Tíminn - 08.09.1923, Síða 4
118
T 1 M I H N
Kvennaskólinn á Blönduósi
verður næstkomandi vetur starfræktur með hússtjórnarskólafyrirkomu-
lagi. Námstíminn verður að þessu sinni 6V2 mánuður, frá 1. nóv. til
15. maí. Fæðisgjald hér um bil 60 kr. um mánuðinn.
Kenslukonur skólans, auk forstöðukonu, verða: Kristjana Péturs-
dóttir frá Gautlöndum, Hólmfríður Hemmert á Blönduósi, Rannveig
Jónasdóttir frá Hömrum í Þingeyjarsýslu og Jóhanna Jónsdóttir Eyri
í Isafjarðarsýslu.
Námsgreinar verða þessar: 1. Matreiðsla og annað er að hússtörf-
um lýtur. 2. Kvenna- og barnafatasaumur, hannyrðir og vefnaður.
Einnig verður sérstök deild fyrir karlmannafatasaum. 3. I bóklegum
fræðum verður aðaláhersla lögð á íslensku, reikning og náttúrufræði.
Pleiri námsgreinar verða kendar, þar á meðal söngur og orgelspil.
Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, ber að senda fyrir 7. október
til skólanefndarinnar á Blönduósi, eða til undirritaðrar forstöðukonu,
sem gefur nánari upplýsingar.
Akureyri 29. ágúst 1923.
Guðrun Björnsdóttir, (frá Veðramóti).
Smásöluverð á tóbaki
má ekki yera hærra en liér segir:
"V indlar:
Reneurrel.................................50 stk. kassi á kr. 26,00
Fiona.................................... 50 — — - — 25,50
Punch.................................... 50 — — - — 25,30
La Valentina............................. 50 — — - — 23,50
Vasco de Gama............................ 50 — — - — 23,00
Yurac Bat.................................50 — — - — 21,00
Utan Reykjavikur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
3Liajacds"verslTJLxi..
skap sínum. En líkingin kemur fram
í aðferðinni að beita saman ljóðum og
prósa, og í J>ví að „lána“ frá öðrum
skáldum og rímurum.
-----o-----
Frh. af 1. síðu.
lendingur fyr eða síðar hefir hlotið við
nokkra kosningu.
pó undarlegt sé, hafa andstæðing-
arnir aldrei komið með nokkurt mál,
J>ar sem hægt væri að sanna eða leiða
rök að því, að eg hafi unnið móti hags-
munum samvinnubændanna. Aftur á
móti hafa menn þrásinnis áfelt mig
fyrir að draga um of taum bænda,
fyrst með J>ví að vilja efla kaupfélög-
in, J>. e. sjálfseignarverslun bænda,
sem mest. Ennfremur að eg fylgdi of
fast fram samgöngubótum á sjó og
landi, bættum póstgöngum i sveitum,
alj>ýðuskólum i sveitum, útgáfu fræði-
bóka handa alj>ýðu, lækkuðum vöxt-
um til handa sveitabændum. til að
vegfi. á móti uppgjöfunum í bæjunum,
styttum sveitfestistíma til að firra
bændur að sligast undan byrði, er staf-
ar af sjóþorpunum. Að siðustu ætlaði
B. Kr. og Jón Magnússon og alt J>eirra
lið alveg að rifna við umræður í Ed.
í vetur, þegar eg kom með frv. um
nýja yfirstjórn bankanna, þar sem
sveitirnar nutu jafnréttis við kauptún-
in, höfðu 2 fulltrúa móti 2 fyrir bæ-
ina. Sérstaklega tók B. Kr. nærri sér
þá skoðun mína, að veltufé lánsstofn-
ana hér á landi yrði að leggja til helm-
inga í ræktun landsins og atvinnu-
rekstur sveitamanna móti því, sem
gengi í útveginn og til kauptúnanna.
B. Kr. tók það beint fram við þær um-
ræður, að þetta væri að bera í bakka-
íullan lækinn. Landbúnaðurinn het'ði
nóg veltufé í sjálfum sér. Hann virl-
ist hugsa, að Flóinn, Holtin og Land-
eyjarnar, til að nefna aðeins þrjú ágæt
ræktunarsvæði hér á landi, ræktist af
sjnifu sér. Tún og engi, liús fyrir menn
og fénað, vegir, giíðingar og sjálfur nú-
stoíninn, komi af sjálfu sér. En aftur
vita þessir menn, að vélbátar og togar-
ai koma ekki nema fyrir peninga.
Kaupmannaliðið og bandamenh þe.ss
hafa reynt að gera mig tortryggilegan
í fyrra við landkjör’ð. Samvinnullokk-
urinn svaraði þá eins og raiin l>or
vitni um. Nú á að reyna að spilla fyr-
ir kosningu annara Framsóknf r-
manna, með því að eg sitji á svikráh-
un. við bændur. Og svo þogar kemur
að því, að rökstyðja þessar dylgju’.,
verða ásakanirnar allar að þungum
eymdarstunum yfir þvi, að eg sé svo
óhlífinn að draga fram taum sam-
vinnubændanna.
Annars er það undarlegt, að óvinir
og andstæðingar bænda skuli einmitt
bera þessa umhyggju fyrir þeim. Hvað
ætti andstæðingum bænda og keppi-
nautum að þykja betra, en að þeir
yrðu vélaðir af sínum eigin mönnum?
Ef Mbl. vissi og tryði því í raun og
veru, að eg vildi leika á samherja
mína, þá mundi það elslca mig, eins og
það elskar þá Sigurð búfræðing og
Guðjón á Ljúfustöðum, sem hafa áð-
ur verið bændasinnar, en ganga nú
fram undir merki andstæðinga bænda-
stéttarinnar.
Hingað til hafa samvinnumenn um
mannaval farið þvert á móti ráðum
kaupmannasinna. Að því er mig sjálf-
an snertir, mun eg framvegis eins og
hingað til álíta fjandskap allra, sem
vinna móti hagsmunum sveitanna, ör-
ugga bendingu um, að eg sé á réttri
leið. En komi einhvemtíma að því, að
mínir gömlu andstæðingar fari að
sýna mér traust og velvild, eins og
þegar „broddborgararnir" hylla Sig-
urð ráðunaut, þá fer að verða ástæða
til tortrygni.
Sömuleiðis er allur sá gauragangur
og blekkingamoldviðri, sem andstæð-
íngar bændastéttarinnar þyrla nú upp
móti þingmannaefnum Framsóknar,
ljóst merki um mátt flokksins, og rök-
studdan ótta andstæðinganna við óhjá-
kvæmilega stælckun hans. J. J.
----O-----
Námsskeið fyrir konur, sem
óska að læra á prjónavél, lætur
Haraldur kaupmaður Árnason
halda í haust í Reykjavík. Sjá aug-
lýsingu á öðrum stað hér í blað-
inu.
------ Frh.
Hver veldur? Hver verSur hart úti?
Eg ætla svo loks að botna þennan
v r
kafla af svari minu þannig: I upphafi
síns langa svars til mín segir M. G.:
„þykir mér rétt að svara þeim (grein-
um Tr. p.) nokkrum(l) orðum, og má
ritstjóri Timans sjálfum sér umlcenna,
þó að hann verði nokkuð hart úti. Eg
hefi ekki ráðist að honum að fyrra
bragði, en verð að verja hendur mín-
ar, með því að eg get ekki látið mér
standa á sama um, þótt eg sé afflutt-
ur og rægður hjá almenningi sem
nokkurskonar miljónaþjófur á fé rík-
issjóðs". — Og nú er M. G. aftur byrj-
aður að svara þessu svari mínu og seg-
ir þá í upphafi þess meðal annars:
„Eg vil minna hann (Tr. p.) á, að það
er liann, en ekki eg, sem á upptökin að
þessum deilurn. pað er þvi eg, sem á
hendur mínar að verja og mín er ekki
sökin, þótt hann beri skarðan hlut frá
borði að leikslokum". Eg þarf að gera
eftirfarandi athugasemdir við þessi
ummæli lians:
í fyrsta lagi vil eg taka það fram, að
það er hann, M. G., en ekki eg, sem
lætur falla stóra orðið: „miljónaþjóf-
ur“ í þessu sambandi. M. G. veit það
vel, að eg hefi ekki, ekki einu sinni
með hálfu orði, gefið það í skyn, að
hann sé „miljónaþjófur" á rikisfé. Eg
hefi ekki í einu né neinu borið hon-
um hið allra minsta óheiðarlegt á brýn
í ráðsmensku hans fyrir fjármálum
landsins. petta er engum kunnara en
M. G. sjálfum. Hversvegna er hann þá
að láta þetta orð falla um „miljóna-
þjóf á rikisfé"? Ef til vill ætlar hann
að reyna að gera sig að píslarvotti
frammi fyrir þjóðinni með þessu. pað
er algengt, að menn reyni að grípa til
þess úrræðis. pað er algengt í stjórn-
málabaráttu og eg man að það var al-
gengt lijá krökkum. — En mér er
óhætt að bæta einu við: pað var mjög
óalgengt, eg held að það hafi ekki kom-
ið fyrir, að sá aðilinn, sem fann sig
standa vel að vígi með málstað sinn,
sem fann sig liafá fast undir fótum
■— að hann færi að grípa til þessa
ráðs, að reyna að gera sig að píslar-
votti.
í öðru lagi þykir mér hún dálítið
hlægileg þessi umhyggja fyrir mér,
sem tvívegis kemur fram í þessum
orðum M. G. Eg megi ekki kenna hon-
um um, veröi eg hart úti. — Dettur
yður í hug, herra Magnús Guðmunds-
son, að nokkur maður trúi á þessa
umhyggju yðar fyrir mér í þessari rit-
deilu okkar? Og í hreinskilni vil eg
segja yður, að eg vil alvarlega mælast
undan henni. Eg kæri mig ekki um
annað en að þér „látið mig hafa það“
alveg eins og þér getið, að þér verjið
málstað yðar af fylsta kappi, með
öllum heiðarlegum meðulum, án
nokkurrar umhyggju fyrir mér. Eg vil
að þér segið mér alveg afdráttarlaust
hvað þér meinið. Og hinsvegar tel eg
mig liafa rétt og skyldu til að segja
yður lika alveg afdráttarlaust hvað eg
meina um fjármálastjórn yðar.
í þriðja lagi þykir mér einkenni-
legt þetta eintal sálar yðar um það
hvað eftir annað, að eg muni bera
skarðan hlut frá borði. pér hljótið þó
að vita það, frá því að þér lásuð sál-
arfræði, að slílct sem þetta er talið vott-
ur um efa og hræðslu hjá hlutaðeig-
andi manni um úrslit málefnis hans.
pér komið upp um yður með þessu,
hr. M. G. — Og þér ættuð að minnast
þess ennfremur, þar sem þér eruð
gamall dómari og nú málaflutnings-
maður í liæstarétti, að það er hvorug-
ur okkar, sem á að dæma um úrslit
þessarar ritdeilu okkar. Mér þykir fyr-
ir, að eg sem yngri maður verð að
minna yður á þetta. En eg skal lýsa
því yfir af minni hálfu, að eg legg það
alveg óhikandi undir dóm almennings
á íslandi, hvor okkar verði „harðara
úti“ og hverjar hafi verið hvatir mín-
ar með skrifum mínum um „fjárauka-
lögin miklu“.
í fjórða lagi skal eg fyllilega kann-
ast við, að það er eg, sem á upptökin
að þessari deilu oklcar. Og eg kem að
því rétt bráðum, að halda því fram, að
mikið gott muni af henni hljótast og
er eg því glaður yfir því, að eiga upp-
tökin. — En tilefnið gáfuð þér. pví að
það eruð þér en ekki eg, sem eruð,
ef eg svo mætti segja, „faðir fjárauka-
laganna miklu". pað eruð þér, sem
voruð fjármálaráðherra árin 1920 og
1921, en ekki eg. — Eg skal játa, að
orsökin til þess, að eg „átti upptökin",
var sú að þegar eg las „fjáraukalögin
miklu" og landsreikningana 1920 og
1921 þá gekk alveg fram af mér hversu
geysilega miklu fé hafði verið varið af
ríkisins hálfu á þessu tímabili. pví
lengur sem eg las, þvi meir hissa varð
eg. Eg varð meir en hissa. Eg varð
sárgramur yfir, hversu farið hafði ver-
ið með forystu ríkisfjárhirslunnar. Og
þar sem eg er ritstjóri pólitisks blaðs,
taldi eg það beinlínis skyldu mína að
vekja máls á þessu opinberlega. Úr
þeim upptölcum er nú risin okkar
langa ritdeila.
í fimta lagi vil eg taka skýrt fram,
hvað mér gekk til með því að hefja
máls á þessu. Eg vildi af minni hálfu
lifa eftir málshættinum forna, „til þess
eru vítin að varast þau. Eg var sann-
færður um, að fjármálastjórn þessara
ára hafði verið frámunalega ógætileg.
Eg lét tölurnar sýna það i þeim til-
gangi, að þetta gæti síður lcomið fyrir
aftur, í þeim tilgangi lika, skal eg
játa, að síður gæti það komið fyrir, að
sá maður, sem svo ógætilega, að mínu
viti, hafði farið með fjármálin, fengi
aftur að fara með þau mál. — pað er
höfuðskylda blaðanna að veita stjóm-
unum og þingum aðhald. Eg ætla mér
ekki að vera ritstjóri Tímans til þess
eins að þiggja boð á fyrirlestra eða
samkomur vegna blaðsins, né láta við
það sitja, að raða og lesa prófarkir af
aðkomnum greinum og snapa saman
innlendar fréttir og útlendar. Eg ætla
mér sem ritstjóri Tímans að vera á
verði þjóðarinnar vegna gagnvart vald-
höfunum. Eg ætla mér að segja þeim
til syndanna þegar mér virðist það
réttmætt. — pað hefi eg gert gagnvart
yður, hr. M. G., og það alveg án tillits
til þess, hver okkar verður „hart úti að
leilcslokum". Eg hafði komist að þeirri
niðurstöðu, að þér hefðuð ekki staðið
vel í stöðu yðar sem fjármálaráð-
herra. Eg vítti það í þeim tilgangi að
það kæmi síður fyrir aftur. Og nú skal
eg loks
í sjðtta lagi segja yður og lesendum
Tímans, hvað eg álít, að gott hafist
upp úr þessu, að eg átti „upptökin"
að þessari löngu ritdeilu olckar. pað er
aðallega tvent. Annarsvegar hefi eg
vakið mesta fjölda manns til mjög al-
varlegrar umhugsunar um fjárhag
landsins og það einmitt fyrir kosning-
ar, sem að miklu leyti eiga að snúest
um fjárhagsmál landsins. Eg er ekkí
í neinum vafa um, að þetta er stór-
kostlega gagnlegt. F.g hefi opnað augu
alþjóðar fyrir hinni gegndarlausu
eyðslu á þjóðarbúinu árin 1920 og 1921.
— pað er ekki mér að kenna, að nai'n-
ið M. G. hlaut að vera við það bundið.
— Eg er ekki í vafa um, að þjóðinni
er þetta stórkostlega gagnlegt til við
vörunar. Eg er ekki í vafa um, að fyrst
um sinn verður þjóöin miklu betur á
verði en áður gagnvart fjánnálastjórn
þings og stjórnar. — Og hinsvegar er
eg alveg sannfærður um, að þeir fjár-
málaráðherrar, sem verða næstu ár-
in, þeir verða gætnari um meðferð á
landsins fé, mun gætnari — vegna
þessa rækilega umtals míns urn
„fjáraukalögin miklu". peir vita það,
að það getur vofað yfir, að fjármála-
stjórn þeirra verði „tekin í gegn“. Eg
er viss um, að þeir gera meir en áð-
ur til þess að fara gætilega með lands-
fé — að forðast að gefa höggstaði a
sér. Eg er meira að segja sannfærður
um eitt, og það er þetta: Ætti það fyr-
ir yður að liggja, herra Magnús Guð-
mundsson, að verða aftur fjármálaráð-
herra íslands — eg vona að forsjönin
forði landinu frá því — þá er eg viss
um, að þér mynduð þó verða gætnari
fjármálaráðherra en þér voruð 1920 og
1921, eingöngu, eða fyrst og fremst
vegna þess, að eg „átti upptökin" að
þessari ritdeilu okkar. Einkanlega er
eg viss um, að þér yrðuð gætnari ef i g
yrði pá enn ritstjóri Tímans. pví tð
þó að þér hælist um yfir því, að eg
verði nú „hart úti“, þá er eg sannfærð-
ui um, að þér mynduð vilja töluverl
til vinna að verða ekki sjálfur cins
„hart úti" og þér hafið orðið í þetta
sinn. — Svona mikið gagn fyrir fram-
tiðina tel eg mig hafa unnið með
„upptökum" mínum að umræðunuin
um fjáraukalögin miklu. Og eg skal þá
að endingu þessa atriðis segja það, að
þetta gagn hefði eg ekki viljað láta
vera óunnið. Eg teldi þá, að eg hefði
brugðist skyldu minni. Eg álít þetta
gagn svo þýðingarmikið, að eg hefði
viljað vinna það og myndi aftur vilja
vinna það, jafnvel þó að eg yrði „liart
úti“. Frh. Tr. p.
----O-----
íslensku spilin. pað er ekkert
undarlegt, þótt allmikið sé spilað á
Islandi, enda hafa íslendingar þótt
góðir spilamenn, og ber margt til
þess. Eitthvað urðu menn að hafa
sér til dægrastyttingar í gæftav
leysi í sjóverunum. 1 sveitum hefir
einkum verið gripið til spilanna um
jólaleytið. En í mörgum kaupstöð-
um mega spilin heita aðalskemtun-
in í skammdeginu. Spilin eiga því
Lífsábyrgðarfélagið
THULE h|f
Stokkhólmi.
Stærsta lífsábyrgðarfélag
á Norðurlöndum.
Tryggingarfjárhæð um 600 milj.
Eignir um ... . 150 —
Enginn vinnufær má láta hjálíða
að líftryggja sig.
Tvímælalaust best að kaupa líf-
tryggingu í THULE.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
A. V. Tulinius,
Reykjavík.
Til minnis
fyrir fólkid.
Til allrar hamingju er eg nú laus
við nafnið Nýja Bifreiðastöðin, og
allar hennar gömlu dreggjar.
Afgreiðslusími minn er 1216.
Aths. Daglegar ferðir austur yfir
Hellisheiði, oft á dag.
Alt af ódýrust fargjöldin.
Bifreiðastöð
Zophoniasar Baldvinssonar
Lækjartorg 2.
Afgreiðslusími 1216.
Áminning.
* Sökum fenginnar reynslu áminn-
ast kaupfélagsstjórar og kaupmenn
hér með um að láta alt sauðfé vera
komið á slátrunarstaðinn degi áð-
ur en slátrun á að fara fram.
Einnig skal þess gætt að ekkert
kjöt sé flutt um borð í skip fyr en
6 dagar eru liðnir frá 1. ápökkun.
Kjötmatsmönnum ber að gæta
þess að þessu verði hlýtt.
Reykjavík 4. ágúst 1923.
Filippus Magnússon,
yf irkj ötmatsmaður.
Jón Guðmundsson,
yf irkj ötmatsmaður.
allmikil ítök í mönnum, því marga
ánægjustundina eiga þeir þeim að
þakka, og um ódýrari skemtun ei
naumast að ræða. Hingað til hafa
eingöngu verið notuð spil með er-
lendum myndum, og fæsta grun-
að, að þau myndu vera að
syngja útgöngusálminn hér á
landi, en því gerum vér ráð fyrir,
eftir að hafa séð spil þau, sem
Bjarni Magnússon bankaritari er
að gefa út. Guðm. listmálari Thor-
steinsson hefir teiknað myndirnar
og eru þær prýðisvel gerðar.
Drotningarnar eru í íslenskum
þjóðbúningum, peysu, upphlut,
mötli og skautbúning. Gosarnir eru
bóndi, sjómaður, vinnumaður og
stúdent. En kóngarnir í fom-
mannabúningi og með kórónu. Á
ásunum eru tvær myndir af feg-
urstu stöðunum í landsfjórðungi
hverjum, og loks er Gullfoss á baki
allra spilanna. Spil þessi eru svo
vel gerð að öllu leyti og efnið svo
gott í þeim, að ánægja er að sjá,
enda eru þau prentuð í þýskalandi,
en þaðan höfum við fengið best
spil áður. — Af spilunum eru tvær
tegundir, sú betri sérstaklega góð
með gyltum homum, en hin úr lak-
ari pappír. Vér teljum engan vafa
á því, að spil þessi nái mikilli hylli
og muni gersamlega útiloka eríend
spil af ísl. markaði. það mun líka
margur hafa gaman af að senda
kunningjum sínum erlendis þessi
íslensku spil, og þá mundu þau
þegin meðal landa vestan hafs.
Kaupfélög geta að sjálfsögðu sent
Sambandinu pantanir sínar.
Ritatjóri: Tryggvi þórhailiaoa.
Laufáai. Simi 91.
PrantsmlgjB Aedbe h/t