Tíminn - 10.11.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1923, Blaðsíða 4
1B2 T í M I N N Tarzan-sög’urnar eftir Edgar Rice Burroughs, koma út smátt og smátt. Sögumar hafa fengið óhemjuútbreiðslu í enskumælandi löndum og eru að koma út á fjölda tungu- mála. A íslensku eru komnar: „Tarzan“, „Tarzan snýr aftur“ og „Dýr Tarzans“. Fyrsta útgáfa af „Tarzan" seldist á 2 mánuðum, 2. útgáfa kom í sum- ar. Hver saga kostar aðeins 3 kr. — eða 4 kr. á betri pappír + 50 aura í burð- argjald, séu allar keyptar i einu. Séu bækurnar keyptar hver út af fyrir sig, verður burðargjaldið 80 aurar. — Sent gegn póstkröfu um alt land. Athugið. Skemtilegri sögur til þess að stytta kvöldvökuna mun erfitt að fá. — Burðargjaldið fellur alveg burtu séu 5 eða fleiri bækur keyptar i einu. — Sendið strax pöntun til Afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík. Getið þess, í hvaða blaði þið lásuð auglýsinguna. Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hór segir: "V indlax: Cabinet........... 100 stk. kassi kr. 35.10 Cyclop............ 50 stk. kassi kr. 14.70 Carmen (Schmidts). 50 stk. kassi kr. 14.70 Superb........... 100 stk. kassi kr. 28.75 Chic (Sihmidts)... 25 stk. kassi kr. 6.50 Valido............. 50 stk. kassi kr. 13.25 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingsko8tnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. HjSLncisvrerslxAxx. are að það hafi verið mjög rætt um eitt skeið á Englandi að neyða Danmörku í stríðið til þess að geta komið enska flotanum inn í Eystra- salt. Hafi þá og verið í ráði að nota flotann til þess að loka alveg að- flutningum til þýskalands þá leið- ina og ennfremur að flytja rúss- neskan her til landgöngu einhvers- staðar á Norður-þýskalandi. — Franskt-ameríkanskt félag hefir ákveðið að stofna til reglu- bundinna flugferða yfir Atlants- hafið á næsta vori, í apríl eða maí. Norðurálfustöðin á að vera í Se- villa á suður Spáni en Ameríku- stöðin í Buenos-Aires. Fjögur stór Zeppelin-loftför eiga að annast ferðirnar og eiga hvert að geta tek- ið 30 farþega með farangri. Búist er við að hver ferð taki venjulega 30 tíma, en minna í hagstæðu veðri. — 35 % af gullforða heimsins er nú geymdur í Bandaríkjunum. — För Lloyds Georges til Banda- ríkjanna er orðin hin mesta sigur- för. Hvarvetna þar sem hann talar er honum tekið með kostum og kynjum. Meðal annars heimsótti hann einn fjölmennasta Indíána- kynflokkixm — Sioux-Indíánana. Gerðu þeir hann að heiðursfélaga kynþáttarins og gáfu honum nafn- ið: Tveir ernir. Á annar örninn að merkja ófriðarins Lloyd George en hinn friðarins. Hann var skreyttur fjöðrum og fékk að gjöf boga og örfar. Síðan reykti hann friðar- pípuna með öldungum kynþáttar- ins. — En þó að Lloyd George sé tekið með kostum og kynjum vest- ur þar, eru litlar líkur taldar á að hann vinni nokkuð á um aðalerind- ið sem er, að fá Ameríkumenn til að skerast í leikinn um að stofna til friðar í Norðurálfunni og ganga í Alþ j óðabandalagið. — Massaryk, forseti tjekkó- slafneska lýðveldisins, var á ferð á Frakklandi nýlega. Lét þá Mille- rand Frakkaforseti stofna til geysi- lega mikilla heræfinga til þess að sýna honum herafla Frakklands. Fyrir augum forsetanna var stofn- að til stórorustu. Voru notaðar meðal annars fullkomnustu fall- byssur sem eru til í heiminum, sem skjóta 100 kílóa þungum sprengi- kúlum 23 kílómetra langa vega- lengd og eru mjög nákvæmar. Flugvélar og „tankar“ tóku þátt í orustunni. Hundrað herflugvélar hófust á loft í einu, skipuðu sér í sjö fylkingar og vörpuðu sprengi- kúlum. En 120 „tankar“ biðu reiðu - búnir í hálfhring til þess að hefja árásina. Hafði þetta verið afburða tilkomumikil sjón. Foch marskálk- ur var förunautur þeirra forset- anna og skýrði orustuna. — Talað er um að þetta viti á nánara hern- aðarsamband milli Frakklands og Tékkó-Slafa. — Nefnd hefir verið skipuð á Englandi til þess að rannsaka möguleikana fyrir því að koma á reglubundnum flugferðum milli Englands og Indlands. — Nýlega hefir verið grafið upp, á British Museum í London, hand- rit, sem nú er talið eitthvert dýr- asta handrit sem til sé í heimin- um. Handritið er af leikriti í mörg- um þáttum og eru á því margar rithandir. Er það talið fullsannað að einn þáttur handritsins sé eig- inhandarrit Shakespeares. þar sem rithönd Shakespeares er áður óþekt, nema undirskrift hans und- ir skjöl, þykja þetta afarmerkileg tíðindi, enda á í hlut leikritaskáld- konungur hins enska heims a. m. k., ef ekki alls heimsins. — Stórtíðindi berast nú síðustu dagana frá þýskalandi. Ógurlegar óeyrðir eru um alt landið vegna dýrtíðarvandræðanna. Er róið und- ir bæði af kommúnistum og keis- arasinnum. Hafa Frakkar haft við orð að koma á hermenskueftirliti um alt þýskaland er framkvæmt væri af liðsforingjum Banda- manna. Én þýska stjómin mótmæl- ir því harðlega og hótar að eftir- litsmennirnir verði óðara teknir fastir ef þeir komi til þýskalands. Óeyrðunum er jafnframt mjög beint gegn Gyðingum og eru eink- um rændar þær verslanir sem Gyð- ingar eiga. Ríkisstjómin hefir dregið saman vopnað lið um alt rík- ið og heitir á allar stéttir manna að veita stjórnarvöldunum liðs- styrk. Hinsvegar er sagt að franska herforingjaráðið sé undir það búið að senda franskan her inn á þýskaland, nái þjóðernissinnarn- ir völdunum. ---o---- Tuær máUslniiir. Brynjólfur þórðarson sýndi ný- lega í K. F. U. M. allmikið af góð- um myndum. Brynjólfur er að vísu mjög ungur málari, en þó liggur eftir hann töluvert, einkum af góð- um landslagsmyndum. I fyrra- haust átti hann lítið á listasýning- unni. Hafði stjórn sýningarinnar leikið hann eins og Ríkarð Jónsson nú: Neitað góðum og velgerðum myndum eftir hann, en tekið 1 j ótar og ósmekklegar myndir eftir „þverhandarstrikamálara“. Yfir- leitt hefir dómnefnd listvinafélags- ins hin síðustu ár hossað með því sem lengst er frá heilbrigðri skyn- semi. Má það heita furðulegt, þar sem jafn ráðsettir menn og Ás- grímur Jónsson og þórarinn hafa þó haft aðstöðu til að ráða nokkru í þessari nefnd. En nú hélt Brynjólfur sýningu sem var góð, og honum til sóma. Tvær andlitsmyndir voru þar, önnur af móður málarans, hin af gömlum manni í bænum. þær myndir eru báðar ágætar, enda blátt áfram, gamaldags og sann- ar. Móðurmyndin hefði vel getað verið nokkurra alda gömul, eftir einhvern Hollending, sem málaði mannsandlitin eins og þau eru. Af þessum myndum tveimur má gera sér töluverðar vonir um andlits- myndir Brynjólfs. þá hafði Brynjólfur gert tölu- vert margar, litlar en hugðnæmar vatnslitamyndir. þær seldust nær því allar fyrsta daginn sem sýn- ingin var opin. Yfir þeim var létt- ur og ljúfur vorblær, eins og æsku- kvæðum þorst. Erlingssonar. þá hafði B. þ. nokkrar allstór- ar landslagsmyndir úr Fljótshlíð og víðar. Margar þeirra voru vel gerðar, en á sumum mátti sjá, að málarinn nálgaðist lítið eitt, en þó sér til skaða, þverhandarstefnuna. Litlu síðar sýndi Jón þorleifs- son frá Hólum í Listvinahúsinu. Hann dvaldi síðastliðinn vetur í Kaupmannahöfn og voru nokkrar af myndum hans þaðan. En flest af eftirtektarverðustu málverkun- um voru úr átthögum hans í Hornafirði. List Jóns þorleifssonar hefir breyst nokkuð hin síðustu ár, við dvöl hans í Frakklandi og Khöfn. Yfir æskumyndum hans var ein- hver æfintýrablær. Fölir litir, draumkendar línur og einskonar tunglsljóssbirta. Nú er Jón þor- leifsson orðinn meiri veruleikamál- ari. Litir hans eni sterkari. Lín- urnar fastari. En um leið hefir andi hins nýja tíma snortið hann, og síst til bóta, fremur en aðra. En þrátt fyrir þessa ágalla, serri fyrst og fremst má kenna aldarhættin- um, hafði Jón þorleifsson svo mikið til brunns að bera, að mörg hin dýrari af málverkum hans seld- ust þegar í stað. En við báða þessa málara og þá aðra íslenska lista- menn, sem meir en þeir hafa vikið frá einfeldni sannrar listar: Varið ykkur á yfirlæti og ósannindum þverhandarstefnunnar. Sýnið heim inn eins og hann er og eins og heil- brigðir menn sjá hann, en ekki eins og hann kann að birtast veikl- uðum og voluðum sálum. Hafþór. -----o---- ' Hellismenn. Nálega 30 ár eru lið- in síðan það leikrit Indriða Einars- sonar var leikið hér í bænum síð- ast. Nú hefir Glímufélagið Ármann byrjað að leika það. Er allur út- búnaður ágætur. Leiktjöldin af- bragð, máluð af Eiríki Jónssyni og búningarnir sömuleiðis. En vitan- lega er leikurinn ekki nógu full- kominn hjá einstökum byrjendum, t. d. heyrðist ekkert til Kalmans- tungubóndans, og þó eru mikil til- þrif í. Hellismennirnir eru t. d. yf- irleitt vel og myndarlega leiknir. Aðalnlutverkið, Guðmund bónda- son í Kalmanstungu, leikur dóttur- sonur og nafni höfundarins, sonur Jens Waage bankastjóra. Færist hann mikið í fang í fyrsta sinn. En líklega er þar á ferðinni mikill leikari. — Reykvíkingar launa Ár- menningum áreiðanlega vel fyrir- höfn þeirra og vandvirkni. Nauðsynleg bók. Fyrir 10 árum síðan bauð þjóðráð norskra kvenna til samkepnis um að rita: Heilsu- fræði ungra kvenna, og hét til þess verðlaunum. Verðlaunin hlaut Kristiane Skjeme. Bókin var gefin út 1914 og er talin hin merkileg- asta. Nú hefir bók þessi verið þýdd á íslensku. Hefir það gert Dýrleif Árnadóttir cand. phil. frá Skútu- stöðum og er þýðingin ágæt, en Steindór Gunnarsson prentsmiðju- stjóri gefur bókina út og eru i henni margar ágætar myndir. Bók þessi á að komast „inn á hvert ein- asta heimili". Eiga bæði þýðandi og útgefandi miklar þakkir skyldai- fyrir bók þessa. Ekkert orð hefir enn heyrst frá Templurum út af árásum Gunnars Egilssonar á marga af merkustu félagsmönnum Reglunnar, og um- mælum hans um að veist hafi ver- ið að Einari Kvaran á fúlmannleg- an hátt og ritstjóri Tímans hafi farið á bak við aðra undirskrifend- ur. ávarpsins um birtinguna. Hversu lengi á að bíða eftir hljóði úr horni? / Grýlur. Alþýðublaðið getur þess að það sé vanþekkingu einni að kenna að Bolchewickanafnið lætur illa í eyram Islendinga. Seinheppi- leg er sú yfirlýsing fyrir Alþýðu- blaðið sjálft. Hefir það nú komið út í mörg ár og ekki einu sinni megnað að bæta úr þessari „van- þekkingu“. Nýlátin er á Akureyri frú Guð- rún Runólfsdóttir, ekkj a síra Matt- híasar Jochumssonar. Hún var á áttræðisaldri, stórmerk kona. Kirkjuhljómleikar. Páll Isólfs- son efndi til hljómleika í dómkirkj- unni í þessari viku. Lék sjálfur nokkur lög á orgelið og stýrði söng- flokki karla og kvenna. Mesta lag- ið var flutt með meiri viðhöfn en áður hefir þekst hér, því að auk þess sem leikið var undir kór- söngnum á orgelið, léku 8 menn einnig á strokhljóðfæri. Eru þessir kirkjuhljómleikar Páls ísólfssonar einhver mesti viðburður ársins í listalífi höfuðborgarinnar. „Borgaraflokkur“. Morgunblaðið lýsir því nú yfir, að nafnið „Borg- araflokkur“ sé „ekki annað en bráðabirgðanafn“. þeim hefir ekki þó „borgara" == kaupmannsnafn- ið sigurvænlegt. Leitt er ef ekki getur einu sinni orðið samkomu- lag um nafnið. Hvað mun þá um málin ? Pétur Ólafsson konsúll er ný- kominn heim úr markaðsleitarferð sinni um Eystrasalts- og Mið-Ev- rópulöndin. Verður fróðlegt að heyra um árangur ferðar hans. Einar á Bjólu. þegar sagt var frá verkfallstilraun hans við Djúpóss- fyrirhleðsluna hér í blaðinu, var svo að orði komist, að hann hafi verið þar verkstjóri, en þetta var eigi rétt. Verkstjórinn var Sigurð- ur Ólafsson bóndi í Ilábæ, og þeim manni var vitanlega takmark fyrir- hleðslunnar meira virði en fjárhæð daglaunanna. Dánarminning. Eyjólfur Dið- riksson frá Gljúfurárkoti var fæddur í Vatnsholti í Grímsnesi 1. apríl 1894, sonur Diðriks sem nú býr í Bakkarholtsparti í Ölfusi, Stefánssonar hreppstjóra í Neðra- dal Stefánssonar sama staðar por- steinssonar í Dalbæ Stefánssonar prests í Steinsholti þorsteinssonar smiðs í Auðsholti Jónssonar og Ólafar Eyólfsdóttur frá Seli í Grímsnesi Ólafssonar á Arngeirs- stöðum í Fljótshlíð Eyjólfssonar sama staðar Jónssonar. Móðir Ólaf- ar var Gróa Hjörleifsdóttir aðstoð- arprests Oddssonar prests á Stóra- Núpi Sverrissonar. — Eyjólfur sál. ólst upp og dvaldi hjá foreldrum sínum í Vatnsholti til þess er hann vorið 1920 festi kaup á jörðinni Gljúfurárholti í Ölfusi, sem hann hélt síðan og yrkti sjálfur upp frá því, og mundi hafa gert lengur, hefði honum enst aldur til. — Eg sem þessar línur rita hafði fyrst kynni af Eyjólfi sál. +v,';r tveim árum, og get því sagt með sanni að hann var maður einkar vel gefinn til sálar og líkama, mesti dugnaðar og fjörmaður bæði til sjós og lands, stakur reglumaður, síglaður og skemtilegur í viðmóti og kom mjög vel fram við alla, sem honum kynt- ust, var allvel skynsamur, en nokkuð dulur í skapi og lét ekki altaf í ljós þótt hann kendi sér ein- hvers meins, en var þrátt fyrir það sístarfandi meðan heilsa og kraft- ar leyfðu, þar til nú á síðastliðnu vori að hann veiktist af brjóst- Dægradvöl Gröndals Enginn bókamaður getur án hennar verið. Einn ritdómari segir meðal annars um hana: „— — Allir þeir, sem elska hreinskilnislega og djarfa frásögn og kunna að meta orðsins og „stílsins" snild, ættu að fá sér þessa bók, og þeir munu að lestr- inum loknum komast að raun um það, að þeir hafi aldrei hlegið jafn oft og jafn hjartanlega að nokkru sem þeir hafa lesið, að Heljarslóð- arorrastu undanskilinni“. Verð ib. kr. 15,00, skinnb. 17,00. Hafið þér ekki ráð á að greiða hana með t. d. 5 krónum á mánuði? Eða eruð þér ekki meiri bókamaður en svo, að þér viljið láta hana vanta í bókahilluna ? Fæst hjá öllum bóksölum. í prentun er: Borgin við sundið (framhald Nonna) eftir Jón Sveinsson. Vísnakver Fornólfs. BÓKAVERSLUN ÁRSÆLS ÁRNASONAR. Byrjað er að prenta á Seyðis- firði 16 ai’ka bindi af hinum ágætu pjóðsögum Sigíúsar Sigfússonar frá Eyvindaiá. Móti pöntun tekur Ben. S. pór- arinsson, Laugavegi 7, Reykjavík. himnubólgu, og mun afleiðing hennar hafa orðið banamein hans. Hann andaðist að Minniborg í Grímsnesi þann 16. ágúst þ. á. 29 ára gamall, og var jarðsunginn að Mosfelli 30. sama mánaðar. Að frá- falli hans er því afarmikill söknuð- ur, að verða að sjá á bak svo nýt- um og góðum efnismanni, sem stóð í blóma lífsins og leit út fyrir að verða stoð sveitar sinnar í fram- tíðinni. O. S. Símskeyti barst Tímanum um miðja vikuna frá Sigurði búnaðar- málastjóra Sigurðssyni. Er hann staddur á skipi, á leið frá Græn- landi til Danmerkur. Lætur hann hið besta yfir ferðinni. Handritasöfn Landsbókasafns- ins. þriðja hefti fyrsta bindis er nýkomið út af Skrá um Handrita- söfn Landsbókasafnsins. Doktor Páll E. Ólason semur. Er nú komið hátt á 17. hundrað með 4to. hand- ritin. Mannalát. Sigurður Oddsson bóndi áður í Gröf í Mosfellssveit og síðar á Gufunesi er nýlátinn hér í bænum á níræðisaldri. Hann var mesti atorku og sæmdarmaður. — A. V. Carlquist kaupmaður varð bráðkvaddur hér í bænum fyrir síð- ustu helgi. Látinn er hér í bænum Tómas Jónsson afgreiðslumaður í bókabúð Guðmundar Gamalíelssonar. ísfiskssala botnvörpuskipanna til Englands gengur enn ágætlega. Ritatjóri: Tryggvi Itórltaflasea. Pmifetmifije .Aeta h/i*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.