Tíminn - 12.01.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1924, Blaðsíða 1
©jaíbfeti 09 afgrei&slur*a6ur íimans er Sigurgeir 5ri&rifsfon/ Sambanbsfjúsnnu, Keyfjapíf. YIII. ár. Utan úr heimi. Baráttan um steinolíuna. prjú olíufélög' ráða mestu á steinolíumarkaðinum. Standard Oil er kunnast hér á Islandi, hinn ame- ríski auðhringur, sem íslendingar hafa unnað svo lítið. Annað heitir Shell. J>að er aðallega enskur hring- ur, einkafyrirtæki, sem að því er virðist er í nokkurri samvinnu við Standard Oil, um að halda verð- inu uppi. Hið þriðja heitir Anglo- Persian. Árið 1913 keypti einn hinn nafnkendasti af hinum frjáls- lyndu ensku ráðherrum, rúmlega helminginn af hlutabréfum þess, til að tryggja breska flotanum næga olíu með sannvirði. Við stríð- ið og friðarsamningana færði þetta félag mikið út kvíarnar. Hefir það geysimiklar olíulindir, bæði í Persa- landi og víða um heim. Enska stjórnin hefir tvo gæslustjóra í stjórn fyrirtækisins, en blandar sér ekki að öðru leyti í stjóm þess. Gæslustjórar þessir geta bannað þær aðgerðir og framkvæmdir fé- lagsstjórnarinnar, sem þeim þykja koma í bága við þjóðarhagsmuni. ]?að er þetta félag, sem byrgir nú Landsverslun Islands með stein- olíu. I haust var það hljóðbært í Eng- landi, að kaupsýslumenn í aftur- haldsflokknum lögðu fast að Baldwinsstjórninni að selja hluta- bréf ríkisins í Anglo-Persian. Og ef afturhaldsmenn hefðu sigrað við kosningarnar, er lítill vafi á, að þeir hefðu knúð fram þessa sölu. Um sama leyti komi út bók í Eng- landi eftir einn af aðalmönnunum í Anglo-Persian. Leggur hann ein- dregið til, að stjórnin selji. Að vísu játar hann, að fyrirtækinu hafi verið vel stjómað og sparað rík- inu mikið fé í olíukaupum. En höf. fylgir auðmannastefnunni. Hann segir, að ef félagið yrði eign ein- stakra gróðamanna, myndi það græða meira. J?á gengi það inn í fult samstarf við hina tvo hringa, Shell og Standard Oil. Gæslustjór- ar stjórnarinnar yrðu þá ekki til fyrirstöðu um að hækka verðið. Kosningamar skáru úr, að ekk- ert verður úr sölu á hlutunum. Frjálslyndi flokkurinn og verka- menn eru báðir móti sölunni. Hef- ir Baldwin verið gert aðvart um vilja andófsmanna og hann játað að hafa fengið þessa aðvörun. Hann hefði haft formlegan rétt til að gera að vilja flokksbræðra sinna í þessu efni. En í Englandi hefði það þótt hin mesta ósvinna, að flokkur, sem var að fara frá völd- um, hefði ráðið til lykta stórmáli í andstöðu við meiri hluta þingsins. þegar hljóðbært varð um ráða- brugg afturhaldsmanna, til að hækka olíuverðið,' komu þegar í stað kröftug mótmæli frá olíuneyt- endum um alt England. Margir þeirra (bifreiðaeigendur) eru í flokki efnamanna, sem þess vegna hefðu átt að geta þolað hækkunina. En þeir vita hvað „hringar" ganga langt í álagningu og vilja ekki missa þetta alþjóðarfyrirtæki undan yfirráðum borgaranna. Eins og nú er komið, sýnist full- víst, að enska ríkið muni, bæði vegna sinna eigin þarfa og þegn- anna, halda fast við að láta Anglo- Persian halda steinolíuverðinu niðri. ** -----0----- ('• • Stofnun Eimskipafélags íslands var gleðilegur vottur um það, að íslendingar gátu þó einu sinni verið samtaka um að hrinda þjóð- þrifamáli í framkvæmd. Og þrátt fyrir alt sem síðar hefir komið á daginn, er það svo enn, að flestum íslendingum er alveg sérstaklega ant um Eimskipafélag íslands og mættu ekki til þess hugsa að því hlektist nokkuð verulega á. En Eimskipafélag Islands lifir ekki og dafnar ekki af góðum ósk- um eingöngu. það þarf meira til. Og það þarf til fyrst og fremst, að þeir sem ráða yfir flutningunum til og frá landinu, láti skip félagsins sitja fyrir flutningum. Á stríðsárunum og allra fyrstu árin eftir stríð var enginn vandi að reka skipaútgerð. Eftirspurnin eft- ir skipsrúmi var svo mikil og flutn- ingsgjöldin svo há. En síðustu ár- in hefir annað orðið uppi á ten- ingnum. Nú veldur fjárkreppan því, að flutningaþörfin minkar. Nú er samkepnin um flutningana afar- hörð. Stæðu allir þeir Islendingar, sem flutninga þarfnast í einhverri mynd, einhuga saman um það að láta Eimskipafélagið sitja fyrir flutningunum, væri alt gott og blessað. En annarsvegar vill verða misbrestur á því og hinsvegar er þess að minnast, að útlendir kaup- sýslumenn ráða yfir óeðlilega miklu af flutningum til og frá landinu, og svo mun það vera um marga þá menn, að þeir forðast beinlínis viðskifti við Eimskipafé- lagið, sitja um það beinlínis að láta keppinauta þess flytja fyrir sig. Sameinaða félagið danska hefir lengi verið aðalkeppinautur Eim- skipafélagsins, en nú síðast bætist við mjög hörð samkepni frá Björg- ynjarfélaginu. Eftir mjög góðri heimild má flytja þá fregn, að það kemur fyrir hvað eftir annað um þau skip Eim- skipafélagsins, sem sigla til Norð- ur og Austurlands frá útlöndum, að þau flytja varla til annara en kaupfélaganna á þessu svæði. Ástæðan er sú, að á þessu svæði eru kaupfélögin nálega einu inn- lendu verslanirnar og aðalkeppi- nautarnir eru útlendir kaupmenn eða verslunarfélög og þessir út- lendingar virðast beinlínis forðast viðskifti við Eimskipafélag Is- lands. pessi barátta útlendu kaupsýslu- mannanna gegn innlenda skipafé- laginu er þannig mest áberandi á Norður- og Austurlandi, en það mun óhætt að fullyrða, að hennar gætir alstaðar á landinu. þetta á að verða öllum almenn- ingi kunnugt á Islandi. Vafalaust er öllum hugsandi mönnum það ljóst, hver hætta landinu stæði af því, bæri Eimskipafélag Islands að einhverju leyti skarðan hlut frá borði í samkepninni. Ætti þetta með öðru að opna augu almennings fyrir því, hver hætta landinu stendur af hinum út- lendu kaupsýslumönnum hér á landi. Um að verjast þessu ættu inn- lendu kaupsýslumennirnir að standa fast með kaupfélögunurn um að styðja Eimskipafélag ís- lands, því að um þau er það kunn- ugt, að þau eru langtryggustu og öruggustu viðskiftamenn þess. Morgunblaðið sagði nýlega frá því, hversu illa fór fyrir Færeying- um, er þeir stofnuðu sitt innlenda eimskipafélag. Vegna svika í fyrstu og síðar vegna framkomu dönsku kaupmannanna á Færeyj- um varð sá félagsskapur að engu. Morgunblaðið má vita, að marg- ir furðuðu sig á því, að það flutti þá fregn. því að á því liggur hinn þyngsti grunur um að það sé langt um of vinveitt útlendu kaupmönn- unum, sem hér reka viðskifti. -o- I. Fyrir þúsund árum gerði eitt sinn vetur mikinn og hallæri norð- ur í þingeyjarsýslu. Komu bændur á fund að þverá í Laxárdal að Ljóts hofgoða og' það sýndist mönnum ráð á samkomunni að heita til veðrabata. En um það urðu menn varla ásáttir, hverju heita skyldi. Vill Ljótur því láta heita að gefa til hofs, en bera út börn og drepa gamalmenni. Hefir saga þessi verið tekin til marks um hörkuna í hinum forna átrúnaði forfeðra okkar. Enda urðu margir til að styðja þessa til- lögu Ljóts hofgoða. þó náði hún ekki fram að ganga. Áskell goði, einhver göfgasti maður sem frá er sagt í íslendingasögum, sagði að ráðlegra væri, að gera skaparanum tign í því, að duga gömlum mönn- um og leggja þar fé til, og fæða upp 'börnin. Og svo lauk nú þessu máli, að Áskell réð, þó að margir menn mæltu í móti í fyrstu; og öllum þeim, er réttsýnir voru, þótti þetta vel mælt. II. Mikill vetur og hallæri, í miklu víðtækari merkingu en forðum norður í þingeyjarsýslu, gengur nú yfir þetta land. Eftir rúman mánuð koma full- trúar þjóðarinnar saman á fund og mun öllum mönnum sýnast það ráð að heita til veðrabata, þ. e. að leita ráða til þess að bjarga landinu úr fjárkreppunni. Og þá er að minnast ráðs Ljóts hofgoða. Harðlyndur hefir hann verið karl sá. En hann fór beint af augum, var það sem nú er kallað hagsýnn. Til þess að létta á átti að farga þeim af fóðrum, sem ekki gátu unnið að framleiðslunni, sem voru ómagar. Mikið hefir þjóðin breyst á 1000 árum. Hverjum einasta manni hryllir nú við ráði Ljóts hofgoða. En þá mæltu margir menn í móti í fyrstu er Áskell goði vildi fara aðra leið. Og þó verður það enn ljósara af öðru, hversu mikið þjóðin hefir breyst. Nú vilja margir hverfa að því ráði, í fjármálaharðindunum, að fækka starfsmönnum ríkisins, leggja niður óþörf embætti og hætta við þær stofnanir og störf, sem komust á meðan veltiárin voru sem mest. Er það alviðurkent að hver ein- asti atvinnurekandi fer þannig að og á að fara þannig að, þegar hann ekki hefir efni á að halda verka- manninn, eða þörf fyrir hann lengur, þá segir hann honum upp. Og vitanlega á ríkið að fara eins að og það hefir enn ríkari skyldu til að gera það, því að það á að sjá um, að sem allra flestir hlutfalls- lega af borgurunum starfi að framleiðslunni, en sem fæstir þurfi að lifa á framleiðendunum sem op- inberir starfsmenn. En hvernig er þessum tillögum tekið? Varla ein einasta hefir náð fram að ganga. því er kastað fram- an í þá menn, sem að þessu ráði vilja hníga, að þeir vilji ganga af embættismönnunum dauðum, þeir vilji kasta embættismönnunum út á kaldan klaka 0. s. frv. 0. s. frv. þrátt fyrir hina alviðurkendu nauðsyn að spara mannahald rík- isins, þrátt fyrir háværar kröfur, aðallega frá bændastéttinni, um að gera það, þá hefir það ekki fengist framkvæmt hingað til. Er það ekki dæmalaust hvað þjóðin hefir breyst á 1000 árum. Nú eru þeir menn til, fjöl- margir, sem þykir það jafnhróp- legt að ríkið fækki starfsmönnum, segi upp fullvinnandi fílefldum mönnum, sem vel gætu aflað sér viðurværis við annað, — þeim hryllir jafnmikið við því og ráðinu Ljóts hofgoða að bera út börn og drepa gamalmenni. Hvor öfganna er betri: grimdin Ljóts hofgoða, eða þessi maka- lausa vatnsgrautarmiskunnsemi nútímamannanna ? Væri betra minna og jafnara. III. Hagtíðindin segja frá því, að á síðustu 10 árum hefir tala þeirra manna aukist um hér um bil 50%, sem fást við verslun hér á landi. Hinn stóri verslunarskóli kaup- manna á vitanlega sinn mikla þátt í því, og nú vilja kaupmenn — Morgunblaðið a. m. k. — koma þessum skóla yfir á ríkið, láta reka hann með ærnum kostnaði, til þess að hann anni því að fjölga stéttinni enn um 50% á næstu 10 árum. það er ekki að efa, að starfs- mannafjöldinn hjá því opinbera hefir vaxið eitthvað svipað á sama tímabili. Og embættismannaskól- inn almenni lofar góðu um fram- haldið. þar munu nú vera ekki langt frá þrefalt fleiri nemendur en voru fyrir 15 árum. það stendur ekki á framleiðslunni á því sviði. Báðar þessar stéttir, embættis- menn og kaupmenn, eru ekkert annað en þjónar framleiðendanna. Ofvöxtur í þessum stéttum er blátt áfram plága. Of margir em- bættismenn og kaupmenn eru óþarfir þjónar, eru þungur baggi á þjóðfélaginu. pjóðfélagið er á hraðri leið til glötunar, stefni æ í þá áttina að embættismönnum og kaupmönnum fjölgi hlutfallslega við fólksfjölda og þarfir alþjóðar. Svo hefir nú stefnt undanfarin ár, og svo stefnir enn. Engum dettur í hug að hverfa að ráði Ljóts hofgoða. En hins- vegar dugar hér engin vatnsgraut- armiskunnsemi. það verður að taka fyrir þetta mein frá báðum endum. það verður að fækka embættis- mönnum með lögum og finna ein- hver ráð til að fækka kaupmönn- unum, enda er þessi kaupmanna- fjöldi að drepa alla stéttina sjálfa. Og þjóðfélagið verður að setja ein- hverjar skorður við því að alt of mikill fjöldi ungra manna leiðist til að sækja hinar dýi’u mentastofn- anir sem búa menn undir þessi störf. J>að er bláköld vitleysa af ríkinu að styrkja skóla þessa til að draga að sér margfalt fleiri menn en hagkvæmt er að þangað sæki. Og nái þetta fram að ganga, þó íimans et 1 Samban&sfyúsinu, ®pin öaglcga 9—(2 f. Simt ^9«. 2. blaö að margir menn mæli í móti í fyrstu, mun öllum þeim, sem rétt- sýnir eru, þykja þetta vel ráðið. ----0---- Laumuspil útienda verslunarvaldsins. Fyrir íáum dögum sendi góðkunn- ingi í einu sjávarþorpi á Austurlandi mér slcjal, sem gekk þar um til und- irskrifta. Mjög var farið laumulega með skjalið. Tilgangurinn sá að fleka grunnhyggið og talhlýðið. fólk í sjó- þorpunum til að skrifa undir, og láta þannig líta út eins og væri þetta vilji kjósenda. Sennilegt er, að þannig sé reynt að smala víðar á landinu. Við að athuga plaggið sjálft, má sjá, hvaða hagsmunir standa á bak við. Og þeg- ar það er komið í ljós, verður skjalið einn hinn kyndugasti samsetningur sem sést liefir á prenti. Birtist það hér orðrétt, eins og hinir útlendu gróða- menn búa það i hendur islensku sjó- mönnunum: „Til Alþingis. Óhug miklum sló á flesta hugsandi menn þessa lands, þegar Alþingi ís- lendinga, eftir heimsstyrjöldina, lagði leið sína inn á braut einokunar og ófrelsis með vín- og tóbaksverslun landsins, þvi reynslan hefir sýnt hér og annarsstaðar, að sú leið nær ekki tilætluðum árangri. — En þá þótti mönnum fyrst skörin færast upp í bekk inn og tólfunum kastað, þegar lands- stjórnin, illu lieilli, i skjóli gamalla heimildarlaga frá stríðsárunum, inn- leiddi landseinokun á steinolíu, vöru- tegund, sem stendur í svo nánu sam- bandi við framkvæmdir á sjávarfram- leiðslu landsins. Vér álítum í stuttu máli, að þessi siðasta ráðstöfun sé mjög óheillarík og ósamboðin hinu nýfengna fullveldi, sem lagt hefir verið svo mikið í söl- urnar fyrir. Vér mættum allir of vel muna hörm- ungar þær og holsár, sem einokunin á sinum tíma leiddi yfir þetta land og þessa þjóð, til þess að vér ekki mótmæltum öllu einokunarhelsi i hverskonar mynd eða búningi, sem það væri i fært, — og það jafnt þó þessi verslun sé í höndum landsstjóm- arinnar, því nauðsyn er það engin vegna tekna ríkisins, þær þyrftu ekki að vera neinu minni þó verslunin væri frjáls, en mun vissari yrðu þær. Og miljónir þær, sem nú binda ríkissjóð, losnuðu. Og vér trúum því vart, að þetta sé ekki skoðun og álit mikils meiri liluta hinnar íslensku þjóðar. Vér undirritaðir kjósendur til Al- þingis leyfum oss hér með að snúa oss til hins háa Alþingis, sem koma á saman i næstkomandi febrúar, og skora á það að fella nefnd heimildar- lög, nr. 77, frá 24. nóvember 1917, úr gildi þegar á þessu þingi, og leggi jafn- framt drög til þess, að samningum þeim, sem Landsverslunin hefir gert til 31. desember 1925 við British Petro- leum Co., verði sagt upp í tæka tið (síðasta lagi innan 31. des. 1924). Einn- ig að hlutast til um, að ákvæðum sér- stakl. 3. og 5. gr. nefndra laga nr. 77 verði fullnægt meðan landsverslunin hefir þetta einkaleyfi með höndum. Jafnframt leyfum vér oss að skora á Alþingi að fella úr gildi nú þegar lög nr. 40, frá 27. júní 1921, um einkasölu á tóbalci". Skal nú athuga nánar efnið. 1. Fyrst er talið, að miklum óhug hafi slegið á þjóðina þegar byrjað var á einkasölu á áfengi og tóbaki. En Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.