Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 1
©jaíbf eti og afgreiðslur’aður Cimans er Sigurgeir 5ri6rifsfon, Sambanbstjúftinu, ReYfjarif. YII. ár. Reykjayík 11. ágúst 1923 Utan úr heimi. Skifti Frakka og pjóðverja. Meðan stríðið stóð, höfðu Frakk- ai' með sér samhygð mikils meiri hluta hins siðaða heims, af því að meginþorri manna, utan Miðveld- anna, var- sannfærður um, að júnk- ararnir þýsku hefðu tilefnislaust viljað limlesta Frakkland. Stríðinu lauk í samræmi við þessa skoðun. þýskaland beið ósigur. Keisarinn og aðallinn var sviftur völdum. Frakkland fékk aftur þau héruð, er það misti 1871. En síðan þýskaland vai’ð undir, fyrir tilverknað sinnar stjórnar, hefir vogarskál almexmingsálitsins snúist undarlega því í vil. Sömu menn, sem fyr álitu gæfu og fram- tíð heimsins komna undir því, að þýski hernaðarandinn yrði brotinn á bak aftur, eru nú búnir að gleyma sínum fyrri skoðunum. Eins og eðlilegt er, hafa þjóð- verjai- reynt að snúa áliti hlut- lausu þjóðanna sér í vil. það er sjálfsbjargarviðleitni frá þeirra hálfu. Danir eru að flestu leyti einskonar andleg hjálenda þýska- íands, og Island aftur hjálenda Danmerkur. Dönsku blöðin mörg hafa gert sitt til að rugla dóm- greind þjóðar sinnar um skifti Frakka og þjóðverja. Og ómurinn frá Danmörku hefir svo borist hingað til lands. Og nú í dag held- ur danskur blaðamaður, starfs- maður við það blað, sem einna mesta andúð hefir sýnt Frökkum í seinni tíð, fyrirlestur um deilumál þjóðverja og Frakka hér í bænum. Er því ekki úr vegi að rifja upp gang þessa máls. Tvent er Frökkum aðallega fundið til foráttu í skiftum við þjóðverja. Að hafa tekið lönd í Rínardalnum að veði, er þjóðverj- ai tregðuðust við að borga skaða- bætur fyrir hernaðartjónið. Og í öðru lagi að þeir hefðu negra í liði sínu í þýskalandi, og að þeir beittu ósvífni við landsfólkið, einkum við konur. Lítum nú á tjón Frakka. þjóð- verjar ráðast á þá tilefnislaust. Flæða yfir með báli og brandi nokkur helstu héruð landsins og sitja þar í meir en 4 ár. Á þessum tíma urðu allir karlmenn á aldrin- um 19—50 ára, alls um 8 miljón- ir, að taka þátt í landvöminni. Af þeim féllu 1 miljón og 360 þúsund. Limlestir voru um 740 þús. Særð- ir um 3 miljónir. Lösrð vnrn í eyði um 800 þús. hús, þar af 7000 skól- ar, og land alt eyðilagt, sem til- heyrði þessum húsum. Af jám- brautum var eydd lengd sem var tíföld meiri en fjarlægðin milli Reykjavíkur og Akureyrar. Árið 1870 háðu Prússar og Frakkar styrjöld. Frakkar töpuðu. Stríðið var háð í þeirra landi eins og nú. Samt heimtuðu þjóðverj- ar í skaðabætur 5000 miljónir franka. Og til tryggingar því að þessi skuld yrði borguð, hersettu þjóðverjar alt Norður-Frakkland, virkin kring um París og austur- héruðin suður undir Rhone. Til að byrja með voru 500 þús. þýskir hermenn í þessu setuliði, með 150 þús. hesta. Kostnaðinn við alt þetta setulið urðu Frakkar að borga, og það var, meðan herinn var mestur, 1 miljón og 250 þús. frankar á dag. þetta var ofanálag á hernaðarskaðabætumar. í friðar- samningunum var tiltekið að þjóð- verjar skyldu minka setulið og sleppa ákveðnum héruðum, eftir því sem Frakkar greiddu skuldina. þegar greiddar væru þriðju 500 miljónimar, átti að sleppa virkjun- um hjá París, og þar með valdi yf- ir höfuðborginni. Frakkar greiddu alla þessa ógn- arskuld á 2'/% ári, og fyr en tiltek- ið var í samningnum. Allir hjálp- uðust að, ríkir sem fátækir. Hver lagði fram eftir efnum. þeir vildu leysa veðið, hreinsa óvinaherinn burtu úr landnu. Dáðist allur heim- urinn að því þreki og samheldni er þjóðin sýndi. Nú fara Frakkar eins að og þjóðverjar höfðu gert við þá. þeir kröfðust skaðabóta, fyrst og fremst fyrir hin eyddu héruð, sem nú er kappsamlega unnið við að reisa úr rústum. Eftir eðli málsins var óhjákvæmilegt að þýska þjóð- in bæri ábyrgð á gerðum sinnar stjórnar, alveg eins og allir íslend- ingar verða að líða fyrir enska lánið, þótt fáir hafi ráðið töku þess og meðferð. En Frakkar vofu mild- ari um hersetninguna. þeir tóku að vísu héruð að veði í Rínardaln- um, og höfðu rétt til að taka meira, ef ekki væri staðið í skilum. En allur bandamannaherinn í þess- um hersettu héruðum var ekki nema 132 þús. þegar Versalafrið- urinn gekk í gildi. þar af voru 96 þús. í franskri þjónustu, og af því aftur um 20 þús. „litaðir“, ca. 15 þús. Arabar og 5000 svertingjar. þetta urðu þjóðverjar að kosta eða áttu að gera. En þýska setulið- ið, sem sat á frönskum launum 1870, var meir en ferfalt fleira. Voru þó ólík töluhlutföll í því stríði eða heimsstyrjöldinni miklu. En er kom til efndanna um að borga skaðabæturnar, urðu þær alt á annan veg fyrir þjóðverjum nú en Frökkum 1871—73. Frakkar hafa ekki einu sinni fengið kostn- aðinn við setuliðið, hvað þá upp í endurreisn hinna éyddu héraða. Frakkland hefir orðið að leggja á sig að endurreisa alt Norður- Frakkland sjálft, ofan á allar þær fórnir, sem það var búið að færa áður. — Auðmenn þjóðverja vildu ekki borga. þeir hafa ekki haft sama manndómsanda og Frakkar 1871—73. Efnamenn þjóðverja hafa laumað auðæfum sínum úr landi. þeir ætla að svíkjast undan skuldgreiðslunni. Eftir sitja í þýskalandi alþýðan og embættis- mennirnir, hvoi*tveggja í sárri neyð, svikið út í stríð og svikið í friði af samkepnisforkólfum sín- um. Eins og alt var í pottinn búið, gátu Frakkar ekki annað en geng- ið að veði því, er þeir höfðu, nám- unum í Ruhrhéruðunum, þegar samningarnir voru í engu haldnir. Slíkt hið sama hefðu þjóðverjar gert, og hver önnur þjóð, sem ver- ið hefði í þeirra sporum. það væri hroðalegur misskilningur að halda að hér sé lítið í húfi. Frakkar eru búnir að missa allan sinn þjóðar- auð, og blómann úr þjóðinni í fórn til að verja frelsi sitt, og annara þjóða. Til skilningsauka Islending- um má geta þess, að ef þjóðverjar hefðu sigrað, myndum við nú vera þýskir þegnar, með frændum okk- ar Dönum, og hver ungur maður herskyldur um 2—3 ára tíma. þeir sem ekki óska sér eða börnum sín- um slíkrar framtíðar, ættu a, m. k. að láta þá þjóð óáreitta, sem öðmm fremur hefir bjargað heiminum frá ofsa og ófagnaði keisaravalds- ins þýska. ^eatf NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ ♦ 4- ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I sjálfbjargarviðleitni sinni hafa þjóðverjar gert mikið úr því böli, sem stafaði af návist hinna lituðu hermanna. Hefir þetta verið mjög á orði haft í ýmsum hlutlausum lóndum. Frakkar báðu þá stjórn Bandaríkjanna að rannsaka málið. Hún fól það Allen hershöfðingj a og nefnd manna með honum. Kom þá í ljós hve fámennar þessar lit- uðu sveitir voru. Á tveim árum höfðu sannast á menn úr þeim 66 brot. Hafði þeim verið hegnt eftir málefnum, sumum með margra ára fangelsi. Niðurstaða rannsóknar- innar var sú, að allur her Frakka væri undir góðum aga, og að ágengni við íbúana af hálfu setu- liðsins væri síst meiri en venja væri til í hvaða landi, þar sem út- lendur her hefðist við. En enginn vafi á því, að aðdróttanir þær á hendur franska setuliðinu, sem svo mjög hefir borið á í dönskum blöð- um, og stundum verið þýddar á ís- lensku, eru aðeins partur af frétta- hernaði þjóðverja. Stríð og afleið- ingar þess eru jafnan grimmur og sorglegur leikur. Og meðan efnt er til styrjaldar eins og þeirrar, sem maktarmenn þjóðverja byrjuðu 1914, er ekki að búast við kristi- legum skiftum milli þjóðanna. Ilafa þjóðverjar síst verið fremri með mildi í hernaði. Her Frakka á Napoleonstímunum var vel lát- inn, eftir því sem unt er um her, í nálega öllum löndum þar sem hann kom. En er her Prússa sat í Frakk- landi 1814 og 15, þótti hann verst- ur viðskifta, en enski herinn best- ur. Voru þá í landinu hermenn úr nálega öllum Evrópulöndum. I fréttum frá stríðinu 1870 sagði Ei- ríkur í Cambridge í íslenskum blöð- um frá því að þá tóku þýskir her- menn eitt sveitaþorp, smöluðu íbú- unum saman í kirkjuna, og brendu hana síðan og fólkið með. Sleggju- dómar um grimd af hálfu Frakka í hernaði eru sérstaklega ósæmi- legir af því, að sú þjóð hefir öldum saman, og eins í þessu stríði, sýnt meiri riddaraskap í umgengni við sigraða menn heldur en títt er um hermenn annara þjóða. J. J. -----o---- Bruni. 8. þ. m. brann í Vest- mannaeyjum bárujárnsskúr, sem Sís átti. Var þar geymt töluvert af ull. Giskað er á, að i/5 hluti ullar- innar hafi eyðilagst. Fjáraukalögin miklu. I upphafi annars liðai’ þeirrar greinar í síð- asta blaði hefir ártalið misprent- ast: 1922 fyrir 1923, eins og al- kunnugt er. ----o----- Kosningin í Btrandasýslu. Fyrir nokkru lýsti ritstjóri þessa blaðs því yfir opinberlega, að hann myndi verða í kjöri í Strandasýslu 1 haust fyrir hönd samvinnu- manna. Sennilegt þykir, að fyrir andstæðingana verði þar í kjöri Magnús læknir Pétursson. Sr. Tryggvi hafði líka fengið til- mæli um framboð frá leiðandi mönnum í nokkrum öðrum kjör- dæmum. En hann taldi þau tor- merki á um þau flest, að hann sem hefði aðallega viðreisn og framför landbúnaðarins að áhugamáli, gæti ekki felt sig við að vera fulltrúi á þingi fyrir héruð, þar sem mikill hluti kjósendanna stundaði ekki þann atvinnuveg. En í Stranda- sýslu er eiginlega enginn kaupstað- ur enn sem komið er, þó að þar séu verslunarstaðir. Strandasýsla er enn bændaland í orðsins fylsta skilningi. það er enginn vafi á því, að Tryggvi þórhallsson myndi aldrei hafa orðið það sem hann er nú, einn af aðalmönnunum í stjórn- málalífi sinnar samtíðar, ef það væri ekkj fyrir hans óbifandi trú á gildi sveitanna og sveitamenning- arinnar. Samskonar tilfinning var einn sterkasti þátturinn í eðli föð- ur hans, og hefir þetta af vissum mönnum og stéttum verið talið þeim feðgum báðum til ófrægðar. þegar aðalmálgagn kaupmann- anna, Morgunblaðið, vill segja eitt- hvað, sem á að vera verulega óþægilegt fyrir sr. Tryggva, þá eru það einhverjar sneiðar fyrir sveitamensku hans. Hver sem úrslitin verða við kosn ingarnar í haust, þá er enginn vafi á því, að sr. Tryggvi er einna mest einhuga allra sveitavina, sem fást við opinber mál hér á landi,, og að frá því sjónarmiði er vel til fallið að hann verði fulltrúi fyrir bænda- kjördæmi. Við áskorendur sína í Stranda- sýslu gerði sr. Tryggvi það enn- fremur að skilyrði fyrir framboði, að allir leiðandi samvinnumenn í héraðinu yrðu stuðningsmenn. það skilyrði var uppfylt bæði eftir anda þess og bókstaf. Um væntanlegan andstæðing sr. Tryggva, hr. M. P., hefi eg að því er manninn snertir, allmikið gott að segja frá þinginu í vetur. Eg var honum persónulega ókunnug- ur áður. Við vorum andstæðingar í flestum málum. En mér þótti hann einn af fremri mönnunum í hópi andstæðinganna. Hann er lagalega greindur maður,talar óað- finnanlega. Hefir sennilega ekki mikinn áhuga fyrir almennum mál- límans er í Sambanösþúsinu, ®pin baglega 9—\2 f. fp. Sími 496- 27. blað um, en stendur jafnvel þar ekki að baki neinum af samherjum sínum í kaupmannaflokknum. pað sem ber á milli hr. M. P. og Framsókn- armanna, er skoðanamunur um landsmál. Og það er líka sá eini grundvöllur, sem unt er að byggja á pólitiskt meðhald eða andstöðu. Skulu nú leidd nokkur rök að því, hvað ber á milli hr. M. P. og Fram- sóknar um stefnu í landsmálum. Vegna rúmsins verða ekki tekin nema nokkur dæmi, en frá ýmsum sviðum, og mun það nægja, þeim sem vilja skilja. 1. íslandsbankamálið. Krafa Framsóknar um rannsókn á Is- landsbanka var sjálfsögð og óhjá- lcvæmileg. Úr öllum kjördæmum höfðu þinginu borist áskoranir um þetta. Erlend fordæmi gengu í sömu átt. Landið var hinn stóri lánardrottinn bankans. Hinsvegai’ hafði ólagið á stjóm hans átt mik- inn þátt í gengishruninu og vax- andi örbyrgð landssjóðs og lands- manna. Viðreisn gengisins, rétting á fjárhag landssjóðs og landsbúa yfirleitt var óhugsanleg, nema veldi hluthafanna væri brotið á bak aftur. Bankinn varð að lifa, en rekinn þannig, að þjóðarhagsmun- irnir væru alt, en hagsmunir hlut- hafanna, bankastjóra, fyrverandi, núverandi og tilvonandi ekki nema í annari eða þriðju röð. Magnús Pétursson var á móti þessari rann- sókn. Hann tók í strenginn með hluthöfunum alveg ems og þeir sem meira óorð hafa fengið af því máli, svo sem J. M., Kvaran, Egg- ei’z, Bjarni, M. Guðm., B. Kr. o. s. frv. Tillaga Framsóknar um rann- sókn í sambandi við enska lánið hafði þann kost, að hún „sorter- aði“ þingmennina í tvo flokka. Annarsvegar þá, sem vissu hvað átti að gera í málinu og þorðu að fylgj a því fram. Hinsvegar þá, sem ekki vissu hvað átti að gera, eða ekki þorðu að gera það, sem þeir vissu að þurfti að framkvæma. I stuttu máli: íslandsbankaumræð- urnar og atkvæðagreiðslan sýndi hverjir af þingmönnunum eru með þjóðinni, og hverjir með hluthöf- unum. Og þar sem mál íslands- banka er óleyst enn, nær þetta sér í lagi til þingstarfanna á næstu árum. 2. Embættamálið. Annað stór- verkefni næstu ára er að koma em- bættisrekstri landsins þannig fyr- ir, að hann gleypi ekki nema ein- hvem hluta af tekjum landssjóðs, segjum helming. þessu verður ekki fyrir komið nema með breyt- ingu á embættaslcipun landsins, aðallega samsteypu embætta. Slíka breytingu er ekki unt að gera nema með því að særa einhverja. Bjami, Einar Arnórsson og Jóh. Jóh. töldu sig stórlega meidda í fyrra, þegar laun hvers þeirra fyr- ir að vera í lögjafnaðarnefnd voru færð úr 2000 niður í 500 kr. þeir fóru meira að segja í vonlaust mál við landssjóð, til að halda pening- unum. þannig gengur það altaf. Starfsmenn landsins hafa með sér félagsskap til að verja þessi rétt- indi sín. Og flestir af starfsmönn- unum, en þó alls ekki allir, berjast með hnúum og hnefum á móti breytingum, sem miða í sparnað- aráttina. Magnús Pétursson er einna fremstur í flokki allra þeirra sem verja embættin og launin, enda einn af aðalhöfundum núgild- andi launalaga. þetta er ekki sagt honum til lasts. það er sama þrá Frh. á 4. rfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.