Tíminn - 02.06.1923, Page 4

Tíminn - 02.06.1923, Page 4
62 T í M I N N Augnlækningaferðalag 1923. Fer frá Reykjavík með „Esju“ 23. júlí. — Dvel á ísafirði frá 26. júlí til 6. ágúst og fer þaðan með Gullfossi. Dvel á Akureyri 8.—28. ágúst og fer þaðan með Esjunni til Reykjavíkur. Ef heppilegar ferðir fást, og kringumstæður að öðru leyti leyfa, verður einhver viðstaða á Siglufirði og ef til vill á Húsavík, og dvalar- tíminn á ísafirði eða Akureyri styttur að sama skapi. Fáist hentugt og nægilegt rúm um borð, svo að hægt verði að skoða sjúklinga þar, verður tekið á móti sjúklingum á skipsfjöl á öllum við- komustöðum, meðan tími leyfir. — Annars ekki. — A ísafirði og Akur- eyri verður þó aðeins tekið á móti sjúklingum í landi. H. S k ú 1 a s o n. Unglingaskóla hefi eg næsta vetur, og verða þar þessar námsgreinar kendar: íslenska............3 st. í viku ísl. bókmentasaga...1 st. í viku danska..............3 st. í viku enska...........f .. 3 st. í viku reikningur..........3 st. í viku saga................2 st. í viku þjóðfélagsfræði.....1 st. í viku landafræði..........2 st. í viku heilsufræði.........1 st. í viku Auk þessara námsgreina verður líka haldið námskeið í bókfærslu og vélritun fyrir þá af nemendum skólans, sem þess óska, og aðra, er kynnu að vilja sækja-það námskeið eingöngu. Skólinn starfar frá 1. október til 30. apríl. Skólagjaldið er 125 kr. fyrir veturinn og 50 kr. fyrir kenslu í bók- færslu og vélritun, og greiðist við upptöku í skólann. Umsóknir komi til mín fyrir 1. ágúst. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Bergstaðastræti 42 (til viðtals kl. 5—6). 7 spurníngar og svör. 1. Ilvað er Sleipnir? Svar: Sleipnir er langstæi’sta, besta og því þektasta reiðtýgja- og aktýgjavinnustofa á íslandi. 2. Hversvegna er mest smíðað þar af reiðtýgjum? Svar: Af því að eftirspurn er þar mest. þar eru hlutir allir gerðir, eins og kaupend- ur æskja eftir, og kaup öll ágæt. 3. Hversvegna gera menn bestu kaupin í Sleipni? Svar: Af því alt efni er keypt beint frá fyrstu hendi og mikið smíðað í einu, við það verður framleiðslukostnaður minni, og vörurnar því ódýrari og betri. 4. Hversvegna reynast öll reiðtýgi og aktýgi best frá Sleipni? S v a r: Af því öll vinna er framkvæmd af æfðum og vandvirkum fag- mönnum, og aðeins unnið úr fyrsta flokks efni. 5. Hversvegna hefir Sleipnir fyrirliggjandi 10 teg. af unglinga-, kven- og kaxdmannahnökkum ? S v a r: Af því að hann vill vera viss um að allir geti fengið það er þeir helst kjósa. 6. Hversvegna koma menn og gei'a kaup í Sleipni, þegar mikils þykir við þurfa og eitthvað vantar, sem erfitt er að fá? Svar: Af því þar er ávalt afgreitt fljótt og áreiðanlega og allir hlutir til. 7. Hvei'svegna gei-a allir hygnir kaupendur vei’slun sína í Sleipni? Svar: Af þeim ástæðum, sem áður eru nefndar, og svo er það megin- regla: sanngjarnt verð og góðir borgunai-skilmálar. Ef þér hafið ekki nú þegar gert pantanir á reiðtýgjum og aktýgj- um, þá gerið það tafarlaust í Sleipni. Reiðtýgi og aktýgi, vagnar og alt tilheyrandi. Ennfremur alt efni fyrir söðla-, aktýgja- og skósmiði sent gegn eftirkröfu hvert á land sem er. Ei’fiðisvagnar með aktýgjum seldir mjög ódýrt. Verðið er mikið lækkað og skal t. d. nefna hnakka frá 40 kr., beisli frá 16 kr., töskur frá 10 ki’. o. s. frv. Reynslan er sannleikui’. Látið hana skera úr. UflF* Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög ódýrt. NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Sími 646, Söölasmíöabúöin Sleipnir. Simnefni: „Sleipnir“ Sniásöluverð á tóbaki má ekki vera hærra en hér segir: “V" ixxcLlair: Tributo....................................50 stk. kassi á kr. 21,00 Dictator................................. 100 — — - — 39,75 Primo......................................50 — — - — 18,25 Amata......................................50 — — - — 13,60 Hermes.....................................50 — — - — 11,50 Sentencia..................................50 — —• - — 9.80 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xja.xxcis'verslTJLXx. Kjöttunnur, alt tii beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfurn í möi’g ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Orðsendíng til kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, ---Í V, - - - í V* - - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyi’ja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Vii’ðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. frumvarp. Menn bjuggust við að Hjörtur myndi ekki bila. Honum er tamt að segja nei, og sumir, sem hafa þekt hann, hafa haldið, að í honum væri þjóðleg rót. Fram- sóknarmenn beittu sér við 3. umr. móti frv., eftir því sem frekast var unt. En er til atkvæðagreiðslu kom, var fxrv. samþykt með 8:6. Ingibjörg stóð ein með Framsókn. Hjörtur hafði snúist á tveim dög- um. Ekki lá honum hátt rómur, er hann sagði jáið við nafnakall. Og það þykjast menn vita, að honum hafi verið exfxðui þessi snúningur. Eru gefnar ýmsar skýringar á þessu fyrirbrigði. Sú algengasta og sú sem flestir ti’úa, er á þá leið, að sama morguninn og hann gall „húmbúginu“ jáyrði, hafi hann af sjálfstæðismönnum verið gerður að endurskoðanda landsreikninga næsta ár, með tilmælum urn að snúast. En þeim, sem þetta ritai’, þykir annað líklegra, að Hjörtur hafi snúist fyrir tilmæli Jóns Magnússonar, Bjarna frá Vogi og Ottesens. þeir hafi bxýnt hann á því, að það væri hart, að slíkur dá- indismaður skyldi nokkurntíma gi-eiða atkvæði með Fi’amsóknar- mönnum. En hver sem ástæðan hefir verið, varð niðurstaðan þessi, að heimildai’lögin komust í gegn, og nú geta Ottesen og litli Sigurð- ur í Vigur farið að versla með réttindin, alveg eins og „Túbogi“ með járnsandinn. Eftir að frv. er samþykt, hafa augu sumra útgerð- armanna opnast fyrir því, að ef nokkuð yi’ði úr þessari stofnun, yrði hún útibú fyrir útlenda síld- ai’kónga, til að hjálpa þeim til að snúa niður keppinauta sína hér á landi. * ----o---- þjóðvinafélagsbækurnar eru ný- komnar út. Flytur Andvari ýms- ar merkilegar greinar: Mynd af Hannesi Hafstein og æfisögu hans, ritaða af þorsteini Gíslasyni. Ei- ríkur Briem prófessor ritar: Um framleiðslufé og lífskrafafé, Bjai’ni Sæmundsson: Fiskirann- sóknir 1921—22, Hallgi’ímur Hall- grímsson: Frá þjóðfundarárinu 1851 o. fl. — þá er 50. árgangur almanaksins og verður mjög vin- sæll. Er efnið alveg sérstaklega skemtilegt og fróðlegt og þó verð- ur innlendi fræðabálkurinn vin- sælastur. Auglýsingum er stráð innan um síðari part almanaksins og er það fremur til leiðinda. En vitanlega gefur það góða skildinga, sem full þörf er á. — Nú stendur fyrir dynxm hin nýja öld þjóð- vinafélagsins, og er gott til þess að vita að eiga félagið í höndum dr. Páls E. Ólasonar. ----o---- Unélingaskóli í Reykjavík. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, hefi eg í hyggju að halda uppi unglingaskóla hér í bænum næsta vetur, og á sá skóli að bæta líl- ilsháttar úr þeirri þörf, er mér liefir fundist liér á góðum unglingaskcJa. Markmið þessa skóla cr að veita unglingum, sem lokið hafa námi við barnaskólana, sem mest alhliða nier.t- un, efla þroska þeirra í sem flestum efnurn. I-Iann á að veita þeim ungling- um, sem víðtækara nám ætln að stunda við sérmentaskóla, þá fræðslu, sem nóg er til undirbúnings slíkum skólum, svo sem: versluriarskóla, kennaraskóla, samvinnuskóla, stýri- mannaskóla o. s. frv. Öllum þeim, er á slíka séiskóla hyggja að ganga, ætti að vera góð hjálp í því, að sækja unglingaskóla þennan. þeim unglingum, er ekki liugsa til víðtækari mentunar við neina sér- skóla eða gagnfræðaskóla, ætti að vera mikill styrkur að skóla þessum til viðhalds og viðbótar barnaskóla- lærdómnum. Skóla þessum mun verða skift í 2 deildir, eftir aldri og þroska ncmenda, et nógu margir umSækjemlm verða til þess. Verður þá önnur deiklin starf- andi daglega frá kl. 9—12 árdegis, og hin frá 1—4 síðdegis, auk þeirra stunda, er varið verður til konslu í bókfærslu og vélritun, sem vorða aukanámsgreinar fyrir þá af nemend- um skólans, er þess óska. Reynt mun verða að vanda svo til kennara. sem föng eru á. Kenslugjald hefir verið liaft svo lágt sem frekast er unt, þar eð skólinn nýtur enn einskis styrks úr bcc iar- eða ríkissjóði. þeir, sem hefðu í hyggju að sækja skóla þennan, ættu að senda umsókn- ir sínar fyrir 1. ágúst eða segja til sín fyrir þann tíma. Mig verður að hitta daglega í Bergstaðastræti 42, kl. 5—G síðdegis. Reykjavík 30. maí 1922. Hólmfriður Jónsdóltir. -----0--- Yflr landamærin. þegar verið var að safna í pólitisk flugrit M. G. og B. Kr. í Borgarfirði, sagði einn bóndi: „Eg lofa hundrað krónum fyrir hugsjón þeirra". — En þegar sami maður frétti, að M. G. liefði ungan Bolsevika fyrir aðstoðar- mann, neitaði liann að borga. „þrilembingar" voru þeir stundum kallaðir á þingi í vetur, Jón Sig., B. Kr. og M. Guðm. Héldu fast saman í öllum aðalmálum, einkum um versl- unina. þegar einn Framsóknarþingmaður benti J. M. á, að endurskoðun þings á fjáraukalögunum 1920—21 væri aðeins töluendurskoðun, en að landsdóms- rannsókn gæti eftir kosningar farið frarn um innihaldið, játaði Jón að það væri formlega rétt. Skyldi lionum og M. G. vera órótt út af þeim möguleika? þegar þingmenn Morgunblaðsins afneita málgágni sínu, verður Tíminn algerlega að standa moð Mogga. þess- ir þingmenn eru í engu fremri Mogga, eru samsekir honum um flest eða alt, sem að honum má finna. það væri þeim meiri sómi að þora að kannast liver við annan og sitt eigið hlað, þó að kosningar séu fyrir dyrum. M. G. hnuplaði frá Tímanum hug- mynd um þing annaðhvort ár, eins og þórarinn og Ottesen sambræðslu hæsta réttar og lagadeildar i fyrra. En svo bætti Magnús við frá sjálfum sér G ára kjörtimabili. Hefir þótt of mikið að verða að afneita sjálfum sér, kaup- mönnunum og Mogga G. hvert ár frammi fyrir Skagfirðingum. M. Guðm. þykist vera móti jafnaðar- mönnum. En er það tilhæfulaust, að Sigurður Magnússon læknir frá PatreksflrSi tekur aO sér allskonar tannlækningar og tannsmfði. Til viðtals á Uppsölum loya—12 og 4—6. Sími 1007. Kennarastaða við kennaraskólann á Akranesi er laus til umsóknar. Umsóknarfrest- ur til 10. ágúst. Skólanefndin. Nýir kaupendur að færeyska ritinu Smáskriftir Varðans gefi sig fram við hr. Sigurgeir Friðriksson í Sambandshúsinu. Sími 496. hann hafi viljað vera með þeim við kosningar hér í bænum, skömmu áður en hann dumpaði? Hvernig geta B. Kr., Jón á Reynistað, J. M. og Bjarni frá Vogi talið sig of fína til að viðurkenna Mbl. sem sitt málgagn, jafnt frammi fyrir kjósend- um, eins og meðan þeir unnu saman á þingi? Mbl. liælist um, að Sig. Eggerz hafi svikið Framsókn í íslandsbankamál- inu. Satt er þetta að vísu. En keimlík gifta mun Sigurði að Mogga, eins og þráni varð að bandalaginu við Hrapp. X. Bifreiðaferðir austur uni fjaU. Alþingi veitti á fjáraukalögunum í vetur styrk til bílferða um Suð- urláglendið. Iieppilegasta tilboð kom frá Zófónías Baldvinssyni. Lækka fargjöld í bifreiðum hans meir en um helming við það sem áður hefir verið. Fyrst um sinn ganga bílar hans að Húsatóftum þriðjudaga og föstudaga. Fargjald 9 krónur. En að Garðsauka mánu- daga og fimtudaga. Fargjald 11 krónur. Afgreiðslustöð þessara bifreiða er við Lækjartorg 2. Sími 1529. Chr. Michelsen, frægasti stjórn- málamaður Norðmanna, sem hafði stj órnarforustu 1905, þegar Norð- menn skildu við Svía, hefir nú haldið stórmerkilega ræðu í Berg- en út af bankahruninu. Segir að Norðmenn hafi ekki eingöngu „spekúlerað“, heldur hafi mikið af fjármálastarfsemi þeirra verið hreint og beint fjárhættuspil. Hann heimtar að hlutabankar séu settir undir skarpt og nákvæmt eftirlit. Einveldi bankastjóranna í slíkum bönkum verði að hverfa. Ræðu þessari hefir verið tekið með geysimikilli hrifningu í Noregi. Búist við að hún myndi tímamót í bankasögu landsins. Aðalatriðin úr ræðu Michelsens verða birt í næsta blaði. Tvær bækur. þórður læknir Sveinsson á Kleppi hefir nú gefið út fyrirlestur sinn um vatnslækn- ingar. Fæst ritið hjá öllum bóksöl- um og kostar eina krónu. Er þar sagt í stuttu máli frá reynslu þórð- ar'með vatnslækningar. Nær það til hinna breytilegustu sjúkdóma. Meðal hins merkasta í ritinu eru tilraunir pórðar að lækna of- drykkjumenn. — Hafræna heitir ljóðabók sjómanna, nýútkomin. Kostar 10 krónur í bandi. Hefir Guðm. Finnbogason safnað þar í eina heild hiixum merkustu sjávai’- ljóðum, fi’á öllum öldum, sem til eru á málinu. Er það safn fui’ðu fjölbreytt, og auðugra en flesta mun hafa grunað. Bókin er einkar vönduð og smekkleg að öllu leyti. Ilún ætti að verða til verulegs menningarauka, ekki eingöngu fyr ir sjómenn, og þá, sem unna bái’u- nið, heldur fyrir þjóðina alla. Ritstjóri: Tryggrvi þórhallsBon. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.