Tíminn - 19.05.1923, Qupperneq 2
52
T 1 M 1 N N
þessi ull við að hreinþvo hana?
þvo hana samkvæmt kröfum verk-
smiðj anna sem vinna hana.Eg hefi
því miður ekki ennþá getað aflað
mér nógu víðtækrar þekkingar um
það, hvað ull léttist við að einþvo
hana eftir almennum ullarverk-
smiðjureglum. Erlendis frá hefi
eg ekki svo áreiðanlegar heimild-
ir, að eg megi byggja útreikning
á þeim. Eg kýs því heldur að
byggja á innlendri í’eynslu, þótt
hún sé ekki almenn eða marg-
endurtekin.
Klæðaverksmiðjan Gefjun á Ak-
ureyri hefir eins fullkomnar vélar
til ullarhreinsunar (þó í minni stíl
sé) og algengt er um ullarverk-
smiðjur um Norðurlönd, og verk-
smiðjustjórinn Jónas þór, sem er
mjög athugull og áhugasamur um
þessi mál, heíir alh’a manna besta
aðstöðu að sjá og þreifa á, hvað
best hentar í þessu falli, og fylg-
ist vel með í þessum ullariðnaðar-
málum bæði hér heima og erlend-
is. Hann hefir gert tilraunir með
að vélþvo ull okkar, og telur hann
að sín reynsla bendi á, að ullin
léttist um ca. 40%, sé hún sæmi-
lega til fara, eða eins og hún kem-
ur venjulega af skepnunni, ekki
blaut eða sérstaklega skítug.
Enda þótt eg hafi ekki víðtæk-
ari eða ítarlegri reynslu á að
byggja í þessu atriði, þykist eg
þess fullviss, að væri ullin íslenska
einþvegin eftir almennum verk-
smiðjureglum, léttist hún alls ekki
yfir 40%, auðvitað verður hún að
vera samviskusamlega undirbúin.
En hvað léttist ullin með þeirri
verkunaraðferð, sem á henni hef-
Kaupið
íslenskar vörur!
Hreini Blautsápa
Hreini Stangasápa
Hrein® Handsápur
Hreinl K e rt i
Hreini Skósverta
HreinS. Gólfáburður
Styðjið íslenskan
iðnað!
ir verið frá alda öðli og er ennþá,
að tvíþvo hana? Hvað léttist hún
við heimaþvottinn, og hvað svo aft
ur við verksmiðjuþvottinn?
Eg hefi því miður ekki gert
nema lítilsháttar tilraunir með
þvott á ull, til að komast eftir
hvað hún léttist í þvotti, og hefi
heldur ekki nægilega reynslu ann-
ara á að byggja, því fáir munu
hafa veitt þessu nákvæma eftir-
tekt, enda er það mjög misjafnt,
hvað ull léttist í þvotti, eins og all-
ir vita, sem með ull hafa farið. En
almennast er það talið frá 30—
40%, og mín reynsla gendir til, að
ekki muni það undir 33% að jafn-
aði. Eg ætla því að halda mér við
það, að ull okkar léttist við heima-
þvottinn að meðaltali um 33%,
þangað til annað verður sannað.
En hvað léttist hún svo aftur
við verksmiðj uþvottinn ?
Sigurgeir Einarsson ullarfræð-
ingur, sem manna best hefir kynt
sér þetta ullarmál ytra, segir:
„Best verkuð norðlensk ull, sem
komið hefir á markaðinn, hefir
haft 12% af óhreinindum, en ann-
ars er hún talin að hafa 12—18%
óhreinindi. Sunnlensk ull og önnur
íslensk ull er aftur talin hafa 16—
25% óhreinindi“.
Klæðaverksmiðjan Gefjun hefir
undanfarandi ár keypt nokkuð af
ull hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, sem
metin hefir verið samkvæmt gild-
andi lögum. þessa ull hefir svo
verksmiðjan þvegið, og telur verk-
smiðjustjórinn hana léttast um ca.
20%. þegar borin er nú saman
reynsla verksmiðjustjórans og
umsögn S. E., virðist ekki ofhátt
áætlað, að ull okkar léttist í seinni
þvottinum (vélaþvottinum) um
15%, miðað við upprunalegu
þyngdina.
Við að láta tvíþvo ullina, eins og
við íslendingar höfum gert og ger-
um enn, fyrst heima og síðan í
verksmiðjunni, sem hana vinnur,
léttist hún samkvæmt framanrit-
uðu um 48% eða 8% meira en ef
við létum einþvo (vélþvo) hana
eins og hver önnur menningarþjóð
Eg þykist hafa fært rök að því
hér að framan, eða að minsta kosti
sterkar líkur, að við íslendingar
töpum árlega sem svarar 8% af
ullarframleiðslunni, með því að
viðhafa óhagkvæmar og úreltar
verkunaraðferðir, og gerir það
hvorki meira né minna en 178 þús.
kg., sem gerir að krónutali 356
þúsund eftir fyrnefndri áætlun. —
þrjú hundruð fimtíu og sex þús-
und krónur á ári. — Laglegur
skildingur.
Ástæðan fyrir því, að ullin létt-
ist meira með þessari úreltu verk-
unaraðferð okkar,er auðsæ.Heima-
þvotturinn mishepnast á fleiri og
færri stöðum á hverju einasta ári,
þrátt fyrir viðleitni fjölmargra
heimila í landinu. þetta er mjög
svo eðlilegt, þegar litið er á allar
kringumstæður og aðstöðu heim-
ilanna.
Fjáreigendur eru yfir 12 þús-
und, svo margar og misjafnar ,
hendur hljóta að vinna að þessu
verki, alt er þetta útivinna, svo
það er undir atvikum komið, hvem
ig hittist á með veður. Ullin er oft
illa undir þvottinn búin, nothæft
vatn ekki fáanlegt á ýmsum heim-
ilum, nema í fjarlægð, hreinsiefni
ekki ætíð fyrir hendi o. s. frv. þar
við bætist svo, að ullin verður að
hrekjast úti í marga daga, stund-
um svo vikum skiftir, í óþurka-
plássum. Getum við nú vænst þess,
að fá jafna og vel verkaða ull með
þessu lagi? Eg segi nei. þó er það
alvarlegasta og hættulegasta við
þetta fyrirkomulag ótalið ennþá,
það sem mesu tjóninu veldur um
heimaþvottinn.
Algengasta ráðið, sem gripið er
til við ullarþvottinn, þegar illa
gengur úr ullinni eða flýta skal
þvotti, er, að auka hitann og brúka
meiri sóda, þar sem hann er brúk-
aður, en þetta hvorttveggja er
skaðræði upp á ullina. Við það
Enn um ull.
Á fundi þeim, sem við yfirullar-
matsmennirnir áttum með okkur
síðastl. sumar, var mér falið að
skrifa stuttar leiðbeiningar um
meðferð og verkun á ull. Eftir að
hafa borið saman reynslu okkar
og eftirtekt þessi 5 ár, sem við
höfum haft umsjón og eftirlit
með ullarmatinu, kom okkur að
mestu leyti saman um gallana,
sem enn eru á þessu fyrirkomu-
lagi.
Göllunum á íslenskri ull má
skifta í tvo flokka. I fyrri flokkn-
um eru gallar þeir, sem fjárkyn,
tíðarfar og önnur náttúruskilyrði
skapa, og eigi verður ráðin bót á,
nema á löngum tíma og með mikl-
um erfiðismunum. I hinum flokkn-
um eru aftur gallar þeir, sem
stafa af verkun og meðferð ullar-
innar, og ráða má bót á þegar í
stað. Eðlisgallar ullarinnar, svo
sem litblær og hárafar, verða ekki
bættir, nema með kynbótum og úr-
vali. tJt í það fer eg ekkert, vona
að það verði tekið fyrir af öðrum.
Gallana, sem eru á fyrirkomu-
lagi ullarmeðferðar og verkunar
hér hjá okkur ætla eg að fara um
nokkrum orðum. Mönnum finst ^f
til vill óþarft að enn sé farið að
skrifa um ullarverkun, eftir alt
það, sem um það mál er búið að
skrifa fyr og síðan. Mönnum finst
ef til vill ullin ekki þess virði, að
fyrir henni sé hafandi meira. en
orðið er. Mig undrar ekki þótt
bændur hugsi eitthvað á þessa
leið: „í>að er nóg komið af svo
góðu“. En áður en nokkru er sleg-
ið föstu í þessu efni, ber að líta
á tvent:
1. Hvað hér er um að ræða; hve
mikil ullarframléiðslan er á ári, og
hve mikið verðgildi hún hefir fyr-
ir þjóðina.
2. Hvort tillögur þær, sem hér
verða fram settai’, miða að því, að
draga úr eða auka erfiði og fyrir-
höfn við ullina.
þegar sjá skal, hve mikla ull
við íslendingar framleiðum á ári,
fyrirfinnast engar skýrslur um
það í landinu, þrátt fyrir allar
skrifstofur og hagstofur ríkisins,
svo alt verður að byggja á áætlun.
Eg bið menn því að gæta þess, að
tiluttiafor ÍÉÉIils 03
íÉnskðJin.
Ræða Jónasar Jónssonar frá Hriflu
þegar rætt var um rannsókn á
f járhagsaðstöðu íslandsbanka
gagnvart ríkinu.
(frh.)
Hv. þingdeild verður að vera
ljóst, að hér er um óvanalega hluti
að ræða, og maður, sem kominn er
á efri ár, hlýtur að vera orðinn
barn aftur, til þess að geta talað
með þeirri drýldni um jafn sjálf-
sagða kröfu, eins og tillöguna um
að rannsaka aðstöðu íslandsbanka
til landsins, eins og hv. 2. þm.
S.-M. (S. H. K.) leyfði sér. Flest-
um mundi finnast sjálfsagt, að
slíkt mál væri rannsakað til hlýt-
ar og komist fyrir, hvort einn eða
fleiri starfsmanna ættu sök á sjóð-
þurðinni, en það var ekki gert.
Annars kastar þessi atburður
ekki skemtilegu ljósi yfir dagleg
störf eða eftirtekt bankastjór-
anna. Verð eg að segja, að þeim
bankastjórum, sem eigi sjá minna
grand í mat sínum en 120 þús. kr.
vöntun í sjóðinn, treysti eg ekki
sérstaklega vel, hvorki sem borg-
ari eða þm., og vil ógjarna trúa
þeim fyrir mörgum miljónum af
fé þjóðarinnar, án verulegs eftir-
lits. Að vísu mun enginn saka-yf-
innenn bankans um annað í þessu
efni en frámunalega sleifarlegt
eftirlit, en það er líka nægilega
mikið. Eg myndi ekki hafa minst
á þetta atvik, nema fyrir það, að
ýmsar tölur, sem hér verða til-
færðar, eru af mér áætlaðar, og
geta því eigi orðið nákvæmlega
réttar, enda þótt eg hafi athugun
mína og ýmsra mætra manna við
að styðjast, sem eg hefi leitað til.
Samkvæmt landshagsskýrslun-
um má ætla, að sauðfé sé í land-
inu ca. 700,000, og ætti maður 2
kg. að meðaltali af kind, verður
það 1,400,000 kg. vorull, þar við
bætist svo haustullin, sem hefir
að vísu til þessa eigi verið mjög
mikil, þar eð gærumar hafa að
mestu verið fluttar úr landi ems
og þær koma af skepnunni. En nú
má búast við, að á því verði breyt-
ing innan skamms, því allar ’íkur
eru fyrir því, að hagkvæmara sé
að aðskilja ull og skinn í landinu
sjálfu og flytja út sitt í hvoru
lagi. Ullina þangað sem bestur er
markaðurinn fyrir hana, en slnnn-
in þangað sem þau eru notuð, sem
einí oft mun vera í öðru landi eða
jafnvel í annari heimsálfu. Með
það fyrir augum, að horfið verði
að þessu ráði, verður að taka
haustullina með í reikninginn þeg-
ar ræða skal um algerðar breyt-
ingar á meðferð og verkun ullar-
innar í framtíðinni. J>á er að áætla,
hve mikil haustull muni falla til
á ári. Eftir landshagsskýrslunum
má áætla, að roskið fé í landinu sé
550,000, og gera má ráð fyrir, að
lógað sé á hausti sem svarar þeirri
tölu, og geri maður ráð fyrir 1>4
kg. af kind, verða það 825,000 kg.
haustull, eða öll ullin 2,225,000 kg.
Vigtina miða eg við ullina óþvegna
en vel þurra. Ef verð á svona lag-
aðri ull er kr. 2,00 kg., gerir það
kr. 4,450,000.
Eg vona nú, að flestir geti orð-
ið mér sammála um það, að þegar
ullarframleiðsla þjóðarinnar velt-
ur á miljónum, þá sé málið full-
komlega þess virði, að það sé tek-
ið til rækilegrar yfirvegunar og
aðgerða. pað er hreint og beint
skylda okkar yfirullarmatsmánna,
sem öðrum fremur er falin forysta
í þessu máli, og hirðum laun úr
rikissjóði í því skyni. Við eigum
að afla okkur allra þeirra upplýs-
inga, sem fáanlegar eru, og benda
á nýjar leiðir, þegar við álítum að
þær horfi til bóta.
Eg hefi áætlað ullarframleiðsl-
una óþvegna en vel þurra 2,225,-
000 kg. á ári. En hvað léttist nú
hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) talaði
með slíkum myndugleika um að
bankarannsóknir væru jafnan for-
dæmanlegar. Fanst mér sáluhjálp-
legt fyrir þm., að hann kynti sér
þetta dæmi um stjómarhætti í Is-
landsbanka, ef ske kynni, að það
yrði til þess, að hann sýndi fram-
vegis meiri auðmýkt í umræðum
um þessa sjálfsögðu tillögu, en í
síðustu ræðu sinni.
Eg álít, að mál þetta sé stærsta
þjóðmálið, sem nú er á döfinni.
Mál, sem hefir gripið dýpst inn í
hag ríkisins og einstaklinga þjóð-
arinnar. 1 því er fólgin meinsemd,
sem veldur mestu um lággengið,
dýrtíðina og skuldabaslið, mein-
semd, sem lækna þarf, og það sem
fyrst.
Mönnum mun veitast auðveld-
ara að skilja þetta til hlítar, með
því að láta hugann hvarfla nokk-
ur ár aftur í tímann, til þeirrar
tíðar, er hv. 2. þm. S.-M. (S. H.
K.) var ungur og sæmilega frjáls-
lyndur maður.
Árið 1899 kom fram hér á Al-
þingi frv. um að stofna stóran
hlutabanka, sem danskir auðmenn
stóðu á bak við. Buðust þeir til að
láta landið fá nokkrar miljónir, ef
þeir fengju í staðinn mikil fríð-
indi fyrir banka sinn, svo sem
einkarétt til seðlaútgáfu í 90 ár,
að Landsbankinn væri drepinn og
seðlar hans brendir á báli, eins og
Savonarola á hallartorginu í Flor-
enz forðum. Fylgjendur þessa frv.
komu fram gagnvart Landsbank-
anum eins og væri hann glæpa-
stofnun, og ásóttu hann á allar
lundir, eins og ofsatrúarmenn
miðaldanna ofsóttu „villutrúar-
menn“. Landsbankann átti að
leggja strax niður, og ætlaði nýi
bankinn að innheimta útistandandi
skuldir hans fyrir ekki neitt.
Ýmsar skringilegar röksemdir
komu fram hjá þeim, sem fastast
fylgdu frv. þessu. T. d. sagðist
einn þeirra vona, að enginn vændi
hann eða félaga hans um, að þeir
vildu selja landið með húð og hári!
Annar komst svo að orði, að ef
bankinn eyðilegði landið, þá eyði-
legði hann sjálfan sig um leið. J>að
er annars nógu gaman að þessari
röksemd, því að hún hefir aftur
verið hér á ferðinni í dag. Annars
er það vitanlegt, að banki getur
þrifist, um stund a. m. k., þótt
hann hafi óhagkvæmileg áhrif á
fjárhag alls landsins. T. d. hefir
íslandsbanki grætt síðustu árin,
enda þótt fjárhagur landsins í
heild hafi farið versnandi. Eg vil
ekki nefna með nöfnum þá menn,
sem báru fram þetta sorglega frv.
1899. En eg vil minnast á fáeina
af þeim mönnum, sem þá stóðu á
verði fyrir sæmd þingsins og heill
landsins. Einn af þeim var Jón
sál. Jensson yfirdómari. Hann sá
við þessari flugu og dró sundur í
háði þá af vinum hlutabankans,
„sem fyrir hálfum mánuði hefðu
verið gallharðir andstæðingar frv.,
en hjeldu nú hrókaræður með
því“. J>á sat og á þingi Björn Sig-
fússon á Kornsá. Hvatti hann til
að efla Landsbankann og stækka,
í stað þess að gína við þessum
nýja banka. Guðjón á Ljúfustöð-
um, sem a. m. k. ýmsir af and-
stæðingum þál. okkar í þessari hv.
deild viðurkenna sem vel vitibor-
inn mann, sagði um dönsku auð-
mennina, sem að bankanum stóðu,
að þó að þeir væru máske banka-
fræðingar, þá væi*u þeir engir
mannþekkjarar, „þar sem þeir
hafa týnt eins og gullkorn úr
sorpi upp í sína þjónustu þá menn,
úr mannfélaginu, sem farið hafa
í loftköstulum gegn um lífið í eig-
in fjármálum, sem þó hafa verið
miklu óbrotnari en þetta stóra
bankamál". Og Guðjón talar um
útlenda og innlenda stuðnings-
menn hluthafabankans, sem fari
með óskaplegan lóg um Lands-
bankanr. Níðpésar vaeru skrifaðir
um bankann og jafnvel þýddir á
erlend mál. Væri þessum ósóma
meira að segja þrýst inn í þing-
salinn.
Var maður einn þá sérstaklega
grunaður um þátttöku í þessari
pésagerð og rógi um bankann, sem
síðar hefir verið staðinn að sams-
konar störfum og af jafn göfug-’
mannlegum hvötum. í stuttu máli:
Alt var gert til að svívirða Lands-
bankann og kasta þessu fjöreggi
landsins í hendur danskra gyð-
inga. Og þá var hálfur mánuður
álitinn nógur tími til þess að ljúka
af svo stórmerku máli. Frv. var
samþykt í Nd. með 13:3 atkv., en
dagaði uppi í Ed. — J>á barg Ed.
sóma þingsins, og eg er ekki von-
laus um, að svo geti farið enn. A.
m. k. er eg ekki eins vondaufur og
hv. 6. landsk. (I. H. B.), sem tók
sína tillögu aftur, til þess, að mjer
skildist, að greiða annari lakari
atkv. — Eftir þessi málalok sum-
arið 1899 kom heldur dauft hljóð
1 útlendu „grósserana“, sem fram
að þessu höfðu látið all dólgslega
og haft í hótunum að sópa pening-
unum aftur ofan í vasa sína, og
fara með þá heim.
Veturinn eftir leituðu forgangs-
menn hlutabankans til stjórnar-
innar, sem þá sat í Danmörku, og
fóru fram á, að hún legði sams-
konar frv. fyrir næsta Alþingi.
Stjórnin leitaði álits þjóðbankans
danska, sem reyndist hollari þjóð
vorri en sumir fulltrúar hennar
höfðu reynst á þinginu áður og
reynast enn, eftir að sól fullveld-
isins hefir þó skinið. Bankinn
taldi hæfilegt, að seðlar í umferð
næmu ca. 30 kr. á mann, 90 ára
einkaleyfi til seðlaútgáfu áleit
hann forsmán, sem hvergi þektist.
Slík leyfi væru erlendis veitt til
skamms tíma, 10 ára eða minna.
Sjálfur Englandsbanki fengi t. d.
leyfið frá ári til árs. J>á taldi J>jóð-
bankinn ótækt, að þessi fyrirhug-
aði banki hefði hér sparisjóð, þar
eð hann yrði seðlabanki, og 1 * 3 * 5/8
væri of lítil gulltrygging fyrir
seðlafúlgunni.
Nú urðu auðmennirnir dönsku
auðmjúkir við stjórnina, en hún
reyndist þjóðhollari en svo, að hún
léti undan síga. En Islendingar
voru samir við sig. Málið kom
fyrir Alþingi 1901 og var sett í
5 manna nefnd í Nd. I þessari
nefnd sat, sem einn áhrifamesti
maðurinn, núverandi hv. 2. þm.
G.-K. (B. K.). Var hann í meiri
hluta nefndarinnar, sem klofnaði,
og voru þeir núverandi hæstarétt-
ardómari L. H. Bjarnason og fyrv.
bankastjóri Tryggvi sál. Gunnars-