Tíminn - 30.06.1923, Qupperneq 4

Tíminn - 30.06.1923, Qupperneq 4
78 T I M I N N Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. MuurMr nslui: Á mánudögum og fimtudögum: mm Olfusá, Þjórsá, Ægissíða og Garðsauki. Á þriðjudögum og föstudögum: Ölfusá, Þjórsá og Húsatóftir á Skeiðum. þagt af stað úr Reykjavík kl. 10 árdegis og frá endastöðvunum eystra: Garðsauka kl. 9 árdegis á þriðjudögum og föstudögum, en frá Húsatóftum samdægurs kl. 4—5 e. h. Vegna þessara ferða hafa fargjöldín lækkað. Nýja Bifreiðasiöðm Lækjaviovgi 2 S ím i 1529. Heima 1216. Zóphónías Baldvinsson. — Árið 1921 komu 366 gufuskip til Petrograd. Árið 1922 urðu þau 700 og búist við að verði a. m. k. 1500 þetta ár. Sýnir þetta ljós- lega að verslun Rússa vex mjög við aðrar þjóðir. — Síðasta herskipið sem Banda- ríkin létu hlaupa af stokkunum er 8000 smálestir að stærð. þar er innanskips símamiðstöð, pósthús, prentsmiðja og kvikmyndaleikhús. — Englendingar ætla nú að fara að vinna að því að ná á flot hinum miklu þýsku herskipum sem sökt var í Scapa flóa. — þrjár konur eiga nú sæti í enska parlamentinu. Sú þriðja var kosin 1. þ. m. við aukakosningu og sigraði með miklum meirihluta at- kvæða. — það er talið að fyrri hluta aprílmánaðar hafi rússneska stjómin látið lífláta 2000 pólitiska fanga í Moskva. Og einn daginn núna í júnímánuði voru 164 pólit- iskir fangar teknir af lífi, þar af 17 prestar. — Frá því að Frakkar hófu inn- rásina í Ruhrhéraðið og til mán- aðarmótanna síðustu hafa þeir samtals dæmt þýska embættis- menn í 443 ára fangelsi og í 464 miljóna marka sektir. Aðra þýska borgara hafa þeir samtals dæmt í 646 ára fangelsi og í 1314V^ milj- óna marka sektir. — Fyrir stríðið áttu Frakkar fimta stærsta verslunarflota heims ins. Nú era þeir orðnir þriðju í röð- inni. Einungis England og Banda- ríkin eiga stærri verslunarflota. — Englendingar ætla enn í sum- ar að gera tilraun til að komast upp á hæsta fjall heimsins, Mount Everest. — Bolchewickasamsæri komst upp nýlega í höfuðborg Japans, Tokio. Hundrað mönnum var varp- að í fangelsi. — Ofsahiti var í Bandaríkjunum nýlega. Dóu 15 menn af hita í Chi- cagoborg einni. Eftir hitann geys- aði afskaplegt óveður sem gerði mikið tjón. — Gliickstadt, hinn frægi banka- stjóri Landmandsbankans fyrver- andi, dó áður en máli hans væri lokið. En rannsókn málsins heldur áfram engu að síður, því að fjöl- margir aðrir eru við riðnir. — Bandaríkjamenn herða enn á eftirlitinu með bannlögunum. Gera upptækar vínbirgðir í erlendum skipum og eru Englendingar sár- reiðir yfir því. Skipstjórar á skip- um þeim, sem flutt hafa áfengi, hafa verið settir í varðhald. Og loks er því nú hótað, að frá ágúst- byrjun verði ekki látið við þetta sitja, heldur verði skipin einnig gerð upptæk. — Á ársþingi enskra verka- manna var sú tillaga feld með miklum atkvæðamun að taka kommúnista í samband verkalýðs- félaganna. — Englendingar bæta 34 flug- deildum við flugher sinn og eiga þá 1000 flugvélar. Frakkar eru sárgramir Englendingum fyrir þetta, því að þeir segja að Eng- lendingar segi sjálfir að aukning þessi sé gerð vegna hei’búnaðar Frakka. / — Washingtonfundurinn frægi átti, sem kunnugt er að draga úr vígbúnaði á sjó. En flest virðist nú benda í þá átt að minna verði úr í reyndinni en til var ætlast á papp- ímum. Flotamálaráðherra Banda- ríkjanna hefir nýlega haldið ræðu og heimtar fleiri herskip og her- menn. Japanar teygja sig eins langt og þeir komast um að auka sjóherinn. Og loks hefir enska þing ið samþykt að veita 11 miljónir sterlingpunda til þess að gera Singapore að fyrsta flokks her- skipahöfn. — Úr rústum hinna fornu keis- aradæma, Austun’íkis-Ungverja- lands og Rússlands, hafa risið fjög- ur ríki, sem draga að sér sérstaka athygli: tvö alveg ný, Tékkó- Slafaríkið með 14 milj. íbúa og Suður-Slafaríkið með 12 milj., eitt gamalt, Rúmenía, með 17 milj. og eitt endurreist, Pólland, með 27 milj. íbúa. það er ekki að undra þótt þessi nýju ríki haldi töluvert saman, því að öll sameiginlega hafa þau beig af þýskalandi, Rúss- landi og leifum Austurríkis. þrjú þeirra, hin fyrstnefndu, era í föstu sambandi sem nefnt er „litla sambandið“, og Pólland stendur því mjög nálægt. Og öll eru þau í mjög náinni vináttu við Frakkland — enda er það það stórveldið, sem á sömu áhugamál- in. það er alveg víst að þessi ríki öll eru í beinu hernaðarsambandi undir veradarvæng Frakklands. þau hafa öll mikinn vígbúnað. Tékkó-Slafaland hefir 180 þús. manna her á friðartíma, en í stríði á að vera hægt að bjóða út 1300 þús. hermönnum. Til samanburðar má geta þess, að þjóðverjar, sem eru 60 milj., hafa ekki nema 100 þús. menn undir vopnum nú. Tékkaherinn hefir nú 800 flugvél- ar og á að eignast 1400. Suður- Slafar hafa 140 þús. menn undir vopnum á friðartíma en 1500 þús. í ófriði, en Rúmenar 210 þús. í friði og 1700 þús. í ófriði. Pólski herinn er þó langmestur og öflug- astur, en um hann eru ekki til op- inberar tölur. — Sést af þessu að Frakkar eiga öfluga bandamenn í austurhluta álfunnar þar sem þessi ríki eru. En þau eru ennfremur bundin traustum fjánnálaböndum við Frakkland. Frakkar hafa lán- að Pólverjum 400 milj. franka, Rúmenum 100 milj. og Suður- Slöfum 300 milj. franka. Lánin eru veitt með því skilyrði að þeim verði varið til hersins, og einkum til að kaupa hergögn, og hergögn- in eru vitanlega unnin í hinum miklu verksmiðjum heima á Frakk- landi. Er það vafalaust, að hinir geysiauðugu menn sem eiga hinar miklu hergagnasmiðjur á Frakk- landi standa á bak við þessar miklu lánveitingar. Og áhrif þeirra á stjórnmálastefnu og hermensku- stefnu Frakklands munu vera meiri en nokkum grunar. Óttinn við hefnd þjóðverja og hræðslan við Bolchevickauppreisnir — þetta er vatn á myllu þessara ríku her- gagnaverksmiðjukónga. Hver get- ur reiknað út „samspil“ þeirra og stjórnmálamannanna, sem heita að stjórna landinu. — En Frakkar veita þessum bandamönnum sínum ekki einungis fjárstyrk til herbún- aðarins. þeir senda mestu hers- höfðingja sína og hæfustu fag- menn í hernaðaríþróttinni hvað eftir annað í eftirlitsferðir. Foch var þar nýlega á ferð og margir aðrir. Með enn meira kappi en nokkru sinni áður er lögð stund á það nú að vígbúast og fullkomna hemaðartækin sem mest. — Fyrir mánuði síðan komst það upp um danskan stórkaupmann að hann hafði smyglað 1000 flösk- um af „whiský“ til Kaupmanna- hafnar. Hann var dæmdur í 10 þús- und króna sekt og þriggja mánaða fangelsi. Hann hafði mútað tveim tollþjónum, gefið hvorum 200 kr. til „að loka augunum". þeir vora reknir úr vistinni og dæmdir í tveggja mánaða fangelsi. Hvað ætli þeir segðu um slíka dóma Reykj avíkursmyglaramir ? — Mikið hneiksli vakti það á þýskalandi er Vilhjálmur keisari kvæntist í annað sinn, í nóvember síðastl. þýskri prinsessu. Nú batn- ar ekki í búi, því að þau hafa ákveð ið að skilja eftir þessa stuttu sam- veru. — Ekki er lokið enn írsku óeyrð- unum. Nýlega handtók stjómar- herinn heilan flokk uppreistar- manna og um leið náðust 58 byss- ur, 500 riflaskot, 500 sprengjur og 600 pund af sprengiefnum. — Stambulinsky forsætisráð- herra í Rúmeníu, sem var myrtur nýlega, var bændaættar og foringi bændaflokksins þar í landi. Kon- ungssinnar og Bolchewickar voru vel sammála um að reyna að steypa honum úr völdum. — Enn hefir gengi þýska marks ins fallið stórkostlega. Ein dönsk króna jafngildir nú 29 þús. mörk- um þýskum. Austurríska krónan stendur orðið töluvert hærra en markið. það er rússneska rúblan ein sem nú er lægri en þýska markið. — Uppvíst hefir orðið um stjórn- leysingjasamsæri í höfuðborg Pól- lands, og er talið að hafi staðið í sambandi við samskonai félags- skap í Berlín. Höfðu samsærís- menn gert tilraun til að sprengja háskólann í loft upp og fleiri op’n- berar byggingar áttu að fava á eft- ir. Miklar birgðir af sprengiefn- um fundust í fórum manna þess- ara. — Um síðustu mánaðamót kom svo mikill jarðskjálfti í nágrenni höfuðborgarinnar í Persíu,að mörg hundruð hús hrundu til grunna og fjöldi fólks tíndi lífi. Er giskað á um 3000 manns. — Fyrir löngu síðan er svo kom- ið, að fjárgreiðslur allar fyrir við- skifti þjóðverja við útlendinga fara fram í erlendri mynt. Gengi marksins er svo óstöðugt. Og nú krefjast þýsku verkamennimir þess, að fá kaup sitt goldið í gulli eða gulltrygðri mynt. — Enskur hagfræðingur hefir reiknað það að á árinu sem leið hafi peningaseðlaumferðin í heim- inum tífaldast að nafnverði. Á Rússlandi er hún 40 sinnum meiri en í fyrra, á þýskalandi 35 sinn- um, í Austurríki 17 sinnum. Seðla- umferðin á Rússlandi var um síð- ustu áramót 150 þúsund miljarð- ar rúbla. % ---o---- Yfir landamærin. 1. Samkepnismenn fárast yfir því, að smýglurum og fylliröftum hefði ekki enst æfin til að bæta fyrir brot sín, að sitja af sér hegninguna i steininum, ef fram hefði náð að ganga herðing á bannlögunum, sem J. J. flutti í vetur. En hvað hafa smyglarar annað betra að gera en vinna fyrir landið? Mætti nota þá við skurðagröft og vega- gerðir. 2. þó að Jón á Reynistað og þórar- inn vilji f yrir kosningarnar afneita Mbl. og eigendum þess, þá vill svo til, að pappírinn í kosningableðlum þeirra er Morgunblaðspappír.Kjósendur ættu að bera saman stærðina. Fallegt af Jes Zimsen og öðrum Morgunblaðseig- endum, sem gefið hefir verið upp í ís- landsbanka, að launa vel þeim bænd- um, sem vörðu garð þeirra í vetrar- harðindunum. " 3. Bjarni og B. Kr. hafa hvor um sig auglýsingar frá eitthvað 20 kaup- mönnum í Reykjavík á kosningabækl- ingum sínum. Enginn auglýsir i al- vöru á slíkum sneplum, sem sendir eru fyrir kosningar á heimili í einu liéraði. En auglýsingarnar sýna að kaupmenn vilja koma báðum þessum mönnum að aftur, Bjarna engu síður. 4. Morgunblaðsmenn eru undir niðri stórreiðir þingliði sínu fyrir af- neitanir þess. þykir skörin færast upp í bekkinn, ef þeir rjáli nokkuð við samvinnuna. Jafnvel þó að ekki sé meint meira með slíku, heldur en þeg- ar B. Kr. talar um ást sína á bænda- lýðnum. 5. B. Kr. er stórum leiður á því, að sumir Tímamenn hafi miklar hug- sjónir. Hann hefir sínar, þótt lágfleyg- ar séu. Eftirlaunin og löngunina til að gera verslunina dýra fyrir almenn- ingi. 6. í sumum pésum hans ægir sam- Bújörð óskast. Góð jörð með allri áhöfn óskast til kaups eða leigu á næsta hausti eða vori fyrir góða og arðberandi húseign í Reykjavík. Semja ber við H. A. Fjeldsted Bakka, Reykjavík, Sími 674. an kristilegu tali um „ráðvendni", „frómleik", „drenglund" og saman- hrúguðum illyrðum um samvinnu- menn. 7. Úr bréfi að austan er sagt að kjósendur Kvarans hafi talað um það upphátt á bryggjunni er hann gekk í land, að liann mætti gjarnan fara norður og niður. Talið að varla sé nokkur maður í kjördæminu, sem mæli karli bót með framkomu hans í bankamálinu í vetur. X. -----O----- Fréttir. Prestafélagsritið. Fimti árgang-- ur þess er nýkominn út, svipaður að stærð hinum fyrri. En efnið er merkilegra og fjölbreytilegra en áður, enda eru höfundarnir 14. Mynd er fremst af síra Valdimar Briem hálfáttræðum í fullum biskupsskrúða. Síra Ásmundur Guðmundsson skólastjóri ritar ágæta grein um þorvald víðförla. Síra þorsteinn Briem ritar grein: Hversvegna eru konur kirkjurækn- ari en karlar, og síra Magnús Helgason skólastjóri: Skilað kveðju — er það lýsing á hinum ágæta kirkju- og skólamanni norska, Kristofer Braun. Era þess- ar greinar báðar afbragðsgóðar sem líklegt var. — Jón Helgason biskup ritar um kristni og þjóðlíf á íslandi í katólskum sið, Sig. P. Sívertsen: I kirkju á Spáni, Valdi- mar V. Snævarr kennari þýðir sálm eftir Berahard frá Clairvaux, Ólafur Ólafsson kristniboði ritar um kristniboð í Kína, síra Halldór á Reynivöllum um safnaðasöng í kirkjum, Páll ísólfsson um með ferð sálmalaga og síra Eiríkur Al- bertsson á Hesti um píslarsjón- leikana í Oberammergau. Bruni. Fimtudagsmorgun síðast- liðinn kom upp eldur í stóru þrí- lyftu steinhúsi við Grundarstíg. Hafði kviknað frá gasi. Eldurinn magnaðist mjög fljótt, svo að það var með naumindum að fólk gat forðar sér. Brann alt nálega sem brunnið gat á tveim efri hæðun- um, neðsta hæð og kjallari er óbrunnin en stórskemd af vatni. Brunaliðið kom mjög fljótt á vett- vang og var framganga þess ágæt um að slökkva eldinn. Leikur það ekki á tveim tungum að stjórn brunaliðsins er í góðu lagi. Ensk kona, Evelyn Heepe, er ný- komin til bæjarins og ætlar að lesa upp ýms fræg skáldrit á ensku og frönsku. Kemur hún hingað á veg- um félagsins Anglia. Hún er fi’æg ytra vegna upplestraríþróttar sinnar. Aðalfundur Eimskipafélags Is- lands stendur yfir í dag. Prestastefna er nýafstaðin og var fjölmenn. Kennaraþing stend- ur yfir þessa dagana. Stórtemplar var kosinn á Stór- stúkuþinginu Einar H. Kvaran skáld. Erlendur leikendaflokkur kemur hingað bráðlega og ætlar að sýna mörg útlend leikrit. Aðalfundur Læknafélagsins er settur í dag. Margir læknar utan af landi sækja fundinn. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufáai. Sími 91. Prentamiðja Aeta h/f.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.