Tíminn - 12.05.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1923, Blaðsíða 2
48 T 1 M I N N Orðsending tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af íslenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfti í 1 kgr. dósum, ----í v, - - - í v, - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gierið svo vel að spyrja um verð lijá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. Frá útlöndum. Mikla gremju hafa ofsóknir Rússa gegn katólsku kirkjunni vakið um allan heim. Keyrði um þvert bak er þeir létu lífláta kaólskan prest einn. Hafa mótmæli borist hvaðanæfa, bæði frá kat- ólsku kirkjunni og frá stjórnum margra landa. — þó að Tyrkir hafi nú um hríð rétt mjög hag sinn, undir forystu Mustafa Kemals, vantar mikið á að friðvænlegt sé innan þeirra eig- in herbúða. Hefir Kemal stýrt landinu nálega með einveldi, með styrk hersins, en þó haft þing við hlið sér. Nú vill hann láta fara fram nýjar kosningar, en rétt áður fanst aðalandstæðingur hans, Alí Mulkí ritstjóri, myrtur. Er Alí þessum svo lýst, að hann og öfl- ugur flokkur sem honum fylgdi, hataðist við alt sem minti á Norð- urálfumenning og krafðist vægð- arlausrar styrjaldar áfram við kristna menn. — Félag þýskra embættis- manna gekk nýlega inn í samband verkalýðsfélaganna þýsku. Er þá svo komið, að sem allir embættis- og sýslunarmenn ríkisins standa hlið við hlið verkamannanna um launakröfur. Eru nú samtals 10 miljónir manna á þýskalandi í þessu sambandi. — Snemma í fyrra mánuði var svo talið, að 10 þúsund uppreistar- menn væru í haldi hjá írsku stjóm inni. Höfðu þá að meðaltali 200 verið handteknir á viku undan- farið. þá var og áætlað að um 2500 uppreistarmenn væru enn lausir. — 1 borginni Essen var nýlega drepinn franskur hermaður, enda líggur borgin í þeim hluta þýska- lands, sem Frakkar hafa hemum- ið. Vegna þessa lögðu Frakkar 150 miljón marka sektargjald á borg- ina og átti að greiðast á 10 daga fresti. — það hafa verið gefnar út skýrslur um það að í marsmánuði fengu Frakkar og Belgir ekki nema 1 % af þeim kolum, úr Ruhrhérað- inu, sem þjóðverjar greiddu þeim á sama tíma áður en herförin var hafin. — Snemma í síðastl. mánuði var það fullráðið að fremja stjórn- lagarof í Ungverj alandi. Var það Horthy ríkisforstjóri, sem ætlaði að gefa sjálfum sér konungsnafn og breyta stjómarskránni sam- Ræða Jónasar Jónssonar frá Hriflu þegar rætt var um rannsókn á fjárhagsaðstöðu íslandsbanka gagnvart ríkinu. Eg býst ekki við að snúa mér strax mikið að hinni merkilegu ræðu hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.), þó að hún sé í sjálfu sér alveg jafn einstök í sinni röð eins og höf. sjálfur. (Hlátur). Eg hygg,að mál- ið skýrist best með því að athuga bankann nokkuð frá sögulegu sjón- armiði. þeir atburðir, sem nú eru að gerast í sambandi við Islands- banka, þar á meðal hin ofsalega og bræðiþmngna framganga hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K), skýrist best í ljósi sögunnar. í nálega aldar- fjórðung hefir um það verið deilt hér á landi, hversu samræma skyldi hagsmuni hluthafanna, sem áttu bankann, við hagsmuni ís- lensku þjóðarinnar. þá er fyrst að minnast á tillögu þá, sem hér liggur fyrir til um- ræðu. Hún fer fram á, að athugað sé veðið fyrir enska láninu, og í Viðbót við það, að athuguð sé að- staða Islandsbanka að öðru leyti til landsins. En hvers vegna er til- lagan fram borin? kvæmt því. Alt var tilbúið og dag- urinn ákveðinn. Mikill hluti hers- ins var reiðubúinn til aðstoðar og það var jafnvel búið að prenta ávarp til þjóðarinnar og tilkynn- ingu um atburðina. þá skarst breski sendiherrann í Búdapest í leikinn. Taldi að þetta tiltæki myndi alstaðar mælast svo illa fyr- ir, að ekki yrði þolað. Var þá hætt við það alt. — þjóðverjar sitja% um hvert tækifæri til þess að vinna Frökk- um tjón í Ruhrhéraðinu. Eitt dæmi þess er það, að páskadags- nóttina ætluðu þeir sér að stefna til þýskalands 8 jámbrautarlest- um, sem vom hlaðnar af allskon- ar iðnaðarvamingi, en áttu að fara til Frakklands. Allar fóm lestim- ar af stað áleiðis til þýskalands, sex komust alla leið úr greipum Frakka, og járnbrautarþjónamir úr öllum lestunum sluppu inn í þýskaland. — Aftur á móti sitja Frakkar um að ná í peningasendingar sem ríkisbankinn þýski sendir til út- búa sinna í Ruhrhéraðinu. Hafa þeir alls náð 80 miljörðum marka í þýskum ríkisbarikaseðlum, og hefði það verið álitin álitleg upp- hæð áður en markið féll svo gíf- urlega í verði. En útbúin geta ekki verið án peningasendinganna. þessvegna beita þjóðverjar nú öll- um hugsanlegum brögðum til þess að koma þeim áleiðis. — Lloyd George hefir nýlega ritað blaðagrein um alþjóðabanda- lagið, um árangurinn af starfi þess, framtíð þess o. s. frv. Segir að því hafi orðið mjög ágengt um að koma skipulagi á fjárhag Aust- urríkis. Ennfremur hafi það unn- ið geysimerkilegt verk er það hafi hindrað það, að útbrotataugaveik- in bærist frá Rússlandi og vestur í Mið-Evrópu, því að veikin hefði vafalaust orðið þar afarskæð vegna þess, hve fólkið var illa und- irbúið vegna sults o. s. frv. Enn hafi sambandið unnið að því að greiða úr verkamannamálunum. — En þetta hafi ekki átt að vera að- alverkefni sambandsins, heldur hitt, að setja niður deilumál milli þjóðanna og stofna til varanlegs friðar. Nokkur slík mál hafi það fengið til meðferðar. Fyrst og frems! deilumálið um Álandseyj- amar milli Svía og Finna. Úrskurð ur þess í því máli muni nú alment viðurkendur réttlátur og hafi bundið enda á erfitt mál. Annað deilumálið var milli þjóðverja og Pólverja um landamærin í Efri- í fyrsta lagi af því, að íslands- banki hefir verið stórlega lamað- ur um nokkur missiri, ekki getað sint ýmsum af þeim sjálfsögðu skyldum, sem hvíla á banka, en slík stöðvun grípur djúpt og hættu lega inn í alt þjóðlífið. Einstakir menn eiga allmikið fé í bankanum. Og Landsbankinn, sem er eign þjóðarinnar allrar, hefir smátt og smátt eignast allháa innstæðu í Is- landsbanka, sem ekki hefir ætíð verið hægt að standa í skilum með, og sem íslandsbanki gæti ekki skilað nú, nema með því að stöðva aðrar greiðslur. Eg skal taka fram, að daginn eftir fullveldisdaginn í vetur sendi Landsbankinn ávísun vtir í hinn bankann um 80 þús. kr., en hann gat ekki borgað hana, því að hann hafði ekki handbært nægilega mikið fé til þess. 1 vertíðarbyrjun var það ljóst í bænum, að togar- arnir gátu ekki nema sumir farið út, því að sjávarútvegsbankinn, íslandsbanki, hafði ekki handbært fé og gat ekki kostað þá, nema með hjálp frá Landsbankanum. þar sem hæs'tv. forsætisráðherra er í senn yfirmaður Islandsbanka og formaður landsstjórnarinnar, geri eg ráð fyrir, að í hans hlut hafi fallið ekki óverulegur þáttur í þeirri milligöngu, er varð þess valdandi, að íslandsbanki fékk fé hjá Landsbankanum til að halda úti sínum skipum. Fyrir utan þessa innlendu hjálp hefir Islands- Schlesíu. Úrskurður alþjóðabanda- lagsins um það mál kom til fram- kvæmda, en mikið vanti á að al- viðurkent sé að réttlátur hafi ver- ið. því er haldið fram, að Frakk- ar og Pólverjar hafi á ótilhlíðileg- an hátt haft áhrif á skipun dóm- stólsins. Yfirleitt sé það svo, að þegar um sé að ræða deilumál milli smáþjóða, þá megi vænta réttláts úrskurðar frá alþjóða- bandalaginu og nái fram að ganga. En eigi eitthvert stórveldanna hlut að máli, hafi alþjóðabandalagið hingað til ekki getað notið sín. Og ein höfuðástæðan sé sú, að þýska- land og Rússland fái enn ekki inn- göngu og Bandaríkin hafi ekki viljað vera með. Eigi eitthvert þeirra þriggja stórvelda, 3em í því eru, England, Frakkland, Ítalía, hlut að máli, geti það spyrnt móti banki fengið bróðurpartinn af enska láninu, líklega eftir núgild- andi peningagengi 6—7 miljónir króna. það er því síst undrunar- efni, þó að þjóðin vilji fá að vita um fjárhagsástæður hins stærsta skuldunautar, sem það hefir nokk- urntíma átt.við að skifta, því að ef hin beinu lán til bankans frá landsins hálfu, og seðlafúlga hans eru lögð saman, verður það um 17 miljónir króna. Mér þykir sennilegt, að ef hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) hefði sjálf- ur lánað einhverjum 17 miljónir, þá þætti honum hart, ef lánar- drottni væri svarað með skömmum og fúkyrðum, er hann vildi grensl- ast eftir, hvað liði fjárhag lán- þiggjanda. (Hávaði). Jeg óska, að hæstv. forseti haldi hv. þm. (S. H. K.) í skefjum. það ætti að vera nægilegt fyrir þennan þm. að geta opnað og tæmt sálarskjóðu sína þegar eg hefi lokið máli mínu. Viðvíkjandi aðstöðu bankans að öðru leyti er það að segja, að hann hefir mjög lítið lánstraust erlend- is. það vita allir, hversu lítlil árangur varð af hinni margum- töluðu ferð Claessens til að afla bankanum láns. Eitt af dagblöðun- um birti viðtal við bankastjórann, og var þar að sjá, að hann hefði fengið um 4 miljónir kr. að láni. En síðar hefir komið í Ijós, að verulegur hluti af þessari upphæð, ef til vill alt að helmingur henn- ar, var aðeins framlenging á eldri þeim úrskurði sem sé því ógeð- feldur. Mjög víða kveði það því við nú, að alþjóðabandalagið sé ekkert annað en afturgengið ,,helga sambandið“, sem óvinir Nnpóleons mikla stofnuðu nu.ð sér fyrir 100 árum. Vantaði ekki að þá væri mælt fagurt um göfug verkefni þess sambands. En í reyndinni varð þetta saniábyrgð- ar-klikka nokkurra þjóðhöfðingja. — Máttleysi alþjóðasambandsins nú komi allra berlegast í ljós af því að það sé alls ekki kvatt til ráða um allra mesta málið sem er á dagskrá þjóðanna — skaðabóta- málið, sem veldur innrás Frakka á þýskaland. Englendingar hafi viljað fela alþjóðabandalaginu fullan úrskurð málsins. En með hjálp ítala hafi Frakkar tekið mál- ið alveg í sínar hendur og skeyti skuldum. Sú hin erlenda hjálp hef- ir ekki náð langt til að hjálpa at- vinnuvegum landsins. Má af þessu sjá tvent, að íslandsbanki hefir mestalt sitt fé og lánstraust frá íslensku þjóðinni, en hlutfallslega lítinn stuðning frá útlöndum. Má því segja, að skörin færist upp í bekkinn, er fulltrúar þjóðarinnar verða fyrir heiftarþrungnum reiði- yrðum og staðlausum ókvæðisorð- um fyrir að gera skyldu sína, að vilja sjá með eigin augum hvern- ig fé landsins er trygt. þá ætla eg að víkja örfáum orð- um að því óttalega böli, sem hlot- ist hefir af vandræðum Islands- banka síðan 1920. Fyrst má telja gengismuninn. Við vitum, hvað ís- lenska krónan hefir verið lág í samanbruði við dollarann, pundið og sænsku krónuna, sem eru nokk- urnveginn í samræmi við gull- gengi. þar sem íslendingar verða að skifta mjög mikið við aðrar þjóðir, sérstaklega við England, skaðar þetta lága gengi landið um margar miljónir króna á ári. Fá- tæktin eykst, kaupgjald til em- bættismanna hækkar og jafnframt eiga atvinnurekendur erfitt með að standast kaupkröfur verka- manna. það er geysimikið tjón fyr- ir landið, að standa straum af sín- um erlendu skuldum, og verða fyr- ir miklu verðfalli á hverri krónu, sem út úr landinu fer upp í vexti og afborganir. Síðar mun eg koma að aðalþættinum í gengishruninu. ekkert um alþjóðabandalagið. Hefðu nú Rússar, þjóðverjar og Bandaríkjamenn verið með, hefði málið horft alt öðru vísi við. — Fyrir mánuði síðan varð enn einn stórbruninn 1 Björgvin. Brunnu 30 hús og urðu 200 menn húsnæðislausir. Tjónið er metið yfir 1 milj. kr. — það hefir borið við hvað eft- ir annað undanfarið, að merkir þjóðverjar, t. d. ráðherrar, em- bættismenn og þingmenn, sem komið hafa inn í þann hluta lands- ins, sem Frakkar hafa hernumið, hafa verið handteknir. Venjulega eru þeir látnir lausir aftur eftir sólarhring, eða svo, og sendir heim aftur. En oft fylgir það með að þeir megi ekki koma aftur nema að fengnu leyfi Frakka. — það er nú talið fullráðið, að um þann 20. júní næstkomandi ráðist Amundsen í flugferð til n orðurheimsskautsins. — Víðar er það en hér á landi að almenningur á erfitt um að borga skattana. Fyrir stuttu gaf fjárhagsnefnd norska þingsins skýrslu um það, að ríkið ætti óheimta skatta sem næmu 12314 roilj. kr. Var talið vafasamt hve mikið heimtist nokkurntíma af því fé. — Forsætisráðherrann enski, Bonar Law, hefir tekið sér frí um tíma frá stjórnarstörfum. Telja margir líklegt að hann hverfi al- veg frá stjórnmálunum, þótt ekki sé látið heita svo þegar í stað. Hefir margt gengið stjóminni í móti undanfarið. Ekki er búist við því að af þessu leiði nein breyt- ing í utanríkismálapólitík Eng- lendinga. -----o---- Kaupgjaldsnefnd. Búnaðarsamband Suðurlands hefir gengist fyrir því áður og aft- ur nú, í samvinnu við sýslunefnd- ir í austursýslunum, að láta nefnd manna rannsaka, hvað væri sann- gjarnt kaup um sláttinn á sumri komanda. Hefir nefndin nýlega birt álit sitt. En miðað er við hið forna mat: lögsauð, 50 pund af kjöti og mör; 2 fjórðunga smjörs og 40 fiska. Er afurðaverð á ull og kjöti miðað við sem var í fyrra- haust, en á smjöri eins og nú er. Verður niðurstaða nefndarinnar reist á þessum grundvelli sú, að hæfilegt muni vera að greiða full- gildum kaupamanni 37 kr. um vikuna og kvennmanni 22 kr. 1 fyrravor reiknaði nefndin kaupa- manninum 42 kr. íslandsbanki hefir ekki annast greiðslur erlendis fyrir viðskifta- menn sína, nema að takmörkuðu leyti, síðan vorið 1920. Nú vita menn, að fyrverandi stjóm setti enska lánið í bankann og fékk í staðinn eitthvað af víxlum, líklega mest Reykjavíkurvíxlum, en slíkir „pappírar" eru yfirleitt ekki álitn- ir gulls ígildi, eða hafa ekki feng- ið það orð á sig síðustu árin. það lítur annars helst út fyrir, að þetta eigi alt að. vera á huldu fram- vegis, því að engin skýrsla hefir verið gefin eða þingmönnum boð- ið að kynna sér hag þessa skuldu- nautar. (Forsætisráðherra: Eg hefi ekki verið beðinn um neina skýrslu, heldur fjármálaráðherra). I skyndi hefir bankinn neyðst til að gefa mörgum af sínum stærstu viðskiftamönnum upp stórar upp- hæðir, margar miljónir. Einmitt þessa stóru víxla áleit hv. þm. Dalamanna (B. J.) sérstaklega vel trygða, eins og sjá má í hinni nafntoguðu skýrslu hans. Og með þá reynslu um verðmæti Reykja- víkurvíxla að baki sér, er engin furða, þó að þjóðin vilji vita, hvort þau skuldaskírteini, sem hún hefir að veði, eru mikið tryggari. Að órannsökuðu máli geta menn ekkert um þetta sagt; það getur verið, að víxlarnir séu góð trygg- ing, en ef til vill eru þeir það ekki. þessvegna eru þessi tvö mál ná- tengd,gengismálið og íslandsbanka málið. Sjúkdómur gengisins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.