Tíminn - 02.06.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1923, Blaðsíða 2
60 T 1 M I N N Frá útlöndum. Nýlega fóru fram samningar milli ensku stjómarinnar og Vic- toríaríkisins í Ástralíu um að 10 þúsund enskir útflytjendur flytt- ust frá Englandi og suður þang- að. Stjómin í Victoría sér þeim fyrir bændabýlum. — í síðastliðnum mánuði hélt Poincaré,forsætisráðherra Frakka, mikla ræðu um Ruhrmálið. Segir hann meðal annars, að Frakkar hafi nú til fulls komist að raun um að þjóðverjar hefðu getað staðið við allar skuldbindingar um fjárgreiðslur, bæði í peningum og kolum, ef þeir hefðu viljað. Hitt sé og víst, að ef Frakkar hefðu veitt pjóðverjum þann tveggja ára frest, sem þeir báðu um, þá hefðu þeir eingöngu notað hann til þess að undirbúa sig undir að veita fult viðnám að honum loknum, enda væri þýskaland alt í vígbúnaði, þótt ekki bæri á því á yfirgorðinu. Frökkum kæmi ekki til hugar að innlima Ruhrhéraðið í Frakkland fyrir fult og alt. Frakkar vildu' ekki leggja undir sig aðrar þjóðir. En hinsvegar kæmi það ekki til mála, að sleppa þessum panti fyr en þjóðverjar hefðu til fulls stað- ið við skuldbindingar sínar. þetta væri eina leiðin sem Frakkland gæti farið til þess að ná því marki að endurreisa hin eyddu frönsku héruð. þjóðverjar þyrftu ekki að vonast eftir því eitt augnablik að Frakkar slægju af sínum réttlátu kröfum. — Frakkar leggja nú mikla áherslu á að auka kolaframleiðsl- una í Ruhrhéraðinu og hefir orð- ið nokkuð ágengt. Altaf er og hert á eftirlitinu með því að ekkert sé flutt til þess hluta þýskalands, sem ekki er hernuminn. — Daginn eftir að Poincaré flutti ræðu þá, sem getið er hér að framan, hélt Rosenberg, utan- ríkisráðheiTa þjóðverja, svarræðu í þýska þinginu. Má geta þessara atriða úr ræðu hans: Framkoma Frakka í Ruhr gæti haft þær af- leiðingar að dauðadæma her- mensku-stefnuna í heiminum, ef þjóðverjar kæmu nú fram á rétt- an hátt. þjóðverjar settu ekki hart á móti hörðu, heldur þyldu órétt- inn. öllum heiminum væri það ljóst, að þjóðverjar hefðu hinn góða málstað. þjóðverjar hefðu hvað eftir annað komið fram með sáttaboð. þeir hefðu boðist til að greiða 20 miljarða gullmarka strax, eða að greiða 30 miljai'ða gullmarka á 8 árum. En Frakkar hefðu engum sáttum viljað taka. Ennfremur hefðu þjóðverjar boð- ist til að láta alþjóðanefnd rann- saka hvað þýskaland gæti borgað, en því hefði og vei’ið hafnað. þó að Frakkland hefði beðið mikið tjón á stiíðsárunum, þá hefðu ár- in eftir stríðið haft enn alvai'legri fjárhagsafleiðingar fyrir þýska- land. þá fór ráðheri’ann afarbiti’- um orðum um framkomu Frakka. Frakkland væri nú langsterkasta herveldi heimsins. Samt væri það ávalt að ákalla hjálp heimsins af því að á sig væri ráðist eða ætti að í’áðast á sig. — Verkamannafélögin ensku sendu nefnd manna til þess að rannsaka ástandið í Ruhrhéraðinu. Segir nefndin meðal annars að bæði Frakkland og þýskaland verji stórum fjárhæðum til fjandsam- legra athafna, sem hefði átt að verja til endurreisnar. Ef Frakkar herði enn á ráðstöfununum, þá sé fyrir dyrum almenn hungui’sneyð í hinum þéttbygðu héröðum og hljóti af því að leiða harðvítug barátta milli Frakka og landsbúa. Er að lokum skorað á ensku stjórn ina að hefjast handa um að miðla málum. — Frökkum tókst nýlega að stýra mannlausri flugvél með þráð lausum rafmagnssti’aum. Flugvél- in hófst á loft, flaug í ákveðna átt, snéri við og lenti á ákveðnum stað, eins og til var ætlast. — Fi-akkar hafa falið einum frægasta hershöfðingja sínum yf- irforystu hersins á Sýrlandi. Má af því í’áða hvorttveggj a, að þeim stendur beigur af Tyi’kjum, en er hinsvegar full alvara um að halda sínum nýju löndum austur þar. — Vegna þess, hve gengi mai’ks- ins hefir fallið stórkostlega und- anfarið, hefir þjóðbankinn þýski hækkað forvextina upp í 18%. Ei’u það hæstu vextir sem seðlabanki hefir nokki’u sinni tekið. — Hið mikla þýska skipafélag, Hamborg—Amei’íkulínan lét árið sem leið smíða 26 ný skip, er bera samtals nálega 100 þúsund smá- lestir. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bættust enn við 7 ný skip og 14 ei’u í smíðum. — Nýlega hefir verið fullgerður geysilega stór íþróttavöllur í nánd við London. Rúmast þar vel 150 þús. áhoi-fendur. En þegar völlur- inn var vígður, með knattspyrnu- kappleik, um síðustu mánaðamót, Kaupið íslenskar vörur! Hrein® Blautsápa Hreini Stangasápa Hreini Handsápur Hreini K e rt i Hreina Skósverta Hreinl Gólfáburður Drum styöjið íslenskan ntlNN iðnað! Moelven Brue, Moelv, Norge, anbefaler sine sommer og vinterarbeidskjöredskapei’, hjul og axler. Prisene betydehg reduceret. Forlang katalog og prislister. Telegramadresse: „Aktiebrugetu, Norge. varð aðsóknin svo mikil, að c. 250 þús. manns ruddust inn á völlinn og margir tugir þúsunda hurfu frá. Urðu svo miklir troðningar að ekkert vai’ð við í’áðið, og voru þarna þó 6000 vopnaðir lögreglu- menn, sem áttu að gæta reglu. Mörg hundi’uð manna meiddust í ti’oðningunum meira og minna. — Fyrir stríðið var fólksfjölg- un á þýskalandi einna hæst í Norð- urálfulöndunum. Jafnvel síðustu stríðsárin fæddust t. d. í Berlín að meðaltali 17 lifandi börn fyrir hverja 1000 íbúa. En árið sem leið var talan lækkuð í 11,5 börn á ári á 1000 íbúa. Er nú svo komið að fólksfjölgunin er orðin mun minni í Berlín en í Pai-ís. — Harðar deilur era háðar um þessar mundir milli Dana og Norð- manna. Á báða bóga flytja blöðin fjölda harðorðra greina. Ber margt í millli. Fyrst og fremst er það Gi’ænlandsmálið. Vilja Norðmenn alls ekki viðurkenna yfii’ráð Dana yfir öllu Grænlandi. Fara sumir Norðmenn jafnvel svo langt, að halda því fram, að í raun og veru eigi Norðmenn alt Grænland, aðr- ir gera eingöngu kröfu til austur- strandarinnar. þá eru í annan stað harðar deilur milli landanna um tollmálin. Kjöttollurinn norski kemur hart niður á dönskum bænd um, því að þeir fluttu mikið af nýju kjöti til Noregs. Nú liggur við borð að Danir leggi toll á nið- ursuðuvöi’ur, en af þeim flyst mik- ið til Danmei’kur frá Noregi. Fjöldi blaða í báðum löndum ki’efst þess að lagt sé út í hai’ðvítuga tolla- styi’jöld. Loks má geta þess að í báðum löndunum hafa undanfai’ið verið mikil bankavandræði.Kvarta Noi’ðmenn undan því að Danir beri ýktar fréttir út um allan heim um norsku bankana, til þess að fella gengi norsku krónunnar og segjast ekki hafa við að leið- rétta missagnirnar. Og Danir kvarta undan því að Noi’ðmenn fari eins að um Landmandsbanka- hneikslið. Mun svo vera um þetta, sem oftar, að sjaldan veldur einn er tveir deila og væri betur að þessi misklíð yrði sett niðui’. Á víð og dreif. Fyrirhleðsla við pverá. Tíminn hefir oft minst á ágang þverár við ósana. Liggur við að þykkvibærinn, ein hin blómlegasta sveit, fari í eyði. þarf að hlaða fyrir tvo ósa, annan mjög breiðan, þar sem MirilÉr \MMi | (sliskajjin. Ræða Jónasar Jónssonar frá Hriflu þegai’ rætt var um rannsókn á f járhagsaðstöðu íslandsbanka gagnvart ríkinu. ------ (frh.) Haustið 1920 varð ástandið verra og vei’ra og álitið tæpara og tæpara út á við.Stafaði það af þess um mörgu glappaskotum, sem nú hafa verið rakin,þar sem stjórn Is- landsbanka og stjórn landsins áttu sameiginlega sök, meir sökum fá- visku og aðgerðaleysis heldur en öðrum ástæðum. því hefir verið haldið fram í Nd., að fjáitap ís- landsbanka skaði ekki landið svo mikið, því að mestur hluti fjárins hafi tapast innanlands. En þetta er hinn mesti misskilningur. Mjög mikið af fénu er tapað úr landi. Má þar til nefna togarakaupin. Togararnir voru keyptir 3—400 þúsund kr. of dýrt. þetta fé, ef það vei’ður nokkumtíma borgað, er vitanlega tapað út úr landinu. Sama er að segja um skipatapFisk hringsins, tap á síld og fiski, þar sem mikill hluti framleisðlukostn- aðar var greiddur erlendis. þá hef- ir því verið haldið fram, að verka- lýðurinn hafi grætt á hinu háa kaupi. því er fyrst að svara, að bankinn tapaði fénu engu að síður, og að tap og skuldabasl bankans hefir valdið gengishruninu, láns- traustsspjöllum og almennri óáran í þjóðlífinu.í öði’u lagi er það vafa- söm blessun,að kaup sé hæri’a held ur en framleiðslan bei’, á hvei’jum tíma. 1 sveitunum, þar sem kaup- félögin og Sambandið selja ís- lensku vöruna á ábyrgð hinna stai’fandi manna, þar helst jafn- vægið milli söluvei’ðs og fram- leiðslukostnaðar. þessvegna eru samvinnufélögin tryggustu skifta- vinir bankanna. Og hvað viðvíkur sjálfum háu verkalaununum, sem borguð voi-u 1920 og 1921 við út- gerðina, þá hafa þau á vissum sviðum haft beinar skuggahliðar, aukið óhóf og eyðslu, a. m. k. hjá flestöllu einhleypu fólki. Um haustið 1920 kom grein í blaði einu hér í Reykjavík, sem mun . hafa komið óþægilega við kaun hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.). Hún mun hafa verið sá ásteiting- arsteinn, sem olli því, að hann tal- aði af sér í gær. þessi grein var einföld skýring á því, af hverju sjúkleikinn í bankanum stafaði, sem sé af klofningi milli hags- muna hluthafanna og hagsmuna þjóðai’innar. þetta kom strax fram, er rætt var um stofnun bankans. þessvegna stóðu flestir þjóðhollir menn á móti banka- stofnuninni. þeir skildu, að þegar bankinn var rekinn með hagsmuni hluthafanna fyrir augum, sem að mestu leyti voru erlendir menn, þá gat augnablikshagnaður hlut- hafanna oi’ðið stói’tjón fyrir þjóð- ina. En sumir forvígismenn bank- ans töluðu þá strax eins og þeir ættu eiginhagsmuna að gæta móti hagsmunum landsins. Byrjun meinsemdarinnar lá í hinu hættu- lega fyrii’komulagi á skipulagi bankans. það var nauðsynlegt að skilja upphaf og eðli meinsemdar- innar, enda er öll lækning óhugsan- leg án þess. En síðan Tíminn skýrði hagsmunaklofning hluthaf- anna og íslenska þjóðfélagsins, hefir málið legið ljóst fyrir öllum hugsandi mönnum í landinu. Eftir að hluthafarnir höfðu sett bank- ann í strand 1920, og max’gbrotið rétt sinn bæði gagnvart lands- stjórninni og viðskiftamönnum sínum, átti vilji þein-a að lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum þjóðfélagsins. En fyrir ofsa og frekju hluthafanna, og undii’lægju- skap meiri hluta þings og stjói’n- ar, sitja hluthafarnir enn sem fyr í hásætinu í fjármálum landsins. Eg minnist á þessa blaðakrítik hér af því, að hinar einföldu og óhrekjanlegu sannanir, sem þar komu fram, hafa valdið nokki’u um þann taumlausa geðofsa, er kom fram í ræðu hv. 2. þm. S.-M. Á útmánuðum 1921 kemur Al- þingi saman. þá fær þáverandi stjórn heimild til að taka lán er- lendis til þess að hjálpa landinu og e. t. v. leggja eitthvað í bank- ann sem Lán eða hlutafé. Stjórn- inni gekk nú ei’fiðlega að fá lán- ið. það fékst ekki í Danmörku af skiljanlegum ástæðum. Orðstír landsins var lítill, og Islandsbanki nokkurskonar sendiherra þess út á við. Sumai’ið 1921 tókst stjóm- inni að fá 10 miljón ki’óna lán í Englandi. þá er maður kominn að þessu nafntogaða enska láni, sem óhjákvæmilegt er að minnast á í þessu sambandi, því að mest af því fór til íslandsbanka, til að bjai’ga honum úr ki’öggum þeim, sem stjórnleysi bankastjórnarinn- ar hafði skapað honum. þeim sem kynni að þykja þetta ofmælt, má benda á það, að hinn bankinn, sem skifti við sömu aðila, útvegsmenn og kaupmenn, auk þeirra litlu skifta, sem bændur hafa þar, gat altaf starfað, af því að fori’áða- menn hans skildu hvei’t stefndi. Landsbankinn var sú afltaug, sem þjóðin lifði á yfir erfiðasta tíhi- ann. í sambandi við ástand ís- landsbanka er erfitt að láta hjá líða að fara fáeinum orðum um enska lánið, en stjórnin hefir eng- ar skýrslur um það gefið. það má slá því föstu, að það hafi fyrst og fremst vei’ið tekið fyrir íslands- banka, því næst til almennrar eyðslu fyrir þávei’andi landsstjói’n. Minstur parturinn fór til Lands- áin brýst úr farvegi sínum. þá vænta menn þess, að meginósinn grafist nið- ur. í vor snemrna byrjuðu bændur eystra að vinna að fyrirhleðslunni. Ný- leg frétt segir, að búið sé að stifla minni ósinn, og hafi gengið vel. Jafn- hliða er unnið að því að minka Djúp- ós, því að frá honum stafar mest hættan. Voixandi lánast þetta. En það er aðeins byrjun á erfiðara verki: að stokka Markarfljót, og veita á Land- eyjar og sléttlendið undir Eyjafjöllum. Frjáís verslun. Út af grein um það efni hér í blað- inu, hafa flest hin l)löðin sagt sína skoðun. Vísir telur frelsið mest i kaupmannaversluninni. A yfirborðinu lítur þetta vel út. í framkvæmd er það rangt. Samkepni kaupmanna skapar sjaldan sannvirði. þegar Ow- en byrjaði sína fyrstu sannvirðissölu um 1800, gat hánn lækkað alla algenga vöru um 25%. Sama var raunin á Iiúsavík og í Dalasýslu, er Jakob Hálfdánarson og Torfi í Ólafsdal hóf- ust handa með samvinnuverslun eft- ir 1880. Yfirborðsfrelsi kaupmannanna vcrður oftast í verki fjármálafjötur, enda sést það á auðsafni heppinna kaupmanna. A hinn bóginn hélt Al- þýðublaðið fram sínu eftirlæti, alls- herjar landsverslun. Tæplega mun noklcur samvinnumaðui' til hér á landi, sem feldi sig við það úrræði heldur. Við nánari athugun mun flestum finnast mcst varið í lausn samvinnumanna: Hin frjálsu versl- unarsamtök, sem leiða á vissum svið- um til félagsframleiðslu, einkum í iðn- aði. Með samstarfi margra þjóða á þeim grundvelli, má ná hinu sanna verði. Og hins sanna frelsis getur hver maður notið í félagsskap, þar sem innganga og útganga er öllum heimil, livenær sem er, en félagsbandið aðeins miðað við gagnkvæma liagsmuni. Bændur hjálpa sjómönnum. Út af lítið grunduðum ummælum i aðalblöðum kaupmanna og verka- manna, um viðhorf samvinnumanna gagnvart sjómönnum, þykir liæfa að gefa nokkra skýringu. Síðast á þing- inu í vctur var samþykt tillaga frá Framsóknarmönnum um að skora á stjórnina að undirbúa tvö stórmál við- víkjandi sjómannastéttinni. Fyrst hve mikið myndi kosta að aðvara sjómenn með þráðlausu samtali, oft á sólar- hring, um allar veðurbreytingar. Er þetta gert í Noregi, og sparar þar tugi af mannslífum árlega,- En hér eru druknanir meiri en þar. Hin tillagan var að rannsaka, hve mikið útflutn- ingsgjald þyrfti að leggja á sjávaraf- urðir, svo að hægt væri af því að bánkans. pað voru býsna margir gallar á láni þessu, eins og þjóð- kunnugt er orðið. Fyrst og fremst fóru 100 þús. kr. í milliliði. petta er óþægileg hneta að brjóta fyrir þá, sem telja mikið gagn að sendi- herranum, því að auðvitað var sjálfsagt að láta hann annast um lántökuna, ef fjái’málaráðhei’rann, hv. 1. þm. Skagfirðinga (M. G.) kendi sig ekki mann til að koma þar fram fyrir landsins hönd. Hr. Sv. Björnsson tekur að vísu lánið og ski’ifar undir það, en þó þurf- um við að borga 100 þús. krónur til milliliða. það er sagt, að hr. Páll Torfason hafi verið að skrifa hingað heim og beiðst hjálpar að ná inn því, sem hann telur sig eiga inni fyrir aðstoð við enska lánið. Eg veit ekki hvort þetta er satt, en það sýnir, að stjórnin hef- ir þurft hjálp frá milliliðum, og það fleii’i en einum. Og auk þess lítur út fyrir, að samningar við þessa aðstoðarmenn hafi verið loðnir, en úr því að 100 þús. kr. nægðu ekki. Til samanburðar vil eg geta þess, að þegar Sambandið semur um lán erlendis, vegna kaupfélaganna, þá framkvæma umboðsmenn þess þar það og fá ekki eyri sérstaklega fyrir, og nota enga milliliði. pað er partur úr daglegri vinnu þeirra. Annar galli enska lánsins var, að af því var ekki útborgað nema 85%. Kjörin eru þau, að þó að vextirn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.