Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 2
100 T 1 M I N N Frh. 6. Höfuðafsakanimar. Við lestur hinnar löngu varnargreinar M. G. rek- ur lesandinn sig fljótt á það, að tveir eru þeir skildir, sem hann ber langoft- ast fyrir sig. þetta tvent, sem hann af- sakar sig með hvað eftir annað, er ann- arsvegar: að þessi eða þessi fjárveiting sé að miklu eða öllu leyti veitt sam- kvœmt heimild þingsins, eða styðjist a. m. k. við heimild þingsins, og hinsveg- ar, að ekki hafi núverandi stjóm, sem M. G. kallar þrásinnis „Tímastjórn" eða „stjórn Tímans", gert þetta eða þetta betur en stjórn Jóns Magnússon- ar, og að hún hafi um margt fetað í fótspor gömlu stjórnarinnar. Vörn M. G. hvílir nálega að öllu leyti á þessum tveim stoðum. þessvegna þykir inér í’étt að athuga þessar afsakanir hans sérstaklega rœkilega. Eg mun sýna fram á að þær eru honum einkisvirði til varnai'. Og þar með er fótum kipt undan nálega allri hinni löngu varn- argrein hans. 7. Afstaða stjórnar og þings. Alþingi semur og leggur samþykt á fjárlög Is- lands. Á venjulegum tímum er því óhætt að segja að sú landsstjórn sem nákvæmlega fylgir fyrirmælum fjár- laganna um fjárgreiðslur, stendur á réttum grundvelli. Á venjulegum tím- um er það því gild afsökun fyrir stjóm, sé að fjármálastjórn hennar fundið, geti hún vitnað í það, að hún hafi nákvæmlega fylgt þeim heimild- um og fyrirmælum, sem sett eru í fjár- lögum. En þar sem M. G. ætlar að nota þetta sem höfuðafsökun sína gagnvart ummælum Tímans um fjáraukalögin miklu, þá bresta báðar þessar undir- stöður. Annarsvegar var á árunum 1920 og 1921 um alveg sérstakt og áð- ur óþekt ástand að ræða í fjármálum íslenska ríkisins, mesta fjárkreppu- ástand sem komið hefir yfir þetta land. þessvegna var fyrir hendi alveg sér- staklega rík hvöt fyrir fjármálaráð- herrann, bar honum alveg sérstölc skylda til þess að vera altaf, þegar mögulegt var, innan við heimildartak- mörk fjárlaganna. En í stað þess notar hann heimild fjárlaga og bendingar þingsins um fjárframlög oft út í ystu æsar og fer sömuleiðis oft út fyrir það sem beinlinis var heimilað af þinginu. — í augum þeirra manna, sem ekki eru kunnugir, getur þessi formlega af- sökun M. G. „tekið sig vel út“ við fyrstu athugun. En þegar rakin eru hin einstöku atriði og þegar tekið er Svar til Bjarma-ritstjórans. II. Nokkrar atliugasemdir. það er rétt hjá ritstjóranum, að eg hafði kvartað undan því aðal- lega, „hvað Bjarmi skýri rangt og ónákvæmt frá“. Sjálfum virðist honum enn ekki ljóst, hve gjamt honum er að gera þetta og hve varhugavert atferli slíkt er. Svarið hans er gott dæmi. Honum finst það ekki mishermi, þó að hann hafi sagt mig telja þann mann „spíritista“, sem hefir að- eins sannfærst um „veruleik fyrir- brigðanna“. En þar er um tvent að ræða. Margir menn eru sannfærðir um veruleik dulrænna fýrirbrigða, en vilja alls eigi fallast á spíritist- ísku skýringuna. Prófessor C. Ric- het í París berst mjög fyrir að út- breiða þekking á fyrirbrigðunum, og er þó enn „materialisti“, trúir því ekki, að sál geti verið til án starfsemi heilans. önákvæmnin er ritstjóranum nokkuð töm. Hann segir í svarinu, að eg hafi kvartað undan, að hann segði „herfilega ósatt“ frá umræð- unum um bindindismálið. — Hann hefir orðin í gæsalöppum, eins og eg hér. — En hvað stendur í grein minni? „En nú segir hann svo herfilega einhliða og ósatt frá um- mælum mínum“. þarna er þegar fölsun í, hvort sem hún er gerð af ásettu ráði eða af hroðvirkni. Ein meginsynd hans er fólgin í því, að tillit til ástandsins á þjóðarbúinu, þá verður hún ékkert annað en blekking sem er einkisvirði. — Fjárlögin fyrir árin 1920 og 1921 voru samin á'alþingi 1919, snemma á því ári. þá var fjár- kreppan enn ekki dottin yfir svo um munaði. þá voru menn ekki farnir að horfast í augu við alvöruna. þá mátti kalla stjórnlaust. Jón Magnússon sagði af sér fyrir sína hönd og stjórnarinnar allrar, en ekki tókst að mynda nýja sljórn fyrir kosningarnar haustið 1919. Svo dundi kreppan yfir alvarlegri og alvarlegri. — Var þetta alt, sem nú lief- ir verið nefnt, ekki alveg sérstök ástæða fyrir M. G. íjármálaráðherra til að vera altaf innan viS heimildir þingsins 1919, sem starfaði áður en kreppan reið yfir og samdi fjárlög sem gilda áttu tvö ár, þau, þegar kreppan stóð sem hæst? Fjáraukalögin miklu gefa svarið um það, hvernig hann lét ástandið í landinu hafa áhrif á fjár- málastjórn sína. — það er sérliverjum hugsandi manni augljóst, að undir slíkum kringumstæðum sem þessum, þegar aðstaðan hafði breyst svo stór- kostlega til hins verra frá því að fjár- lögin voru samin af þinginu og þang- að til þau áttu að komast til fram- kvœmdar, þá bar gætnum og forsjál- um fjármálaráðherra að vera alveg framúrskarandi gætinn með frarn- kvæmd fjárlaganna. — í byrjun ársins 1921 kom þing saman, M. G. var þá enn fjármálaráðherra og það þing samdi ný fjárlög. M. G. var þá búinn að vera fjármálaráðherra’" 1 heilt ár og aulc þess skrifstofustjóri í fjármáladeild lengi áður og hlaut að vita live fjár- hagsástandið hafði verið erfitt og hvað var framundan. Maður skyldi halda að það hefði haft áhrif á tillögur hans um aðgerðir og samþyktir þingsins á fjárlögunum nýju sem þá voru sam- þykt, að hann hefði sett þinginu stól- inn fyrir dyrnar um að semja ógætileg fjárlög, að hann hefði liótað að fara og neitað að taka við ógætilegum fjárlög- um. Alþjóð er það kunnugt livað þing- ið gerði þá um fjárlögin og hvað M. G. gerði. þingið afgreiddi frámunalega ógætileg fjárlög, því að glundroðinn í þingmannaliópnum var þá hvað mest- ur. Og M. G. sat sem fastast, já notaði öll meðöl til þess að fá að fara áfram með fjármálastjórn landsins og fá að taka við fjrlögunum eins og þingið líka bjó þau í hendurnar á lionum. Tíminn ásakaði M. G. þá harðlega fyr- ir að taka við slíkum fjárlögum. Tím- inn skoraði fastiega á M. G. þá, að veita þinginu það mikla aðhald að hóta að fara ef það afgreiddi slík fjár- Kaupið íslenskar vörur! Hrein® Blautsápa Hreina Stangasápa Hreini Handsápur Hrein® K e rt i Hreinl Skósverta Hreins. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! lög. Alþjóð er það kunnugt hvernig M. G brást við þeirri áskorun. — þarna liggur undir falin meginástæðan til þess að Tíminn getur ekki treyst M. G. til að hafa á hendi fjármálastjórn Islands. þama liggur falin undir meg- inveilan hjá M. G. er hann dirfist að afsaka sig með því að fela sig á bak við þiúgið og þarna liggur megin- misskilningurinn lijá M. G. á afstöðu landsstjórnar og alþingis á alvarlegum krcpputímum þá er stjórnin hlýtur að vita miklu betur en þingið um hið al- varlega fjármálaástand. þá dugar það alls ekki, að stjórnin noti þingið sem svæfil fyrir sína vondu samvisku. þá dugar það ekki að stjórnin láti þingið teyma sig út í ógöngurnar. Hún má þá ekki meta það mest að sitja. Hún má ckki elta fjárbeiðnir einstakra stuðn- ingsmanna sinna. — Uppfyltu þeir J. M. og M. G. þessar kröfur sem þjóð- málablaði er skylt að gera til lands- stjórnarinnar? Nei, og aftur nei. það er langt frá því. Og þá víkur málinu í biii að þingmannahópnum mislita,sem stóð að baki þeim J. M. og M. G. hin örlagaþrungnu ár 1920 og 1921 og réði því að þeir fóru með stjórn landsins. I liðinu sem þcir treystu og sem treysti þeim, liggur höfuðveilan. þeir voru J. M. og M. G. spegilmynd liðsins. Engin sameiginleg hugsjón var til í hópnum. Engin tilraun til samtakaátaks um að hjarga heildinni i fjárhagsvoðanum. Hver ataði sínum tota. Og til þess að fá að fara með völdin áfram létu þeir leiðast til þess J. M. og M. G. að sinna eftir mætti hinum margvíslegu kröf- um liinna sundurlyndu manna. Án er ilt gengi nema að heiman hafi. þetta er hin sálfræðilega skýring á foringj- unum og flokknum eða flokkabrotun- um sem stýrðu fjármálum íslands árin 1920 og 1921 og bera ábyrgð á fjár- aukalögunum miklu. — Er þetta afsök- un? Nei, þetta er engin afsökun. Altaf á mentuð þjóð kröfu til að hafa yfir sér lieilbrigða og stefnufasta stjórn. Á íjárkrepputímum á þjóðin alveg séi'- staka kröíu til þess. Heilbrigð stjórn má ekki láta þingið teyma sig út í það sem stjórnin, sem betur þekkir til, veit að eru ógöngur. það er skylda fjármálaráðherrans að hafa þá vit fyr- ir þinginu. Vilji þingið ekki beygja sig á hann skilmáialaust að fara. — M. G. gerði það ekki. Hann sat og sat rólegur. Fjáraukalögin miklu sýna fiamkvæmd hans á fjárlögunum sem samin voru 1919 fyrir árin 1920 og '21. Hann tók rólegur við hinum mjög ógætilegu -fjárlögurn sem sett voru á alþingi 1921. •— Höfuðafsökun Maynús- ar Guömundssonar fjármálaráðherra er höfuðásökunin á hendur honum. — þetta er undirstöðuatriðið í deilu okk- ar M. G. um fjáraukalögin miklu. Með þessu stendur málstaður minn en lians málstaður fellur. Einmitt þar sem M. G. liyggur að sé styrkleikur sinn, sem hann vili telja öðrum trú um að sé styrkleikur sinn, þar er veikleikur hans. — M. G. er svo samgróinn hinu liörmulega ástandi sem er innan stjórnmálaflokks þess sem hann situr fastur í, liann er svo blindaður af því stjórnmálaóstandi sem skapaðist í kringum liann og J. M. í ráðherratíð þeirra að hann leitar sér afsökunar einmitt þar sem höfuðásökunin er. — Og nú er rétt að koma með einstök dæmi til þess að kasta birtu yfir þessa liöfuðafsökun M. G. 8. Genúalegátinn. þingheimild var fyrir sendaherranum í Genúa, eða hvað liann nú hét á opinberu máli, sællar minningar. Flausturslega var segja einhliða frá, og fyrir þá sök verður frásögn hans ósjaldan ósönn. Hálfur sannleiki í frásögn- um er oft náskyldur beinni lygi. Eg bið hann afsökunar á því, að mér hafði orðið það á, að nefna vetur í staðinn fyrir haust, er eg mintist á safnaðarfundinn. Eg var búinn að gleyma því, að hann var haldinn hálfum mánuði fyrir vetur. En sú ónákvæmni var ekki sprottin af neinni óvild né illgirni. það finn- ur ritstjórinn sjálfur. En hvernig ei keimurinn af mishermum hans ? Mér þótti ekki eingöngu þörf á að gera athugasemd við frásögn hans af umræðunum um bindindis- málið, heldur og við frásögnina um umræðurnar um „sambandið við dönsku kirkjuna“. Frásaga hans var þar jafn-einhliða, og því sumu stungið undir stól, sem var aðalat- riði, eins og grein mín sýnir. Fyrir því var frásögn „Bjarma“ miður sönn. Nú telur ritstjórinn „spíritisma minn miklu hættulegri sönnum kristindómi hérlendis en trúleysis- stefna bolsévika og socíalista“. Eg er gagnstæðrai skoðunar. Eg held, að kirkju Islands stafi hætta af ti úleysisstefnu bolsévíka, en að henni væri mikil og sönn hjálp að spíritismanum í þeirri mynd, sem eg hefi haldið honum fram. Eg vil, að kirkjan færi sér í nyt vísinda legan árangur sálarrannsóknanna, þann líka, sem bendir á og sannar, að fáanlegt sé samband við annan heim. En eg vil varast að láta spíri- tismann verða að sértrúarflokki, eins og' orðið er í Danmörku. þá getur hann lent út í óhollar öfgar; og þó ekki fari svo, hlýtur hann að veikja kirkjuna stórlega fyr eða síðar. Kirkjan verður aftur úr, en hinn nýi sértrúarflokkur eflist að sama skapi. Fyrir það, sem kirkju- mennirnir ættu að vera oss Sálar- rannsóknafélags-mönnum þakklát- astir, sýna þeir sumir oss mesta óvildina. Á bernskuskeiði kunna börnin ekki að meta það, sem þeim er best gert. Nú er spíritisminn orðin „hjá- trú“ — og ekki annað í augum rit- stjórans.þetta er framför. ,Bjarmi‘ hættir bráðum að standa í stað. Skoðanabróðir ritstjórans og vin- ur, ritstjóri „Innri-missions tíð- indanna“ dönsku, nefnir hann „djöfullegt háttalag“ og „andstygð í augum Drottins“. Er það ekki sem eg segi: íslendingar eru stund- um á undan Dönum í andlegum efnum! Nú vita íslendingar, að ýmsir ágætisprestar enskir, hafa engu minni trú á spíritismanum til við- reisnar kirkju og kristindómi en eg. Öll þjóðin á nú kost á að kynna sér skoðanir þeirra. Mér finst nauðsyn á því fyrir „Bjarma“ að taka fyrir greinir þeirra, sem prentaðar eru í íslenskri þýðingu í „Iiví slær þú mig? — II“, og mót- mæla þeim. þær eru veigameiri en flest af því, sem í „Bjarma“ stend- ur, svo að ekki er hættulaust að láta fólk sjá, að enginn litur sé sýndur á því að mótmæla og vara við þeim. Og menn kunna að drekka þær skoðanh' í pig fyr en ritstjórann varir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eg er fús að ræða staðreyndir spíritismans við ritstj .og afleiðing- arnar af þeimnýfundnusannindum fyrir skilning vom á Nýja testa- mentinu og kristindómínum yfir- leitt. Við getum gert það í mesta bróðerni og með þeirrikurteisi,sem góðum drengjum sæmir. Ilvað segir ritstjórinn um það tilboð? Er ekki nær að ræða staðreyndir lífsins en að atyrða menn fyrir að athuga staðreyndirnar og fyrir að leita skýringa á þeim ? — Ilitt fer að verða nokkuð heimskulegt úr þessu, að halda, að spíritisminn sé ekki annað en hjátrú. Heldur ritstjórinn t. d. að um 100 vísinda- menn, sem athugað hafa fyrir- brigðin með barón von Srhrenck- Notzing í Miinchen (hjá austur- ríska piltinum Willy Schneider, ýmist í vinnustofu barónsins eða í einni af stofum háskólans) og all- ii hafa sannfærst um veruleik þeirra, séu einhverjir hjátrúar- belgir‘, Meðal þeirra eru háskóla- kennarar svo mörgum tugum skiftir. — Eða hvað segir ritstjór- mn um tilraunir þær, sem dr. Geley hefir staðið fyrir í hinni við- urkendu vísindalegu sálarrann- sóknastofnun 1 París og eitthvað 80 úrvalsmenn þeirrar miklu menningarborgar („environ 80 personalités de l’élite parisienne“) hafa tekið þátt í? þeir sannfærð- ust allir um veruleik fyrirbrigð- anna, nema 3 eða 4, sem voru svo til stofnað, af þeim mönnum í þing- inu sem síst hafa orð á sér fyrir gætni í fjármálum. Hér var um nýja tilraun að ræða. Og vitanlega með því fororði heimilað að svo reyndist að mikið gagn yrði að. Stjórn J. M. fram- kvæmir þetta þannig, að maðurinn sem sendur er, fær ekki einu sinni er- indisbi'éf. Ilvað var hann? Var liann sendiherra? Var hann einhverskonar „diplómatiskur" erindreki? Var hann verslunarfulltrúi? Enginn veit það enn i dag. Hvað var honum sagt að geia? Enginn veit það. þarna var hanu mánuðum saman i fullkomnu reiðu- leysi. Á fjáraukalögunum miklu koma a. m. k. 15 þús. kr. á Genúalegátann árið 1920 og sem næst 30 þús. kr. árið 1921. M. G. afsakar sig með þinginu. það er engin afsökun. Eins og mál þetta var rekið, frá upphafi til enda verður það að teljast óverjandi af tjármálaráðherra að láta fé landsins ganga til þessa i svo stórum stýl. Enginn einasti einstakur maður hefði látið annað eins koma fyrir í sinni fjármálastjórn. Fjármálaráðherrann á að hegða sér eins og hygginn hús- bóndi á góðu heimili. (Frh.) Tr. p. ----o---- e / A við og dreif. Fyrirhleðsla pykkbæinga. Tíminn hefir oft minst á, hver voði jiykkvabænum var búinn af ágangi þverár. Lá við að 50 jarðir legðust í eyði. Sóttu þykkbæingar málið fast sem von var, þar sem lá við líf og fram tíð sveitarinnar. Fyrir atfylgi þeirra og stuðning Kl. Jónssonar atvinnumála- ráðheíra var byrjað að lilaða i Djúpós í vor. Geir Zoege verkfræðingur var í fyrstu hikandi við að reyna að þver- stífla Djúpós. Datt í hug að þrengja að honum í sumar, en reyna siðan að minka þverá, með þvi að byrja sam- hliða á hinni miklu fyrirhleðslu inn- arlega í Fljótshlíð. En til þess vantaði fé. Nú hefir Djúpós verið þverstíflað- ur, og landi þykkvabæjar bjargað. Eru nú þar hin grösugustu þurengi sem áður var djúpt vatn. Talið er að 40 þús. hesta engi sé bjargað. Við fyrir- hleðsluna tók áin að renna í einum stokk beint út í sjó, og gróf sig niður gegnum sandbotninn. Ilafði verið von- ast eftir þeirri breytingu, enda er hún afarmikilsverð. Farvegurinn verður þá dýpri og ákveðnari. Minni áreynsla á garðana. óheppnir að vera á þeim fundun- um, er ekkert gerðist.*) þar er um nýjan miðil að ræða, sem Jean Guzik heitir og „Bjarmi“ er enn ekki tekinn að ófrægja. Eða vill ekki ritstjórinn kynna sér skýrslur ítölsku vísindamannanna um nýja miðilinn þeirra Ertho, eða pólsku vísindamannanna um Franek Klu- ski, eða hinna þýsku um frú Voll- hart, eða skýrslur Englendinga um Evan Powell og þýska tilburða- miðilinn Melzer, er þeir hafa verið að athuga í vetur? Ritgerðir og bækur um raunveruleik fyrirbrigð- anna hjá öllum þessum miðlum eru sem óðast að koma út. Og ýmsir þeir, sem sannfærst hafa um fyrir- brigðin hjá þeim, leggja engan trúnað á svikakenningarnar um danska miðilinn Einar Nielsen, þótt norsku spekingarnir gætu ekki áttað sig á fyrirbrigðum hans, og sumir þeirra haldi enn, eins og Bjarma-ritstjórinn, að ekkert út- frymi geti verið til (sbr. orð norska pfófessorsins: „Teleplasma non est“). *) Sbr. Revue Metapsychique, Maí— Júní 1923, bls. 189. Síðar í sama riti er frá því skýrt, að á stjórnarnefndar- fundi stofnunarinnai' í júní hafi pró fessor Richet, sá er Nobels-verðlaunin ldaut hér um árið, sagt um dr. Geley, að hann hafi til þess unnið að verða nefndur Serviteur de la Verité (þjónn sannleikans). Miklum framför- úm má Bjarma-ritstjórinn taka í rit- hætti, áður en stungið verður upp á að sæma hann slíku heiðursheiti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.