Tíminn - 22.09.1923, Blaðsíða 3
TlMINN
125
sjálfu sér alþýðumentunina. Eng-
inn maður í þinginu hefir tekið
harðar á mentamálaöfgum og gor-
geir Bjarna heldur en þ. M. J.
Honum er ljóst, hvað þarf að rífa
niður og hvar og hvernig að reisa
við þjóðarhaginn.
Ingólfur í Fjósatungu, Einar á
Eyrarlandi og Guðm. í Ási eiga all-
ir sammerkt í því, að þeir hafa
ekki óskað eftir þingmensku, en
látið að vilja samherja sinna og
flokksbræðra að vera í kjöri. Við
þingsetuna hefir þeim aukist fylgi,
svo að það er á allra vitorði, að þeir
eru nú í haust sama og sjálfkjörn-
ir, þótt einhverjir séu í boði. þeir
eru allir hægir menn og yfirlætis-
lausir, en athugulir og þéttir fyr-
ir. Vöxtur Framsóknarflokksins er
ekki síst að þakka þessum rólegu,
trhustu mönnum, sem mótað hafa
starf hans. peir hafa allir tekið
mikinn þátt í samvinnustarfsem-
inni, hver í sínu héraði. Ingólfur
hefir lengi verið framkvæmdar-
stjóri í Kaupfélagi Svalbarðseyrar,
Einar er formaður Kaupfélags Ey-
firðinga, og Guðmundur hefir
löngum setið í stjórn Kaupfélags
Austur-Húnvetninga. Ingólfur hef-
ir setið þeirra skemst á þingi. En
honum hefir tekist að koma áleið-
is nokkrum þeim málum, sem
þingeyingum þykja mestu skifta.
I-Iéraðsskólinn verður bygður að
sumri, ef landið verður ekki gjald-
þrota. þá verður byrjað á Vaðla-
heiðarvegi, sem tengir saman þing-
eyjarsýslu og vegakerfi Eyjafjarð-
ar. Að lokum vildi þingið styrkja
tcvélarnar á Húsavík, þó að þing-
eyingar þurfi að líkindum ekki
þess stuðnings með. Einar á Eyr-
arlandi hefir á þinginu staðið í
fremstu röð í bændapólitíkinni.
Hann var í fararbroddi, þegar
Framsókn kom nýju skipulagi á
Landsbankann. Hann var enn í vet-
ur aðalframsögumaður Framsókn-
armanna í Ed., er borin var fram
hin sjálfsagða krafa um rannsókn
á íslandsbanka, til að vita um
tryggingarnar fyrir enska láninu.
Var það krafa, sem alþjóð manna
studdi. Hefir Einar beitt lægni og
rökfestu í þessum málum, og ver-
ið sigursæll í deilum við hvem sem
hann átti. Meðal þeirra héraðs-
mála, sem hann hefir átt mikinn
þátt í að knýja fram, er brúin á
Eyjafjarðará, sem nú er verið að
fullgera.
Guðmundur í Ási er einn hinn
fyndnasti maður, sem nú situr á
þingi. Ræður hans eru stuttar en
kjarnyrtar. Hann stingur með
beittu en ekki eitraðu háði. Ein af
skemtilegustu í'æðum á þinginu í
vetur var ræða Guðm., er rekinn
var á flótta her hluthafanna í um-
ræðum um rannsóknina. Fyrir hér-
ao sitt hefir Guðm. lagt mesta
stund á vegamálin og að efla
Blönduósskólann. Hefir vegakerfi
Húnavatnssýslu mikið vei’ið bætt
hin síðustu ár, og er það engum
þingmanni jafnmikið að þakka og
Guðm. í Ási.
Bernharð Stefánsson á pverá er
tiitölulega ungur bóndi. Hann hef-
ir tekið töluvei'ðan þátt í sýslumál-
um og kaupfélagsmálum, og um
nokkur ár setið í stjórn Kaupfé-
lags Eyfirðinga. Hann er vel máli
farinn og einbeittur maður. Bem-
hai’ð tók einna föstustum tökum á
brigðmælgi St. St. í vor á leiðar-
þingum 1 Eyjafirði út af rannsókn
á íslandsbanka. Sannaði, að áður
en Stefán fór á þing, var hann
fjölorður um rétt þjóðai’innar til
að láta rannsaka bankann. En á
þingi lét hann J. M. leiða sig í
gagnstæða átt. Varð fátt um svör
hjá Stefáni, sem von var. Bern-
harð og Einar eru alveg samstæðir
menn. peir eru góð fulltrúaefni fyr
ir samvinnubændur í Eyjafii’ði.
Enginn, sem þekkir þá, lætur sér
til hugar koma að þeir sigli undir
fölsku flaggi, eða neyðist til að
gera annað á þinginu, heldur en
þeir hafa talið rétt heima fyrir.
Jakob Líndal á Lækjamóti hafði
næstum því unnið kosningu í
Húnavatnssýslu móti þórami 1919.
pá var slæmt veður á kjördag í
Vestur-IIúnavatnssýslu og dró það
úr sókn á kjöi’staði, þar sem Jakob
hafði mikið fylgi. Jakob er ákaf-
lega duglegur maður, bæði til lík-
amlegrar og andlegrar virrnu. Hann
er óvenjulega vel mentur maður,
ekki síst í búfræði og félagsmálum.
Menn með svo góða greind, mikla
þekkingu og óskiftan áhuga fyrir
viðreisn landsins, eru mjög eftir-
sóknarverðir menn til þingsetu.
Ólíklegt er, að unga kynslóðin, sem
eifir núverandi skuldabasl lands-
ins, og sér framtíð sína lamaða, ef
ekki verður fljótt bót á ráðin, verði
svo giftulaus að styðja enn til
þingmensku þá menn, sem verið
hafa með til að stýra landinu út í
þessa ófæru.
Áður hefi eg hér í blaðinu minst
á þingmannshæfileika sr. Tryggva
þórhallssonar. Sterkustu meðmæl-
Alfa^
Laval
skilvindur
reynast best.
Pantanir annaet kaupfé-
lög1 út um land, og
Samband ísl. samviélaga.
Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.),
hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og
nýsilfur), taumalásai’, hi’ingjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis.
Allskonar ólar, svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar,
íótólar, beislistaumai’, höfuðleður, hesthúsmúlai’, gjai’ðii’, reiðar, axla-
bönd (úr leðri), glímubelti o. fl. þverbakstöskui’, handtöskur, hnakk-
töskur, skólatöskui’, verkfæi’atöskur. Seðlaveski fleiri teg., mjög ódýr,
mei-kjageymar. Leður fl. teg., svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja-
leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sauðskinn fleiri
teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn
(Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl.
teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög
ódýrt, bindigarn 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög
bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaar“, Hessian fl. teg., dýnustrigi,
tj aldastrigi, óbleyjað léreft, íborinn dúkur mjög sterkui’, einnig dúka-
ábui’ður (Bonevax), vélreimar (di’ifreimar), vélreimaleður (maskínu-
teygt). Ennfi’emur: Keyri, mikið úrval og ódýrt, silfui’búnar svipur fleii’i
teg., í’ósettur á beisli. Naglamaskínur o. fl.
Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar.
!W“ Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast
mjög ódýrt.
NB. Vagnamir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Ámasyni.
Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt.
Sími 646. SöðlasmíðabúðiQ Sleipnir, Simn.: „Sleipnir11
(flutt á Laugaveg 74).
in með andstæðingi hans í Stranda-
sýslu munu vera þau, að hann hafi
verið heppixm læknir, enda mun
það rétt vera. En það er sitthvað
• að kunna vel að lækna mein mann-
legs líkama, eða að vera heppileg-
ur félagsmálalæknir. En nú er um
það að gera, hvor þeirra, Tryggvi
eða Magnús, muni verða giftu-
drýgri að lækna fjámxál landsins,
ems og nú er komið. Munu fáir ef-
ast um, að þar er Tryggvi meiri
læknii’inn. Áhrif hans í Tímanum,
síðan hann tók við ritstjórn, hafa
ölJ gengið í þá átt, að láta almenn-
ingsheill sitja í fyrirrúmi einstakl-
ingshagsmuna. Ef slíkir menn
hefðu verið í meiri hluta á þingi
undanfarin ár, myndu skuldir
landssjóðs og kauptúnanna ekki
hafa vei’ið nær 60 miljónum króna
í vetur sem leið.
Ti’yggvi þórhallsson hefir um
nokkur undanfarin ár átt sæti á
búnaðarþingum. Hefir hann þótt
þar ágætur starfsmaður. 1 vetur
peir hefðu látið eins og hún myndi
verða f j ötur á þá. En nú væri skift
um hlutvei’k. Nú kæmu samvinnu-
menn og heimtuðu reikningsskil
af þeim, sem hafa steypt þjóðinni
x þessi vandræði. Nú væru sam-
vinnumenn farnir að borga daglega
miklar upphæðir fyrir aðra sam-
ábyrgð. pað væri samábyrgð
sveitarfélaganna. Bæirnir væru nú
að byi’ja að reka atvinnulausa
fólkið á fæðingarhreppinn í sveit-
unum. pá kæmi samábyrgð lands-
sjóðs. Hallærishéruðin við sjóinn
væra að byrja að leita þar á náð-
ir. Samábyrgð landssjóðs kæmi
líka til greina í því, að sökum
óhófseyðslu samkepnismanna á
þingi og lággengisins yrði þjóðin
öll, og líka bændurnir, að fara á
mis við stuðning þjóðfélagsins við
gagnleg mannvii’ki, vegi, brýr,
síma, skóla, spítala og mannúðar-
stofnanir. Að síðustu kæmi sam-
ábyrgð lággengisins. Skilamenn-
irnir í samvinnufélögunum verða
að borga V4—1/3 af árstekjum
sínum í verðhækkun á vörum fyrir
þessa menn, sem hafa komið þjóð-
félaginu í 60 miljóna skuld við út-
lónd, sett tollinn sem tryggingu
hjá lánardrotnum o. s. frv.
Frá mannlegu sjónai’miði er
skiljanlegt, að sr. Eggeif; þættist
lítt bættur, að vera þannig sóttur
með sannindum og rökum á því
þingi, þar sem saman vora komn-
ir margir af þeim, sem hann og
smalar hans höfðu reynt að villa
sýn. Hann hafði alveg umhverft
málstaðnum, sagt svaxt hvítt og
hvítt svart. Nú voru spilin lögð á
borðið.
pá vék ræðumaður að samstarfi
fulltrúanna, sem verið hafa fyrir
Rangárvallasýslu, við Framsóknar-
menn, síðan Eggert og Einar létu
af þingmensku 1919. Einar og
Eggert höfðu þrásinnis reynt að
létta Holtaveginum af héraðinu.
peir gátu það ekki. í vetur tókst
þingmönnum Árnesinga með stuðn
ingi Framsóknar að fá viðhaldi
Flóavegarins létt af Árnesingum.
En það er sama og þingið heiti því
að taka Holtaveginn líka, enda var
það sama sem ákveðið. pá var
bent á sandgræðslulögin, sem
tryggja byi’jun á því verki, að
græða upp sandflæmin í Rangár-
vallasýslu. Ennfremur hina miklu
landvörn, er þykkvabænum og
Safamýri var bjargað í vor með
fyrirhleðslu Djúpóss. Höfðu þykk-
bæingar þar forgönguna, en voi’U
drengilega studdir af Framsóknar-
mönnum í sýslunni og á þingi. Án
þess hefði verkið ekki komist 1
fi’amkvæmd. þá minti ræðumaður
á hinar ódýru og tíðu bílferðir
austur um fjall, sem Framsóknar-
menn á þingi efndu til í vetur. það
era strandferðir Rangæinga. þær
hafa sparað bændum í sýslunni
mörg þúsund krónur í sumar.
Kaupfélagið í Hallgeirsey væi’i líka
verk samvinnumanna þar í sýslu,
þótt stofnað væri með frjálsum
samtökum en ekki þingstarfi. það
hefði sparað bændunum ótnxlega
mikið fé og vinnu við aðdrætti. 1
fyrsta sinn síðan á söguöld hefðu
Rangæingar fengið siglingar frá
útlöndum, beint á Sandinn. 1
fyrsta sinn fengju Fjallamenn,
Landeyingar og þykkbæingar vör-
una heima hjá sér með sama verði,
eins og þeir ættu heima í Reykja-
vík eða við einhverja aðra góða
höfn. þannig væru starfshættir
samvinnumanna bæði í fi’jálsum
félagsskap og landsmálum. Tak-
markið væri að bæta kjör borgar-
anna í landinu með öllum sameig-
inlegum aðgerðum. Nota jafnt
smáu og stóru tækifærin. það yrði
því miðui’ ekki sagt um hinn
flokkinn.
Viðvíkjandi skuldamálum lands-
ins benti ræðumaður á, að tveir
fjármálaráðherrar, Sig. Eggerz og
Magnús Guðmundsson, hefðu tek-
ið sínar 10 miljónirnar hvor að
láni erlendis, meðan stríðið stóð, og
eftir það. Mjög mikið af þessu fé
hafi orðið að eyðslueyri. Að frá-
töldum landssjóðsskipunum sé
ekki um neina varanlega eða stóra
framkvæmd að í’æða. það mun
vera í fyrsta sinni, sem bent er op-
inbei’lega á þessa staðreynd. Senni-
lega þyrfti næsta þing að setja
rannsóknamefnd til að athuga fjár
málameðferð undanfarinna ára. þá
yrði að koma í ljós, hvað orðið hef-
ir um alla þessa peninga, og hver
ber ábyrgð á hverjum einstökum
lið. þjóð, sem er jafnilla komin og
íslendingar eru nú fjárhagslega,
getur þó ekki gert minna en að afla
sér vitneskju um ófarir og ólán
sitt. Sú rannsókn næði þá líka yfir
fjáraukalögin miklu. Á Selfoss-
fundinum benti J. J. Magnúsi Guð-
mundssyni á, að hann mætti ekki
leggja of mikið upp úr því, þó að
þingið hefði samþykt fjáraukalög-
in. það hefði aðeins verið töluhlið-
in, að í’eikningurinn væri ekki fals-
aður. En efnishliðin væri eftir. Og
J. J. hefði greitt atkvæði móti f jár-
aukalögunum, af því að hann vildi
hafa óbundnar hendur, ef farið
væri að rannsaka sjálfa fjánneð-
fei’ðina, af landsdómi eða öðruvísi.
þegar J. J. hafði lokið í’æðu
sinni, bauð hann þingmanni kjör-
dæmisins orðið fyrstum af boðs-
gestum. En hann taldi sig vilja
hleypa öðrum að fyrst. þá bað
Magnús Guðmundsson um orðið og
var í þann veginn að byi’ja. þá
hleyptu smalar Eggei’ts Pálssonar
fundinum upp með hávaða og
gaui’agangi. Sr. Jakob í Holti hafði
lýst yfir því, að Framsóknai’merm
myndu ekki beita ofsa eða hávaða
á móti, hvað sem hinir gerðu. J. J.
lýsti þá yfir því, að hann vildi ekki
taka þátt í fundi af þessu tægi.
Gekk hann þá burtu og mai’gir aðr-
ir. í þeim hóp voru a. m. k. 5—6
Framsóknarmenn úr héraðinu, sem
ætlað höfðu að taka þátt í umræð-
unum. Leiðarþinginu var þar með
lokið. En smalar Eggerts, 8—10
menn, þar af sumir ölvaðir, heimt-
uðu nýjan fund, þar sem Björgvin
fengi að vera fundarstjóri. Stóð sú
samkoma í eitthvað tvc ’dukku-
mun hann hafa átt sæti í eitthvað
11 nefndum, og vann erfiðustu
verkin í mörgum þeirra. Væri
bændunum í Strandasýslu sómi að
hafa slíkan fulltnía.
þó að Theódór Ai-nbjarnarson sé
tiltölulega ungur maður, er hann
víða kunnur fyrir starfsemi sína í
þjónustu búnaðarins. Áður hefir
verið minst á það, að hann er
áhrifamikill i*æðumaður, svo að því
hefir verið veitt eftirtekt um alt
land. En þessir ræðumannsyfir-
burðir era ekki fólgnir í sléttum,
liðugum orðastraum, heldur mikl-
um persónukrafti og djúphygni.
Enginn íslenskur búfræðingur hef-
ii’ fyr eða síðar lagt jafnmikla
áherslu á mildi og mannúð við hús-
dýrin eins og Theódór Arnbjarnar-
son. Enginn hefir betur sýnt fram
á, hve það er í einu grimt og
heimskulegt, að setja hestana á
guð og gaddinn. því betur sem bú-
ið er að skepnunum, segir Theódór,
því betur vegnar eigandanum.
Mjaltakonan má ekki vinna verk
sitt eins og vél. Hún verður að
muna það, að hún kemur í staðinn
fyrir afkvæmið og vinnur þess
verk. Theódór hefir gefið húsdýra-
ræktinni og þar með íslenskri bú-
fi-æði nýtt lífsgildi. Og engir vita
þetta og viðurkenna betur en bænd
urnir úti um alt land, sem harm
hefir unnið með. því lengra sem
líðui’, mun betur koma í ljós, hve
þýðingarmikið starf hans verður
fyrir landbúnaðinn íslenska.
það er síst að furða, þótt kosn-
ii:gunni í Dalasýslu sé fylgt með
athygli út um alt land, einkum í
sveitunum. Bændur líta þannig á,
að Bjarni fi’á Vogi eigi mikla sök
á þeim pólitiska ófarnaði, sem
þjóðin hefir nú ratað í, og að nú sé
tími kominn til að skifta. Bjarni
hefir svo sem kunnugt er nálega
ekkert skoðanafylgi 1 Dölum, en
hann á þar nokkra persónulega
kunningja, og í því er aðalstyrkur
hans fólginn. En á þeim alvarlegu
tímum, sem nú standa yfir, ætti
persónulegur kunningsskapur ekki
að ráða kjörfylgi, heldur aðstaðan
til viðreisnarmálanna.
J. J.
----o-----
Stórbruni. í borginni Berkeley
við Kaliforníuflóann hafa um 600
hús brunnið. Tjónið er metið 10
miljómr dollara.
----o-----
tíma. það var einskonar allsherjar
þvottadagur Mbl.manna. Sr. Egg-
ert afsakaði bankaráðsbitling sinn
í íslandsbanka, Claessen reyndi að
þvo af íslandsbanka allan gran
um, að kenna mætti stjórn hluthaf-
anna um gengishrunið. Sig. Eggerz
reyndi að þvo af sér brigðmælgi
sína við Framsókn í íslandsbanka-
málinu. Jón M. og M. Guðm. sögð-
ust hafa verið ráðdeildarsamir í
meðferð landsfjár, er þeir sátu í
stjórn. Gunnar Sigurðsson leiðrétti
eitthvað af skemtilegustu vitleys-
um sr. Eggerts og manna hans.
Ávinningur Framsóknar við
þennan fund er meiri en Mbl.mexm
vonast eftir. Sr. Eggert hefir ver-
ið sóttur heim í sínu eigin hreiðri,
í miðri sýslunni, þar sem hann
hefir jafnan haft helst fylgi. Hann
hefir orðið að þola það, .að kjós-
endur fengju ljósa og greinilega
skýrslu um það, hversu illa stefna
hans hefir gefist í fj ármálum
landsins og bæjanna. Hann hefir
ennfremur orðið að heyra sig gerð-
ar. að ósannindamanni fyrir dylgj-
ur hans um fjárhag Sambandsins.
Og ekki bætir það málstað hans,
þótt hann skrökvi upp stórskuld-
um á félag vestur á landi, sem
hann veit ekkert um með sann-
ir.dum. i .
En aðalávinningurinn er einmitt
að sjá verklag og vinnubrögð Mbl.-
manna. þeir telja sig hafa þurft að
hleypa upp fundinum vegna Is-
landsbanka, svo að Claessen gæti
varið hluthafana. En á fundinum