Tíminn - 08.09.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1923, Blaðsíða 2
116 T I M I N N Tímínn eða Morgunblaðíð. Hvort sem kjósendum þessa lands þykir það ljúft eða leitt, þá snúast kosningamar nú í haust um það eitt, hvort stefna Mbl. eða Tímans á að verða ofan á hér á landi næstu 4 ár. Blöðin eru að vísu aðeins tákn fyrir mismunandi stefnur. En þau eru eins og fánar yfir andstæðum hersveitum og andstæðum málstað. Áður en vikið er að, hver dagskráin er báðum megin, verður að athuga verkefn- in. þau eru mörg. En mesta málið ei að forða þjóðinni frá hallæri og landssjóði frá gjaldþroti. Lesendum Tímans er kunnugt, að skuldir landssjóðs og lands- manna við útlönd voru í vetur leið svo miklar, að hálf miljón kom á bak hverra eitt þúsund manna. þessar skuldir aukast svo að segja með degi hverjum. Vextirnir eru miklir, og framleiðslan ekki í góðu lagi. Framleiðslutæki skuldugasta hluta landsins, Reykjavíkur, hafa legið óhreyfð í sumar. Togararnir hafa legið óhreyfðir hver við ann- ars hlið á höfn höfuðstaðarins blíð- ustu sumarmánuðina Ekki hafa þeir minkað mikið skuldir eigend- anna þann tímann. Jafnhliða er flutt inn glys og glingur fyrir miljónir. Skuldimar vaxa þannig jafnt og þétt. Af vangoldnum og vaxandi skuldum leiðir ótrú á fjármálum landsins. þessvegna fellur íslenska krónan. Vegna sviksamlegrar stjómar í Landmandsbankanum hefir dönsk króna fallið, svo að vitrustu mönnum þar í landi stendur stuggur af. En þó er ís- lenska krónan lægri, fellur meira. Sjúkdómur hins íslenska viðskifta- lífs er hættulegri en sár þau, er Landmandsbankinn veitti sínu landi. I hvert skifti þegar krónan fell- ur, vex dýrtíðin. Bóndinn, embætt- ismaðurinn og sjómaðurinn fá minna og minna af matvöm eða fatnaði fyrir hverja krónu. Áður en varir er komin hungursneyð í bæjunum, og hallæri í sveitinni. Fallmöguleikar peninga eru ótak- markaðir, eins og sjá má af erlend- um dæmum. Haldi krónan áfram sömu leið og hingað til, er ofboð auðvelt t. d. fyrir enska spekú- lanta að klófesta fasteignir hér á landi, jarðir og hús, fyrir sárlítið fé. þeir hefðu þá bæði fasteignim- ar og tollinn. Ekki er hagur landssjóðs betji. I byrjun kreppunnar tóku J. M. og M. G. lán innanlands og utan. Alt hvarf í botnlausa hít eyðslunnar. Fé sem var tekið að láni til ákveð- inna framkvæmda, eins og t. d. Flóaáveitunnar, fór í veislur og skrifstofukostnað í Reykjavík. Landhelgissjóðurinn misti 300 þús. kr. sömuleiðis. Og þegar þessir tveir dáindismenn skiluðu af sér í fyrra, var landið orðið þrautskuld- ugt, tolltekjurnar trygðár erlend- um lánardrotnum, og eiginlega minna en ekki neitt í sjóði lands- ins. Hinsvegar var búið að binda landinu þunga byrði með miklu stai’fsmannahaldi. Hvergi var gerð tilraun til að spara. Ef litið er á fjárlögin, sem síð- asta þing afgreiddi, fara um tvær miljónir af tekjum landsins í vexti og afborganir af lánum. Megin- hlutinn af því, sem eftir er, fer í starfsmannalaun og eftirlaun. Sár- lítið fer til verklegra framkvæmda. Skuldirnar og starfsmennirnir sitja fyrir. Ef ekki er staðið í skil- um við þá, er landssjóði stefnt um leið, eins og þegar Einar Amórs- son, Jóh. Jóh. og Bjami frá Vogi stefndu landinu af því að þingið ákvað þeim 500 kr. hverjum fyrir að vera í lögjafnaðarnefnd, en J. M. hafði úthlutað 2000 kr. á nef. Við verðfall krónunnar hækkar dýrtíðaruppbótin, og minna verður úr tekjum landssjóðs upp í skulda- greiðslurnar. Fyr en varir er ekk- ert til annað en í þessa tvo liði. því stigi er líklega náð nú, úr því að mestu hefir orðið að hætta við vegagerðir. Haldi fall krónunnar áfram, verður að hækka skattana, ef hægt á að vera að standa í skil- um við lánardrotna landsins og starfsmenn þess. Ástandið er orðið svo hörmulegt að sumum virðist gjaldþrot lands- ins eina bjargráðið. Einn hinn greindasti bóndi í Árnessýslu lét nýlega þá skoðun í Ijós, að gjald- þrot landsins eitt og ekkert annað gæti létt af þjóðinni óbærilegum skuldbindingum. En því miður hef- ir gjaldþrot ekki þennan kost fyrir þjóðina, nema ef hún leysir þjóðfé- lagið upp algerlega og eignast aldrei neitt framar. Hvað segja nú Tíminn og Mbl. um þessi boðorð og flokkar þeir er að þeim standa? Kaupið íslenskar vörur! Hrein®. Blautsápa Hrein®. Stangasápa Hrein® Handsápur Hreina Ke rti Hrein® Skósverta Hreini Gólfáburður D Styðjiö íslenskan ntlNN iðnað! I. Gengishrunið. Tímiim hefir í samræmi við alla samvinnumenn landsins haldið því fram síðan kreppan byrj aði, að hefta yrði inn- ílutning óþarfa með banni eða tollum. Að koma yrði skipulagi á sölu sjávarafurða, svo að verð þeirra hrapaði ekki ofan úr öllu valdi. Að koma yrði lögum yfir hluthafa íslandsbanka, svo að hagsmunir landsins sætu jafnan í fyrirrúmi fyrir hagsmunum hlut- hafanna. Mbl. hefir haldið fram ótakmörkuðum innflutningi, varið hina skaðlegu og þjóðhættulegu samkepni innlendra og erlendra braskara með sjávarafurðimar, og staðið á móti hverri tilraun til að láta þjóðarhagsmunina gilda meir en hagsmuni Mbl. bankahluthaf- anna. 1 einum af dilkum sínum hef- ir Mbl. nýlega, líklega fyrir munn M. Guðm., talið það óhæfu að láta hluthafa fslandsbanka bera ábyrgð á því tapi sem bankinn var orðinn fyrir 1920, og varasjóður gat ekki bætt. II. Eyðsla landssjóðs. Tíminn hef ir árum saman varað þjóðina við hégómlegri og heimskulegri eyðslu í óþörf embætti og tildur. Má þar til nefna krossana, veisluóhóf J. M. hin dýru ferðalög J. M. og Jóh. Jóh., annan legátanna í Ameríku, sendimanninn í Genúa og Khöfn. Utanríkisráðherrann, kaupin á pósthúsinu á Siglufirði, marg- földu verði, óþarft og of dýrt mannahald við vínverslunina, óhóf- lega húsaleigu handa skrifstofum í Rvík o. m. fl. Bent hefir verið á að sameina mætti embætti og sýsl- anir, fækka um helming í hæsta- rétti, leggja niður óþörf embætti o. s. frv. Mbl. og þess lið er á gagn- stæðri skoðun. það hefir stutt til kosninga Jón Magnússon. Og það styður nú til kosninga þá þrjá menn aðra, sem einna mesta sök eiga á vesöld landssjóðsins: M. G., Bjarna og M. Pétursson. Mbl. er bundið á öllum öngum við báða höfuðliði eyðslunnar: Skuldirnar og starfsmannafjöldann. M. G. hef- ir viðurkent í einum Mbl-dilkinum að enska lánið hafi verið meðfram tekið til að festa skuldakröfur á landið, eða með öðrum orðum: Til að ná þeim úr umferð. Ekki voru þessar kröfur á kaupfélögin. það hafa þá verið kaupmannaskuldir. Nú auka kaupmenn stöðugt skuldir sínar erlendis. M. G. hefir því sömu ástæðu til að taka lán nú, ef hann fengi því ráðið, eins og 1921. Óhætt er að slá því föstu að enska lánið var tekið fyrir MbLmenn. peir einir nutu lánsfjárins. Og að því leyti sem lánsféð ’20—’21 gekk í eyðslueyri í veislur etc., þá nutu Mbl.menn þess líka. þeir voru í stórum hópum á landsins kostnað á þingvöllum, við Geysi og ölfusá, þar sem Jón þakkaði fyrir góða veðið. Hið sama verður ofan á ef komið er að starfsmönnum lands- ins. Allur þorri þeirra eru Mbl.- menn, a. m. k. flestir hinir óþörf- ustu, sem eiga J. M. og Bjarna að þakka stöður sínar. pað má segja, að þeir tveir þættir, sem mestu valda um eymd þjóðarinnar nú, séu annarsvegar spekúlantar í em- bættum og hinsvegar spekúlantar i verslun. Hinir fymefndu hafa þurausið landssjóð, hinir síðar- nefndu valda verðfalli krónunnar. Sameiginlegt áhald þeirra er Mbl. og þingflokkur sá, er að því blaði stendur, er hjálparhellan í þinginu. Nábúaflokkar Framsóknar. Gömlu flokkamir em dauðir. Enginn talar lengur um Heima- stjóm. Og fáir tala um sjálfstæð- ismenn. Landkjörið í fyrra sýndi, að sá flokkur er nú fylgislaus með þjóðixmi. Báðir gömlu flokkamir hafa bráðnað í deiglu hinnar nýju flokkaskiftingar, sem bygð er á innanlandsmálunum. Framsókn er miðflokkurinn. Á aðra hönd honum eru embætta- og verslunarspekúlantamir eða Mbl.- liðið. Á hina höndina verkamanna- eða socialistaflokkurinn. Hingað til hefir verkamannaflokkurinn ekki haft nema einn mann á þingi, en Mbl.liðið verið alt að því helming- ur þings. Verkamannaflokkurinn hefir rætur í hinum stærri kaup- stöðum, þar sem útgerð eða versl- un eru rekin í stóram stíl, og safn- ast hefir öreigalýður, sem á við slæm fjárhagskjör að búa. I sveit- unum hefir þessi stefna ekkert fylgi, nema ef telja skyldi einn bónda í Árnessýslu, Indriða á Kiinglu. Sama er raunin erlendis. Verkamenn ná hvergi tökum, sem stjórnmálaflokkur, nema í iðnaðar- og verslunarbæjum. Mbl.liðið hefir aðalstyrk sinn í kaupstöðunum, vora þeir flestir í sömu bæjunum og verkamenn. það er hin hliðin á stjómmálalífi bæj- anna. Meðan hér voru efnamenn í þessum flokki. þeir halda áfram að vera þar, þótt þeir séu gjald- þrota eða uppgjafamenn láns- stofnana. þar eru ennfremur flest- ir starfsmenn landsins, mikið af búðarfólki, og persónulegu þjón- ustufólki hinna fyrverandi efna- manna. Verkamanna- og braskaraflokk- urinn eru óaðskiljanlegir, eins og tvíburar. þar sem er brask í versl- un eða atvinnurekstri,með yfirlæti fjársóunar og kúgun, þar mynda „öreigar" (ekki eins og B. Kr.!) verkamannaflokk. þessir tveir flokkar togast á um yfirráð fjár- magnsins í bæjunum. Braskara- flokkurinn vill halda yfirráðum verslunar og framleiðslu í höndum sinnar stéttar. Verkamenn vilja taka af þeim þetta vald, og láta bæjarfélögin eða landssjóð eiga öll aivinnufyrirtæki. Mjög undarlegt er það að braskararnir skapa jafn- an öreigaflokkinn. 1 Rússlandi voru socialistar alveg kraftlausirþangað til í byrjun 20. aldar að einn dug- legur ráðherra kom upp stóriðnaði í Rússlandi — í því skyni að gera landið sjálfstæðara fjárhagslega. þá drógu braskaramir til sín unga fólkið úr sveitinni, í verksmiðjum- ar, alveg eins og íslensku braskar- arnir hafa sópað til Reykjavíkur karlmönnunum á skipin og kven- fólkinu í fiskþvottinn. Eftir fáein ár tók öreigalýður Rússlands stjóm landsins í sínar hendur. Braskararnir höfðu þar grafið sína eigin gröf. Og þó að ekki séu mikl- ar líkur til, að sú saga endurtaki sig í öðrum löndum, þá er reyndin að öðra leyti sú sama. Braskaram- ii draga verkalýðinn til bæjanna, spenna kaupið upp, svo að bænda- stéttin getur illa kept við þá um verkakaupið. Um leið spenna þeir upp lóðir, húsaleigu og vöraverð í bæjunum, þannig að háa kaupið er í raun og vera lágt. Bágindin þrýsta öreigunum saman í sam- eignarflokk. En skilyrði hans eru eingöngu bundin við braskaralíf kauptúnanna. þessvegna ná pólit- isku áhrifin ekki lengra. Samvinnuflokkurinn er sveita- mannaflokkur fyrst og fremst, með dálitlum ítökum í miðstétt kauptúnanna. Takmark þess flokks er að leysa sem allra flest félagsleg viðfangsefni með frjálsum sam- tökum. Lengst er sá flokkur hér á landi kominn á verslunarsviðinu. Víða erlendis reka samvinnufélög- in líka iðnað, og er vísir að mynd- ast hér á landi. Telja má, að hér- aðsskólarnir nýju, sem upp eru að rísa hér á landi, séu einskonar sam- vinnufyrirtæki. Bæði fyrir norðan og sunnan er efnt til slíkra skóla með samskotum, og ekki gert ráð fyrir að þeir verði reknir sem landsfyrirtæki: það er samvinna í uppeldismálum. Hingað til hefir samvinnuflokk- urinn átt í höggi við hina tvo gömlu, deyjandi flokka: Heima- stjóm og Sjálfstæði. En eftir að þeir vora undir lok liðnir, samein- uðust braskararnir úr báðum þeim flokkum í einn hóp, sem hafði Mbl. að aðalmálgagni, en marga „snepla“ og „pésa“ að auki. Ur Heimastjóm komu í þennan flokk J. M., Guðjón á Ljúfustöðum, þór- arinn, Sigurður ráðunautur, sr. Eggert Pálsson o. m. fl., en úr Sjálfstæðinu M. Guðm., Einar Am- órsson, Gísli Sveinsson, B. Kr., Sig. Eggerz, Bjarni frá Vogi og Magnús Pétursson. Mbl. breiðir út vængi kaupmenskunnar yfir þessa gömlu andstæðinga, og marga aðra þeirra líka. Smátt og smátt hefir þessi nafnlausa sambræðsla sameinast í neikvæðri andstöðu við samvinnu- flokkinn. Síðan Framsóknarflokk- urinn myndaðist 1916, hefir sá flokkur átt fult í fangi með að verja þjóðina fyrir því, að brask- araliðið setti þjóðarbúið á höfuð- ið. Fyrst varð að verja almenning fyrir allsherjarféflettingu með landsverslun stríðsáranna með matvöra. Nú er aðalhættan, að braskaramir láti þjóðinni blæða til ólífis með stöðugu verðfalli gjald- eyrisins og óhæfilegri eyðslu til of margra starfsmanna á þjóðarbú- inu. Nafnlausi flokkurinn og Fram- sókn hafa verið álíka liðsterk í þinginu, og mestur vopnaburður þeirra á milli á þjóðmálasviðinu. Verkamannaflokkurinn hefir þá oft gleymst 1 daglegu tali manna milli, meðan hans gætti svo lítið í þinginu, en þó öllu fremur af því, að öreigaflokkurinn hefir hingað til aðeins starfað í kauptúnum, þar sem samvinnuflokkurinn hafði lít- ið eða ekkert fylgi. Á hinn bóginn var fyrirfram útilokað, að verka- menn hefðu nokkurt bændafylgi. þannig er þá málum þeim hátt- að, sem kjósa á um. Tíminn og Framsókn vilja verja landið gjald- þroti og borgarana fyrir hörm- ungum gengishrunsins. þeir vita vel, hvert vegurinn liggur úr þess- um ógöngum og f ara ekki dult með. Hinsvegar reynir Mbl. og nafnlausi flokkurinn að koma þingmönnum að í skjóli flokksleysis, undir fölsku flaggi. Engin stefna er þar viður- kend. Skrifandi mennirnir í blöðin eru Hagalín, Árni Ámason, Gunn- laugur Tryggvi/ Dalvikur-Jón, Steinn Emilsson. Aldrei hefir nokk ur flokkur í nokkru landi haft í einu jafnherfilegan málstað, eins lítinn kjark til að segja satt frá stefnu og ráðagerðum, og jafn veigalitla menn til að útbreiða hug- myndir sínar. 1 næstu blöðum vérð- ur minst á þá menn, sem tekið hafa að sér það lítið öfundsverða starf að vera frambjóðendur fyrir Mbl. og þar með taka á sig þann vanda að fullkomna það verk við fjárhag og sjálfstæði landsins, sem kaupmannaliðið og Magnús Guð- mundsson hafa meir en hálfnað. J. J. o- oo Fraisúknarflokkurinn. Tilgangur Búnaðarfélagsins er að vinna að framföram landbúnað- ar hér á landi. Eftir það liggur allmikið starf. En hin fyrri ár átti það við þröngan kost að búa. ping- ið veitti því fé mjög af skornum skamti, og fátæktin dró vitanlega úr framkvæmdunum. þegar Tryggvi þórhallsson hafði verið um stund ritstjóri Tímans, sá hann, að ef unt átti að vera að hrinda landbúnaðinum áfram með hröðum skrefum, þá varð Búnaðar- félagið að hafa andlegan og fjár- munalegan þrótt til að ryðja nýjar brautir. Hann sannaði þetta með ljósum dæmum í hverri blaðagrein- inni eftir aðra. Bændur skildu fljótt þýðingu þessa máls. Fundar- ályktanir hvaðanæva að af land- inu skoruðu á þingið að auka til stórra muna framlag til félagsins úr landssjóði. Bylgja almennings- álitsins var svo sterk, að þingið lét þegar í stað undan, og veitti fé- laginu ríflegan styrk. Um sama leyti var Sig. Sigurðs- Flokkarnir hafa þannig ekki rekist á, svo heitið geti, fyr en nú við þessar kosningar. I þrem kjördæm- um að minsta kosti keppa Fram- sóknarmenn í þríhyrndri baráttu. Annar keppinauturinn fyrir ör- eiga, hinn fyrir brask-stefnuna. þessi þrjú kjördæmi era Eyja- f jörður, Snæfellsnes og Ámessýsla. Um leið og augljóst var, að verkamannaflokkurinn tekur að sækja fram í kjördæmunum, þar sem sveitamenn eru í meiri hluta, og ættu því að hafa fulltrúann, hafa sum af blöðum þessum byrj- að kosningaróðurinn gegn Fram- sókn og bitið í skjaldarrendur. Fyrst kæra öreigarnir, eins og „marðardótið“, yfir því, að blöð þeirra séu í Tímanum ekki nefnd á nafn. þá er talað um ósamlyndi í Framsókn, að flokkurinn sé klof- inn, hafi aldrei verið neinn flokk- ur, sé verkefnalaus, blöð sam- vinnumanna dauð, og því spáð, að cll stjómmálastarfsemi samvinnu- flokksins muni enda á næsta kjör- tímabili o. s. frv. öll þessi mannalæti standa í sam- bandi við samkepni verkamanna við Framsókn, um hin blönduðu kjördæmi, þar sem era smáþorp með braskara- og verkalýð, en meginþorri kjósendanna sveita- bændur. Með þessari útfærslu verkamannaflokksins byrjar bar- átta milli samkepnis-, samvinnu- og sameignarflokkanna. Sú bar- átta var frá byrjun óhjákvæmileg. Samkepnismenn hafa hingað til kept í bæjunum við sameignar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.