Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1923, Blaðsíða 4
102 T 1 M I N N Námsskeið fyrír eftírlítsmenn eftirlits- og fóðurbirgðafélaga verður haldið í Reykjavík frá 21. okt. til 2. desember. Búnaðarfélagið veitir þeim mönnum styrk, sem sendir eru af eftirlits- og fóðurbirgðafélögum eða lireppmn, þar sem verið er að stofna slík félög, Umsóknir sendist á skrifstofu vora. Búnaðarfélag íslands. NB. Hentugust ferð hingað er með Esju í okt. og Goðafossi í des. héðan. Orðsending til kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverkgmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, --------Í V, — - - í v. - - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. HAVNEMOLLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og hveiti. Meiri vöruéæði ófáanleg. S. I. S. slsziftir ©in.g'ön.g-a. "við olc'kiULr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Smásöluverð á tóbaki má ekki vera hærra en liér segir: ”V" ixxd_la.i?: Carnen...................................50 stk. kassi á kr. 19,60 Phoenix A................................50 — — - — 16,25 Phoenix B................................50 — — - — 18,50 Phoenix C................................50 — — - — 19,75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. La.ncisvex'slTJ.xx. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í Ðanmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. hafði fengið hjá hinum liörundsbjarta keisara í Liberiu, um leið og keisarinn fékk honum sverðið og spottann. Hans Framúrskarandi heit létu nú æðsta mann hinnar lútersku, bannfærðu uppreistarkirkju standa við hásætið og benda fulltrúum stórveldanna að koma. Talaði kardínálinn af framúr- skarandi lítillæti og þó djúphygni, við hvern þeirra. Við Axel Tulinius mint- ist hann á það, sem sem sendiherra Portúgals hefir sagt við eitt danskt blað, að verslun Portúgalla hafi stór- um aukist hér, einkum allar tegundir af sprútti, síðan Axel tók við völdun- um. þótti Axel lofið gott, því að hann hefir lítið fengið af því siðan hann fékk eftirlaun sem sýslumaður, til að bæta upp þau 30 þús., sem hann ann- ars hefir í tekjur og laun. Við Ólaf Proppé talaði kardínálinn um það, hvort Landsverslunin myndi hafa olíu frá Mexico, og taldi Proppé það vera — fyrir sitt tilstilli. Við Pál talaði kardínálinn ýmist um liinar svörtu brúðir í Liberiu eða Fordbílana, sem hann sagðist taka fram yfir allar bif- reiðar. Jafnvel bíll apótekarans, sem væri keyptur fyrir hálfar tekjurnar af veikindunum á Bergstaðastíg, kæmist ist ekki í hálfkvisti við Fordana. þótti Páli lofið gott, sem von var, þar sem ekki þurfti að leggja „merði“ til papp- ir undir það. Að lokum kom ræðismað- ur Nikulásar II. Rússakeisara. Sagði hann, að nú væri von um, að hann gæti tekið hér til óspiltra málanna að vinna fyrir keisarann; hefði hann í því skyni látið Stein Emilsson fá þrjár auglýsingar í pésa Bjöms, enda hefði hann nú algerlega flæmt landsins eina Gýðing, Natan, úr firmanu Natan og Olsen, suður fyrir Miðjarðarlínu. Taldi hann Stein afarkröftugan, enda stæði Gyðingum hvarvetna um heim mikill stuggur af veldi hans. Síðan kom hver stórhöfðinginn af öðrum, og voru skifti þeirra og tal alt til dýrð- ar hinu „bundna“ fullveldi. Hans Framúrskarandi heit rétti hverjum af hinum tignu gestum hægri höndina, og skyldu þeir kyssa á hringinn mikla. En Guðm. Sveinbjömsson, endurskoð- andi í áfengisverslun ríkisins, hafði gleymt að skila til Sigurðar að allir ættu að kyssa á hringinn. Urðu nú að þessu einu veisluspjöllin, því að hinir herklæddu útsendarar stórveldanna gripu í hönd kardínálans og heilsuðu, lítið grunandi, að einmitt svona má kyssa þá, sem aldrei mega kyssa sjálf- ir. Að lokum stóð Páll upp og árnaði landinu og fullveldi þess allra heilla. Sagði hann að Liberiukeisari fylgdist vel með öllu liér, og þætti gott í hvert skifti sem Fordarnir yrðu ofan á Whitebílum Garðars. Væri hér engin vöntun nema það, að hafa ekki Jón Magnússon við hendina, bæði til að þakka kardínálanum fyrir rigningam- ar og til að láta Hans Framúrskarandi heit skera úr, hvort danski stórkross- inn eða Lazarus væri fínni. Kaupandi BJarma. -----O---- Frh. af 1. síðu. og sú, sem knýr bóndann til að óska eftir háu verði fyrir kjöt og gærur, og síldarstúlkuna til að von- ast eftir háu kaupi á Siglufirði. það er barátta stéttanna um brauð ið. Eitt ofboð saklaust mál kom til umræðu í sameinuðu þingi í vetur, sem sýnir afstöðu M. P. í embætta- málum. það átti að demba alóhæf- um manni sem lækni í Reykhóla- hérað. Allir þingmenn vissu hvað til stóð. Við Hákon í Haga komum með þingsályktun, sem trygði lág- marksöryggi borgaranna gagn- vart veitingarvaldinu og mishæf- um umsækjendum. Kjósendur í hverju læknishéraði áttu að hafa rétt til, samkvæmt tillögunni, að mæla með þeim hæfasta af um- sækjendum og móti þeim óhæfustu og landsstjórnin að vera skyld til að taka það til greina. Hver sann- gjarn maður, sem leit á embættis- mennina eins og þjóna þjóðfélags- ins, hlaut að vera með þessu. En hver sem leit fyrst og fremst á hagsmuni starfsmannanna, jafnt þeirra hæfu sem óhæfu, hlaut að vera á móti henni. Magnús Pét- ursson var aðalverjandi embætta- stefnunnar í þessari misskyldu i mynd. Og eg held að eg geri hon- ^um ekki rangt til, þótt eg segi, að hann hafi jafnan á þingi tekið í sama streng. Hann er ákveðinn varnarmaður embættisvaldsins, eins og sr. Tryggvi er óhvikull for- mælandi bændastefnunnar. 3. t Skólabreytingin á Akureyri. Framsóknarflokkurinn allur og nokkrir menn aðrir fylgdu eftir megni fram þeirri kröfu að skól- inn á Akureyri yrði gerður að sex bekkja mentaskóla, í stað þess að hann er nú 5 bekkja gagnfræða- skóli. Að sama skapi, eða jafnvel meira, hefði þá mátt minka skól- ann í Reykjavík. par verða nú 3 efri bekkirnir þrískiftir í vetur, það eru níu alls, og nemendur mik- ið á þriðja hundrað. Hefir skólinn vaxið með risaskrefum á síðustu árum, upp úr sínum gömlu fötum, án þess að þingið og stjórnin hafi tekið eftir, og er þó kostnaðurinn orðinn mikill, og óhjákvæmilegt að bæta við dýrum byggingum í ná- inni framtíð, nema ef þessi breyt- ing nær fram að ganga. þó er hitt verra, að Reykjavík er orðin svo dýr bær, að fátækum námsmönn- um, sem ekki eiga foreldra í Reykjavík, er eiginlega ókleyft að stunda þar nám í mörg ár. Af þessu leiðir, að Reykjavík fyllir embættaskólana og embættin, að viðbættum einstöku efnamanna- sonum úr öðrum landshlutum. Samkvæmt þessu verða önnur at- riði, heldur en gáfur og manndóm- ur, sem ráða því, hverjir veljast í hin opinberu störf hér á landi. Efnalitlu, gáfuðu piltunum úr sveitunum, sem hingað til hafa ver ið úrvalið í mentamannastétt landsins, er bolað frá tækifærum til að nema, vegna dýrtíðar í Rvík. Á Akureyri er til ágætt skóla- hús með 5 bekkjum. þurfti ekki að bæta við nema einum. þar er heimavist fyrir 40—50 nemendur, og heppilegt húsrúm fyrir sam- mötuneyti. Á Akureyri er nú ekki dýrara að búa, í heimavist, en svo að hver hraustur piltur getur staðið straum af vetrardvöl, með sumarkaupi sínu, með lítilli eða engri viðbót. Með því að fækka bekkjum í Rvík, og bæta einum við á Akureyri, verður mögulegt að gefa hinum fótæku en þroskuðu efnispiltum, sem fæðast utan Reykjavíkur, tækifæri til að búa sig undir háskólanám. Kaupmannaflokkurinn var ná- lega óskiftur móti þessu frv. Rvík er þung á metunum hjá þeim, en hagsmunir sveitanna léttir. Magn- ús Pétursson var einn af þeim, sem gekk hér á móti sjálfsögðum rétti hinna dreifðu bygða út um landið. 4. Áfengismálið. þar eru skift- ar skoðanir milli þeirra sem vilja halda áfenginu sem mest í skefjum og hinna, sem vilja gefa því laus- an tauminn. Magnús Pétursson veitti bannlögunum eitt dýpsta sárið með læknabrennivíninu. Mér er ókunnugt um, að hann hafi mis- notað leyfið sjálfur. En fáeinir aðr- ir læknar hafa gert það, þjóðinni til óbætanlegs tjóns og minkunar. Skoðanir ritstjóra Tímans viðvíkj- andi áfengismálinu, munu vera allri þjóðinni kunnugar. Andstað- an milli hans og M. P. í því máli er svo glögg, sem framast getur verið. Eg álít ekki, að hr. Magnús Pét- ursson hafi valið óheppilegri leið- ina í öllum þessum málum (og þau eru aðeins tekin sem sýnishorn) sökum skorts á greind eða þekk- ingu. Heldur ekki af illum vilja. Hann hefir eins og rétt er og eðli- legt farið eftir sannfæringu sinni. það sannar ekki að hann sé óhæf- ur til að sitja á þingi. En það sann- ar, að hann er ekki eðlilegur full- trúi fyrir bænda- og samvinnu- kjördæmi, eins og Strandasýslu. I öllum þessum málum hefði ver- ið eðlilegra að fulltrúi Stranda- manna fylgdi Framsóknarmönn- um. þar er líklega enginn bóndi í allri sýslunni, sem hefir hag aí öllu því fargani, sem ólagið á hlut- hafastjórn íslandsbanka hefir leitt yfir landið: Uppgjöfum til spekú- lanta, verðfalli á ísl. krónu, aukinni dýrtíð, hækkandi vöxtum o. s. frv. Sennilega er heldur enginn bóndí eða bóndakona í sýslunni, sem hef- ir hag af því að hægt sé að útiloka þá umsækjendur frá embætti, sem hlutaðeigandi héraðsbúar vilja helst fá. Enn óskiljanlegra er, að hérað eins og Strandir, sem fóstra upp mjög marga gáfaða og nám- hneigða menn, óski eftir að slíkum mönnum sé gerð illfær gatan að langri skólagöngu og embætta- námi. Og eitthvað svipað mun mega segja um baráttuna gegn misnotkun áfengis. Sannleikurinn er sá, að í stjórn- málalífinu hér á landi eru þeir sr. Tryggvi og Magnús Pétursson traustir málsvarar hvor fyrir sinn flokk. Annar trúir á og vill vinna að framgangi bændastéttarinnar og bændamenningar. Hinn er fylgj- andi stefnu hinna svokölluðu fé- sýslumanna í bæjum og kröfu harðra embættismanna. Ef sr. Tryggvi verður þingmaður Strandamanna næstu 4 ár, er það af því, að meiri hluti bændanna þar sannfærast um það, sem er, að hann er þeirra skoðanabróðir og heppilegur málsvari. Ef Magnús nær kosningu enn, er það fyrir persónulegan kunningsskap og vel- vild frá því hann var þar læknir, þrátt fyrir það, þótt skoðanir hans séu ekki í samræmi við skoð- anir og hagsmuni héraðsbúa. Ef Magnús Pétursson skildi jafnvel eðli sitt og lundarfar eins og sr. Tryggvi, ætti hann að leita sér kjósenda þar sem hann hefði fast- an flokk öruggra skoðanabræðra. það þyrfti að vera kjördæmi, þar sem embættismenn og sýslunar- menn landsins væru fjölmennir og áhrifamiklir. Ennfremur mætti gæta allmikið fésýslumanna, eins og þeirra, sem Islandsbanki hefir hingað til skift við aðallega. það er enginn vafi á, að slík kjördæmi eru til, og vantar meira að segja fram- bjóðendur af þessu tægi nú sem 1 óskilum í Deildartungu er brúnn hestur fullorðinn. Mark: biti aftan hægra, fjöður aftan vinstra og bleik-blesóttur hestur ungur. Mark: sneitt aftan hægraogsýlt vinstra. stendur. Svo verður væntanlega einnig framvegis. þeir fáu kaup- menn, sem til eru í Strandasýslu og persónulegir kunningjar lækn- isins þar geta því skynsamlega bú- ist við að hann geti starfað fyrir sína stefnu á þinginu, fyr eða síð- ar, þótt hann hætti að vera fulltrúi samvinnubændanna í Stranda- sýslu. J. J. ---o--- Yfir landamærin. Kaupmenn í Reykjavík sumir eru þrautleiðir orðnir á pésagerð M. Guðm., en viðurkenna þó að hann eigi skilið pappírinn fyrir „viðleitnina". Mbl. heldur að einn Framsóknar- maður hafi getað svæft alt Moggadót- ið á Akureyri með þvi að lýsa hvern- ig samkepnismenn hafa hrjáð landið. þessi lýsing ætti þá að hafa haft sömu áhrif eins og hinn nafnkunni hljóð- færasláttur í suðrænni goðasögu, sem svæfði heilan dýragarð. Rangt er það hjá blaði hér í bænum að vilja hafa Magnús sýslumann Sunnmýlinga af Mogga. Maðurinn er búinn að hreiðra sig þar í skjóli Sam- einuðu verslananna.Hver annar myndi vilja fóstbræðralag við Sig. Kvaran? Sig. Kvaran þykir mjög gjarn á hreystisögur. Sendi í fyrra fréttaskeyti frá þinginu til Eskifjarðar. Við flesta atburði var hnýtt orðunum: „Fyrir mitt tilstilli". Einn af andstæðingum Sig. sendi honum þá eitt sinn svohljóð- andi skeyti, undirritað með skírnar- nafni: „Kær kveðja frá Eskfirðingum. þökkum yðar tilstilli.Meðul lækka stór um í verði á Eskifirði, fyrir mitt til- stilli". Kvaran þótti grána gamanið, ef andstæðingur hans einn hinn helsti væri farinn að lækka söluverð i lyfja- húð iians. Og alt skeytið þótti honum spélegt. Eftir það komu engin skeyti til Eskfirðinga, „fyrir tilstilli" Sig- urðar. B. Kr. er sá eini af þingmönnum Mbl.flokksins sem nú þorir að kannast við blaðið fyrir kosningar. Skrifar liann í það undir nafninu „sveitamað- ur“ samtal um samábyrgðina, sem er nákvæmlega jafnviturlégt eins og sam- töl þau, sem hann bjó til um gjald- keramálið í Landið forðum. Steinn einkaritari Björns lýsti ný- lega við einn mann Gyðingahættunni. Gyðingar ættu nú 80% af öllum auði lieimsins. En menningin væri öll geymd hjá þeim, sem eiga 20%. Gyð- ingar vilja ólmir ná í þetta litla sem eftir er og drepa með þvi menning- una. Steinn skoðar nú hlutverk sitt og Björns að verja þennan fimtapart móti ásóknum Gyðinga. Skyldi verslunin V. B. K. vera hrædd við veldi Natans? Ekki iiefir enn komið skýring um það, hvort B. Kr. ætlar að láta Stein útrýma minningunni um Krist úr heiminum. Hann var þó víst Gyð- ingui'. B. Kr. er auðsjáanlega illa við það, að forstjóri Sambandsins skyldi, með- an hann lá banaleguna, ítreka þá ósk sína, að B. Kr. yrði látinn standa við níðrit sitt um Sambandið fyrir dómi. Og Björn leyfir sér þá ósvinnu, að halda því fram, að liann viti betur hvað Hallgrímur Kristinsson talaði við þá, sem stunduðu liann síðustu dag- ana, heldur en þeir. Alt er eftir þessu íijá Birni. Verður minst á skrif hans síðar. -----o----- Ritstjóri Tímans brá sér vestur á Snæfellsnes um miðja vikuna. Kemur aftur heim um miðja næstu viku. Morten Hansen skólastjóri er ný- látinn. Hann dó úr taugaveiki. Ritstjóri: Trjrg^vi frórhidl—oa. Laufási. Sími 91. PreaiUmifija Aata h/1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.