Tíminn - 12.01.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1924, Blaðsíða 4
8 TlMINN Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum um „G-jöf Jóns Sigurðssonar“, skal hér með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desem- bermánaðar 1924 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á alþingi 1923, til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna séu verðlauna verðir fyrir þau eftir tilgangi gjafarinnar. Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréíi með sömu einkunn, sem rit- gerðin hefir. Reykjavík, 9. janúar 1924. Hannes Þorsteinsson. Jón Þorkelsson. Sig'urður Nordal. , Kaupið íslenskar vörur! Hrein®. Blautsápa Hreini Stangasápa Hreini Handsápur Hreini Ke rti Hrein£ Skósverta HreinE Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! Framh. af 1. síðu. langmest hafi þó óánægjan orðið þeg- ar landið tók að sér steinoliuverslun- ina. þetta eru forsendurnar. Síðan er mest áhersla lögð á að afnema olíu- verslunina og um það höfð sterk orð. I endalokin koma svo fáein orð um tóbakið, en sýnilega fylgir þar ekki hugur máii. Sú áskorun er svo sem fyrir siðasakir. En þar gleymist vínið alveg, eins og ekkert væri í vegi með það. Og þó er það fyrst í inngangs- harmagrátinum. Um annað „verslun- arólag" er ekki talað, alveg eins og þetta væri eina viðskiftaböl almenn- ings. Ekki t. d. minst á gengishrunið, sem tekur nærri helming af hverri krónu úr vasa hvers neytanda í land- inu. Hver hefir hag af að senda slíkt hréf? Ekki víndrykkjumenn eða vín- kaupmenn. þar er gefist upp. Tóbaks- kaupmenn, sem vildu græða meir en Landsverslun leyfir. það gæti verið. En ekki eru kröfur þeirra aðalatriði. Nei, það er steinolían, sem sendir bréf- ið og biður sér liðs. Hver gæti haft hag af breyttri steinolíuverslun hér? Ame- riski hringurinn og þeir íslendingar, sem gengið hafa í þjónustu hans. Hinir eiginlegu bréfritarar eru þá er- lendu gróðamennimir, sem á undan- förnum ámm hafa selt olíu hér svo dýrt, að þeir hafa, fram að þessu, ekki átt sér nokkum málsvara i þinginu. þeir sem gerast svo djarfir að vilja ráðleggja íslensku þjóðinni, em auð- menn í Ameríku og Danmörku, sem gert hafa sitt til að koma vélbátaút- vegnum í fjárhagslega örðugleika. það verður gaman að sjá nöfn íslending- anna, sem rita undir slíkt skjal. 2. það er ósatt, að óhug slægi á hugs- andi menn landsins, þegar Alþingi samþykti að hafa landsverslun með áfengi og tóbak. Varla mun nokkur maður, nema brennivínssalarnir gömlu, liafa óskað eftir almennri vínsölu. Með tóbakinu voru, auk samvinnumannanna, marg- ir kaupmannasinnar, af því þeir furidu, að tekjur þurfti í landssjóð. Margar erlendar þjóðir hafa einkasölu á tó- baki, og láta kaupmenn það yfirleitt hlutlaust. Sérstakur hagnaður fyrir ísland að landsverslun með tóbak er það, að miklu minna fé er bundið í birgðum en áður var. þegar lands- verslun byrjaði, sést, að þó víða væri matvæla- og saltlítið, þá var hver verslunarhola full af tóbaki og nógar skuldir erlendis. Á þvílíku prangi féll krónan og alt íslenskt verðmæti. 3. þá ætlar útlendi gróðahringurinn að feta í fótspor forsetans mikla með allsherjar mótmælum gegn lands- verslun, af því danska verslunin hér var að mörgu leyti óhagstæð. En að líkja saman einokunarverslun Dana á 17. og 18. öld og landsverslun ís- lendinga á 20. öld, er svo mikið sögu- legt gat, að það gera engir nema al- ómentuðustu vesalingar þjóðarinnar, eða spiltir menn, móti betri vitund. Hvað var einokun Dana? þá hafði er- lend þjóð alræðisvald yfir verslun ís- lands, með þvi viðurkenda augnamiði að láta gróðann lenda í Danmörku, annaðhvort í ríkissjóði eða hjá gróða- íélögum danskra manna. Höfuðein- kenna einokunar Dana voru þessi: a. íslendingar réðu engu um versl- unarhættina. En fáeinir voru leppar Dana. b. Valdið yfir versluninni var er- lendis. e. Gróðinn rann allur úr landi. d. Almenningur á íslandi var rétt- laus gagnvart versluninni, og hataði og fyrirleit hina erlendu kúgara, og þó einkum íslensku leppana. Samt má gera mun á tveim þáttum í einokunarsögunni. þegar stjórn Dan- merkur, þótt útlend væri og ókunnug, rak verslunina, var hún langtum mild- ari heldur en félög einstakra manna. það voru dönsku gróðahringarnir, sem sýndu hér mesta grimd og komu orð- inu sérstaklega á verslunina og kveiktu almenna óvild hjá íslending- um móti erlendri verslunarkúgun. Hvað er Landsverslun íslands nú? Fyrirtæki sem þing í lýðfrjálsu landi samþykkir að stofna til að hjálpa borg- urum landsins í atvinnurekstri sin- um. Borgaramir sjálfir ráða öllu um fyrirkomulag verslunarinnar. Hún er til vegna þeirra og undir eftirliti þeirra gegnum þing og stjórn. Lands- verslun Islands er jafn ólík verslun Dana hér á 17. og 18. öld, eins og stjómarfar Islands er nú ólíkt þáver- andi stjórnarformi. þá var íslands í framkvæmdinni réttlaust handbendi erlendrar og ókunnugrar þjóðar. Nú hefir þjóðin rétt til að stjórna sér sjálf, ef hún hefir vit og manndóm til. Iivernig var verslunin með steinolíu áður en landið byrjaði með verslun þjóðarinnar? Að nafninu til var sú verslun frjáls. En i verki var það fullkomin einokun. Félag í fjarlægu landi hafði bæði tögl og hagldir. það var ekki lögbundin einokun eins og á 17. og 18. öld, heldur hin fjármunalega einokun hringanna á 20. öld. Einkenni steinolíuverslunar- innar vom alveg hin sömu og fyr: a. íslendingar réðu engu um versl- unarhættina. En fáeinir landar voru þó leppar útlendu eigendanna. b. Valdið yfir versluninni var er- lendis. c. Gróðinn rann úr landi, nema það lítilræði, sem lepparnir fengu, sumt handa sér, og sumt máske til „verð- launa" innanlands. d. Almenningur á íslandi var um verðlagið áhrifalaus og réttlaus. Og til- finning almennings gagnvart hinum erlendu gróðamönnum var almenn óbeit og fordæming á verslunarlagi þeirra. þessi óbeit er svo sterk, að jafnvel kaupmenn á Alþingi, eins og B. Kr., hafa átt samleið með öðrum boi’gurum landsins í að hnekkja valdi þessarar útlendu verslunar. 4. Ef þjóðinni væri alvara, að vera sjálfstæð í raun og veru, þá er lands- verslun með steinolíu, eins og nú hag- ar til, hið mesta sjálfstæðismál. Nú út- vegar landið útvegsmönnum olíuna með því verði, sem lægst er á heims- markaðinum á hvei’jum tíma. Og land- ið skiftir við það eina framleiðslufélag ei’lendis, sem er takmarkað í gróða- fýkn sinni af eftirliti neytenda i stóru, mentuðu landi. Ef landið sleppir olíunni, er það sama og að ofurselja valdið yfir versluninni og sjávarút- vegi íslendinga i liendur áhyi’gðai’- lausi’a, erlendra gróðamanna. Að sleppa oliuversluninni nú, væri að sanna það, að ísland gæti ekki verið fullvalda nema á pappírnum. þá væri sannað, svo að ekki yrði á móti mælt, að meiri hluti borgaranna væri á svip- uðu manndómsstigi og heldri menn í Sviþjóð á „frelsisöldinni", sem þágu til skiftis hlunnindi frá forráðamönn- um eilendra stórvelda, og vantaði seinast ekki hársbreidd, að þeir kæmu þjóð sinni undir erlent vald, þegar gi’iman var feld af framferði þeirra. 5. það er með öllu villandi, að telja það sönnun móti landsverslun með olíu, þótt heimildin væri gefin á striðsárunum. Undirbúningurinn var langur. 1912 lýsir í’áðheri’ann, Kr. Jónsson, yfir, að eitt af því, sem þá mæli með landseinkasölu, sé það, að Standard Oil hafi í raun og vei-u ein- okað olíuna hér á landi. þá um sumai’- ið lxafði ameríski hringurinn hækkað olíuna tilefnislaust um 5 krónur á tunnu á einum degi. þótti það imkið þá. Síðan vaknaði almennur áhugi að bola Standard Oil úr landi. Fiskifélag- ið reyndi að keppa, mikið fyrir for- göngu Tr. Gunnarssonar. þá setti hringurinn verðið niður fyrir innkaups verð Fiskifélagsins, og það tapaði á samkepninni. þá sannfærðist þingið um, að landið eitt gæti reist rönd við. En jafnframt var tekið fram, að ekki skyldi nota heimildina meðan hætta stóð af stríðinu. Eftir stríðið var verð- ið á oliunni orðið óbærilegt fyrir vél- bátaútgerðina. Landsverslun byrjaði þá að keppa, og lækkaði vei’ðið hvað eftir annað. Forráðamenn erlenda fé- lagsins létu hvað eftir annað í ljós megna gremju yfir lækkunum Lands- verslunar, og undrun yfir hinu lága verði. 6. þegar einkasölufrv. kom fram 1917, talaði B. Kr. fyi-st fyrir því. Tók beinlínis fi’am, að landsverslun með olíu ætti að standa lengi. Alls enginn maður í þinginu tók svari ameríska hringsins. Enginn maður í hvorugri deild greiddi atkvæði á móti því. Öðr- um þeim manni, sem hrundið hafði af stað frv., Ben. Sveinssyni, fórust þann- ig orð um ástandið með oliuverslun- ina: „Vér höfum lent í einokunarklóm og félagið, sem fyrir nokkru tók að sér steinolíuverslunina og kallar sig „ís- lenskt steinoliufélag", er eitthvei’t hið illræmdasta félag, sem þekst hefir hér um undanfarin ár, enda er ekki góðs af von, þar sem félag þetta er ham- skiftingur af D. D. P. A. og afspringur af rót hins alræmda einokunarfélags Rockefellers. Félagið setur mönnum afarkosti, skuldbindur menn með skriflegum skuldbindingum til þess að versla ekki annarsstaðar, án þess að setja nokkra tryggingu fyrir því, að geta haft næga steinolíu, bregst meira að segja algerlega að birgja landið að olíu, þegar allra verst gegnir; félagið lætur sér nægja að auglýsa, að það eigi von á skipum þá og þegar, og var- ar menn við að kaupa olíu annarsstað- ar, en oft hafa þessi skip alls ekki kom- ið og jafnvel sannast, að sumar þess- ar auglýsingar voru blekkingar einar til þess að aftra framkvæmdum ann- ara að útvega vöruna“. Alþt. 1917, B. 738. Og enn segir Benedikt Sveinsson um þetta mál: „Hér er aðeins um það að ræða að ná landinu úr einokunarklóm hins illræmda danska svíðingafélags, sem að vísu er nú farið að kalla sig íslenskt, en er að engu íslenskara en áður, þótt það hafi fengið hér nokk- ura „leppa“, til þess að koma okurklón- um betur fyrir. Býst eg við, að einokun þessai’i verði ekki hrundið, nema með þvi móti að krókur komi á móti bragði, svo að landsverslun komi í staðinn". Alþt. B. II, 267 — 1916—17. Loks má minna á ummæli Bjama Jónssonar frá Vogi. Hann segir svo: „Hvað viðvíkur grundvallarskoðuninni um landsverslun, þá er eg ekki að fullu sannfærður um, að rétt sé að landið taki að sér alla verslun. Vil eg þó ekkert af taka. En um hitt geta all- ir verið sammála,....að þegar ein- hvcr vara er einokuð af félagi, eða einstökum mönnum, þá sé sjálfsagt, að landið taki til sinna ráða, og hrífi verslunina úr þeim okurklóm og kúg- unar. Hér eru eigi önnur ráð, fyrst allir eru sammála um, að hér sé ein- okun, og kaupmannastétt landsins er ekki sjálfstæðari en svo, að hún skrif- ar með blóði sínu undir skuldbindingu um að kaupa hvergi olíu, nema hjá þessum kúgara og einokara. Fyrir því tel eg það heppilegustu leiðina, að landið taki að sér olíuversl. þegar í stað“. Alþt. B. II, 269 — 16—17. 7. Svona var nú frelsið með olíu- verslunina, þegar einkasalan var sam- þykt. Nú biðlar Rockefeller til íslensku sjómannanna og biður þá að gefa sér meðmæli til þingsins. Og þau megin- rök, sem knýja hann til framkvæmda í þessu máli, er hin rótgróna óbeit hans og Standard Oil á allri verslun- areinokun og óeðlilegum verslunai’- gróða, og í öðru lagi sérstök umhyggja fyrir sjálfstæði íslands og lxinu dýr- keypta fullveldi þjóðarinnar. J. J. ----0---— Afmæliskveðja á 40 ára afmæli Góðtemplararegl- unnar. pess ber að geta sem gert er. pað má ekki minna vera en að hún fái að koma fyrir almennings sjón- ir um land alt kveðjan sem Páll Stefánsson heildsali frá pverá sendi Góðtemplarareglunni á 40 ára afmæli hennar. Tilefnið það, að á þessum afmæl- isdegi efndi Reglan til almenns fagnaðar, sem lauslega er skýrt frá í öðrum stað í blaðinu. Fram- kvæmdanefnd hátíðahaldsins fór þess á leit við kaupmenn bæjarins að þeir lokuðu búðum sínum þessa tilefnis vegna, og margir urðu við þeirri beiðni. Sagði nefndin frá þessu í dagblöðunum. En Páll Stefánsson brást við á sína vísu. Síðari hluta dagsins sendi hann út fregnmiða um bæ- inn, með mjög feitri yfirskrift, og var hann borinn víða. Fer hann hér á eftir með ummerkjum höf- undar: Eg loka ekki. í Morgunblaðinu í dag 9. jan. stendur tilkynning — eða þann skilning legg eg í það — frá Gutt- um, um að þeim þóknist að halda þ. 10. þ. m. hátíðlegt goodtempl- araskrall, — líklegast sem aðra dýrtíðarráðstöfun — með kirkju- göngu og viðeigandi gauragangi, í 40 ára minningu Goodtemplarafé- lagsskaparins hér á landi, og í til- efni þar af skora þeir á kaupmenn að loka búðum sínum. En þar sem þessi skrallsamkoma gutta er kaupmannastéttinni alveg óvið- komandi þá vonast eg til að þeir sýni það í verkinu og láti sig hana engu skifta, og hafi búðir sínar opnar þann dag, eins og venja er til. Enda er mér ekki kunnugt um að kaupmannastéttin sem slík hafi nokkra ástæðu til að sýna guttafé- laginu nokkra hluttekningu frekar en þjóðin í heild, því af öllum fé- lagsskap sem á þessu landi hefir stofnaður verið hafi enginn félags- skapur verið þjóðfélagi voru til jafnmikillar ógæfu, sem good- templarafélagsskapurinn, enginn Jbrð til sölu. Jörðin Hellir í Ásahreppi í Rangárvallasýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Á jörðinni er íbúðarhús 10X12, hlöður sem taka 800 hesta, fjár- hús sem taka 200 fjár, og hesthús fyrir 40 hross, fjós fyrir 8 naut- gripi. Öll eru húsin jámvarin. Slægja er öll í Safamýri, og má heyja alt að 2000 hestum. Semja ber við Ingólf Sigurðsson, Helli. annar félagsskapur hefir komið jafnmikilli ringulreið á þjóðfélags- skipulag vort fyr en nú samvinnu- kommunista-bolsevisma félagsskap urinn og má svo heita að good- templarafélagsskapurinn hafi ver- ið forgengill fyrir þeirri þrenningu og undirbúið þjóðarjarðveginn fyrir þessari niðurdrepsstefnu. P. Stefánsson frá þverá. Mun Páil telja sig hafa gert kaupmannastéttinni „sem slíkri“ mikinn sóma með afmæliskveðju þessari, enda stappar nærri að hann telji sig tala í umboði hennar. Iiún mun verða, afmæliskveðja þessi, óbrotagjam minnisvarði yf- ir hinum orðvara og sanngjarna stillingamanni, heildsalanum frá þverá. Dómur sögunnar verður sjálf- sagt sá, að miklu meira nytjaverk liggi eftir umboðsmann Fords, fyr- ir tekjur þær, sem hann hefir haft af bifreiðasölu í landin, en eftir fjörutíu ára bindindisstarfsemi Góðtemplarareglunnar og allra þeirra manna, er þar hafa starfað. Eða hvað segir almenningur um það, og kaupmannastéttin „sem slík“ sérstaklega? Gott væri líka gæti Páll gefið nánari upplýsingar um kirkjr göng- ur með „viðeigandi gauragangi“. ----o----- 40 ára afmæli átti Góðtemplara- reglan í fyrradag. Var fyrsta stúk- an stofnuð á Akureyri 10. janúar 1884. Mikið og ágætt starf liggur eftir þann félagsskap. Mest varð útbreiðsla hans um það leyti sem atkvæðagreiðslan fór fram um bannlögin, en dofnaði mjög fyrstu bannárin og þótt dálítið meira fjör hafi færst í starfið aftur, er ekki enn komið á það lag aftur sem skyldi. það liggur og ekki í láginni að töluverður ágreiningur er í sjálfum herbúðum Templara um það, hvernig Reglan eigi að hegða sér undir hinum breyttu kringum- stæðum. — I tilefni dagsins stofn- uðu Templarar til mikilla hátíða- halda í bænum, skrúðgöngu, fyrir- lestrahalds, guðsþjónustu og mannfagnaðar. Voru margar búð- ir lokaðar og hátíðabragur á bæn- um, enda var veður hið besta sem lengi hafði verið. Enn um hrossaverslun. Garðar Gíslason lætur halda því fram, að liann hafi gefið 100 kr. meira fyr- ir hest en Sambandið. Eigi hann við hæsta verðið, sem hann gaf á úrvalshestum sex vetra og lægsta verð Sambandsins á úrkasts þre- vetra tryppi, má þetta til sanns vegar færa. En er þá frásögnin ekki dálítið villandi ? Sigurður Nordal prófessor flutti erindi í Nýja Bíó á sunnudaginn var og leiddi líkur að því að Völu- Steinn, sonur puríðar sundafyllis, er land nam í Bolungarvík, væri höfundur Völuspár. Var það af- bragðs vel samið erindi og merki- legt og mun Tíminn segja nánar frá þeim tíðindum síðar. Ágætlega gengur ísfiskssala tog- aranna enn á Englandi. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.