Tíminn - 16.06.1923, Síða 4
70
T 1 M I N N
7 spurningar og svör.
1. Hvað er Sleipnir? Svar: Sleipnir er langstærsta, besta og því
þektasta reiðtýgja- og aktýgjavinnustofa á Islandi.
2. Hversvegna er mest smíðað þar af reiðtýgjum? Svar: Af því
að eftirspurn er þar mest. þar eru hlutir allir gerðir, eins og kaupend-
ur æskja eftir, og kaup öll ágæt.
3. Hversvegna gera menn.bestu kaupin í Sleipni? Svar: Af því
alt efi>i er keypt beint frá fyrstu hendi og mikið smíðað í einu, við það
verður framleiðslukostnaður minni, og vörumar því ódýrari og betri.
4. Hversvegna reynast öll reiðtýgi og aktýgi best frá Sleipni?
S v a r:, Af því öll vinna er framkvæmd af æfðum og vandvirkum fag-
mönnum, og aðeins unnið úr fyrsta flokks efni.
5. Hversvegna hefir Sleipnir fyrirliggjandi 10 teg. af unglinga-,
kven- og karlmannahnökkum ? S v a r: Af því að hann vill vera viss um
að allir geti fengið það er þeir helst kjósa.
6. Hversvegna koma menn og gera kaup í Sleipni, þegar mikils
þykir við þurfa og eitthvað vantar, sem erfitt er að fá? Svar: Af
því þar er ávalt afgreitt fljótt og áreiðanlega og allir hlutir til.
7. Hversvegna gera allir hygnir kaupendur verslun sína í Sleipni?
Svar: Af þeim ástæðum, sem áður eru nefndar, og svo er það megin-
regla: sanngjarnt verð og góðir borgunarskilmálar.
Ef þér hafið ekki nú þegar gert pantanir á reiðtýgjum og aktýgj-
um, þá gerið það tafarlaust í Sleipni.
Reiðtýgi og aktýgi, vagnar og alt tilheyrandi. Ennfremur alt efni
fyrir söðla-, aktýgja- og skósmiði sent gegn eftirkröfu hvert á land sem
er. Erfiðisvagnar með aktýgjum seldir mjög ódýrt. Verðið er mikið
lækkað og skal t. d. nefna hnakka frá 40 kr., beisli frá 16 kr., töskur
frá 10 kr. o. s. frv. Reynslan er sannleikur. Látið hana skera úr.
Sérlega vandaðir erflðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög
ódýrt.
NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni.
Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt.
Sími 646. Söðlasmíöabúöin Sleipnir. Símnefni: „Sleipnir££
Orðsendíng
tíl kaupmanna og kaupfélaga.
Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf-
um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum
frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem:
Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum,
-------Í V* - - - í v, - -
og Fiskbollur í 1 kgr. dósum.
Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um
verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendi'i niðursuðu. Vörurnar
sendar út um land gegn eftirkröfu.
Styðjið innlenda framleiðslu.
Virðingarfyllst.
Sláturfélag Suðurlands.
Kjöttunnur,
alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í
Danmörku.
L. Jacobsen,
Köbenhavn Valby.
Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup-
manna.
Auglýsing
um bifreiðaferðir.
Ráðuneytið hefir veitt styrk til bifreiðaferða austur um Suður-
landsundirlendið, og verða íerðirnar farnar þannig:
Fólksflutningaferðir til septemberloka í hverri viku:
Að Húsatóftum á Skeiðum þriðjudaga og föstudaga.
Að Garðsauka á Rangárvöllum mánudaga og fimtudaga.
Bifreiðarnar leggja af stað kl. 10 f. h. frá nýju bifreiðastöðinni á
Lækjartorgi og er fargjald ákveðið að Kolviðarhóli 4 kr. 50 a., ölfusá
7 kr., Þjórsártúni og Húsatóftum 9 lcr., Ægissíðu 10 kr. og Garðsauka
11 kr. og hlutfallslegt gjald til staða þar á milli. Fyrir börn innan 10
ára greiðist hálft gjald.
Vöruflutningaferðir verða farnar þrisvar í viku til miðs
októbermánaðar næstkomandi frá afgreiðslustaðnum á Laugavegi nr.
33, þannig:
Að Garðsauka á þriðjudögum.
Að Húsatóftum á fimtudögum.
Að Brúará á laugardögum.
Plutningsgjöld samkvæmt gjaldskrá, sem ráðuneytið hefir samþykt.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 12. júní 1923.
Kl. Jónsson.
Vigfús Einarsson.
hefir áætlunarferðir í sumar austur yfir Hellisheiði alla mánudaga og
fimtudaga. Prá Reykjavík kl. 10 f. m. að: ölfusá, Þjórsártúni, Ægis-
síðu, Garðsauka og Hvoli og til baka daginn eftir frá Hvoli kl. 10 f. m.
Alla þriðjudaga og föstudaga frá Reykjavík kl. 10 f. m. að: öl-
fusá, Þjórsártúni og Húsatóftum á Skeiðum. Til baka sama dag.
í þessar ferðir höfum við góðar fólksflutningabifreiðar fyrir mjög
sanngjarnt verð, og einnig alla þessa daga kassabifreið fyrir lægri
fargjöld en þekst hafa áður, svo sem að Ægissíðu kr. 9.00 pr. mann,
Hvoli 10.00, Húsatóftum á Skeiðum 8.00 og Þjórsártúni 8.00.
Afgreiðslumenn okkar eru:
Við ölfusá Egill Gr. Thorarensen, kaupm.
„ Þjórsártun Olafur Isleifsson, læknir.
„ Húsatóftir á Skeiðum Þorst. Jónsson, bóndi.
„ Ægissíðu Jón Guðmundsson, bóndi.
„ Efra-Hvol Björgvin Vigfússon, sýslumaður.
Til Eyrarbakka og Stokkseyrar verða áætlunarferðir alla miðviku-
og laugardaga frá Reykjavík kl. 10 fyrir hádegi.
Frá Eyrarbakka kl. 3 e. h. sama dag.
H.f. Bifveiðasíöð Reykjavíkur
Ausiurstræii 24 Símar 716 og 715
Minnisblað sveitabænda.
uVerslun B. H. Bjarnason Reyicjavík
cr sú, sem best fullnægir þörfum og kröfum yðar, því þar fæst alt, sem þér
þarfnist og full vissa um vandaðar og góðar vörur fyrir lægst verð. Hér verða
ekki taldar upp aðrar vörur en þær, sem hver búandi þarfnast: Ljáblöðin þjóð-
frægu með fílsmerkinu og B. H. B.-stimpiinum — bíta öllum öðrum blöðum
beíur, -Dengingarsteðjar, Ljáklöppur, Brýni, Hverfisteinar, Orf, Hnoð í ljábakka,
Brúnspónn, Mjólkurbrúsar, Skjólur, Sigti, Skilvinduolían besta (hvít vaselín-
oiía) á aðeins kr. 1.65 pr. ltr., Hellulitur, Blásteinn á kr. 1.55 kg., Stunguskófl-
ur afbragðs teg. á 5.70 stk., Hestajám, HestskófjaÖrir, Nautabönd, Girðinganet,
Net í pússningar, Sand- og Sementsigti, Eldhúsáhöld og Borðáhöld af öllu tagi,
t. d. Pottar, Pönnur, Eatlar, Kaffikönnur, Kaffikvarnir, Blikkbrúsar allar stærð-
ir afar ódýrir, Olíuvélar, Primusar og alt þeim tilheyrandi,
Leir- og Glervörur af öllu tagi.
Byggingarvörur af öllu tagi, þ. á. m. Afbragðs pakjárn 18% ódýrara en ósam-
bærileg teg. annarsstaðar, Asfaitpappi á kr. 6.50 15 ferálna rúlla, paksaumur
yalv. og Naglar ailar lengdir, Skrár, Hjarir, Hurðarhúnar — landsins mesta og
ódýrasta úrval, Skrúfboltar allar lengdir á fáa aura stykkið, Málningarvörur
af öllu tagi af allra bestu teg. og jafnhliða langtum ódýrari en sambærileg teg.
hjá öðrum. Trélím á kr. 2.50 pr. kg. Gólfdúkar margar teg. með landsins lægsta
verðL Verkfæri af öllu tagi — mesta úrval. Kom- og Nýlenduvömr, Kaffi, Syk-
ur, Sjókólaði, Kex og Smákökur, — stórt og ódýrt úrvaL — Sódi, Sápa ág. teg.
á kr. 1.10 pr. kg., og allskonar hreinlætisvörur, og alt annað,
sem hvert heimili þarfnast.
HVERGI BETRI VÖRUR. — HVERGI BETRI KAUP EN í
Versl. B. K. Bjarnasou.
Öíuguági.
„Sólarlitlir dagar", sagði Axlar-
Bjöm, en þá skein sólin í heiði. Hann
var orðinn svo syndugur, að hann var
hættur að sjá sólina. „Eftirtaldar-stór-
syndir fremur „Tíminn" sífeldlega",
segir nýr Moggaspámaður, en þegar
betur er að gáð, telur hann ýmist upp
höfuðkosti Tímans eða eignar honum
ávirðingar samkepnismanna. Að svo
komnu virðist því þessi ónefndi
Mogga-nýliði eiga skilið að heita Björn.
1. Bangsi þessi talar um að „ginna
bændur eins og þursa inn i skaðræði
samábyrgðarinnar". pað nægir að
benda honum á grein með feitu letri
hér á framsíðu blaðsins. þá beinir
hann ef til vill ásökunum sínum að
foreldrum sínum, sem hafa getið hann
inn í þennan synduga heim sam-
ábyrgðanna, eða máske har.n hefjl
upp lofsöng til þeirra manna, sem
berjast fyrir samvinnu og þeim sam-
ábyrgðum, sem nauðsynlegar eru til
að leysa þjóðina úr fjötrum hinnar
blindu samkepni. Og er síðari kostur-
inn betri.
2. pá ásakar Bangsi Tímann fyrir
að hafa leitt kaupfélagsskapinn „inn
á hina skaðvænu braut stjómmála-
deilanna, sem þó er vís voði hverri
umbótastarfsemi í atvinnumálum, því
þar ræður flokksfylgi meira en aðgæt-
ið mannvit". Látum hann vita það,
þennan nýja Mogga-bangsa, að mann-
vit ráði litlu í stjómmálum; hann les
sjálfur Mogga og skriíar í hann. En
merkilegt er, að hann skuli hætta sér
sjálfum út á þessa hálu braut. Máske
lítið mannvit sé orsökin. Annars má
biðja Bangsa að benda á nokkurt stór-
mál, sem ekki sé þjóðmál og snerti þá
um leið stjórnmálin. Hvenær og hvar
liafa verslunarmálin verið aðgreind
frá öllum stjórnmálúm? Er það ekki
þakkarvert, að „Tíminn" styðji „þessa
ágætu viðleitni til sjálfsbjargar, kaup-
félagsskapinn", í sjálfsvörn hans gegn
höfrungum samkepninnar?
3. „„Tíminn" og hans menn hafa
stóraukið hina banvænu skuldaversl-
un íslendinga", segir hann enn frem-
ur, þrátt fyrir það, þó margupplýst sé
að S. í. S. skuldar langsamlega minst
allra íslenslcra stórfyrirtækja. í und-
anfarandi verslunaróæri hefir S. 1. S.
verið skjöldur bænda gegn skuldun-
um. Hugsið ykkur þá hlekki, sem hin
blinda samkepni hefði smeygt á hend-
ur og fætur bændastéttinni á síðustu
árum, ef kaupfélaganna og Sambands-
ins hefði ekki notið við! Stingið hend-
inni í eigin barm, Moggamenn, og
kveinið undan eigin skuldum, en fell-
ið ekki þessi krókódilatár út af skuld-
um Sambandsins, sem eru furðu litl-
ar og koma ykkur' ekki við. Óburðug
er kosningabeitan. En þið haldið líka
að hægt sé „að ginna bændur eins og
þursa".
4. Enn segir Bangsi: „Tíminn styður
nefnilega af alefli Samband káupfé-
laganna, en það hefir endurreist þessa
illkynjuðu vöruskiftaverslun selstöðu-
kaupmannanna dönsku". Nú er það
orðin sök Tímans að styðja Samband-
Sigurður Magnússon
læknir Irá Patrekslirði tekor nö cér
ailskonar
tannlækningar og tannsmíði.
Til viðtals á Uppsölum loy2—12
og 4—6. Sími 1097.
Kennarastaða
við barnaskólarm á Akranesi er
laus til umsóknar. Umsóknarfrest-
ur til 10. ágúst.
Skólanefndin.
ið. En Bangsi hefir valið sér það verk-
efni, að verja hin saklausu kaupfólög
fyrir Tímanum og Sambandinu. það
er ekkert undarlegt, þó að úlfurinn
vilji verða hirðir. Hitt er annað má',
hvort það er lömbunum fy 'ir bestu.
Vöruskiftaverslun Sambandsins er
ekki of góð handa Bangja að narta i,
því hún er engin. Sambandið heíir ein-
göngu peningaverslun. það útvegar
félögunum lán til vörukaupa að því
leyti sem þörf lcrefur, og tekur svo
innlendu vöruna i umboðssölu og
greiðir félögunum hámárksverð fyrir.
Verðlag hinnar innlendu og útlendu
vöru er alveg óháð hvort öðru. Bangsa
væri nær að narta í þá kaupmenn,
sem fá fyrst innlendu vöruna lánaða
hjá bændum, ákveða síðan sjálfir
verðlagið og borga hana i útlendri
I
vöru, sem þeir einnig ráða verðinu á.
En hrafnarnir kroppa ekki augun hver
úr öðrum. Annars er það starf all-
flestra þessara Moggabangsa að níða
Sambandið. Sambandið vilja þeir
norður og niður, til að heildsalarnir
reykvísku fái viðskiftin, og þegar það
er úr sögunni, verður auðveldara að
ráða niðurlögum kaupfélaganna.
(Frh.)
--_o-----
Danskir víkingar. Nú stendur
yfir í Kristjaníu grænlensk sýn-
ing, sem þjóðmenjasafn ríkisins
hefir stofnað til. þar er meðal ann-
ars til sýnis danskt dagblað, sem
segir, að danskir víkingar hafi
fundið Grænland. Norðmennimir
hafa undirstrikað fróðleikinn með
rauðu. Norðmenn hafa vakandi
auga á Grænlandsmálum, og er
ekki ósennilegt, að barátta þeirra
endi von bráðar með því, að land-
ið verði opnað öllum þjóðum. Á
sýningunni voni myndir af menn-
ingarleifum hinnar íslensku ný-
lendu á Grænlandi og undir letr-
að, að á þessar slóðir sé Norð-
mönnum og Islendingum nú bann-
að að koma.
Kvennaþing hefir verið haldið í
bænum undanfarna daga. Átti frú
Bríet Bjarnhéðinsdóttir frum-
kvæði að og beittist mest fyrir.
Konum utan af landi var boðið
hingað og fengin ókeypis vist í
bænum. Er þetta góð hugmynd og
ætti framhald að verða á. Sveita-
konurnar eiga það skilið að varpa
af sér áhyggjunum vikutíma, hitt-
ast og ræða mál sín, og það er
kleift, þegar systur þeirra í
Reykjavík styðja þær til þess.
Mun nánar vikið að þessum fundi
síðar.
Lág fargjöld. Athygli skal vak-
in á hinum þægilegu og tiltölu-
lega ódýru bifreiðaferðum austur
yfir fjall, er Bifreiðastöð Reykja-
víkur auglýsir á öðrum stað í blað-
inu. Er það fyrsta flokks farkost-
ur fyrir Árnesinga og Rangæinga
með hinum venjulegu fólksflutn-
ingabifreiðum, og sérstaklega
ódýrar ferðir með „kassabifreið-
unum“, og er það að líkindum
óbeinlínis að þakka styrk þeim, er
Alþingi veitti til bifreiðaferða.
Tveir Svíar dvelja hér í sumar,
Ivar Wennerström, ríkisþingmað-
ur, og Gunnar Leijström norrænu-
fræðingur. Ætlar Leijström að
fara víða, athuga og bera saman
málið í öllum fjórðungum lands-
ins.
Signe Liljequist, finsk-sænsk
söngkona, hefir undanfarið sungið
í Reykjavík og unnið sér mikla
hylli. Hún er bæði ágæt söngkona
og svo hefir henni tekist betur en
nokkrum erlendum og jafnvel
mörgum innlendum söngvurum að
syngja íslensk ljóð með skýrum
og fögrum framburði.
Kardínálaheimsókn. Van Ross-
um kardínáli, forstöðumaður hins
kaþólska trúboðs, er væntanlegur
til íslands í sumar. það mun vera
fyrsti kardínálinn, sem sýnir sig
hér á landi.
Golfstraumurinn. 1 vor hafa rek-
ið hingað með Golfstraumnum
bréfaflöskur er hafa haft óvenju
mikinn meðalhraða, um 8 mílu-
fjórðunga á dag, frá því þeim var
varpað í sjóinn. Bendir það til að
Golfstraumurinn hafi verið sterk-
ari í vetur en venja er til, og kem-
ur það heim við veðurfarið, ef
svo er.
Jónas Jónsson frá Hriflu fór til
Austfjarða með Esjunni. Ætlar
hann síðan norður í pingeyjarsýsl-
ur og er ekki væntanlegur aftur
fyr en eftir mánaðartíma.
Guðmundur Guðfinnsson alþm.
er farinn til útlanda til augnlækn-
inganáms.
Ritstjóri: Tryggvi JJórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðja Acta h/f.