Tíminn - 03.11.1923, Qupperneq 1

Tíminn - 03.11.1923, Qupperneq 1
©jaíbfcti og «fgret&slur,a6ur Cim*ns er Sigurgetr ^rifcrtfsfon, Sambanðsfyíisinu, ReYfjauif. \ jL'jagapaii^ VII. ár. Kosningarnar og framtíðin. i. Atriðið sem kosningarnar. sner- ust um fyrst og fremst var þetta: Fær Framsóknarflokkurinn meiri hluta og fær þjóðin þar af leiðandi yfir sig sterka og samstæða stjóm? Framsóknarflokkurinn kepti að þessu marki: að fá ákveðinn meiri hluta. Og margir Framsóknar- manna gerðu sér von um að ná því marki. þeir höfðu það traust til „háttvirtra kjósenda“, að þeir sæu hversu mikið væri undir því kom- ið að fá sterka og samstæða stj órn yfir landið, að þeir sæu ennfremur að tryggilegast væri að fá það vald í hendur þess flokks, sem stendur á grundvelli bændanna og sam- vinnumannanna. Kosningarnar eru ósigur fyrir Framsóknarflokkinn að þessu leyti. það er orðið fyrirsjáanlegt, að flokkurinn nær ekki þessu marki og vantar töluvert á. Til þess að ná meiri hluta þurfti Framsóknarflokkurinn fyrst og fremst að halda öllum sínum gömlu þingsætum, en auk þess að vinna allmörg ný. Nú hefir svo farið, að flokkurinn hefir tapað þrem sætum: á Akur- eyri, Vestur-Skaftafellssýslu og öðra í Rangárvallasýslu — sé talið að Magnús Torfason standi flokkn- um nærri. Hinsvegar hefir flokk- urinn ekki unnið nema 4 ný þing- sæti: í Mýrasýslu, Vestur-Isafjarð- arsýslu, Strandasýslu og annað í Suður-Múlasýslu. Og þó að hann kunni að bæta við sig, eða halda í horfinu í þeim sýslum, sem ófrétt er um, þá vantar mikið á að meiri hluti náist. J)að sem af er hefir flokkurinn að vísu bætt við sig einum flokks- manni og fylt í skörðin, og útkom- an í sumum kjördæmunum er mjög glæsileg fyrir flokkinn.1 En hann hefir beðið ósigur um að ná markinu sem kept var að. Fyrir þjóðina verður afleiðingin þessi: Hún fær ekki yfir sig sterka og samstæða landsstjórn studda af Framsóknarflokksmeirihluta. Ennfremur er mjög hætt við því: „að ekki fáist gerðar þær ráð- stafanir sem Framsóknarmenn telja einar ti-yggilegar um að gæta hagsmuna ríkisins í íslandsbanka. að ekki fáist það samtaka átak sem til þess þarf að reisa við f jár- hag ríkissjóðsins með sparnaði og forsjá, og að ekki fáist framkvæmd öflug innflutningshöft til þess að hækka gengið, og er hér þá aleins gripið á fáum atriðum. II. Morgunblaðið er ákaflega glatt yfir „sigri“ sínum — „sigri“ „Borgaraflokksins", sem það nú lætur grípa yfir nálega alla and- ^stæðinga Framsóknarflokksins. — Morgunblaðið hefir sigrað í sama skilningi sem Tíminn hefir tapað: þessum, að koma í veg fyr- ir að Framsóknarflokkurinn næði svo miklum sigri, að hann fengi meiri hluta. þangað nær „sigur“ þess, en lengra ekki. Og víða ná fulltrúar þess kosningu með sárfárra at- kvæða meirihluta. Hinsvegar verður blaðið að horfa á suma frambj óðendur sína liggja Reykjavík 3. nóv. 1923 í valnum við mjög lítinn orðstýr, t. d. þá Sigurð ráðunaut, síra Gísla Skúlason, Sigurð frá Kálfafelli, Sigurð Kvaran, Guðjón Guðlaugs- son og Jón frá Haukagili — svo að aðeins fáir séu nefndir. Og langflestir hinna nýkjörnu fulltrúa telja sig með öllu lausa við Morgunblaðið og hafa afneitað öllu samneyti við það. Verður það erfitt verk fyi'ir að- alforkólfana að sjócfk flokk upp úr þeim skj aldaskriflum og bauga- brotum. En það verk verða þeir að vinna. Og það verk verður að takast fyr- ir þeim. IH. Engu vissu verður spáð um það, hverjir taka muni sæti í nýrri landsstjórn á næsta þingi. því að, auk annars, er ekki enn frétt um kosninguna úr öllum kjördæmum. „Borgaraflokkurinn“ saman- stendur af mörgum efnum. Mætti fyrst nefna Sjálfstæðisflokksleif- arnar, einkum Sig. Eggerz, Hjört Snorrason, Bjama Jónsson, Bene- dikt Sveinsson o. fl. þá Vísisliðið: Jakob Möller, Magnús Jónsson og ef til vill fleiri, og loks nokkuð mis- lita tvo aðalhópa í kring um Jón Magnússon og Magnús Guðmunds- son fyrverandi ráðherra. Samvinna Vísis og Morgunblaðs- ins við Reykjavíkurkosninguna annarsvegar, og hin nána nýlega vinátta milli Sigurðar Eggerz og Morgunblaðsins hinsvegar, — hvorttveggja bendir sterklega í áttina til samvinnu allra þessara aðila í milli um stjórnarmyndun á næsta þingi. Að lokum sýna ummæli Morgun- blaðsins um það, að allir þessir menn séu í einum flokki, „Borgara- flokki“, og um hinn mikla sigur þessa flokks við kosningarnar — að það er föst ákvörðun að þessir menn myndi stjóm á næsta þingi. Og að svo vöxnu máli verður að telja það víst að þeir geri það. Eft- ir öll digurmælin eru foringjamir í Morgunblaðsliðinu skyldugir til að gera hinar alvarlegustu tilraun- ir til stjómarmyndunar á næsta þingi, með sameiningu allra þess- ara manna. það skal ekki dregið í efa, að þeim takist það. En hitt er því miður hægt að fullyrða með óyggj- andi vissu: það verður hvorki sterk né sam- stæð meirihlutastjórn sem þessir menn mynda. það er því miður svo, að ekkert sameiginlegt áhugamál bindur þessa menn, saman annað en það að vera á móti Framsóknarflokkn- um. þeir eiga engar hugsjónir aðr- ar sameiginlegar. Hugsi menn sér t. d. andstæð- urnar: Bjarni Jónsson — Jón Magnússon — Pétur Ottesen. Eða: Jón þorláksson — Jakob Möller. Eða: Sigurður Eggerz — Magnús Guðmundsson. Eða: Benedikt Sveinsson — Björn Kristjánsson. Eða: Aug. Flygenring — Jón Sig- urðsson. því lengur sem um er hugsað því augljósara verður: að því miður er það svo, að þjóðin fær ekki yfir sig samstæða meirihlutastjóm, þá er „Borgaraflokkurinn“ Morgunblaðs- ins myndar stjórn á næsta þingi. Og því miður er mjög hætt við því að stjórnin sem þeir mynda ■ sitji ekki nema mjög skamma stund. En allra hættulegast er það sem er nálega víst, og það er þetta: þar sem svo margsamsettur „Borgaraflokkur“ myndar stjóm á næsta þingi, verður sami glund- roðinn sem áður um stjórnarfarið sem vei'ið hefir undanfarið og sama festuleysið, sem orðið hefir land- inu svo ákaflega dýrt á undan- förnum árum. — Sem betur fer eru þetta þó ekki annað en spádómar. ----o---- Bolchewickagrýlan. Eins og gengur var mörgu ryki kastað í augu kjósenda við þessar kosningar. En af hálfu Morgun- blaðsins og kosningablaða þess, var einni grýlu veifað meir en nokk- urri annari. Mætti kalla hana Bolrhewickagrýluna. það var sök sér þó að alið væri á hættunni sem stæði af Bolche- wickum í Reykjavíkurkosningunni, því að það er vitanlegt, að einstaka menn eru þó til þar sem aðhyllast kenningar Bolchewicka. Hinsvegar era þessir menn svo fáir og áhrifa- litlir, þótt háværir séu, og verka- menn í Reykjavík hinsvegar svo gætnir menn og rólegir, að það á afarlangt í land að margir úr þeim hóp aðhyllist kenningar Bolche- wicka, að þessari grýlu var geysi- lega misbeitt hér. En þessari grýlu var veifað miklu víðar en í Reykjavík. Henni var veifað um allar sveitir lands- ins. Eitt af kosningablöðum Morgun- blaðsins, sem Magnús Guðmunds- son málaflutningsmaður taldist fyrir, flutti um þetta efni langar og mjög margar greinar. Aðalefn- ið var það að klína Bolchewicka- nafni á marga af helstu bændum landsins, einkum frambjóðendur Framsóknai’flokksins og á leiðtoga samvinnumanna. Og út um sveitir landsins héldu útsendarar Morgunblaðsins áfram þessum skrípaleik. Norður í Húnavatnssýslu var unnið á móti einum mætasta og ráðsettasta bónda á landinu, Guð- mundi Ólafssyni í Ási, á þeim gnindvelli, að hann væri Bolche- wicki. Sama var sagt um Jakob Líndal og sjálfsagt líka um rit- stjóra Tímans við Strandasýslu- kosninguna. Á Austurlandi voru þeir þorleif- ur Jónsson í Hólum og Sveinn ól- afsson frá Firði kallaðir Bolche- wickar. Sjálfur núverandi 1. þing- maður Rangæinga leyfir sér að gefa þetta sama í skyn um helstu leiðtoga samvinnumanna. Loks gefur einn af helstu rithöf- undum Morgunblaðsins, Ámi Árnason frá Ilöfðahólum, út flug- rit, rétt fyrir kosningarnar, og tek- ur sér þar fyrir hendur að sanna, að allir bankastjórar Landsbank- ans séu Bolchewickar. Henni var sannarlega þrautveif- að framan í kjósendurna Bolche- wickagrýlunni, af Morgunblaðslið- inu fyrir kosningamar. Og þeir börðu sér á brjóst og sögðu: „það er alveg satt“, alveg eins og í sög- unni hans Andersens, þegar ein fjöður varð að fimm hænum. Bolchewickagrýlan er hlægileg- asta fyrirbrigðið 1 allri kosninga- hríðinni. það er hlægilegt og ekkert annað en hlægilegt að vera að klína Bolchewickanafni á mætisbændur og leiðtoga samvinnumannanna. það ber vott um alveg einstakan skort á rökum að grípa í annað eins hálmstrá og þetta. Árangurinn getur ekki orðið annar en sá að hlaða undir þessa sárfáu menn í Reykjavík, sem hnig ið hafa að kenningu Bolehewicka. því að alt landið veit það, hver einasti hugsandi íslendingur veit það, að enginn jarðvegur er til neinsstaðar á íslandi fyrir kenning ar Bolchewicka og verður áreiðan- lega ekki í nánustu framtíð. Vafalaust leggur Morgunblaðið þessa grýlu sína á hylluna eftir kosninguna. það veifær henni ekfci aftur fyr en við næstu kosningar. En sögulega er hún merkileg þessi Bolchewickagrýla. Hún er órækur vottur um það, hvað fulltrúar Reykjavíkurvaldsins voru vit- grannir um að velja meðölin sér til sigurs í kosningahríðinni. Hvíli hún þar í friði, þangað til við næstu kosningar. ----o---- Enn um „fúlmenni“ og „ódrengi“. þeir eru líka „landráðamenn“. Eg bjóst við, að útrætt væri mál- ið um hina fólskulegu árás Gunn- ars Egilssonar á David östlund, og „marga hina merkustu borgara Reykjavíkur og Gullbringusýslu", sem hahn kallaði „fúlmenni“ og „ódrengi". Eg bjóst við að G. E. notaði sér það, og vinir hans fyrir hans hönd, að hann er farinn af landi burt. þeir mundu reyna að láta gleymskuna breiða yfir ófar- irnar. Og eg ætlaði þá að hlífa hon- um við frekari óförum. Mér þótti alveg nóg komið fyrir hann. En þetta hefir farið á annan veg. Einhver „a“, maður sjáanlega mjög nákominn G. E. heldur rit- deilunni áfram í Morgunblaðinu og herðir á vitleysunum. Verður að taka þetta mál í nokkrum liðum. En eg skal vera sem stuttorðastur. Aldrei hefir nokkur maður, sem eg hefi átt í ritdeilu við, legið jafnvel við höggi sem „a“ þessi. 1. „a“ heldur því fram fyrst, að aðdróttanir G. E. um fúlmensku og ódrengskap hafi alls ekki átt við þessa menn sem undirrituðu ávarp- ið, heldur við mig einan. Fúlmensk- an og ódrengskapurinn sé sá, að eg hafi birt ávarpið í Tímanum. það hafi þeir ekki ætlast til að gert yrði, hinir sem undirrituðu, ávarp- ið. — þetta er vandræðalegasta vörn sem eg hefi séð nokkurn mann grípa til í opinberri ritdeilu. Fyrst og fremst sýna orð G. E. það eins greinilega og unt var að hann beindi þessum orðum til allra ávarpsmanna, sbr. t. d. orðin: „hvort eg muni ekki standa jafn- keipréttur, þrátt fyrir aðkast slíkra manna og þessara“. það sem G. E. reiddist yfir var það, að ávai-psmenn töldu þjóðinni skylt að tortryggja G. E. í þessu máli. þessvegna notaði hann stóryrðin. Og þessi ummæli brunnu jafnsárt á honum hvort sem þau komu fram í blaði eða í opinberu skjali til þingsins. — En svo er þess að geta til viðbótar, að vitanlega tók eg það ekki upp hjá sjálfum mér að birta ávarpið. Mér var blátt áfram falið að gera það af öllum undir- ritendum. það var flýtt fyrir und- irskriftunum til þess að þær kæmu út einmitt þennan dag í Tímanum. CIm«ns «t í Samban6eíf4*iiw. ©pin iaglega 9—{2 f. b- Simi 49«. v 1 ... 39. bl&ð 2. Hversvegna var ávarpið birt? Vitanlega til þess að gefa því áherslu. Og tilgangurinn með því var sá, meðal annars, að knýja það fram í þinginu, að Einar Kvaran og Sveinn Björnsson yrðu sendir til Spánar, af því að templarar töldu þjóðinni skylt að tortryggja G. E. þessvegna eni það svo rót- laus ósannandi, að með þessu hafi verið að fara á bak við Einar Kvaran. það var einmitt verið að styðja Kvaran, að koma því til leið- ar að hann yrði sendur. Fáryrðin Gunnars eru svo ástæðulaus sem verða má. 3. En það er meira blóð í kúnni hjá ,,a“ þessum. I fyrri hluta grein- arinnar er hann að bera blak af mönnunum sem undirrituðu ávarp- ið, en dembir öllu á mig. En síðar í greininni kemur hann upp um sig og sýnir að hann er jafnreiður undirritendum sem G. E. Hann heldur því fram, að „nöfn margra bestu og merkustu stuðnings- manna Goodtemplarareglunnar hér á Suðurlandi standa ekki undir ávarpinu“. Og annarstaðar í grein- inni kallar hann undirritendur „landráðamenn“, því að hann veit vel að þeir réðu allir birtingu ávarpsins og Morgunblaðið hefir kallað mál það landráðamál sem hann vitnar í. þeir eru því alveg samsekir um stóryrðin G. E. og „a“. Að svo mæltu eru þeir báðir úr sögunni G. E. og „a“, við þann orðstír sem þeir hafa unnið til. En eg þarf aftur að snúa málinu til templaranna. það er kunnugt að Templararegl- an hefir orðið fyrir töluverðum árásum vegna aðstöðu ýmsra manna hennar til bannmálsins upp á síðkastið. Tíminn hefir algerlega leitt það mál hjá sér. Og eg ætla að yona að ekki þurfi að því að reka, að átelja þurfi templara í þessu efni. En eg get ekki neitað því, að mér þykir það mikil furða, að ekki skuli enn hafa heyrst eitt einasta orð frá einum einasta templara sem teljandi sé, hvorki frá Einari Kvaran né blaðinu Templar um þetta mál, þessi ósköp sem G. E. hefir látið dynja yfir merkustu menn reglunnar. Hverju sætir sú þögn? Eg vona enn að það sé tilviljun. Tr. p. ----o---- Síðustu kosnínga fréttir Eftir að prentaðar voru innri blaðsíður blaðsins bárust þessar kosningafregnir. í Suður-Múlasýslu var endurkos- inn Sveinn Ólafsson bóndi í Firði í Mjóafirði með 893 atkv. og með honum Ingvar Pálmason útvegs- bóndi í Norðfirði með 838 atkv. Magnús Gíslason sýslumaður fékk 610 atkv. og Sigurður Kvaran læknir 467 atkv. — þeir eru báðir Framsóknarflokksmenn Sveinn og Ingvar. I Norður-ísafjarðarsýslu var kosinn Jón Auðunn Jónsson fyrr- um bankaútbússtjóri á ísafirði með 785 atkv. Jón Thoroddsen stúd. jur. fékk 384 atkv. og Arngr. Fr. Bjarnason í Bolungarvík fékk 83 atkv. Jón A. Jónsson var áður þingmaður Isafjarðarkaupstaðar. Hann er í Morgunblaðsliðinu. ----o----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.