Tíminn - 13.10.1923, Page 4

Tíminn - 13.10.1923, Page 4
138 T I M 1 N N Silfur- & Nikkelpeninga erlenda kaupi eg hæðsta verði. Símið til mín og semjið um söluverðið, og eg mun ávalt bjóða yður kest. Sendið svo peninga í pósti, og biðjið póstmann, samkv. lögum, að telja þá, því þá er fyrirbygð mistalning. Guðmundur Guðnason, gullsmiður, Vallarstræti 4. Sími 153. Reykjavík. HAVNEHIOLLEN Kaupmannahðfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slkziftir eiiu.g-0in.g-ia. ^r±ö olszlknjoc. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Lifandi fé. — Kælt kjöt. Samband íslenskra samvinnufé- laga hefir í haust stofnað til til- raunar um hvorttveggj a: útflutn- ing lifandi fjár og útflutning á kældu kjöti. Með Villemoes voru sendar út í byrjun þessa mánaðar 1893 lifandi kindur frá Húsavík, Kópaskeri, Vopnafirði og Reyðarfirði. Nokkuð af þessu fé var veturgamalt en hitt (1160) sauðir og geldar ær. Féð var sent til Belgíu og kom til Ant- verpen 9. þ. m.Fjórar kindur höfðu farist á leiðinni, en að öðru leyti hafði alt gengið vel. Féð var í ágætu lagi þegar suður kom. þá voru sendir með Gullfossi 21. september frá Reyðarfirði 618 fjár skrokkar kældir til Englands. Frá- gangur af hálfu Kaupfélags Hér- aðsbúa hafði verið mjög góður og umhirða af skipstjóra hálfu á skip- inu sömuleiðis. Enda kom kjötið í mjög góðu ástandi til Englands og líkaði vel. ----o---- Davíð Bstlund svarar fyrir sig. Eftir að Morgunblaðið hafði þag að í 4 daga yfir þeim stórtíðind- um um fisksölumálið, sem „Tím- inn“ flutti í síðasta tbl., koma eft- irfarandi ,spumingar‘ í blaðinu 10. okt.: „Hr. David Östlund hefir látið þess getið, að hann hafi fengið tilboð frá Skotlandi um kaup á öllum íslenskum saltfiski, svo að nú þurfi ekki framar að eiga um þau kaup við Spánverja. þetta hefir verið birt hér í nokkrum blöðum og út af því hafa Mbl. verið sendar eftirfarandi fyrirspurnir: Kaupa þeir tilgreindu Skotar allan ársafla íslands, sem er ca. 24 þús. tonn í meðalári? Hvert verður verð íyrir hvert skip- pund, og verður íiskmati i nokkru breytt? Hvaða trygging verðúr sett fyrir að þessi kaup haldi áfram i framtíðinni, þannig að alt sé trygt? íslendingar geta ávalt komið fiski sínum út, en nú er verð ekki nógu hátt og hann liggur. þessvegna er og verður það, sem alt snýst um: Hvert er verðið, og verður staðið við lofað verð? Hverjir gera samningana milli þessara manna og hinnar ís- lensku þjóðar? Spurull.“ David Östlund fékk þetta Morg unblað um borð á skipinu „Suður- land“, er hann var að fara upp í Borgarnes. þaðan símaði hann Morgunblaðinu sama dag og lofaði svari, er hann kæmi aftur til Reykjavíkur. Og rækilegt svar sendi hann | blaðinu á föstudaginn. Tíminn álít- ur það þess vert að taka það upp í blaðið: Til „Spuruls“ í Morgunblaðinu 10. okt. 1. Skotum þeim, sem um ræðir í fisk- sölufréttinni, er kunnugt um meðal- ársafla íslands, en samt taka þeir það skýrt fram, að þeir geti látið viðskift- in ná yfir hann allan, sé þess óskað. 2. þeir ætlast til, að sem flestir út- gerðarmenn og fiskikaupmenn snúi sér til þeirra viðvikjandi fiskibirgð- um og skilmálum. Eins og allir vita, er gangverð fiskjarins breytilegt, og því auðvitað ekki hægt að auglýsa það fyrirfram, heldur verður það að mið- ast við markaðsvcrð í þann og þann svipinn. 3. Eins og Spánverjar enga trygg- ingu setja um framtíðarkaup á fislci, geta auðvitað aðrir heldur ekki gert það, en heilbrigð viðskifti fela i sér tryggingu fyrir áframhaldi. 4. Verð fiskjarins skapast við eftir- spurn frá sem flestum stöðum, og því ekki ncma lofsvert, að Skotar auka eftirspurnina. 5. „Verður staðið við lofað verð?“ Eg svara: þegar hönd selur hendi, er áhættan minst. Reynslan sýnir best, hvort viðskiftin séu hagstæð. Ö. þegar „Spurull" siðast í greininni spyr: „Hverjir gera samningana milli þessara manna og hinnar islensku þjóðar?“, þá kemur liann illa upp um sig. Heldur hann þá, að hér sé lands- einokun eða „þjóðnýting“ á fiski? Landseinokun eða „þjóðnýting“ er nú á bölvuðu útlendu áfengi, en ekki á blessuðum íslenska fiskinum. „Spur- ull“ hefði helst átt að koma fram sem kommúnisti og þá í öðru málgagni en Mbl. Samninga við Skotana gera þeir fiskikaupmenn og útgerðarmenn, sem (eftir að hafa kynt sér málavexti) álita hagkvæmt að skifta við þá. Reykjavik 12. okt. 1923. Virðingarfylst David Östlund. -----o----- Frá útlöndum. Svo er nú komið um gengi þýsku peninganna,að einn Bandaríkjadoll ar jafngildir 51/2 miljarði marka. 1 raun og veru er þýska ríkið orð- ið gjaldþrota. Hafa þjóðverjar stofnað nýjan seðlabanka sem gef- ur út nýja gulltrygða markaseðla. Ebert forseti hefir gefið út til- kynningu um það, að allir skatt- ar skuli eftirleiðis vera goldnir í gullmörkum. — Lloyd George er kominn til Bandaríkj anna á fyrirlestraferð. Hann ver Versalafriðarsamning- ana og hvetur Bandaríkjamenn til að ganga í alþjóðabandalagið. — Mjög er um það rætt á Eng- landi að lögleiða vemdartolla til þess að verjast innflutningi iðnað- Prentsm. Acta Mjóstræti 6 — Reykjavík. Talsími 948 — Símnefni: Acta — Pósthólf 552. Prentsmiðjan afgreiðir allskonar prentun á fljótastan og fullkomnastan hátt. Aðeins ný og óslitin letur og vélar. Fyrsta fl. vinna. Bókbandsstofan lieftir og bindur bækur í Shirting og skinn. Sendið oss upplýsingar um stærð og ásigkomulag bókanna og vér send- um yður tilboð um bæl. Pappírssalan heflr fyrirliggjandi Ritvéla- og skrifpappír, 35 teg. frá kr. 5.00 pr. 500 arkir 4to. Umslög 28 teg. Prentpappír 15 teg. Augl,- og kápupappír, marga liti, karton, nafnspjöld 0. fl. 0. fl. Pantanir afgr. um hæl og sendar gegn póstkröfu hvert sem óskað er. Verðið hvergi lægra. Freutsmiðjan Acta. Til kaupfélaga! H.f. Smjöplíkisgerðin í Reykjavíli er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og yerð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um .Nmára'-snijörlíkiö. arvara frá Frakklandi, Belgíu og þýskalandi. Er þá búist við því að stóriðjuhöldarnir frönsku og þýsku taki söndum saman á móti. Frá Bandaríkjunum hafa og heyrst óánægjuraddir út af þessari vernd- artollastefnu Englendinga. — Mesti auðmaður og verk- smiðjueigandi þjóðverja, Hugo Stinnes, hefir leitað samninga við franska stallbræður sína. Hafa orð- ið miklar æsingar út af þessu á þýskalandi og er Stinnes bnigðið um landráð. — Snemma í þessum mánuði kvað hæstiréttur Dana upp dóm í hinu nafntogaða Landmands- bankamáli. H. P. Prior forstjóri var dæmdur í 120 daga fangelsi við venjulegan fangakost. Bankastjór- arnir fyi’verandi í Landmandsbank anum, Rasmussen, Rothe og Riis Hansen, formaður bankaráðsins Rechelieu aðmíráll, varaíormaður þess Friis 0g Sckack-Eyber banka- trúnaðarmaður, voni dæmdir í 4000 kr. sekt hver. Harkoff fyr- veraridi bankastjóri Landmands- bankans og bankaráðsmennirnir Collstrup, Heilbuth, Reimer, Step- hensen og Sonne, voru dæmdir í 2000 kr. sekt hver. Ennfremur eiga hinir dæmdu menn að greiða mjög háan málskostnað. Sektirnar eru allar hámarkssektir samkvæmt lagagreinum þeim, sem dæmt var eftir. Sýnir það ljóslega afstöðu hæstaréttar til málsins. Verslunar- ráðherrann danski hefir látið í lj ós að skoðun hæstaréttar sé hin sama og skoðun ráðuneytisins. Hæsta- réttardómurinn er miklu strangari en dómur undirréttar. — Hinir dæmdu menn eru í tölu hinna allra kunnustu manna í Danmörku. Prior t. d., sem langharðastan dóm- inn fær, var formaður iðnaðarráðs- ins danska þá er málið var höfðað gegn honum. Danir hafa með máli þessu sýnt, að þar í landi hafa jafnan rétt ríkur sem óríkur. því miður getum við Islendingar ekki verið jafnvissir um það sama. — „Jámsveitin“ tyrkneska hef- ir hátíðlega haldið innreið sína í Miklagarði og eru nú Tyrkir aftur orðnir öllu ráðandi í borginni. — Samninganefnd Dana og Norðmanna um Grænlandsmálið er sest að verki. Heldur fundi til skift- is í Kaupmannahöfn og Kristjaníu. Ekkert hefir enn heyrst um sam- komulagið. En mikið er um málið rætt af beggja hálfu og er langt í milli krafanna. — Mikið tjón varð af óveðri ný- lega bæði á vesturströnd Dan- merkur og Noregs. Týndust skip og sjór gekk á land upp og olli miklu tjóni. ----0---- Hreinar línur. Óvíða hefir „gráúlpupólitíkin“, sem Dagur nefnir, komið ljósar fram en í Norður-Múlasýslu, þar sem Björn á Rangá, Jón Sveinsson og Árni kaupmaður Jónsson hafa allir reynt að veiða atkvæði í skjóli afneitana og flokksleysis. En þar hefir líka komið berar fram en víð- ast annarsstaðar krafan um ákveðna dagskrá og glöggar stefnulínur. Halldór Stefánsson hefir, eftir því sem bóndi úr Múla- sýslu skrifar, lýst flokksglundroð- anum átakanlega á framboðsfundi þeim, sem bréfritarinn var stadd- ur á. Halldór sýndi fram á hinn stöðuga vöxt mannahalds í þjón- ustu landssjóðs og við verslunina. Stöðugt fleiri störf og sýslanir, fleiri verslanir og verslunarfólk, einkum við óhófsvöruverslunina. Hvorttveggja væri ávöxtur af samkepnisstefnunni. Samkepnin 0g hluthafastefnan í íslandsbanka hefðu fætt braskið og aukið dýrtíð- ina. þá sannaði ræðumaður, að fátt væri meir óviðeigandi fyrir fram- bjóðanda, en að beiðast fylgis á flokksleysisgrundvelli. Umboð þing manna væri raunar ótakmarkað, nema siðferðilega. En reynslan hefði sýnt, að sú ábyrgð nægði ekki til að halda opinbera lífinu í réttum skorðum. Stefnuskrár og flokkar á grundvelli þeirra væri eina raunverulega aðhaldið fyrir fulltrúana og eini leiðarvísirinn fyrir kjósendur. Að koma og beið- ast fylgis þeirra á flokksleysis- grundvelli væri að koma að baki kjósendum og siðferðilega óleyfi- legt. þessi orð hafa átt við þar sem þau voru toluð. Og kjósendur virð- ast hafa skilið fyllilega réttmæti þeirra, því að allar fregnir að aust- an herma, að Ilalldór Stefánsson muni eiga kosningu vísa. — En þau einföldu sannindi, sem koma fram í þessari ræðu, þarf að endurtaka og útskýra, þar til öll þjóðin hefir sannfærst um, að flokksleysisyfir- lýsingar frambjóðenda eru óleyfi- leg gríma, og til minkunar bæði þeim, sem hylur sig bak við hana, og fyrir þá, sem viljugir láta leiða sig út í þokuna. Úr Rangárþingi. þar eru þegar afstaðnir þrír þingmálafundir. Lýsa þeir Kl. Jónsson og Gunnar Sigurðsson yfir fylgi sínu við Framsóknarflokkinn, en Einar Jónsson og síra Eggert Pálsson að þeir séu Morgunblaðs- menn. Helgi Skúlason telur sig utan flokka og talar eingöngu um vatnamál, en almenningur í sýsl- unni veit, að honum muni ætlað að seilast eftir atkvæðum, sem undir engum kringumstæðum mundu lenda á síra Eggert, og ryfjar þetta upp hið svokallaða „pólitiska fjölkvæni“, sem varð prófasti mjög að álasi við síðustu kosningar. Annars er frægast af fundum þessum, að frambjóðendur Morg- unblaðsins segja það benim orð- um, að þótt kaupfélögin geti ver- ið góð, þá vilji þeir leggja niður Sambands ísl. samvinnufélaga. þykir héraðsbúum þetta álíka vit- urlegt og það, ef einhver þingmað- ur bæri fram þingsályktunartillögu um að leggja niður rjómabúið í Fljótshlíð, en hinsvegar áþektholl- ræði eins og að þeim væri sagt að starf ræk j a sláturf élagsdeildirnar heima í sveitunum, en jafna við jörðu slátrunarhúsið í Reykjavík, enda mun það svo, að fylgi Fram- sóknarflokksmannanna hafi mjög aukist við fundina. Gamlar lummur. Ýmsum mun í fersku minni ritdeila sem varð ekki alls fyrir löngu, milli Tímans og Guðmundar Friðj ónssonar á Sandi. Guðmundur reiddist mjög í þeirri viðureign og orti meðal annars skammavísu um Tímann, sem end- aði þannig: Sá er dregur Tímans taum, tekur í nöðru hala. Ennfremur hafði G. F. í heiting- um um að spilla fyrir Tímanum við næstu kosningar. — Nú hittist svo á, að skömmu síðar fór fram auka- kosning í Suður-þingeyjarsýslu. Eins og kunnugt er, bauð Ingólfur Bj arnason sig fram af hálfu Fram- sóknarflokksins, en Steingrímur sýslumaður barðist á móti, við ör- uggan stuðning Bjarnar Líndals lögmanns á Svalbarði. Var þá að því komið að G. F. stæði við heit- ingar sínar. En svo undarlega brá við, að hann lá alveg niðri og var jafnvel ekki grunlaust að hann hefði kosið Ingólf. Kosningin fór fram á þorraþrælinn og var Ing- ólfur kosinn með yfirgnæfandi at- kvæðafjölda, um 800 ^atkvæðum. Um þessa atburði alla var kveðið nyrðra. þrælinn góða margur má muna og alt hans gaman; kjósendur þá kjörfund á komu hópum saman. Lögmanninn ei leist þeim á né Líndals fagurgalann, átta hundruð þrifu þá þétt um „nöðruhalann". þú hefir átt við öflgan straum eða verið kendur, hafirðu dregið Tímans taum og tekið í halann Gvendur. Hagyrðingarnir þingeysku hafa oftar leikið suma hlálega. Munu ýmsir t. d. minnast tilefnis og vís- unnar sem endaði svona: þeir hafa látið lús á Gvend líklega að mestu. Við tækifæri mætti sjálfsagt rifja upp fleira af samskonar kveð- skap. Óeðlileg kjördæmaskipun. Ný- lega var Morgunblaðið að hlakka yfir því, að Framsóknarflokkur- inn hefði enga frambjóðendur í kjöri í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfirði. Ástæðan liggur þó í augum uppi. Gullbringu Kjósar- sýsla er ekki nema að sáralitlu leyti bændakjördæmi og Akranes ræður alveg úrslitum í Borgar- fjarðarsýslu. Minnir þetta á það, hve óeðlilegt er, að Kjós og Mos- fellssveit skuli eiga að kjósa með Hafnarfirði og Rykjanesi og Akra- nes heyra til landbúnaðarhéraði Borgarfjarðar. Virfist liggja mjög nærri að breyta þessari kjördæma- skipun. Láta landbúnaðarhéröð Kjósarsýslu kjósa með Borgarfirði en leggja Akranes með Gullbringu- Kjósarsýslu í staðinn. Fengju þá þeir að kjósa hvorir fyrir sig, sem sameiginleg áhugamál eiga. Ættu kjósendur í landbúnaðarhéröðum Borgarfjarðar og Kjósarsýslu að athuga þetta og bera fram óskir sínar fyrir alþingi. Ritstjóri: Tryggvi þárhaQjona. Pranisraiðja Aetæ, h/í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.