Tíminn - 18.08.1923, Qupperneq 4

Tíminn - 18.08.1923, Qupperneq 4
106 T í M I N N Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hér segir: "V" indlar: Pikant................ 50 8tk. kassi á kr. 23,00 Briitengewoon......... 50 — — - — 20,25 Excellent-.............50 — — - — 18,75 Amsterdam Bank.........50 — — - — 17,25 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslun. Orðsending tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, ---í - - - i - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. HAVNEMÖLLEN KaupmannabOfn mælir með sinu alviðurkenda rúgmjöli og h v e i t i. Meiri vörugæði ófáanleg. S. I. S. sikzif’tir eiixg’öxxg'LL -vi<3 o'kilcAa.r. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Frh. af 1. síðu. um afstööu sína til „Landsins". Sama er sagan um pésagerð þá, sem Steinn er riðinn við. Pilturinn er að upplagi til gott skinn, en yfir„spentur“ og æst- ur. þegar hann er atvinnulaus og pen- ingalaus, kemst hann í kynni við B. Kr. Báðir hafa snuddaragáfu til málm- ltitar. B. Kr. sér, að þessi yfirspenti „virkilegi öreigi" er honum hentug að- stoð, eins og Smári hafði verið. B. Kr. fer með Stein á fund í kjördæmi sínu; þeir styðja hvor annan þar, en lenda báðir í vanda. Björn fyrir kenningu sína um sætleik fátæktarinnar, og Steinn fyrir játningu sína um „For- hold“ sitt til Gyðingastúlku í þýska- landi. Síðan fer Steinn að gefa út eins- konar tímarit, á vönduðum pappír, stundum með dýrum myndum. Verslun Bjöms lagði þar til vænan skerf af auglýsingum, sem er sama og framlag til fyrirtækis, sem líkt stóð á og með þetta. Enginn hygginn maður auglýsir vöru sína í málgagni, sem ná- lega engir lesa, nema til að styðja fyr- irtækið. En aðalsönnunin fyrir þvi að B. Kr. er aðalmaður við pésa Steins, í raun og veru, hvaða yfirskyn sem karlhróið brúkar til að koma ábyrgð- inni á piltinn, er sjálft efnið. Greinam- ar eru svo líkar Birni eins og börn geta frekast líkst föður. Náttúran hag- ar því stundum svo til, að böm sem óvandaðir feður vilja ekki kannast við, þótt þeir eigi þau, líkjast svo feðrum sínum, að enginn, sem sér afkvæmin, ex i vafa um faðernið. þau eru eins og ljósmynd af hinum afneitandi föður. Sama er sagan með pésagerð Steins. Móðernið er viðurkent opinberlega. En náttúmnnar óskeikula réttlæti hefir látið faðernið ásannast líka. Frh. J. J. -----o------ Vegirnir. Annað og mjög áþreifan- legt dæmi um það, hversu hún er haldlaus þessi fyrri höfuðafsökun M. G., að skjóta sér á bak við heimild þingsins, og ætla sér að rökstyðja margfaldar umframgreiðslur þannig, er eftirfarandi. Og hún sýnir um leið mjög eftirtektaverða meginreglu sem M. G. virðist hafa farið eftir í fjánnála- stjórn sinni.sem Tíminn verður að telja mjög varhugaverða. M. G. fer að verja kostnaðinn við vegina og viðhald fiutningabrauta. Hann játar að: „þessi áætlun hefir um það bil fjórfaldast". Hann treysti sér þó ekki til að neita því. Svo kemur afsökunin lians. Er rétt að hann fái hana endurprentaða xneð feita letrinu, sem hann oft kvartar undan. Orðin eru þessi: „Allir vita að mestur hlutl vegakostnaðar er vinnu- laun og vinnulaunin 1920 voru afskap- lega há, eins og flesta mun reka minni til. þau urðu þá margfalt hærri en á venjulegum tímum. það er því síst að undra þótt kostnaðurinn marg- faldist hlutfallslega með sömu tölu“. — í fyrsta lagi er hér farið með blekk- ingu. Að vísu voru vinnulaun árið 1920 miklu hærri en á venjulegum tím- um, þ. e. fyrir stríðið. En fjárlögin sem giltu 1920—21 voru ekki samin á venju- legum tímum, fyrir stríðið, heldur árið -919. Og vinnulaunin voru ekki margfalt hærri 1920 en 1919, ekkert í áttina fjórfalt hærri. þessi afsökun M. G. er því ekkert annað en bláköld blekkingartilraun. — En svo liggur á bak við þessa röksemdaleiðslu svo framúrskarandi mikill misskilningur, að furðu gegnir að sá maður skuli hafa orðið fjármálaráðherra, sem hugsar þannig. M.G. virðist hugsa á þá leið.að vegna þess að t. d. embættislaun hafa orðið miklu hærri en á venjulegum timum, þá sé stjórninni þar með gefin heimild til að margfalda hlutfallslega það sem þingið hefir veitt til vegalagn- inga. Tíminn verður að líta alt öðrum augum á þetta mál. þingið veitir þessa eða þessa upphæð til ákveðins vegar. þá er það tilætlun þingsins, að svo langur spotti vegarins sé lagður, sem þessi krónuupphæð hrekkur til. M. G. virðist aftur á móti hugsa svo: Fyrir stríðið, „á venjulegum tímum“, mátti leggja, segjum 50 kílómetra veg, fyrir upphæðina sem þingið veitti. Nú kost- ar jafnlangur spotti fjórfalt meira. þá má eg verja fjórfalt meira til vegarins en þingið veitti. — þó að gengið sé /ram hjá því, að þessi röksemdaleiðsla M. G. er alveg röng að því leyti, að árið 1919, þá er þessi margumtöluðu fjárlög voru samin, var alls ekki venjulegur tími, heldur þvert á móti — þó að þá hefði verið „venjulegur tími“, þá er þessi röksemdaleiðsla gjörsamlega röng. þingið veitir krónu- töluna. það er óheimilt með öllu fyrir fjármálaráðherra að fara að marg- falda. Yfirleitt virðist það vera sá lið- ur í reikningi, sem M. G. kann best: að margfalda. Hitt kann hann alls ekki: að draga frá. Hvað sem öðrum líður, þá er það áreiðanlegt, að íslenskum bændum fellur ekki vel í geð slík reikningsaðferð við ríkissjóðinn. — þessi meginafsökun M. G. verður því enn meginásökun gegn honum að áliti Tímans. Tíminn verður að halda því fram, að M. G. hefði átt að halda sér við heimild þingsins og heldur vera innan við. M. G. álítur að sér hafi ver- ið heimilt að margfalda. — Tíminn verður að telja sér sóma að því að hafa vítt slíka fjármálastjóm. Slík fjármálastjórn nálgast það mjög að stjórna án fjárlaga. Að telja sér heim- ilt, ári eftir að fjárlög eru samin, að láta fjárveitingar til vega fjórfaldast, af því að „á venjulegum tímuin", sem voru nokkrum árum áður, hafi verð- lag verið margfalt lægra, þetta nær ekki nokkurri átt. — Til samanburðar rrá nefna það, sem núverandi fjár- málaráðherra gerir. Hann sér fram á að þröngt er í búi. þá beinlínis stöðv- ar hann verklegar framkvæmdir að meira eða minna leyti. Hann telur sér alls ekki heimilt undir slíkum kring- umstæðum, að vinna meira en heimil- að var. En lmnn telur sér hitt heimilt að vinna minna en heimilað var. Vit- anlega hefði hann getað farið eins að og M. G. Tekið lán og lán, eða eitthvað svipað landhelgissjóðnum. — þarna mætast tvær ólíkar stefnur um fjár- málastjórnina. Eins og kringumstæð- urnar eru og voru 1920, verður Tíminn að fallast á framkvæmd núverandi fjármálaráðherra en áfella harðlega framkvæmd M. G. og allan þennan hugsanagang hans. — En það var gott að þessi játning skaust upp úr M. G. Hún sýnir meginregluna sem hann fylgdi í fjármálastjórn sinni. Hún sýn- ir það, á hverju þjóðin á völ, ef hann sest aftur í fjármálaráðherrasessinn. Hver á að ráða? Aðra merkilega játningu gerir M. G. líka og mjög eft- irtelctaverða. Hann segir um flutninga- hrautirnar og féð sem til þeirra á að ganga: „par verður stjómin að láta vcgamálastjóra róða“. — Til hvers er þá þjóðin að kosta dýran ráðsmann yfir fjárhirslu ríkisins, sem heitir fjár- málaráðlierra, ef hann svo ekki á að ráða, lieldur aðrir, hvernig fram- kvæmd eru fjárlögin? Á ekki stjórnin að hafa yfirlitið um fjárhagsástandið og vita hvað fært er og hyggilegt að gera? — Nei, segir M. G. Vegamála- stjóri á að ráða. — Aftur er um að ræða tvær gjörólíkar fjármálastefnur. Enn má minna á núverandi fjárméla- ráðherra og M. G. Hinn fyrri lætur vegamálastjóra ekki ráða, heldur stöðvar og dregur úr framkvæmdum eftir getu ríkisins. M. G. lætur kapp- saman vegamálastjóra ráða. — þarna er aftur játning frá M. G. sem kastar birtu yfir stjómarstefnu hans. Er ekki þarna lifandi mynd af ástandinu í flokknum sem studdi M. G. og J. M.? Aðrir eiga að ráða, en stjórnin ekki. M. G. og J. M., töldu þeir sig skylda til að fullnægja kröfum flokks- manna sinna, iivað sem leið getu landsins? Aðrir eiga að ráða, er merki- logt kjörorð. Tíminn verður að játa það, að honum gest ekki að slíkum hugsunarhætti hjá M. G. Tíminn álít- ur að til þess sé fjármálaráðherra ein- mitt skipaður, að hann fái meiri þekk- ingu en aðrir á fjárhag landsins — og ráði því samkvæmt. — Eins og oftar verður þessi höfuðafsökun M. G. að liöfuðásökun. Sjöfaldi liðurinn. Enn eitt dæmi frá sama efni. Fjárlögin heimiluðu 15 þús. kr. til áhalda við vegalagningu. M. G. lét greiða meir en 108 þús. kr. Liðurinn meir en sjöfaldaðist. — Eftir reglunni „að láta vegamálastjóra ráða“ mun þetta gjört. En þetta er sama og að stjórna fjárlagalaust. Slík aukin fjár- veiting til að kaupa áhöld fyrir marga tugi þúsunda króna átti að sjálfsögðu að bíða þingsins. Hvað þýðir fyrir þing ið að fást um eftir á þegar farið er að nota áhöldin? Ekki er hægt að skila þeim aftur. — M. G. upplýsir að þessi mikla fjárupphæð hafi einkum farið fyrir flutningabíla, „hve marga man eg ekki“, segir M. G. það er leitt til þess að vita, að M. G., sem þóttist vera móti miklum innlutningi á dýrum útlend- um varning, skyldi verða til þess, þeg- ar alt var sem allra dýrast, að auka hinn gegndarlausa bílainnflutning um „hve marga man eg ekki“. Krossamir. Vitanlega reynir M. G. að afsaka sig og J. M. um þúsundirn- ar mörgu, sem fóru í krossana, með heimild þingsins. En gáum að nánar. J. M. drepur á það á leynifundi þings að stofna orðuna. það var lauslegt um- tal. þorri þingmanna bjóst við þessu mjög takmörkuðu. Og vitanlega datt engum í hug að verja stórfé 1 þetta prjál — öðrum en J. M. og M. G. þeir telja það verjandi á fjárkrepputímum að kasta þúsundum kr. af almannafé til slíks prjáls. Enginn hafði áhuga á þessu nema þeir. Ætli þeir hefðu feng- ið mikið bágt hjá þinginu þótt þeir hefðu látið það ógert? — En því var ekki að heilsa að þeim dytti það í hug. Vafalaust er íslenska ríkið eina ríkið í heimi sem stofnað hefir til slíks prjáls á 20. öldinni. þeim er miklu ver en hent í sjóinn þessum peningum, að að áliti Tímans. —■ þingheimildin er engin afsökun fyrir M. G., því að þeir J M. pukruðust með þetta inn á þing- ið í fyrstu og bera því alla ábyrgð á því. Tr. p. Viðeyjarfiskur Jóns Magnússonar stjórnarinnar. þó undarlegt sé hafa þrír af virðu- legustu þjónum Jóns Magnússonar ver- ið að reyna að gera honum og stjórn hans ávirðing, í sambandi við hinn svonefnda Viðeyjarfisk frá 1920. Er þar átt við þá Árna frá Höfðahólum, Gunn- laug Tryggva ritstjóra íslendings og Hagalín, sem allir hafa skrifað um þennan fisk. Svo er mál með vexti, að landsstjórn- in átti um þetta leyti ráð á töluverðu af saltfiski úti í Viðey. Fiskur þessi var af landsstjórninni seldur á upp- boði í Viðey. Sýslumaðurinn í Hafnar- firði stýrði uppboðinu, því að eyjan til- heyrir umdæmi hans. Tengdasonur Jóns Magnússonar, Oddur Hermanns- son, var við uppboðið fyrir landsins liönd. Hinn umræddi fiskur var af yfir- völdunum, og síðar í uppboðsbókunum kallaður fyrsta flokks vara. Félag manna keypti fiskinn á uppboðinu. það býður siðan fiskinn til kaups Jóni Kjartanssyni, fram- kvæmdarstjóra Kaupfélags Reykjavík- ur. Jón kaupir fiskinn. Seljandi biður sýslumanninn í Hafnarfirði að útnefna matsmenn, eins og venja er til. Hann gcrir það, Matsmennirnir komust að sömu niðurstöðu og umboðsmenn landsins á uppboðinu, að fiskurinn sé fyrsta flokks vara. Jón Kjartansson sendi síðan fiskinn tafarlaust með seglskipi til Englands. En skipið lend- ir í hafvillum, hrekst vestur undir Grænland, er tvo mánuði á leiðinni til Leith. þegar þar kemur, er fiskurinn skemdur, orðinn að dómi yfirvaldanna þar óhæfur til neyslu. þegar Jón Magnússon er að láta vini sína nota þetta fiskmál til árása á mig, Iléðin Valdimarsson og aðra félags- menn í umræddu kaupfélagi, þá er þar skotið yfir markið, og það af mörgum ástæðum: 1. Mér og öðrum félagsmönnum var ókunnugt um fiskkaup þessi fyr en eftir að kaupin voru gerð. Eg hafði meira að segja verið erlendis þetta sumar og átti engan þátt hvorki beinan eða óbeinan í þessari fram- kvæmd. 2. Ástæðan til þess að framkvæmd- arstjórinn fékk fiskinn var eingöngu sú, að íslandsbanki hafði þá hætt að yfirfæra fé til útlanda. Kaupfélagið gat ekki keypt inn beint, nema fá gjaldmiðil erlendis. Fiskkaup J. K. voru því nauðvörn, stafandi af prett- vísi íslandsbankahluthafanna, að láta bankann vinna hlutverk sitt. Margir smákaupmenn neyddust það sama ár til að komast yfir íslenska vöru, í sama skyni, sem yfirfærslunauðvöm. 3. Sama ár kom upp skemd af sama tægi í lieilum skipsförmum, sem ísl. kaupmenn sendu til Suðurlanda, og varð að fleygja vörunni. Aldrei sann- ast, hvað olli. 4. þegar uppvíst varð, að fiskurinn hafði skemst, tjáði Jón Kjartansson yfirvöldunum í Reykjavík og stjórn- arráðinu frá málavöxtum og heimtaði rannsókn. Tíminn skýrði líka frá mél- inu og heimtaði rannsókn. En yfir- völdin lýstu yfir að ekkert væri sak- næmt við frammistöðu Jóns Kjartans- sonar og kaupfélagsins í málinu. 5. Hafi fiskurinn verið skemdur þeg- ar Jón Kjartansson seldi hann enska firmanu, hlaut hann að hafa verið skemdur þegar landsstjórnin seldi hann sem fyrsta flokks vöru á uppboð- inu, og hinir dómkvöddu umboðs- menn ríkisvaldsins úrskurðuðu hann aftur fyrsta flokks vöru, því að þetta gerðist alt 1 sömu svifunum. 6. Sé urn svik að ræða í sambandi við þennan fisk, er það annaðhvort hjá landinu, sem selur hann sem 1. flokks vöru, eða hjá umboðsmönnum þess, matsmönnunum. Hið eina, sem saka má kaupfélagið fyrir, er að það reyndi ekki að fá endurgreitt frá landsstjórninni andvirðið fyrir fiskinn. En það mætti raunar gera enn. 7. Úrskurður yfirvaldanna er vafa- laust réttur að því leyti, að rannsókn á málinu gæti aldrei leitt neina selct yfir Kaupfélag Reykvíkinga eða ein- staka félagsmenn þess. Aftur á móti er hugsanlegt, að rannsókn leiddi í ljós, að fiskurinn hafi ekki verið fyrsta flokks vara. í því tilfelli yrði bæði sið- ferðisleg og lagaleg skylda landssjóðs að endurgreiða félaginu andvirðið. J. J. -----0---- Af Snæfellsnesi. Ritstjóri Tím- ans kom heim, vestan af Snæfells- nesi, um miðja þessa viku. Hafa bændur mikinn hug’ á því að fá fyrir kjördæmið ötulan frambjóð- anda úr hóp samvinnumanna. Að vísu eru kauptúnin fjölmennari en sveitirnar þar í sýslu, en fullyrt er að þau verði klofin. Fylkja kaup- menn sér fast um Halldór Steins- sen, en verkamenn bjóða fram jafnaðarmann af sinni hálfu. Ætti þá að vera leikur fyrir bændur að koma að öruggum bændaflokks- manni. Vafalaust verður það víðar en á Snæfellsnesi sem þessir þrír aðalflokkar keppa um sigurinn í kosningunum. Dregur að því að lín- urnar skýrist í stjórnmálunum ís- lensku og er mál til komið. — Kaupfélag er nýlega tekið til starfa í Stykkishólmi og er í því mikill fjöldi bænda sem þangað sækja verslun úr Snæfellsness og Dala- sýslum. Hefir verðlag batnað stór- kostlega eftir að kaupfélagið var stofnað. Enda mun það, sem betur fer, hafa verið óvíða á landinu, sem kaupmannakúgun hefir verið jafn- mikil og á Snæfellsnesi. Sjómannastofa. Fyrir forgöngu ýmissa áhugamanna innan dóm- kirkju og fríkirkjusafnaðanna hér í bænum hefir nýlega verið opnuð sjómannastofa niður við höfnina, á ágætum stað, þar sem áður var hafnarskrifstofan. Eru það tvær bjartar og sólríkar stofur og hátt undir loft og að öllu hinar ánægju- legustu. Eru þangað allir sjómenn velkomnir, innlendir sem erlendis, geta setið þar og lesið eða skrifað, fengið hverskonar upplýsingar og aðstoð ókeypis og fengið kaffisopa eða óáfengt öl ódýrara en annars- staðar. Jóhannes Sigurðsson prent- ari er umsjónarmaður sjómanna- stofunnar. Er þetta góð og þörf stofnun. Haraldur Níelsson prófessor er nýfarinn utan á fund sálarrann- sóknamanna í Póllandi. Taugaveikin er mjög í rénun hér í bænum. Engir nýir hafa látist. Ritstjóri: Tryggri pórhalLwon. Laufási. Sími 91. Prenismiðja Aota h/f.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.