Tíminn - 07.07.1923, Page 4
82
T í M I N N
Kappreidar.
Sunnudaginn 29. júlí næstkomandi efnir „Hestamannafélagið Pákur“
til kappreiða í þriðja sinn á þessu ári, á skeiðvellinum við Elliðaár.
Verðlaun verða liin sömu og áður og auk þess 25 krónur handa
fljótasta hesti 1 hverjum flokki á stökki.
Grera skal aðvart um hesta þá, sem reyna skal, Sigurði Gíslasyni
lögregluþjóni á Skólavörðustíg 10 í Reykjavík, eigi síðar en flmtudag-
inn 26. júlí kl. 12 á hádegi. En austan Hellisheiðar má gera aðvart
Daníel Daníelssyni í Sigtúnum.
Þeir hestar, sem keppa eiga, skulu vera á skeiðvellinum föstudag-
inn 27. júlí, kl. 6 síðdegis. Verða þeir þá æfðir undir hlaupin og skipað
í flokka. Reykjavík 6. júlí 1923.
Skeidvallarnefnd.
Kjöttunnur,
alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju i
Danmörku.
L. Jacobsen,
Köbenhavn Valby.
Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup-
manna.
Smásöluverð á tóbaki
má ekki vera liærra en hér segir:
"V" ixxdla.x':
Bonarosa..................50 stk. kassi á kr. 19,00
La Traviata...............50 — — - — 18,50
Aspacia...................50 — — - — 14,50
Reinas, smávindlar........50 — — - — 11,00
Flor de Valdes............50 — — - — 10,75
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Xja.nd.sverslTj.xa.
P. W. Jacobsen & son
Timburverslun.
Símnefni: Granfuru.
Stofnað 1824.
Carl Lundsgade
Köbenliavn.
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
Eik og’ efni i þiifar til skipa.
ur a. m. k. eru því vanir að „draga
í sundur“ eftir eyrnamörkum, en
ekki eftir mismunandi litarslettum
á ullinni, augnaskotri eða tungu-
slettum,
Pólitiska íslenska Kameleóið
verður látið lifa fram að kosning-
um. Dýrt verður á því fóðrið fyr-
ir kaupmennina reykvísku. Og það
besta er að árangurinn verður
hinn sami og þá er jötnar mögn-
uðu Mökkurkálfa móti þór, gerð-
an af leiri og með merarhjarta.
----o----
Frh. af 1. síðu.
sem eingöngu stunduðu landbúnað.
Svo hættu þeir við útræðið flestir,
og þá komst meira samræmi á.
Eg hélt að þetta væri algild
regla — þangað til eg kom norð-
ur í Strandasýslu. Vitanlega hafði
eg séð þennan tvöfalda búskap
blessast vel á einstaka stað. En
ekki fyr en í Strandasýslu að hann
blessaðist vel hjá heildinni.
Eg held það sé tvennu að þakka
einkum: Annarsvegar því, sem eg
heyrði á svo mörgum þessara
bænda, að þó að sjórinn sé góður,
þá sé þó landbúnaðurinn aðalat-
riðið. þeir leggja sem sé megin-
áhersluna á landbúnaðinn, cn hafa
sjóinn frekar til vara. T. d. sá eg
það, að á þessum slóðum er miklu
meiri áhersla lögð á það en ann-
arsstaðar, sem eg hefi kynst, að
nota vel til skepnufóðurs og áburð-
ar alt sem til fellur frá sjó.
Hinsvegar er eg ekki í vafa um,
að hinn öflugi samvinnufélags-
skapur Strandamanna hefir forð-
að þeim frá fjölmörgum áföllum.
En einmitt í líkum sveitum mörg-
um annarsstaðar hefir samvinnan
átt erfitt uppdráttar.
þessi athugun var eitt hið gleði-
legasta sem eg sá á Ströndum.
þarna gefa Strandamenn öðrum
héröðum, þar sem líkt er ástatt,
merkilegt fordæmi. Landbúnaður-
inn á að vera aðalatriðið, en sæta
höppunum frá sjónum og nota sem
best þannig að þau styrki hinn ör-
ugga atvinnuveg, landbúnaðinn.
Samhliða öruggur samvinnufélags.
skapur, og alt fer vel.
Jarðabætur.
Mörg ár eru liðin síðan unnar
hafa verið jafnmiklar og almenn-
ar jarðabætur á landinu og í vor.
Eg efa að þær hafi nokkru sinni
verið jafnalmennar, a. m. k. í þeim
héröðum sem eg fór um: Borgar-
firði, Dölum og Ströndum. Vitan-
lega er það meðfram að þakka ár-
ferðinu.
Eg held að mér sé óhætt að full-
yrða að undantekningarlausl hafði
verið, eða var verið að vinna að
túnasléttum á hverjum einasta bæ
sem eg kom á í allri ferðinni. Og
langvíðast sá eg það á bæjunum
líka sem eg fór hjá. Sýnu minna
var um húsagerð og girðingar.
Veldur aðkeypta efnið.
Að þessu leyti var þetta lang-
ánægjulegasta ferðin sem eg hefi
farið um dagana. Ósannar þetta
mjög greinilega þau orð sem einn
merkur Reykjavíkur þingmaður
lét sér einu sinni um munn fara á
alþingi. Hann sagði að áður fyr
hefðu bændur gert töluvert að
jarðabótum, en eftir að þeir hefðu
alment farið að hneigjast að kaup-
félagsskap, hefðu mikið minkað
jarðabæturnar. Er í þessum orðum
álíka mikill sannleikskjarni og ef
sagt væri, að eftir að Reykvíkingar
fengu rafmagnið, sætu þeir altaf
í myrkri.
I beljandi norðanbáli fór eg
norður með Bjarnarfirði. Hafís-
inn var sagður stutt undan, hefði
sést af fjöllum. Haglgusurnar
buldu á hestum og mönnum ann-
að kastið. En þá komum við undir
kvöld að lítilli jörð, hlunninda-
lausri held eg, Reykjavík við
Bjarnaríjörð. Við sóttum svo að,
að þar var bóndi að vinna í flagi
með sonum sínum uppkomnum, og
aðkeyptum mönnum. þeir voni sjö
þarna að vinna að túnræktinni.
Tveir hestar gengu fyrir diska-
herfi, en Hólasveinn stýrði.
þetta þótti mér allra skemtileg-
asta aðkoman að bæ í allri ferð-
inni. En erfitt var að rækta tún
þarna. Bratti mikill, mjög gi'ýtt
jörð og vatnsrensli svo mikið að
leggja varð lokræsi hingað og
þangað jafnframt því sem landið
var lagað.
í því sambandi vil eg minna á
það, að nú á, í sambandi við jarð-
ræktarlögin nýju, að gefa út reglu-
gerðir meðal annars um það hvað
teljist dagsverk við túnasléttur
Og miðast þannig styrkurinn við
það.
það er ekkert vit í því að halda
þeirri reglu að miða dagsverkið
eingöngu við ferfaðmafjölda. það
verður að taka fult tillit til þess
hvemig landið er, sem unnið er.
Erfiða landið veitir bóndanum
nóga erfiðleika, þótt það bætist
ekki ofan á að svo fái hann hlut-
fallslega miklu lægxú styi’k fyrir
það sem hann leggur á sig til
ræktunar býlisins.
það verður að flokka landið eft-
ir ásigkomulagi þess og meta mis-
mai-ga faðma í dagsvei’k. Svo verð-
ur Búnaðarfélagið að fela það þeim
mönnum, sem af hálfu þess taka
út jarðabæturnar, að meta landið
í flokkana. Búnaðai'félagið á að
vei’a útvörður bændastéttarinnar
um þetta efni, eins og önnui’.
Eg nefni ekki nema þetta eina
dæmi um jarði’æktarframkvæmd-
irnar sem eg sá. En eg gæti nefnt
þau fjölmörg. En þetta hve þær
voru bæði almennar og miklar
styrkir það sem áður er sagt hér
að framan, um búskapinn bæði til
lands og sjávar í Strandasýslu.
Vothey og bókasöfn.
það mun teljast dálítið ein-
kennilegt að setja þetta tvent hvað
við hliðina á öðnx: Vothey og bóka-
söfn. En það er gert með ráðnum
hug. í þessu tvennu sá eg einna
merkilegustu menningai’merkin í
Sti’andasýslu, önnur en jai’ðabæt-
urnar.
I nyrsta hluta Strandasýslu er
mjög óþuxkasamt, einkum þegar
líður á sumar. En í Steingi’íms-
firði víða telst frekar þui’kapláss
og í suðursýslunni eru þui’kar ekki
sjaldgæfai-i en alment gei’ist á
landinu. Yfirleitt má því segja að
veðui’farið knýi Strandamenn ekki
til þess fremur en alment gerist að
eignast votheystóftir.
En á stói’um svæðum í Stranda-
sýslu eru 1—3 votheystóftir ná-
lega á hvei’jum einasta bæ og al-
staðar era þær mjög algengai’. Og
allir rómuðu einum munni þessa
nýbreytni.
Gera má ráð fyrir að það hafi
flýtt fyrir að tiltölulega margir
Hvanneyringar eru í Strandasýslu.
En þetta atriði sýnir það áþreifan-
lega, að þai’na norður frá búa
bændur, sem eru viðbragðsfljótir
að hagnýta sér nýjar framfarir í
landbúnaði og telja ekki eftir sér
þá áreynslu sem því fylgir að taka
upp að nokkru nýtt búskaparlag.
þetta er hið gleðilegasta menning-
ai’merki og mikil sæmd fyrir hér-
aðið.
En í þessu efni er því miður ekki
hægt að segja hið sama um alla
landshluta. í Borgarfii’ði t. d., þar
sem eg er einna kunnugastur, efa
eg að votheystóftir séu nema á
þi’iðja eða fjórða hverjum bæ.
þetta dæmi Strandamanna ætti að
verða öðrum héi’öðum til mikillar
upphvatningar. Og það er ekki ein-
göngu grasið, heldur líka þai’inn,
sem settur er í votheystóftiniar.
þá eru bókasöfnin. Eg sá tvö
þeirra, en mér var sagt að þau
væi-u í hven’i sveit. Væru mjög
mikið notuð og almenn þátttaka.
þau sem eg sá vora bæði mikil og
góð.
Eg gex-i ráð fyrir, og veit, að í
þessu efni skai’a Sti’andamenn
ekki eins fram úr eins og um vot-
heysgerðina.En þetta er líka órækt
menningai’merki. Og víða á land-
inu brestur mikið á í þessu efni.
Hús og vegir.
I samanburði við önnur héi’öð er
yfii’leitt mjög vel hýst í Stranda-
sýslu. Miklum mun betur en t. d.
í Eyjafirði og Skagafirði, en ekki
eins vel og t. d. víða í Borgarfii’ði.
Er nokkuð jafnt bæði um íbúðar-
h.úsin og útihús, og þó held eg að
hlöðurnar séu tiltölulega bestar.
Rekinn hjálpar vel til, einkum um
útihúsin. Hann er seinunninn í'eka-
viðurinn í borðvið.
Um einstaka hluti er húsagerð
dálítið fi’ábrugðin því sem algeng-
ast er annai’sstaðar. Hlöðuþökin t.
d. víða flatari og ekki brotin. Mér
heyrðist á sumum bændum að þeir
myndu hverfa aftur frá því sniði.
þá var það algengt að sneiða áf
hornum torfhúsa, og er það fal-
legra og gei’t vegna veðra vafa-
laust. Vatnsveitur í hús eru all-
víða og í’afmagnsstöð er á Hólma-
vík, en hefir orðið dýr, enda ekki
hægt að fá vatnsafl. —
En um vegina er miður glæsilegt
að ræða. Að vísu eru yfirleitt all-
góðir í’eiðvegir um suður og mið-
hluta Strandasýslu, en Sti’anda-
sýsla hefir orðið mjög afskift, í
samanburði við önnur héröð, um
vegalagningar og brúagerðir.
það heitir ekki að til sé neinn
alcfær upphleyptur vegur í endi-
langri Sti’andasýslu. Að vísu er
það svo, um suma hluta sýslunn-
ar, að aðflutningar til heimilanna
liggja best við á sjó. En mikil eru
samt viðbrigðin að koma sunnan
úr Borgai’firði og jafnvel Dölum í
þessu tilliti. þar sem upphleyptu
vegirnir eru orðnir svo afarmiklir
og langir í öðrurn héröðum, jafnvel
sumsstaðar komnir sem alla leið
fram til fjallabygða, styi’ktir ríku-
lega af alþjóðai’fé, getur ekki lið-
ið á löngu áður en hafist vei’ður
eitthvað handa ' þessu efni þarna
norður frá.
þó tekur út yfir þegar kemur
norður fyrir Steingi’ímsfjöi’ð. Úr
því mega vegirnir undantekning-
arlítið heita afai’slæmir, bæði
mjög grýttir og brattir. Mesta og
samfeldasta bratta sem eg hefi
fengið á ferðum mínum, fékk eg í
Ingólf sf j arðai’bi’ekku.
Svo bætist það ofan á, að á
póstleiðinni eru miklar og hættu-
legar torfærur. Vil eg aðeins nefna
eina, svonefnda Veiðileysukleif.
Vegurinn liggur þar í fjörunni
fyrir opnu hafi og fellur sjór upp
í götuna. Stói’grýti er í fjöi’unni,
en er rutt við og við, en aflagast
vitanlega altaf þegar mikið bi’imar.
xr sjór er úfinn, v
þarna alveg ófært, þó að í’eynt sé
að sæta lagi urn háfjöruna, og
hlaupa milli bylgja, því að vegui’-
inn er stuttur. — þó er þetta
minst sem nú hefir verið sagt.
þarna verður að fara í flæðarmál-
inu vegna þess að himinhár snai’-
brattur klettur gengur þarna í sjó
fram. Og yfir höfði fei’ðamanns-
ins hanga klettarnir og mikið af
lausagrjóti bæði stóru og smáu.
Vei’ður ekki annað séð að neðan,
en að líti þui’fi við að koma til
þess að steinar og heilar skriður
hi’api.
I góðu veðri og þurviðram er
sjálfsagt lítil hætta á ferðum. En
þai’na eru skriður og steinköst tíð
í leysingum.
Eg mætti póstinum í’étt hjá
ófæi’unni. Ilann sagði mér sögu af
einni fei’ðinni síðastliðinn vetui’.
Með honum var bóndakona að
noi’ðan. þegar þau komu að kleif-
inni var svo hátt í sjó og sjór svo
ókyr að hann taldi réttara að bíða
útfallsins. En þegar þau höfðu
beðið í fáar mínútur, og vei’ið um
það leyti komin í kleifina, hefðu
þau haldið áfram, kom grjótski-iða
einmitt á þann stað. þá hefði ekki
verið sagt frá tíðindum.
Eg álít það óvei’jandi af ís-
lenska ríkinu að láta einn af þjón-
um sínum fara skyldufei’ð eftir
þessari leið þrjátíu sinnum á ári.
það verður að finna ráð til þess
að bæta úr þessu.
Mjög lítill kostnaður væri að
hví t. d. að láta nokkur skot í
hengjuna fyrir ofan og i’yðja dug-
lega. það sýnist liggja svo laust.
þá mætti jafnframt bæta veginn
fyrir neðan, syo menn þyrftu ekki
að bíða tímum og jafnvel dögum
saman eftir því, að fært verði fyr-
ir sjávargangi. Frh. Tr. þ.
----o-----
íslandsbanki. Tímanum barst í
gær skýrsla viðvíkjandi íslands-
banka frá bankastjórunum. Verð-
ur hún birt í næsta blaði. Aðal-
fundur bankans stendur yfir í dag,
þingvellir. Mjög ánægjulegt er
að koma nú að þingvöllum. Um-
gengnin er orðin alveg prýðileg og
er um stórkostlegar framfarir að
ræða hjá því sem var fyrir fáum
árum. þá hefir og mjög verið lag-
að að öðru leyti, breytt vegum til
bóta og aukið graslendið á völlun-
um.
Heyrst hefir að Björn Líndal á
Svalbarði ætli að bjóða sig fram til
þings á Akureyri. Mun mega skoða
þetta sem fullnaðarappgjöf kaup-
mannaliðsins í Eyjafjarðarsýslu.
En Akureyri liggur ekki laus fyr-
ir heldur.
Magnús Sigurðsson bóndi á
Grund í Eyjafirði átti 75 ára af-
mæli nýleg^. Gaf hann þá 20 þús.
kr. minningargjöf sem á að verja
til að styrkja sjúklinga á hinu
væntanlega berklahæli á Norður
landi. Komist það ekki upp innan
ákveðins tíma, verður fénu varið
til annarar sjúkrahjálpar.
Amerísku ferðamennirnir sem
hingað komu um daginn með hinu
mikla skemtiferðaskipi, fóru með-
al annars til þingvalla margir.
Munu hafa verið um 150. þeir
snæddu þar dagverð og sagði um-
sjónarmaður þingvalla þeim, er
þetta ritar, að enginn einasti þess-
ara ferðamanna drakk dropa af
víni með matnum, eða virtist yfir-
leitt hafa vín meðferðis. það er
því miður ekki hægt að segja neitt
líkt um Reykvíkingana sem til
þingvalla koma.
Sorglegt slys vildi til vestur í
bæ í gær. Tólf ára gömul stúlka
varð fyrir bifreið og beið bana af.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
LaufásL Sími 91.
Prentsmiöja Aeta h/f.