Tíminn - 16.06.1923, Síða 2
68
T i M I N N
Smásöluverð á tóbaki
má ekki yera hærra en hér segir:
"V" indlar:
Carmen.............................. . 50 stk. kassi á kr. 19,60
Phoenix A................................50 — — - — 16,25
Phoenix B................................50 — — - — 18,50
Phoenix C................................50 — — - — 19,75
Utan Reykjavíkur má verðið vera því liærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%.
Xja.xicis'verslTJLn..
Kau pið
íslenskar vörur!
Hrein® Blautsápa
Hrein£ Stangasápa HreinE Handsápur Hreini K e rt i Hr-ein® Skösverta
llÉ* Hreins. Gólfáburður
-HfHreinn Styðjið íslenskan iðnað!
Kverið.
VII.
Einn aðalkafli Kversins er um
Jesúm Krist og endurlausn hans.
Aðalefni þess kafla er því sem
næst orðrétt þetta:
Jesú var var getinn af heilögum
anda, en átti engan jarðneskan
föður. Hann hafði tvö eðli, guðlegt
og mannlegt. Líf hans eftir hold-
tekjuna skiftist í lægingarstöðu,
sem byrjar með holdtekjunni, og
upphefðarstöðu, sem byrjar með
upprisunni. Hann var nefndur hinn
smurði, og bendir það á hið þre-
falda embætti hans, spámanns,
æðstaprests og konungsembætti.
Skírn Jesú var hátíðleg vígsla til
hans heilaga embættis. Síðan var
hans freistað af djöflinum. Eftir
skírnina og freistinguna tekst
hann á hendur spámannsembætti
sitt, sem er í því fólgið, að hann
kendi, spáði og gerði kraftaverk.
Aðalefrii allra kenninga hans var
sjálfur hann. Hann spáði og
mörgu, er síðar mundi verða.
Kraftaverkin áttu að sýna og
sanna, að hann væri sá smurði
guðs, er spámennirnir höfðu boðað,
og guðs sonur af himnum sendur.
Hann var syndlaus og heilagur og
sætti þó margskonar ofsóknum,
einkum af kennilýðnum. Síðasta
verk hans áður en hann gekk út í
pínuna, var að stofna heilaga
kvöldmáltíð. í Getsemane leið hann
sára sálarangist af því honum of-
bauð hin óbærilega syndasekt, er
hann átti að friðþægja fyrir. þá
er hann gekk út í pínuna, tókst
hann á hendur æðstaprestsembætti
sitt, sem er í því fólgið, að hann
færði algilda fórn fyrir syndir
allra manna. Eftir dauða sinn steig
Jesús niður til helvítis, í heim-
kynni fyrirdæmdra, til að auglýsa
þar kraft endurlausnar sinnar. En
dauðinn gat ekki haldið honum.
Hann reis því upp aftur á þriðja
degi. Fjörutíu dögum seinna steig
hann upp til himna. þá er hann
fór til himna, tók hann til fulls við
konungsembætti sínu. Hann er
konungur yfir þreföldu ríki: ríki
máttarins, ríki náðarinnar og ríki
dýrðarinnar.
pannig hljóðar hin trúfræðilega
lýsing Kversins á Jesú. það er ekki
Jesú guðspjallanna, heldur Jesú
miðaldaguðfræðinnar, sem hér er
lýst. Lýsingin er líkust því, sem
dregnar væru saman fyrirsagnir
úr gamalli háskólakenslubók í trú-
fræði. Sú kenning, að Jesú hafi
engan jarðneskan föður átt, kem-
ur aðeins fram í upphafi Matthe-
usar- og Lúkasarguðspjalls, og
skín þó í gegn, að það er eins og
ný bót á hinar fomu frásögur. Ætt
Jesú er til dæmis rakin í báðum
guðspjöllunum gegn um Jósef til
Abrahams og Adams, og er þó
ættartölunum vikið lítið eitt við í
lokin frá því sem fyr hefir verið.
Markús, Jóhannes og Páll þekkja
ekki þessa kenning. „Að holdinu
til“,segir Páll, „er Jesú af kyni Da-
víðs, en að anda heilagleikans er
hann kröftuglega auglýsturaðvera
sonur guðs fyrir upprisuna frá
dauðum“ (Rómv. 1. 3—4). þar er
og mjög hallað réttu máli, þegar
sagt er, að aðalefni kenninga Jesú
hafi verið sjálfur hann. það vita
allir, sem lesið hafa með athygli
samstofna guðspjöllin, Mattheus-
ar-,Markúsar- og Lúkasarguðspj all
og er jafnframt kunnugt um, að
Jóhannesarguðspjall er ekki sögu-
legt rit, heldur heimspekilegt, hin
fyrsta og jafnframt hin mesta
postilla sem rituð hefir verið. þar
kemur þegar fram það, sem jafn-
an hefir átt sér stað, að aðalum-
hugsunarefni kristinna manna hef-
ir ætíð verið Jesú Kristur sjálfur,
kenning hans og líf. En á því er
mikill munur og hinu, sem Kver-
ið segir, að aðalefni kenningar
hans sjálfs hafi verið sjálfur
hann. — það verður sannarlega
ekki talin heppileg lýsing, að kalla
líf Jesú hér á jörðu lægingar-
stöðu. það er að vísu gamall guð-
fræðikækur að nota þetta orð, en
eitthvað annað orð ætti að mega
finna, sem lýsi betur hinum guð-
dómlegasta lífsferli, sem vér höf-
um sögur af. Sama má segja um
embættin þrjú. Menn hafa jafnan
gripiö til hinna göfugustu orða
málsins til að lýsa tign Jesú. Kon-
ungur, spámaður, hljómar vel í
eyrum, en það er hvorki í sam-
ræmi við smekk né hugsunarhátt
nútímans, að kalla Jesú þar fyrir
þrefaldan embættismann. þá er
Jesú kallaður konungur yfir þre-
földu ríki, ríki máttarins, ríki náð-
arinnar og ríki dýrðarinnar. því til
sönnunar, að Jesú sé konungur eru
tilfærð þessi orð: „Jesú svaraði:
Rétt segir þú, að eg sé konung-
ur“ (§ 92). Svo mörg eru þau orð,
en ekki fleiri. það er slept síðari
hluta setningarinnar, hinum kon-
unglegu orðum um það, í hverju
ríki Jesú sé fólgið: „----til þess
er eg fæddur og til þess kom eg í
heiminn, að eg beri sannleikanum
vitni“ (Jóh. 18, 37). í stað þess-
ara orða kemur hin skolastiska
þrískifting ríkisins. það væri
margt fleira að segja um hina trú-
fræðilegu Krists-lýsing Kversins.
En hér skal þó staðar numið. Hér
kemur það svo átakanlega í ljós,
hvernig miðaldatrúfræðin pressar
safann úr guðspjöllunum. Safinn
rennur burt, en hratið er eftir.
Guðspjallasagan er eins og blóm-
gróinn bali, en gamla trúfræðin
eins og þurkuð grös. Plvaða erindi
á hún til barnanna? Ilvaða þörf er
á að sýna þeim þurkuð blóm, þeg-
ar blómgarðurinn stendur öllum
opinn? þeim, sem lesa útdrátt úr
guðspjallasögunni í skólanum, er
engin skýring að Kverinu. það er
þvert á móti hætta á, að trúfræði
Kversins hjúpi hina guðdómlegu
Kristsmynd guðspjallanna, svo að
hvorki sjái móta fyrir svip né fasi.
f skólunum á ekki að kenna
börnum að þekkja ICrist hinnar
gömlu trúfræði, þann Krist, sem
er önnur persóna þrenningarinn-
ar, á engan jarðneskan föður,
færði algilda fórn fyrir syndir
mannanna, sem eiga rót sína í því,
að djöíullinn ginti Evu til að eta
af skilningstrénu. í skólunum á
að kenna börnunum að þekkja
Jesú guðspjallanna. Vér lifum á
siðbótartímum. Hin nýja siðbót
lætur sér ekki nægja að hverfa frá
skolastikinni aftur til rita hins
heilaga Ágústíns eða bréfa Páls
postula. Hún lætur ekki staðar
numið fyr en við guðspjöllin sjálf.
Hin nýja stefna situr við fætur
Jesú. Leyfið börnunum líka að
koma til lians. Á. Á.
----o----
Danska og enska
í íslenskum skólum.
Ein ástæðan, sem talsmenn
dönskunnar halda fram, er sú, að
við höfum meiri viðskifti við Dani
en Breta og förum meir til Dan-
merkur en Bretlands. En mér er
spurn: af hverju stafar þetta? það
er vaninn, aftur vaninix og ennþá
vaninn, sem þessu ræður. Vegna
þess, hve hinir eldri menn versl-
unarstéttarinnar eru alment van-
kunnandi á ensku, hafa viðskifti
þeirra haldist í Danmörku meira
en ella hefði orðið, en alls ekki
vegna þess, að ávalt hafi að öðru
leyti verið hagkvæmara að skifta
þár en á Bretlandi. þau viðskifti,
sem hagkvæmast kann að þykja
að hafa í Danmörku (eða hvar sem
vill annarsstaðar), geta vitanlega
ósköp vel farið fram á ensku, sem
er alheims-verslunarmál. Um utan-
ferðir námsfólks er það að segja,
að meðan það fékk námsstyrk í
Danmörku, var eðlilegt og harla
afsakanlegt, að það sækti mest
þangað, en nú er sú ástæða fallin
í burtu. Að það fer þangað enn,
stafar víst iðulega af því, að þetta
hefir verið vani, og sömuleiðis af
því, að danskan er oftast eina er-
lenda málið, sem það kann dálítið
hrafl í. En dettur nokkrum lifandi
manni í hug, að það sé yfir höfuð
heppilegra fyrir þá, sem fara
vilja til útlanda til þess að mann-
ast, að sækja til Danmerkur en til
Bretlands? Nei, svo miklir græn-
jaxlar held eg varla að til séu. Nú
síðustu árin er líka svo komið, að
efnilegasta og sj álfstæðasta fólk-
ið kýs heldur að leita til Englands
eða Skotlands,
Ýmsir munu nú segja: „þetta er
alt gott og blessað, og áreiðanlega
satt, sem þú segir um enskuna, en
hvers vegna ekki að gera ensku og
dönsku jafnhátt undir höfði í skól-
unum?“ það er ekki hægt, góðir
hálsar, nema okkur til tjóns, lík-
lega ómetanlegs tjóns. þar í ligg-
ur mergurinn málsins. Fyrs't og
fremst er nú það, að allur fjöldi
fólks getur, eins og vitrir menn
hafa þrásinnis bent á, ekki lært
meira en eitt erlent mál sér að
skaðlausu. í öðru lagi hefir það
ekki tíma til þess, þó að það ann-
ars kunni að geta það. Ef verið er
að bisa við tvö erlend mál í gagn-
fræðaskólum, kvennaskólum og
öðrum alþýðuskólum, verður árang
urinn sá, að hvorugt málið lærist
að nokkru gagni. þegar svo úr
skólanum er komið, eru oftast bæði
lögð á hilluna, og tímanum, sem
varið var til þeirra. hefív þannig
verið gersamlega sóað. þegar best
lætur, er haldið áfram með annað,
og vegna þess, að auðveldara er að
stauta sig fram úr dönsku, sem er
fátækt mál í samanburði við ensk-
una, verður enskan út undan, og
dönskukenslan verður þannig til
þess að ónýta þá litlu fræðslu, sem
skólarnir veita í ensku. þetta er
svo staðreynt, að móti því tjáir
ekki að mæla.
í almennum skólum eigum við,
eins og Jón sál. ólafsson fyrstur
manna hélt fram, að kenna eitt,
aðeins eitt, erlent mál, og þetta
mál á fortakslaust að vera enska.
Með því móti getur fólk úr þess-
um skólum orðið fært um að lesa
hana, tala og rita. Með því fyrir-
komulagi væri stigið geysistórt
framfaraspor frá því gagnslitla
Ræða Jónasar Jónssonar frá Hriflu
þegai- rætt var um rannsókn á
fjárhagsaðstöðu íslandsbanka
gagnvart ríkinu.
------- (frh.)
Eins og eg hefi fyr tekið fram,
urðu stjórnarskiftin í fyrra fyrst
og fremst með tilliti til íslands-
banka. Og af því að Framsóknar-
flokkurinn var aðalþátturinn í
stuðningsliði núverandi lands-
stjórnar, var ekki óeðlilegt, að
hann óskaði eftir, að einhverju
verulegu yrði breytt til batnaðar
frá ráðlagi fráfarandi stjórnar,
sem virtist meira setja fyrir sig
hluthafahagsmunina en hagsmuni
þjóðarinnar. það er óhætt að
segja,að eftir að þingi sleit í fyrra,
lét miðstjórn flokksins ekkert
tækifæri ónotað til þess að minna
stjórnina á þá sjálfsögðu skyldu,
að framfylgja þingvilj anum.'
Stjórnin tók þessu líklega, og mun
hafa gert einhverjar bráðabirgða-
ráðstafanir í þá átt. En þó var
ekki laust við tvískifting í stjóm-
inni, eins og síðar varð fullkunn-
ugt. (Forsætisráðherra: öll stjórn
in var sammála.). Eg skal víkja
að því góða samlyndi síðar. Á
miðju sumri gerðist sú formlega
breyting viðvíkjandi bankanum,
að forsætisráðherra ákvað að
breyta verkaskiftingunni meðal
ráðherranna þannig, að forsætis-
ráðherra skyldi eftirleiðis skrifa
skipunarbréf bankastjóra, þar á
meðal vitanlega hinna stjórnskip-
uðu bankastjóra við íslandsbanka.
Forsætisráðherra hrifsaði þannig
undir sig veitingarvaldið yfir bönk-
unum, með konunglegri auglýs-
ingu, úr höndum stéttarbróður
síns, fjármálaráðherrans. þessi at-
burður hefir verið kallaður valda-
rán. Forsætisráðherra ákvað þessa
breytingu að félaga sínum fjar-
verandi, og þvert ofan í óskrifaða
samninga við Framsóknarflokk-
inn, sem hafði gert það að skilyrði
fyrir stuðningi við stjómarmynd-
unina, að fjármálaráðherrann færi
með bankamálin, og að verkaskift-
ing milli deildanna héldist óbreytt.
þessi atburður breytti þungamiðj-
unni í stjómmálunum um stund.
Af einhverjum leyndardómsfull-
um ástæðum flutti forsætisráð-
herra hug og hjarta yfir á skák-
ina til hluthafanna, eins og gerðir
hans sýna síðan í máli þessu. Með
þessu hvarf ábyrgð bankamál-
anna yfir á forsætisráðherra. Áð-
ur höfðu tveir ráðherrar haft
ábyrgðina saman, annar á því, að
losa ekki um stöðurnar í bankan-
um, en hinn á því, að vanrækja að
skipa í hinar lausu stöður. Svo líð-
ur fram á haustið, en þá fer for-
sætisráðherra að hugsa sér til
hreyfings, að framfylgja banka-
lögunum og losa stöður í bankan-
um. Mönnum er kunnugt, að það
haust voru fleiri fundir í banka-
ráði íslandsbanka en öll undanfar-
in ár, og voru aðallega tvö um-
ræðuefni á dagskrá. Annað var
vaxtalækkunin. Landsbankinn var
búinn að setja niður sína vexti
talsvert, og öll sanngirni og kröf-
ur almennings mælti með því, að
Islandsbanki yrði knúður til að
hafa ekki hærri vexti. það gekk
lengi í þófi um þetta, en svo fór,
að íslandsbanki hélt sínum ófor-
svaranlega háu vöxtum. það er
skiljanleg ástæða, að banka, sem
hafði orðið fyrir gífurlegu tapi,
vildi vinna það upp með háum
vöxtum, og flytja þannig skaða
þann, sem fyrst og fremst átti að
koma niður á hluthöíunum, yfir á
þjóðarheildina.
Hitt umræðuefnið, sem virðist
hafa eytt miklum tíma fyrir banka
ráðinu, var, að semja við fráfar-
andi bankastjórn um launafúlgur,
er þeim bæri að fá að skilnaði.
það virtist liggja í augum uppi, að
hagsmuna þjóðarinnar yrði best
gætt með því, að láta þessa menn
fara umsviíalaust, eins og gert er
við banka erlendis, þar sem stór-
feld töp koma fram, eins og hér
hafði átt sér stað. Kröfur þeirra
um eftirlaun eða heiðurslaun gátu
þá orðið dómstólamál.
í bankaráðinu var forsætisráð-
herra voldugasti maðurinn, því að
auk síns atkvæðis fór hann með
atkvæði fyrir þrjá útlendu hlut-
hafana. Hann einn var því meiri
hluti í bankaráðinu. En í stað
djarftækra framkvæmda gagnvart
bankastjórninni, var ákveðið að
fara samningaleið, og endirinn
varð sá, að annar bankastjórinn
fékk 70 þús. danskar krónur í eitt
skifti fyrir öll, sem bætur fyrir at-
vinnumissi, en hinn fékk 4, 5 eða
6 þús. í eftirlaun, auk dýrtíðar-
uppbótar. En það er meira en ráð-
herralaun hér á landi. það hefir
þó varla verið gustukaverk að
gefa danska bankastjóranum þess-
ar 70 þúsundir, því að ekki hefir
hann haft sultarlaun við bankann
undanfarið. Eitt árið vita menn að
laun hans urðu 80 þús. kr., og yfir-
leitt munu þau hafa verið hærri
en laun nokkurs annars manns á
landinu. Hinn, sem hrepti 10 þus-
und, er líka með efnaðri mönnum
bæjarins, og hefir fengið mikla
erfð, og er maður á besta aldri og
bamlaus, svo að ekki verður séð,
að hann eigi við mikla örðugleika
að stríða. Tölur þessar eru að vísu
að nokkru leyti ágiskanir, því að
formaður landsstjórnarinnar hefir
neitað að gefa upplýsingar um
þetta efni opinberlega, frá gerðum
bankaráðsins. þær eru ríkisleynd-
armál, sem „ríkið“ sjálft má ekki
fá neitt að vita um. Áreiðanlega
hefir þessi ákvörðun um að leyna
þjóðina gerðum bankaráðsins,
verið studd af hæstv. forsætisráð-
herra, því að hann einn gat á þessu
tímabili myndað meirihlutaálykt-
un í bankaráðinu.
Annars er það ekki fyrst og
fremst peningaupphæðin, sem er
efth'sjá í, þótt hún sé töluvert há.
En það er blærinn á öllum þessum
aðgei'ðum, að moka þannig pen-
ingum út, þegar bankinn er í nauð-
um staddur, og það til þeirra
manna, sem hafa stýrt bankanum
á þeim tíma, þegar stjórn hans or-
sakar þjóðfélaginu mikil vandræði.
Nokkru fyrir jól, töluvert áður
en ákveðið var endanlega um
heiðurslaunin handa Tofte, varð
um 120 þús. kr. sjóðþurð í ís-
landsbanka. Datt mér þá ekki ann-
að í hug, en að bankastjóramir
fráförnu hefðu orðið glaðir yfir
því, að sleppa úr embættum sín-
um, þótt þeir hefðu orðið að fara
þaðan slyppir og snauðir. En þetta
mikla óhapp virtist engin áhrif