Tíminn - 15.12.1923, Page 2

Tíminn - 15.12.1923, Page 2
166 T 1 M I N N Eftir Guðmund Davíðsson umsj ónarmann á pingvöllum. t>egar Alþingi var stofnað á pingvöllum árið 930, var það eitt af fyrstu störfum þess að dæma sér þar land til eignar og umráða og gera það að almenningi. Ari fróði segir svo frá í íslendingabók, þar sem hann talar um stoínun Al- þingis: „Maður hafði sekur orðið um þrælsmorð eða leysingja, sá er land átti í Bláskógum. liann er nefndur þórir kroppinskeggi — en sá hét Kolur er myrtur var; við hann er kend gjá sú, er þar er köll- uð síðan Kolsgjá, sem hræin fund- ust. Land það varð síðan allsherj- arfé, en það lögðu landsmenn til Alþingis neyslu. Af því er þar al- menningur að viða til Alþingis í skógum, og á heiðum hagi til hrossahafnar“. þau munnmæli lifðu á 18. öld, að Kolsgjá væri gjá sú, sem liggur austanverðu við Leirana í beinu áframhaldi af Háugjá, í stefnu að Ármannsfelli. Ef þrælsmorð þetta hefði ekki vilj að til, er sennilegt að Alþingi hefði orðið að kaupa land af póri, eða að taka það á leigu. En hefði þingið neyðst til þess að taka leiguland til afnota, er óvíst að pingvellir hefðu átt svo langa og merka sögu, sem raun varð á. Enginn veit nú, hve land það var víðáttumikið, eða hver tak- mörk þess voru, sem dæmt var af Póri og gert að ríkiseign. En eftir því að dæma, hvað menn á þeim dögum námu stór lönd, má gera ráð fyrir, að það hafi ekki verið neinn smáræðis blettur, sem þórir kastaði eign sinni á. Eru því allar líkur til, að landnám hans hafði náð alt til fjallanna, sem eru umhverf- is þingvelli. Landið hafði öll þau hlunnindi, sem þingheyjendur gátu ekki án verið, meðan þeir dvöldu á þing- völlum. þar var nægur skógur til eldsneytis, nógir hestahagar og gott veiðivatn. Eftir því sem gerð- ist hér á landi, var skógurinn stór- vaxinn og gróðursæll. Fornmenn Að greiða veginn. Prédikun á 1. sunnudag í adventu. Eftir próf. Harald Níelsson. Greiðið veg drottins, gjörið bein- arbmutir hans. Sérhver lægð skal fyllast upp, og sérhver hæð og hóll skal lækka; krókarnir skulu verða beinir og ójöínurnar skulu verða að sléttum götum; og alt hold mun sjá hjálpræði Guðs (Lúk. 3, 3—6). Naumast mun unt að benda á nokkur ummæli í heilagri ritning, sem lýsi betur því hlutverki, er kirkjunni er falið, en þessi fáu orð í Lúkasarguðspjalli. þetta er það, sem kirkjan á að gera á öllum tím- um: að greiða veg Drottins, svo að mennimir fái komið auga á hjálp- ræði Guðs. þegar löngu fyrir Krists daga var sá boðskapur borinn fram, því að orðin í Lúkasar-guðspjalli eru tekin úr síðari kafla hins merka Jesaja-rits, en notuð til þess að lýsa undirbúningnum undir komu Krists á Gyðingalandi forðum. Alt af hefir þetta verið þrá þeirra, sem báru velferð mannanna og hjálp- ræði Guðs fyrir brjósti — að greiða veginn. Og ef svo var um spámenn hins gamla sáttmála, hví skyldi það þá ekki líka vera þrá þeirra, sem bera málefni Krists innilegast fyrir brjósti á öllum tímum? Greiðið veg drottins! ætti því að vera einskonar kjörorð kirkjunnar í öllum Iöndum, og vissulega ekki síður nú á tímum en ella. Ekki síst virðist eiga við að minnast þessa í dag, fyrsta sunnu- dag í adventu. það er upphafsdag- haia erxaust Oxoí.ö ao rkcg- inum í burtu, þar sem þeir settu þingið niður. Útlit þingvalla, eins og það er nú, ber þess ljósan vott, að skógur hefir vaxið þar, sem nú er blásiö og bert. Hestahagar hafa aðallega verið upp á heiði, fyrir of- an Almannagjá og norður með Ár- mannsfelli. Oft kom fyrir, að mörg þúsund hestar voru geymdir á þingvöllum, þá dagana, sem þing stóð yfir, hlutu því hestahagarnir að vera víðáttumiklir og grösugir. Landnám Ingólfs Arnarsonar náði að Öxará, og er mjög líklegt, að eitthvað af því, einkum það, sem lá næst þingvöllum, hafi verið fengið til Alþingisneyslu, og til viðbótar allsherjar landeigninni. Raunar hefir ekki landnám hans náð neðan til að Öxará, þar sem hún fellur nú um þingvöll, ef það er rétt, sem ritað er, að fornmenn hafi veitt ánni ofan í Almannagjá, úr farveginum fyrir neðan Brúsa- staði og Kárastaði, eftir að Alþingi var stofnað. það vildi svo vel til, að þingstað- urinn var valinn í strjálbygðu hér- aði, þar sem landrými var mikið, svo að nágrannabændurnir skyldu ekki verða fyrir átroðningi af þingheyjendum eða hestum þeirra.. En eigi mun hafa liðið á löngu áð- ur en einstakir menn fóru að hola sér niður með búhokur á allsherj- arlandi þjóðarinnar. Smábýli munu hafa risið þar upp og tekið sér afmarkað svæði til afnota. Sennilega hafa menn þessir reynt að hafa sem mestar tekjur af þinghaldinu. Ölkofra seldi t. d. þingmönnum öl og gerði sér það að atvinnu á Alþingi. Aðrir höfðu hrossageymslu á hendi fyrir þá sem sátu á þingi. Fengu þeir drjúgan skilding fyrir það. Sam- kvæmt lögum áttu þeir að fá 1 alin fyrir hvert hross, sem þeir gættu um þingtímann. Geymslukaupið átti að greiðast „miðvikudag í mitt þing í búanda kirkjugarði“. Óbein- línis er gert ráð fyrir því í hinum fornu lögum, að þingheyjendur þurfi ekki að borga hagatoll. Og að ætlast er til að hestunum sé haldið á landareign ríkisins. Bendir það á að þar hafi verið nóg landrými fyrir mörg þúsund hesta, sem oft varð að geyma þar um þingtím- íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreina Stangasápa Hreini Handsápur Hreini K e rt i Hreini Skósverta HreinS. Gólfáburður REINN Styðjið íslenskan iðnað! kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði bvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíldð. ann. Menn sem bjuggu nálægt þingstaðnum og höfðu hesta- geymsluna á hendi, fengu því miklar tekjur. þingheyjendur höfðu gagn af nábýli þessara manna, og því ekki viljað amast við bústað þeirra á allsherjarlandinu. það var ekki siður í fornöld, að menn settu þar saman bú, sem alls engar slægjur voru fáanlegar, þó að landkostir væru að öðru leyti góðir, því að stórhætta var að treysta eingöngu á útibeitina að vetrinum, þó að hún væri góð. Höfðu menn dæmi Hrafnaflóka fyrir sér í því efni. í þingvalla- hrauni var ekkert slægjuland, en skógar miklir; var því ekki að slægjast eftir heyskap að reisa þar bú, heldur hafa hlunnindin ráðið mestu, sem menn höfðu af þing- haldinu. pau hafa að miklu leyti bætt upp engjaskortinn. Eftir að kirkja var reist á þing- völlum, og staðurinn gerður að prestssetri, náði hún undir sig hrauninu og kotunum, með öllum gögnum og gæðum, nema einhverju af þinghelginni og hestahögum. þegar frá leið fóru prestarnir að bruðia skóginum út og braska með hann til utansveitarmanna. Enda var skógur í flestum nálægum sveitum farinn að ganga til þurðar, eða jafnvel sumstaðar horfinn með öllu, þegar fram í sótti. Mönn- um var því nauöugur einn kostur að sækja raftvið og viðarkol í pingvailaskóg. Um annað eldsneyti var ekki að ræða, sem notað varð til járnsmíða. Um miðja 15. öld fékk Skálholtskirkja leyfi fyrir skógarhöggi á pingvöllum og lét fyrir reka, er hún átti í Herdísar- vík. Á 17. og 18. öld, þegar konungs valdið var í algleymingi á Bessa- stöðum, var nálega hver bóndi í Mosfellssveit kvaddur til að sækja raftvið til pingvalla og flytja suð- ur að Bessastöðum. Áttu þeir að fara 1—3 ferðir á ári, með 2 hesta , • I • vidinn. pá fcngu ög aðrir ut- Io;,fi ul nö rcvija raftvið í pingvaliaskóg og gera þar til kola. Var kolahesturinn seldur á 5 álnir og raftviðarhesturinn jafn- mikið. petta voru töluverðar tekjur fyrir kirkjuna, eða þó öllu heldur fyrir prestinn. Hafi Alþingi einhverntíma fengið kirkjunni af- notarétt á pingvallalandi með lög- um, þá má gera ráð fyrir, að hvorki presti né nokkrum öðrum þar eystra hafi verið gefin heimild til að versla með skóginn, heldur að- eins fengið hann til eigin afnota. Með réttu lagi hefði því prestur átt að standa skil á verði fyrir seld viðarkol og raftvið, til þingsins. pannig misti Alþingi smám sam- an tangarhaldið á landeign sinni, sem það í fyrstu hafði dæmt sér til handa, og hafði full umráð yfir. Og vegna afskiftaleysis þingsins, hvernig með landið var farið.komst svo langt, að einn pingvallaprest- urinn, Jón Halldórsson (1703— 39) gerðist svo djarfur að fara fram á að fá gjald fyrir átroðning, er hann þóttist verða fyrir af Al- þingi, þá dagana að sumrinu, sem það starfaði á pingvöllum. Hefir hann líklega helst viljað bola þing- inu alveg í burtu. Hann kærði fyr- ir konungi, Kristjáni VI., átroðn- ing af hestum þingmanna og usla, sem stafaði af búðagerð á staðn- um, og beiddist bóta fyrir. Vegna þráheiðni prests lét Skálholtsbisk- up honum í té meðmæli. En alt varð þetta samt árangurslaust. Og var það aðallega að þakka J. H. Laf- renta amtmanni, sem hér var þá. Hefði prestur komið sínu máli fram, við konung, er 1 íklegt að hann hefði getað sett Alþingi stól- inn fyrir dyrnar, svo að það hefði orðið að hröklast burt frá ping- völlum — frá sinni eigin landar- eign. pegar Alþingi hætti að koma saman á þingvöllum, afsalaði það sér á engan hátt tilkalli til þing- staðarins framvegis. Staðurinn hélt áfram að vera allherjareign eftir sem áður, og er það enn í dag. Sama gildir um alt umhverfi hans, sem upphaflega var lagt til Alþing- is neyslu, þegar þingið var stofnað. ur kirkjuársins, samkvæmt gamalli venju. pá hefir átt að minna með sérstökum hætti á komu Krists til safnaðarins; fyrir því hefir þá ver- ið farið með söguna um innreið hans í Jerúsalem — hún tónuð frá altarinu við hámessuna, enda þótt það sama guðspjall sé og notað á pálmasunnuaag. Svo mikil áhersla hefir verið á það lögð, að gera mönnum ljósa hugmyndina um komu Krists til safnaðarins með hverju nýju kirkjuári. Sálmar þess sunnudagsins lýsa þessu sama. Vér eigum að slá „hjartans hörpustrengi“, því að „konungurinn konunganna kemur nú til sinna manna“. Hann kemur til þess að gefa oss nýtt náðar- eða líknarár. pá tvo sálmana í sálmabók vorri, þar sem þessi hugsun kemur innilegast fram, syngjum vér við guðsþjón- ustu vora í dag. Sumt í orðalaginu er lánað frá sálmum Gyðinga, þeim er þeir sungu, er þeir fögn- uðu komu guðs síns til Zíonar. Eins og ísi-aelsþjóðin var nefnd konu-heiti gagnvart þjóðarguðin- um Jahve, svo var og síðar söfnuð- ur kristinna manna nefndur brúður Krists. pegar lýsa átti innileika- sambandinu milli Israelsþjóðarinn- ar og guðs hennai', eða síðar kær- leikssambandinu milli Krists og safnaðarins, þá var því líkt við kærleikssamband milli manns og konu, eða brúðguma og brúðar. Hver nýr afmælisdagur kirkju- ársins átti að minna á þetta, að brúðguminn kæmi enn af nýju að vitja brúðarinnar. Vér heyrðum rétt áðan, hvernig ávarpið er orðað: „Pú, brúður, Kristi kær, ó kom, þín heill er nær! pig nálgast góður gestur“. pað er þeim gesti, sem á að ryðja braut til safnaðarins, að hjörtum mannanna, ekki aðeins þennan sunnudag, heldur alla sunnudaga ársins. Er það ekki meginstarf kirkjunnar í mannfélaginu, að fá bæði gamla og unga til að veita þeim lávarði lotning? Er það ekki sannfæring kristinna þjóða, að heill hvers þjóðfélags sé því betur komið, því fleiri sem þeir einstakl- ingar þess eru, er láta leiðast af anda hans og lifa eftir fyrirmælum hans? Til hvers nýtur þjóðkirkjan verndar og styrks ríkisins, nema til þess að vinna að þessu? Vel má vera, að sumum finnist aðeins þörf á að boða komuna, fá söfnuðinn til að ganga til móts við brúðgumann; annað þurfi ekki að gera. peir hinir sömu verða að lík- indum ekki varir við, að neinir tálmar eða ójöfnur séu á veginum, peim finst leiðin, sem drotni eða lávarði safnaðarins er ætlað að fara að hjörtum fólksins, sé bæði bein og slétt. En það finst fyrir- rennurunum, eða þeim, sem falið er sérstaklega að undirbúa kom- una, aldrei. Spámanninum fanst það ekki forðum. Jóhannesi skír- ara fanst það ekki heldur. Lúter og siðbótamönnum 16. aldarinnar fanst það ekki. Og svo hefir verið um umbótamenn kirkjunnar á öll- um tímum. Áreiðanlegt er, að fjölda nútímamanna finst engan veginn brautin svo bein sem hún ætti að vera og miklu hólóttari og grýttari en hún þyrfti að vera. Ef þeir elska Krist, ef þeir telja það hamingju þjóðar sinnar og allra þjóða, að mennirnir sannfærist um ágæti kenningar hans og lífernis hans og taki af alvöru að hegða sér eftir því hvorutveggja, þá hlýtur þeim að vera það áhugamál, að veg ur drottins sé gerður greiður — brautin látin vera sem beinust og jöfnust, sem brúðguminn á að ganga að hjörtum mannanna. Nú er það talið víst, að dæma megi menning hvers lands nokkurn veginn eftir því, hversu góðir þjóð- vegirnir eru, sem liggja um landið, og samgöngutækin yfirleitt. Enn eru vegir hér á landi mjög lélegir, bornir saman við vegi flestra ann- ara landa. pó voru þeir enn verri áður. peir hafa stórbatnað við framfarir og vaxna menning síðari ára eða síðasta mannsaldurs. En hvenær sem vér höfum átt von á konungsheimsókn, hefir eitt vort fyi’sta verk verið að senda út menn til að ryðja vegina eða jafna þá og bæta. Allir landsmenn hafa viljað greiða veg konungs og gera brautir hans sem beinastar. Öllum tálmum var rutt úr vegi, þeim er menn réðu við. 1 byrjun hvex-s kirkjuárs fögnum vér komu hans, sem hverjum jarð- neskum konungi er meiri. pess vegna er vissulega ástæða til þess fyrir alla þá, sem falið er að ein- iiverju leyti að annast kirkjumál- ni cg andlegan hag þjóðarinnar, að spyrja sjálfa sig, hvort þessari mildu skyldu hafi verið fullnægt: „Greiðið veg drottins, gerið beinar brautir hans!“ pegar spámaðurinn var að hugsa um komu drottins síns og útmála hana fyrir sér, þá fanst honum ríða svo afarmikið á því, að vegurinn yrði gerður greiður, alt grjót tínt burt, brautin gerð slétt og bein. Og’ með sínum eldheita áhuga og í inni- leik trúar sinnar og sannfæringar setti hann sér þessa hugsjón: „Sér- hver lægð skal fyllast upp, og sér- hver hæð og hóll skal lækka; krók- arnir skulu verða beinir og ójöfn urnar skulu verða að sléttum göt- um“. petta var honum eitt skilyrði fyrir því, að mennirnir gætu séð hjálpræði Guðs. Vegur drottinc varð að vera beinn og sléttur. Ætti ekki þessi sami áhugi að vera ríkjandi hjá kirkjunni enn í dag? Hún er ein elsta og stærsta stofnun vors litla þjóðfélags og hún hefir þetta hlutverk, er hún hefir sjálf löngum talið veglegt: ao ryðja drotni veg að hjörtum mann- anna og þá ekki síst að hjörtun: hverrar nýrrar kynslóðar, að hjört um hinna ungu og óreyndu. Getur nokkrum af oss dulis aö vanræksla á sér stað í þessum efn um? pað er ekki verið að hugsa u i að gera veg drottins greiðan, held ur hitt: að halda öllu í gömlu horí". víkja eigi svo á beri frá erfiken: ingum umliðinna kynslóða og í : venjum liðinna tíma. Pað ex ]■ miður ekki Krists eigin lærdómi; sem situr í öndvegi kirkjuniv heldur trúarlærdómar liinn kirkjulegu erfikenningar, eins r þeir hafa verið að myndast í ma; ar aldir. Og til þess að ekkerí v: við þeim raskað, er æfagömi’; venjum og siðum haldið við í kix unni, þó að hugsanir nútíðarmar. séu fyrir löngu frá þeim vaxnru mikill fjöldi manns orðinn þre;> L og leiður á þeim. Með þessum h: . ■ er nýjum tálmum rutt á brauí í stað þess að ryðja gömlum t um af henni. Fyrir skömmu átti eg tal

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.