Tíminn - 29.09.1923, Síða 3
T 1 M I N N
129
Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.),
hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og
nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis.
Allskonar ólár, svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar,
íótólar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla-
bönd (úr leðri), glímubelti o. fl. pverbakstöskur, handtöskur, hnakk-
töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg., mjög ódýr,
merkjageymar. Leður fl. teg., svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja-
leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sáuðskinn fleiri
teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn
(Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl.
teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög
cdýrt, bindigarn 2 teg. (sóffaf j aðrir og möbluborði væntanlegt mjög
bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaar“, Iíessian fl. teg., dýnustrigi,
tjaldastrigi, óbleyjað léreft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka-
áburður (Bonevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínu-
teygt). Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýrt, silfurbúnar svipur fleiri
teg., rósettur á beisli. Naglamaskínur o. fl.
Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar.
HP8T" Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast
mjög ódýrt.
NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni.
Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt.
Sími 646, Söölasmíöabúðin Sleipnir, Símn.: „Sleipnir£í
(flutt á Laugaveg 74).
lliikiÉiélagiiliiiikinar.
í>að er ekkert smáræði, sem
Bókmentafélagið gefur félögum
sínum í ár, og gott er mest af því.
Er best að byrja á því, sem best
er, Fornbréfasafninu. Nú kemur
fyrsta hefti af tólfta bindi þessa
mikla verks, og nær til 1545. I því
eru mörg stórmerkileg skjöl, sem
öllum fræðimönnum á landi hér
má vera gleði að fá, en gott væri, ef
meira væri hraðað útgáfunni, og
bráðnausynleg’t er að fá registur
við ellefta bindið. Fombréfasafnið
verður að sitja í fyrirrúmi fyrir
öllu öðru, sem félagið gefur út. í
því eru nærri því allar frumheim-
ildir fyrir sögu þjóðarinnar á mið-
öldunum. Og sannarlega ætti oss
íslendingum, söguþjóðinni, að
vera þetta rit kærara en nokkuð
annað. Eins og menn vita, hóf Jón
Sigurðsson útgáfu Fornbréfasafns-
ins og gaf út fyrsta bindið. Öll hin
bindin hefir Dr. Jón þorkelsson
gefið út. Er óhætt að fullyrða, að
enginn núlifandi maður hefir unn-
ið sögu vorri og bókmentum meira
gagn en hann, þó ekki hafi hann
enn hlotið aðra opinbera viður-
kenningu en að vera kjörinn heið-
ursfélagi Bókmentafélagsins.
þá er annað hefti af Annálun-
um (1400—1800). Er í þessu hefti
hluti af Skarðsárannál (til 1605).
Er útgáfa annálanna hið mesta
þarfaverk. Hannes þorsteinsson
býr þá undir prentun með allri
sinni alkunnu nákvæmni og vand-
virkni.
pá er lokaheftið af fjórða bindi
af Lýsingu íslands, eftir porvald
Thoroddsen, og annað hefti af Mið-
aldakvæðunum. Er ekkert nema
gott um þær bækur að segja, en
þess vildi eg óska, að meira yrði
hraðað útgáfu Fornbréfasafnsins
og Annálanna, en kvæðasafnið
heldur látið sitja á hakanum.
Skírnir er næsta fjölbreyttur að
efni. Er þar fyrst æfisaga Magn-
úsar landshöfðingja eftir forseta
félagsins. Var það ekki of snemma
að þess manns var minst. Jón
Ófeigsson skrifar um stofnun
gagnfræðaskóla í Reykjavík. Munu
tillögur hans vafalaust verða
deiluefni á sínum tíma, en varla
verður neitt gert í því máli að svo
stöddu.
Tryggvi pórhallsson skrifar um
Brand biskup Jónsson. Er það góð
ritgerð, sem sýnir ljóst hin miklu
áhrif Brands á kirkjupólitík ís-
hefðu þeir menn sýnt við að bæta
fiskverslunina, sem frakkastir
hefðu verið að hleypa inn víninu.
Ræðumaður taldi sig hafa gert
ráð fyrir, að þegar búið var að
hleypa léttu vínunum inn í landið,
þá væri andbanningum fullnægt.
þeir myndu ekki kæra sig um að
hlífa drykkjuskap á almannafæri,
og smyglurum. En sú hefði orðið
raunin á. Alt Mbl.liðið í Ed. hefði
gengið á móti frv., sem krepti að
opinberri ofdrykkju og smygli.
Væri þjóðarsmán að slíku fram-
ferði.
pá höfðu Framsóknarmenn beitt
sér fyrir og komið í gegn litlum
styrk til að koma í verk útgáfu
ódýrra og góðra fræðibóka, að til-
lögu Sig. Nordal. Ennfremur beitt
sér fyrir að koma upp hússtjórn-
arskólanum á Staðarfelli, þar sem
alt væri við hendina, jörðin, húsið
og sjóður til að reka skóla í litl-
um stíl. Mbl.menn settu sig þar í
þvera götu. Sömuleiðis móti fríðun
pingvalla, og tókst þeim J. þorl. og
M. G. að kæfa það mál í nefnd.
pá kom Framsókn í gegn litlum
styrk til almenningsbíla á Suður-
landi. Hefir það lækkað fargjöldin
,til stórra muna, og sparað bændum
stórfé. pá hafði frummælandi og
annar Framsóknarmaður borið
fram frv. um laxaklak. Eftir því
var auðveldara að efna til klakfé-
laga, og gert ráð fyrir styrk úr
landssjóði við framlög bænda.
Væri þessu máli iiú skotið til allra
sýslunefnda. pá hefði tekist að
lands. pó mun of mikið gert úr
ættjarðarást Brands og samherja
hans. Kaþólska kirkjan á miðöld-
unum var í eðli sínu alþjóðleg
(international) stofnun, en ekki
þjóðleg, og svo litu flestir höfð-
ingjar hennar á. þess má líka geta,
að Stuxdunga er vinveitt Bi'andi
um skör fram.
Árni Pálsson skrifar um faðei’ni
Sveri'is konungs. Færir hann mikl-
ar líkur til þess, að Svei'rír hafi
ekki vei'ið sonur Sigufðar kon-
ungs og að honurn hafi sjálfum
verið það Ijóst, að hann var ekki
konuixgborinn. Greinin er ágætlega
skrifuð, og hefir inni að halda
margar skarplegar athuganir, svo
erfitt er að verða höfundinum
ósammála.
þá er aldarminning Halldórs
Friðrikssonar eftir dóttur hans.
Grein þessi er þó í rauninni hvorki
aldai'minning né æfisaga, heldur
varnarritgerð gegn ummælum
þorv. Thoroddsens um Halldór.
Minningabók þorvaldar hefir að
makleg’leikum oi'ðið ein hin óvin-
sælasta bók, sem út hefir komið
á íslensku á síöari tímurn. Ái'ásir
hans á Halldór voru algerlega
óréttmætar, og var því von, að ætt-
ingjunum sárnaði og að grein
þessi kæmi fi'am. Annai's eiga
þesskonar varnaxritgerðir ekki
heima í Skími; þær verða að koma
í dagblöðunum, eða öllu heldur sem
sjálfstæðar bækur. Greinin er vel
skrifuð og fylgj a henni vottoi’ð eða
ummæli ýmsra mei’kra manna um
H. Fi’iðriksson.
þá er fróðleg grein um Pasteur
eftir Stefán Jónsson lækni; má
vafalaust telja hana góðan feng,
þótt hún auðvitað hafi ekki vís-
indalegt gildi. Einar Magnússon
skrifar um Aþenuborg, góða gi’ein
og skemtilega. Bjarni Jónsson
sendii- ættarnöfnunum kveðju sína.
Er þar illa farið með gott mál.
Ættaifiöfnin eru að mínu áliti ein
af höfuðskömmum vorra tíma, en
grein Bjarna er illa skrifuð, full af
rembingi og rosta og er síst gagn-
leg fyrir góðan málsstað.
þ. Bjamason skrifar langa grein
um Diocletian keisara. Er það
vanalegur „Lexikons“ fróðleikur,
sem ekkert erindi átti í Skími.
þá eru ýmsar smágreinar og rit-
dómar, og svo loks skýrslur og
reikningar Bókmentafél. 1922. Á
kápu og titilblaði eru afleitar
prentvillur, „gélags“ fyrir „fé-
lags“, og „Rekjavík“ fyrir „Reykja
vík“. Er leiðinlegt að sjá það á
stytta sveitfestistímann úr 10 í 4
ár. þyrfti að stytta enn meir, nið-
ui í tvö ár. þetta væri óhjákvæmi-
leg vörn sveitanna. þær gætu ekki
sætt sig við að ala upp mikið af
starfslýð hinna vaxandi bæja, en
fá svo heim þá veiku og lasburða,
þegar búið væri að slíta þeim út.
Mbl.menn í Nd. ættu sök á, að ekki
varð styttur tíminn í 3 ár. þá
reyndu allir Framsóknarmenn í Ed.
að knýja fram lægri vexti fyrir
landbúnaðinn en hin áhættumiklu
fyrirtæki kauptúnanna. Áhættan
væri meiri í bæjunum og þess
vegna yrðu vextir þeirra áð vera
hærrí. En móti þessu hefðu J. M.
B. Kr. og alt þeirra lið reist sig
eftir megni, en málið þó komist til
Nd. í limlestri mynd. En þetta væri
rétt mál, sem ekki yrði á móti stað-
ið til lengdar. þá hafði ræðumaðui'
flutt fi’v. um fasta nefnd, skipaða
af atvinnuvegunum, til að hafa
yfirumsjón með bönkum og spari-
sjóðum. Skyldu tveir vera fyrir
sveitirnar og tveir fyrir bæina. Til-
gangurinn að tryggja sveitunum
helmingsráð yfir veltufé bankanna
og snúa straumnum að nokkru
leyti þannig, að fé yrði varið til
ræktunar og nýbýla, engu síður en
útgerðar. Móti þessu unnu allir
Mbl.menn af alefli.
þá mintist ræðumaður á, að
blöðum kaupmanna og kosninga-
smölum yrði oft skrafdrjúgt um
að hann ynni á móti hagsmunum
bænda, en fyrir verkamenn í bæj-
um. En engar sannanir hefðu ver••
sjálfu tímariti Bókmentafélagsins.
þegar eg hafði lesið Skírni, kom
mér í hug: Er þessi árgangur
virkilega samboðinn Bókmentafé-
laginu ? Eg er ekki viss um, að svo
sé. þó <að í honum séu ýmsar góðar
greinar, eins og eg hefi bent á, þá
er það ekki nóg. Vér verðum að
gera miklu meiri kröfur til Skírn-
is, en annara tímarita. Og fyrst og
fremst verður hann að flytja rit-
gerðir um íslensk fræði. Sögu Is-
lands, tungu, bókmentir og nátt-
úruvísipdi, en alls ekki um útlend
efni, nema sérstakar ástæður liggi
til þess (svo sem aldarminning
Pasteurs og greinin um Aþenu-
borg, hinn fornhelga höfuðstað
menningarinnar). Greinar um ÚL
lenda sagnfræði eiga ekki að koma
í Skími. þær verða ekki nema út-
þynning af erlendum vísindaritum,
og flestir, sem áhuga hafa á sögu
annara landa, geta lesið miklu bet-
ur um þau efni á öðrum málum.*)
Hér er þó auðvitað ekki átt við
sögu Norðurlanda í fornöld. Hún
verður að telj ast til íslenskrar bók-
mentasögu. þá ættu alls ekki að
birtast í Skírni svör gegn ritdóm-
um eða skammagreinum í öðrum
tímaritum. þess háttar skrif eiga
heima í dagblöðunum.
Ritdómar Skírnis eiga að vera
hæstaréttardómar í íslenskum bók-
") Hinsvegar er bráðnauðsynlegt að
skrifa almenna veraldarsögu á ís-
lensku. Mannkynssaga Páls Melsteðs
er úrelt og auk þess uppseld og ófáan-
leg. Vonandi veitir Alþingi bráðlega
styrk til þessa verks.
ið færðar fram, og meðferð mál-
anna á þingi benti í alt aðra átt.
Rétt væri það að vísu, að hann
hefði eitt sinn eflt verkamenn í
Rvík til kosninga. Er þeir kusu
Jörund Brynjólfsson 1916, höfðu
þeir J. J„ B. Kr„ ólafur Eyjólfs-
son og Páll í Kaupangi staðið hlið
við hlið og veitt verkamönnum
þann liðsauka, sem þurfti til að
fella Zimsen borgarstjóra. Taldi
ræðumaður rétt að láta þá þrjá
sj álf stæðiskaupmenn, sem þar
voru nefndir, sæta sömu ábyrgð og
samvinnumann, ef um ábyrgð væri
að ræða. Að síöustu las ræðumaður
upp úr Tímanum gi ein þá, þar sein
hann hafði nýverið lýst því yfir,
að samvinnuflokkui inn ynni með
verkamönnum eins og hverjum öðr
um flokki að gagnlegum umbótum.
En hvenær sem verkamenn ætluðu
að framkvæma hugsjón sameign-
arríkisins, yrði um einhuga mót-
stöðu að ræða frá samvinnumönn-
um. Enginn af Mbl.mönnum
hreyfði síðar á fundinum nokkrum
andmælum gegn þessum kafla ræð-
unnar.
Að því búnu vék frummælandi að
fjármálunum. Skuldir landsins alls
hefðu í vetur verið a. m. k. um 60
miljónir út á við. þar af skuldaði
verslunar- og útgerðarstéttin alt að
40 miljónir, en landið og Reykja-
víkurbær (með landsábyrgð) um
eða yfir 20 miljónir. Af verslunar-
skuldunum mundi Rvík eiga um
85%. — Blöð kaupmanna og smal-
ar hefðu mikið geipað um skuldir
mentum, og eg vildi óska þess, að
hann flytti fleiri ritdóma en hann
hefir gert. þeir geta verið og eiga
að vera stuttir (þannig er ritdóm-
ur J. Jóhannssonar um málfræði
Valtýs óþarflega langur). i\itdóm-
ar geta gert mikið gagn, þó stutt-
ir séu, ef þeir eru skýrir og vel
skrifaðir.
þá vildi eg óska, að í hverjum ár-
gangi Skírnis kæmu fáein ný
kvæði. þó að nú ríki leirburðaröld
á landi hér, þá mundi ritstjórinn
þó vafalaust geta fengið árlega
þrjú eða fjögur kvæði, sem þjóðin
hefði gagn og gaman af að lesa. .
Ritstjóri Skírnis er einn af rit-
færustu mönnum ^andsins. Eg vildi
óska, að hann skrifaði meira sjálf-
ur en hann hefir gert síðan hann
tók við ritstjórninni. það mundi
áreiðanlega verða vel metið af les-
endum Skírnis.
Bókmentavinur.
-----o----
Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá. Magnús Guðmundsson
hefir nú um nokkra hríð staðið
fyrir útgáfu kosningapésa síns af
hálfu Morgunblaðsins. Ávextirnir
ættu að fara að koma í ljós. Sjálf-
ur mun hann hafa rekið sig á
nokkra, en ritstjórí Tímans getur
sagt frá öðrum, sem hann varð var
við í sinni síðustu ferð. Norður í
Strandasýslu hafði kosningablað-
inu verið stráð vandlega meðal
bænda. Einhverra ástæða vegna
hafði það verið álitið sérstaklega
nauðsynlegt. Öllum bændum, sem
bænda og kaupfélaganna. 1 hitti-
fyrra hefði verið sagt af þessu
fólki, að Sambandið skuldaði 5
miljónir erlendis, og ætlaði að
biðja um landsábyrgð. En þetta
hefði alt verið tómur skáldskapur.
Sambandið hefði ekki þurft neinn-
ar ábyrgðar. En togarafélögin
hefðu komið bónarferð til þings-
ins, beðið um ábyrgð og fengið
hana.
Sama væri hlutfallið enn. Sam-
bandið og kaupfélögin hefðu verið
rægð látlaust í vetur fyrir skuld-
ir. En þá skuldaði Sambandið er-
lendis aðeins hálfa miljón, og kaup-
ir þó inn vörur handa tveim fimtu
hlutum þjóðarinnar. Auk þess
hefðu kaupfélögin árlega getað
selt bankanum erlenda mynt, og
aldrei þurft „yfirfærslur“. Hingað
til hefðu kaupmenn og þeirra lið
látið gjalla hátt um hættuna af
skuldum og samábyrgð samvinnu-
bændanna. En samkepnismenn
hefðu enn ekkert liðið vegna sam-
ábyrgðar kaupfélaganna. Aftur
væru samvinnumennirnir, sem
hefðu varist skuldum, með spar-
semi og fyrirhyggju, nú fyrir
longu byrjaðir að líða stórtjón
vegna skulda og eyðslu samkepnis-
manna. Sveitamenn fengju að vita
af vöruhækkuninni, sem stafaði af
falli krónunnar. þeir fengju að
vita af sveitarþyngslunum, sem
hlytu að aukast við hallærið í
bæjunum, sem væri afleiðing und-
angenginnai’ óhófseyðslu. Að lok-
um fengju samvinnubændurnir að
Tr. þ. átti tal við, kom saman um
að það hefði mjög bætt kosninga-
horfurnar fyrir honum. „þær eru
svo hóflausar öfgamar sem þar
eru fluttar, að þær opna augu
manna fyrir hinu rétta. Við skilj-
um hugsunina sem liggur á bak
við“, sögðu bændur. — I Dala-
sýslu var og mjög mikið um pésa
þennan. Umtalið um hann var svo
óvirðulegt, að ekki er hafandi eft-
ir. Og einhver þótti jafnvel vita
til, að Bjarni frá Vogi hefði ver-
ið gramur yfir að hafa fengið það-
an liðsyrði. — Ekki tók betra við
þá er kom suður 1 Borgarfjörð.
Kunnugt er, að einstaka menn þar
um slóðir höfðu hug á að styrkja
blað og M. G. vildi fá þá til að
styrkja þetta kosningablað sitt.
Ritstjóri Tímans heyrði þau orð
eftir einum þessara manna, að blað
M. G. væri versta skammablað sem
gefið hefði verið út lengi á Is-
landi. Plann átti tal við annan þess-
ara manna, mætan bónda: „það fer
ekki frá mér einn eyrir til að
styrkja þennan óþverra“ (þ. e.
blað M. G.), sagði hann, og fleiri
þung orð fylgdu. — Loks átti rit-
stjóri Tímans símtal við mætasta
samvinnumann Skagfirðinga í
fyrradag. „það er alveg vafalaust",
sagði hann, „að blað M. G. hefir
stórkostlega spilt fyrir kosningu
hans“. — Miklu víðar að hafa bor-
ist samskonar fréttir. Væri ósk-
andi, góðra málefna vegna, að M.
G. yrði sem lotuiengstur við út-
gáfuna. En því miður er hætt við
að Reykjavíkurkaupmennirnir gef-
ist fljótt upp við að borga brús-
ann. Ætli þeir eigi ekki nóg með
Morgunblaðið ?
Borgarnessferðirnar. Á öllum
tímum árs er mikil umferð um
Borgarnes. Héraðið mikið sem að
liggur og langferðamenn margir
jafnan bæði norðan og vestan.
Póstskipið nú miklu betra en áður.
En á eitt atriði mætti benda, sem
veldur óþægindum og ekkert kost-
ar að bæta úr. Burtfarartími póst-
skipsins úr Reykjavík er ávalt aug-
lýstur degi fyrir. En það kemur
sjaldnast fyrir í Borgarnesi. Oft
vita væntanlegir farþegar það ekki
fyr en skipið blæs, hvenær það
muni fara. þetta er oft til mikilla
óþæginda fyrir farþega og aðra,
sem nota þurfa skipið. Fyrir munn
margra mun mega beina því til
skipsútgerðarinnar að laga þetta.
það virðist vera svo útlátalítið.
----------------o----
borga háa vexti fyrir óhöpp spekú-
lantanna, og seinast en ekki síst
væru verklegar framkvæmdii' sýni-
lega stöðvaðar að mestu um mörg
ár, vegna skuldasúpunnar.
þá kæmu skuldir landssjóðs. I
tíð J. M. og S. E. hefðu verið tekn-
ar um 10 miljónir að láni í Dan-
mörku. því miður hefði mikið af
því fé orðið að eyðslueyri á góðu
árunum. Síðan hefði M. G. og J.
M. tekið 10 miljónir í Englandi, og
sett tolltekjurnar sem tryggingu. 1
stríðsbyrjun hefði landssjóður
verið nálega skuldlaus við útlönd,
að frátöldum smálánum til sím-
anna. Nú færu um 2 miljónir af
tekjum landsins í skuldir til út-
landa. En nálega alt hitt, sem
'landssjóður fengi í tekjur, gengi í
starfsmannalaun og eftirlaun. Eini
vegurinn til að rétta við fjárhag
landssjóðs, væri að koma nýju
skipulagi á alt stai’fsmannahaldið,
þannig, að unt yrði að fækka
starfsmönnum alt að því um
helming.
Ef spurt væri um orsakir þess-
arar fjárhagslegu niðurlægingar,
væri því fljótsvarað. Launalögin
1919 hefðu verið knúin fram með
verkfallshótun frá hálfu starfs-
mannanna. Umbót á launum hefði
verið óumflýjanleg. En henni sam-
fara hefði þurft að koma afannik-
il embættasamsteypa. það hefði
þingið vanrækt, líklega af því, að
svo margir starfsmenn landsins
áttu þar æti. Launalögin væru
fyrsti þátturinn. Síðan hefðu kom-