Tíminn - 15.09.1923, Page 1

Tíminn - 15.09.1923, Page 1
« ©fcifbfeti 09 afgretftslur’aÓur Cimans er Sigurgetr ^riferifsfon, Sambanöst)Ú5Írtu, Seffjamf. ^fjgteifcsía Cimans er í Sambanbsljúsinu. ©ptn baglega 9—\2 f. t). Simi 496. VII. ár. Reykjavík 15. sept. 1928 32. blað Til Skagfirðinga. Nokkrir menn hafa æskt þess, að eg gæfi kost á mér til þing- mensku í Skagafirði. Eg hefi af- ráðið að verða við þessum tilmæl- um. Er sú aðalástæða til þess, að síðan eg tók við stöðu þeirri, sem eg nú hefi með höndum, hefi eg oft og tíðum fundið til þess, hve miklum erfiðleikum það er bundið að geta eigi mælt með sjálfur og flutt ýmsar tiliögur, er gætu orð- ið landbúnaði vorum og atvinnu- vegum til umbóta. Ef til þingmensku kæmi, myndi það því verða aðalstarf mitt, að vinna að þessum málurn. Eg hefi að þessu staðið utan við hina svo- nefndu pólitisku flokka og mun láta mig þá litlu skifta, en fylgja þeim að málum, sem eg hygg að vilji og geri mest fyrir land og þjóð. Að öðru leyti er eg ykkur Skag- firðingum svo kunnui’, að eg þyk- ist ekki þurfa að fjölyrða um áhugamál mín við ykkur. Eg veit, að þið Skagfirðingar eigið völ á öðrum góðum og nýt- um þingmönnum. Takið þá mennina, sem þið treystið best til að vinna eitthvað gagn fyrir föðurlandið á þeim erfiðu tímum, sem í hönd fara. Vegna utanfarar minnar get eg ekki sótt kosningaundirbúnings- fundina. En síra Sigfús Jónsson kaupfélagsstjóri hefir tekið að séi að vera í einu og öllu umboðsmað- ur minn við kosninguna. Reykjavík 29. ágúst 1923. S. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Áskorun til Skagfirðinga. það er hið mesta gleðiefni að geta flutt framanskráð framboð. Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir lagt hið mesta kapp á að fá sem flesta af forystumönnum land- búnaðarins til að gefa kost á sér til þingmensku í haust með stuðn- ingi Framsóknarflokksins. Með Sigurði búnaðarmálastjóra Sig- urðssyni kemur sá maður fram á sjónarsviðið, sem telja má í allra fremstu röð slíkra manna. þó að miðstjórn Framsóknarflokksins sé það kunnugt, að Sigurður Sigurðs- son er ekki í öllu flokksmaður í Framsóknarflokknum, enda hefir hann nær eingöngu haldið sér við forystustarf sitt í landbúnaðarmál- um vorum, þá er lienni það sériega Ijúft að mæla hið allra sterkasta fram með kosningu hans við skag- firska kjósendur. Með þingsetu hans bættist í þann hóp einn hinn alli-a færasti og áhugamesti um að finna ráðin til viðreisnar íslensk- um landbúnaði. það væri mikill sómi fyrir Skagafjarðarsýslu að senda slíkan fulltrúa á þing. það ei öldungis víst, að önnur landbún- aðarhéruð landsins munu ætlast til þess af Skagfirðingum, að þeir hafni ekki slíkum frambjóðanda, úr því hann, vegna áhugamála sinna, hefir látið til leiðast að gefa kost á sér. Reykjavík 29. ágúst 1923. Af hálfu miðstjómar Framsóknar- flokksins. Tryggvi þórhallsson. Nokkrir Framsóknarmenn. I. Fáir menn eru nú á þingi, sem gesti þingsins langar meira til að þekkja en Svein í Firði, og mjög fáir þingmenn hafa eindregnara fylgi í sínu héraði en hann, nema ef vera skyldi þorleifur á Hólum. því að með honum mun vera svo að segja hvert mannsbarn í kjördæm- inu. Áður en Sveinn kom á þing, var það mál sumra þeirra manna, sem best þekkja til hér á landi, að Sveinn væri best mentur bóndi á Islandi. Fáir bændur hafa líka haft slíkt tækifæri eins og hann, sem þrásinnis hefir átt kost á að dvelja erlendis, og haft vináttu og nána kynningu við marga ágæta og vel mentaða menn í ýmsum löndum. En landsfrægð sína á Sveinn sérstaklega að þakka fram- komu sinni í fossamálinu, og sigri sínum þar. þegar Sveinn kom á þing 1916, var fossabraskið í al- gleymingi. Nálega hver foss var seldur eða leigður útlendingum. Margir hugðu, að stóriðja byrjaði þá og þegar á mörgum stöðum við fossana. Löggjöf varð að setja um notkun vatnsaflsins. þá var sett fossanefndin og Sveinn kjörinn af hinurn litla bændaflokki, sem þá var minstur í þinginu. Fyrir aðra ílokka voru tilnefndir Guðm. landlæknir, Jón þorláksson, Bjarni frá Vogi og Guðm. Eggerz. Tiltölulega fljótt ungar Bjarni út vatnsránskenningu sinni, og nær landlækni og J. þ. inn á þessa fjarstæðu. Guðm. Eggerz var með Sveini, það sem hans naut við. Urðu nú endalausar sviftingar í nefndinni um eignarréttinn, mest milli Sveins og Bjarna. Reyndi meiri hlutinn að þreyta og fJækja minni hlutann með öllum hugsan- legum lagakrókum. Að lokum fékk meiri hlutinn Einar Aniórsson sem lögráðunaut, til að skinna upp á vatnsránið. En Sveinn stóð fyrir fastur eins og klettur og kom með sérstakt álit og vatnalaga- og sér- leyfisfrumvarp, bygt á hinni eldri löggjöf og réttarvenju, að sá ætti vatnið, sem átti botn undir því. Tíminn birti síðan gögn Sveins í málinu og fullkomnaði sigur hans. Var það tiltölulega fljótt ljóst, að firra Bjarna hafði ekkert fylgi með þjóðinni,«en nokkrir kunningj- ar hans, J. þ. og Guðm. landlækn- ir hjálpuðu til að tefja framgang málsins, þar til í vetur, að það náði fram að ganga. Meiri hlutinn kom að einni breytingu við aðra grein frv., sem gerir það álappa- legt, en breytir ekki meiningu. þar er sagt, að um vatnsréttinn fari eftir því, sem mælt er fyrir í lög- um þessum, í stað þess að vísa líka til eldri laga og réttarvenja. En hinsvegar er allur lagabálkurinn bygður á kenningum Sveins. Hvar $ears* NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ i- -o- LONDON ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Alþýðuskólinn í Hjarðarholti í Dölum byrjar 12. nóv. og endar 12. apríl (miðað við ferð „Esjuu til Búðar- dals). Námsgreinar hinar sömu og á venjulegum ungmennaskólum og auk þess sálarfræði og bókmentafræði. Sérstök áhersla lögð á hagnýt- an reikning, t. d. bókfærslu, móðurmálið, ættjarðarsöguna og söng. Hvergi ódýrari skólavist. Sérlega góðir borgunarskilmálar á fæð- ispeningum og skólagjaldi. Skrifið undirrituðum, sem veitir fúslega allar nánari upplýsingar. IBjöm. IE3I. Jónsson, skólastjóri. Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ísla.zxc5Lscie±lci±n i Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing i Reykjavík! Iðgjöidin lögð inn í Landsbankann og íslenska sparisjóði. Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld ög refjalaus! Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriðí, en ekki hrossakaup! Leitaðu þér fræðslu! Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt! 10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann um 67 aura; á dag! 5000 króna líftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag. Forstjóri: Helgi Valtýsson, l’ósthólf 533 — Reykjayíb — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.Y. Þeir sem pant.a tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og iáti getið aldurs sins. Dýrafræði handa börnum. Bráðum kemur á markaðinn dýrafræði handa börnum með mörg- uin myndum. Jónas Jónsson frá Hriflu heflr gert bókina, en Ársæll Árnason gefur út. sem vatn er tekið til notkunar af öðrum en eiganda, koma fullar bæt ur fyrir. Eignarrétturinn á vatni er því viðurkendur og lögfestur, eins og verið hefir hér á landi síð- an ísland bygðist. Sveinn byrjaði í minni hluta og átti við ofurefli að etja. En sigur hefir unnist fyrir ágæta forgöngu hans, með stuðn- ingi Framsóknarflokksins og sam- vinnublaðanna, Dags og Tímans. Rannsókn og endalok fossamálsins eru talandi vottur um nauðsyn skipulagsbundinna flokka, sem vinna í samstarfi við víðlesin landsmálablöð. Fyrir utan fossamálið hefir Sveinn tekið þátt í flestum hinum stærri málum. Hann kom þeirri stöðvun inn í launalögin 1919, að samningar um dýrtíðaruppbótina skyldu ekki standa lengur en til 1925, í stað þess, að annars myndu þiggjendur launanna hafa talið uppbótina æfilaun. Hann hefir bar- ist manna mest fyrir bættum sjó- samgöngum á Austfjörðum. Fyrir hans forgöngu hafa verið bygðir vitamir við Djúpavog. Gerði Sveinn þá höfn þar með að þrauta- lendingu vélbátanna austfirsku, er þeir sækja sjó á vertíð suður með hafnlausu ströndinni. Má segja, að með þessu verki hafi tekist að tryggja framtíð útvegsins eystra, í samræmi við náttúruskilyrðin. pá réði Sveinn með þorst. M. Jónssyni mestu um breytingu Eiðaskólans. Hann hefir sótt mjög fast að koma upp ullarverksmiðju á Austurlandi, en fátækt og skulda- basl landssjóðs hefir hindrað fram- kvæmdir. Ingvar Pálmason mun vera á ald- ur við Svein. Hann nýtur mikils trausts í héraðinu hjá öllum, sem til þekkja. Hafa þeir Sveinn og hann lengi unnið saman að héraðs- málum. Báðir eru þeir eindregnir Framsóknarmenn og manna djarf- astir í að vilja halda í skefjum áfengisbölinu. Aftur eru andstæð- ingar þeirra, Kvaran og sýslumað- ur, í fullu samræmi við Mbl. í áfengismálinu. Kvaran vildi í vetur f jölga útsölustöðum spánskra vína, og sýslumaður hefir jafnan verið mjög ákveðinn og trúaður and- banningur. Má furðanlegt heita, ef bannmönnum hér á landi, og þá ekki síst kvenþjóðinni, þykir ekki meir en nóg að gert um vínaústur- inn, þó að smyglun og verslun með sterka drykki sé haldið í skefjum. En það mátti Kvaran ekki heyra nefnt í vetur, og Mbl. gerir gys að tilraunum goodtemplara, að hafa hendur í hári smyglara og laun- sala. Frh. Frá Japan. Japanseyjar, sem liggja við austurströnd Asíu, eru með mestu eldfjallalöndum í heimi, enda eru eldsumbrot og landskjálftar þar alltíðir viðburðir, og eins jafnvel í sjálfu Kyrrahafinu, sem tekur við fyrir austan Japan. Koma þar stundum upp miklar hafbylgjur, er stafa af landskjálftakippum á sjáv- arbotni, oft á fima dýpi. Austan til á eynni Nippon, sem er stærst af Japanseyjum, stend- ur höfuðstaður ríkisins, Tokio, mikil borg með eitthvað 2y2 miljón íbúa, en skamt þaðan er eitthvert helsta eldfjallið í Japan, og hafa landsmenn haft á því helgi mikla. Nokkru sunnar (30 km.) er Joko- hama, hafnarbær höfuðborgarinn- ar, við Jedoflóann. Tokio tekur yfir mikið svæði; húsin eru flest ein- lyft og úr timbri. Aftur á móti er Jokohama að nokkru leyti gerð úr steini. þann 3. sept. bárust hingað þær fregnir, að Tokio væri gereydd af landskjálftum, eldi og sjávarflóði, en Jokohama hrunin til grunna og símalínur allar og járnbrautir á stóru svæði að engu nýtar. Um manntjón voru fregnirnar ekki Ijósar, eins og að líkindum lætur, en það er vitanlega stórkostlegt, eitthvað um hálfa miljón, að því er sagt hefir verið. Bandaríkja- menn buðu þegar Japönum allan flota sinn til láns í hjálpar skyni. En það er enginn efi á því, að tjón- ið er og verður enn meira en sagt er, þegar gætt er að kringum- stæðum þeirra, sem eftir lifa, og það athugað, hve mörgum er lífs- nauðsyn á hjálp umsvifalaust. Efnalegt tjón hefir verið áætlað um 1000 milj. sterlingspunda. það er vafalaust, að þessi stór- kostlegu slys og mannalát eru eins dæmi í veraldarsögunni. Einhver mestu landskjálftaslys, sem áður hafa orðið, eru þessi: Landskjálftinn í Lissabon 1765; manntjón 30—40 þús. Landskjálftinn í Messína 1908; manntjón 77 þús. Landskjálftinn í San Francisco 1906; manntjón lítið, en annar skaði mikill. Eldgos og landskjálfti á Martini- que 1902; manntjón 30 þús. Ekkert af þessu stenst neinn samanburð við jarðbyltingarnar, sem nýlega hafa orðið í Japan, og hafa stórveldin ein verið mikilvirk- ari í manndrápum, er þau gengu berserksgang í ófriðnum mikla.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.