Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1923, Blaðsíða 4
22 T í M I N N Notið að eins Islenskar vörur. Kanpið að eins íslenskar vörur. Haflð þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. UÍgr' Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Klæðasmiðjan HiafosSi p. t. Reykjavik. ■Favorit prjónavélin er smíðuð í Svíþjóð, fundin upp í Svíþjóð og einkaréttur fenginn um allan heim. Hún er hentugasta hring-prjónavél í heimi, allra prjónavéla ein- földust, auðveldust og ódýrust. Meðal hennar mörgu kosta má nefna þessa: Margbreytt verkhæfni. Framúrskarandi hljóðlaus g-angur. Vinnugeta svo undrum gegnir. Vélin getur prjónað úr allskonar bandi, frá því fínasta til þess grófasta. — Hún er óvenju endingargóð. „Favorit“ ætti að vera til á hverju heimili; hún er — þessi prjónavél — jafn nauðsynleg og saumavélin. Einkasölu á íslandi hefur: Verslun Gunnars Gunnarssonar, Hafnarstræti 8. — Reykjavík. A.V. Vélarnar verða sendar gegn póstkröfu ef óskað er. hafa gjöldin farið sem næst 60% fram úr áætlun, og sé eg ekki, að það sé meira en vænta mátti, þegar þess er gætt, að mestur hluti þess, er rikis- sjóður kaupir til stofnana sixma, og framkvæmda, er vinna (tímakensla, verkalaun), kol, steinolía, sement m. m., sem alt varð miklu hærra en áætl- að var 1919, er fjárlögin voru samþykt. 4. Á árunum 1920 og 1921 voru til þarfa ríkissjóðs tekin lán að upphæð kr. 5784427,30 þessum lánum var var- ið eins og hér segir: a. Afborgað af skuldum árið 1920 kr. 2796907,33 b Afborgað af skuldum árið 1921 kr. 1116992,19 c. Lagt fram til Lands- bankans kr. 200000,00 d. Óeytt í árslok 1921 kr. 1218218,98 ............kr. 5332118,50 Mismunur kr. 452308,80 Allar þessar tölur eru teknar eftir Landsreikningunum, og er þvi ekki hægt að rengja þær. þær sýna, að á árunum 1920 og 1921 hafa skuldir rik- issjóðs aukist um nálægt 450000 kr. Sá hluti enska lánsins, sem bankarnir fengu, er ekki talinn hér með, þar sem ríkissjóður á ekki að standa straum af þeim hluta. þessi skulda- aukning á árunum 1920 og 1921 er ekki mikið meiri en það, sem ógreitt var í árslok 1921 af halla af sölu kola og salts undir verði. Árin 1920 og 1921 vpru erfiðustu fjárhagsárin, sem yfir oss hafa geng- ið um langan tíma og mikill fjöldi manna bíður þeirra seint eða aldrei bætur. Að þannig vöxnu máli virðist varla að búast við, að ríkissjóður slyppi betur en raun hefir á orðið. Eg bíð því alveg rólegur dóms þings og þjóðar um þetta efni. 5. Að lokum vil eg spyrja yður, hvort þér viljið leyfa mér rúm i blaði yðar fyrir nákvæmt svar við nefndum árásargreinum yðar. Svar yðar bið eg um, að þér gefið mér í blaðinu. Reykjavík 6. mars 1923. Magnús Guðmundsson. II. Sjálfsagt er að birta þessar athuga- semdir hr. M. G. En engum mun dylj- ast það, er hann hefir lesið það, sem hér fer á eftir, að hr. M. G. hefði ver- ið betra að birta engar athugasemdir en þessar. þó verð eg i þetta sinn að láta við það sitja að gera athugasemd- irnar mjög stuttar. Og þess skal þá getið fyrst, að hin ,,svæsna árás“ sem lir. M. G. talar um, er í .því einu fólg- in að láta tölumar tala. Finnist hr. M. G. það vera harður dómur sem þær kveða upp, þá getur hann sjálf- um sér um kent. Ekki hefi eg búið tölurnar til. það hefir hann sjálfur gert aftur á móti. Skal eg nú athuga liðina i sömu röð og hr. M. G. Um 1. og 2. lið. Afsökun hr. M. G., er liann ber fram, er sú, að hann hafi í ræðunni, er hann flutti er hann lagði fram fjárlögin, skýrt þinginu frá öllum gjöldum ríkissjóðs árin 1920 og 1921. þingið hafi því ekki verið dul- ið neins um útgjöldin. Sannleikurinn í þessu efni sést með þvi að bera sam- an þessa skýrslu hr. M. G. og lands- reikningana. Skulu nú tekin einstök dæmi um það. — Hr. M. G. segir að gjöldin til dómgæslu og lögreglustjóm- ar árið 1921 séu kr. 752600, en þau urðu samkvæmt landsreikningnum kr. 841822,49. þau eru náL 90 þús. kr. hærri en hr. M. G. segir. Hr. M. G. segir að gjöldin til verklegra fyrirtækja séu kr. 431700, en þau urðu kr. 499882,30. þau eru rúml. 68 þús. kr. hærri en hr. M. G, segir. Hr. M. G. segir að óviss út- gjöld séu kr. 254600, en þau urðu kr. 310816,34. þau eru rúml. 56 þús. kr. hærri en hr, M. G. segir. Loks segir hr. M. G. að gjöld samkvæmt sérstök- um lögum, fjáraukalögum og þings- ályktunum séu kr. 1968500, en þau urðu ki\ 2194459,98. þau eru nál. 226 þús. kr. hærri en hr. M. G. segir. Að vísu segir hr. M. G. að tölur skýrsl- unnar séu „ekki alveg áreiðanlegar", en bætir því við, að „verulegur munur verði varla“. Eg verð að halda því fram að um verulegan mun sé að ræða. En annað atriði þessarar fjármála- ræðu hr. M. G. er miklu athugaverð- ara en þetta. Hr. M. G. skýrir þar frá skifting enska lánsins. Hann segir svo: „Láni þessu hefir verið skift þannig að ríkissjóður hefir tekið af því iy2 milj. kr., Landsbankinn hefir fengið 1/b af láninu og íslandsbanki afganginn" o. s. frv. þetta segir hr. M. G. í febrúar 1922. En hvað segir lands- reikningurinn 1921? Landsreikningur- inn segir, að hluti ríkissjóðs í enska láninu sé kr. 2747819,67. Hér ber geysi- lega mikið i milli. Landsreikningur- inn 1921 segir það skýlaust að ríkið hafi tekið nálega la/4 — einni og einni fjórðu — miljón króna meira af enska láninu, en hr. M. G. segir í febrúar 1922. Hvaða skýring er til á þessu? Er þetta þinginu óviðkomandi, að rík- ið hefir notað svona miklu meira af enska láninu en fjármálaráðherra skýrir frá? þessi slcýrsla hr. M. G., sem hann nú ætlar að afsaka sig með, er ekki merkara plagg en nú hefir verið lýst. það er ekki ofmælt, að þingið hefir verið dulið hinu raunverulega fjár- hagsástandi. Fjáraukalögin 1920—21 með töluvert á sjöttu milj. kr. auka- fjárgreiðslur koma eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þingmenn og al- menning. þar sem ráðherrann vissi að um svo ógurlega háar umframgreiðsl- ur var að ræða, miklu hærri en nokkru sinni höfðu þekst fyr í sögu landsins, átti hann að gefa þinginu glögt og sundurliðað yfirlit til athug- unar og samþyktar. það hefði orðið alvarleg áminning fyrir þingið að fara gætilega. Um 3. lið. Um þennan lið get eg ver- ið fáorður. Honum er margsvarað með fjármálagreininni sem birst hef- ir undanfarið hér í blaðinu. Fjölda margar þær upphæðir eru algeriega utan við þann ramma, sem hr. M. G. talar um hér. Um 4. lið. þessi yfirlitsskýrsla hr. M. G. mun eiga að vera þungamiðjan í vörn hans. það er sorglegt, fyrir hann, að þessi skýrsla hans skuli vera jafn óáreiðanlcg og frásögn hans um það, hvað ríkissjóður fékk mikinn hluta enska lánsins. það skal nú rökstutt: í fjármálaræðu Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra, sem hann flutti í byrjun þessa þings, fullyrðir hann að árin 1920 og 1921 hafi skuld- ir ríkisins aukist samtals um c. 6 miljónir króna. Hr. M. G. segir að skuldirnar hafi ekki aukist nema um 450 þús. kr. það er hvorki meira né minna en 5y2 — fimm og hálf — 'mil- jón króna sem þarna ber á milli nú- verand i og fyrverandi fjármálaráð- herra. Hvor þeirra hefir á réttu að standa? Og hvernig stendur á þess- um mismun? Sú gáta er auðráðin og ráðningin kemur sorglega niður á hr. M. G. Hr. M. G. telur fram lánin sem rík- issjóður tók árin 1920 og 1921, og dreg- ur frá það sem ríkissjóður borgaði af lánum o. fl. þetta er rétt. En honum láist að geta þess, að þessi sömu ár fékk ríkissjóður líka endurgoldið fé sem hann hafði lánað landsverslun- inni. Og það kemur alveg jafnt til greina í þessu efni. Árið 1920 endurgreiðir landsverslun ríkissjóði samkvæmt landsreikningi kr. 3578524,79 í afborgun og vexti. Og árið 1921 endurgreiðir landsverslun ríkissjóði sömuleiðis samkvæmt lands- reikningi kr. 1089261,98. þama er þá komið hátt á fimtu miljón króna sem rikissjóði hefir endurgoldist af lánsfé með vöxtum. — Loks er þess að geta að hr. M. G. telur óeytt i árslok 1921 kr. 1218218,98, en landsreikningurinn telur kr. aðeins kr. 690006,00. þarna skakkar meir en hálfri miljón króna. Með hailanum þessi árin 450 þús. kr., sem hr. M. G. telur, eru þama komn- ar hátt upp i þær 6 miljónir króna sem Magnús Jónsson fjármálaráð- herra telur með réttu að skuldir rík- issjóðs hafi aukist í stjórnartíð herra Magnúsar Guðmundssonar fjármála- ráðherra árin 1920—1921. þetta eru staðreyndir, sem lir. M. G. getur með engu móti lirakið. Á þeim byggist dómurinn sem hann má bíða eftir frá þingi og þjóð, sem hann talar um. Um 5. lið. Fyrirspurn hr. M. G. get eg fyrst og fremst svarað með alkunn- um orðum: „þér hafið Móse og spá- mennina", þ. e. þér liafið yðar eigið blað, Morgunblaðið. þér getið þar gef- ið mér „nákvæmt svar“. Eg veit fyrir- fram að slíkt svar frá yður hlýtur að verða mjög langt. það kostar mikið fé að prenta Janga grein. Vegna þrengsla verð eg að neita fjölmörgum mætum mönnum um rúm fyrir marg- ar þarfar greinai’. því að eg er ekki eins settur sem „fjármálaráðherra Tímans“ — mætti eg svo að orði kom- ast — eins og þér voruð sem fjármála- ráðlierra landsins. þér gátuð komið fram með fjáraukalagagreiðslur til þingsins eftir á, sem nema á sjöttu miljón kr. þar sem þér hafið yðar blað, ætla eg því að birta hið nákvæma svar yðar og bið þess með óþreyju. En eg þarf að bera fyi-irspurn fram íyrir yður. Fyrir þingið 1921 fann eg að því, að vam-ækt hefði verið að inn- heimta tekjuskatt hjá Carli Sæmunds- sen, 190 þús. kr., af óheyrilega mild- um gróða, sem maður sá hafði haft af að selja íslenska ull. þér svöruðuð þessum ummælum minum i fjármála- ræðu yðar í þingbyrjun 1921, og ræð- an var birt í Morgunblaðinu. þér töld- uð ummæli mín „helber ósannindi". þér hefðuð gert alt mögulegt til þess að innheimta upphæðina og ef til vill kæmi málið „til þingsins kasta“. Nú eru síðan liðin tvö ár. Eg hefi það fyrir satt, að upphæðin sé ekki greidd enn. Er það ekki rétt? Hvenær létuð þér málið koma „til þingsins kasta“? Ekki hefi eg heyrt þess getið. Hafið þér látið fara fram fjárnám hjá manni þessum, til þess að ná skatti sem sjálfsagðaiá var en flest annað? Eða hafið þér farið hina leiðina, sem tíðk- ast mjög í seinni tið á ístandi, að gefa skuldina upp þegjandi? Og aðra fyrirspurn vildi eg gjarna gera til yðar. Alkunnugt er að þér voruð aðalhöfundur tekjuskattslag- anna, og þér gáfuð þvínæst út reglu- gjörð um framkvæmd þeii'ra. Nú hef- ir orðið ágreiningur út af framkvæmd laganna samkvæmt reglugerð yðar. Einn stærsti gjaldandinn hér í bæn- um neitar að greiða tekjuskattinn sem lagður er á samkvæmt reglugerð- inni. það kemur fyi'ir dómara að úr- skui’ða hvoi’t lögtak skuli fram fara. þér sjálfur, sem sömduð tekjuskatts- lögin og gáfuð út reglugerðina, eruð mólaflutningsmaðurinn sem flytur mólið fyrir þennan skattgreiðanda á móti landsstjóminni. — Eg spyr. Hvernig ætlið þér að verja það að ger- ast þannig umboðsmaður aðila sem ræðst á yðar eigin frumvarp og reglu- gjörð? Eg gei’i ráð fyrii’ að þér getið svar- að þessum fyrirspurnum svo stutt- lega að eg hafi rúm fyrir þær í Tím- anum. Tr. p. -----O---- Þrír Jónar og ,Esjan‘. I vor þegar landsstjórnin byi’jaði að undirbúa málið, fékk hún frumteikn- ingar af strandferðaskipi frá erlend- um skipasmið. þar var gert ráð fyrir c. 50 manna fyrsta farrými, og fóein- um stórum klefum yfir skrúfunni fyr- ir annað farrými. Báðum megin við iyi’sta farrými voi’u allstór lestarrúm. I hinu fremra ótti að mega sló upp c, 50 rúmum þegar vildi, en annars hafa þar vöi’ur. Opið niður í undirlest- ina var niður i gegnum þetta farrými, sem á teikningunum var lcallað „emi- giant", eða vesturfaralest. Hin lestin, aftantil í skipinu, var á engan liátt breytt vegna mannflutninga. þar hefðu búið til skiftis tunnur, pokar, saltfiskur og manneskjur. Skip með þessari gerð átti að vera í strandferð- um á sumrin, en fara með fisk til Spónar á vetrum og koma með salt þaðan að sunnan. Fyrsta farrými var gott á þessu slripi, jafngott og á Esjunni. Fólk sem ferðast aldrei nema á fyrsta farrými hefði ekki þurft að kvarta. En allur þorri íslendinga, skólafólk, verkafólk, efnalítið fólk, sem fer með skipum að leita sér lækninga, vinnu eða fer í kynnisfarir, hefðu orðið að vera í þess- um fáu óvistlegu klefum yfir skrúf- unni, í „ernigrantrúmum" í forlestinni, þar sem saltfiskur og salt átti annars heima, og í afturlestinni á beru gólf- inu. Ef Jón Magnússon hefði samið um smíði Esjunnar, myndi honum og hans vinum hafa þótt fyrirkomulagið bejitugt. Fyrsta farrými var nægilega stórt fyrir þá, sem höfðu efni til að vera þar. Hitt fólkið gat búið í lest- inni, eins og verið hefir. Stallbróðir J. M., Björn Kristjánsson, hefir ný- lega sagt í ræðu i Hafnarfirði, að eins og sumir hestar væru fæddir reiðhest- ar og aðrir óburðartruntur, svo væru sumir menn fæddir til að fljóta ofan á, en aðrir til að liggja við botninn. Frh. J. J- -----o---- Lokaði fundurinn og Moggi. Mbl. vill afsaka frumhlaup sinna manna á þingi, er þeir runnu af hólmi á lokaða fundinum, af því þeir treyst- ust ekki til að standa fyrir m^li sínu. Mbl. afsakar hina burtviknu með því, að fundurinn hafi' verið óformlega boðaður. þetta er með öllu ósatt. Um einkafundi eru engin sérstök fyrir- mæli í þingsköplm. Um form þeirra verður að fara eftir þingsköpum Al- þingis. Forseti sameinaðs Alþingis Húseig.nin BRÆÐRATUNGA á Stokkseyri, ásamt erfðafestu- löndum, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á eigninni er gott íbúðarhús 11X12 al., heyhlaða, sem tekur ca. 500 hesta, fjós fyrir 7 kýr, hesthús fyrir 15—20 hesta, fjár- hús fyrir 70 fjár. Eigninni fylgja ennfremur 30 kúgildi í fríðu. Mjög hægir borgunarskilmálar. Semja ber við eiganda jarðar- innar. Stokkseyri 10. mars 1923. Árni Tómasson. Hef til sðlu hús og byggingarlóðir hér í Reykjavík og í grendinni, þar á meðal 2 steinhús í miðbænum, með verslunarbúðum og öllum nútím- ans þægindum. Eignaskifti geta komið til greina. Annast kaup og sölu á fasteign- um um alt land. Lítil ómakslaun. Reykjavík, Grettisgötu 2. Stefán Loðmfjörð sími 786. (fasteignasali.) sími 786. fylgdi nákvæmlega þessum reglum um boðun fundarins og stjórn hans. Og málefnið, sem um var rætt, var eitt hið djúptækasta velferðarmál þjóðar- innar. Framkoma þeirra, sem flúðu af fundinum, er þessvegna alveg óverj- andi, hvernig sem litið er á málið. Og það er nokkurnveginn víst, að Mbl,- mennirnir hafa gert þeim málstað, sem þeir vildu styðja að þessu sinni, meira ógagn en unt. var að gera á annan hótt. þingmaður. ---O--- Fyrirlestur Þórðar læknis Sveinssonar. I. Hin síðustu ór hafa breiðst út um land einfaldar aðferðir til að lækna marga sjúkdóma og kvilla. Aðalatrið- ið í þessum lækningum hefir verið vatnskostur, þ. e. að sjúklingurinn nærist aðeins á heitu vatni meðan á veikinni stendur, ef um hitasótt er að ræða, eða að drekka töluvert af heitu vatni daglega og lifa annars ó mjög Jéttri fæðu, þar sem um langvarandi sjúkdóma er að ræða. Flestum mönn- um á landinu mun kunnugt, að hreyf- ing þessi er runnin frá þórði lækni á Kleppi. Hún er orðin afarsterk, og þó hefir læknirinn ekkert gert til að afla henni fylgis, hvorki skrifað um lækn- ingar sínar sjálfur, eða gefið öðrum upplýsingar til að skrifa um þær. En vatnslækningarnar eru nú samt orðn- ai alkunnar. Fordæmið hefir vakið eftirtekt. Mörgum hafa orðið minnis- stæðir inflúensudagarnir 1918, þegar Lárus H. Bjarnason réði því að þórð- ur Sveinsson var fenginn til að stýra lækningunum á höfuðinflúensuspítal- anum, sem þá var í Barnaskólanum. þar notaði hann vatnslækningar með glæsilegum árangri, svo að frægt er orðið. Hitt var leiðinlegra að nokkrir af læknum bæjarins urðu fyrip þvi óliappi, að gefa út einskonar vantraust á þessum aðferðum. En reynslan skar úr á alt annan hátt. þórður læknir Sveinsson var sá eini læknir á land- inu, sem vann sé frægðarorð meðal al- mennings, af inflúensulækningum sín- um, að öllum öðrum ólöstuðum. Ekki spilti það heldur fyrir þórði, að hann, eins og L. H. B., gaf landinu og sjúkl- ingunum sína fyrirhöfn. Annar læknir sem síst vann meira, sendi landinu reikning fyrir 1000 kr. fyrir sína bar- óttu móti drepsóttinni. Frh. Áheyrandi. -----o----- Mannalát. þrír merkisborgarar eru nýlega látnir hér í bænum: Einar Árnason kaupmaður, Eyj- ólfur þorkelsson úrsmiður og Magnús Gunnarsson dyravörður stjórnarráðsins. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.