fyrr- um bankastjóri segir í „Svari“ sínu, bls. 37: „Bændumir létu það í ljós, að þeir yrðu að kjósa B- listann (Tímalistann), því annars ættu þeir á hættu að missa láns- traust sitt hjá kaupfélagi sínu og Sambandinu". Áður er hann búinn að segja, að hann hafi í sumar átt leið um nokkra kaupfélagahreppa. þar sem nú að vitanlegt er, að maður þessi var einmitt á ferð hér í sýslu síðasta sumar, og líklega óvíða eða hvergi um sveitir ann- arsstaðar, er sennilegt, að hann eigi með þessum ummælum við Kaupfélag Austur-Skaftfellinga og afskifti þess af kosningunum. Kveríð. Gyðingdómurinn er í tölu hinna merkustu trúarbragða, sem upp hafa komið, og hefir hann aldrei skort maklegt lof meðal krist- inna manna. En hitt er og alltítt, að á hann sé hlaðið lofi sem hann á ekki. Kverið kallar Israelsmenn þá þjóð, „sem þekkingin á sönn- um guði átti að geymast hjá, þangað til Kristur kæmi“ (§ 5). Kemur hér fram sú hugmynd sem áður hefir verið á minst og Kver- ið heldur fram, að mennirnir hafi í upphafi trúað á einn guð og haft fullkomna þekking á hon- um (§4 sbr. § 36), heiðingjamir hafi blindast af syndum sínum, en hjá Gyðingum hafi þekkingin átt að geymast (§ 4 og § 5). Á hverju er þetta bygt? Á biblí- unni byggist það ekki! það er al- gengt meðal kristindómskennara að segja að hin „háleita þekking“ Adams (§ 36) hafi verið fólgin í iullkomnni þekking á guði. En við hvað styðst sú fullyrðing \ ió biblíuna styðst hún ekki! Sú guðs- hvtgmynd sem kemur fram í para- dísar- og syndafallsfrásögunum, er hin lága hugmynd fleirgyðistrúar- innar. Guð gengur um í kvöldsval- anum, honum mishepnast fyrst að gera meðhjálp við Adams hæfi, hann stendur mönnunum fyrir þroska með því að banna þeim ávöxtinn af skilnings- og lífsins tré, sem veitir þekking og ódauð- leika. „Maðurinn má ekki verða eins og einn af oss guðunum", hugsar haxm (sbr. 1. Mós. 322). Síðan þroskast guðshugmynd þjóðarinnar. ísraelsmenn eiga að dýrka Jahve einan. Hann er þeirra guð, eins og aðrar þjóðir hafa sína guði. En Jahve er máttugri en guð- ir hinna þjóðanna! Við þessar hug- myndir lifa ísraelsmenn lengst. þeir eru sú þjóð, sem Jahve hefir valið sér, „hin útvalda guðs þjóð“. Spámennimir voru viðsýnir og kendu þjóðinni að einn guð væri yfir öllum þjóðum. þekkingin á sönnum guði „geymdist" því ekki hjá Israelemönnum, heldur þrosk- Kartaflan. þótt margt hafi verið ritað og rætt um ræktun kartaflna,þá hygg eg ekki, að það sé að bera í bakka- fullan lækinn að biðja Tímann fyr- ir greinarkorn um hana. því eng- inn efi er á, að miklu meira má rækta af kartöflum hér á landi en gert er, ef þekking og áhugi héld- ust í hendur. Óvíða mun þurfa að stækka garðana, því víðast eru þeir nógu stórir að flatarmáli, svo að gnægð kartaflna myndi upp úr þeim fást, ef ræktunin væri í lagi. Að mínu áliti er það aðallega hirð- ingu garðanna, sem er svo ábóta- vant og stendur ræktarplöntunum mjög fyrir þrifum. Arfinn vex hvernig sem árar og veldur stór- tjóni. Garðeigendur standa ráð- þrota gagnvart honum; gamla að- ferðin — að reita hann með hönd- unum — er algerlega ófullnægj- andi, alt of seinleg og alt of dýr. Vegna vanhirðingarinnar verður uppskeran minni en hún þyrfti að vera og miklu dýrari, þar sem mik- ið er fyrir þeim haft. Og sárgrætilegt, að ástandið skuli vera eins og það er, því þann- ig þarf það ekki að vera. Einmitt hirðingunni, sem er svo ábótavant, má hæglega kippa í lag með því að nota handverkfæri við eyðingu arfans. Er mikið undir því komið, að garðeigendur skilji þetta fljótt: að vinnubrögðin við eyðingu ill- gresis verður að breytast, ef garð- ræktin á að eiga góða framtíð hér á landi. þegar menn eru búnir að læra að nota verkfærin rétt, þá mun framförin sást, og þá mun garðyrkjan verða það, sem hún á að vera, ein af þeim máttarstoð- um, sem bóndinn má treysta og búið hvílir á. Kartaflan er þýðlng- ast hún með þeim. En guðsþekk- ingin hefir ekki þroskast meðal Gyðinga einna. Allar þjóðir stefna í áttina til eingyðistrúar. Guð hef- ir ekki birt Gyðingum einum „vilja sinn í skrifuðu lögmáli“ (§ 5). Aðrar þjóðir eiga sér líka lögmál, og lögmál sumra ber vott um meiri siðferðisþroska, því drottinn hefir ekki ritað lögmál sitt á stein- töflur á Sínaifjalli, heldur á hjörtu mannanna, og á alla tilveruna. þar lesa þeir það eins og þeir eru vitr- ir til, og geta svo höggvið það á töflur eða skrifað það í bækur, ef þeim er sú list lagin. Guð hefir ekki búið Gyðinga eina undir komu Krists. Ef nokkurn mun skal gera þá sýndi reynslan annað,því heiðn- ir menn tóku fúsir við boðskap hans en Gyðingar aldrei. Gyðing- dómurinn er því ekki undirbúning- ur undir kristindóminn (§ 13) fremur ýmsum öðrum göfugum trúarbrögðum. Lútherskri kirkju hefir orðið hált á þvi að vilja bræða saman gyðingdóm og krist- indóm. Frá þeim stafa flest henn- ar vandkvæði, er snerta kenningu hennar. Hún hefir þráfaldlega gleymt öllu jarðríki vegna hins litla lands Israelsmanna, því að guð stjómar alheimi en ekki kirkj- unni einni. Frh. Ásgeir Ásgeirsson. ----o---- Biskupinn og síra Matth. Jochumsson. Biskup landsins hefir orðið fyrir árásum út af grein einni, er hann ritaði í danskt tímarit um síra Matth. Jochumsson látinn. Hefir biskup því látið greinina birtast á íslensku, og hefir með því sýnt, að honum er Ijúft að hún komi fyrir almenningss j ónir. En er ekki rétt að geta einnig um það, sem biskup hefir ritað á öðrum stöðum um skáldjöfur vorn? þess má geta, að biskup hefir ritað um hann í hinni dönsku bók armesta jurtin, sem við ræktum í görðum okkar, og er orðin ein af þeim lífsnauðsynjum, sem þjóð vor getur ekki án verið. Ógrynni kartaflna eru árlega fluttar inn í landið, og hundruð þúsunda króna fluttar út í staðinn. það er mín sannfæring, að við Islendingar þyrftum ekki að flytja kartöflur til landsins, því þær má rækta með góðum hagnaði hér, a. m. k. á Suðurlandsundirlendinu. Eru það undantekningar, ef uppskera bregst á þeim landshluta. Og víða á landinu, fyrir vestan, norðan og austan, munu vera allgóð skilyrði fyrir kartöflurækt. — Jarðvegur. Til þess að kartöflu- ræktin borgi sig, þarf fyrst og fremst að uppfylla hið fyrsta boð allrar jarðyrkju: jörðin þarf að vera vel framræst. Sé garðurinn illa framræstur, og jarðvegurinn þar af leiðandi kaldur, þá er fyrir- fram gefið, að kartaflan getur ekki þroskast þar. því fyrsta skil- yrðið sem kartaflan setur, er að jörðin sé hlý og laus og hæfilega þur. þess vegna þroskast kartafl- an svo miklu betur í sandgörðum en í moldargörðum, verður þar næringarauðugri og vatnsminni. Bæta verður moldina eftir kröfum kartöflunnar, bera sand í moldar- garða eða mold í sandgarða, sé sandurinn of hreinn. Sandurinn hitnar fyr en leirkenda jörðin, efnabreytingar byrja þar fyr, plönturnar geta því farið að vaxa fyr en ella og þroskinn fæst þar af leiðandi fyr og verður meiri. Hér á landi er vaxtartími kartafln- anna svo stuttur, að við þurfum að búa eins vél í haginn fyrir þær og hægt er, svo þær geti hagnýtt hann sem best. Heppilegt er að garðinum halli móti sól, helst til suðurs eða suðvesturs, því þá hitn- ar moldin fyr. Hæfilegur halli er 1:50—60. Vitanlega getur hallinn einnig orðið of mikill. þetta atriði með hallann veit eg að sumir hafa ekki athugað, því séð hefi eg garða hér sunnanlands, sem hallar til norðurs. Ekki er von að vel spretti í þeim. Skjól þurfa kartöflumar einnig, ef vel á að fara. Áburður. Kartaflan er ekki tal- in vera áburðarfrek planta erlend- is. En hér á landi er nokkru öðru máli að gegna. Ef við viljum eiga góða uppskeru vísa, verðum við að bera svo vel á, að kartöfluna skorti aldrei auðleysta næringu, þennan stutta vaxtartíma hennar hér. Af húsdýraáburði á hrossa- og sauða- tað best við kartöflumar, fyrir þá sök, að það er heitur áburður, sem losar og hitar jarðveginn. Eiga þessar áburðartegundir best við í leir- og moldargörðum. En í sand- görðum er nokkru öðru máli að gegna, þar á kúamykjan vel við. þar kemur sér einnig vel, hve vatnsmikil hún er, og þar leysist hún fyr í sundur og verkar þar fyr en í kaldri blautri mold. Best er að bera í garðana á vorin, skömmu áður en stungið er upp. Sé borið á á haustin og áburður- inn látinn liggja í hlössum yfir vet- urinn, þá er hætt við, að hin verð- mætu efni áburðarins skolist burtu, eða gufi upp (stækja myndast við 5 stiga hita), eða að þau lendi þar sem hlassið hefir legið. Sárt hefir mér þótt að sjá, þar sem eg hefi ferðast um til sveita hér á landi, hve illa áburðurinn er hirtur víð- ast hvar. Skolast þar burtu mik- ill auður. — Væri eg bóndi, myndi eg fyr byggja yfir áburðinn held- ur en sjálfan mig. Einatt heyrist kvartað um að grasvöxturinn verði of mikill í kar- töflugörðum en undirvöxturinn hlutfallslega miklu minni. Sérstak- lega ber á þessu í leirkendum mold- argörðum, þar sem efnatökuafl jarðarinnar er mikið. Kemur þetta til af því, að of mikið hefir safn- astí garðinn af köfnunarefni.Köfn- unarefnið eflir mjög allan gras- vöxt, en flýtir ekki að sama skapi fyrir þroska kartaflnanna. En í görðum, þar sem húsdýraáburður hefir verið notaður eingöngu svo árum skiftir, verður oft mikill skortur á fosfórsýru. Fosforsýran eykur ekki að ráði grasvöxtinn, en flýtir fyrir og eykur þroska jurtanna. Tilbúinn fosforsýru- áburður, Superfosfat, fæst nú á hverju vori, og er nauðsynlegt fyr- ir þá, sem kartöflugarða eiga, að fá sér hann. Superfosfatinu skal dreifa yfir garðinn á vorin, áður en stungið er upp, og hæfilegt er að bera 200 pd. á dagsláttu. Ekki þarf að óttast að fosfórsýran glat- ist, þó borið sé mikið af henni í garðinn. því það, sem ekki notast um sumarið, geymist í moldinni þar til það kemur að notum. þar sem vöntun er á köfnunar- efni — og það er þar sem grösin verða ljósgræn, eins og oft sést í sandgörðum — þar myndi borga sig ágætlega að nota tilbúinn köfn- unarefnisáburð, sérstaklega Nor- egs-saltpétur. En Noregs-salpétur er best að bera á þegar grösin eru komin upp, eða um leið og hlúð er að kartöflunum. Að ekki má bera Noregssalpéturinn á snemma á vorin, stafar af því, að efnatöku- afl jarðvegsins getur ekki haldið salpéturssýrunni í sér, og til þess að hún komi að notum, verður rót- arnet plantnanna að vera svo þrosk að, að það geti hagnýtt sér salpét- urssýruna um leið og hún sígur niður. Hæfilegt er að bera 200 pd. Og þar eð þetta eru firrur ein- ar hjá höfundinum, þá lýsi eg hér- með dylgjur þær og getsakir sem í ummælum þessum felast, tilhæfu- laus, og algerlega rangt, að nokkr- um slíkum vopnum hafi beitt ver- ið, eða í skyn gefið, að beitt mundi verða af minni hálfu eða félagsins, þó menn kysu annan lista en B- listann. Að Samb. ísl. samvinnufé- laga hafi skipað slíkt fyrir, er jafn tilhæfulaust. Homafirði 3. jan. 1923. Jón tvarsson, kaupfélagsstjóri. ---o---- Síldarsalan. Eftirtektaverð er grein Jóns Bergsveinssonar í desemberhefti Verslunartíðindanna.þar sem hann sýnir fram á, að síldarsalan 1920 —21 hafi mishepnast af því að út- gerðarmenn hafi vantað samtök til þess að halda eftir 25—30 þús. tunnum óseldum í landinu. I þess stað hafi þeir sent marga skips- farma af síld til Svíþjóðar — þvert á móti ráðleggingum höf., sem þá var sjálfur staddur í Svíþjóð, og var búinn að kynna sér markaðs- ástæðurnar og starfa þax’ að síld- arsölu. — þar hafi þeir selt á ó- hentugasta tíma, og tekið fyrsta tilboði, þó að þeir fengju ekki nokkurn eyri fyi*ir síldina umfram fiutningskostnað og annan útlagð- an kostnað eftir að síldin fór frá Islandi. En einmitt með þeirri síld, sem útgerðarmenn fengu ekkert fyrir, hafi þeir yfirfylt og eyðilagt markaðinn á allri annari síld. Með minna framboði álítur hann að verðið hefði aldrei þurft að fara niður fyrir 50 aura kg. í Svíþjóð. A hann þar sennilega við sænska aura, og mun það hafa verið alveg viðunandi sem lægsta verð, eftir að búið var að selja talsvert af síldinni fyrir mikið hærra verð og með góðum hagnaði. Er þetta mjög áþekt reynslu samvinnumannanna í saltkjötssöl- unni, hvernig seljendur oft og ein- att hafa spilt markaðnum, hver á dagsláttu.I báðum þessum áburð- artegundum er nokkuð af kalki. það er mjög nauðsynlegt efni, og bætir mjög eðlisástand jarðvegs- ins. Er því stórlega gott að fá það í kaupbæti. Báðar þessar áburðar- tegundir verður að geyma á þurr- um stað, og er mjög nauðsynlegt að þær ekki vökni, því þá hlaupa þær í kekki, sem er ilt að mylja aft- ur. Til þess að tilbúni áburðurinn komi að góðum notum, þarf að dreifa honum sem best og jafnast. Hefi eg séð það notað síðastliðið vor á þann hátt, að sett var ein teskeið af hverri áburðartegund í holuna undir kartöfluna. Er það algerlega rangt, því það kemur ekki að hálfum notum ef það lend- ir alt á einum stað. Fróðlegt er, þar sem tilbúinn áburður er not- aður, að láta óborið á lítinn blett til þess að sjá vaxtarmuninn. Verða menn þó að hafa í huga, að uppskeruauki, sem er minni en 10%, sést ekki með berum augum. Enginn efi er á því, að þeir sem ekki eiga alt of erfitt með að sækja tilbúin áburðarefni, gætu haft ágætan hagnað af að nota þau — aðeins að þau séu notuð á réttan hátt. Verður t. d. að nota köfnunarefnið með varúð 1 görð- um, vegna þess, hve miltil áhrif það hefir á grasvöxtinn. Útsæði. Nauðsynlegt er að velja útsæðið vel. Velja það á haustin uin leið og tekið er upp úr garðin- um. Best að velja undan þeim grös- um, sem bera flestar og stærstar kartöflur, en varast að taka undan þeim, sem bera margar og smá- ar. Heppilegust stærð á útsæðis- kartöflum er 25—50 grömm. Oft liefir gefist vel að nota smælki til útsæðis, en varasamt er að nota það ár eftir ár, því þá fer ekki hjá því, að úrkynjun komi í stofninn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.