Tíminn - 03.11.1923, Side 3

Tíminn - 03.11.1923, Side 3
T 1 M I N N 147 Þýskalandi muni ætla aö nota vandræðin og glundroðann sem þar er til þess að hefja byltingu. Muni Rússar þá ætla að koma þeim til hjálpar. — Gengi þýska marksins er orð- ið lægra en rúblunnar rússnesku. — Á árunum síðustu fyrir styrjöldina unnu venjulega um 90 þús. verkamenn í hinum miklu skipasmíðastöðvum á Skotlandi. Nú vinna þar ekki nema 27 þús. menn. Mikill fjöldi þessara verka- manna hefir flutt til Canada og Bandaríkjanna. Eru Englendingar áhyggjufullir út af því að missa svo marga fagmenn á þessu sviði. — Áætlað er að á næsta ári muni enski flotinn þurfa 400 þús. smá- lestir af kolum. Fyrir fáum árum var árseyðslan nálægt l1/} milj. smálestir. Svo mjög notar flotinn nú olíu í stað kola. — Á Rússlandi hefir tímatalinu nú loks verið breytt svo það verð- ur hið sama og í öðrum löndum Norðurálfunnar. Næsti dagur eftir 30. sept. síðastliðinn var talinn 14. október. — Skipstjóri á ameríkönsku skipi, sem lá í höfninni í Yokohama þegar jarðskjálftinn kom, lýsir viðburðunum meðal annars á þessa leið: Klukkan 11,55 mín. fyrir há- degi fór skipið alt í einu að hrist- ast afskaplega. Leyndi sér ekki, þá er litið var til lands, að jarðskjálfti var kominn. Húsin hrundu hvert af öðru og eftir fáar mínútur varð ekkert séð á landi, því að þykt ryk- ský huldi alt. þegar rykið fór að hverfa, var kominn upp eldur á mörgum stöðum og að hálfum tíma liðnum stóð öll borgin í björtu báli. pá kom töluvei’ður vindur af landi og varð alveg óvært á höfninni fyrir reyk og afskaplegum hita. Öll skip sem lágu á höfninni leituðu nú út á rúmsjó og var mesta mildi að ekki varð tjón að, því að hvað eftir annað lá við að hin stóru skip rækjust á. Kl. 5 eftir hádegi hætti skipið sér aftur nær landi og gat þá bjargað 250 manns, mörgum mjög særðum. Eldurinn geysaði alla nóttina og morguninn eftir gat ekkert skip farið inn á höfn- ina, því að logandi olía flaut um hana alla. ——o------ Dr. Jón JJorkelsson þjóðskjala- vörður er nú á góðum batavegi. T Kosningaúrslitin. Úrslit kosninganna eru nú orðin kunn í langflestum kjördæmum. Um eitt eru kosningarnar mjög merkilegar. Aldrei fyr hafa þær verið svo vel sóttar. Góða veðrið á kosningadaginn veldur þar miklu um. En auk þess var víða hið mesta kapp á ferðum. í Reykjavík fékk B-listinn 4944 atkvæði, en A-listinn 2492 atkvæði. Ógild voru 26 atkvæði, en 15 seðlar voru auðir. Hafa þannig 7477 sótt kjörfund í Reykjavík. Allir gömlu þingmennirnir vom endurkosnir. Af B-lista: Jón þorláksson verk- fræðingur, Jakob Möller ritstjóri og Magnús Jónsson dósent. En af A-lista: Jón Baldvinsson forstjóri. — Jón þorláksson er r Morgun- blaðsflokknum og Jón Baldvinsson jafnaðai-maður. En hinir tveir hafa undanfarið talist í Sjálfstæð- isflokknum. I Gullbringu-Kjósarsýslu voru kosnir: August Flygenring kaup- maður í Hafnarfirði með 1457 atkv. og Bjöni Kristjánsson með 1369 atkv. Sigurjón Ólafsson af- greiðslumaður fékk 708 atkv. og Felix Guðmundsson kirkjugarðs- vörður 566 atkv. — Báðir hinir kjömu þingmenn verða hiklaust taldir í Morgunblaðsliðinu. Aug. Flygenring hefir áður átt sæti á þingi, fyrir nokkrum árum, og var þá konungkjörinn. í Snæfellsnessýslu var Halldór Steinsson læknir endurkosinn með 666 atkv. Guðmundur Jónsson frá Narfeyri fékk 214 atkv. og Jón bóndi Sigurðsson í Hofgörðum 24 atkv. Mesti fjöldi kjósenda hefir setið heima í þessari sýslu. Brást það á síðustu stundu að Framsókn- armenn hefðu þar fulltrúa í kjöri. — Halldór Steinsson er í Morgun- blaðsflokknum. 1 Dalasýslu var Bjarni Jónsson frá Vogi endurkosinn með 420 atkv. Theódór Arnbjarnarson ráðunautur fékk 314 atkv. — Hef- ir Bjarni hingað til lengst af talist í Sjálfstæðisflokknum, hvað sem verður. Telur Morgunblaðið sig eiga hann með húð og hári. I Vestur-ísaf jarðarsýslu var Ás- geir Ásgeirsson kennari kosinn með 620 atkv. Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum fékk 341 atkv. — Ásgeir er Framsóknarflokks- maður. Kaupið íslenskar vörur! Mreini Blautsápa Mreinf. Stangasápa Mreini Handsápur Hreini K e rti Hreini Skósverta Hreini Gólfáburður Reinn Styðjið íslenskan iðnaðl 1 ísafjarðarkaupstað var kosinn Sigurjón Jónsson útgerðarmaður með 440 atkv. Haraldur Guð- mundsson frá Gufudal fékk 439 atkv. Morgunblaðið telur Sigurjón Jónsson í sínum flokki. í Strandasýslu var kosinn Tryggvi þórhallsson ritstjóri með 377 atkv. Magnús Pétursson bæj- arlæknir fékk 281 atkv. Kosningin var með afbrigðum vel sótt. Kusu um 90%. í einum hreppi kusu all- ir sem á kjörskrá voru nema einn einasti. í Vestur-Húnavatnssýslu var pórarinn Jónsson kosinn með 262 atkv. Jakob bóndi Líndal á Lækja- móti fékk 235 atkv. þórarinn var áður 2. þm. Húnvetninga, er sýsl- an var óskift. Hann er í 4Morgun- blaðsliðinu. f Austur-Húnavatnssýslu var kosinn Guðmundur Ólafsson bóndi í Ási með 394 atkv. Sigurður bóndi Baldvinsson á Kornsá fékk 314 atkv. Guðmundur var áður 1. þm. Húnvetninga. Hann er Framsókn- arflokksmaður. f Skagaf jarðaisýslu voru gömlu þingmennirnir endurkosnir: Magn- ús Guðmundsson málafærslumað- ur með 901 atkv. og Jón Sigurðs- son bóndi á Reynistað með 839 atkv. Jósep Björnsson kennari á Iíólum fékk 495 atkv. og Pétur Jónsson bóndi á Frostastöðum 423 atkv. Magnús og Jón eru báðir í Morgunblaðsliðinu. Á Akureyri hlaut kosningu Björn Líndal lögfræðingur á Sval- barði með 656 atkv. Magnús Krist- jánsson landsverslunarforstjóri fékk 613 atkv. — Morgunblaðið telur Björn Líndal í sínu liði. í Suður-þingeyjai-sýslu var Ing- ólfur Bjarnason bóndi í Fjósa- tungu endurkosinn með 877 atkv. Sigurður bóndi Jónsson á Arnar- vatni fékk 377 atkv. —- Ingólfur er Framsóknarflokksmaður. Á Seyðisfirði var endurkosinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfó- geti í Reykjavík með 197 atkv. Karl Finnbogason skólastjóri fékk 178 atkv. — Jóhannes er í Morgun- blaðsflokknum. í Austur-Skaftafellssýslu var þorleifur Jónsson frá Hólum end- urkosinn. Er ekki frétt um at- kvæðatölu, en 124 atkv. meiri hluta hafði hann haft fram yfir Sigurð Sigusðsson frá Kálfafelli. — þor- leifur er Framsóknarflokksmaður. I Vestur-Skaftafellssýslu var kosinn Jón Kjartansson lögfræð- ingur með 455 atkv. Lárus bóndi Helgason í Kirkjubæjarklaustri fékk 316 atkv. — Morgunblaðið telur Jón í sínu liði. í Rangárvallasýslu voru kosnir: síra Eggert Pálsson á Breiðabóls- stað 1 Fljótshlíð með 692 atkv. og Klemens Jónsson atvinnumáláráð- herra með 651 atkv. Einar Jónsson á Geldingalæk fékk 641 atkv., Gunn ar Sigurðsson lögfræðingur 623 atkv. og Helgi Skúlason á Herríðar- hóli 62 atkv. — Hinn fyrnefndi hinna kjörnu þingmanna er í Morgunblaðsliðinu, hinn síðar- nefndi • í Framsóknarflokknum. Báðir eiga langa þingsögu að baki. í Vestmannaeyjum var kosinn Jóhann p. Jósefsson útgei’ðarmað- ur með 652 atkv. Karl Einarsson sýslumaður fékk 354 atkv. — Moi’gunblaðið telur Jóhann í sínum flokki. I Árnessýslu voru kosnir: Magn- ús Torfason sýslumaður með 769 atkv. og Jörundur Brynjólfsson bóndi í Skálholti með 766 atkv. þorleifur bóndi Guðmundsson í þorlákshöfn fékk 587 atkv., Ingi- mar prestur Jónsson á Mosfelli 537 atkv., Sigurður ráðunautur Sigurðsson 489 atkv., síra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni 207 atkv. og Páll bóndi Stefánsson á Ásólfs- stöðum 155 atkv. -— Báðir hinir ný- kjönxu þingmenn hafa áður setið á þingi, Magnús Torfason mun standa Framsóknai’flokknum mjög næri’i í skoðunum. Jönindur Bryn- jólfsson er Framsóknai’flokksmað- ur. Eins og áður er sagt urðu þrír þingmenn sjálfkjöi’nir: Pétur þórðarson bóndi í Hjörsey fyrir Mýrasýslu. Hefir hann lýst því yf- ir að hann sé Framsóknarflokks- maður. Benedikt Sveinsson fjo-ir Norður-þingeyjarsýslu. Hann hef- ir verið í Sjálfstæðisflokknum, og Pétur Ottesen fyrir Borgarfjarð- arsýslu. Hann er í Morgunblaðs- liðinu. ----o----- „Borgaraflokkur“. Morgunblaðið kallar nú flokk sinn „Borgara- flokk“ og telur í honum nálega alla hina nýkosnu þingmenn, sem eru andstæðingar Framsóknar- flokksins. Nafnið er vel valið að því leyti að venjulega var kaup- maðurinn nefndur „borgari“ í gamla daga og víða enn. — Boi’g- araflokkur þýðir því sama og kaupmannaflokkur. — 1 gær segir Morgunblaðið frá því hvei’jir séu í stjórn hlutafélagsins sem gefur út Moi’gunblaðið og Lögréttu. það eni þeir: John Fenger stórkaup- maður, Carl Proppé stórkaupmað- ur og Garðar Gíslason stórkaup- maður. — Borgaraflokksnafnið er réttnefni. Látinn er 31. f. m. síi’a Björn Björnsson prestur í Laufási í Höfðahverfi, bróðir Hjörleifs bónda á Hofsstöðum í Miklaholts- hreppi og Erlends bónda á Breiða- bólsstað á Álftanesi. Kvæntur var síra Björn Ingibjörgu dóttur síra Magnúsar Jónssonar í Laufási, systur Jóns Magnússonar fyrrum forsætisi’áðherra, og eiga þau mörg börn á lífi. Hann var nálægt hálfsextugu, fjörmaður og vel látinn. Móse. Samkvæmt því ætti sá ekki að vera sekur við sjötta boðorðið, sem lítur konu gimdarauga, ef meira er ekki að gert, og þó ein- hver hati bróður sinn, er honum það syndlaust, ef hann gætir sín að drepa hann ekki. Kröfum síra Jóh. er fullnægt. Ekki dettur mér í hug, að nokkrum manni takist að fram- fylgja til fulls hinum háleitu boð- um Krists, en því ofar sem stefnt er yfir ána, því ofar verður lent hinu megin við bakkann, enda þótt straumurinn beri alt af nokkuð úr leið. þess vegna tek eg boðorð Krists framar boðorðum Móse, og mun kenna börnum mínum þau fyrst, hvað sem sr. Jóhannes seg- ir og gerir. Kristur benti eitt sinn lögvitr- ingi nokkrum á, hvert væri æðsta og helsta boðorð lögmálsins, það boðorðið, sem hin öll væru í raun- inni innifalin í, en það var elska guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. þetta boðorð er ekki tekið með í hinum alkunnu tíu boðorðum Móse. Hinsvegar er eitt boðorðið klofið í tvent, þar sem er 9. og 10. boðoi’ðið. Allir geta skilið, að þar er enginn efnismun- ur. Hvers vegna er þá látið svo heita, sem þetta séu tvö boðorð? Gæti ekki sr. Jóh. og „fylgismenn hans, ef nokkrir eru“, að minsta loosti sætt sig við að öðru hvoru þeirra yrði slept úr nýja kverinu, en kærleiksboðorðið sett í staðinn sem 10. boðorðið ? Sr. Jóh. skilur ekki, hvað eg á við með „fræðum Lúters“, og fjargviðrast mikið yfir því, ef þar sé átt við trúarjátninguna, faðir- vorið, skímar- og altarissakra- mentið. En eg bjóst við, að í þessu þyi’fti hann engrar uppfræðslu við. Eg gerði ráð fyrir, að hann vissi, að Lúter hefir ekki samið hina svo- kölluðu postullegu trúai’j átningu og því síður faðii'vorið eða innsetn- ingarorð skírnar- og altarissakra- mentisins, og tel því rangt að kalla þetta hans fræði, þótt svo sé gert, en skýringar við þetta hefir hann samið, og það eru því réttnefnd Lútersfræði. Elgurinn, sem sr. J. veður út af þessu, verður því sem flest annað í grein hans marklaust hjal. i Sr. Jóh. virðist vera mér sam- mála í því, að sleppa megi að skað- lausu úr kverinu skýringum Lút- ers, en tekur sig þó á aftur og vill af ræktarsemi við hinn gamla kirkjuföður láta læra þær. Annars er ekki gott að átta sig á, hvað greinarhöf. á þarna við, og getur verið að eg misskilji hann. þegar eg átti tal um það á kenn- araþinginu, að sleppa bæri skýr- ingum Lúters við fræðin, benti eg sérstaklega á skýringu hans á hin- um einföldu boðum Ki’ists um að skíra allar þjóðir. Eins og kuhnugt er, nægja Lúter ekki hin óbrotnu orð Krists um að skíra til nafns föður, sonar og heilags anda, held- ur vefur þau inn í torskilda orða- flækju, svo sem það, að skírnin sé „ekki algengt vatn eingöngu, held- ur vatnið guðs boði umvafið og guðs orði samtengt“. Svo á hún að „valda fyrirgefning syndanna, frelsa frá dauðanum og djöflinum og gefa eilífa sáluhjálp“ o. s. frv. þá kemur spurningin um, hvernig vatn fái gert slíka hluti, og því svarað viðstöðulaust, „að vatn geri það sannarlega eigi, heldur guðs orð, sem er með og hjá vatninu og trúin sem treystir slíku guðs orði í vatninu, því án guðs orðs er vatn- ið algengt vatn og engin skírn, en með guðs orði er það skírn, náðai’- ríkt lífsins vatn og laug hinnar nýju fæðingar í heilögum anda“. Svo síðast klausan um hinn gamla Adam, sem á að drekkjast og deyja með öllurn syndum og gimdum o. s. frv.*) Eg get ekki skilið, að kirkja Kx-ists bíði stórt tjón við að slíkt væri felt niður úr barnalærdómn- um, en börnunum sagt í þess stað, að þegar kirkjan skírir ungbömin, þá sé verið að framkvæma sömu at- höfn og mæðurnar gei’ðu forðum, þegar þær komu með bömin sín til Jesú til þess að hann blessaði þau. Ef kii’kjan hefði haldið fram *) Annars væri nauðsynlegt, að prestar gæfu heimilunum og kennur- unum í hverri sveit bendingu um i byrjun skólaársins, hverju þeir vilja láta sleppa úr kverinu og hvað þeir leggja einkum áherslu á að sé lært. Með því móti gætu Helgakver og Klavenesskver verið nothæf, en þeirra tel eg hið siðartalda talsvert betra, einkum vegna tilvitnana. *inna í gúð- spjöllin. þeirri einu skýringu á skírnarat- höfninni, hefðu sennilega aldrei neinir foreldrar skorast undan að færa börn sín til skírnar, eins og því miður á sér nú stundum stað. Ungbarnaskíi’nin getur aldrei, hvað sem öllum hártoganaskýring- um líðui’, átt neitt skylt við iðrun- ar- og afturhvarfsskírnina. Og sé hún skýrð og skilin rétt, er hún hin fegursta og sjálfsagðasta athöfn. Kemur það hér fram sem oftar, sem síra Kjartan í Hmna mintist á í ágætri sýnodusx-æðu, að menn hafa í góðri trú en af gi’átlegum misskilningi með trúfræðikerfum og „skýringum“ skygt svo á Krist, að hann er horfinn fjöldanum. Sama vandræða-„skýringin“ hjá Lúter er á innsetningaroi’ðum alt- arissakramentisins, og veit enginn, hve mörgum sú skýring hefir bægt frá guðs boi’ði. það er stórfreistandi að fara miklu meir út í þessa sálma, en hér verður að nema staðar. En ef til vill fæ eg síðar tækifæri til þess. Vonandi fer síra Jóhannes líka aftur á stað, eða einhver skoðana- bræðra hans, honum ekki ósnjall- ari, en þá þyrfti hann samt að vera betur „uppfræddur“. Sr. Jóh. til maklegs heiðurs skal þess að síðustu getið fyrir lesendum „Tím- ans“, að í lok greinar sinnar biður hann fyrirgefningar á að hafa „vitnað um skoðun sína“. Sýnir þetta best, að þessi heiðui’smaður hefir þó haft einhverja óljósa hug- mynd um, að eitthvað væri bogið við grein hans. þessi fyrirgefning skal honum nú fúslega veitt. En í bróðemi vil eg að lokum minna hann og alla skoðanabræður hans, bókstafsþjóna og „fræða“-dýrk- endur, á þá alvarlegu staðreynd, að nú fer sem flóðalda yfir lönd- in krafan sú, að skyggja ekki á Krist. Flóðaldan er komin alla leið hingað á norðurkjara. Við erum að sjá það, fyrir guðs náð, fleiri og fleiri, að við höfum „í góðri trú“ verið „véltir margTÍ blekking“. Nú krefst eg þess fyrir mitt leyti, að þið, þessir stóru, skyggið ekki á Krist fyi’ir mér, en þó þið heyrið ekki þá kröfu, þá vei’ðið þið að heyra kröfu barnanna um endi- langt Island, þegar þau hrópa til ykkar: Farið þið frá birtunni! Skyggið ekki á ljósið! Auðkúlu, 30. ág. 1923. Bjöi-n Stefánsson. ----o---- Morgunblaðið afneitar harðlega öllu samneyti við Áma á Höfða- hólum um útgáfu níðritsins um Landsbankann. — Náið er nef aug- um og var ekki nema eðlilegt að gex-t væri ráð fyrir vitorði blaðsins. — En hvenær byrjar Árni svo að rita aftur í Morgunblaðið ? Sigurður Skagfeldt söngmaður efndi til söngskemtunar 1 annað sinn í haust í Bámhúsinu um miðja vikuna og lauk með góðum orðstýr sem áður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.