Tíminn - 28.07.1923, Side 4

Tíminn - 28.07.1923, Side 4
94 T 1 M I N N Frá Eda/Sidssixaia,i&iiii&. Á nýju línunni, Búðardalur—Króksfjarðarnes, verða á morgun, 25. júlí, opnaðar tvær 3. fl. landssímastöðvar í Dalasýslu: Ásgrarður og Staðarfell. Orðsending til kaupmanna og kaupfélaga. Yér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- nm fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju voi’ri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, --------Í x/2 - - - í v. - - og Piskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæöin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja uin verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. Alfa^ Laval skilvindur reynast Verðið lækkað. Fantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísl. samviélaga. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju i Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og rnargra kaup- manna. HAVNEMÖLLEN Kaupmannahðfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S. Z. S. sLziftir eing’ön.g-a -við olsilsz'U.r. Seljum og mörgum öðrurn íslenskum verslunum. rekja slóðina um endilangt landið. Enga stefnuskrá hafa þessir menn saméiginlega. Ekkert áhugamál bindur menn þessa saman, annað en það að vera á móti Framsóknar- flokknum. Hvernig getur þjóðin vænst þess að þessir menn séu fær- ir um að taka við stjórn landsins á slíkum alvörutímum sem nú eru? I raun og veru er það alveg óverj- andi af mönnum þessum að bjóða sig fram til þings með þessum hætti. En ástæðan til þess, að þeir fást ekki til að sameinast uin ein- hver stefnuskráratriði er sú, að stefna þeirra er svo óvinsæl og ólíkleg til að afla þeim fylgis hjá þjóðinni, að þeir þora ekki að kveða upp úr með hana. þessvegna kjósa þeir heldur að afneita hverir öðrum og málgögnunum og berjast í skugganum. ----o---- Skiftir í tvð horn. Samheldni bændanna. Mikla athygli mun hun.vekja um alt land fundargerð aðalfundar S. í. S. sem birt er hér að framan. Aldrei fyr hefir verið gerð jafn- hörð hríð að samvinnufélögunum sem á árinu sem leið, í Morgun- blaðinu og dilkum þess og í árás- arpésa Björns Kristjánssonar. Aldrei hafa samvinnumennirnir staðið betur samtaka en nú. Yfir gröf hins fallna foringja og mikilmennis haía þeir einhuga tek ið höndum saman. Með fulliú vissu sjá samvinnu- mennirnir fram á betri tíma, um sama leyti sem kreppan þjáir hvað allra mest ríkið og einstaklinga. Bændurnir eru farnir að rétta við. Forsjónin kemur þeim nú til hjálpar með góðu árferði. Launin fyrir iðni, atorkusemi, sparsemi, heilbrigt verslunarskipu- lag og hyggilega stjórn fjármál- anna í samvinnufélögum bænda — þau bregðast ekki. Launin eru full vissa um að vera kominn yfir örðugasta hjallann og sjá fram á að framundan er það að enn rætist betur úr. Afkoma samvinnufélaganna er eina ljósglætan á þessu hörmung- ai'ári, sem líður yfir land okkar. Svo mikinn mátt eiga samtökin. þetta er hinn glæsilegi árangur þess, þegar margir samtaka menn vinna sarnan í eindrægni. Eins og bændurnir nú eru þeir einu, sem hafa lært að starfa sam- an á félagslegum grundvelli i sam- vinnumálunum — eins eru þeir þeir einu sem hafa siðferðilegan þrótt, samheldni og foi'sjá til þess að reisa landið í heild sinni úr rúst- unum. það sem bændurnir eru að gera nú í verslunaimálunum með sam- vinnufélögunum, það geta þeir ein- ir gert í þjóðarbúskapnum í heild sinni með pólitiskum samtökum sínum í Franisóknarflokknum. Bændumir, samvinnumennirnir, Framsóknarflokksmennimrr, eru eini aðilinn í landinu sem þrótt hef ir til að reisa landið úr rústunum. þeir einir hafa sýnt í verkinu vilja og mátt til að rétta við með sparnaði, atorku og forsjá. Samhuga ganga þeir og til kosn- inganna. Sem einn maður fylkja þeir sér um þá hugsxm að eina ráð- ið til þess að reisa við þjóðarbúið sé það, að láta sömu lífsreglurnar giida um stjórn þess, sem gilda um stjórn hinna heilbrigðu félaga bændanna. Festa í stjórn, spamaður um fólkshald x stað hinnar miidu em- bættismanna yfirbyggingar, rögg- samlegt eftirlit í smáu sem stóru, fullkomin reikningsskil milli is- lenska ríkisins og stærsta skuldu- nautarins, sem það hefir nokkru sinni eignast, íslandsbanka, og sparsemi í öllu húshaldi ríkisins. Framsóknai'flokkurinn einu get- ur komið þessu í framkvæmd. Moigxmblaðsliðið á flóttanum. það skiftir í tvö horn að líta því- næst á ástandið hinumegin. Á öðrum stað í blaðinu er það nánar rakið, hvernig fjármála- ástandið er í kaupmannaherbúðum Morgunblaðsins. það er sýnt með ljósum rökum í hvert óefni er komið fyrir aðgerð- ir þessara manna. Á flóttanum eru þeir með fjár- málafyrirtæki sín. En ennþá átakanlegri er hinn pólitiski flótti þeiri'a. Frambjóðendur þeirra um alt land afneita hvorir öðnim og allir sameiginlega afneita þeir Morgun- blaðinu. þeir þora ekki að sigla undir sínum eigin fána. Ósamlyndi og ótrú á málstaðn- urn er hið sameiginlega höfuðein- kenni á liðinu. Flótti — meginflótti er brostinn í liðið. þeir vilja enga ábyrgð bera á fortíðinni. þeir þora enga stefnu að láta í ljós viðvíkjandi framtíð- inni. Hús þeirra er hrynjandi hús. Ríki þeirra er ríki, sem er sjálfu sér sundurþykt. Ekkert hafa þeir til brunns að bei-a þjóðinni til viðreisnar. En umfram alt er sundurlyndi og tortrygni skráð á enni þeirra — þessir tveir höfuðmisbrestir sem valda hnignun og tortíming þjóð- anna. ----o---- 5% ágóði. það er auglýst í Morg- unblaðinu og kosningadilkum þess að íslandsbanki borgi nú 5% vexti í ágóða til hluthafanna. Mun marg- ur láta segja sér þau tíðindi þris- var, áður en þeir trúa, og verður að þessu nánar vikið hér í blaðinu. mutafélögr og ijárhagsvandræðin. í júní síðastliðnum var haldið sumarmót skamt frá Odense á Fjóni. — Fyrir mótinu stóðu ung- menni úr flokki vinstrimanna. Var þar samankomið míkið fjölmenni. Ræðumenn voi'u þrír, en ræða eins þeirra vakti sérstaklega eftirtekt. Var það ræða dr. P. Munch, sem er fyi’v. ráðherra og þingmaður. Hann talaði um hin miklu gjald- þrot og fjárhagsvandræði nútím- ans, og hinar alvarlegu afleiðing- ai',sem af því hlytust fyrir þjóðim- ar. Sagði hann, að menn hér nefndu ýmsar orsakir, en engin væri hin rétta. Sökin sagði hann að lægi hjá hlutafélögunum, stjórn þeii'i’a og lögum. Hann rökstuddi svo þetta með ýmsum dæmum og sýndi fram á skaðsemi þess, að f jár hæðir réðu atkvæðum en ekki menn. Sagði hann, að þessi stór- gi’óða-pólitík hefði fyrir tugum ára ráðið ríkjum hjá landbúnaðarfé- lögunum, en nú væni þau komin á réttan kjöl, og nú væru það sam- vinnufélög bændanna, sem fleyttu landinu fjárhagslega. Sýndi hann með rökum fram á það, að óumflýj anlegt væi'i að hvei'fa frá þessu fyrirkomulagi og taka upp þá fé- lagsstefnu, að allir bæx-u hlut frá boi'ði, bæði þeii’, sem ynnu, stjói’n- uðu og legðu til féð. Taldi hann, að vinda þyrfti að þessu bráðan bug, með skörpum lagabreytingum,sem gerðu þessa venjulegu hlutafélags- myndun ómögulega. Sagði hann að það væri metnaður fyrir Dan- mörku, að verða fyrst til að reyna nýjar leiðir til að yfirstíga fjár- hagsvandræði nútímans. — Ræða hans var þökkuð með dynjandi lófa klappi. Eftir þetta hefir verið mikil um- ræða um þetta mál um alt landið. Mörgum finst hann þarna hafa hitt naglann á höfuðið, og þetta eigi ekki einungis við Danmörku, heldur og við öll önnur lönd, sem nú stynja undir oki hlutafélag- anna, sem víða eru oi'ðin sterkari en stjórnir landanna. Einn lýðháskólakennarinn sagði um gamla fyrirkomulagið í bænda- félögunum, meðan þau voru hluta- félög, að þá hefðu kýrnar greitt atkvæði. Sá sem átti 5—10 kýr og var í smjörbúi, hafði aðeins eitt at- kvæði. Sá sem átti 20 kýr hafði 2 atkvæði, og sá sem var svo ríkur að eiga 60 kýr, átti 6 atkvæði. Nú sagði hann að bændur væru með samvinnufélögunum búnir að taka atkvæðisréttinn af kúnum og leggja hann í hendur bændanna sjálfi’a. Khöfn 14. júlí 1923. S. J. ----o---- Yfir Sandamærin. „Hvenær kemur Jón að efninu?" sagði roskinn bóndi, þegar hann var búinn að lesa i þrem blöðum af Mbl. varnarræðu J. M. út af 9000 kr. ferða- reikningnum, án þess að minnast einu orði á fyrirspumina, sem ialað var um. Sannleikurinn var sá, að í ann- ari ræðu, sama daginn, var Jón bú- inn að játa á sig eyðsluna. M. a. 3000 kr. í London á 12 dögum. Bjó þá á gistihúsi innan um indverska prinsa. Gott fyrir „sparnaðarmennina", sem að Jóni standa, Ottesen, Jón á Reyni- stað o. fl. Einn togaraeigandi í Rvík var ný- lega að kvarta yfir því, við aðkomu- mann, að eitt blaðið notaði orðið „Moggadót" um samherja J. M. og B. Kr. Sagði að þetta væri „þó heista fólk- ið í bænum". Fyrst mun nú mega deila um göfgina, nema ef miðað er við dugnað að fá „gefið eftir“. í öðru lagi má „dótið" sjálfu sér um kenna. pví getur það ekki gefið sér heiti eft- ir sínu eðli og skapnaði? í þriðja lagi ftefir „dótið" uppnefnt Framsóknar- menn árum saman. Mega hlutaðeig- endur þakka eigin tilverknaði, að þeir hafa við og við fengið að heita „dót“, þar til þeir nema meiri kurteisi, og fá ráðrúm til að ganga undir löglega skirn. Mikiö ætti M. G. að vera Jes Zimsen og öðrum eigendum Mbl. þakklátur fyrir pappírinn, sem þeir láta í kosn- ingasnepilinn. Sama stærð og sömu gæði. Furðanlegt hvað eigendur Mbl. geta verið veitandi enn, eftir óhöpp sín í Fiskhringnum. En vel mega þeir muna M. G. að hann tók enska lánið og lét það i íslandsbanka. Án þess hefði bankinn átt erfitt með að gefa sumum þessum pappírsríku mönnum svo mikið eftir af skuldum þeirra. Bændurnir í Húnavatnssýslu og Skagafirði, sem fá gjafapappirinn, þurfa ekki svo mjög að aumkva fyr- verandi iulltrúa sína fyrir fjármissir. Gjafakeðjan er endalaus. Náðin nær til allra nema þeirra, sem skulda smá- skuldir og verða að borga 7% i vexti og framlengingargjald. „Nýi flokkurinn", sem nú kallar sig, er nákvæmlega saina tóbakið og „sparnaðarbandalagið", sem skapaði fjráaukalögin 1920—21, tók enska lán- ið, „batt“ tolltekjurnar, eyddi 600 þús. kr. í veislufagnað o. s. frv. í vetur sem leið voru í því eftirfarandi persónur: 1. J. M. 2. B. Kr. 3. Einar þorgilsson. 4. Jón á Reynistað. 5. Proppé. 6. Ingi- björg. 7. þórarinn. 8. Jón þorláksson. 9. Steinsen. 10. Ottesen. 11. M. Guðm. með fermingarpassann. 12. Jón Auð- unn. 13. Vigurklerkur. Ennfremur sem fastir þjónar hjá þessu bandalagi: Bjarni frá Vogi, Stefán í Fagraskógi og Hjörtur með norslcu frægðina. Af nýjum frambjóðendum hjá þessu „sparsama", nafnlausa fólki, hefir lieyrst um sr. Eggert, fyrrum banka- ráðsmann í íslandsbanka, Einar á Geldingalæk, Jón Kjartansson, aðstoð- armann á hinum afardýra „kontor“ lögreglustjóra í Rvik, Eggert Leví, sem Húnvetningar þekkja, Jóhann V. og sr. Gísla Skúlason, sem hæla hvor öðrum fyrir afburða vitsmuni. Er nokkuð nýtt við þetta? Víst ekki. það eru fjár- aukalögin, legátarnir, Rvíkurskrifstof- urnar, Fiskhringurinn, hluthafar Is- landsbanka og Mbl. með sínum gömlu fylgihnöttum. Hvernig sem þessir vesalings menn afneita sjálfum sér, geta þeir þó ekki flúið sjálfa sig. X. -----0----- Slys. Maður féll nýlega útbyrðis af vélbáti frá Dalvík og druknaði. Hann hét Hjörleifur, sonur Hjör- leifs bónda á Knappsstöðum í Fljótum. Leiki-it. Freymóður Jóhannsson málari á Akureyri sendir á bóka- markaðinn leikrit sem heitir Smaladrengurinn. Hversvegna þegja þau hin blöð- in, Morgunblaðið sérstaklega og dilkar þess, um kjöttollsmálið? Sumir dilkarnir þykjast þó vera bændunum velviljaðir.En þess ætti ekki að þurfa með. þegar um slíkt hagsmunamál alþjóðar er að ræða er það skylda blaðanna að styðja í’éttmætar kröfur. þessari skyldu bregðast þessi blöð. Ástæðan er engin önnur en blint stéttahatur, eða þá takmarkalaust kæruleysi urn afkomu fjölmennustu stéttar þjóðfélagsins. Altalað er, að Garðar Gíslason stói’kaupmaður eigi að vera efstur á lista kaupmannaliðsins hér í bænum við kosningarnar í haust. Jón þorláksson gefur ekki kost á sér aftur. Fullyrt er, að Ingólfur Bjama- son í Fjósatungu og þorleifur Jónsson í Hólum verði báðir kosnir gagnsóknarlaust í haust. Ritstj óri: Tryggvi {JórhalLsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.