Tíminn - 21.07.1923, Síða 4

Tíminn - 21.07.1923, Síða 4
90 T 1 M I N N Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hér segir: "VincLlar: Maravilla.....................................50 stk: kassi á kr. 22,25 3 Stjerner....................................50 — — - — 21,75 Supremo.......................................50 — — — 21,50 E1 Erté..................................... 50 — — — 17,25 1 Stjerne.....................................50 — — - — 12,25 King.......................................50 — —--------15,75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xja.xid.s’verslxixa. P. W. Jacobsen & sen Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annást pantanir. Eik og efni i þilfar til skipa. Orðsendíng til kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, --------í V* - - - Í v, - - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, 'sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. ■% Biðjið um íslenska smjörlíkið. Frá útlöndum. Loks lítur svo út sem fullur frið- ur ætli að komast á milli Grikkja og Tyrkja a. m. k. til bráðabirgða. — Stjórn Englands á í samning- um við stjóm Ítalíu, Belgíu og fleiri landa um afstöðuna til fram- komu Frakka í Ruhrhéraðinu. En samningarnir við Frakka eru strandaðir. Hafa Englendingar við orð að skipa nefnd, enskra manna, eða alþj óðanefnd, til þess að rannsaka gjaldþol þjóðverja. — Dómur er nýlega kveðinn upp í hinu mikla Landmandsbankamáli í Danmörku. Prior forstjóri var dæmdur í 800 kr. sekt, Riis Han- sen fyrverandi bankastjóri í 2000 kr. sekt og Friis bankaráðsmaður fyrverandi í 500 kr. sekt. Koma þessir vægu dómar mörgum á óvart. Er talið að dómaramir muni hafa álitið að höfuðsökin hvíldi á Gliickstadt, sem er nýlát- inn. Einn dómaranna gerði ágrein- ing og vildi dæma Prior í 120 daga einfalt fangelsi. Dómsmálaráð- herra Dana, Rytter amtmaður fyr- verandi á Færeyjum, lætur hafa það eftir sér opinberlega, að mál þetta megi ekki skoðast útkljáð. þar sem því verði skotið til æðri réttar, enda hafi ágreiningur orð- ið í þessum rétti. það sé og vafa- samur skilningur dómaranna að bankastjóri beri nálega einungis ábyrgð á starfi bankans innan ein- hverrar ákveðinnai’ deildar bank- ans. — Glúckstadt tók katólska trú rétt áður en hann dó, fékk hina síðustu smurningu og var grafinn að hætti katólskra. — Forsætisráðherrann norski bar fram þá tillögu nýlega í stór- þinginu, að skipaðir væru menn bæði af hálfu Danmerkur og Nor- egs til að semja um Grænlands- málið. Skyldi norska stjórnin til- nefna mennina af hálfu Noregs. Var tillaga þessi samþykt í einu hljóði. Danir taka vel í málið að eiga fund um það við Norðmenn, en um yfirráðin yfir Grænlandi þykjast þeir ekki þurfa að semja. — Á Færeyjum hafa orðið miklar og harðar umræður um Grænlands- málið. Hefir blað sjálfstæðisflokks- ins birt harðorðar greinar um meðferð Dana á Grænlendingum. En blað sambandsmanna bregður sjálfstæðismönnum um óleyfilega mikla vináttu við Norðmenn. — Aðalfréttastofan í Berlín ger- ir þá grein fyrir athöfnum Frakka í Ruhrhéraðinu, sem hér segir- par eru 80 þús. franskir hermenn. 71145 þýskum mönnum hefir ver- ið vísað úr landi en 9 dæmdir til dauða. 478000 smálestir af kolum og 515200 smálestir af koksi hafi verið fluttar til Frakklands. Er það tæplega helmingi meira en þjóðverjar fluttu Frökkum sjálfir 10 fyrstu daga ársins. — Tyrkir ýfast mjög við Eng- lendinga. Hermir ný fregn að tyrkneska stjómin hafi vísað öll- um þeim innlendum mönnum úr landi, sem orðið hafi Englending- um að einhverju liði undanfarið. — Mikla athygli hefir það vak- ið, að eitt af aðalblöðum katólskra manna í Belgíu hefir eindregið mótmælt aðförum Frakka og Belga í Ruhrhéraðinu. Krefst blaðið þess að Belgía gangi í lið með Englandi um að hefja nýja stefnu í málinu. — Bretum stendur mikill stugg- ur af samkepninni sem þeir verða nú að heyja bæði við Bandaríkja- menn og þjóðverja um siglingarn- ar yfir Atlantshafið. Eru þjóð- verjar óðum að auka skipastól sinn aftur og hitt er alkunnugt að Bandaríkjamenn leggja hið mesta kapp á að ná siglingunum í eigin hendur. — Balfour lávarður, einn af merkusu forystumönnum íhalds- flokksins enska, hefir borið fram þær tillögur, að Bandamenn láti rannsaka fjárhag þýskalands.leggi héröðin beggja megin Rínar undir alþjóðaeftirlit og leggi hald á toll- tekjur þýskalands. — f>að hefir vakið mikla athygli að nýlega var borin upp tillaga á allsherjarfundi verkamanna á Eng- landi um að skora á þingmenn flokksins að greiða atkvæði móti öllum fjárveitingum til vígbúnað- ar, og var tillagan feld.Hafa verka- menn hingað til, víðast um lönd, haft það á stefnuskrá sinni að vinna á móti öllum vígbúnaði. — Sem svar við hinni miklu aukningu, sem Englendingar hafa stofnað til á flugher sínum, hefir verið borin fram tillaga um það í franska þinginu að fimmfalda fjárveitinguna til flugvélagerðar. ---o-- Yflrlýsingar um bannmálið. Stórstúkuþingið sem háð var í- síðastliðnum mánuði var mjög fjölment. Góðtemplarareglunni er aftur að vaxa fiskur um hrygg Með nýjum áhuga og fjöri hefui hún baráttuna á ný gegn vínböl- inu og fyrir hinu, að fá aftur öfl- uga bannlöggjöf. Fjölmennur kvennafudur sem háður var nokkru fyr, lýsti ein- róma fylgi við bannmálið. Fjölmenn prestastefna í lok síð- asta mánaðar lýsti og einróma áliti sínu með bindindi og banni. Mjög fjölmennur kennarafund- ur var háður hér í bænum stuttu síðar, og ályktanir hans voru jafn- einróma. þetta er talandi vottur um það, hversu miklu fylgi bannmálið á að fagna. þátttakendur þessara funda dreifast nú út um land alt. Mikil og þung alda gæti af þeim stað- ið, ef þær og þeir beittu sér jafn- eindregið hver á sínu sviði, eins og atkvæði þeirra hafa bent til é fundum þessum. Kosningarnar standa fyrir dyr- um. Á næsta kjörtímabili verður alveg vafalaust mikið undir því komið hvert fylgi bannmenn eiga á þingi. Fylgi alþjóðar er tvímælalaust með banninu. Látið það koma fram við kosn- ingarnar. Sá stjórnmálaflokkurinn, sem langöflugast hefir staðið með bann málinu, bæði á þingi og í blöðum sínum, er Framsóknarflokkurinn. þeim flokki einum er trúandi til samtaka átaks um að hrinda þessu mikla mannúðar, siðferðis og fjár- hagsmáli þjóðarinnar aftur í sæmi- legt horf. þeim flokki einum er treystandi til þess að skipa þá stjóm, sem leggi alúð við og festu að fram- fylgja áfengislöggjöfinni. -----o---- Frá Gróðrarstöðinni. 1 Gróðrarstöðinni er nú verið að gera tilraunir með 14 afbrigði af gulrófum og 20 afbrigði af kartöfl- um. Hafa verið fengnar útsæðis- kartöflur af harðgerðustu afbrigð- um frá Norður-Noregi, Norður- Svíþjóð og Norður-Skotlandi. Vorið hefir verið fremur hlýtt, grösin standa prýðilega, og verð- ur fróðlegt að sjá í haust, þegar upp verður tekið. Mun verða skýrt frá því. þó fæst vitanlega ekki ábyggileg reynsla fyrsta sumarið, sem afbrigðin eru ræktuð hér, en oft má þó fá góðar bendingar um hvernig þau muni reynast. En þeg- ar reynsla er fengin, þá mun reynt að greiða fyrir því, að þeir sem vilja fá góð afbrigði af kartöflum til ræktunar, geti hæglega feng- ið þau. R. Á. -----o---- Væmið lof. Eitt fyrirbrigði er eftirtektavert um „samvinnu“ Morgunblaðsins og kosningapésa þess. Birta þeir þar ræður sínar Jón Magnússon og Magnús Guð- mundsson. Og svo sitja þeir um hvert tækifæri til þess að skjalla hvor annan. 1 Moggapésa sínum syngur M. G. Jóni lof og dýrð. Og J. M. gerir M. G. sömu skil í Mbl. Kallar Jón M. G. besta fjármála ráðherra sem verið hafi á íslandi og líklegasta manninn til að rétta við fjárhag landsins. En allra kát- legast er þó þegar Jón fer að vitna í M. G. eins og í biblíuna og prenta eftir honum langar glefsur. Er það stórfurðulegt að þessir samherjai skuli ekki sjá hvað það á illa við að þeir hlaða þannig lofinu hver á annan. öll þjóðin veit að þeir styðja hvor annan til valda og ætla að fljóta hver á öðrum upp í ráðherrastól. það er því sama og að bera lof á sjálfan sig, þegar þeir eru að hossa hvor öðrum. pað er hlegið að þeim fyrir um endilangt Island. Altaf að kingja. þeim er ekki klýjugjarnt Morgunblaðsmönnun- um. Nýlega flutti það ósvikið lof um síðasta eintakið af kosninga- pésa Björns Kristjánssonar. En í þessu eintaki pésans er nrent- að upp með feitu letri sem Morg unblaðsritstjórinn „át ofan í sig“ af hinum þjóðkunnu ummælum um Sambandið, og farið miður virðulegum orðum um. Ennfremur eru í þessum sama pésa ummæli um jámbrautarmálið og Jón J>or- láksson, sem vart verða talin góð- gjöm, en J. J>. er eins og kunnugt er eitt helsta eftirlætisgoð Morg- unblaðsins. öllu þessu verður Mbl. að kyngja og flytja lof um. Sýnir þetta best óeininguna sem er undir niðri í Morgunblaðsliðinu, þótt nú sé öllu kyngt til þess að láta svo líta út á yfirborðin, að sambúðin sé góð. Sorglegt slys vildi til um miðja vikuna rétt við Eliðavatn. J>riggja ára piltur, sonur Brynjólfs Björns- sonar tannlæknis, datt af brú yfir Hólmsá og druknaði. Móðir sveins- ins sá slysið álengdar, fór út í ána til að reyna að bjarga, en varð þá hætt komin að drukna sjálf. Eimreiðin. Sveinn Sigurðsson cand. theol. hefir keypt Eimreiðina ar Ársæli Árnasyni. Tekur hann sjálfur við ritstjóminni. Tapast heflr jörp hryssa, marklaus, klárgeng og hærð í faxi. Eigandi Jón Guð- mundsson yfirkjötmatsmaður, Berg- staðastíg 20, Rvík. Sími 1018. Tveir hestar tapaðir, rauðstjörn- óttur 7 vetra, mark: blaðstýft fr. h., biti aftan. Jarpur, 14—16 vetra. Finnandi er vinsamlega beðinn að gera aðvart R. P. Leví, Reykjavík. Magnús Guðmundsson verðui að sætta sig við að hann er látinn bera ábyrgð á kosningapésanum sem hann gefur út með hjálp Morgunblaðsins. þegar pésinn „fær leyfi“ til að birta „siðferðisvott- orð“ um Magnús sjálfan eða aðra hans líka, verður það skrifað í hans reikning. Hann verður vitan- lega líka að bera ábyrgðina af því, ef hann hefir fengið ómögulegan lepp til að stjórna pésanum. Eins og stafur á bók. Samhliða því sem Jón Magnússon hleður lof- inu á M. G. í Mbl., kastar hann hnútum til ritstjóra Tímans. Er J. M. afarreiður yfir bréfi sem Tr. J>. sendi út fyrir landkjöiið síðasta. Kvartar undan því að þar hafi ver- ið snúist gegn sér einum. Ætlar það að verða höfuðvörn þeirra beggja J. M. og M. G. að gera sig að píslarvottum. Vesalingarnir sem verða svo hart úti hjá Tímanum. J. M. prentar í lok ræðunnar kafla úr þessu kosningabréfi. Ætlar að sýna með því hvað hann hafi verið hart leikinn. En blindur er hver í sjálfs sín sök. J. M. varar sig ekki á því að allur þorri þjóðar- innar telur hvert einasta orð satt og rétt sem hann prentar upp úr bréfinu. Eins og stafur á bók standa þau óhrakin. Ritstj. Tím- ans finnur ástæðu til að þakka J M. fyrir að hafa birt þetta í Mbí. Einhverjir eru það sennilega sem sjá Mogga sem ekki sjá Tímann. Af Sambandsfundi. Sigurður Kristinsson forstjóri S. í. S., Jón- as Jónsson skólastjóri, Aðalsteinn Kristinsson forstjóri og ýmsir fleiri komu með Esju í morgun af Sambandsfundi. Ólafur Briem formaður S. I. S. dvelst norður í Skagafirði um þess- ar mundir. Fór þangað af Sam- bandsfundi. Guðbrandur Magnússon kaup- félagsstjóri í Hallgeirsey er stadd- ur í bænum. Ágætur síldarafli hefir verið fyrir Norðurlandi undanfarið. Svör við kattarþvotti þeim hin- um langa sem Magnús Guð- mundsson fyrverandi ráðherra hef- ir birt í Moggadilk sínum, til varn- ar fjármálastjórninni hans, hafa orðið að bíða vegna anna ritstjóra Tímans. Að vestan herma fregnir að Jón Auðunn sé farinn að halda þing- málafundi í Norður-ísafjarðar- sýslu. Afneitar hann Mogga þar al- gerlega, en fylgir þó stefnu kaup- manna fram í verki. Ver hann eft- ir bestu getu á fundunum uppgjaf- ir Isandsbanka, tap síldar og fisk- spekúlanta, fall krónunnar o. s. frv. Fylgismenn Jóns halda því fram, að stjórn Landsbankans muni ekki treysta sér að segja Jóni upp þótt hann hafi sjálfur sagt af sér með því að brjóta móti skipun yfirboðara sinna. Móti Jóni býður sig fram Jón Thoroddsen, Skúla- son, gáfaður maður og prýðilega máli farinn. Hann er utan flokka. En í banka- og fjármálunum hefÍY hann á fundunum ráðist harðlega á „fallent-stefnuna“. Ritstjóri: Tryggvi párhallason. Laufáai. Sími 91. Prentemiðja Acta h/1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.