Tíminn - 28.07.1923, Qupperneq 3
T I M 1 N N
93
Smásöluverð á tóbaki
rná ekki yera hærra en liér segir:
"V ixxdla.i':
Tributo....................................50 stk, kassi á kr. 21,00
Dictator................................. 100 — — - — 39,75
• Primo.....................................50 — — - — 18,25
Amata......................................50 — — - — 13,60
Hermes.....................................50 — — - — 11,50
Sentencia..................................50 — — - — 9,80
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Landsverslun.
þegar hann hætti yfirfærslum,
lenda á hluthöfunum, það sem þá-
verandi varasjóður ekki hrekkur
til. pá er síður ástæða til að auka
nú dýrtíðina með óbærilegum vöxt-
um, eins og nú er gert. —
Héðinn, Líndal og Jónas tóku
hver þrisvar til máls. En í engri
þessari ræðu kom fram nokkur
vörn fyrir „fallentaklíkuna“.
Steingrímur bæjarfógeti hélt eina
ræðu. Afneitaði samkepnisflokkn-
um og taldist utan flokka. Viður-
kendi að rétt hefði verið að taka
fslandsbanka þegar hann lét ávís-
un landsins falla sumarið 1920. En
vegna landshagsmuna hefði ekki
verið tækilegt að framfylgja þeirri
réttlætiskröfu. þótti Tíminn hafa
verið of harðsóttur, að vilja fella
bankann. J. J. benti á, að hvorki
Tíminn eða Framsókn hefði reynt
að drepa bankann, heldur að koma
á hann betra skipulagi. Lét sýslu-
maður þá þann þátt niður falla. f
áfengismálinu var Steingrímur
deigur. pótti víst lítill fengur í
harðræði við þá, sem flytja inn
sterka drykki. Mælti helst með
bindindi. Bræðurnir Erlingur og
Halldór Friðjónssynir ráku flótt-
ann í íundarlokin. pótti þeim
furðuleg sú skoðun, er þeir menn,
sem hvorki vildu heyra eða sjá
bindindi sjálfir, héldu því fram
sem allsherjarmeðali móti áfengis-
bölinu. pótti þeim furðu sæta, að
engir skyldu taka svari kaupmanna
á fundi þessum, nema Jónas Flat-
eyingur, sem minstur væri fyrir
sér alh’a postula. Klukkan 4 um
nóttina var fundi slitið. Var þá enn
næstum húsfyllir, en nokkrir
höfðu farið, einkum kaupmanna-
-sinnar, er þeir sáu, að hverju fór
með málstað þeirra.
Tvent einkendi þennan fund.
Fyrst sú mikla athygli, sem fund-
urinn veitti skýringunni um yfir-
vofandi hallærisástand landsins,
gengishrunið, ástæðunum til þess,
og leiðunum út úr því öngþveiti.
Hitt atriðið var hin algerða upp-
gjöf kaupmannaliðsins. Fylgis-
menn Björns Líndals láu honum
mjög á hálsi fyrir slælega fram-
göngu. Og af frásögn í Mbl., sem
talið er að stafi frá Karli Nikulás-
syni, hinum steinolíulausa stein-
olíukóng á Akureyri, er framganga
Steingríms talin mestur ávinning-
ur kaupmönnum. petta er rangt.
Steingrímur og Líndal voru báðir
hlutlausir, og töldust báðir utan
flokka. Líndal var kurteis og prúð-
ur á fundinum, að frátöldum hin-
um fyrstu ýfingum, sem Héðinn
stöðvaði. Ef rétt er að gáð, er
framkoma Líndals honum ekki til
ósóma. „Án er ills gengis, nema
heiman hafi“. Kaupmenn ætluðu
honum að verja garð þeirra. En
Líndal sá, að málstaður þein-a var
óverjandi. í fyrirlestri sínum um
síldarsöluna hefir hann yfirgefið
samkepnisgrundvöllinn. Takist hon
um ekki að mynda „hring“ meðal
framleiðendanna, neyðir „logik“
f-
atvikanna hann inn á grundvöll M.
Kr. og Framsóknar um útflutn-
ingsnefnd vegna síldarsölunnar.
Að öðru leyti mega fylgismenn
Líndals sjálfum sér um kenna. pó
að Líndal hefði reynt að verj a mál-
stað þeirra, hefði hann staðið einn.
Enginn þeirra hafði mátt og menn-
ingu til að tala með nokkrum
árangri á slíkum fundi. En í fylk-
ingu samvinnumanna var völ á
nokkrum tugum æfðra ræðu-
manna, sem gátu tekið þátt í um-
ræðunum, ef þörfin heimtaði.
Samkepnismenn á Akureyri ættu
þess vegna að gæta sanngirni í
dómum um Líndal í sambandi við
þennan fund. Hann tók að vísu
ekki upp á sig þeirra ok. En það
var af því, að hann sá, að það var
engum manni sæmilega viti born-
um, lífvænt í þeirri banvænu hring
iðu, sem samkepnisstefnan hefir
varpað þjóðinni í.
Akureyrarfundurinn hlýtur að
hafa veruleg áhrif á kosningarnar
nú í haust. Á Akureyri sjá borgar-
arnir hversu framsýnn fulltrúi
bæjarins, Magnús Kristjánsson,
hefir reynst. Fyrir tveimur árum
barðist hann fyrir að gerðár væru
þær öryggisráðstafanir, sem allir
verða nú að viðurkenna, að hefðu
bjargað landinu, ef framkvæmdar
hefðu verið. Og kaupstaðabúarnir
verða harðast fyrir barðinu á dýr-
tíðinni, sem gengishrunið og
skuldirnar valda.
I öðru lagi voru á þessum fundi
menn úr nálega öllum kjördæmum
landsins. peir bera heim í héruðin
áhrifin frá þessum umræðufundi.
Miklu fleiri mönnum verður nú
ljóst, að „fallentaklíka“ landsins er
búin að sökkva landinu í óbotnandi
skuldir, fella krónuna, og auka dýr-
tíðina. Fram undan er í kauptúnun-
um hallærishorfur. Síðar draga
kauptúnin sveitirnar í eyðilegging-
una. En viðreisn þjóðarinnar ligg-
ur í því, að sá hluti landsmanna,
sem farið hefir svo illa með fjár-
mál landsins, verði um stund sett-
ur undir eftirlit, eins og væru þeir
ómyndugir. p.
-----o----
Eftirtektaverð tillaga.
Morgunblaðið veður reyk þegar
það talar um frambjóðendur og
kosningaundirbúning Framsóknar-
flokksins. f Árnessýslu er blaðið
sérstaklega í vandræðum. par ból-
ar ekki á nema einum utanflokka-
manni, sem blaðið hefir sérstaka
velþóknun á. pað er síra Gísli
Skúlason á Stóra-Hrauni. Sá mað-
ur þess héraðs, sem mest hefir tal-
ið sig hafinn yfir allan almenning.
Með honum vill blaðið fá Sigurð
ráðunaut. í allri vinsemd gefur
blaðið Árnesingum’ þá bendingu að
þeir ættu að skora á Sigurð að
reyna nú enn á ný þar í sýslu og
bjóða sig fram við hliðina á síra
Gísla. peir ættu nú ekki annað eft-
ir, Sigurður og síra Gísli, en að
bjóða sig- fram saman í Árnessýslu.
Enginn maður á öllu jarðríki hef-
ir farið j afnmörgum háðulegum og
illviljuðum orðum um þingmensku
Sigurðar ráðunauts sem síra Gísli.
Og vanur var Sigurður því að bíta
frá sér. pessi tillaga Morgunblaðs-
ins er augljóst dæmi um ástandið
um grundvelli og horfurnar hörmu
legar. Vaxandi gengishrun fæðir
af sér hungursneyð. Fjöldi fólks
úr hinum aðþrengdu þorpum lend-
ir á hrepp sinn í sveitahéruðunum.
f einu sýslunni á landinu þar sem
er ekkert kaupfélag, í hreiðri B.
Ki1., lenti eitt af sveitarfélögunum
á landið, í vetur sem leið.
Eyðslumexm og spekúlantar
þjóðfélagsins eru búnir að koma
fjármálunum í það horf, að lands-
sjóði liggur við gjáldþroti. Skuld-
irnar eru óhemjulegai' út á við.
Krónan er sífallandi. Vandræðin
aukast dag frá degi í flestum kaup-
túnum. Haldi ólagið áfram til
lengdar, sökkva spekúlantarnir
bæjunum, en bæimir draga sveit-
imar með sér í eyðilegginguna,
engu síður þá landshluta, sem stilt
hafa í hóf með alla eyðslu og
skuldasöfnun.
Hver eru bjargráðin í þessum
vanda? Menn þekkja þau ofboð
vel. pingmaður Akureyrar, Magn-
ús Kristjánsson, lýsti þeim helstu
á eítirminnilegum þingmálafundi
1921. Að hindra í nokkur ár inn-
flutning á allri óhófsvöru. Að
koma skipulagi á sölu sjávaraf-
urða. Að koma íslandsbanka und-
ir þjóðleg yfirráð. Og eitt enn,
sem fjáraukalögin frá ’20—21 hafa
kent mönnum: Að hverfa alveg
frá hófleysiseyðslu J. M. og M.
G. Einkenni á þeirra eyðslu var
að láta peningana fara mest í það
sem var gagnslaust eða minna en
það, eins og krossana, legátana og
veislutildrið.
Kaupmenn á Akureyri eru veru-
legur þáttur í samkeppnisflokkn-
um. Ábyrgðin hvílir líka á þeim
að nokknnn hluta. Nú eru þeir
sóttir til sektar. Nú er skylda
þeirra að koma með afsakanir og
varnir, en þó einkum með skýr
svör um fyrirætlanir flokks þeirra
Hvernig ætla þeir að fara að því,
að lyfta íslensku þjóðinni upp úr
því dýki, sem aðgerðir „fallenta-
klíkunnar“ hafa steypt henni í.
En Framsóknarflokkurinn veit
hvað hann vill. Úrræðin enn hin
sömu og Akureyringar fengu að
heyra um veturinn 1921. Minka
óhófskaup frá útlöndum. Taka
ekki lán í eyðslueyri eins og ensku
miljónimar, og innlendu miljónirn-
ar þrjár, sem áttu að fara í verk-
legar framkvæmdir, en fóru það
ekki. Að koma skipulagi á fisk- og
síldarsölu, svo að þjóðin fái full-
virði fyrir þessar afurðir, í stað
sífeldrar verðlækkunar, sem staf-
ar af samkeppni íslenskra fram-
leiðenda. Og að lokum að láta tap
íslandsbanka, sem orðið var 1920,
það sinn að ráðast þannig á biblíu-
traustið, sem hann gerði, um það
voru víst flestir sammála, enginn
andbanningur hafði látið til sín
heyra, og enginn vitnað í biblíuna
við þessar umræður. — Og furðu
er hann ófróður, ef hann ímyndar
sér, að í þeim löndum, sem klerka-
stéttin hefir tekið mikinn þátt í
bannmálinu eða barist verulega
gegn áfenginu, að þar séu fylgis-
menn svæsinnar „biblíukritikkar“
forgöngumennirnir, en þeir íhalds-
sömu séu fremur á móti vegna
biblíutrúar sinnar.
Nei, það er öðru nær. — þær
línur falla ekki saman. — Fjölda
margir öflugustu forgöngumenn-
irnir í „kirkjulegu bannfélögun-
um“ í Bandaríkjunum og Sví-
þjóð, hafa alt aðra skoðun bæði á
biblíunni og Spiritismanum en pró-
fessorinn, og æði margir nýguð-
fræðingar, sænskir, voru ýmist
hikandi eða alveg á móti bannmál-
inu við þjóðar-atkvæðagreiðsluna,
— þótt sumir væru alveg með því.
pað er ekkert af að raupa í þeim
efnum, Menn geta deilt um ýms
þjóðfélagsmál hvað sem skoðun-
um þeirra á biblíunni líður.
Prófessornum er velkomið að
brosa að því, áð eg skyldi lýsa því
að eg vildi heldur starfa að bann-
málinu með „bolsévikum og sócía-
hstum“ en honum, en ástæðan er
sú, að eg þekki engan „bolsévika“
sem eg geti búist við að héldi aðra
eins ræðu, og H. N. gerði, í umræð-
um um bannmálið og í áheyrn
„biblíutrúarmanna“, sem væru
ákveðnir bannmenn. — Auk þess
held eg að spiritismi prófessorsins
sé miklu hættulegri sönnum krist-
indómi hérlendis en trúleysis-
stefna sumra „bolsévika og socía-
lista“. Trúleysið nær miklu síður
útbreiðslu én hjátrúin, — en rangt
væri að bendla þá alla við trúleysi,
eins og H. N. er fullkunnugt.
Prófessorinn vill auðsjáanlega
að menn trúi því í allri auðsveipni,
ef ekki í blindni, er hann segir að
skýra verði Lúkasarguðspjall eft-
ir sömu meginreglum og Njálu.
— Veit eg vel, að þeim, sem hafna
öllum sérstökum „innblæstri“
ritningarinnar, þykir það gott og
blessað, en hinum þykir það fjar-
stæða, er það að vísu trúaratriði
á báðar hliðsr, og nóg efni í sér-
staka grein síðar. í þetta sinn leyfi
eg mér að eins að minna hann á, að
þessi meginregla hans og allflestra
nýguðfræðinga hefir orðið til þess
að æðimargir í þeirra hóp hafna
sannleiksgildi fjölmargra frásagna
biblíunnar um „yfimáttúrleg“
efni, og telja t. d. skoðanir Nýja-
testamentis höfundanna um af-
skifti Satans og illra anda af
mönnum hjátrú og hindurvitni,
þvert ofan í skoðanir H. N. og
margra spíritista.
Prófessorinn er ekki beinlínis
raunamæddur út af því að eg skuli
hafa „fallið“ við stórtemplars og
prestskosningar, það var leiðinlegt
hans vegna, að eg skyldi ekki einn-
ig hafa fallið við eitthvert skóla-
prófið, honum hefði verið það
ánægjuauki að geta minst á það
um leið! Ætli hann vildi ekki að-
gæta prófbækur lærða skólans og
prestaskólans og vita hvort hann
fyndi ekki einhverjar prófeinkunn-
ir mínar þar, sem væru svo miklu
lægri en þær, sem honum hlotnað-
ist, að hann gæti sér til ánægju
birt það einnig? pað væri jafn-
frumlegt og hitt í trúmálaumræð-
um, og sýndi hvað honum væri
ósýnt um að blanda saman mönn-
um og málefnum. — En kanske
dýrð spiritismans vaxi ekki við
það, svo hann sleppi því?
Mikil yrði gleði hans eftir þessu,
ef eitthvert af þeim fyrirtækjum,
sem eg starfa að, „félli“ einnig,
eða færi út um þúfur, t. d. Elli-
heimilið og Samverjinn.og þó eink-
um Bjarmi, því auðvitað sér hann,
að heimatrúboðið hefir meiri styrk
af blaði en hvaða prédikunarstól
sem væri. Aldur Bjarma og áskrif-
endafjöldi sýna að trúmálastefna
mín er ekki eins vinasnauð og H.
N. vill láta sýnast, — enda er auð-
sætt, að hann hefir beyg af henni,
úr því að hann gefur í skyn að
hann og „einn af merkustu prest-
um landsins“ hafi skrifað „eitt-
hvað 20 prestum“ að sækja syno-
dus, til þess, meðal annars, að
gera samtök „gegn Bjarmastefn-
unni“. — Hvað voru þeir annars
margir, sem gegndu því og komu?
— Og því skrifuðu þeir ekki fleir-
um? Ætli þeir telji hina prestana
flesta vini Bjarma?
H. N. er hræddur um, að eg af-
flytji spíritisma hans við Dani, úr
því „Dansk-Islandsk Kirkesag“
hefir beðið mig að koma til Dan-
merkur í haust að flytja þar er-
indi, en eg held það væri að bera í
bakkafullan lækinn eftir fyrir-
lestra hans sjálfs þar í landi um
þau efni. Eg skal lofa honum því
að segja ekkert ótrúlegra eða fá-
heyrðara héðan en hann sjálfur
gerði, er hann var að fræða Dani
um að þrisvar sinnum hefði annar
handleggurinn horfið eða „dema-
terialiserast“ af honum Indriða
heitnum Indriðasyni. (Sbr. „Kirk-
en og den psykiske Forskning“,
bls. 19).
Margt fleira mætti gera athuga-
semdir við, en eg má satt best að
segja ekki vera að því, enda fátt
markvert eftir í greinum hans. Eg
var fyrst að hugsa um að kenna
þessa grein við „geðstillingu“ líkt
og hann kallaði sjálfur svar sitt til
biskups í fyrra, en sem betur fór
hvarf eg frá því. — Mér er að vísu
illa við þann spíritisma, sem próf.
á heimilinu þvL Blaðinu er alveg
sama um hverskonar menn berjast
hlið við lilið undir merkjum þess,
ef það einungis eni andstæðingar
Framsóknarflokksins. Hvernig get
ur blaðið ætlast til þess, að þjóðin
beri traust til slíkrar samkundu?
Utan flokka.
Samtakaleysið í þinginu er
versta mein þessa lands. Ef meiri-
hluti þings er „utan flokka“, meir
og minna ósamstæðir menn, verð-
ur stjómin ósamstæð og athafna-
laus. Hún verður að taka tillit til
allra þessara lausamanna. peir
toga hver í sína áttina. Ábyrgðar-
tilfinningin fær alls ekki að njóta
sín. Ekkert verður gert nógu öfl-
ugt til þess að reisa landið úr því
vandræðaástandi, sem ríkir. petta
er alviðurkendur sannleiki. — Tím-
inn hefir margsinnis bent á að ut-
an Framsóknarílokksins er engin
samheldni til. Eina vonin um
sterka og öfluga stjórn væriþví sú,
að Framsóknarflokkurinn næði
meirihluta.Moi’gunblaðinu og kosn-
ingapésum þess er illa viö þessa
kenningu. pó að það geti ekki mót-
mælt henni, reynir það að komast
undan því að viðurkenna hana.
Tíminn hefir bent á samtakaleysið
í Morgunblaðsliðinu, sem berlega
kemur í ljós nu, þar sem stoínuð
eru mörg kosningablöð móti Fram-
sóknarflokknum. peir geta ekki
einu sinni rétt fyrir kosningarnar
komið sér saman um eitt sameig-
inlegt málgagn þessir menn. En
enn berlegar kemur þetta í ljós.
Hvaöanæfa berast þær fréttir að
frambjóðendur Morgunblaðsliðsins
telja sig utan fiokka og afneita
öllu sambandi við Morgunblaðið.
Jón Auðunn mun ætla að reyna í
Norður-lsafjarðarsýslu og telur
sig utan flokka og alveg lausan við
Morgunblaðið. Bróðir hans er að
leita hófanna í Vestur-ísafjarðar-
sýslu, telur sig utan flokka. pórar-
inn á Hjaltabakka, sem lætur
smala fyrir sig jafnhliða í báðum
kjördæmum Húnavatnssýslu, telur
sig utan flokka. Síra Eggert á
Breiðabólsstað og Einar á Geld-
ingalæk, sem enn ætla að reyna í
Rangárvallasýslu, telja sig utan
flokka. Halldór Steinsen telur sig
utan flokka. Aðstoðarmaður lög-
reglustjórans í Reykjavík, sem
mun ætla að glíma við Lárus í
Klaustri í Vestur-Skaftafellssýslu,
telur sig utan flokka. Jón á Hvann-
á, sem ritað hefir miklar langlok-
ur í Morgunblaðsútgáfuna á Seyð-
isfirði, til þess að undirbúa kosn-
ingu sína í Norður-Múlasýslu, mun
telja sig utan flokka. Svona má
H. N. berst fyrir, alveg eins og H.
N. er illa við heimatrúboð, en mér
er alls ekkert illa við manninn
sjálfan, þrátt fyrir allar hans full-
yrðingar og ritdeiluaðferðir. Ilve-
nær sem eg sé, að hann fer að sýna
oss „biblíutrúarmönnum“ sann-
girni og bróðurþel, skal eg glaður
rétta honum hlýja hönd og vinna
með honum að þeim málum, sem
við kunnum þá að vera nokkurn
veginn sammála um. Hann kvart-
ar undan ‘því, hvað Bjarmi sé
kaldranalegur í sinn garð, en hve-
nær hefir hann sjálfur minst öðru-
vísi en kuldalega á það blað og oss,
sem ráðið höfum stefnu blaðsins?
Að vísu mintist hann fremur hlý-
lega á persónulega framkomu
mína í öðru „biskupserindi“ sínu í
fyrra, en ekki gat hann einhvern
veginn fengið af sér að láta það
sjást á prenti, er erindin voru
prentuð.
Annars er óvíst, hvað mörgum
góðkunningjum hans frá fyrri ár-
um hefir fallið það sárar en mér,
þegar H. N. tók því ástfóstri við
spíritismann, að auðséð var, að
leiðir voru skildar.
Sigurbj. Á. Gíslason.
-----o—— *"
Um sjö hundruð hross sendi
Sambandið út núna í vikunni, úr
austursýslum, Borgarfirði og Dala-
sýslu.