Tíminn - 07.04.1923, Side 3

Tíminn - 07.04.1923, Side 3
TlMI.NN 29 ið þá þóknun, sem innflutnings- smalar hennar þigg-ja, úr 10 doll- urum upp í 15 dollara á höfuðið. Nærri má nú geta, hvort einhverj- ir verða ekki til þess, að fegra fyr- ir löndum sínum ágæti Canada, þegar jafn rífleg þóknun er í boði. Fleiri ástæður geta líka hvatt Vestur-íslendinga til þess að eggja þjóðbræður sína heima til hingað- komu. Islendingar hafa hér ýms sémiál með höndum, sem þeim virðist veita fremur erfitt með í þessu árferði. það gæti verið hagur fyr- ir söfnuðinn að fá fleiri meðlimi. það er líka ágóði fyrir bændur að fá ódýra vinnumenn, og inn- fiytjendurnir eru sjaldnast kaup- dýrir. — það verða sjálfsagt einhverjir til þess að gera samanburð á náttúru- auðlegð Islands og Canada, til þess að laða menn hingað. Auðvitað dettur engum sanngjörnum manni í hug að gera lítið úr náttúruauð- æfum þessa lands, en hitt getur verið meira spursmál, hvort mál- lausir (það er siður hér, að kalla þá mállausa, sem enga ensku kunna) og fákunnandi innflytjend- ur eru líklegir að hreppa mikið af þeim gæðum. Fyrir fátækum erfiðismönnum frá íslandi liggja hér einungis þrír vegir: 1. erfiðisvinna í bæjum eða úti á landi, 2. fiskiveiðar við stór- vötnin, og 3. búskapur. Hver hraustur og duglegur mað- ur, sem fús er að ganga í alla vinnu, getur oftast fengið hér ein- hverja óvandaða erfiðisvinnu, svo sem saurrennugröft, viðarhögg, kjallaragröft og svo framvegis. þar sem hann, að minsta kosti fyrst 1 stað, getur aðeins stundað einföldustu erfiðisvinnu, verður hann að sjálfsögðu að gera sig ánægðan með fremur lítið kaup. Kaup þeirra manna, sem enga sérstaka atvinnu stunda, og geta þess vegna ekkert gagn haft af samtökum verkamanna, er auðvit- að harla misjafnt, en tveir dollar- ar og fimmtíu cent á dag mun áreiðanlega vera fremur of hátt en lágt reiknað. Nú er hér víðast algert vinnuleysi, að minsta kosti tíma af vetrinum. það mun því ekki fjarri sanni, að áætla 250 vinnudaga á árinu —- líldegast verður þetta þó of hátt. Árskaup- ið verður þá 625 dollarar. Ef mað- urinn er einhleypur, mundi hann þurfa að borga 30 dollara um mán- uðinn fyrir fæði og lítið herbergi, eða 360 dollara á ári. Fyrir þjón- ustu yrði hann að borga að minsta kosti 60 dollara á ári, og fyrir föt ekki minna en 80 dollara. það eru þá eftir 125 dollarar, sé engu eytt og engin óhöpp beri að höndum. En í raun og veru mundi mikið af þessari fjárhæð eyðast í ferðalög, ef vinnunnar skyldi leita eftir því sem hana væri að fá á ýmsum stöðum. þó má búast við, að dug- legur verkamaður geti í flestum tilfellum unnið sér fyrir fæði og fötum, og stundum nokkni meiru; en hins eru líka dæmi, að einhleyp- ir og vinnufærir menn eru upp á bæjai’félögin eða einstök líknarfé- lög komnir með hvorutveggja. Winnipegborg fæddi til dæmis nokkur hundruð verkamanna í fyrravetur og lagði fjöldamörgum fjölskyldum í borginni lífeyi'i. öðru máii er að gegna með fjöl- skyldumenn. Enginn þeirra skyldi láta sér til hugar koma borgarvist hér vestra, meðan honum er mál landsins og atvinnuvegir þess ó- kunnir. En geta verkamennirnir þá ekki bætt hag sinn síðar? Jú, auðvitað geta þeir lært einhverja iðn og fengið hæi’ra kaup með tímanum, en þó mun aílur þoi’ii iðnaðai’- og erfiðismanna í hérlendum borgum búa við lítil efni og fremur þröng- an kost. Vinna hér, í Canada er yfir höfuð stopul, og á veturna oftast ekkert að gera. þá vill ai’ðui'inn af sumarvinnunni — þó að dagkaup- ið hafi ef til vill verið allhátt — oft ódi’j úgur reynast, því hér vei’ða menn að hafa hlý hús, góðan klæðnað og rnikið af eldivið í vetr- ai’hörkunum. þá er að minnast á sveitavinnu. Hún fæst oftast, en fyrsta árið er vanalega lítið kaup í boði, því hér er flest vinna unnin með hestum og vélum, og óvanur maður kem- ur þess vegna ekki að fullum not- r ii a má ekld yera liærra en liér segir: I^e’yktólDa.k:: eta •nisiH Sailor Boy.................*/4 lbs. dós á kr. 2,90 stk. Biomond Mixture . ' . ’ , . . l/4 -r — á — 2,00’' -r. Ocean . . .'. . . . i.0,j(J. ,,0 . . 2,30.. — Old Friend ................V4 — — á — 2,30 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðai’, en þó ekki yfir 2ó/0- Xja.xid.s'verslxxn. um. Síðastliðið sumar vissi eg bændur boi’ga fullorðnum mönn- um nýkomnum að heiman 24 doll- ara á mánuði. Vanir menn fengu frá 35 til 45 dollara á mánuði. Að vetrinum er oftast hægt að fá 15 til 25 dollai’a á mánuði við gi’ipa- hii'ðingu. Auðvitað er vinnumað- urinn fæddur á sveitaheimilum, en fyrir þjónustu þai’f hann að borga og sveitayinna er fremur fatafrek. Eigi mundi fjölskyldumaður auðveldlega geta framfleytt lífi sínu og sinna á vinnumannskaupi í sveit, en oft geta ung og heilsu- góð hjón með eitt barn, eða jafn- vel tvö, fengið ársvist í sveit, en slíkar vistir gefast misjafnlega, því helst er þær að fá hjá ekkju- mönnum og einsetumönnum. Hins eru líka dæmi, að fátækar fjöl- skyldur fái að búa í eyðihúsum úti í sveit, en vistin þar er oftast lítt bæi’ileg. þá kem eg að fiskiveiðum við stói’vötnin. Af þeim hafa fjölda- margir íslenskir landnemar aflað sér fæðis, og enn gæti svo orðið, ef menn gerðu sér að góðu þá lifnað- arhætti, sem landnemai’nir áttu við að búa. Auðvitað eru fiskiveiðar hér fult eins stopular og heima, og samskonar hættur og annmax’kar fylgja þeirn atvinnuvegi í Canada og á íslandi. Lakast er, að mark- aðui’inn er ekki síður óábyggileg- ur en fiskifengui’inn. Stundum er vei’ðið allgott og talsverður ágóði, en svo fellur vei’ðið stundum, að útgei’ðin borgar sig ekki. Að síðustu ætla eg að minnast á búskapinn hér í landi. Fólki austan. hafs, sem ekkert þekkir til staðhátta í Vésturheimi, er talin trú um, að í Cartada séu til stór flæmi af ónumdu landi, en hins er sjaldan minst, að mest af þessu auða landflæmi er óbyggi- legt með öllu. Bygðirnar í Canada liggja allar á tiltölulega örmjórri landræmu (aðeins 100 til 250 enskar mílur á breidd), fram með landamænxm Bandaríkjanna. Fyr- ir noi’ðan þessar sti'jálbygðu sveit- ir taka við víðáttumiklar eyði- merkur, sem ná alt norður að Is- hafi. Mest af þessu landi ei', að svo miklu leyti sem maður veit (það hefir ennþá ekki vei'ið rann- sakað til hlítar), ómögulegt til ábúðar. þar eru geysistórir flák- ar af rótlausum mýrarflóum, þétt- asta myrkviði og gi’ðurlausum urð- um. þó eitthvað kunni þar að vei’a af nýtilegu landi, getur það eng- um orðið að gagni, sem stendui’. Ef jámbrautir vei’ða lagðar um þessar eyðimerkur í framtíðinni, kunna hér að í’ísa upp bygðir á stöku stað, en slíkar jámbrautir verða áreiðanlega ekki bygðar í ná- lægi’i fi’amtíð, og líklegast ekki á þessum mannsaldi’i, nema því að- eins, að dýrar námur finnist þarna norður í óbygðunum. Auðvitað eru ónumin lönd líka fáanleg hér bg þar í námunda við bygðir manna. Flest þeirra eru, eins og gefur að skilja, úr því eng- inn hefir ágimst þau til þessa, handónýt með öllu. Annai’s ei’u bændur og bændasynir úr bygðun- um alt af að leita að nýtilegu landi, sem þeir gætu numið, og árs ár- lega eru ónytju ferðir gerðar inn í óbygðirnar í þessurn tilgangi. Eftir stríðið voi*u canadiskum her- mönnurn sérstök vilyi’ði veitt til landnáms, og allmargir þeii'ra urðu til þess að nema óbygð lönd, en flestir hafa þeir nú skilað þeim aftur, og voi’u þó margir þeirra vanir héi'lendum búnaðai'háttum. Hér er líka óyrkt land til sölu með þolanlegum borgunai’skilmál- xun, en það kostar mikið fé að brjóta slíkt land til ræktunar, og uppskei-an harla óviss þeinx, sem lítið eða ekkei’t kunna til akur- yrkju. Annai’s skyldu nxenn gæta allrar vax'úðar í landakaupum. Skrum og lýgi í viðskiftum er ame- rískur þjóðarlöstur, — líklegast vei’sti löstur þessai’ar þróttmiklu þjóðar. — Landprangarar hafa oft grætt of fjár á því, að taka allhá- ar fyriframboi’ganir í ónýtunx löndum, og taka þau svo aftur, ef kaupandi stendur ekki í skilunx. Sum „lönd“ hafa verið mai’gseLd á þennan hát,t. Sá sem talsverða peninga hefir með höndum, getur líka keypt ræktað land með byggingum o. s. frv. Svo menn geti betur áttað sig á því, hvei’su ai’ðvænlegt slíkt fyrir- tæki muni x-eynast undir núver- andi kringumstæðum, ætla egj að áætla meðal útgjöld og tekjur af vanalegri bújörð í Vestur-Canada. I. Innstæða: 1. Hálf section — 320 ekrur af landi með byggingum $ 9000 2. Verkfæri og vélar.......$ 1675 S. Tíu hross .. , . TTT7~f 1200 4. þrjátíu og tveir nautgi’ipir $ 714 5. Húsbúnaður og innan- stokksmunir.............$ 400 Samtals $ 12989 ýmsa flokka, eftir þeim skoðana- mun. Eru hugmyndir jafnaðar- manna enn allmjög á reiki í þessu efni, og sjálfsagt nokkuð langt þess að bíða, að framkvæmd vei’ði á dagski’á þeirra., Hefir enn þá lít- ið verið gert til þess, og það jafn- vel þar sem jafnaðarmenn hafa komist til æðstu valda.1) Unx hitt hefir baráttan aðallega snú- ist, að bæta kjör vei’kalýðsins og standa á verði fyrir smælingjana, svo að þeir verði ekki hneptir í ánauð né lifandi flegnir af auðkýf- ingum og öðrum stórbokkum. það er óhætt að fullyi’ða, að í framkvæmdinni vakir nú sem stendur þetta aðallega fyrir jafn- aðannönnum, a. m. k, hér á landi: 1. baráttan fyrir x*étti smælingj- anna gagnvart auðvaldinu, 2. sem nokkuð ber að sama brunni, bar- áttan gegn hinni frjálsu samkepni. Fara þá skoðanir sameignar- manna á vissu sviði nokkuð að nálgast skoðanir samvinnumanna, svo að það fer ekki að verða tor- veld gáta, hversvegna sameiginleg andstaða, og sameiginleg hætta knýr þessa tvo flokka til að vinna saman að vissum málum, á vissunx sviðum, þ. e. á móti öfgum og eyði- leggingu samkepnisstefnunnar. Ekkei’t virðist þá eðlilegra eða líklegra en að þessir tveir flokkar taki höndum saman og vinni í bróðerni að sameiginlegum áhuga- málum, á meðan leiðir liggja sam- an. — „Vei’kamannamálin“ krefj- ast úrlausnar hér á landi sem ann- s) Tilraun Lenins í Rússlandi er ekki bygð á hugsjónum venjulegra jafnaðarmanna, heldur sameignar- rnanna (Kommúnista), sem ekki eiga nema að sumu leyti samleið með sósialistum. H ö f. arsstaðar. „Á skal að ósi stemma“, og best að taka það mál til úrlausn ar áður en það vex okkur yfir höf- uð. Til þess þurfum vér styrk verkamannanna og sjómannanna sjálfra, því að engin þarf að ætla sér að leysa þann vanda, að þeim fornspurðunx. Til óeigingjai’ni*ar og réttlátrar framkomu í þeim nxálum er enginn stjórnmálaflokk- ux' 1 landinu líklegri en samvinnu- flokkurinn. Að vísu hljóta sam- vinnumenn jafnan að byggja höf- uðvirki sitt á grundvelli hinna frjálsu samtaka, þar sem sam- eignannenn beita ríkisvaldinu fyrst og fremst. En þar sem leið- ir beggja liggja að sama takmai’ki, er samvinna sjálfsögð milli þess- ara flokka. Deilumál sín, sem upp kunna að koma, verða þær stóru stéttir, sem mynda þessa flokka, að útldjá sér í lagi. En fi’amtíð lands og þjóðar er að miklu leyti komin undir því, að flokkai’nir standi saman móti sameiginlegri hættu. En ef þessh' flokkar bauka hver fyrir sig, eins og hingað til, þá lendir alt í handaskolum og sömu bendunni sem áður, og þeir spila völdunum í hendur andstæð- inga sinna. Samvinnumenn og verkamenn! Vinnið af alefli, hver eftir sínum mætti, að vei’ndun sameiginlegra hugsjóna. Berjist fyrir rétti smæl- ingjanna og móti hinni blindu „frjálsu samlcepni“. Bannlögin og kaupfélögin. Bannlagahugs j ónin og sam- vinnuhugsjónin ei’u vafalaust stói’- feldustu hugsjónirnai’, sem konxist hafa í fi’amkvæmd hér á landi síð- ustu fimmtíu árin. Hvoi’artveggja hafa mætt hinni mestu mótstöðu, hatri og rógburði. þeir, sem svo eru gamlir, að þeir muna stofnun Good-templai’areglunnar hér á landi, eru minnisstæðar allar þær sögur, sem gengu þá um þessa bindindisstai’fsenxi, alt það háð og napuryrði, sem þeir fengu að heyi'íx, sem í hana gengu, og alt það, sem gei’t var, beint og óbeint, leynt og’ ljóst, til að hnekkja vexti hennar og viðgangi, og leiða fé- laga hennar í fi’eistni. Nú kveður við annan tón. Nú sjá andstæðing- ar reglunnar að hún verður eigi drepin, og hafa því snúið við blað- inu og lofa hana á hvei’t reipi. En nú eiTi það bannlögin og bann- lagahugsjóin, sem er þeim þyrnir í aug-um. Alveg sömu söguna hafa kaup- félögin að segja. Fyrst var barist gegn þeim með hinum mesta ofsa og ofui’kappi, og notuð flest leyfi- leg meðul til að hnekkja þeim, sem tiltækileg þóttu, svo að ekki sé fastax-a að kveðið. Nú eru það ekki lengur kaupfélögin, sem barist er gegn. Allir þykjast nú viðurkenna réttnxæti þeix’ra, eða þora a. m. k. ekki að láta annað uppi. En nú er Sambandið eitur í þeirra beinum. Vegna hvers? Vegna þess, að það er sá máttarviður í kaupfélags- stai’fseminni, sem heldur henni uppi og' styrkir hana svo, að með- an því verður ekki hnekt, þá eru kaupfélögin ein ósigrandi heild, og geta látið sér á sama standa, hvernig' sem andstæðingamir ham- ast gegn þeim. — Vera má, að ýmislegt megi að allri þessai’i stai’fsemi finna, eins og flestu því, sem mannlegt er. Slíkt er að von- um, því að samvinnan er enn á unga aldi’i hér á landi. En meðal- ið við því, sem áfátt kann að vera, er að ráða bót á því eftir megni smátt og smátt. En að rjúka í Sambandið og skera það niður við ti’og', — það er banatilræði við alla kaupfélagsstai’fsemi í landinu. það er hið sama Lokaráð og ef einhver segði við nágranna sinn, að hann skyldi i’ífa aflviðina úr húsi sínu, til að bjarga því. þeir væi’u til einskis gagns eða jafnvel til skaða eins fyx’ir bygginguna, því að út frá þeim bi’eiddist fúi um hana alla. — það er ekki til neins að vera að klifa á slíkri fjarstæðu, að leggja Sambandið niður. það veitir félög- unum þá stoð í baráttunni, sem hönd; fæti, og yrði hoi’fið að því óheillai’áði, þá mundi einhvern- tíma við kveða, að „af væri nú höfuðið, ef Erpur lifði“. — Hitt er eðlilegt, að samkepnismennirnir leggi til höfuðoi’ustu gegn Sam- bandinu, og þarf enginn að kippa sér upp við slíkt, því að þeir sjá þar sinn höfuðbana, er stundir líða. „Spekúlantar“. Eins og fyr var sagt, er sum- um mönnum mjög gjamt til þess að sjá eigingjamar hvatir, valda- fýkn og peningagræðgi í fram- sóknarathöfnum annara manna, og þá einkum andstæðinga sinna. þá menn kalla þeir „spekúlanta“. Víst er um það, að eigingimin er rík í eðli manna. „Hver er sjálfum sér næstur“, enda hefir hin frjálsa samkepni alið menn upp í þeim anda, að hugsa nxest og fyrst og’ frenxst um sjálfa sig og að skara eld að sinni köku. — Um það eða þau innri öfl og hvatir, sem knýja menn til starfa, er erfitt að dæma. það liggur sjaldan opið fyrir al- þjóð manna og fáir eru þeir, sem við opinber mál hafa fengist, að ekki hafi þeir hjá einhverjum hlotið nafnið „spekúlantar". En öll- um mönnum, sem beita sér fyrir almannamál, má skifta í tvo flokka: hugsjónanxenn og ekki- hugsjónamenn. — Hugsjónamenn- irnir hafa sett sér eitthvert tak- nxark, hafa einhver mál, sem þeir vilja hi’inda áleiðis, og koma í framkvæmd. Menn ganga eltki að því gi-uflandi, hvað þeir nxenn vilja; það liggur ekki í láginni, því að þeir berjast fyx’ir hugsjón sinni nxeð oddi og egg. það má auð- vitað segja um slíka menn, að þeir séu að bei’jast fyrir hugsjón sinni til þess að tryggja sér völd, met- oi’ð og fé. En engu síður má snúa setningunni við — og það mun víst oftar nær sanni, — að þeir berj- ast fyrir völdum handa sér til þess með því að geta komið hugsjón sinni í framkvæmd. Mun öllunx ljóst, hver munur er á þessu tvennu. Frá sjónarmiði almeixn- ings má nokkuð á sama standa, hvort heldur er, ef hugsjónin, sem bai-ist er fyrir, er góð og gagnleg, og henni hx-undið í fi’amkvæmd. — Um þá menn, sem engar eða litlar hugsjónir hafa og engiix áhuga- mál, sem almenning varða, en pota sér þó fram til æðstu valda í þjóð- félaginu, virðist með miklu meiri sanni mega segja, að þeir séu „spekúlantar“, sem aðeins hafi það mai’k og mið, að hlynna að eigin hagsmunum og komast áfram, sem kallað er. Slíkir menn verða aldrei brautryðjendur í neina átt, þótt þeir geti verið þjóð- nytjanxenn á ýmsa lund. En það eru brautryðjendurnir einir, sem lifa í minningu konxandi alda — lifa þótt þeir deyi — og þjóðirn- ar reisa háa bautasteina í þakk- látri minningu. -----o----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.