Tíminn - 16.02.1924, Blaðsíða 4
28
T ! M I N N
..
ar, ef kjörviðirnir væru svo fúnir.
Hversu mundi þá kjarrið? Hvers-
vegna gera lítið úr Jóni Hjaltalín,
þótt hann kunni að hafa haft lé-
lega atvinnu áður en hann varð
skólastjóri? p. Th. þótti engin
skömm sjálfum að fara úr skólan-
um sökum fátæktar og atvinnu-
leysis. Annars kemur þessi hættu-
lega söguhlutdrægni átakanlega
fram gagnvart Hjaltalín. J>að er
enginn vafi á, að sökum meðfæddra
hæfileika og langdvala í Englandi
var Hjaltalín mesti skólamaður hér
á landi á sinni tíð. Maður, sem
vann með honum mörg ár, var
skyldugur til að láta þá mynd
koma greinilega fram. í stað þess
fær maður að vita um kú stjúpu
hans, um sóðaskapinn í hinu fá-
tæka koti Eggþóru, og um að læri-
sveinarnir bjarga Hjaltalín fullum
og hesti hans úr pytti, sennilega
það eina hlægilega atvik úr nokk-
uiTa ára sambúð. Gröndal er gerð-
ur að huglausu og brigðmálu
bleyðimenni. p. Th. segir lítið frá
hinum frábæru hæfileikum og fé-
lagsmálalærdómi Arnljóts. Heldur
ekki að Einar í Nesi nam af sjálf-
um sér 7—8 erlend tungumál uppi
í sveit á íslandi. Ekkert um hinn
óvenjulega kraft og skörungsskap
Jóns á Gautlöndum. 1 stað þess er
Arnljótur mengaður með „blóð-
nasafundinum“, kvígildinu í Mikla-
bæ, upphlaupinu á Möðruvöllum og
hinum frægu áflogum, þar sem
annar þingmaður rífuf hann í and-
litið svo að blæðii- úr. Um Einar er
sagt frá hinni háðulegu meðferð á
strandferðaskipinu og einhverjum
afar velmentuðum lækni, sem var
svo nærri villimenskunni, að hann
vildi gefa stórfé til að sjá Einar í
Nesi þannig útleikinn. Vísan um
„fylfullu“ Gránu og „fyllirí" Jóns
á Gautlöndum á að vera honum nóg
veganesti. það merkilegasta, sem
p. Th. sér um Björn Jónsson, er
að hann hafi verið „hálfgeggjað-
ur“, og um Hafstein, að hann hafi
selt sig Islendingum í þjóðmála-
baráttunni (sbr. „það borgaði sig
auðsjáanlega betur“).
Niðurl. næst.
——o-------
Útdráttur
úr yerðabók þiny- og héraðsmálaíund-
ar Vestur-ísafjarðarsýslu.
Ár 1924, dagana 15., 16. og 17. janúar,
var haldinn 25. þing- og héraðsmála-
fundur Vestur-ísafjarðarsýslu, að
þíngeyri i Dýrafirði.
Mættir voru 14 fulltrúar af 18.
Fundarstjóri: Jóhannes Olafsson
hreppstjóri á þingeyri. Fundarritari:
Friðrik Hjartar skólastjóri á Suður-
eyri.
í fundarbyrjun var svohljóðandi
símskeyti sent þessum utanhéraðs-
mönnum, er allir höfðu áður verið
fulltrúar þessara funda: Bergur Rósin-
kransson kaupm., Guðm. Kristjánsson
miðlari, Kristinn Daníelsson fyrv.
alþm., Kristján Kristjánsson skipstjóri,
Mat+hías Ólafsson fyrv. alþm., Sigurð-
ur Sigurðsson ráðunautur, allir til
heimilis i Reykjavík:
„25. þing- og héraðsmálafundur
Vestur-ísafjarðarsýslu, settur i dag,
sendir yður kveðju sína, með þakklæti
fyrir gamla samvinnu". Bárust fund-
inum síðar heilla- og samúðarskeyti
frá þeim öllum.
þessi mál voru tekin til umræðu:
I. Landsmál.
1. Fjárhagur rikisins. Svohljóðandi
fundarályktun samþ. í e. hlj.:
„Með því að fundurinn telur að
gjaldþoli alþýðu sé ofboðið með hin-
um feiknamiklu gjöldum til ríkis-
þarfa, sem gert er ráð fyrir í fjárlög-
unum fyrir þetta ár, skorar hann á
næsta þing að minka útgjöld að mikl-
um mun, og vill hann í því efni benda
á:
1. Að þingið verði ekki háð nema
annaðhvort ár.
2. Að endurskoðað verði alt starfs-
mannahald ríkisins, með það fyrir
augum, að leggja niður litt nauðsyn-
leg starf, að fækkað verði ráðherrum
og öðrum starfsmönnum á þann hátt
að sameina störfin sem mest“.
2. Einkasala. Samþykt svohljóðandi
ályktun með öllum greiddum atkv.:
„Fundurinn er meðmæltur ríkis-
einkasölu á einstökum vörutegundum,
þegar sérstakar ástæður eru fyrir
hendi, svo sem fjárhagsþröng ríkisins,
yfirgangur einstakra manna eða fé-
laga, að þvi er söluna snertir, vöntun á
vönduðum vörutegundum o. s. frv.
Hann telur því sjálfsagt, að núverandi
einkasölu ríkisins sé haldið áfram".
3. Atvinnumál. Svohljóðandi fundar-
ályktun samþykt í e. hlj.:
„þar sem það hefir átt sér stað und-
anfarin ár, að atvinnufyrirtæki hafa
verið rekin hér á landi, að miklu leyti
með útlendum mannafla, þótt innlend-
ir menn hafi staðið uppi atvinnulitlir
eða atvinnulausir, þá skorar fundurinn
á þing og stjóm, að setja lög og regl-
ur, er tryggi forgangsrétt innlendra
þegna til atvinnu við fyrirtæki, sem
rekin eru hér á landi".
4. Strandgæsla. Samþykt svohljóð-
andi ályktun:
„þar sem nú er svo komið, að sjó-
menn á Vestfjörðum, sér í lagi í Arn-
arfirði mega varla leggja veiðarfæri
sín svo í sjó, að þeim sé ekki stór hætta
búin af yfirgangi, jafnt innlendra sem
útlendra togara, þá leyfir þing- og hér-
aðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu
sér enn á ný að skora alvarlega á þing
og stjóm að sjá um að það dragist
ekki lengur, að settar verði öruggar
hömlur við yfirgangi þessum, með
strandgæslu á svæðinu frá Látrabjargi
að Hornbjargi. Álítur fundurinn, að til
þess að starf þetta verði ekkert kák,
þurfi vel hraðskreitt mótorskip eða
gufuskip, helst vopnað, og ekki minna
en 40 smálestir. Sökum fiskigengdar
og almenns bjargræðistíma, þarf
strandgæslan að fara fram á tímabil-
inu frá 15. júlí til nóvemberloka árlega.
Fundurinn álítur ennfremur, að
hegningarákvæðum fyrir brot á land-
helgislögum beri að breyta þannig, að
auk sektarinnar hljóti skipstjórinn
réttindamissi til pkipstjómar um
ákveðinn árafjölda, þegar við fyrsta
brot“.
5. Innflutningshöft. Svohlj. ályktun
samþykt í e. hlj.:
„Fundinum er Ijóst, að fjárhagur
landsins er i voða staddur. Leggur
hann því til, að takmarkaður sé meira
en nú er, eða afnuminn fyrst um sinn,
aðflutningur á ýmsum vörutegundum,
svo sem álnavöru, nýlenduvörum, fiski,
kjöti, stofugögnum, leikföngum o. fl.“.
6. Samgöngumál. Svohlj. áskoranir
samþyktar:
„1. Fundurinn skorar á þing og
stjórn:
a. Að taka veginn frá ísafirði að
Rafnseyri i tölu þjóðvega.
1). Að auka styrkinn til póstbátsins
á ísafjarðardjúpi, með það fyrir aug-
um, að hann hafi að minsta kosti tvær
áætlunarferðir i Vestursýsluna á ári,
vor og haust, með viðkomustöðum á
4 vesturfjörðunum.
2. Fundurinn skorar á landssíma-
stjómina: að gera eftirfarandi viðauka
og breytingu á símakerfi sýslunnar,
svo fljótt sem fært þykir:
a. Að leggja símalinu frá Holti í Ön-
unrarfirði að Hjarðardal ytri.
b. Að leggja símalinu frá Mýrum að
Núpi í Dýrafirði, og flytja jafnframt
stöðina frá Mýrum að Gemlufjalli.
c. Að leggja línu frá lendingarstaur
sæsímans á Laugabólshlið inn að
Laugabóli.
, 3. Fundurinn skorar á þingmann
kjördæmisins að gera tilraun til að fá
fjölgað viðkomum Eimskipafélags-
skipanna á Bíldudal í mánuðunum
maí, júní og júli“.
7. Kosningalögin. Svohljóðandi fund-
arályktun samþykt:
„Fundurinn telur nauðsynlegt að
sett séu ný og tryggari ákvæði um fyr-
irkomulag lieimakosninga, svo sem
þau, að kosningaseðlar og umslög séu
með sérmerkjum og gangi til hrepp-
stjóra gegnum hendur yfirkjörstjórn-
ar“.
8. Búnaðarmál. Samþykt svohljóð-
andi ályktun:
„þar eð sjáanlegt er, að landbúnað-
urinn þarf að taka verulegum fram-
förum, einkum að því er snertir rækt-
un landsins, vinnuáhöld og verltlega
kunnáttu, til þess að hann geti borið
sig, og átt heillaríka framtíð, þá legg-
ur fundurinn til:
Frá og með deginum í dag eru ior-
vextir af víxlum og útlánsvextir 8°|0.
Frá sama tíma eru sparisjóðsvextir
5°|0 og vextir af 6 mánaða innlánsskír-
teinum
Reykjavík 15. febrúar 1924.
Landsíaaki ísHs. Íslandsíiaiki.
Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
ísla.ixc5Lsciellci.iix
Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919.
Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík!
Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann og íslenska snarisjóði.
Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld ög refjalaus!
Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það!
Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn!
Líftrygging er fræðsluatriðí, en ekki lirossakaup! Leitaðu þér fræðslu!
Líftrygging er sparisjóðurl En sparisjóður er engin líftrygging!
Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera!
Konur þurfa líftrygging eigi siður en karlar!
Með því tryggja þær sjálfstæði sitt!
10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann
um 67 aura á dag!
5000 króna líftrygging lcostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag.
Forstjóri: Helgi Valtýsson,
Póstliólf 533 — Reykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs sins.
a. Að Alþingi styrki Búnaðarfélag
Islands og húnaðarfélög lireppanna
svo mikið, er það sér sér frekast fært.
h. Að Búnaðarfélag íslands auki
fjárframlagið til búnaðarsamband-
anna.
c. Að lilutaðeigandi sýslufélög veiti
þoim einnig fjárstyrk".
I saina máli var einnig samþykt
svohljóðandi tillaga:
„Um leið og fundurinn vottar pró-
fessor Guðmundi Hannessyni þaklcir
fyrir lians mikla starf, í þá átt að
hvetja iandsmenn og leiðheina þeim í
húsagerð, leggur hann til: að þing og
stjórn láti rannsaka byggingarefni
landsins, frekar en orðið er, og að út
séu gefin heimildarlög fyrir sýslu- og
sveitarfélög, til þess að gera byggingar-
samþyktir".
9. Mentamál. Svohlj. áskoranir sam-
þyktar:
„Fundurinn skorar á Alþingi að
stefna framvegis að því markmiði í
mentamálunum:
a. Að gagnfræði og hin svonefndu
klassiska fræði verði greindar að, og
telur hann heppilegra að skólinn í
klassiskúm fræðum sé utan Reykja-
víkur“. — þessi liður samþyktur með
12:2 atkv.
b. „Að afgreiða sem fyrst frumvarp
milliþinganefndarinnar í mentamál-
um, um ungmennafræðslu". — Sam-
þyktur í e. hlj.
10. pegnskylduvinna. Samþykt svohlj.
ályktun:
„Fundurinn álítur það heillavænlegt
fyrir þjóðina, að taka upp þegnskyldu-
vinnu með hagkvæmu fyrirkomulagi.
Leggur hann því til að þing og stjórn
rannsaki möguleika á framkvæmd
hennar“.
11. Tóvinna. Svohlj. ályktun samþ.:
„Fundurinn hallast frekar að fleiri
og smærri tóvinnufyrirtækjum í land-
inu, en stórum og fáum, eins og rann-
sóknarnefnd tóvinnufyrirtækjanna hef
ir ráðið ríkinu til að styrkja og
stofna“.
II. Héraðsmál.
1. Mentamál. Svolilj. fundarályktun
samþykt:
„Fundurinn æskir þess, að samvinna
takist sem allra fyrst með Alþingi og
Vestfirðingum um að koma upp við-
unanlegum ungmennaskóla fyrir Vest-
firði. Skorar liann því á sýslunefnd
Vestur ísafjarðarsýslu að kjósa nefnd
til þess að starfa að samvinnu þeirri,
og að^’áfiamlialdandi framgangi þessa
máls, heima í héraðinu".
2. Sundkensla. Samþykt svohljóð-
andi ályktun:
„þing- og héraðsmálafundur Vestur-
ísafjarðarsýslu beinir þeirri eindregnu
ósk til sýsiunefndarinnar, að hún fylgi
fast fram stuðningi þeim og fjárstyrk
til sundkenslu liér í sýslu, sem hún
byrjaði árið 1920. Jafnframt mælist
fundurinn til þess, að sýslunefndin
krefji ríkissjóð um ógreiddan sund-
styrlc, móti tillagi sýslusjóðs, fyrir árið
1922.
3. Heimillsiðnaður. Svohij. ályktun
samþykt:
„Fundurinn vill eindregið styðja að
eflingu heimilisiðnaðarjns og skorar
því á ungmennafélög, kvenfélög og
ráðandi menn í sveitum og kauptún-
um að sýna viðleitni í þá átt, með sýn-
ingum o. fl. Einnig telur fundurinn
nauðsynlcgt að auka handavinnu í
barnaskólum kauptúnanna og að það
sem unnið er, séu gagnlegir hlutir,
gerðir sem mest úr innlendu efni“.
I tilefni af aldarfjórðungsafmæli
fundarins vaf að kvöldi hins 16. jan.
sest að veislufagnaði, er fulltrúar
þingeyrarhrepps gengust fyrir og
kostuðu. Auk fundarmannanna voru
þar viðstaddir allir þeir, er einhvern-
tíma áður höfðu verið fulltrúar fund-
anna, og til náðist. Var þar veitt af
mikilli rausn, ræður fluttar, sungið og
skemt sér á ýmsan hátt við endurminn
ingar liðinna funda. Stóð hófið til kl.
3 um nóttina og fór hið besta fram.
Suðureyri 27. janúar 1924.
I umboði fundarins.
FriSrik Hjartar. Kr. A. Kristjánsson.
---—O----
Kærleiksheimilið.
Mbl.menn sýnast móðgaðir vegna
Magnúsar, út af ímynduðum saman
hurði á honum og Lenin. Tíminn hefir
liælt hvorum þeirra einu sinni. Öðrum
fyrir að hafa verið vinnusamur sýslu-
mannssnuddi, hinum fyrir að hafa gef-
ið kúguðum bændur jarðir. Aftur hafa
báðir verið áfeldir. Annar fyrir að
koma landi sínu í botnlausar skuldir.
Ilinn fyrir að vilja koma á byltingu í
frjálsum löndum. Sennilega er gremj-
an í Magnúsi mest út af því, að hann
finnur, að Lenin var sniðugri í fjár-
málum fyrir land sitt. Hann vildi enga
skuld horga. Magnús vill koma öllu
upp í skuldir. x.
-----0----
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
IMZ±11ul3?
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
atin
meS mestu áfergju;
veldur smitandi og
drepandi sjúkdómi;
er óskaðlegt mönn-
um og húsdýrum;
ernotað af stjórnum
rikja og bæja til út-
rýmingar á rottum;
er búið til og háð vísindalegu
eítirliti í Bakteriologisk Labora-
torium „Ratin“, Kaupm.höfn.
Bæjarstjórnir og hreppsnefndir
geta sent pantanir beint til
„Ratinkontoret“, Köbenhavn, eða
til mín, sem gef allar upplýsing-
ar íyrir fjelagið hjer á landi.
ÁGÚST JÓSEFSSON,
heilbri g ðisf ulltrúi — Reykjavík.
Skemdir af ofviðri. Seinast í
janúar gerði hið mesta fárviðri á
Vesturlandi og hlaust af mikið
tjón. Víðast vai-ð eitthvað að og
nemur skaðinn tugum þúsunda
þegar saman kemur. I Súganda-
firði fauk þinghúsið af grunni,
stórt íveruhús, fjórar hlöður á
Suðureyri; hlöður fuku auk þess í
Vatnsdal og á Laugum, bátur á
Gelti, brúin af Staðará o. fi. I Ön-
undarfirði fauk forðabúrshlaða,
fjós á Vífilsmýrum, hlaða á Veðr-
ará, tvær hlöður hjá Hólmgeiri
dýralækni á þórustöðum, hlaða á
þorfinnsstöðum o. fl. I Dýrafirði
misti Friðrik á Mýrum hlöðu, hjá
Ólafi kennara á þingeyri fauk
hlaða, hjallur og þakkhús o. s. frv.
Fauk yfirleitt alt sem lauslegt var,
og má segja, að ekki sé ein báran
stök, því nóg eru menn aðþrengdir
fyrir af óhagstæðri verslun og
margra ára fiskileysi. Kirkjan
fauk á Sæbóli á Ingjaldssandi.
Látinn er hér í bænum Th. Thor-
steinsson kaupmaður, einn af
helstu kaupmönnum og útgerðar-
mönnum bæjarins.
Fiskiþingið er háð hér í bænum
þessa dagana.
Inflúensan er nú að réna hér í
bænum. Hefir reynst væg.
Tjón. Á Bersatungu í Dölum
hjá Stefáni skáldi frá Hvítadal,
fauk gaflinn af íbúðarhúsinu og
ýmsar skemdir urðu aðrar. 1 Duf-
ansdal í Arnarfirði hrakti 24 kind-
♦
ur í sjóinn, og í Trostansfirði fauk
heilt hey sem stóð á bersvæði.
- -.
Dr. Jón þorkelsson þjóðskjala-
vörður andaðist hér í bænum 10.
þ. m. Verður þess merka manns
síðar getið.
9 hestar hröktust í sjóinn 28.
jan. á Horni í Hornafirði.
.. fi’ V. ■ |
■ . 1
þing- og héraðsmálafundur fyr-
ir Vestur-ísafjarðarsýslu, hinn 25.
í röðinni, var haldinn um miðjan
janúar, og eru fundarályktanir
birtar hér á öðrum stað í blaðinu.
Fundir þessir eru einstakir í sinni
röð og væri betur að tíðkuðust víð-
ar. Styður það mjög að efling
stjórnmálaþroska í héröðunum og
samvinnu um opinber mál, eins og
ályktanir þessa fundar bera með
sér.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta h/f.